Lögberg - 15.08.1946, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. ÁGÚST, 1946
Hér tala þeir,
til þess
Það getur ekki dulist neinum,
hvílík glæpa- og morðalda hefir
oltið yfir þetta land að undan-
förnu. Jafnvel okkar kyrláta og
friðsæla Winnipeg, þar sem öll-
um hefir verið óhætt og enginn
hefir þurft neitt að óttast er ifú
breytt í ræningjabæli, þar sem
aðalfréttirnar eru: “morð og
glæpir, glæpir og morð,’’ eins og
maður komst að orði nýlega. Og
þessi hermdarverk eiga sér ekki
einungis stað nokkrum sinnum
á ári — ekki aðeins á hátíðum og
tyllidögum, heldur eru þau orð-
in svo að segja daglegt brauð.
Að þetta eigi sér stað dylst
engum. En hvernig stendur á
þessari breytingu* Hverj'ar eru
orsakirnar? Ekkert skeður or-
sakalausf.
Þeir, sem fylgst hafa með frá-
sögnum blaðanna og réttarfærsl-
unni á lögreglustöðvunum, í
sambandi við alla þessa glæpi og
öll þessi morð, ganga fljótt úr
skugga um það hverjar séu or-
salkirnar. Það hefir átt rót sína
að rekja til áfengisnautnar að
minsta kosti í hverjum átta slys-
um af hverjum tíu (80%).
Áfengis- og tóbaksnautn hefir
aukist svo takmarkalaust siíðast-
liðin ár, að undrum sætir. Og
nú er svo komið að stjórnarvöld-
in í sumurn fylkjum Canada og
mörgum ríkjum Bandaríkjanna
fálma ráðalaus út í loftið yfir
áfengisáhrifunuim og þykjast
vilja stemma stigu fyrir þeim. En
ráðin, sem til þess eru reynd,
eru og verða altaf árangurslaus
þangað til fylgt er gamla íslenzka
spakmælinu: “Að upptökum skal
á stemma.”
En auk hinna áhrifalitlu og
alvörulausu ráða stjórnarvald-
anna, sem flest eru bundin áhrif-
um eitursalanna, eru að rísa upp
einstalkir menn hér og þar, sem
benda á þennan alþjóða óvin:
áfengiseitrið, og fordæma það.
Þegar við bindindismennirnir
viðhöfum réftmæt orð um á-
fengisáhrifin, þá er það kölluð
ofetæki. Eg ætla því ekki að
segja margt um þetta mál sjálf-
ur í þetta skifti, heldur láta
nokkra aðra menn tala, sem vald
hafa.
Prestur í Winnipeg, sem E. M.
Howse heitir, flutti fyrir skömmu
ræðu á þingi bindindismanna í
Ottawa. Hann nefndi efni ræð-
unnar: “Áfiengissalan er versti
óvinurinn.” Hann byrjaði ræð-
una með þvá að skýra frá yfir-
lýsingu, sem samþykt var á þingi
áfengissala á Englandi; en sjálfur
fór hann nokkrum orðum um
það fyrst að margir teldu það
hættulaust að drekka öl: “En
sannleikurinn er sá,” sagði hann
að ölið er beitan, sem til þess er
, höfð að skapa áfengislöngunina;
Það er ölið, sem gerir flesta að
drýkkjumönnum. Og þetta vita
áfengissalarnir.” Þannig fórust
séra Howse orð, en yfirlýsing
áfengissalanna á Englandi var
þannig:
“Við verðum að trevsta á ölið.
Það er okkar bezti undirbúnings-
skóli til þess að kenna ungu fólki
að drekka. Verzlun okkar er
dauðadæmd í framtíðinni nema
því aðeins að við getum vanið
þúsundir eða jafnvel miljónir
ungra manna og kvenna á það að
drekka öl, og skapa þannig hjá
þeim áfengislöngunina. 1 þessu
skyni þurfum við að hafa ahrif
á unglingana, sem vita það ekki
enn hvemig ölið er á bragðið.”
Þetta er eftirtektarverð játning.
