Lögberg - 22.08.1946, Blaðsíða 1
PHONE 21 374
rA U*V
aVí^
rer* •&%!*■<&
A Complele
Cleaning
Inslilulion
59. ÁRGANGUR
PHONE 21 374
t>«4
^ _ „vs
A Complele
Cleaning
Inslilulion
WINNIPEG. FIMTUDAGINN 22. ÁGÚST, 1946
NÚMER 34
FRÉTTIR
KANADA
$3,000,000 hafa verið veittir til
að bæta við og fullgjöra, Steven-
son flugvöllinn í Winnipeg.
* * *
Sigling er hafin til Churchill,
Man., nú þegar. Tvö skip frá
Bretlandi er verið að ferma með
hveiti og eru iþað fyrstu skipin
sem til OhurChill hafa komið frá
Evrópu síðan 1939. 1 kornhlöð-
unni við Churchill er um
2,000,000 bushel af hveiti geimd.
Gjört er ráð fyrir að það hveiti
allt verði flutt til Evrópu í haust,
en til þess þarf 6 skip, því hvert
af þessum kornflutningaskipum
tekur um 300,000 bush.
Skipin sem að fyrst komu voru
11 daga frá Englandi og til
Ohurchill, sem er kölluð fljót
ferð. Enginn farartálmi varð á
ferð þeirra, nema dálítið ísrek
í Hudson sundinu, sem árlegur
viðburður er þar norðurfrá, en
á meðan að í gegn um sundið var
farið, héldu skipin kyrru fyrir
á nóttunni, en hún er aðeins 3
kiukkutímar um það leyti árs.
Flest öll þessi skip sigla tóm
vestur. Eitt þeirra hafði dálítið
af góðu brennivíni og öðrum
nauðsynjavörum til Vesturlands-
ins.
Kanada-stjórn hefir nú veitt
$447,500 til opinberra verka í
Manitoba og er þannig jafnað
niður: Gimli, viðgjörð á hafnar-
bryggju $85,000; Hecla, hafrrbæt-
ur $50,000; Hnausa, hafnbætur
$100,000; ‘Selkirk, hafnbætur
$100,000;« St. Andrews, viðgjörð
við flóðlokur $7,500; St. An-
drews, til þess að gjöra beina
braut að brúnni y.fir ána að
vestan. $40,000 til viðhalds og
viðgerða á ihöfnum í Manitoba
yfirleitt.
* * *
Tvær ikonur brutust út úr fylkis
fangelsinu í Prince Albert í vik-
unni sem leið. Höfðu þær undir-
búið þessa burtför sína fcænlega,
safnað sér hlutum og fötum sem
þær þurftu á að halda og
smeygðu sér ekki aðeins út úr
klefum sínum, heldur út úr
fangelsinu. Lögreglan segir að
vtörubíll hafi beðið þeirra úti
fyrir gyrðingum fangelsisins, og
ekið tafarlaust með þær burtu.
önnur þessi stúlka var 19 ára,
hin 17. %
%
♦ ♦ ♦
BANDARÍKIN
Mrs. Eleanor Roosevelt lenti í
bílslysi í New York nýlega.
Keyrði hún sjálf bílinn sem
lenti aðeins lítið eitt útfyrir
línu sem aðskilur bílavegi á
breiðu stræti í fyrnefndri borg,
og rakst á annað kar sem var á
leiðinni í gagnstæða átt. Við
áreksturinn kastaðist bíll Mrs.
Roosevelt til og lenti hliðin á
honum á annan bíl sem kom á
brunandi fart. Fjórir voru í
bílnum með Mrs. Roosevelt og
meiddust allir, sumir mikið. En
Mrs. Roosevelt komst svo að
segja klakklaust í gegn. “Eg
held eg hafi sofnað í bili,” sagði
hún.
MINNISVARÐI
PONTIATOWSKIS
Þegar að Þjóðverjar af ásettu
náði eyðilögðu alla minnisvarða í
Warsaw, þá var minisvarði
Pontiatowski einn þeirra. Minn-
isvarði sá er gjörður var til minn-
ingar um hina glæsilegu frelsis-
hetju Pólverja, var gjörður af
listamanninum víðfræga Bertel
Thorvaldsen 1768—1884.
Sökum sameiginlegrar velvild-
ar og í hluttekningarskyni við
Pólverja, þá hafa Danir -ákveðið
að gefa Pólverjum þennan minn-
isvarða aftur. Er þetta hægt,
sökum þess, að frummyndin er til
í Thorvaldsen-safninu í Höfn.
