Lögberg - 15.08.1946, Side 3

Lögberg - 15.08.1946, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. ÁGÚST, 1946 S Hinrik Johnson — minning Hinrik Johnson 1855 — 1946 Mig langar til að skrifa dá- litla minningargrein um þennan há'aldraða Vestur-lslending, seim niú hefir verið rétt nýlega til grafar borinn. Eg var honum ékki ókunnugur, en enganveginn nógu kunnugur lífsferli hans, skapgerð, kostum og veikleik- um, til að geta gert minningu hans þau skil sem vert væri. Hinrik Johnson var Vestfirð- ingur að ætt og uppruna, kom- inn af harðgerðu og hraustu dugnaðarfólki, enda var honum mikill ættarþróttur í blóð bor- inn. Hann ólst u.pp hjá foreldr- um sínum, Jóni og Ingibjörgu, og vandist ungur margskonar erfiðisvinnu, sem sótt var af miklu kappi og dugnaði á æsku- heimili 'hans. Kom honum það að góðu haldi síðar í lifinu, að hann hafði snemma vanist erfið- isvinnu. Hún varð löngum hlut- skifti hans. Það mikla slys iheniti Hinrik á ungum aldri, að hann misti vinstri hendina, af byssuskoti, eða. sprengingu. En ekki lét hánn bugast af þessu slysi, en hélt óákertum sínum mikla kjarki, lífslöngun og athafnajþrá. Það var eins með Hinrik eins og svo marga aðra íslendinga, að útþráin sótti á hann og fór hann ungur utan og gerðist sjómaður og var í siglingum æði lengi og fór víða og mun hafa komið í flest lönd Norðurálfunnar. Og með því að hann var sérlega eftirtökusamur og reyndi jafnan að skilja sem bezt það sem fyrir hann bair, lærði hann margt á þessum ferðum og þeikking hans og skilningur á lífinu varð miklu víðtækari heldur en hann annars mundi verið hafa. í þessari utan- för sinni lærði Hinrik vel danska tungu og mun einnig hafa orðið vel fær í ensku. Þegar Hinrik- kom aítur heim til íslands byrj- aði hann á verzlun í Borgarnesi, en ekki mun hann hafa stundað þá atvinnu nema um tveggja ára skeið, þá kom útþráin aftur, og 1 þetta sinn fór hann til Canada og var hér jafnan síðan. Það var árið 1886 sem hann kom til þessa lands og var hann því hér í full 60 ár. Meðan Hinrik var í Borg- arnesi trúlofaðist hann einni af hinum mjög svo gerfilegu og góðu bændadætrum Borgarfjarð- ar, Oddnýju Ásgeirsdóttur frá Lundurn í Stafholtstungum. Heitmey hans kom ekki hingað fyr en tveimur árum seinna, árið 1888, og giftuist þau þá og höfðu því verið 58 ár í hjónabandi þegar Hinrik dó. Byrjuðu þau þá þegar búskap þar sem nú er kölluð Lundarbygð. Mun hann bafa verið fyrsti póstafgreiðslu- maður ií þeirri nýlendu og nefndu þau hjón pósthúsið Lundar eftir æskuheimili hinn- ar ungu konu póstafgreiðslu- mannsins. Orðið hefi eg þess var, að sumir efuðust um að hér væri rétt með þetta bæjarnafn farið, en þeir mega reiða sig á að umræddur bær í Stafholts- tungum er altaf nefndur Lund- ar, og hefir svo verið öldum saman, og er þvá Lundar í Mani- toba rétt nefnt eftir þessum ís- lenzka sveitabæ. Þau Hinrik og Oddný voru ökki lengi að Lundar, en fluttu fljótlega vestur undir vestur- takmörk Manitobafylkis og sett- ust að skamt frá þar sem nú er Mtið þorp sem Ebor heitir, járn- brautarstöð og pósthús. Fyrir rúmlega hálfri öld voru margir Islendingar að taka sér heimilis- réttarlönd þar vestur frá og var sú bygð þá kölluð Pipestone-ný- lenda. Þar tók Hinrik heimilis- réttarlánd og keypti síðar fleiri lönd og rak þar stóran búskap um langt skeið, um 40 ár. Var búskapurinn rekinn með mikl- um dugnaði og afar mikilli vinnu. Var löngum orð á því gert, hve ótrúlega mikilli vinnu þessi imaður gat afkastað, þó ein- hentur væri, og munu fáir bændur hafa afkastað meiri vinnu en hann, þótt þeir hefðu báðar hendur heilar. Þar var hundruðum ekra af óræktuðu landi ’breytt ií akra og þar rækt- aðar allar korntegundir sem bændur í Manitoba vanalega rækta. En það var nú eins og gengur, akrarnir gáfu stundum mikla uppskeru, stundum litla og stundum nálega enga. Einnig höfðu þau marga nautgripi, svín