Lögberg - 29.08.1946, Síða 2

Lögberg - 29.08.1946, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN * 29. AGUST, 1946 Tuttugu og fimm ár í Japan éí Home on the Ran^e Eftir JOHN A. LOMAX 99 Við San Francisco flóann er óvenjulega fallegt um að litast. Þar liggja saman að norðanverðu borgirnar Oakland og Berkeley', sem hin mikla “Bay” brú tengir við San Francisco, þar sem skýja- kljúfarnir gnæfa við himin. Úti á flóanum eru hólmar og eyjar. Þar er fangaeyjan fræga með löngu kastalabygginguna. Utar- lega norðan megin í flóanum eru hinar miklu Kaiser verksmiðjur, en mynnið tengir saman hið und- urfagra “Gullna hlið,” sem er með stærri hengibrúm, er sögur fara af. Allt þetta" blasir við úr einum glugga í húsi/ séra Octavíusar horlákssonar við Stanford stræti upp í hæðunum í Berkeley. Við þann glugga sátum við séra Oct- avíus oft, sérstaklega þegar röikkva tók og kveikt var á ljós- unum í þessari borgarsamsteypu og á brúnum tveimur. Áður en maður vissi af, yar allt orðið að einu ljóshafi í líkingu stjarna á himni. Á “Bay” brúnni og “Gullna hliðinu” glömpuðu rauð vitaljós flugvélanna sem leiftur. Við þennan glugga var létt að láta hugann hvarfla langt yfir lönd og 'höf. Og iþannig var ekki nema örskot að skreppa yfir Kyrraihafið, til landsins, sem séra Octavius hafði boðað trúna í einn fjórðung aldar, Sex ára vildi hann verða trúboði Sex ára gamall, var ég í sunnu- dagaskóla í Norður-Dakóta hjá móður minni, Eriku Christophu Thorláksson, sagði séra Octavius. Hún sagði okkur sögurnar úr Biblíunni og kenndi okkur landa- fræði, sem eg heillaðist mikið af. Stundum las hún upp úr norsku sunnudagaskólablaði, þar sem skrifað var um trúboð á Mada- gaskar. Það hafði þau áhrif, að ég einsetti mér að fara í trúboð fyrir ríki Krists hér á jörð. En leið mín lá ekki til Madagaskar, heldur var það önnur rftikil eyja, sem varð minn trúboðsakur. Til Japan Guðfræði stundaði ég á “Chi- cago Lutiheran Theological Sem- inary” og lauk þaðan prófi 1916 Þann 12. maí sama ár kvæntist ég konu minni frú Carolinu, og um haustið sigldum við til Japan og hafði ég þá hlotið prestsvígslu í Winnipeg. Skipið, sem við sigldu með fór frá Vancouver og var 12 daga á leiðinni til Japan. í Tokyo. Trúboðið í Japan hafði byrjað um líkt leyti og Islándingar fóru að flytjast til Vesturheims. Þeg- ar eg kom til Japan voru þar fyrir fjórir lúterskir trúboðar, sem tóku á móti okkur hjonum, er þangað kom. Fyrsta heimilið okkar var í Tokyo. Eg man, hvað okkur þótti allt smágert í þessu landi. Náttúra þess var öll minni, en við áttum að venjast og svo var fólkið sjálft smávaxið. Fyrsta árið var eg að læra japönsku og að komast inn í starfið. Á meðan við ekki gát- um neitt talað við fólkið, geng- um við hús úr húsi með bækl- inga á japönsku og gáfum fólk- inu. Við gátum ekki annað en brosað til fólksins. Mjög oft brosti það aftur á móti og tók við þessum litlu bókum okkar. Einnig höfðum við samkomur fyrir þá menntamenn, sem skildu ensku, og útskýrðum fyrir þeim Ritninguna og kenningu Krists. Trúboðið. Þegar eg hafði lært málið þannig, að eg gat gert mig skilj- anlegan, fórum við hjónin til smábæjar að nafni Nagoya, sem er milli Tokyo og hafnarborgar- innar Kobe. Þar fór eg uím byggðina á hjóli, hvar sem eg sá tækifæri til að safna fólki sam- an úti á götunni til þess að kenna þeim fagnaðarerindi Krists. Mér veittist auðvelt að safna börnunum saman, sérstaklega eftir að eg fékk bíl og gat haft skuggamyndir með mér, til þ^ss að sýna á einhverjum