Lögberg - 22.08.1946, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.08.1946, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. ÁGÚST, 1946 --------Hogberg--------------------- GefiC öt hvem fimtudag af THF COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 árgent Ave., Winnipeg, Manitoba L'tanA.skrlft ritstjórans: EDITOR LOGBERG >95 Sargent Ave., Winnipeg, Man Rtstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg’’ is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Aveuue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authoriz d as.Sacond Class Mail. Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Islendingadagshald á meðal Veálur-Islendinga Við Vestur-íslendingar erum búnir að halda marga íslendingadaga — eftir- minnilega skemtilega og uppbyggilega íslendingadaga. íslendingadaga, sem frá þjóðræknislegu sjónarmiði hafa ver- ið þýðingar og áhrifa miklir fyrir Vestur- íslendinga í heild. íslendingadaga, sem geyma það fegursta, sem Vestur-íslend- ingar kunnu að hugsa, og sum af þeim fegurstu minningarljóðum, sem þjóð vor á. íslendingadagurinn var fyrst haldinn hér í Vesturheimi, til að sameina Vest- ur-íslendinga og vekja þá til umhugs- unar um hinn sameiginlega þjóðararf þeirra, — til umhugsunar um aðstöðu sína til ættþjóðar sinnar, og þjóðflokk- anna, sem þeir voru komnir til og bú- settir hjá í þessari álfu. íslendingadagurinn varð til þess að vekja sérstaka eftirtekt á hinu innflutta fólki, og íslendingum yfirleitt, í Kanada og í Bandaríkjunum, eða hvar annars- st^ðar utan íslands, sem að hann var haldinn. Aðal þýðing þess dags hefir því verið tvenns konar, eða hann hefir haft tvær hliðar, hliðina, sem að okkur sjálfum sneri og hliðina, sem sneri að innbyggj- urum landanna, sem við vorum komnir til. Sú hlið dagsins, sem að sjálfum okk- ur snéri, var auðvitað þýðingarmikil, því þar var um að ræða það, sem vér sjálfir áttum fegurst og haldbezt í lífi okkar. Endurminningarnar um liðna æsku, sól- björt sumur, æskuvini, sem eftir sátu heima, ættliði, sem íslenzka moldin geymdi og óuppfyltar vonir, sem aldrei gátu ræst þar á landi áa vorra. Alt þetta og ótal fleira, sem að ís- lendingadagurinn vakti í huga og hjarta íslendinga miðaði til að hreinsa og fága hugsun þeirra og varpa Ijóma feg- urðar og prýði á íslendingadaginn frem- ur öðrum dögum. Þetta var hliðin, sem að okkur ís- lendingum sneri. Hin hliðin, sem sneri að meðborgurum okkar, var og er líka þýðingarmikil. Nýkomnir í ókunnugt land, á meðal ókunnugs fólks, þar sem hverri hreyf- ing vorri var veitt eftirtekt og ekki sízt þeim opinberu, urðum við því að vera varkárir, bæði með undirbúning dags- ins og svo daginn sjálfan, því hvert ein- asta mistak, hvert einasta misstígið spor, var ekki einasta skuggi á sjálfum okkur, heldur líka á íslendingum hvar helzt í heimi sem þeir voru. íslendingadagurinn þá, og fram eftir öllum árum, var hugsjónanna dagur. “Tímarnir breytast og mennirnir með,” segir íslenzkur málsháttur. Það er engum blöðum um það að fletta, að tímarnir — það er, hugsunarháttur ís- lendinga í þessari álfu, hefir breyzt mik- ið í sambandi við íslendingadagshald, frá því að íslendingadagurinn var fýrst haldinn hér vestra og fram á vora daga, og er það eðlilegt, því hvorki hugsun né annað stendur í stað; en hvort að sú breyting er öll til batnaðar. er annað mál. Eitt af því ömurlega í því sambandi er, að oss getur ekki annað fundist en að