Lögberg - 13.06.1946, Síða 5

Lögberg - 13.06.1946, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚNÍ, 1946 5 /ÍHL6AMÁL rVENNA* Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON HÁSKALEGUR LEIKUR Eg hefi verið að reyna að rifja upp sögu, sem eg heyrði í æsku, um skessurnar tvær, sem skemtu sér við 'það að kasta á milli sín fjöregginu sínu; karls- sonur, sem lent hafði í greipar þeim, tókst með slægð, að egna þær til reiði gegn hvorri ann- ari; þær gleymdu sér og önnur kastaði fjöregginu af alefli í hina; það brotnaði, en um leið sprungu skessurnar og voru þeg- ar dauðar. Við krakkarnir spurðum: “Hví skemtu þær sér við svona hásk- alegan leik? Þær vissu að ef fjöreggið brotnaði, myndu þær deyja; hví grófu þær ekki fjör- e§gið í jörðu og vöruðust að snerta það eða láta nokkurn snerta það?” “Ó, þær voru bara svona heimskar skessugreyin,” var okk- ur sagt, “þasr léku sér að voð- anum.” Mér datt þessi saga í hug þeg- ar eg fyrir nokkrum dögum sá á kvikmynd undirbúning her- valda Bandaríkjanna til þess að gera enn aðrar tilraunir með “atom” sprengjuna í þeim til- gangi að ganga úr skugga um eyðileggingarafl hennar. Maður myndi nú ætla að Hiroshima og Nagasaki hefði fært þeim heim sanninn um það að í atom- sprengjunni felst slíkur voði fyrir þá sjálfa og alt mannkynið að það er lífsskilyrði að hætta að framleiða þetta morðtól, og gæta allrar varúðar að engin þjóð hafi nokkur tæki til þess að framleiða það. Nei, það fer fyrir þeim eins og skessunum; þeir halda áfram að leika sér með voðann. Þeir halda áfram að framleiða fullkomnari atom-sprengjur. Og nú ætla þeir að skemta sér við það að sprengja UPP eyju eina í kyrrahafinu og fleiri tugi skipa. Yfirmenn hers- ins stilla sér upp fyrir framan myndavélina og segja brosandi, að þessar tilraunir séu gerðar í iþeim tilgangi að verja öryggi þjóðarinnar. Verja það gegn hverjum? Og hví eru þeir að undirbúa atom- sprengju-stríð, sem vísinda- mönnum kemur saman um, að myndi verða mannkyninu að fjörlesti? Ef að eitt stórveldi telur það nauðsynlegt vegna ör- yggis síns, að fullkomna og framleiða atom sprengjur, er þá ekki líklegt að önnur stór- veldi taki upp á sama leik? T. d. getur maður hugsað sér að Rússa^ horfi ekki rólegir í huga, á þennan tilraunaleik Banda- ríkja hervaldanna með atom sprengjuna; eða hvernig myndi okkur vera innan brjósts ef við héldum að Rússar væru að vinna aj3 því af kappi að fullkomna og íramleiða atom sprengjur? Og hver veit nema að þeir séu að því? Ef að þessar tvær þjóðir fara að keppa við hver aðra í því að framleiða atom sprengjur, er sennilegt að leikálokin verði hin sömu og fyrir skessunum forðum. Atom sprengjan er háskalegt leikfang! * SNÖR í snúningum Mikill munur er á því hve fljótar konur eru að því að ljúka hinum daglegu heimilisverkum. Rjá sumum er alt í röð og reglu a heimilinu, en þó virðast þær afa nægan tíma til að sinna ° rum störfum og áhugamálum; a rar konur, þótt hær hafi ekki V þyngra heimili, vinna við hús- verkin allan liðlangan daginn og virðast aldrei geta komið þeim af og verið fríar og frjálsar. Mikið er undir því komið hve vel húsfreyjan skipuleggur vinn- una og sína eigin vinnukrafta. í verkstæðum skipuleggja verk- stjórarnir vinnuna og vinnu- kraftana og reyna að