og kindur og fugla. Þegar að því kom að Hinrik var orðinn o'f gamall og slitinn til að vinna fulla vinnu með hestunum á ökrunum og elzti sonur hans, Ásgeir, var tekinn við verk- stjórn, varði hann mestu af kröftum siínum til að rækta og hirða stóran matjurtagarð í grend við heimilið. Eg sá þann garð að sumarlagi og þótt eg hafi litla þekkingu á garðyrkju, duldist mér ekki að 'hér var unnið með mikilli þekkingu og slkilningi á garðrækt, ekki síður en árvekni og umhyggju. Fall- egri og betur hirtan matjurta- garð hefi eg aldrei séð á bónda- bæ í Manitoba eða annarstaðar. En þrátt fyrir alla þessa miklu vinnu, sem hér var af hendi leyst, og alt búskapar umstangið, mun iþó eitt jafnan hafa verið ríkast og helgast í hugum þeirra hjóna beggja, og það var upp- eidi iþeirra mörgu og mannvæn- legu barna, sjá vel fyrir þörfum þeirra á allan 'hátt og koma þeim til menningar og þroska og til þess það mætti takast sem bezt, var aldrei of mikið á sig lagt af foreldranna ’hálfu. Þau nutu líka þeirrar miklu ánægju, þeirrar mestu ánægju, sem for- eldrar geta notið, að sjá öll sín mörgu og mannvænlegu börn komast til menningar og þroska, andlega og líkamilega. Þau eru nú öll á þroska-aldri og hafa öll reynst prýðilega vel, hvert í sinni stöðu. Á árunum 1930—1940, þegar þurkuriinn var þess valdandi, þar sem þau Hinrik og Oddný bjuggu, að uppskeran varð mjög Mtil ár eftir ár og öll bænda- framleiðsla féll mjög í verði, sáu þau sér elkki fært að halda lengur áfram búskap, enda voru börn þeirra þá að fara frá þeim hvert atf öðru. Fluttu þau þá til Virden, Man., og voru þar nokkur ár, en síðustu tvö árin að 784 Banna- tyne Ave., Wininipeg. Þessi hjón eignuðust 11 börn, en mistu yngsta barnið (dreng) á fyrsta ári. Hin eru öll á lífi, 3 synir og 7 dætur. Eru þau sem hér segir, en þó ekki talin eftir aldursröð: Ásgeir, Vancouver, B.C.; Gustav A., Nanaimo, B.C.; Karl, Claresholm, Alta.; Ragn- hildur (Mrs. Easy), New West- minster, B.C.; Margrét (Mrs. Edwards) Oailgary; Florence, (Mrs. Sipley) Winnipeg; Kristín (Frú Ólafsson) Reykjavík, ís- land; PáMna, (Mrs. Richards), New Brunswick, New Jersey, U.S.A.; Lára Johnson og Inga Johnson báðar hjúkrunarkonur og báðar til heiroilis með móður sinni, að 784 Bannatyne Ave. Winnipeg. Barnabörnin eru 20. Business and Professional Cards DR. A. BLONDAL Physiclan and Surpeon Prestafélagið krefst að Danir skili íslenzkum handritum Aðalfundur Prestafélags Islands Aðalfundur Prestafélags ís- lands, ihaldinn 19 júní samþykkti eftirfarandi: “Aðalfundur Prestafélags Is- lands lýsir yfir því, að hann telur krötfu Islendinga um af- hendingu allra íslenzkra hand- rita, skjala og forngripa úr söfn- um í Danmörku sjálfsagt rétt- lætismál, sem skylt sé að full- nœgja, enda er þetta rannsóikn- um íslenzkra og allra norrænna fræða tvímælalaust fyrir beztu framvegis og nauðsynlegt skil- yrði góðra sátta' og samkomu- lags með Dönum og íslendingum á ókomnum árum.” —Þjóðviljinn. ÓFÆRT AUSTUR í ÖRÆFI Ófært hefur verið austur yfir Skeiðarársand um þriggja vikna tíma undanfarið. Talið er enn- fremur að jökullinn fyrir ofan Skeiðará muni nú vera ófær. Súla ‘hefur nú breytt um far- veg þannig að hún fellur öll í Blautulkvísl, en það hetfur hún ekkí gert áður. Er hún nú með öllu ófær hestum. Skeiðará mun einnig vera ó- fær og talið að jökullinn fyrir ofan hana, sem annars er farinn á sumrin, sé nú einnig ófær. Meðan svo er háttað verður ekki komizt austur í öræfi nema í flugvél. Þjóðviljinn, 9. júlí. Hinrik Joihnson var nokkuð meir en meðalmaður á allan vöxt, samsvaraði sér vel, gerfilegur maður og bar það með sér að hann var hraustmenni. Dökkur á háralit, en með aldrinum varð hárið alveg hvílrt. Annars gefur mynd sú, sem hér með fylglr býsna góða hugmynd um útlit hans á etfri árum Hann var afar eftirtökusamur og reyndi að skilja hlutina eins og þeir voru. Hann var