Lögberg - 22.08.1946, Page 6
G
Margrét Werner
Beatrice fanst það svo indælt að
vera dáð og tilbeðin á svo hrífandi hátt.
Nú fann hún ekki lengur til einangrun-
ar. Hún beið óþreyjufull hvers morguns
eftir að sjá Alfred og hlusta á tal hans,
sem var henni sem indæl músík. Hún
var viss um að geta mætt honum á
hverjum degi, og hann þreyttist aldrei
á að dáðst að fegurð hennar og fríðleik.
Hann elskaði hana og sagði það á marg-
víslega mismunandi hátt. Henni varð
miklu kærara að sitja niður við strönd-
ina eða inni í skóginum, og hlusta á
hann, en að vera heima til lengdar, í fá-
sinninu. Enginn á heimilinu hafði minsta
grun um þá hættu, sem Beatrice var
að steypa sér í.
Þetta var einmitt sú ást sem móðir
hennar óttaðist svo mikið. Þetta var sú
ást, sem skáldin sungu um, og skáld-
sagna höfundarnir vegsömuðu og skrif-
uðu um. Þetta var æsandi og þægilegt,
en síðar er Beatrice fór að elska sjálf,
þá skildi hún að þetta var barnaleikur.
Það sem æsti mest tilfinningar henn-
ar var, að þessir samfundir voru leyni-
legir. Ef Alfred hefði fengið að koma
heim til hennar, hefði hún orðið leið á
honum undir eins, en það. að allt varð
að vera leynt varð svo ginnandi fyrir
hana. Það var eitthvað sem hún gat
dvalið við með hugsanir sínar. Á hverj-
um degi þurfti hún að taka langa göngu-
túra í eina eða aðra átt til að mæta Al-
fred Hankins. Kornið varð full þroskað
á akrinum, og blómin fölnuðu smátt og
smátt og dóu, og dóttir Ralphs Cuming
gekk óvarandi móti forlögum sínum.
18. Kafli
Loksins kom að því að þessi ástar-
draumur Alfred Hankins fór að bland-
ast kvíða. Það leið að því að hann varð
að fara burt, og fara með skipinu til
Kína, eftir nokkra daga. Hugsunin um
að hann yrði að skilja við þessa indælu
stúlku, sem hann elskaði af öllu hjarta,
særði hug hans, meir en hægt er að
lýsa. Honum fanst að hann væri nú
fyrst að lifa, er hann kyntist henni, og
hann fann til þess að lífið án hennar
yrði sér óbærileg þraut, og þung byrði
fyrir hann að bera. Hann spurði sig
hundrað sinnum: “Elskar hún mig?”
Hann vissi ekki hvað hann átti að halda
um það. Hann ákvað, að hann skyldi
fá að vita vissu sína um það. Hann
þorði ekki að horfast í augu við fram-
tíðina, ef hann skyldi missa af henni.
Burtfarardagurinn færðist nær og
nær. Dagurinn er skipið átti að fara
var ákveðinn, og hann hafði ekki feng-
ið neitt loforð hjá Beatrice. _
Einn morgun mætti hann henni hjá
klyfinu, þar sem gatan lá í gegn frá eng-
inu inn í fegursta blettinn í landareign-
inni. Þar var allt þakið viltum blómum
af alslags tegundum. Hin voldugu álm-
tré sem stóðu í kringum þennan fagra
lund vörpuðu þægilegum skugga yfir
umhverfið.
“Hvað sólskinið er bjart!” sagði
hann; “það er eins og fuglarnir fari að
syngja og blómin opni sig, þegar þú
kemur út á morgnana, Miss Cuming.”
“Eg er ekki sólin þeirra,” svaraði
Beatrice og brosti.
“En þú ert sólin mín,” sagði hann, og
áður en hún hafði tíma til að svara,
féll hann á kné fyrir framan hana, tók
um hendur hennar og tjáði henni ást
sína, sem var alveg að brenna hann.
Það var ómögulegt að hlusta á slík
orð, án þess að komast við; þau voru
sönn, og svo vel sögð af djúpri tilfinn-
ingu. Hann sagði henni hve dimm fram-
tíð sín yrði án hennar og hve líf sitt
yrði vonlaust án hennar! En ef hún gæti
og vildi elskað sig, og að hann mætti
endurgjalda ást hennar í sama máta,
er hann kæmi aftur, þá skildi hann gera
hana hamingjusama sem drotningu.
