Lögberg - 11.07.1946, Side 8

Lögberg - 11.07.1946, Side 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JÚLI, 1946. Or borg og bygð VEITIÐ ATHVGLI! Elliheimilið Betel á Gimli þarf að fá í þjónustu við allra fyrstu 'hentugleika, vökukonu og mat- reiðslukonu; gott kaup og góður aðbúnaður. Leitið upplýsinga hjá J. J. Swanson, 308 Avenue Bldg. Sími — 97 538. + Þau hjónin, Douglas og Ruby Mark, að Lundar, Man., urðu fyrir þeirri sorg, að missa mán- aðar gamalt barn sitt, Lorne Douglas Mark. þriðjudaginn, 2. júlí. Það fæddist og dó í Win- idpeg. Það v>ar jarðsu^igið !í Lundar, fimtudaginn 4. Júlí, af séra Rúnólfi Marteinssyni. + Sunnudaginn, 23. júní, voru þau Guðmundur Fjölnir Good- man og Kristín Margrét Fjeld- sted, bæði til heimilis að Lundar, Man., gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni. Giftingin . fór fram á heimili Fjeldsteds fjölskyldunnar. Brúð- hjónin voru aðstoðuð af Miss Kristjönu og Mr. Eggert Fjeld- sted, systkinum brúðarinnar. Miss Ingibjörg Bjamason frá Winnipeg söng einsöngva. Mrs. Jóna Matthíasson, frá Winnipeg, lék á píano giftingarslag. All- stór hópur vandamanna og ann- # ara vina var viðstaddur. Rausn- arlegur veizlu-fagnaður var framreiddur. Brúðhjónin lögðu á stað sam- dægurs suður í Minnesota-ríki. Heimili þeirra verður á Lundar. Við þessa hjónavígslu var sk,írð lítil stúlka, systuirdóttir brúðarinnar. Nafn hennar er Laurel Rose Bjöng, og foreldr- arnir eru þau hjónin Jón Edwin Mateinsson og Laufey Lára (Fjeldsted) Marteinsson. Þau eiga heima að Langruth, Man. + Mr. George Long verkfræð- ingur frá Chicago, 111., kom ný- lega til borgarinnar ásamt frú sinni og syni í heimsókn til ætt- . ingja og vina. Mr. Long er út- skrifaður af háskóla Manitoba- fylkis; er hann hinn mesti dugn- aðar og sæmdarmaður eins og hann á kyn til. + Mr. Lárus Gíslason frá Chi- cago, 111., dvaldi nýlega hér í borginni; hann kom til þess að finna móður sína, sem lengi hafði verið veik Mr. Sigurd Petersen prófessor í ensku og enskum bókmennt- um við Comwallis State College, Oregon, var staddur í borginni í byrjun vikunnar; hann er bráð- gáfaður maður og aðsópsmikill. Prófessor Peterson er fæddur í Minneota, sonur Sigfinns Pét- urssonar frá Hákonarstöðum í Jökuldal. + Nikulás Ottenaon hefir legið sjúkur í nokkrar undanfarnar vikur á General Hospital. Hann er á batavegi, en býst þó við að verða þar 3 til 4 vikur lengur. Heimsóknir vina hans eru hon- um kærkomnar. + Mr. Halldór Halldórsson frá Mountain, N. Dak., var gestur í borginni í fyrri viku. + Mr. Árni Brandson frá Hnausa var staddur í borginni í vikunni sem leið. Séra Valdimar J. Eylands, 776 Victor St., Winnipeg vill kaupa eintak af Icelandic Meditations on the Passion, done into English by Charles Venn Pilcher. + Gefið í “Save the Children Fund”— Kvenfélagið “Freyja,” Geysir, Man., $50.00, í minningu um fimtíu ára afmæli félagsins. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands, prestur. Argyle prestakall— Séra H. S. Sigmar'frá Seattle messar í Argyle prestakalli næsta sunnudag; Glenboro kl. 11 f.m.; Brú kl. 2 e. m.; Baldur að kvöid- inu kl. 7. + Árborg-Riverton prestakall 14. júlí—Geysir, messa kl. 2 eftir hádegi; Hnausa, messa kl. 8.30 e. h. 21. júlí—Framnes, messa kl. 2 eftir hádegi; Víðir, messa kl. 8.30 e. h. B. A. Bjarnason. + Gimli prestakall— Sunnudaginln, 14. júli—enisk messa á Gimli kl. 11 f. h. Ensk messa á Sunrise Lutheran Camp kl. 2 e. h. Allir boðnir velkomn- ir. Skúli Sigicergevrson. Þessi upphæð hefir nú þegar verið send til Toronto, og mun félagið fá kvittun/þaðan. Eg óska félaginu til hamingju með afmælið og allrar blessunar í framtíðinní. Kærar þakkir. Hólmfríður Daníelson. + Gefið x byggingarsjóð Bandalags Lúterskra Kvenna— Mrs. J. D. Eaton, $300.00, í minningu um föður hennar, Friðrik Stephenson; Icelandic Good Teplars of Winnipeg, $100.00; Kvenfélag