I sambandi við hana fórusf séra
Howse orð á þessa leið:
“Við eigum á stríði við tvo
óvíni: það er áfengið sj,álft með
öllum sánum áhrifum og afleið-
ingum og áfengissalan, sem vinn-
ur að því að útbreiða áfengis-
eitrið, og þessara tveggja óvina
er áfengissalan hættulegri —
áfengissalan er okkar versti ó-
vinur.”
sem vald hafa
að tala
Einn af dómurum þessa bæjar
hefir látið til sín heyra um þetta
mál; það er F. A. E. Hamilton
dómari í unglingaréttinum. Hann
flutti ræðu í Glenwood skólanum
í St. Vital fyrir skömmu og fór-
ust honum meðal annars orð á
þessa leið: “Eg tel það skyldu
mána að segja fólkinu sannleik-
ann og sannleikurinn er sá, að
af öllum glæpum, siem framdir
eru i Canada eiga 75% rót sína
að rekja til áfengisnautnar.” í
þessari ræðu lýsti dómarinn þvá
yfir að undir þvá yfirskini að
veita lærdómsverðlaun við há-
skólana væru áfengissalarnir að
túlka ungt námsfólk til þess að
dreikka. Hann lýsti því jafn-
framt yfir að þeir hefðu boðið
Sameinuðu skólunum (United
College) $1,000.00 til námsverð-
launa, en sóma síns vegna hefði
skólaráðið neitað að þiggja boð-
ið. Sagði dómarinn áheyrendum
sínum að þessi námsverðlaxm,
sem áfengissalamir byðu, væru
ekkert annað en auglýsinga-
brella til þess að geta selt meira
eitur (Booze) og ná mentastofn-
unum landsins til nokkurs konar
samstarfs í þvá efni.
Hamilton dómari kvaðst vita
um hvað hann væri að tala þeg-
ar hann skýrði ástæðurnar fyrir
breytni afvegaleiddra unglinga í
Winnipeg. Þar sagði hann að
24% af öllum ungum stúlkum,
sem mættiu fyrir unglingaréttin-
um hefðu verið afvegaleiddar af
völdum áfengis áhrifa. Fyrst
hefði venjulega einhver boðið
þeim inn á veitingastað; þaðan
hefði leiðin legið inn i danssal-
inn og næsta sporið hefði verið
glas af öli til þess að byrja með
og svo koll af kolli, þangað til
þær lentu á lögreglustöðinni og
þaðan inn i fangahúsið. Fjöldi
þeirra hefði haft kynferðissjúk-
dóm iþegar þangað kom.
Dómarinn Ikvaðst búast við að
sumutm þætti hann fara of langt,
þar sem hann teldi 75% allra
glæpa i Canada eiga rót sína að
rekja til áfengisnautnar; en í því
sambandi kvaðst hann vilja
minna fólk á það, að hann stydd-
ist þar við áreiðanlegar skýrslur
en engar getgátur. 1 þvá sam-
bandi kvaðst hann mega taka
það fram, að þó þetta væri langt
farið á vegum óhófs og skepnu-
skapar, þá væri það þó ennþá
verra sumstaðar. T. d, hefði há-
yfirdómarinn á Englandi lýst því
yfir nýlega að 90% af öllum
glæpaim á Englandi væru af
völdum láfengisnautnar.
Hér hefir verið hlustað á
menn, sem vald hafa til þess að
tala, er einungis hafa talað um
áfengi. Að endingu skal hér birt
umsögn manns, sem einnig hef-
ir vald til þess að tala og lýsa
áhrifum tvíburadjöflanna, sem
Ólafía Jóhannsdóttir- nefndi; en
það er áfengis- og tóbakSeitrið.
Menn hafa tekið eftir því
hversu mjög dauðsföllum kvenna
hefir fjölgað ó seinni árum af
sérstökum hjartasjúkdómi.
Læknir og prófessor í Toronto,
sem McCormick heitir, hefir ný-
lega sikrifað grein í franskt
læknablað hér á Canada og gert
þar grein fyrir nákvæmum
rannsóknum á sérstökum fjör-
efnum (vitamins) og nú síðast
hefir hann í þrjú ár varið mest-
um tíma sínum til þess að rann-
saka blóðstorku í hjartaæðum,
sem svo mörgum verður að bana.
Það er um niðurstöðu hans eftir
þessar rannsóknir, sem hann
hefir skrifað þessa merkilegu og
íhugunarverðu grein. Honum
farast orð á þessa leið:
“Sú staðreynd að hjartveiki —
og sérstaklega blóðstorknun í
hjartaæðunum — fer óðum vax-
andi meðal kvenþjóðarinnar,
stafar vafalaust af þvá 'hversu
mjög konur hafa aukið áfengis-
og tóba'ksnautn í seinni tíð.”