Hann skyldi taka hana með sér til hinna
sólríku landa — skyldi sýna henni öll
þau undur og allt það fagra, sem hún
þráði svo mikið að sjá — skyldi kaupa
henni gimsteina og svo fína búninga,
sem fegurð hennar verðskuldaði —
skyldi vera auðsveipur þræll, ef hún
bara vildi elska hann.
Þetta var undur fagur og blíður morg-
un; engið var glitrandi, vermt af morg-
un sólinni. Beatrice leit í hans fríða
andlit, sem var nábleikt af kvíða fyrir
hverju hún mundi svara, og hún fann
lOGBERG, FIMTUDAGINN 22. ÁGÚST, 1946
að hann þrýsti vörunum að hendi sér,
og hún varð eins og utan við sig af slíkri
ást. Jú, þetta var ást sem hún hafði
lesið um, og hugsað um.
“Beatrice,” sagði hann, með skjálf-
andi róm, “segðu, að þú elskir mig —
segðu að eg geti komið aftur, og að þú
viljir verða konan mín. Allt líf þitt skal
þá verða heiður og fagur sumardagur.”
Orð hans tóku hana heljartaki. Með
öllum sínum gáfum, mentun og' stæri-
læti, fann hún að hún var veik og mátt-
vana frammi fyrir ást þessa sterka
manns. Næstum án þess að vita hvað
hún gerði, lagði hún hendi sína á höfuð
þessa krjúpandi manns.
Það var ekkert beint svar, en það
gerði hann rólegri. Hann faðmaði hana
að sér, án nokkrar mótstöðu frá henn-
ar hálfu. Hann kysti hennar blómlegu
varir og rjóðu kinnar. Beatrice sagði
ekki eitt einasta orð; hún var hálf hrædd
og viðkvæm, og næstum magnlaus fyrir
ást þessa fríða manns.
“Nú ert þú mín,” sagði hann, “mín
eigin; ekkert nema dauðinn skal að-
skilja okkur!”
“Sussu!” svaraði hún. og ótta kend
geðshræring greip hana. “Það er orð
sem eg get ekki þolað, Alfred; segðu
það ekki framar.”
“Eg skal ekki gera það,” svaraði
hann, og hræðslan hvarf úr huga henn-
ar. Hann var svo sæll — hann elskaði
hana svo innilega — hann var svo stolt-
ur af að hafa unnið hana. Hún hlustaði
á hann fleiri klukkutíma þennan morg-
un. Það var 15. júlí — hann bað hana
að minnast þessa dags. Eftir tvö ár
ætlaði hann að koma heim úr ferðinni,
og taka hana til sín, úr þessu einmana-
lega og rólega húsi, þar sem fegurð
hennar og yndi hafði hingað til eins og
verið grafið niður.
Það var þetta sem hafði hertekið
huga Beatrice. Xað var ekki svo mjög
ást á Alfred — þrátt'fyrir nð henni leizt
vel á hann. En smjaðrið. skjallið —
upplyftingin, hressingin, að mæta slík-
um manni; ást hans var orðin að nautn
fyrir hana. Þó, ef það hefði verið nokk-
ur annar vegur til að komast burt frá
þessu tilbreytingarleysi, sem hún hat-
aði svo mikið, þá hefði hún án tafar
tekið hann. Alfred var að því leyti kær-
astinn hennar, sem hann var mögueiki
ti að koma henni burt frá þessu breyt-
ingarausa og þreytandi lífi, sem með
hverjum deginum sem leið, varð henni
óþolanlegra.
Hún hlustaði, og gleði brosi brá yfir
andlit hennar er hann sagði henni, að
hann kæmi aftur eftir tvö ár og tæki
hana; hún hugsaði einungis um það æf-
intýralega í því; en hún hugsaði ekki
um hve óheiðarlegt það væri af sér, að
halda þessu sambandi leyndu fyrir öll-
um, svo lengi; og þó vissi hún hversu
mikið að móðir sín hræddist og hataði
alt tal um ást og gjálífi.