koma í veg fyrir allar óþarfa hreyfingar, og notfæra vinnukraftana sem bezt. Eitt ráð þeirra er það, að láta verkafólkið nota báðar hend- urnar í senn, þar sem hægt er að koma því við. Slíkar vinnu- aðferðir koma einnig að góðum notúm við heimilisverkin. Þegar þú þurkar glösin og diskana, er gott ráð að hafa þurkur í báðum höndum og leggja glas, bolla eða disk upp á hilluna með annari hendinni um leið og þú tekur það næsta með hinni hendinni. Þægilegast er að hillurnar fyrir leirtauið og glösin séu nálægt vaskinum. Ef að þú þarft að ná í tvennt eða fleira ofan úr skápnum, ættir þú ekki að tína eitt og eitt með annari hendinni og láta það í 'hina hendina; þú ættir heldur að taka hlutina ofan úr skápnum með báðum höndum og láta þá til baka með báðum höndum, Það er svo miklu fljótlegra. Hefurðu tekið eftir vinnu- brögðum kvenna, sem gera það að atvinnu að hreinsa og fægja gólf og húsgögn? Þær nota báðar hendurnar jafnt; hreinsa gólfið eða borðið með annari hendi og þurka með hinni; bera vaxið á með báðum höndum og fægja með báðum höndum. Einnig er fljótlegra að þurka rykið af hús- gögnunum með því að hafa ryk- þurkur í báðum höndum. Þá má renna ryksugunni með þeirri vinstri og þurka af rykið með hægri hendi. Glugga má hreinsa með annari hendi og fægja með hinni. Þégar þú leggur silfrið á borð- ið, er fljótlegast að hafa skeið- arnar og hnífana í hægri hend- inni og gaflana í þeirri vinstri. Þægilegast er að geyma silfrið í þríhólfaðri skúffu; gaflana til vinstri, hnífana í miðhólfinu og skeiðarnar tfl hægri. Þannig sparar þú þér mörg óþörf handtök og kemur verk- unum af á styttri tíma en ella. Eg veit, að ef þið hugsið ykkur vel um, þá kunnið þið, eða finn- ið margar aðferðir til að spara ykkur snúninga. Skrifið kvenna- síðu Lögbergs og látið aðrar hús- freyjur njóta góðs af! ♦ ÚR BRÉFI FRÁ S. B. B. Langruth, Man., 27. maí, 1946. Ingnbjörg Jónsson, “Lögberg,” Winnipeg, Man. Kæra frú: Mig hefir oft langað til að skrifa þér, og þakka þér fyrir svo margt sem þú hefir sagt og ritað. Auðvitað kemur þessi blessaði heimur mér ekki mikið við leng- ur, því eg er nú aðallega kom- inn í rúmið, og búinn að starfa alt það sem eg mun starfa. Og það sem eg hefi starfað, verður að miðast við takmörk þau, sem efni og hæfileikar hafa skapað. Eg sendi þér hér með þýðingu af grein sem stóð í F. P., 15. maí 1946. — Eg hélt þú hefðir gam- an af að geta um hvað verið er að segja um “Jafnrétti kvenna.” Jafnrétti kvenna krafist af nefnd Sambands- þjóðanna Sambandsþjóðirnar hafa kosið nefnd, sem fjallar um “Mann- réttindi,” svo sem hagfræði og þjóðfélagsfræði, og eiginlega alt sem snertir kvenþjóðina. Þunga- miðjan er jafnrétti kvenna við karlmenn í öllum greinum. Þessi nefnd skilaði af sér starfi sínu 25. maí. Verður svo það mál rætt á aðalfundi félagsins (U. N. O.) 3. sept. Undirstöðu- atriðin eru aðallega þessi: 1. Konur, sem mannpersónur, skulu hafa fullt jafnrétti við karlmenn í öllum greinum. 