greindur vel og betur að sér um margt heldur en al- ment var um óskólagengið fólk á hans alchi. Vel fylgdist hann með rás violburðanna og hugsaði mikið um það, sem var að gerast í heiminum. Skapgerð hans og trú Ýar alla æfi traust og ákveð- in og það var honum fjarlægt að láta sér standa á sama um hlut- ina. Þrátt fyrir stórkostlegt slys á ungum aldri og þrátt fyrir mik- ið erfiði mestan hluta æfinnar, má þó segja að hann hafi verið gæfumaður; hann hlaut það mikla lífsins lán, að eignast á- gætis konu og mörg ágæt börn. Mesta og bezta auðlegðin sem manni getur hlotnast í Mfinu. Síðustu árin var Hinrik mjög þrotimn að heilsu og kröftum, en naut þá ágætrar hjúkrunar konu sinnar og dætra. Hann náði ó- vanalega háum aldri, fæddur 26. ágúst 1855 og dáinn 21. júlí 1946 og skorti því ekki nema lítið eitt til að fylla fyrsta árið yfir nírætt. Jarðarförin fór fram frá útfarar- stofu Bardals miðvikudaginn 24. júM. Séra R. Marteinsson jarð- söng. Hann var jarðaður í Brookside grafreitnum, eins og svo margir aðrir Vestur-íslend- ingar. Það var glatt sólskin meðan á jarðarförinni stóð, ekki of kalt og ekki of heitt, og meðan eg stóð við gröfina fanst mér alt þar svo einstaklega fallegt og friðsælt eins og bezt gat verið og mér féllu í hug þessar gömlu ljóðiínur, sem eg hefi lengi kunnað: “Nú tekur mjúkri hendi í mildi- sœlan rann, vor móðurfoldin góða hinn þreytta gamla mann.” F. J. Nokkur ummæli um hið enska kvæðasafn dr. Richards Beck Hið enska kvæðasafn dr. Richards Beck, “A Sheaf of Verses”, sem út kom í Winnipeg um jólaleyrtið, hefir hlotið mjög vinsamlega dóma í canadiskum og amerískum blöðum og tíma- rirtum, t.d. “Icelandic Canadian” og “The Friend” í Minneapolis. Fylgj>a hér útdrættir úr ritdóm- um nokkurra annara tímarita um safnið. Carl G. O. Hansen í Minne- apcrlis, ritstjóri tímaritsins “Sons of Norway”, fer um safnið þess- um orðum: “In a most fascinart- ing way these poems reveal the ©motions aroused in Mr. Beck’s heart through his comtempia- tions ón various themes. In true humility he utters “A Prayer for the New Year”. He pays his itri- bute to the eanly tillers of Ame- rican soil in “The Pioneer’s Field”; dehneates, in poetic grandeur, fhe characteristics of the great martyr President in “Lincoln in MarbJe”; gives a re- sounding “Salute to Norway”; voices ihis appreciation of the Arctic explorer Cari Ben Eiel- son; with loving Ihands paints a word picture of “Easter Lillies”, and in three poems gives ex- pression to sentiments in re- gards to Christmas. Finally there is a translation by Dr, G. J. Gislason of one of Dr. Beck’s Icdlandic poems, entitled “Night Magic”.” — T í |m a r i :t i ð “Scandinavlan News,” sem út kemur í Toronto, flytur rneðal annars eftirfarandi umsögn um safnið eftir H. A. J. Brodahl: “These poems have been published previously from time to time in different peri- odicals, anthölogies and hand- books of literature, both in Can- ada and the United States. They all show a fine poetic vein, a deep appreciartion of all the Nobler tihings of life and the true spirit of Ohristianity linked with a cheerful and straightfor- ward outloók upon everyday life.” Dr. O. G. Malmin, ritstjóri tímaritsins “The Lutheran Her- ald”/ hins iVíðlesna málgagns norsku kirkjunnar vestan hafs, falla meðal annars þannig orð í ritdómi sínum: ‘This beautifully printed little volume contains ten poems by Mr. Beck. He is a splendid writer with ^a style whioh is most appealing — genuine, reserved, imaginartive, spiritual. Lovers of verse will appreciate this little book.” Umrætt kvæðasafn fæst í bókabúð Davíðs Björnsson í Winnipeg og kostar 35 cents ein- takið. HVALREKI Á LEIRU Um fjögur leytið f fyrradag varð bóndinn í Baikkakoti í Leiru var við hvalatorfu skammt und- an landi. Ekkert var iþó gert til þess að reka torfuna á land. Um kl. 9 um kvöldið voru 15 af hvöl- unum hlaupnir á land, en mestur hluti torfunnar hélt sig í djúp- um pytti fyrir innan svo kallaða Leirarhólma. Reyndust .