“Þú mátt ekki segja móðir þinni eitt
einasta orð um þennan samning okkar,”
sagði hann; “það verðurðu að láta mig
gera, þegar eg kem aftur. Eg hef þá
peninga, og kannske verð yfirforingi á
stóru skipi. Hún neitar mér ekki um
þig, þegar hún fær að vita hve heitt eg
elska þig, og jafnvel þó faðir þinn —
sem þú hefur aldrei séð — komi heim,
þá samt heldurðu trúnaði þínum við
mig, Beatrice, er það ekki áreiðanlegt?”
“Jú, eg vil vera trúföst,” svaraði hún,
og hún meinti það sem hún sagði. Heim-
koma föður hennar var algjörlega óviss;
það gæti kannske skeð að hann kæmi
eftir tíu eða tuttugu ár — það var eins
iíklegt að hann kæmi aldrei. Alfred gaf
henni tveggja ára frest.
“Ef einhver annar reynir að vinna
ást þína, Beatrice,” sagði hann, “hrósa
fríðleik þínum og bjóða þér tign og auð-
æfi, þá manstu eftir að vera, trú Alfred
þínum; viltu gera það, mín kæra Bea-
trice?”
“Já,” svaraði hún ákveðið, “eg skal
gera það.”
“Þessi tvö ár líða fljótt,” sagði hann.
“Á fimtudaginn kemur, á eg að fara
héðan; lofaðu mér að vera með þér eins
mikið og hægt er þangað til. Þegar eg
er farinn burt frá þér verður mér tím-
inn eins og löng dimm nótt.”
Það vildi svo til að Werners hjóniif
voru að vinna á enginu hinumegin við
víkina. Margrét og Lilian höfðu nóg að
gera, önnur að taka upp bækur úr kassa,
sem var nýkominn, hin við að Ijúka við
málverk; Beatrice hafði því nógan tíma
til umráða fyrir sig. Hún var allan sinn
frítíma hjá Alfred.
Miðvikudagurinn var síðasti dagur-
inn sem þau gátu verið saman, og hann
sat hjá henni svo lengi, að það leit út
eins og hann gæti ekki skilið við hana.
Hann á skilið þá viðurkenningu, að ást
hans var einlæg og hrein: Þó hún hefði
ekki átt neitt, hefði hann elskað hana
eins mikið. Einasta skýið á hamingju
himni lians var meðvitundin um, að hún
stóð honum svo miklu ofar í mannfél-
aginu. Hann reyndi að telja sér trú um,
að sagan um föður hennar væri ekki
sönn. Hann hugsaði að Ralph Cuming
mundi aldrei taka dætur sfnar á heim-
ili sitt, og þess vegna var hann óhrædd-
ur, hvað það áhrærði.
Síðari hluta miðvikudagsins gengu
þau saman ofan á klappirnar við sjó-
inn, settust þar og horfðu út.á hafið.
Alfred tók uppúr vasa sínum lítið eski
og lagði það í lófa hennar; hún opnaði
það og hrópaði upp af undrun. í eskinu
var sá fegursti hringur, sem hún hafði
nokkurntíma séð. eða getað hugsað sér,
úr skýru gulli, með þremur fáséðnum
gimsteinum í.
Líttu á það sem er grafið innan í
hringinn,” sagði hann.
Hún hélt hringnum upp og las: “Þang-
að til dauðinn skilur okkur.”
“Ó, Alfred,” sagði hún, “þarna kemur
þú með þetta orð aftur! Eg er hrædd
við það. Því þarf eg að heyra það svo
oft?”
Hann brosti að hræðslu hennar, og
bað hana að lofa sér að setja hringinn
á fingur henni. ^Eftir tvö ár,” sagði
hann, “skal eg setja glitrandi gullhring
á þessa fögru hendi. Brúkaðu þennan,
Beatrice, þangað til, fyrir mig; þetta er
trúlofunar hringurinn okkar.”
“Eg skal ekki taka hann af fingrin-
um,” sagði hún. “Mamma veitir því
enga eftirtekt, en hitt fólkið heldur að
mamma hafi gefið mér hann.”
“Og nú,” sagði hann, “lofaðu mér
einu sinni enn, Beatrice, að þú viljir vera
mér trú — þú vilt vonast eftir mér —
og þegar eg kem til baka. viltu leyfa
mér að gera kröfu til þín?”
