Lögberg - 01.08.1946, Page 12
28
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. ÁGÚST, 1946
Markaður fyrir
íslenzka hesta
Gunnar Sigurðsson frá Selalæk
er nýkominn til landsins. Hefir
hann dvalið undanfarið í Eng-
landi og Danmörku til þess að
athuga mögulei'ka á sölu ís-
lenzkra hesta.
Tíðindamaður blaðsins hitti
Gunnar að máli í gær og innti
hann frétta af utanförinni. Hér
á eftir fer frásögn hans.
“Eg fór til Englands síðari
hluta apríl mánaðar s. 1. Var
ferðinni heitið til London og
Newcastle til þess að leita fyrir
mér um markaði fyrir íslenzk
hross. Undirtektir Breta voru
slæmar, en þó er ekki útilokað
að takast megi að selja þangað
eiitthvað af hrossum.”
“Hvernig er ástandið í Eng-
landi um þessar mundir?”
“Yfirleitt finnst mér fólkið
vera glaðlynt, þrátt fyrir skort
á ýmsum nauðsynjum, — sér-
staklega matvælum. Er mjög
ströng skömmtun á öllu, er mat-
ur heitir og er varla hægt að fá
fylli sína í einni máltíð á veit-
ingahúsum. Þá er og ströng
skömmtun á fatnaði og fatnaðar-
vörum og finnst mér munur að
sjá fólkið núna eða eins og það
var fyrir styrjöldina. T. d. um
majtvælaskortinn 1 landinu,
langar mig til þess að segja frá
atviki, er eg varð fyrir. Þannig
var mál með vexti, að vel efnað-
ur kaupsýslumaður ætlaði að
bjóða mér heim til sín til þess
að snæða með sér málsverð. Er
heim kom, sagði kona hans það,
að því miður gætum við ekki
borðað heima, því hún ætti ekki
efni í matinn handa okkur. Ætti
þetta að gefa nokkra hugmynd
um matvælaástandið í landinu.”
“Hvert fóruð þér frá Eng-
landi?”
“Eg fór til Esbjerg í Danmörku
í sama tilgangi. Aðal-erfiðleik-
amir þar voru, að mjög erfitt
var að fá innflutningsleyfi fyrir
hrossum. Þó fékkst innflutnings-
leyfi fyrir nokkur hundruð hross.
Að vísu veittu Danir innflutn-
ingsleyfi fyrir einhverju af hross-
um í fyrra haust, en á þeim árs-
tíma er illmögulegt að flytja út
hesta héðan. Um verðið á hross-
unum er það að segja, að það er
svipað og UNRRA borgar. Rétt
þykir mér að geta þess, að er eg
fór utan var tilboð stofnunarinn-
ar miklum mun lægra en það
verð, er hún borgar núna.”
“Urðuð þér varir við andúð í
garð íslendinga af Dana hálfu?”
“Nei. Ekki get eg sagt það. Sú
skoðun, sem hér hefir ríkt, að
Danir hafi hina mestu andúð á
íslendingum og öllu er -íslenzkt
er, tel eg mestu fjarstæðu. Yfir-
leitt fannst mér fólkið vera við-
mótsþýtt og dagfarsprútt í allri
framkomu. Að vísu hitti eg menn
er virtust ekki hafa sætt sig við
sambandsslitin og halda því
fram, að þau hafi farið fram á
mjög óhentugum tíma. Rétt
þykir mér að geta þess, að eg
varð var við mikinn áhuga hjá
dönskum verzlunarmönnum um
að taka upp sín fyrri viðskipta-
sambönd við ísland. Töluðu þeir
í því sambandi um að kaupa
síld og fleiri íslenzkar afurðir.
Eg tel það mjög óheppilegt, að
stjórnarvöldin hafi ekki greitt
meira fyrir viðskiptum milli
Dana og íslendinga og að þau
hafi ekki haft forgöngu í að
gerðir eru hagkvæmir viðskipta-
samningar milli landanna. fs-
lendingar skilja ekki nógu vel
hve nauðsynlegt það er að vera
úti um viðskiptasambönd er-
lendis.
Norðmenn hafa menn um allar
jarðir í þeim erindum, t. d. eru
þeir búnir að selja 350 þús. tunn-
ur af síld til Þýzkalands.”
Gunnar fór utan með ísl. tog-
ara frá Alliance of kom á þann
hátt heim. Rómaði hann mjög
hjálpsemi og greiðvikni togara-
sjómannanna, er þeir sýna þeim
farþegum, er þeir sigla með milli
landa endurgjaldslaust.
—(Vísir 24. maí.).
Þegar Italir tóku að æfa fall-
■hlífarhermenn urðu þeir að hafa
þrettán manna áhöfn í hverri
flugvél. Tveir menn stjórnuðu
vélinni en tíu höfðu þann starfa
að henda fallhlífarhermanninum
út.