♦ -f ♦
SVÍÞJÓÐ
Sumarið var indælt í norður-
héruðunum; friður, tign og feg-
urð ríkti; grasið breiddist eins
og fögur græn ábreiða yfir engj-
ar og4ún og sólin skein um miðj-
ar nætur. En allri þessari feg-
urð breyttu tveir vágestir sitt í
hvorum parti landsins.
í norðurhluta landsins voru
það skógarbirnir, sem komu til
bygða úr fjallafylgsnum sínum
og lögðust ekki aðeins á bú-
pening sveitamanna, heldur líka
á sveitafólkið sjálft, eftir því sem
Dr. Nils Dahlbeck, sem er sér-
fræðingur í bjarnarfræði segir:
“Þeir fylgja vana sínum í því, og
svo er margbrotnari fæðu að fá í
fjölbýlinu.” segir hann.
Mestan skaða við þessar bjarn-
ar-iheimsóknir liðu Lapplending-
ar, sem um ára raðir hafa verdð
að tryggja sér varnir gegn slík-
um árásum. Ein slík vörn var,
að fela brennivíns ílát fult með
ákavíti í einirberjarunnum, þar
sem þeir héldu að bjarndýrin
mundi finna það, sem oftast var
líka, og 'þá drukku birnirnir sig
auga-fulla, og var þá auðvelt að
ráða niðurlögum þeirra. ’ ,
í suður parti Svíþjóðar er vá-
gesturinn “rocket” eða flugelda-
sendingar, er þotið hafa yfir
landið undanfarandi og gegn
þeim dugar brennivínið ekkert.
Síðan í maí hefir aragrua af
spólu-mynduðum sendlum með
eldrauðum hala, verið í sífellu
skotið ein!hversstað|ar frá ytfir
landið. Sendlum þessum er svo
lýst, að þeir séu sumir eins og
vindlar í laginu, en aðrir séu
aftur kantaðir og að endinn á
þeim sé rauður á lit. Sendlar
þessir fara yfir landið með mis-
jöfnum hraða — sumir alt upp í
875 mílur á klukkutímanum.
Menn eru ekki vissir um hvað-
an þessi eldslkeyti koma, en lík-
legasta staðinn telja menn Peene-
munde, sem var aðal aðseturs-
staður Þjóðverja með hinar svo-
nefndu V-spriengjur sínar á
Baltneskahafs ströndinni, sem nú
er í umsjá Rússa. Menn vita
heldur ekki mikið um þessa nýju
sendla, annað en það, að verk-
færið eða aflið, sem á bak við
þá stendur er óþekt. En i vik-
unni sem leið fluttu blöðin í Sví-
þjóð mynd af þessum flugkyndl-
um, sem sannar fyrst, að þetta
sé enginn heilaspuni og flug-
kyndlarnir væru útlendingar —
það er: rússneskir, og að Rússar
væru að nota Svíþjóð sem æf-
ingarstöð. Blöðin í Svíþjóð gjöra
þetta að umtalsefni og Morgen-
tidningen segir: “Það má ekki
láta þetta halda áfnam.”
RÚSSLAND
Rússar hafa sent Tyrkjum til-
kynningu um að þeir krefjist
endurskoðunar á Montreaux sátt-
málanum sem gefur Tyrkjum
yfirráð yfir Dardanelles sundun-
um, og að þeir krefjist réttar til
þátttöku í framtíðarhervernd
sundanna. Þeir hafa ekki látið
uppi 'hvað þeir meini með orðinu
hervernd, en talið er víst að þeir
muni fara fram á jafna þátttöku
I víggvrðingum og öllum ráð-
stöfnum sundunum viðvíkjandi.
Tyrkir hafa svarað Rússum því,
að þeir séu ekki ófúsir á að Mon-
treaux sáttmálinn verði yfir-
skoðaður, en að allar breytingar
í samibandi við hann, eða á hon-
um, verði gerðar og samþyktar
með ráði og í umboði hambands
þjóðanna, því að um mál sé þar
að ræða, sem í eðli sínu sé al-
þjóða mál, en yfírráðum yfir
■sundunum segjast Tyrkir ekki
isleppa.
♦ ♦ ♦
BRETLAND
þrettánda júlí s. 1. lézt að heim-
ili sínu í Lundúnaborg, rithöf-
undurinn og skáldið Heribert
George Wells, nálega áttræður,
var aðeins einum mánuði í fátt.
Fimtán ára gamall réðist hann
til verzlunarmanns til að læra
að skreyta búðarglugga og búð-
•arborð. En hann hefir víst ekfci
verið lengi í þeirri vist. því hann
varð brátt viritur og víðþektur
bókmentafrumuður. Mr. H. G.
