Lögberg - 22.08.1946, Page 5
5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. ÁGÚST, 1946
k) ÁtiLGAMÁl LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Mjólkur sósa —
Ef jþú kant vel að búa til ein-
falda mjólkursósu, er auðvelt að
breyta henni á margan 'hátt með
því að bæta mismunandi efnum
í hana, með margvíslegum rétt-
um, eftir því hvaða ef’num er
bætt í hana.
Mjólkursósa er búin til þannig:
Smjör eða önnur feiti, 3 mat-
skeiðar; hveiti, 3 matskeiðar;
salt, 1 teskeið; mjólk, 2 bollar.
Bræddu fituna við vægan hita;
bættu í hveitinu, saltinu og pip-
arnum. Hrærðu vel.
Taktu ílátið af hitanum og heltu
hægt í mjólkinni og hrærðu.
Láttu nú sósuna sjóða og hrærðu
stöðugt þar til sósan er þykknuð.
Til þess að flýta fyrir, má hita
mjólkina í öðru íláti. Mældu
hveitið á undan fitunni svo þú
þurfir ekki að þvo skeiðarnar
tvisvar.
Mustard sósa —
Bættu IVi matsfceið af þurru
mustard við hveitið í mjólkur-
sósunni. Þessi sósa er góð með
soðnu nautakjöti, svínsfleski,
harðsoðnum eggjum, grænum
baunum og káli.
Paprika sósa —
Bættu 1% teskeið af paprika
við ihveitið í mjólkursósunni.
Þessi sósa fer vel með fiski bæði
gufusoðnum og bökuðum, einnig
með grænum lima baunum og
káli.
Curry sósa —
Bættu % teskeið af curry
■dufti við hveitið. Þessi sósa er
góð með harðsoðnum eggjum,
shrimp, kindakjöti og hænsna-
kjöti.
Parsley sósa —
Hrærðu hálfum bolla af niður-
skornu parsley út í mjólkursós-
una. Ágæt sósa með soðnum og
steiktum fiski, kjöthleifum gul-
rótum, káli og kartöflum.
Pea sósa —
Hrærðu einum bolla af soðn-
um ertum úti í 'mjólkursósuna.
Góð með fiski og kjöt loaves.
Ost sósa —
Hrærðu 2 bollum af muldum
ost og V2 teskeið af Worcester-
shire sósu út í mjólkursósuna.
Sjóddu sósuna við vægan hita
og hrærðu stöðugt í henni, þar
til osturinn leysist upp. Þetta
or ágæt og saðsöm sósa með
macaroni, kartöflum, hrísgrjón-
um, eggjum og tomatoes.
Horse-Radish sósa —
Hrærðu tvo-þriðju úr bolla af
tilreiddu horse-radish, ásamt 1.
teskeið lemon safa út í mjólkur-
sósuna. Góð með soðnu kjöti,
fleski og grænum baunum.
Pimiento sósa —
hrærðu V\ bolla af fínlega muldu
pimiento út í mjólkur-
sósuna. Þessi sósa er ágæt með
hænsafcjöti, fiski eða kjöt loaves,
hrísgrjónum, grænum baunum,
og káli.
-f -f 4
Frá bœjardyrum karlmannsins:
KONAN OG
HEIMSMENNINGIN
(Lauslega þýtt úr ensku
kvennablaði)
Eg þelkki unga sveithstúlku.
Hún vinnur ásamt nokkrum
öðrum stúlkum á bóndahæ. Hús-
bóndinn er roskinn, harðsvírað-
ur piparsveinn. Skemmtilegur
er hann á sína vísu. Hefir hann
þá bjargföstu trú, að konan sé
á réttri hillu sem móðir og hús-
móðir, en karlmaðurinn sé “herra
sköpun.arverksins.” Einn af
gamla skólanum!
Kvöld eitt sátu þau og spjöll-
uðu saman að kvöldverði lokn-
um. Byrjaði þá gamli maðurinn
að þrátta við þær um uppáhalds-
deiluefni sitt: “Hvern skerf haf-
ið þið konur lagt til heimsmenn-
ingarinnar? Sumar ykkar hafa
reynzt fyrirmyndar húsmæður
og — mjólfcurbústýrur,” bætti
hann brosandi við. “En auðveld-
ara mundi að telja þær konur,
er markað hafa spor á sviði
menningarinnar en hóp kinda.