Ungur Norðlendingur í
heimsfrægri hljómsveit
Ungur Norðlendingur, Egill
Jónsson frá Húsavík, er um þess-
ar mundir þátttakandi í hljóm-
leikaför um England, sem hljóð-
færaleikari í hinni heimsfrægu
Halle-symphony hljómsveit í
Manohester, er Sir Thomas
Beecham stjórnar. Egill hefir
stundað nám í klarinet-leik við
.tónlistarskólann í Manchester
síðastl. sex mánuði. Vegna for-
falla klarinet-leikara í Halle-
hljómsveitinni, sneri hljómsveit-
arstjórinn sér til skólans og bað
um að efnilegur nemandi yrði
lánaður hljómsveitinni til þátt-
töku í fyrirhugaðri hljómleika-
ferð. Skólinn útnefndi Egil til
fararinnar. Er þetta mikil. viður-
kenning á hæfileikum Egils og
dýrmæt reynsla fyrir hann á
listamannsbrautinni.
—(Dagur, 9. maí).
Árni Sigurðsson hefir maður
heitið, auknefndur bankó. Hann
átti heima á Löndum í Stöðvar-
firði eystra og mun hafa dáið um
1840. Árni bankó hafði orð á sér
fyrir að veraeindæmalaginn og
slunginn þjófur. Var honum
aldrei hegnt fyrir þjófnað sinn.
Þó menn þættust standa hann
að verki, slapp hann æfinlega.
—Einu sinni kom Árni á bæ og
beiddist gistingar og fékk ihana.
Þá stal hann hangnu krofi ofan
úr eldhúsi, og bað konunga að
sjóða það fyrir sig Hún gerði
það. En um morguninn saknaði
bóndi krofsins og varð málóður
við Árna og sagði að hann hefði
stolið krofinu. Árni svaraði: “Át
eg meira af því en þú?” og svo
var búið með það.
Eitt sinn var Árni staddur í
Eskifjarðarkaupstað. Þá var
staddur á Eskifirði bóndi einn,
sem hafði tekið út nokkuð af
korni, og var þar hjá pokum sín-
um. Árni kemur og heilsar hon-
um. Hinn tekur því. Árni segir:
“Vara þú þig maður minn, hér í
kaupstaðnum er maður einn, sem
Árni heitir. Hann er rummungs
þjófur og stelur öllu, sem fingur
á festir.” Hinn biður hann þá að
gæta fyrir sig pokanna meðan
hann gangi , burtu ofan í búð.
Árni segir það velkomið. Svo
fer maðurinn sína leið. En á með-
an stelur Árni einni kornhálf-
tunnunni og var allur á burtu
þegar hinn kom.
Einu sinni kom Árni á bæ og
stal nærpilsi af konunni, spretti
því í sundur og bað síðan kon-
una um að sníða sér brók úr því.
Hún gerði það og grunaði ekk-
ert.
+
Tillaga um þýzka hernaðartil-
kynningu veturinn 1944—1945:
“Fjöldi óvinaflugvéla réðist á
“Fjöldi óvinaflugvéla réðist á
Þýzkaland í nótt. 99 flugvélar
bandamanna skotnar niður. —
Einnar þýzkrar borgar saknað.
HUGHBILAR ÁRNAÐARÓSKIR
TIL ÍSLENDINGA
Á ÞJÓÐMINNINGARDAGINN 1946
THE WINNIPEG PAINT
& GLASS COMPANY
WINNIPEG
Innilegar hátíðaóskir til
íslendinga í tilefni af
íslendingadeginum
NATIONAL
GRAIN
COMPANY, LIMITED
WINNIPEG
MANITOBA
HAMINGJUÖSKIR . . .
. . . til Íslendinga í tilefni af þjóðminningardeginum á Gimli, 5, ágúst, 1946
WHITTIER FUR FARMS
Breeders of FINE FOXES and MINK
(In Standard and Mutation Phases)
The Post War Mink . . .
The posi-war mink will have io be good . Boom markeis absorb mediocre mink ai good prices bui competiiion will come again.
Then only ihe besi will siand up and produce profiis.
THE WHITTIER MINK of all iypes are bred wiih post-war competition in view. They will posiiively meet any competiiion.
BLUFROST SILVERBLU
(Gothier-Kobuk two tone breeding) (Perfectly clear, top and underfur)
WHITTIER STANDARD MINK
Well packed fur, clear underfur, peerless contrast and character.
SOLD OUT FOR PRESENT SEASON
WHITTIER WINNINGS AT SASKATCHEWAN SHOW—3ASKATOON, NOVEMBER, 1945
Dark. Adult Male—Second.
Silverblu, Lighl, Adult Male—Second.
Silverblu. Light. Adult Male—Third.
Silverblu, Medium, Young Male—First.
Silverblu, Medium, Young Male—Second.
Silverblu, Medium. Young Male—Fourth.
Silverblu. Dark, Young Female—Second.
Silverblu, Dark, Young Female—Fifth.
Silverblu. Medium. Young Female—Sixth.
Black Cross. Dark. Young Male—Fourlh.
RESERVE CHAMPION BLUEFROST MINK
Black Cross. Medium. Young Female—Fifth.
Blufrost, Dark, Young Female—First.
Blufrost, Dark, Adult Male—Second.
Blufrosl. Dark, Young Male—Second.
Blufrost, Light, Young Male—First.
Blufrosl, Light, Young Male—Second.
All Whiiiier Mink have been inoculaied wiih Fromm Vaccine for
ihe proieciion of purchasers.
WHITTIER FUR FARMS
K. OLIVER, Manager *
WHITTIER, KIRKFIELD PARK (PHONE 63 612) MANITOBA