húsveggn- um. Fullorðna fól'kið vildi síður ljá mér eyra fyrst framan af, vegna þess, að það sagði, að eg væri að boða trú hvítra manna, sem ekkert erindi ætti til þeirra. Það fyrsta, sem eg þurfti því að gera, var að sannfæra fólkið um, að kristin trú væri ætluð öllum jafnt, og það að vera hvítur þýddi ekki endilega það, að sá hinn sami væri kristinn. Allt starf mitt á virkum dög- um var unnið þannig, að guðs- þjónusturnar á sunnudögum yrðu sem fjölsóttastar. Á hverju kvöldi voru haldnar samkomur, og einkum voru það stúdentar, sem sóttu þær. Þegar Buddatrúarmenn sungu sálmana okkar. Shintoismi og Búddatrú voru aðal trúarbrögðin, sem við átt- um við að etja. Shintoismi er eins konar ætternisdýrkun, og kemur þaðan dýrkunin á keisaranum. Er hann í þeirri trú talinn heil- ög vera og sagður kóma frá sól- inni. Er eg hafði starfað í nokkur ár, veitti eg því athygli, að Búdda- prestarnir höfðu komizt yfir nokkra af sálmunum okkar og voru farnir að láta syngja þá við samkomur hjá sér. Þeir sungu sálmana þó ekki alveg óbreytta, heldur settu þeir alls staðar nafn Búdda í stað Krists, þar sem nafn hans kom fyrir í sálmunum. Þannig tóku þeir upp aðferðir okkar við trúboðsstarfið. Þrjú tímabil. Starfi mínu í Japan hefi eg oft skipt í þrjú tímabil: Frumbýl- isár frá 1916 til 22, þegar eg var að kynnast málinu og fólkinu og byrja starfið. Starfsár frá 1924 til ’31, er eg var að endur- reisa söfnuði, er tvístrast höfðu, og stofna nýja, eins og forðum í frumkristninni. Fékk eg þá að lifa og sjá með eigin augum þá sömu erfiðleika, er Páll segir frá í bréfum sínum. Og þriðja tíma- bilið, er eg hafði eftirlit með starfinu á sérstöku svæði, þar sem 10 til 12 prestar störfuðu í sjö bæjum. Skírði um 900 manns. Skírnin var því til staðfest- ingar, að maðurinn eða konan hafði tekið kristna trú. Um tvö hundruð manns hlutu slika skírn fyrsta tímabil mitt. En alls munu hafa verið skírð fyrir minn at- beina um 900 menn og konur. Elsta fólkið, sem eg skírði, voru hjón bæði komin yfir áttrætt. Þegar eg fór frá Japan 1941 var vissulega margt og mikið óunnið, en eg fann, að viðhorf Japana til kristinnar trúar hafði breytzt þannig, að þeir litu ekki lengur á þá Irú sem eingöngu hvítra manna trúarbrögð, heldur ætti hún eins erindi til þeirra og annara manna hér á jörð.” Fagurt heimili. Eins og kunnugt er hefir ís- lenzkt námsfólk í Berkeley not- ið sérstakrar gestrisni á heimili séra Octaviusar. Er það heimili mjög fagurt 1 alla staði og ber vott um mikinn myndarskap og smekkvísi þeirra hjóna. Séra Octavius er einn af son- um séra Steingríms Thorláks- sonar og frú Christophu er lifir mann sinn í hárri elli. Eiga þau hjónin miklu barnaláni að fagna. Þorbjörn sonur séra Steingríms er nú einn af frægustu læknum í Kanada. Hálfdán er annar aðal- maðurinn við Hudson’s Bay fél- agið í Vancouver, er hefir 1000 Það var sumardag einn, árið 1908, að eg slangraði inn í Buck- hom veitingahúsið í San An- tonio með þunga Edison talvél á bakinu. Eg var að leita að hjarð manna söngvum. Eigandi veit- ingahússins, sem var þjóðverji, sagði mér frá negra sem átti og starfrækti ölsöluhús í út- jaðri bæjarins. Negri sá hafði verið matriðslumaður hjá hjarð- mönnum í mörg ár. “Hann kann mesta kynstur af hjarðmanna söngvum, ef að þú getur fengið hann til að fara með þá,” sagði veitingamaðurinn. Eg var heima hjá Negranum allan næsta dag, og á meðal söngvanna sem hann söng fyrir mig var “Home on the Range,” og var það í fyrsta sinni sem eg hafði