Heimspekingar, stjórnmálamenn,
iandfcönnuðir, verzlunarmenn,,
vísindamenn — allt karlar því
nær undantekningarlaust! —
Menning vor er sköpuð af karl-
manninum. Okkur getið þið
þakkað þá veröld, er þið lifið nú
í.”
Vinstúlku minni varð svara-
fátt. En margt gæti hún hafa
sagt. Hún gæti til dæmis hafa
sagt, að þessi heimsmenning
karlmannsins hefði varla verið
þess verð að lofsvngja hana í lok
ársins 1944. Hún gæti hafa sagt,
að heimsmenning vor væri nú
öll önnur, ef konan hefði, í stað
karlmannsins, haft yfirhöndina
í sköpun hennar. En hið raun-
verulega svar myndi þó verða
öllu djúptækara.
í rauninni er það rangt að tala
um menningu karls og konu sem
tvennt ólíkt, því að “maður og
kona eru eitt,” stendur þar. Það
er því jafn fjarstætt að aðskilja
áhrif karls og konu í sköpun
jarðlífsins og áhrif hjarta og
heila á starfsemi líkamans. Eg
tek þetta dæmi vegna þess, að
það er a.m.k. að nokkru leyti
rétt, að karlmaðurinn samsvarar
heilanum, en konan hjartanu í
veröld vorri. Hann er hugsuður-
inn, en hún ræður tilfinningun-
um í vél þeirri, er heiminum
stjórnar.
Það er að vísu rétt, að konan
hefir þar til nú fyrir stuttu verið
lítt áberandi í heiminum. En það
hefir hvorki fjarlægt hana né
tekið burt hennar skerf af sköp-
un veraldarinnar.
Bóndanum ætti að vera slíkt
kunnugt bezt allra manna. Þýð-
ingarmestu kostir jarðar hans
eru fólgnir í jarðveginum sjálf-
um. Uppskera hans er ekki ein-
göngu háð plægingu, herfingu
og sáningu eða sól, regni og vindi,
heldur og jarðveginum sjálfum
og lífinu í honum. Sól og regn
koma að ofan, en lífsandinn leit-
ar upp á við, upp úr jörðinni.
Þannig þarf sú staðreynd, að
konan hefir verið í skugganum
og borizt lítt á í daglegu lífi,
ekki að vera sönnun þess að hún
hafi ekki átt þar sinn þátt. Hún
er ímynd jarðvegsins, og hefði
hún ekki reynzt góður jarðveg-
ur, yæri heimurinn löngu kom-
inn til grunna.
Nægilegt er að minnast þeirra
áhrifa, sem mæður hafa á börn
sín. Því nær hver maður, er
getið ihefir sér frægð í sögu mann-
kynsins, ihefir haft konu sér við
hlið. Eg lít ékki á þetta frá
“rómantísku” sjónarmiði, þ.e. að
konan sé ástmey eða eiginkona,
heldur konan, sem styður hann
og styrkir og er um leið upp-
spretta beztu hugmynda hans.
Hann er raunsæismaðurinn.
Hann er önnum fcafinn við hina
tæfcnislegu heimsbyggingu, hún
“TIVOLI” OPNAÐ
I fyrradag var skemmtistaður-
inn “Tivoli” opnaður hér í Reykj-
avífc að viðstöddum allmörgum
gestum. Skemmtanir þær, sem
mönnum gefst þarna fcostur á,
eru að mestu mjög nýstárlegar
fyrir Islendinga, því þarna eru
ýms skemmtitæki, sem til þessa
hafa ekki þefckst hér á landi.
Sigurgeir Sigurjónsson, lög-
fræðingur, formaður “Tivoli h.f.
skýrði frá því að bálft annað ár
sé síðan undirbúningur hafi ver-
ið hafinn að byggingu þessa
skemmtistaðar. Svæc^ið sem
“Tivoli” er á, er um 2. ha. að
stærð. Þarna hefir verið komið
fyrir bílabraut með 20 bílum,
hringekju, eða áttfætling, “Par-
ísarhjóli,” danspalli, sem mun
vera sá stærsti, sem nú er til hér
á landinu. Þá er þar og skáli, þar
sem í eru yms áhöld til dægra-
styttingar. Er skáli þessi aðeins
til ibráðabirgða, en ætlunin er að
þarna verði reist myndarlegt
veitingahús. — Framkvæmdar-
stjóri “Tivoli” verður Stefán
Bjarnason.