Læknirinn skýrir frá því, að
sumir kenni þeirri áreynslu, sem
nútíðarláf ihafi í för með sér, um
það, hversu ihjartveiki fari í vöxt..
En þetta telur hann rangt; hann
játar það að víSu að það geti átt
nokkurn þátt í því, en tiltölulega
Mtinn. Væri sú eina eða aðal-
orsökin, þá segir hann að þessi
veiki færi jafnt á vöxt meðal
karla sem kvenna. En því fari
fjarri að svo sé.
Rannsókniir hans hafa leitt það
í ljós að sú mikla fjölgun dauðs-
falla af hjartablóðstorknun, sem
átt hefir sér stað, stafar frá því
að fjörefni, sem nefnast B1 og C
veiklast eða deyja af áhrifum
tóbaks og áfengis, en þau eru eitt
aðal atriðið í heilbrigðum og
skapandi efnabreytingum líkam-
ans.
Fyrir 20 árum dóu fimm menn
úr blóðstorknun í hjartaæðunum
á móti einni konu, nú hefir
þannig breyzt að einungis deyja
tveir menn á móti einni konu úr
sömu veiki. Segir læknirinn að
rannsóknir frá öllum hliðum
sýni það og sanni að þetta stafi
af aukinni nautn tóbaks og á-
fengis; “þar sem það er sannað,
segir Dr. McCormick: “að á-
fengis- og tóbakseitrið veiiklar og
deyðir fjörefnin B1 og C; og þar
sem það er einnig sannað hvað
nlutverk þeirra er í bygging og
viðhaldi líkamans; og þegar það
er athugað hversu mjög tóbaks-
og áfengisnautn hefir farið gíf-
urlega í vöxt siðustu tuttugu ár-
in og skýrslur um það bornar
saman við þær skýrslur, sem
sýna dauðsföll kvenna af blóð-
storku í hjartaœðum frá sama
táma, þá virðist eins og hér sé
um beina orsök og afleiðing að
ræða, sem ekki sé hægt að rengja
né hrekja.
Árið 1935 voru í Canada seldir
5,000,000,000 vindlinga, en 1944
11,000,000,000 — meira en helm-
ingi meira; á sama tíma hafa
hjartasjúkdómar aukist þangað
til nú er svo konnið að úr þeirri
veiiki deyja fleiri en úr nokkru
öðru — fleiri en úr krabbamein-
um eða tæringu.”
Sig. Júl Jóhannesson.
SÍLDVEIÐARNAR
Gert er ráð fyrir gríðarmikilli
þátttöku í síldveiðunum í su-m-
ar.
Vísir hefir haldið spumum
fyrir u-m það, hvað menn telja
að þátttakan rnuni verða mikil.
Er það almennt álitið hjá þeim,
sem kunnugir eru þessum mál-
um, að að þessu sinni verði um
200—230 nætur að ræða, en það
er með mestu þátttöku, sem ver-
ið hófir. 1 fyrra vom næturnar
rúml. 150.
Ekki er enn búið að ákveða
síldarverðið i sumar, hvorki af
stjórn Síldarverksmiðju ríkisins
eða Síldarútvegsnefnd. Þó er
senniilegast, að verðið verði mun
betra en í fyrra og er talað um,
að málið muni verða keypt á kr.
26, en það er rúmlega 40% meira
en í fýrra. En alt er óákveðið
um þetta enn.—(Vísir 6. júní).
Á -unga árum sinum tók
Kristján Danakommgur sér oft
langa túra á hestbaki. Einu sinni
á heitum sumardegi, þegar hann
var á einnri slíkri ferð, sá hann
bóndabæ sem stóð í skógar-
rjóðri við veginn, og stansaði
til þesS að fá sér vatn að drekka.
Hann sá drenghnokka þar við
húsið og bað hann að halda í
hestinp.
“Bítur hann?” spurði dreng-
urinn.
“Nei,” svaraði prinsinn.
“Er hann slægur?”
“Nei.”
“Er hann liklegur til að hlaupa
í burtu?”
“Nei.”
Strákur yppti öxlum.
“Til Ihvers á eg þá að halda
honum?”