Wells, eins og hann var vana-
legast nefndur, ritaði 70 skáld-
•sögur og sagnrit. Eitt af hans
beztu þektu ritum er útdráttur
úr mannkynssiögunni, “Outline
of History.” Heilsu hans fór
hnignandi síðari árin. Ekki að
búast við að hann, frekar en
aðrir gæti elli fyrir kné komið.
♦ ♦ ♦
EKKI AF EINU
SAMAN BRAUÐI
Undir stjórn Nazistanna var
hin þýzka þjóðarsál nærri dauð.
Umsjónarherrum þjóðarinnar
þýzku hefir enn ekki tekist að
endurvekja ihana. 1 meira en ár,
hafa Þjóðverjar átt að búa við
örlbir gð og armæðu í hinum eyði-
lögðu borgum sínum, með ekk-
ert nema auðn og vonleysi í huga.
Við yptum öxlum og segjum:
Þeir eru sjálfir valdir að þessu.
Eigum víst nóg með að sjá þeim
fyrir líkamlegri fæðu.
Við höfum látið hið andlega
ásigkomulag Þjóðverja afskifta-
laust. Það verður að hjálpa
þeim — menningarlega, siðferð-
islega og andlega. Það verður
að g'efa þeim kost á að sjá eitt-
hvað það framundan, sem vert
er að lifa fyrir, annars tapa þeir
triausti og sjálfsvirðingu og þá
er úti um þá.
Þjóðverjar, ef þeir eru hvattir
og leiddir til kristilegra dygða
og kirkja þeirra endurreist og
sameinuð hinni almennu kristi-
legu starfsemi, gætu lagt sinn
góða skerf til velferðar Evrópu
og öllum heimi; — en biðin er
að verða of löng.
Viðfangsefni Þjóðverja í dag er
líka viðfangsefni okkar. Óstyrkur
þeirra, óstyrkur vor. Þeirra
syndir vorar syndir. Þeirra
framtíð, framtíð vor. Við verð-
um að binda enda á hið lága og
guðlausa líferni; — við verðum
að segja skilið við alla falsguði.
Rev. Geoffrey P, Druitt.
PALESTÍNA NOREGUR,
Stríðið harðnar.
Fréttirnar frá Palestínu, eru
allt annað en glæsilegar: Upp-
ulaup, manndráp og eyðilegg-
ing á eignum, og þegar menn
spyr ja -að hvernig að á þessum
ósköpúm standi, er svarið, ósam-
komulag á milli Araba og Gyð-
inga, og vitaskuld er það sann-
leiikur, en það er ekki allur sann-
leikurinn í því máli. Aðalþunga-
miðja þess máls, eða aðal kjarni
iþess, eins og nú er komið, er
stríð, ákveðið og biturt á milli
hinnar vestrænu og austrænu
menningarstefna.
Biöðin og útvörpin hafa á degi
hverjum, nú um nokkurn tíma
flutt fréttir um hlaðin skip af
fólki — Gyðingum sem hafa leg-
ið á Jaffa höfninni og ekki feng-
ið áð lenda, og ófriður og illyndi
hafa logað í landinu helga. Sem
hefir komið því til leiðar að 18
menn sem þátt tóku í upþþotinu
þar síðast, hafa verið dæmdir
til dauða.
Uppþot þetta skeði af því, að
Gyðingum sem án laga reyndu
að ná landtöku i Palestínu, var
varnað landtökunnar — fengu
ekki að lenda. Samkvæmt sam-
þykt og ákvæði nefndar þeirrar
er yfir innflutningi Gvðinga til
Palestínu ráða, þá máttu 1500
Gyðingar flytja þangað inn mán-
aðarlega. En nú var svo komið
að það voru 10,000 Gyðingar
sem til Palestínu vildu komast
með réttu, eða röngu. Brétar á-
kváðu að stoppa þennan ákafa
innflutning og gerðu það, og af-
leiðingin varð uppþot það sem
áður er getið. Gyðinga upp-
sprettan virðist nærri óþrjótandi
í Evrópu. Rússar hafa flutt út
úr sínu umdæmi í Þýzkalandi
urmul þeirra, til Austurríkis, og
hefir sá flutningur aukist frá
2,000 manna í maí sJ. til 14,500 í
júlí, og horfur á að talan nái
40,000 í ágúst. Auk þess hafa
Rússar ýtt undir Gyðinga útúr
sínu stjórnarumdæmi og inn í
stjórinarumdæmi Bandaríkja-
manna í Þýzkalandi, og stutt að
flutningi Gyðinga frá höfnum
svarta hafsins áleiðis til lands-
ins helga.