“Eg lofa því,” sagði hún og horfði á
hringinn og steinana, sem glitruðu í sól-
argeislunum.
Það sem nú kom næst, gat Beatrice
aldrei gleymt.
Ást hans, og kvíði, að skilja við hana,
snerti tilfinningar hennar meir en nokk-
uð sem áður hafði komið fyrir hana.
Sólargeislarnir voru að deyja út í vestr-
inu; mislit kvöldroða ský sáust við hafs-
brúnina; bárurnar skullu á klettunum
við ströndina og hvít brimlöðurs rák
sást í hálfdimmunni meðfram strönd-
inni eins langt og augað eygði; en ennþá
gat hann ekki skilið við hana.
loksins sagði hún: “Nú verð eg að fara,
Alfred, mamma saknar mín.”
“Eg spær þig ennþá einu sinni að því,
kæra Beatrice; viltu, þegar eg kem aft-
ur, verða konan mín?”
“Já,” svaraði hún.
“Vertu mér aldrei ótrú,” endurtók
hann. “Ef þú verður —”
“Nú, hvað þá?” spurði hún brosandi,
er hann hikaði við að tala út setning-
una.
“Þá, annaðhvort drep eg mig eða
þig.” sagði hann. “Láttu mig ekki þurfa
að segja svo hræðilegt orð. Slíkt getur
aldrei komið fyrir. Allt í heiminum get-
ur verið óáreiðanlegt, en þú, hin allra
göfugasta stúlka sem til er, þú verður
trygg og trúföst. Segðu: “Eg elska þig
Alfred,’ og láttu það vera síðustu orðin
sem þú segir við mig. Þú ferð með mér
yfir hið víðáttu mikla haf, og verður
mér staðföst hjálp og traust.”
“Eg elska þig Alfred,” sagði hún eins
og hann beiddi hana.
Niðurbæld þjáningarstuna steig upp
frá brjósti hans. Honum fanst það
væri sér léttara að deyja, en að skilja
við hana. Hann þrýsti andliti hennar
að brjósti sér. — Kossar hans og tár
virtust brenna það — og nú var hann
farinn.
Farinn! Allt í einu voru æfintýri síð-
ustu vikna horfin sem draumur, og sú
hugarhvöt sem hann hafði vakið. Dag-
inn eftir fann Beatrice til þess að hið
sama tilbreytingarlausa líf endurtók
sig, engin blíðmæli, ekkert hrós, ekkert
tal um ást. Hann var farinn; alt þetta
hugljúfa æfintýri búið; það var ekkert
eftir af því, nema endurminningin um
ást hans og hringinn á fingri hennar.
í fyrstu virtist hugarástand hennar
ætla að verða henni óbærilegt. EJinangr-
unin, kyrðin og rólegheitin, og hið til-
breytingarlausa líf, varð henni nú óþol-
anlegra en áður. En er frá leið hætti
hún að hafa neina tilfinningu fyrir því,
en fór að undrast yfir því hvað hún
•hafði gert. Skýlan féU frá augum henn-
ar; ekkert af því sem hún hafði gert
blindaði hana framar. Alfred Hankins
hafði ekki verið búinn að vera marga
daga á sjónum, áður en hún fór að
finna til blygðunar fyrir að hafa átt
þessa leyni samfundi með honum, og
reyndi að hugsa eins lítið um það og
hún gat. Henni kom til hugar að segja
Lilian allt um það, en er til þess kom og
hún ætlaði að byrja að segja söguna, og
horfði í hið hreina og saklausa andlit
systur sinnar, hætti hún við það, og
reyndi að telja sér trú um að það hefði
aðeins verið gáskafullur gamanleikur.
Nú kom bréf frá Mrs. Waughan, þar
sem hún tilkynti að hún kæmi til baka.
Báðum stúlkunum þótti vænt um hana;
hún hafði líka í sannleika gefið tíu
beztu árin af æfi sinni í þeirra þjónustu.
Hún kom með margar nýjar bækur með
sér, bæði músik og nýjar skemtibækur
frá öðrum löndum. Nú var meira líf og
skemtun í nokkra daga, en svo féll allt
í sömu gömlu déyfðina aftur.