Mrs. Anna Jóhannsson,
á Sóleyjarlandi, látin 8 júlí,
73 ára að aldri
Mrs. Anna Jóhannsson
“Blæða undir inst í lundu —
’Astarþökk á hinstu stundu
) inna eg vil, en orðin bila;
insta hug skal þögnin skila”
JÓN MAGNÚSSON
Hún var dóttir hjónanna Steins
Steinssonar bónda á Hryggjum
í Skagafjarðarsýslu, og Sigríðar
Péfursdóttir frá Nautabúi, í sömu
sýslu; var hún af þróttmiklu
fólki og vönduðu komin í báðar
ættir.
Bernsku og unglings ár sín
dvaldi hún í föðurgarði, en kom
til Canada um aldamót, og vann
í Winnipegborg um nokkur ár,
aðallega við sauma; léku þau
störlf í höndum hen-nar á yngri
árum.
Árið 1910 giftist 'hún eftirlif-
andi eigin manni, Sigurjóni
bónda á Sóleyjarlandi, þrjár míl-
ur vestan við Gimli bæ; bjuggu
þau þar í full 36 ár, góðu og
sjálfetæðu búi. Á iheimili sínu
andaðist hún þann 8 júlí, af af-
leiðingum af slagi. Hafði hún
verið við veila heilsu nokkur
síðari ár.
Sigurjón maður önnu er sonur
Steinunnar Jónsdóttir, og fyrri
manns hennar JÓhanns -þorkels-
sonar frá Hamri í Skagafjorðar-
sýslu. Steinunn móðir Sigurjóns
giftist síðar Jóni Péturssyni, er
var -landnámsmaður að Fljótshlíð
í Geysisbygð, en bjó siðar um
mörg ár á Sóleyjarlandi. Ólst
,Sigurjón upp með þeim, varð
snemrna athvarf heimilisins, tók
þar við búi af stjúpföður sínum.
Þar bjó hann og nú lótin kona
hans farsælu búi í 36 ár.
Þeim önnu og Sigurjóni varð
tveggja dætra auðið, báðar hin-
ar efnilegustu, hafa þær báðar
notið góðrar mentunar og voru
foreldrum sínum lj-úfir sam-
verkamenn, og jafnan gleði vald-
andi; þær eru: Steinunn Jó-
hanna, ekkja eftir Thorvald
Bergsvein Johnson, frá Odda í
Árnesbygð, hinn mesta efnis-
mann, nú látinn fyrir nærri
tveimur árum, býr Steinunn á
Sóleyjarlandi með föður sánum.
Hin dóttirin er Sigrún Anna,
B.A., gift Wilbert Hector Kis-
sack, ibúsett lí Winnipeg. — Tvær
systur Önnu ó Sóleyjarlandi eru
á lífi: Steinunn, til heimilis í
Winnipeg og Sæunn, gift kona
á Siglufirði. Guðrún, kona
Pálma Lárussonar á Gimli, nú
látin fyrir nokkrum árum, var
einnig •'systir hennar. — Anna
var merk kona, skapstyrk og
trygglynd, mun lund hennar
hafa verið stónbrotin að upplagi
til. Hún var kona trúuð, og á-
vaxtaði trú sína án umslóttar
eða auglýsinga — með kyrlátum
verkum, er hún og hinn ágæti
eiftirlifandi eiginmaður hennar
voru jafnan auðug af. Eru þeir
starfshættir kærleikans hógværir
og affarasælir og vinna guðsríki
í hag, hvar sem þannig er að
verki verið. Sóleyjarlands heim-
ilið hefir fyr og s'íðar verið eitt
þeirra heimila, sem þögul, en
eigi sáður máttug kærleiks áhri-f
hafa frá streymt. Var Anna að
mínum skilnin-gi samvirk manni
sínum í -því að rétta þeim hjálp-
A VEGUM FRIÐARINS
Dr. Haraldur Sigmar, forseti
Hins. ev. lút. kirkjufélags íslend-
inga í Vesturheimi, hefir verið
á ferð hjá okkur í þessum bygð-
um, á ferð með messugerðir og
önnur embættisverk. Sömuleiðis
sonur hans, séra Harold Sigmar.