Til þess að sýna að allt þetta
umstang stafi ekki frá einlæg-
•um brjóstgæðum í garð Gyðinga,
má geta þess að professor Victor
D. Lutóky, sem er ritari Pales-
tínu málanna á utanrákismála
skrifstofu Sovíet ríkjanna, hélt
nýlega fyrirlestur og voru þetta
aðal punktarnir í honum: (1)
Þessi Zioniska hreyfing var í
upphafi ekkert annað en áróður
konunglegs kapítalista ríkis til
að stofna verzlunarþjóð í Pales-
tínu. (2) Að sú Zíonistiska hreif-
ing náði aldrei hylli almennings
á rneðal Gyðinga. (3) Palestína
er land Arabanna.
♦ ♦ ♦
DANMÖRK
Nýtt Dansk-norskt sambands-
félag hefir verið stofnað og öðl-
ast konunglegt samþykki. Félag
þetta er aðallega' stofnað til þess
að hlynna að mannaskiftum til
námsþroska á milli landanna. Á
þann hátt, að vísindamenn, lista-
menn, prófessorar, stúdentar og
handverksmenn verða styrktir
til náms á víxl í hvoru landinu.
Þessi skifti verða báðum lönd-
unum til menningarlegs þroska
og framtíðar tryggingar á allan
hátt. Stofnsjóður félags þessa
er kr. 13,000,000.
Styr hefir staðið um mál eitt
mikið á Stórþingi Norðmanna, en
það er um, að setja á stofn stál-
verkstæði mikið í Mo í Rana í
Norður-Noregi, en var nú fyrir
skömmu samþykt með 102 at-
kvæðum gegn 42. Þetta mál er
þó ekki nýtt, því lengi hafa Norð-
menn fundið til brýnnar þarfar á
einmitt slíku iðnaðarfyrirtæki.
Stál og járn þarfir Norðmanna
fyrir stríðið námu 300,000 tonn-
um, og þeir þurftu að flytja inn
90% af því.
Höfuðstóll þessa fyrirtækis er
í byrjun ákveðinn 207 miljónir
króna; af þeirri upphæð leggur
ríkið fram 67 miljónirj hlutabréf
upp á 75 miljónir verða' seld og
lán upp á 65 miljónir, með stjórn-
arábyrgð tekið.
Járn og stál ♦erkstæði þetta
er af nýjustu gerð og verður
starfrækt með raforku, -bæði
sökum þess að ko! eru dýr og svo
er gnægð fallvatna í Norður-
Noregi þar sem þessi mikla iðn-
aðarstöð verður þrjár mílur frá
heimskautabaugnum.
Fyrst um sinn má fá ódýra raf-
orku frá orkustöðinni í Gom-
firði, sem nægir til þess að fram-
leiða 200,000 tonn á ári, sem er
hér um bil helmingur af stáli
því og járni, er Noregur þarf
á að halda árlega. En búist er
við, að við járn og stálbræðslu
stöðina verði aukið svo hún árið
1950 geti fullnægt þeirri þörf
þjóðarinnar, sem búist er við að
verði 400,000 tonn, og nokkuð
umfram til útflutninga, og er þá
hugmyndin, eða miáske fyrir
þann tíma, að byggja nýtt orku-
ver í Ræsaaga-ánni, sem er mjög
nálægt verkstæðinu nýja, og er
einn allra ákjósanlegasti staður-
inn í öllum Noregi til framleiðslu
á nálega óþrjótandi og mjög ó-
dýrri raforku.
Bærinn í Mo í Rana telur nú
2800 íbúa; talið er víst að innan
skamms tíma verði sú tala komin
upp í 30,000.
* * *
Herréttardómur var ákveðinn
upp í máli Nikulaus von Falken-
horst, fyrrum yfirforingja Naz-
ista í Noregi 2. þ. m., og var hann
dæmdur af lífi. í dómnefndinni
sátu Norðmenn og Bretar.
* * *
Nefnd Rússa og Norðmanna
situr á rökstólum í Moskva til
þess að ákveða um landamæri á
milli Noregs og Rússlands — eða
á milli Noregs og lands þess, sem
Rússar tóku frá Finnum í sam-
bandi við stríðið síðasta. Eitt
aðal spursmlálið, sem þar er um
að ræða, er hvort að Norðmenn,
sem byggja austan landamæra
þeirrar landspildu, þurfi að flytja
sig eða ekki. Á meðan Finnar
réðu spildu þessari beittu Norð-
menn bústofni sínum vestur yfir
landamærin átölulaust. Ef Rúss-
ar krefjast afskorinna skifta,
verða allir þeir, sem slíkra hlunn-
inda nutu, að færa bygð sína
austur á bóginn.