þetta vera marsván og voru þau milli 40—50 talsins. Þegar svo fallið var út eða milli 12 og 1 um nótt- ina hlupu þau, sem í pyttinum voru á land. Lentu þau öll nema tvö í landi Bakkakots. Sjálfsagt mun bóndinn vilja selja meiri- hluta þessa fengs og er óskandi að honum takist það og að ekk- ert þurfi að skemmast atf honum. Þjóðviljinn. 5. júlí. Nýgiftu hjónin stigu út úr j ár nbrautarlestinni. “Jón minn elskulegur,” sagði frúin, “við skulum reyna að láta fólkið ha'lda 'að við séum búin að vera gift lengi.” “Já, það er ágætt,” svaraði Jón, “Berðu töskuna mína.” DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talslmi 95 826 HeimiUs 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfrceOingur í augna, eyma, nef og kverka sfúkdómum. 704 McARTHUR BUILDING Cor. Portage & Main Stofutími: 2.00 U1 6.00 e. h. nema á lau gardöjpjm. DR. ROBERT BLACK Sérfrædingur i augna, eyma, nef og hdlssjúkdómum. m 416 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusimi 93 851 Heimasiml 42 154 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. - DAK. • > islenzkur lyfsali Fólk getur pantað meOul og annaO meö pósti. Fljót afgrreiösla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur likklstur og annast um tlt- farir. Allur útbúnaöur sá bezti. Ennfremur selur hann ailskonar minnlsvaröa ogr legsteina. Skrifstofu talsimá 27 324 Heimllls talslmi 26 444 Phone 31 400 Electrlcal Appllances and Radio Service Furniture and Repairs Morrison Electric 674 SARGENT AVE. ÞRINCEIS MESSCNQIR 8ERVIOE Vlö fiytjum klstur og töskur. húsKÖgn úr smærrl Ibflðum, og hflsmunl af öllu tæl. 58 ALBERT ST. — WINNIPEO Siml 25 888 C. A. Johnson. Mgr. TELEPHONE »4 358 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING Winnlpeg, Canada ___ \ Phone 49 469 Radio Service Speclallsts ELECTRONIC LABS. H. THORKBLBON, Prop. The most up-to-date Sound Equlpment System. 130 OSBORNE ST.. WINNIPEG --------------1----»----- G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FI^H Manitoba Fisheries WINNIPEG. MAN. T. Bercovitch, framkv.stf. Verzla I helldsölu meö nýjan og frosinn flsk. 303 OWENA STREET Skrlfst.siml 25 355 Helma 55 462 HHAGBORG U FUEL co. n Dial 21 331 21 331 Argue Brothers Ltd. Real Estate, Flnancial. Insurance LOMBARD BLDG., WINNIPEG J. Davidson, Representative Phone, 97 291 602 MEDICAL ARTS BLDG. Simi 93 996 HeimiU: 108 CHATAWAY Simi 61 023 Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET (Beint suöur aí Bannlng) Talslmi 30 877 Vlötalstlmi 3—5 eftir hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Office Phone Res Phon« 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDO. Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portáge Ave. og Smith 8t. PHONE 96 952 WINNIPEG DR. J. A. HILLSMAN Surgeon 308 MEDICAL ARTS BLDG Phone 97 329 Dr. Charles R. Oke Tannlaknlr For Appointments Phone 94 906 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRU8T8 BUILDING 283 PORTAGB AVB. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 555 For Quick Reliable Service J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPO. • Fasteigmasalar. Leigja hfls. Út- vega penlngalán og eldsábyrgö. blfreiöaábyrgO, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrccOingar 209BANK OF NOVA 3COTIA BG. Portage og Garry St. Slml 98 291 \ GUNDRY PYMORE Limited British QuaUty Fish Netttng 60 VICTORIA ST., WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. TH0RVALD80N four patronage will be appreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. R. PAOE, Managing Director Wholesale Dlstributors of Frj«h and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREBT Offlce Ph. 26 328 Rea. Ph. Tí 91T

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.