2. Störf kvenna, sem nú eru meira en helmingur mannkyns- ins, eru nauðsynleg til að stofna varanlegan alheimsfrið, og— 3. Konur geta ekki notið starfs- krafta sinna fyllilega, ef atkvæð- isréttur þeirra er takmarkaður, réttur til að starfa og öðlast mentunarskilyrði. Þessi tillaga felur í sér jafn- rétti í stjórnmálum, sveita- og heimilismálum, félagsmálum, hagfræði og mentamálum. Það felur í sér rétt til að mega greiða atkvæði, að halda opinberum embættum, að vinna, að mega eiga og stjórna fasteignum, að hafa rétt til að velja sér eigin- menn, rétt til að rjúfa hjóna- band — rétt til hjónaskilnaðar, rétt til að halda borgararétti eftir hjónabandið, fullan rétt yfir börnum sínum, jöfn tæki- færi til fullkominnar menntun- ar og jöfn tækifæri til að fá að- göngu að teknikskri mentun og sérfræði. Þetta er verkefni nefndar þeirrar, sem “The Social Coun- cil” U. N. hefir með höndum, ásamt fleiru. —Free Press, 15. maí. S. B. B. Þýddi. (Eg þakka S. B. B. fyrir hans góða bréf og þýðinguna á grein- inni. Eg óska honum þess að 'heilsa hans fari batnandi og æfikvöld hans verði friðsamt og fagurt. — 7. J.) Kjarnaorkusprengjan og kristin trú (Frh. af bls. 4) vísindanna og þeirra dýrkendur hafa nú afklætt vísindin hinum messíanska skrúða, er þau höfðu áður verið skrýdd með. Þeir boða dómsdag, ef ekki er ráð í tíma tekið. Að vísu nota þeir ekki þessi orð. Þeir segja, að eitthvað verði að aðhafast varð- andi kjarnaorkusprengjuna, að hún megi ekki liggja á glámbekk, þar sem hver maður geti náð til hennar. Eitt af því, sem vísindamenn- irnir leggja áherzlu á, er, að komið verði á fót öflugu alheims menntunar fyrirkomulagi, er verði til þess að skapa samfélag þjóðanna. En það sem er að hin- um menntaða heimi er ekki fyrst og fremst skortur á menntun, hvort sem menntunin er skilin sem vísindaleg þekking eða heim- spegilegur vísdómur. Heimur- únn nálgast það að vera menn- ingarlegur óskapnaður vegna þess að hann skortir hollustu við hinn sanna lifandi Guð, sem einn getur skapað samfélag þjóðanna. Vandamálið, eins og það er, dýpst skoðað, er trúarlegt vanda- mál. Það þýðir ekki það, að sam- félag þjóðanna skapist með því að gera fólkið trúhneigðara. Mað- urinn er þegar nógu trúhneigður. En trúin er ekki alltaf rétt. Það eru til bæði góð og vond trúar- brögð. Vandamálið er til orðið af því, að trúaráhuginn hefir beinzt að röngum efnum. Það seiasta, sem maðurinn hefir fest trú sína á, er þjóðernið. Kemur það fram í fasciscmanum, nazis- ma, shintoisma, sovietisma og þeirri amerísku mannúðarstefnu, er dýrkar manninn í stað Guðs. Þetta er trúarbrögð með sínar eigin kennisetningar, er fela í sér dýrkun á stjórnarfyrirkomulagi eða mönnum, sem hinu æðsta og fullkomnasta. Kristindómurinn heldur því fram, að þessi trúarbrögð séu röng, að það sé ekki rétt að til- biðja sérstakan kynflokk, stétt, forna menningu, þjóð, eða mann- inn sjálfan. Það sem veldur hin- um mestu vandræðum, eru þessi iöngu trúarbrökð, og ekki get- ur verið um neitt samfélag þjóð- anna að ræða á meðan þau halda velli. Menntun mun ekki brjóta þau á bak aftur. Þessi trúar- brögð blómgast aðallega hjá þeim þjóðum, er hafa átt við mikla og rótgróna menntun að búa, eða eru í óða önn að skapa sér hana. Það eru önnur trúðarbrögð, miklu eldri en hin þröngsýna þjóðernisstefna, sem vér getum ekki talið algerlega röng, heldur hvort tveggja, bæði rétt og röng. Þessi fornu trúarbrögð eru: Buddismi, Hinduismi, Taoismi og fleiri, er hafa sumt sameiginlegt kristinni trú. Andspænis þess- um trúarbrögðum, er kristin- dómurinn sem uppfylling