menn séu farnir að nota íslendinga- daginn í sumum plássum, og það einmitt hér í Winnipeg og grendinni, til fjár- söfnunar — til auglýsingaokurs langt fram yfir þarfir eða sanngirni og er þar risin alda, sem er alveg gagnstæð hinni upprunalegu íslendingadags hugsjón og hefði aldrei getað átt sér stað, eða þroskast undir leiðsögn Einars H. Kvaran, Jóns Bjarnasonar og Jóns Ólafssonar. Eg er ekki að segja, að það sé með öllu óþolandi, að skemtiskrá ís- lendingadagsins flytji nokkrar auglýs- ingar. Eg er aðeins að benda á, að það sé gagnstætt öllum helgustu hugsjón- um þess dags, að hann sé gerður að f jár- plógsatriði, og það er líka lítilsvirðing fyrir íslendinga sjálfa að leita til annara með það, sem þeir eiga, og geta sjálfir staðið straum af. í sambandi við íslendingadagshald Vestur-íslendinga nú í sumar, er eitt atriði, sem ekki aðeins er vert að benda á, heldur líka bráðnauðsynlegt að bæta úr, og það er dagurinn, sem minning- arnar hafa verið haldnar á. í svipinn man eg eftir 9 íslendinga- dögum, sem haldnir hafa verið hér vestra í sumar og þeir hafa verið haldnir á 5 mismunandi dögum. Menn hugsa ef til vill, að það saki ekki, þó seglum sé hagað eftir vindi í þessu efni, og þessar minningar haldnar þegar gott þykir, en það er engan veg- inn svo. Velsæmi okkar sjálfra krefst að við lögum þetta, því að halda því á- fram eykur ekki aðeins dreyfinguna á meðal okkar, heldur gefur það framferði þá undramynd af hugsunum og athöfn- um Vestur-íslendinga, sem meðborg- arar okkar fá með engu móti skilið. J. J. B. George Bernard Shaw Hann varð níræður 26. júlí s.l. og er ern, frískur, frár á fætu, og segist vera fluggáfaður nú sem fyr. Æfisaga þessa einkennilega manns er eftirtektaverð og einkennileg. Hann var fæddur í Dublin á írlandi 26. júlí 1856; var alinn upp í fátækt og alls- leysi. Fer til Lundúna 1876 — 20 ára að aldri til þess, segir George Bernard Shaw, að fá áheyrn. Hann er svo sem ekki í neinum efa um, að hann hafi eitt- hvað það að segja, sem sé þess vert að á það sé hlustað. Menn á írlandi kunnu ekki að meta vitsmuni hans, skildu ekki gáfur hans, svo hann fór til Lundúna. Það var ýmislegt við Bernard Shaw, sem vakti eftirtekt manna á honum í þá tíð. Hann var hár vexti, flugsnar í hreyfing- um, með rautt hár, augabrýr, sem slúttu fram yfir eldsnör augu. En það dugði ekki, Englendingar vildu hvorki sjá hann eða hlusta á hann. Á níu fyrstu árum sínum í Lundúnaborg vann hann sér aðeins inn nokkur sterlingspund. Hann segir: “Eg skrifaði stöðugt 9 blöð á dag beggja megin, og varð maður á kostnað móður minnar. í stað þess að gjörast þræll.” Hann byrjaði á að rita skáldsögur, en það tókst ekki fyrst í stað. Hann skrif- aði ritdóma og blöðin vildu ekki taka þá. Hann skrifaði greinar um almenn mál, og enginn tók eftir þeim. Það tók George Bernard Shaw 40 ár í Lundúnaborg, til þess að vekja eftirtekt á sér. “Til þess að vekja eftirtekt á mér,” segir hann, “þurfti eg að leggja mig í líma til þess að velja umtalsefni, og þegar eg var á- kveðinn í hvað segja skyldi, segja það þá, af eins mikilli léttúð og eg gat,” og enn segir hann um sjálfan sig á þeim árum: “Eg var út úr mannfélaginu, út úr pólitík, tók engan þátt í leikjum, til- heyrði engum kristilegum félagsskap; var einstæðingur í orðs þess fyllsta skilningi.” En þó Shaw væri þannig utan við allan mannlegan félagsskap með hugsanir sínar, þá lét hann samt aldrei bugast, en hélt uppi