Sá vinsæli prestur, Dr. Sigmar,
embættaði í Leslie, sunnudaginn
4. ágúst, í blómum prýddri
kirkju við ágæta aðsókn. Þann
dag voru liðin tuttugu ár frá
burtför hans úr þessari bygð á-
samt ihans ágætu fjölskyldu. Og
þegar séra Haraldur Sigmar
flutiti úr þessari bygð, hafði hann
þjónað Vatnabygðum í átján ár.
Það er því orðinn langur tími,
sem íslenzkt fólk hefir notið
pr-estsþjónustu þessa trúverðuga
og hæfa manns. Sannleikurinn
er sá, að það eru miklu fleiri en
oft er á'litið, sem hafa ánægju
af og fult gagn að heyra Guðs
orð prédikað á íslenzku máli.
Samt er hinn þó stærri streng-
urinn, sá, að kristindómsstarfið,
í heilbrigðum stíl, er eini friðar-
vegurinn sem til er. Heill sé öll-
um þeim, er í einlægni og alvöru
fara með stjórnmálin til friðar,
en ef Guð sjálfur fær ekki fyrst-
an -bússtað í einstaklingshjört-
unum, þá ráða ekki mennirnir
við neitt hversu gáfaðir, lœrðir
eða duglegir sem (þeir kunna að
vera. Það er Guðs opinberunin
mesta, sem nauðsynlega þarf að
komast tí hug, hjarta og vi-lja
mannsins. Guð Sonurinn Jesús
Kristur.
Sagan öll af Jesú Kristi, er
fyrir mínum huga, fegursta,
dýpsta, fullkomnasta sagan, sem
rituð hefir verið ó þessari jörð.
Líf hans og kenningar, dauði
hans, upprisa og uppstigni-ng ber
alt vott um FRELSARANN.
Týni maður frelsaranum, þá
hverfur ljósið af gáfu-m manns-
ins, kærleiksliturinn af vísind-
unum, geislarnir af ibókmentun-
um, smekkurinn af fögrum list-
urn. Sé -gáfaður maður vænn
maður, doðnar 'hann niður af um-
hugsun um kvöl jarðarinnar, sé
hann fremur slæmur maður,
verður hann gri-mmur. Hvorugur
kemur auga á það, að Guð er
kærleikurinn. Opinberunar-
strengurinn milli Guðs og manns,
er ihulinn sjónum 'hans. —
Maður stendur þess vegna,
arhönd er við þurftu og athvarfe
fáir voru; munu þar fáir um
vilta, utan þeir er að nutu. Trygð-
in og festan á vináttu, þar sem
vináttu'bönd tengdust jafn fágæt
og hún var sönn. Heimilið jafn-
an áslenzkt í þess orðs sönnustu
merkingu.
Anna á Sóleyjarlandi inti af
hendi mikla þjónustu í þágu
heimilis síns, er jafnan var all-
umfangsmikið og búska-pur í
stórum stfll; voru að eðhlegleik-
um meginsitörf hennar unnin í
þágu iþess og ástvina hennar, að
hinztu æfidögum fram, — oft
af veikum mætti hin siíðustu
æfiár. — Mikillar gleði n-aut hún
og eftirlifandi eiginmaður henn-
ar af ágætlega hæfum dætrum
er þau st-uddu til góðra menta;
barnabörnin þrjú, hvert öðru
efnilegra, urðu gleðigeislar á
leið þeirra; sambandið milli
allra á fjölskyldunni, yngri sem
eldri, hjartfólgið og djúptækt,
létti annir og óföll þau er starfs-
ríkum degi eru jafnan fylgjandi.
Anna var kvödd hinztu kveðju
á heimili sínu, föstudaginn 12.
júLí, að viðstöddum ástvinum,
frændaliði og nágrönn-um. Út-
förin fór fram frá kirkju Gimli
safnaðar, undir stjórn sóknar-
prests, að fjölmenni viðstöddu,
sá er línur þessar ritar mælti þar
nokkur kveðjuorð. Þökull tregi
ríkir í ástvinahjörtum við burt-
för hennar. Eftirskilinn óst-
vinahópur og vinir kveðja hana
með orðum áslenzks skálds er
kvað:
“Vertu sæl, við söknum þín.”