þeirra hálfu sanninda, er þau hafa að geyma. Sú trú, sem mannkyn þarf að eignast á þessum tíma kjarn- orkunnar, verður að uppfylla þrjú skilyrði. í fyrsta lagi verð- ur hún að eiga afl til þess að skapa samfélag þjóðanna. I öðru lagi wrður sú trú að geta lifað og starfað við hlið vísindanna í gagnkvæmum skilningi á verk- efnum beggja. í þriðjá lagi verð- ur trúin að geta gert róttækar breytingar á manninum. Þjóðernis-trúarbrögð og mann- dýrkunin geta ekki uppfyllt þessi skilyrði. Þau geta ekki skapað samfélag þjóðanna, og þau geta ekki þróast, þar sem það er fyrir hendi. Hin fornu Austurlanda- trúarbrögð láta samfélag þjóð- anna sér óviðkomandi. En kristin trú á máttinn í orð- unum: Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum. I þeirri trú býr hin sterka siðferðisvit- und, er samfélag þjóðanna verð- ur að byggjast á. Vísindin og kristin trú eiga nú samleið. Hin aldagamla trúar- vissa um hverfulleik mannsins í þessum heimi og möguleiki á ná- lægum heimsendi, er nú vísinda- leg staðreynd. Er vér tölum um eðli manns- ins, erum vér einmitt þar sem kristin trú og vísindi mætast andspænis kjarnaorkusprengj- unni. Einum rómi tala bæði um hina óvissu framtíð. Einum rómi lýsa bæði yfir því, að óvissan sé sprottin upp af eðli mannsins. Trúin og vísindin hafa m. ö. o. athyglina vakandi á því sama. Vísindin hafa ekkert orð yfir það, sem athyglin beinist að. Kristin trú kallar það synd. Kristindómurinn segir, að syndin sé samgróin mannlegu eðli. Og sjálfstortíming mun ætíð vofa yfir manninum í hin- um vísindalega heimi nema eitt- hvað sé gert til þess að eyða afli syndarinnar, sem í manninum býr. Kristin trú segir, að það sé hið syndsamlega hjá manninum, er gerir þekkinguna hættulega. Og þekkingin er afl, sem hinn eðlilegi maður elskar, e. t. v. framar öllu öðru. Hann á stöð- ugt í stríði við þá freistingu, að nota aflið ’til þess að fá vald yfir öðrum mönnum og komast hærra en þeir. Vísindin hafa aukið þekkingu mannsins gífurlega og þar af leiðandi einnig afl hans að sama skapi. En þau hafa engu látið sig skifta, hvern hemil bæri að setja á þetta afl, er þau fengu manninum í hendur. —Kirkjublaðið. Míljónir ieita fæðu frá býlum Canada COGKSHIITT GB BINDARI Gerir uppskeru greiðari og hægri ! Canadiskir bændur horfast í augu við þetta tvennt.. . skjóta framleiðslu og út- rýming óþarfrar eyðslu. Þessvegna gætir áhrifa Cockshutt 6B Bindara meir en áður við canadiskan landbúnað. Þessi létti en sterki Bindari tryggir yður beztu hugsan- léga uppskeru. Bygður fyrir mesta upp- skerumagn og borgar fyrir sig í AUKA sparnaði korns! LÉTTASTI DRÁTTARBINDARI í HEIMI ! Snertir hvergi jörð nema á róluvöltum Finnið Viðurkendan COCKSHUTT-Umboðsmann COCKSHUn PLOW COMPANY LIMITED TRURO MONTREAt Dn AKITCnon WINNIPEG REGINA SASKATOON SMITHS FALIS tSKAí'l | rUKU CAIGARY FDMONTOW Vér vonum að þér séuð ekki einn af þeim, sem bíða eftir því að fá síma. En sé svo, megið þér reiða yður á, að vér símastarfendur, gerum alt, sem mögulegt er, til að flýta fyrir því að þér fáið síma. mnniTOBfl teiiEphdiie sysTEm - en þeir eru haðir skorti urrnt að fullnægja allra Nei, símar eru ekki skamtaðir á efni og þessvegna er ekki þörfum fyrst um sinn.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.