Frelsis Safn- aðar í Argyle, $50.00; Kvenfél- ag Fjallkonan í Winnipegosis, $10.00; Mrs. W. J. Burns $10.00; Miss Jennie Johnson $10.00; Miss Inga Johnson, $10.00; Miss Louise Bergman, $20.00; Mr. og Mrs. Oli Thorsteinson, Húsavík, $10.00; Mrs. Bertha Nicholson, $5.00, í minningu um móðir henn- ar, Helgu Davíðson. Meðtekið -með innilegu þakk- læti. Clara Finnsson, 505 Beverley St. + Þakkarávarp— Við undirrituð þökkum inni- lega öllum þeim sem á einn eða annan hátt, sýndu hluttekningu í veikindum og við jarðarför systur og tengdasystur, Gerðu Magnússon. Oss er ljúft að þakka öllum sem komu og styttu henni stundir og hjálpuðu henni á annan hátt, og færðu henni blóm sem hún elskaði, ennfrem- ur þeim sem sátu hjá henni fyr- ir lengri eða skemmri tíma, og einnig fyrir blómin fögru og miklu sem send voru á kistuna, einnig ber oss að þakka séra Rúnólfi Marteinssyni fyrir orð- in fögru er hann flutti, og svo söngfól-kinu sem var svo gott að koma og aðstoða. Vér meg- um ekki gleyma Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, honum ber hjart- anlega að þakka fyrir alla -hans nákvæmni og einnig Nurse Önnu Stefánson, sem alltaf var reiðubúin að aðstoða fram á and- látsstund okkar kæru systur. Góður Guð launi ykkur öll- um; við biðjum þess af öllu hjarta! Rósa og Gunnl. Jóhannson. EKKI AUÐGERT Konungurinn lá veikur. Allir ágætustu læknar ríkis hans höfðu* verið sóttir og enginn þeirra hafði þekt sjúkdóminn og orðið að víkja frá sjúkrabeð konungsins, án þess að geta gef- ið nokkur ráð, eða nokkra von. 1 ríki konungsins var maður, sem þótti öðrum mönnum framsýnni um flest, og svo spakvitur, að hann gat ráðið fram úr vanda- málum, sem öðtum voru ráð- gáta. Konungurinn sendi eftir þessum manni og hann kom, settist á stól við hvílu konungs- ins og horfði á hann stundar- korn og mælti svo: “Það ér að- eins einn möguleiki á að létta þessum sjúkdómsþunga af yður herra konungur, og hann er sá, að þér fáið skyrtu sem alánægð- ur maður hefir átt og notað, og farið í hana.” Konungurinn sendi trúnaðar- menn sína í allar áttir og til allra lánda, að leita að slíkum manni og slíkri skyrtu, en þeir fundu engann mann, sem með sanni gat sagt, að hann væri al- ánægður, svo sendimennirnir sneru heimleiðis hryggir í huga. Á leiðinni heim, skammt í burtu frá höll konungs þeirra, fóru þeir í gegnum skóg' og komu í rjóður eitt. 1 rjóðrinu stóð greni- tré eitt allmikið og í forsælu trésins sat maður. Hann var fá- tæklega búinn, pn virtist vera hinn rólegasti. Sendimennirnir tóku þennan mann tali og spurðu hvað hann væri þar að gjöra. Maðurinn svaraði: “Eg er að njóta lífsins.” Leitarmennirnir spurðu hann að hvaða lífsnautn- ar hann gæti notið þar úti í eyði- skógi. Maðurinn svaraði: “Ylms skógarins, angan blómanna og ánægju lífsins.” Þeir spurðu hann að, hvort að það væri ekki eitthvað, sem hann vanhagaði um og þráði. Maðurinn kvað nei við og sagðist njóta fullsælu lífs- ins við þau kjör sem hann ætti við að búa. Leitarmennirnir litu hver til annars og kinkuðu kolli, sem var það sama og segja: Hér höfum við fundið manninn. Þeir fóru því þess á leit við hann, að hann kæmi með þeim til kon- ungshirðarinnar. Þegar maður- inn vildi það ekki, báðu þeir hann um að selja sér skyrtuna, sem hann væri í. Maðurinn leit brosandi til leitarmannanna og mælti: “Eg á enga skyrtu.” J. J. B. þýddi. DÁNARFREGN Miðvikudaginn 3. júlí, andað- ist á heimili Mr. og Mrs. Gunn- laugur Jóhannsson, 575 Burnell St., hér í borg, Hallgerður (Gerða) Magnusson, systir Mrs. Jóhannson. Hún hafði verið veik meir en 3 ár, rúmföst síðan í marz síðastliðnum, var á þeim tíma 3 vikur á Grace Hospital, en að öðru leyti veikindatíma sinn hjá systur sinni og tengda- bróður. Hún var fædd 3. ág. 1889 á Hrollaugsstöðum í Hjaltastaða- þinghá, í Norður-Múlasýslu, á Islandi. Foreldrar hennar voru þau hjónin Magnús