látlausri sókn á hendur deyfðar og afskiftaleysis manna. Hann valdi sér hin einkenni- legustu umtalsefni — umtalsefni, sem oftast komu í beina mótsögn við almenn ings álit og almenna stefnu f málum manna, en hann hafði ávalt eit.thvað að segja, sem knúði fólk til eftirtektar. Hann vatt sér út í sósíalismann með áræðisfullri beiskju og fletti ofan af ó- rétti þeim og andstygð, sem hann sagði að auðvaldið hefði neytt upp á verkalýð- inn, en kom aldrei sjálfur nærri verka- fólki eða verkamannafélagsskap. Árið 1898 skrifar hann: “í tíu síðast- liðin ár hefi eg með meira afli en áðm\ eru dæmi til, verið að reyna að koma fólki í skilning um, að eg sé óvanalega skemtilegur, gáfaður og glæsilegur maður, sem Englendingar viðurkenna nú alment og verður aldrei af mér tekið. Mig getur máske dottað, það geta komið á mig elliglöp, þeir geta helt yfir mig brennandi orðaflóði, hugsanir mínar geta orðið flatar og rírar, eg get orðið að skotmarki allra frumlegustu og gáf- uðustu æskumanna þjóðarinnar, en mannorð mitt skal héðan af ekki hagg- ast. Eg bygði það, eins og Shakespeare, ^ á marg endurteknum dogmatiskum' Merkisafmæli íslenzkra bindindissamtaka EFTIR: prófessor Richard Beck einkum verið fimmþætt: 1. Útbreiðslustarf um bind- indi og fræðsla. Stórstúkan hef- ir stjórnað að langmestu leyti bindindisútbreiðsunni í landinu. 2. Blaða- og bókaútgáfa. Stór- stúkan hefir gefið út blöð og tímarit til þess að vekja áhuga landsmanna á bindindismálinu og fræða þá um það. Að sumu leyti hafa rit þessi verið tengi- liður stúknanna í landinu. Margt bæklinga og dálítið af bókum hefir Stórstúkan gefið út í því skyni að fræða og vekja áhuga um bindindi og bann. 3. Stjórn og leiðbeiningar. Það er ekki veigaminnsti þátt- urinn í starfi Stórstúkunnar, að leiðbeína undirstúkum og deild- um á öðrum stigum, að stjórna þeim og tryggja samband þeirra og starf allt inn á við. Einnig hefir stórstúkan styrkt margar stúkur til húsagerðar. Templ- arahúsin, einkunj fyrr á tíð, leystu húsnæðisvandræði þjóð- arinnar til samkomu- og skóla- halds. 4. Starf út á víð, einkum með því að hafa áhrif á löggjafar- valdið og framkvæmdarvaldið til tryggingar löggjöf. er rýma megi burtu áfengisnautn í land- inu, og til rækilegs eftirlits með slíkri löggjöf. Stórstúkan hefir rækt þetta starf, sem að lang- mestu leyti veit út á við, af mikl- um áhuga pg dugnaði. 5. Kynningarstörf út á við. Stórstúkan hefir haft mikii mök við Hástúkuna á hverjum tíma, einnig við margskonar bindind- is- og bannfélagsskap víða er- lendis. Hefir stórstúkan sent fulltrúa utan iðulega, ekki ein- ungis á Hástúkuþing, heldur og á hin norrænu bindindisþing og alþjóðaþing um bindindismál. Með þessu móti hefir stórstúk- an kynnt land og þjóð víða um heim, bæði beinlínis með send- ingu fulltrúa á þing og með bréfaskriftum við deildir regl- unnar um víða veröld.” Gefur þetta gagnorða yfirlit góða hugmynd um það, hve víð- feðmt og margþætt starf stór- stúkunnar hefir verið á um- ræddu tímabili, og hefir fjöldi ágætra og áhugasamra manna og kvenna lagt þar hönd á plóg, af ást á göfugu málefni og ást til lands síns og þjóðar. Marghátt- aðan og góðan árangur hefir sú viðleitni einnig borið, svo að sízt er það ofmælt, er Brynleifur menntaskólakennari segir í grein- arlok: “Eg held að óhætt megi segja, að Stórstúka Islands hafi ekki dregið af sér í baráttunni við á- fengisbölið á síðastliðnum 60 árum. Hún hefir átt við að