* ★ 4c
Flugferðasamband hafa skandi-
navisku löndin þrjú, Noregur,
Svíþjóð og Danmörk, myndað um
allar flugferðir á milli þeirra
landa og Suður- og Norður-
Ameríku, og er álkveðið að halda
uppi vikulegum ferðum. Sex
manna nefnd var kosin til að
annast og stjörna flugfélagi þessu
og ferðum þess, tveir menn frá
hverju landi og verður aðal flug-
stöð þess í Kaupmannahöfn.
Kristján Danakonungur
heiðrar Dr. Beck
Samkvæmt frásögn í “Grand
Forks Herald” þ. 14. ágúst, hefir
Kristján X Danakonungur sæmt
dr. Kichard Beck, prófessor í
Norðurlandamálum og bókment-
um við ríkisháskólann í Norður
Dakota, heiðursmerkinu “Kong
Christian den Tiendes Friheds-
medaille” (King Chrístian X’s
Medal of Liberation), fyrir
störf ihans í þágu Danmerkur á
stríðsárunum.
Birtir blaðið tilkynninguna um
þessa heiðursveitingu, sem dr.
Beck hafði borist frá sendiráði
Danmerkur í Washington, D.C.,
er skýr ir frá því, að Kristján
konungur hefði sæmt 'hann um-
ræddu heiðurmerki þ. 5 maí síð-
astliðinn, á afmæli lausnar Dan-
merkur úr hershöndum fyrir ári
síðan. En heiðursmenkið, sem
nýstofnað er sérstaklega til
minningar um þann atburð, er
úr silfri, með mynd konungs
annars vegar, en hins vegar með
áletruninni “Pro Dania” (Fyrir
Danmörku) 1940-45.
Á stríðsárunum var dr. Beck
starfandi í landsnefnd í Banda-
ríkjunum, sem vann að málum
Dana, og studdi auk þess mál-
stað þeirra í ræðu og riti. Er það
fyrir það starf sitt, sem honum
hefir verið veitt heiðursmerki
það, sem hér er um að ræða.
En Danmörk er hið þriðja
Norðurlanda, sem heiðrað hefir
dr. Beok fyrir störf hans í þeirra
þágu. Hákon NoregSkonungur
sæmdi hann fyrir nokkrum ár-
um síðan Riddarakrossi St. Ól-
afsorðunnar af fyrsta flokki;
einnig hefir hann verið gerður
bæði Riddari og Stórriddari af
Fálkaorðunni og sæmdur heið-
ursmerki lýðveldisstofnunarinn-
ar af Forseta íslands.
♦ ♦ ♦
FRIÐARÞINGIÐ í PARÍS
Síðan að Lögberg kom út síð-
ast hefir lítið miðað áfram í
friðarmálunum á því þingi,
lendir mest í einlægu reiptogi á
milli hinnar vestrænu og aust-
rænu stefnu. í síðasta blaði gát-
um við þess að Alcide de Gasp-
eri, forsætisráðherra ítalíu, hefði
flutt mál þjóðar sinnar á opn-
um fundi í þinginu á áriðjudags
kveldið í síðustu viku. Máli
hans var þunglega tekið ein-
kum þeirri ósk hans, að á-
kvæðinu um að fela alþjóða-
nefnd yfiriráðin yfir Trieste yrði
frestað í ár. Molotoff tók því
mjög fjarri, að nokkur von væri
til þess, að svo yrði gjört. Ann-
ars hefir friðarsáttmála uppkast-
inu við íealiu, ásamt ummælum
Gasperi forsætisráðherra, verið
vísað til nefndar, er sénstaklega
fjallar um það mál.
Næst flutti Georgin Tatarescu
iftanríkisráðherra Rumaníu mál
þjóðar sinnar fyrdr þinginu. Var
hreimur hans máls svipaður
hreim ítalska forsætisráðherr-
ans að sumu leyti. Honum þótti
friðarkjörin 'hörð, sem þjóð sinni
væru sett, og fór fram á, að úr
iþeim væri dregið, sérstaklega
þó, að því, er snerti kröfu vest-
rœnu demókratisku þjóðanna
um endurbætur á eignum þeirra
í Rúmaníu, sem eyðilagðar voru.
En þegar um skaðabótakröfu
Rússa væri að ræða, sem næmi
$300,000,000, þá sagði Tatar-
escu að hún væri næsta sann-
(Frh. á hls. 5)