Mrs. Waughan sá að það hafði orðið
stór breyting á Beatrice: Mikið af henn-
ar gamla bráðlyndi var horfið. Hún var
sem áður full af fjöri og gleði; en á
einn hátt var hún orðin stórbreytt.
Stundum var eins og undarleg ró legð-
ist yfir hennar fríða andlit, sem eins og
benti til þess að hugur hennar væri á
sveimi, einhverstaðar langt í burtu; hún
ver nú ekki eins opinská og einörð sem
áður. Það voru þeir tímar, er Mrs.
Waughan gat lesið allar hennar hugs-
anir, sem oft voru talsvert öfgakendar,
en nú virtist að eitthvað væri dulið og
innilokað í hjarta hennar. Hún talaði
aldrei um framliðna, og nú í fyrsta sinn
varð kennslukonan vör við ótta og
taugaveiklun hjá henni; það vakti ótta
og kvíða í huga Mrs. Waughan.' Hún
reyndi með hinni mestu varfærni og
umhyggju að komast að því; hver væri
orsökin til þessarar breytingar; og að
síðustu varð hún sannfærð um, að Bea-
trice, eins ung og hún var, og undir
eins nánu eftirliti og hún var, hefði þó
eitthvert leyndarmál á huganum, sem
hún ein vissi, en duldi alla aðra.
19. Kafli
Það var einn morgun í ágústmánuði
að mikill harmur og sorg féll yfir hið
volduga herramannssetur, Elmwood.
Cuming lávarður gekk út í garðinn
snemma morguns í brennandi sólarhit-
anum. Þegar hann kom ekki inn til
morgunverðarins, fór einn þjónanna út
til að vita um hann, og fann hann liggj-
andi sem dauðann í garðinum. Hann
var borinn inn í svefnherbergi sitt, og
læknar kallaðir frá f jær og nær. Allt var
gert, sem þekking og snild gat f té látið
til að hjálpa honum, en allt árangurs-
laust. Sá tími var nú kominn að hann
varð að yfirgefa heimilið. tignina, auð-
æfi og stöðu sína í mannfélaginu, sem
hann mat mest.
Meðan lávarðurinn lá í rúminu, nær
dauða en lífi, fölur og meðvitundarlaus,
kraup konan hans stöðugt við dánarbeð
hans og vék ekki frá honum, eins lengi
og hann dró andan og hjartað bærðist.
Hann gat ekki talað, og virtist ekki
skilja það sem sagt var við hann. Hver
veit hvað kann að framkallast í huga
manns á slíkum, þögulum augnablik-
um, er öll æfin blasir við oss sem opin
bók, og vér sjáum glögt allt sem vér
höfum gjört á lífsleiðinni? Það gat ver-
ið, að meðan hann lá þarna, eins og milli
lífs og dauða, að minningin um son hans
hafi skorið meðvitund hans, eins og bit-
urt sverð; sonur hans, sem hann hafði
rekið í burt og nú ráfaði heimilislaus í
fjarlægum löndum. Allt í einu heyrðist
í þessari dauðaþögn, undarleg rödd,
, sem sagði: “Sonur minn!” Það var hinn
deyjandi maður, sem sagði þetta. Svo
komu harðir krampadrættir í andlit
hans.
Konan hans var yfirkomin af harmi
og þreytu, en er hún heyrði þessi orð,
yfirféll hún alveg, og var borin grátandi
út úr herberginu. Hún var róleg og lét
ekki bugast, en þetta þoldi hún ekki.
Hún var veik í nokkra daga eftir að lá-
varðurinn var jarðaður. Það leið lang-
ur tími þar til nokkur á Werners heim-
ilinu vissi um lát lávarðarins.
Ralph var strax tilkynt fráfall föður
síns, en það liðu mánuðir áður en bréf-
ið komst til hans, og svo fleiri mánuðir
áður en hann komst til Englands.
Erfðarskrá Cuming lávarðar var
stutt; þar var ekki nafn sonar hans
nefnt. Stór peningaupphæð var ánöfn-
uð lafði Cuming, áíamt fögrum búgarði;
þjónunum voru ánafnaðar stórar gjafir,
og fleirum, sem minnst var með
| gjöfum.