Vegir hafa verið lagðir um
svæðið og hér og þar eru smá-
hús, þar sem selt er sælgæti, gos-
dryfckir o. fl. I skála þeim, er
áður getur, er radió-hús, þaðan
sem útvarpað er um allt svæðið.
Hátalarar eru þar á 10 ,stöðum.
Aðgangur að “Tivoli” kostar
3 krónur fyrir fullorðna, eldri
en 12 ára, 1 króna fyrir börn
5—12 ára, en efckert fvrir yngri
börn. Auk þess borga menn svo
fyrir skemmtiatriðin, sem þeir
velja sér.
Tíminn, 11. júlí.
heldur við lífsneistanum.
Ekki má líta á þetta sem sam-
band einstakra manna og kvenna,
heldur sem samband manns og
konu yfirleitt, allt frá upphafi
vega, jafnt hjá háum sem lág-
um. Konan er vörður og vernd-
ari tryggðarinnar, hugsjónanna
og heitra tilfinninga í heimi vor-
um. Og hafi eitthvað farið öðru
vísi en skyldi, eins og nú viðist
vera, er það því að kenna, að
maðurinn hefir ekki hlýtt með
nægilegri athygli á það, sem
konan hefir sagt honum. Heil-
inn hefir skellt skolleyrunum
við hjartanu, ef svo má að orði
kveða.
Dagar þeir, sem nú fara í
hönd, eru slíkir, að þeir opna
augu vor fyrir sannleiksgildi
þessarar staðhæfingar. I seinni
tíð hefir yfckur konunum hlotn-
ast meiri virðing, meira frelsi og
meiri áhrif í heiminum. Hér
býðst ykkur tækifæri frá hendi
heimsins sjálfs. Það eruð þið,
öllum öðrum fremur, sem getið
gert ‘hann að betri heimi, svo
framarlega sem þið haldið áfram
að vera konur í orðsins fyllstu
merkingu. Eg hirði ekki um
hversu gáfaðar, starfsamar og
vísindalegar þið kunnið að verða,
svo framarlega sem þið haldið
hinum kvenlegu eiginleikum
yfckar.
Varðveitið hugsjónir ykkar,
tryggð og tilfinninganæmi! Til
þess komuð þið skapaðar í konu-
líki.
— Tíminn.
FRÉTTIR
(Frh. af bls. 1)
gjörn. Hann sagði og að þjóð
sín væri ákveðin í að borga fyr-
ir yfirsjón sína og byggja á nýj-
um igrundvelli framtíðar vel-
ferð þjóðar sinnar.
Undirtektir undir mál Tatar-
escu voru alvarlegar og þungar,
hjá öllum nema Tékkó-Slövum
og Molotoff, sem fylgdu máli
Tatarescu sem einn maður og
kröfum hans, sem þótti stynga
mjög í stúf við framkomu þeirra
gagnvart óskum ítalíu manna.
Fleiri málsvarar hinna sak-
feldu þjóða töluðu ekki í vik-
unni sem leið, opiniberlega, en
Janos Gyongyesi utanríkisráð-
herra Ungverja lét svo um mælt
við fréttaritara í París: “Ef sam-
bandsþjóðirnar ekki draga úr
kröfum sínum á hendur Ung-
verjum, þá eru tvær kynslóðir
þeirra dæmdar til þrældóms, og
jafnvel þá yrði Ungverjum það
urn megn að fullnægja kröfum
þeirra eins og þær eru framsett-
ar í fniðarsamnings uppkastinu.”
“Ofckar lífsframfærsla er nú
á lægra stigi en lífsframfærsla
fólks í Austurríki og á Þýzka-
landi, og lengra getum við
naumast farið í þá átt,” sagði
hann.