stríða tortryggni, einkum fram- an af, andúð margra fyrr og síð- ar og alla tíð mikla tregðu af hálfu landsmanna, og hefir þó Stórstúkunni hér orðið meira á- gengt með þjóðinni en systur- deildum hennar með öðrum þjóðum, þegar miðað er við mannfjölda og efnahag. Aldarandinn og tízkan á sex- tugsafmæli Stórstúkunnar eru mjög í andstæðu við stefnu henn- ar og hugsjónir. Fyrir því hafa verkefnin sjaldan verið stærri og víðtækari en nú, sem stór- stúkan á óleyst. Við vonum, að Stórstúkunni megi takast að marka rétta stefnu í málum Reglunnar á þessum tímamótum.” Pétur Sigurðsson minnist einn- ig 60 ára afmælis Stórstúkunnar í hreimmiklu og markvissu kvæði, og fara nokkur erindi þess hér á eftir: Þú sóttir fram gegn ógn og eymd, því öllu verst, sem er til. Yfirstandandi ár markar tvenn merk tímamót í sögu íslenzkra bindindissamtáka. Unglingaregl- an á Islandi og Stórstúka íslands hafa báðar nýlega átt 60 ára af- mæli, en þær eiga sér að baki margþætta og blessunarríka starfsemi í þjóðar þágu. Var 60 ára afmæiis Unglinga- reglunnar og barnastúkunnar Æskunnar nr. 1 minnst með virð- uilegum afmælisfagnaði dagana 9. og 12. maí síðastliðinn, er ung- templarar í ReykjaVík stóðu að; seinni daginn minntust barna- stúkurnar víðsvegar á landinu einnig afmælisins með ýmsum hætti. SextíU ára afmæli stórstúku Islands var 24. júní síðastlið- inn, og var þeirra sögulegu tím- amóta í starfi þeirrar þjóðþrifa- stofnunar minnst með sæm- andi hátíðahöldum í sambandi við ársþing hennar, sem háð var í Reykjavík 5.-9 júlí. Júní-júlí hefti mánaðarritsins “Einingarinnar,” sem er sam- eiginlegt málgagn Stórstúku ís- lands, íþróttasam'bands I^lands, Ungmennafélaga Islands og Sam- bands bindindisfélaga í skólum, er, eins og vera ber, sérstaklega helgað fyrrnefndum afmælum í sögu íslenzkrar bindindisstarf- semi. Ritstjóri þessa þarfa og vandaða rits er Pétur Sigurðs- son kennimaður, sem dvaldi all lengi hér vestan hafs og er síðan mörgum hérlendLs að góðu kunn- ur, eldheitur 'hugsjónamaður og bindindisfrömuður, hreinsíkilinn og djarfyrtur hver sem í hlut á, eins og ritstjómargrein hans í þessu hefti, um áfengisnautn og æðstu menntastofnanir lands- íns, ber ótvírætt vitni. Allítarlega og fróð'ega grein um Stórstúkuna sextuga ritar Brynleifur Tóbíasson, mennta- skólakennari og fyrrv. Stór- templar, en hann er þeim mál- um gagnkunnugur fyrir langa og víðtæka þátttöku sína í bind- indisstarfinu og vegna þess, að hann gaf út fyrir nokkrum árum efnismikið yfirlitsrit um sögu Góðtemplarareglunnar á íslandi. Grein sinni um afmæli stórstúk- unnar lýkur Brynleifur yfihkenn- ari á þessa leið: “Starf stórstúkunnar á þeim 60 árum, sem liðin eru frá því, er hún tók til að starfa, hefir grundvelli. Hér kemur fram enn ein andstæðan í lífi G. B. Shaw; hann segist byggja mannorð sitt á dogmatiskum grundvelli, og í því efni er hann sjálfum sér samkvæmur í leikrit- um sínum: “Widower’e House,” “Mrs. Warren’s profession,” “Armes and the Man og Candita.” En allsstaðar annarsstaðar er “hann eins andvígur dogma- tískum kenningum og hugs- un eins og einum manni er unt að vera. Nú lítur George Bernard Shaw yfir liðin 90 ár, ern í anda, eldf jörugur á fæti, sí- vinnandi, eins og þegar að hann stóð upp á sitt bezta. Á honum er enginn bilbug- ur. Ellin ræður ekki við hann. Engin athafnabreyt- ing frá fyrri tíð, nema hann er nú farinn að fá sér dúr um miðjan daginn og at- hugar langa söguríka