Jónsson og Þóra Eyjólfsdóttir. Hún misti föður sinn, er hún var 7 ára gömul. Fjölskyldan dreifðist þá, en Hallgerður var að mestu með móður sinni til fullorðins ára. Hún var í alt 3 vetur í Reykja- vík, stundaði þar sauma, lærði útsaum og stundaði nám á kvöldskóla. Árið 1920 kom hún vestur um haf, að móður sinni látinni. Rósa systir hennar, nú Mrs. Jóhanns- son, var komin vestur 7 árum áður. Báðar áttu þær síðan heima í Winnipeg. Hallgerður vann hér við ýms störf, en lengst, full 18 ár, vann hún fyrir Canadian Pacific félagið, á Royal Alex- andra Hotel. Hún tilheyrði Gcod Templara stúkunni Skuld frá því hún kom frá íslandi, og starfaði þar með trúmensku, sem ekki brást. Að öðru leyti tók hún ekki mikinn þátt í félagsmálum, en líf henn- ar var dýrðarríkt, og hennar innri maður skrýddur kyrlátum hógværðar anda sem Guði var þóknanlegur og sýndi ávexti sína í kristilegri breytni. Hún .var jarðsungin laugar- daginn, 6. júlí, af séra Rúnólfi Marteinssyni, í. fjarvist séra Valdimar Eylands. Útförin fór fram í útfararstofu Bardals, og í Brookside grafreit. Salurinn var alskipaður fólki og þar var mikið af blómum. Hin látna skilur eftir, auk systur sinnar í Winnipeg, tvo albræður, Brynjólf bókbindara í Reykjavík, og Pétur á Raufar- höfn á Islandi; og hálfbróðir, Jón, í Reykjavík. HÚSAVÍKURBRÉF Sunnudaginn 12. þ. m. var barnaskólanum hér í Húsavík slitið. Fór sú athöfn fram í kirkj- unni að viðstöddu fjölmenni. Flutti skólastjóri, Sig. Gunn- arsson, við það tækifæri yfir- litsskýrslu um störf skólans á skólaárinu og ýmsar athuganir í sambandi við það, og var þeim hluta ræðu hans einkum beint til foreldra og annara aðstand- enda barnanna. 1 skólann settust 148 börn á sl. hausti. Ársprófi luku nú 24 börn. Heilsufar banrnanna var yfirleitt mjög gott. Lýsi var gef- ið allan skólatímann. 1 vetutr héldu börnin mjög myndarlega samkomu til styrkt- ar ferðasjóð sínum. 120 böm störfuðu í barna- stúku í vetur og var skólastjóri gæzlumaður hennar. Að lokinni skýrslu sinni og ávarpi til aðstandenda barnanna flutti skólastjóri kveðjuorð til hinna brautskráðu barna. Gagnfræðaskóla Húsavíkur, sem starfað hefir hér í tveimur bekkjum í vetur, var sagt upp um leið. Flutti skólastjóri, Axel Benediktsson, ræðu við það tæki- færi og blandaður kór úr hópi nemenda söng nokkur lög. 36 nemendur stunduðu þar nám í vetur. í sambandi við skólauppsögn- ina var opnuð sýning á handa- vinnu barnanna í vetur. Sér- staka athygli vakti margt af því sem stúlkurnar höfðu gert. Höfðu margar stúlkurnar unnið mikið, og leyst það verk af hendi prýðilega. Hér í Húsavík hefir verið góð- ur afli undanfarna viku, beztur á smábáta, sem sótt hafa á grunnmið. Hefir allur fiskurinn að þessu verið hraðfrystur hjá kaupfélaginu. Nýlega hefir sem- entsskip losað hér á land 700 tonn til kaupfélagsins. Engin vinna er ennþá hafin hér við hafnarmannvirkin og þykir mörgum seint af stað farið. Hér er þó búið að vera snjólaust og bezta tíð í fleiri vikur. Tíðrætt verður mörgum hér um hinn háa verzlunararð, sem kaupfélag Þingeyinga greiðir nú til félagsmanna sinna. ArQur félagsmanna hér í Húsavík, sem borgaður er út, skiptir tugum þúsunda. Húsavík, 19. maí 1946. —Dagur. ATHUGASEMD— Til þess að fyrirbyggja mis- skilning þykir mér rétt að benda á það, að í grein minni “Þegar frelsisdraumar rætast,” í síð- asta blaði, hefði “8. þ. m.” ná- lægt byrjun greinarinnar átt að vera 8. maí. Eigi er prentaran- um eða prófarkalesaranum þó um að kenna, heldur hinu, að greinin var skrifuð seinni falut- ann í maímánuði og gert ráð fyrir, að hún kæmi út fyrir lok þess mánaðar, en af því varð þó eigi af ýmsum ástæðum. Richard Beck. SEEDTIME a/yui HARVEST By DR. K. W. NEATBY Direotor Llne Blevators Farm Serviee Contributed By T. C. Vanterpool, ,fírofessor of Plant Pathology, University of Saskatchewan Saskatoon, Saskatchewan. Browning