S. Ólafsson.
ekki í neinni smáræðisskuld við
þá menn -og þær konur, sem slíta
öllum kröf tum æfi sinnar til þess
að fræða menn og leiða á kristi-
lega sviðinu. Og engin betri laun
getur slíkt fólk óskað sér að
öðlast, það er eg viss rnn, en að
sjá frækornin, sem þannig hefir
sáð verið, bera ávöxt í lífi ein-
staklinga og þjóða.
Heilbrigður kennimaður, er
bezti friðarboðinn, sem til er.
Það er -hægt að finna það, vilji
menn veit-a þvi nákvæma eftir-
tekt, að menningin stígur eða
sígur eins og hiti á mæli, eftir
því ihvort kristilegt kirkjustarf
er ræktað eða ekki. Það var
einmitt í tíð séra Haraldar Sig-
mars, hér á bygð, að eg byirjaði
að veita þessu nákvæma eftir-
tekt. “Margt skeður nú hjá
kirkjufólkinu sem miður skyldi,”
heyrir maður, sem eðlilegt er.
Já, því miður er það. Manni
skilst að ef maðurinn gæti orðið
alheilagur á þessa-ri jörð, þá hefði
ekki iþurft að ikosta svo -miklu til
frelsils honum, sem gert var. En
þó marg ikunni að koma fyrir af
því sem ekki skyldi hjá þeim,
sem séð hafa ljós, þá skeður samt
enn fleira hjó þeim, sem ganga í
myrkri, hvort sem þeir áður hafa
séð ljós eða ekki. Hver sem vill
sannfærast um þetta, ihann fylgisf
með daglegum táðindum, mörg af
hverjum eru næsta hryllileg og
átakanleg. Það bjargar ekki
nteitt þó við förum ’að eins og
strúturinn og stingum 'höfðinu í
sandinn. Tíðindin halda áfram
fyrir því. Lífið heldur áfram
eins og elfi í farvegi sínum, frá
fjalli 'til fjöru og sjóvar, á góðum
eða illum vegi eftir því sem
kringumstæður standa til, hvort
sem maður tekur því með. kærni
eða kæruleysi; en kærni fyrir
því sem er að gerast, jafinvel hjá
okkur einstaklingunum, getur
orðið dropi á 'haf líknarinnar,
taki maður hönidum saman við
þá sem rnikið geta. Presturinn,
sem hér er minst á, hefir sáð úr
fullum höndum og af heilum
huga, mörgurn og miklum fræ-
kornum til blessunar. Svo mörg
af okkur hér, erum honum þakk-
lát fyrir það og óskum að hon-
um megi endast aldur og heilsa
í mörg ár enn til starfsins. Hon-
um og fólki hans öllu.
Hjartans þökk til Dr. Haraldar
Sigmars fyrir 'komuna í þessar
bygðir nú og fyrir alla þjónustu
í okkar þanfir. Við biðjum hann
vel fara og heilan aftur koma.
Hins sama óskar maður syni
hans séra H. S. Sigmar.
Lifið heilir vel og lengi, starf-
andi í Jesú nafni.
Rannveig K. G. Sigbjörnsson.
Ósköpin öll berst ritstjórum
blaða og tímari-ta af skáldsögum
og ljóðum, sem þeir eru beðnir að
birta. Ek-ki er álitið kurteisi að
eyðileggja það, sem ritstjórun-
um þykir lítið til koma, heldu-r
senda það höfundunum til ba'ka,
og eru umsagnir þeirra oft ein-
kennilegar og beiítar undir slík-
um kringumstæðum. Kona ein
sendi mikið skáldsögu handrit til
ritstjóra tímarits eins í Banda-
rlíkjunum og bað hann að prenta
söguna á hinu vinsæla riti sínu.
Eftir nokurn tíma kom handritið
aftur 'til höfundarins, með þessari
áritan: “Eg sendi pappír þenn-
an til baka, — það hefir einhver
skrifað á hann.”
Konu eina fór að lengja eftir
að heyra frá ritstjóra tímarits
eins, sem hún -hafði sent sögu-
handrit til prentunar, svo hún
skrifaði svOhljóðandi bréf:
“Gjörið svo vel að lesa og prenta
sög-u mína undir eins, eða senda
mér hana til baka, þvá að eg hefi
fleiri járn i eldinum. “Handritið
kom til baka undir eins með
þessum ummælum. “Eg hefi les-
ið sögu yðar og ráðlegg yður að
láta hana hjá öðrum járnum
yðar.”