Hnn benti og á að í ársreikn-
ingum þjóðar sinnar væru 420,-
000,000 florins — $21,000,000 sett-
ir til síðu til endurreisnar heima
fyriir, og “er sú hæsta upphæð
sem við getum af hendi látið. En
ihún hrekkur naumast til að
borga Rússum þeirra árlegu
skaðabætur, og þá uppliæð verð-
um við að borga, því hún var
fastákveðin í vopnahlés samn-
ingunum við Rússa.”
Gyongyosi sagði að skaðabóta
fcriöfurnar á hendur Ungverjum
næmu $6,000,000,000.00. “Það
ætti að vera ljóst,” sagði hann,
“að það er óhugsanlegt fyrir
Ungverja að geta borgað þá upp-
hæð.” Og hann bææi við: “Svo
skuldunum við Vestrænu þjóð-
unum $500,000.000.00 þar fyrir
utan.”
Mr. Gyongyosi benti á með
beiskjufullum orðum, að með-
ferðin á 650,000 Ungverjum sem
voru í Tékkoslóvakíu væri ekk-
ert betri en meðferðin á Gyð-
ingum.
“Þeir lifa í sífeldum ótta; þeir
eru án þegnréttinda og mann-
félagslegs réttar. Þeir hafa ekki
rétt til algengrar atvinnu, ekki
rétt á að tala sitt eigið mál, og
þeim er bönnuð afnot af Radio
og talsíma,” sagði hann.
FRELSIÐ OG
HJÓNABANDIÐ
Það er ekki gaman að þeim
guðspjöllum, þegar frelsið og
hjónaíbandið verða hvort í ann-
ars vegi, eins og nú á sér stað
víða, en efcki sízt á ítalíu, því
þar er tekið harðara á lausung
hjónabandsins en víðast hvar
annarisstaðar í heiminum. Við
þessi ikjör una þær persónur,
sem dauðþreyttar eru orðnar á
mökum sínum, afar illa, og til
þess að reyna að bæta úr þessu
afturhaldi á Italíu, þar sem aftur-
'hald kaþólskunnar er orðið lítt
bærilegt í þeim efnum, tók lög-
fræðingur einn sig til, sem konu-
laus var, og rak iðn sína í ó-
þokkahverfi einu í Napel, og
myndaði félag, sem þegar hefir
náð mikilli útbreiðslu, til þess
að kriefjast réttarbóta af ríki og
kirkju í þessu efni, og ekki að-
eins að kref jast réttarbótar, held-
ur til að semja hjónaskilnaðar
lög handa ítalska lýðveldinu
nýja. Þessar athafnir Signor
Lancales, svo heitir þessi lög-
fræðingur, sem hér um ræðir,
hafa vakið styr mikinn á ítalíu,
prestar og ritstjórar hafa lagt
sitt til málanna, götu-auglýsing-
ár verið settar upp um málið og
jafnvel óflog á götum úti átt sér
stað. Hið kristilega heimilis-
verndarfélag þar í landi festi upp
auglýsingaspjöld, sem á var rit-
að: “Varið yður á þeim, sem
rjúfa heimilis-helgina — Niður
með hjónaskilnaðar farganið.”
Reta Montagnana, kona Palmiro
Togliatte, leiðtoga kommúnista-
flökksins sagði: “Flestar konur,
sérstaklega alþýðumanna konur
eru hjónaskilnaði mótfallnar.”
Rússa sagði hún leggja alla á-
h'erzlu á festu heimilisins. “Hví
skyldum við kommúnistarnir,
sem lýðveldisfyrirkomulagi unn-
um, styðja þessa ihjónaskilnaðar
'kröfu minnihlutans?”
4-4-4
JÚGÓ-SLAVÍA
Um kvörtun orðhvassa hefir
u'tanríkisritari Júgóslavíu sent
Bandaríkjastjórn og stjórn Breta
yfir því, að ihermenn þeirra þjóða
í vesturhluta Venezia-héraðsins
þar sem þeir Ihafa eftirlit, haldi
taum Nazista á móti Tító-mönn-
um. Kvartar utanríkisritarinn
ýfir því, að þetta sé 12. umkvört-
unin, sem hann hafi sent síðan í
marz s.l., og engri þeirra hafi
verið svarað.