Root Rot of Cereals. From about the second week of June to the first week of July large areas of many of the wheat crops on fallow in the Prairie Provinces will be seen to turn yellowish brown in colour. This trouble is most frequently en- countered on land which has been long under cereal cultiva- tion. It may reduce the yield of wheat on an average of ten or moré bushels per acre. Oats and barley may be attacked if grown after fallow. Description. A close examina- tion of affected wheat plants shows the trouble to be an in- conspicuous root rot caused by a soil-inhabiting fungus known as Pythium. The outer leaves have become discoloured, tillers have been reduced, and the tips of the crown roots are observed to be brown and rotted. Dis- eased plants are slower in matur- ing and thus become more liable to damage from early frosts, leaf rust and other hazards. None of the common wheat va- rieties is resistant to this dis- ease. Control. The use of phosphate fertilizer by hundreds of farm- ers during the last 15 years has indicated conclusively that the best, single, practical control measure is the application of ammonium phosphate (11-48). This is best done at seeding time by using a fertilizer attachment for the drier areas and 30 to 40 pounds where moisture condi- tions are more favorable. Pllosphate fertilizer largely rectifies the ill effects of brown- ing root rot, and may increase the 'ýield by 10 bushels per acre. Nothing can be done about con- trol this year but, for next year, make arrangements to have a fertilizer attachment available, and order your phosphate early. 11 1 -------------- The Swan Manufacturing Company Manufacturers of SVVAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi 281 James St. Phone 22 641 SPARIÐ/ PERTH’S Geymsluklefar loðföt yðar og klæðis- yfirhafnir PHONE 37 261 Eftir trygðum ökumanni PERTH’S 888 SARGENT AVE. ORÐSENDING TIL KAUPENDA LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU A ISLANDI: MuniC aC aenda mér áskriftargjöld aO blöCunum fyrir júnílok. Athug-iC, aC blöCin kosta nú kr. 25.00 árangur- inn. Æakilegast ^r aO gjaldiO aé sent I pöstávlsun. BJÖRN OUÐMUND8SON, Reynimel 52, Reykjavik. Following a series of advertisements devoted to Veterans’ Out-of-Work Allowances, this space wiU be used for the next few weeks to detail Veterans' Insurance, prepared in co-operation with Department of Veterans’ Affairs. No. 14 —VETERANS' INSURANCE (Coniinued) f Canadian Life Insurance companies strongly favour the Veterans’ Insurance Act and are co-operating by instructing all lifé insurance representatives to familiarize themselves with the Government plan of life insurance. All administration expenses are borne by the Government. If insurance protection for dependents is no longer required in the latter years of life, Veterans’ Insurance policies may be surrendered for liberal cash values. This fund might be used to purchase a Canadian Government annuity which would provide an income for life. In all phases, the Veterans’ Insurance Division is equipped to give competent service. This can be obtained by calling at the Re-establishmnet Credit Division, Department of Veterans Affairs, Third Floor, Commercial Building, Notre Dame Avenue East, Winnipeg, or by writing the Area Rehabilitation Officer, Com- mercial Building, Winnipeg. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED • MD165 ■ ■ ■ ■ rilíBll!BIMIIIH!!IB]||Hli:!KI!IW!!IBll[M!IIHII!IHII!!HIIIIHI!l!H!1IIBIllKMb!IH!l!H!ll!l VBGNA FE3RSKARA BRAUÐS Á MORGUN KAUPIÐ Cream Scone Loaf í DAG Biðjið kaupmanninn um það með nafni. Canada Bread Co., Ltd. Sími 37 144 Winnipeg í ■ | FRANK HANNIBAL, forstjóri ■HnHilM!IIMIMIIIMlllKIIMII!iKIIMIIllKi:MIIMIII!K!IMIIIM!MIIM!l!M!MI!Mllinil!IK!llHIIMI!!IBII!!l

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.