og í mörgum tilfellum alveg einstaka æfitíð, og hann og aðrir spyrja: Hvað hefir unnist? Og hann svarar því sjálfur: “Eg hefi ekki haft nein varanleg áhrif, sökum þess, að það hefir enginn trúað því, sem eg hefi verið að segja.” og margan sælan sigur vannst um sextíu ára tímabil. Að brjóta niður vanans vald, frá villimenns'ku hefja lýð, þú seint og snemma hefir háð þitt heilagt, göfugt frelsisstríð. Sem júnídagur heiður, hreinn, þín hugsjón var, svo björt og stór, að orðstír þinn og ágætt nafn um allar byggðir landsins fór, er fjötruð, kreppt og kúguð þjóð við kjör hin verstu afrækt bjó, en drykkjuskapar öldin ill þó allra þyngstu höggin sló. Þitt sextíu ára sóknarstríð, er saga bæði löng og merk. Þú oft fékkst beygt hið illa vald, og unnið mikið kraftaverk. Hið mikla starf nú þalkkar þjóð, og þennan fagra júnídag, hún óskar heitt að auðnist þér, að efla frið og bræðralag. Samþykktir þær, sem Stór- stúkan gerði á nýafstöðnu af- mælisþingi sínu, bera því einnig vitni, að hvorki er þar slegið af hugsjónum né viðleitni að settu marki, enda á hún nú, sem fyrri, ágætum starfskröftum á að skipa. Núverandi Stórtemplar er séra Kristinn Stefánsson, frí- kirkjuprestur í Hafnarfirði, en fyrrv. Stórtemplar Friðrik Ás- mundsson Brekkan rithöfundur. Um önnur embætti í fram- kvæmdarnefndinni má og með sanni segja, að þar er hvert rúm vel skipað. Eigi verður afmæli unglinga- reglunnar og barnastúkunnar Æskunnar heldur útundan í um- ræddu “Einingar” hefti. Ingi- mar Jóihannesson kennari lýsir afmælisfagnaðinum í tilefni af nefndu afmæli í kjarnorðri grein, en sjálfur átti hiann, eins og rit- stjóri bendir á í viðbótar frá- sögn, rnikinn þátt í þeim hátíða- höldum. Markmiði og gildi ung- mennastarfsins er vel lýst og réttilega í þessum niðurlagsorð- um Ingimars kennara: “Unglingareglan gefur börn- unum fjölmörg tækifæri til sam- vinnu og margvíslegra felags- starfa, sem auka dáð þeirra og drengskap, siðgæði og mannkær- leika. í sextíu ár hefir hún unn- ið að hugsjónum sínum, meðal íslenzkra ungmenna, við vaxandi álit og styrk. Það hlýtur að vera ósk allra góðra manraa, nú á þessum tímamótum, að hún megi enn vaxa að afli og áhrifum til heilla landi og lýð. Aldrei hefir þörfin verið meiri en nú.” Þá er einnig í ritinu hlýlegt og efnisþrungið afmæliskvæði til barnaStúkunnar Æskunnfir, eft- ir Árna Óla blaðamann og fyrrv. stórkanzlar, og eru þessi upþhafs og lokaerindin: Um allar heimsins álfur og lönd er upp kveðinn Stóridómur. Sú kynslóð, sem ríkti og reyrði í bönd, ’ sem rekald velkist að Furðu- strönd, “ó, æska, réttu oss örvandi hönd!” er alþjóða bænarrómur. Því er hennar köllun æðst og • mest, alheims framtíðarsaga. Ljósið er fegurst þar sól ei sezt. Nú er sumar að 'koma! Allra bezt í Æskunnar barna augum sést árblik komandi daga. Hér hefir verið sérstaklega dvalið við þær greinar “Einingar- innar” og kvæði, sem tengt er tímamótunum merku í sögu ís- lenzkra ibindindissamtaka, en þar er margt fleira góðra greina og tímabærra. Eiga ritstjórinn og þeir aðrir, sem að ritinu standa, þakkir skilið fyrir það, hve vel það nær tilgangi sínum og er jafnframt vandað að ytra bún- ingi. Sæmir sérstaklega að geta þess, að á forsíðu heftisins að þessu sinni er ágæt mynd af nýju, auðsjáanlega stórbrotnu og skáldlegu, listaverki eftir Einar Jónsson myndhöggvara, sem nefnist “Lausn,” og er áreið- (Frh. á bls. 5)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.