í þessari síðustu umkvöntun er
tekið fram að júgóslavneskir
þegnan njóti ekki neinnar vernd-
ar jí eftirlitsumdæmi ofan-
greindra hermanna gegn of-
stækisfullum árásum, því það sé
orðinn siður hermannanna, að
veita Nazistunum lið, eða þegar
bezt láti, að skifta sér ekki af
yfirgangi þeirra og ruddaskap.
Enn fremur ihefir Júgóslavíu-
stjórnin fcrafist þess að brezk og
bandarísk yfirvöld á þessu svæði
léti lausa við ríkisvaldið á annað
hundrað menn, sem sekir gjörð-
ust á stríðsárunflm og Tít-»»mar-
skálkur og stjórn hans vill ná í
til dóms og dauða.
444
JOHN L. LEWIS
í CALGARY
Rétt fyrir skömmu síðan kom
maður mikill vexti á bifreið
sinni til Cargary. Hann tók sér
gistingu á Palliser hótelinu og
var fljótlega í samræðum við
embættismenn 18. deildar náma
venkamanna Ameríku. Þeir
sýndu þessum gesti virðingu
'mifcla, fóru með hann til Banff;
Igáfu honum mynd af Eisenhow-
| er f jalli og sögðu að tryggð með-
lima deildar sinnar í Kanada,
stæði eins föstum fótum og fjall-
ið Eisenhauer.
Gesturinn, sem var hinn þjóð-
kunni John L. Lewis, sagði
deildarmönnunum á fundi í Cal-
gary: “Kaupgjald ykkar er ekki
eins og það á að vera.”
“Eini munurinn á þræl og
frjálsum manni er, að sá síðar-
nefndi hefir rétt til að neita að
vinna.”
“Þeir menn sem með léttúð
tala um það tiltæki Bandaríkj-
alþingsins, að banna verkföll með
lögum, fyrir þá sök að verkfalls-
menn gjöra almenningi ónáð
með því, taka það ekki með í
reikninginn að til 'þess verður
að breyta stjórnarfyrirkomulagi
Bandaríkjanna.”
“Traustur hjálpar sjóður er
verkamanna félögunum þörf
eign.”
Kolanáma verkamenn í Al-
berta, sem eru 6,000 að tölu, fá
nú $7.55 í kaup á dag. I vinnu-
samningi þeim sem þeir hafa við
námaeigendurna er tekið fram
að hefja megi umtal og nýja
kaupsamninga hvenær sem vera
vill.
Er nú hafinn undirbúnmgur
undir nýtt kaupgjaldsstríð, sem
vefcjandi ráust meistarans á upp-
tökin að.
Merkisafmæli íslenzkra
bindindissamtaka
(Frh. af bls. 4)
anlega, eins og segir í smágrein
með mynd þess, ‘“ein perlan til
viðbótar í því listaverkasafni,
sem mun verða þjóðinni því dýr-
mætara, sem hún nær meiri ,and-
legum þroska og hærra menn-
ingarstigi.”
Að málslokum vil eg svo votta
Unglingareglunni á íslandi og
Stórstúku íslands þakfcir fyrir
ágætt og mikilvægt vakningar-
og menningarstarf á liðnum sex-
tíu árum, óslka þeim til ham-
ingju með afmælin og framhald-
andi öflugs þjóðþrifastarfs í nú-
tíð og framtíð. Veit eg einnig, að
aðrir íslenzkir Góðtemplarar og
bindindisvinir vestan hafs taka
heilum huga undir þær þakkir
og óskir.
The Swon Manufacturing
Company
Manufacturers of
SWAN WEATHER STRIP
Halldor Methusalems Swan
Eigandi
281 James St. Phone 22 641
PERTH’S ANNUAL
FUR EVENT
Beautiful Coats
in 1947 Styles
Tremendous Savings !
FREE STORAGE
UNTIL REQUIRED !
VISIT
Perth’s
Master Furriers
486 Portage Avenue
Vernd á augnabliki fyrir þá
sem talsíma hafa.
Hann er bezta tryggingin þegar skyndilega kviknar
í húsum ykkar, eins ef snögg veikindi ber að. eða
eitthvað gengur úr lagi, þá getur þú náð í hjálp á
augnablikinu — i gegnum talsímann.
Líttu því vel eftir talsíman-
jm þínum. HANN ER ÞINN
BESTI VERNDARENGILL
OG FJQLSKYLDUNNAR.