heyrt það hljómfagra lag og kvæði. Eg tók lagið á hljómplötu eins og Negrinn söng það, og fór með það til Henry Lebermann, sem var blindur, en kendi þó hljóm- fræði við ríkisskóla blinda fólks- ins í Austin. Hann samdi lag við kvæðið sem eg lét prenta í hjarð- manna söngvunum sem eg gaf út á prenti 1910, og er það lag und- irstaðan undir laginu eins og það er nú sungið. I tuttugu ár veitti enginn mað- ur “Home on the Range” eftir- tékt, og ekki heldur neinum af hinum tuttugu og sjö hjarð- manna söngvum sem í bókinni voru, enda þótt eg gerði ítrek- aðar tilraunir til að benda á þetta sérstaka kvæði og lag á fyrirlestraferðum mínum um Bandaríkin, þar sem eg sérstak- lega talaði um þjóðsögur og sagnir. Árið 1925 gaf Oscar J. Fox í San Antonio kvæðið og lagið út sérstakt. Fimm árum seinna gaf David Guion frá Dallas lagið og kvæðið út sérstakt, og var lagið nokkuð breytt í þeirri útgáfu. Átta útgefendur tóku sér fyrir hendur að gefa lagið og kvæðið út fcérstakt á næstu sex árum, með smá breytingum á laginu, en allir fylgdu þeir grundvallar atriðum lagsins og vísnaröð kvæðisihs eins og eg prentaði það 1910. Árið 1933 tóku út- varpsfélögin að sér að útbreiða kvæðið og lagið og því var víð- varpað af þeim á Kverju kveldi í þrjú ár. Áhugi fólksins í Bandaríkjun- um fyrir “Home on the Range” fór vaxandi með ári hverju. Margir af sönglhæfustu mönnum þjóðarinnar, þar á meðál John Charles Thomas og Lawrance Tibbit sungu kvæðið og lagið reglulega til ánægju og yndis öllum sem á þá hlustuðu. Vel þektur útvarpsstjóri sagði mér, að ekkert kvæði eða lag hefði verið eins vinsælt fyrri hluta ársins 1934, eins og “Home on the Range.” í júnd 1934 voru öll útvarps- félög í Bandaríkjunum aðvöruð um að láta ekki útvarpa “Home on the Range.” Fyrst áttuðu menn sig varla á þesSu valdboði, en það varð fljótlega skiljanlegt. Kvæðið og lagið var ekki aðeins orðið vinsælt — það var búið að ná haldi á huga og hjarta þjóð- arinnar og orðið verðmætt fyrir manns í sinni þjónustu. Friðrik er mjög þekktur augnalæknir í Seattle. Tvær dætur á séra Steingrímur: frú Sigmar, gift Dr. Haraldi Sigmar forseta lúterska kirkjufélagsins vestra, og frú Eastvold, gift Harald Eastvold sakadómara í Seattle. Öll eru þau mjög kirkjuleg og taka virk- an þátt í kirkjulegri starfsemi. Er ekki ofsagt, að þessi stóra fjölskylda setji sterkan og mik- inn svip á hið vestur-íslenzka þjóðfélag. P. Kirkjublaðið, 1. júlí. þann, eða þá sem útgáfuréttinn áttu að því — það var orðið gulls ígildi — mikils gulls. Það stóð heldur ökki á að menn not- uðu sér það. Mál var höfðað gegn 35 einstaklingum og fél- ögum; á meðal þeirra var Nation- al útvarpsfélag Bandarikjanna, og rnörg prentfélög og $500,000.00 skaðabóta krafist fyrir ólöglega útbreiðslu og prentun. Á meðan að mál þetta stóð yfir, var kvæð- ið og lagið útilokað frá" öllum útvarpsstöðvum, prentsmiðjum og sönglhöllum. Mikilhæfustu mólaflutningsmenn sem völ var á, voru fengnir til að sækja og verja málið, og gagngerð leit var hafin um land allt eftir hinum raunverulega höfundi þessa fræga kvæðis og lags, sem þetta mól gjörði enn frægara. Ekkert annað eitt kvæði hefir áður í sögu bókmentanna verið verð- lagt á hálfa miljón dollara. Þau sem málið höfðuðu og sögðust vera réttir eigendur að útgáfuréttinum á “Home on the Range” voru )þau Mr. og Mrs. W. M. Goodwin frá Temple, Arizona. Goodwin kvaðst hafa ort kvæðið um heimili eitt í Arizona og að kona sín hefði samið lagið og að þau hefðu skrá- sett eignarrétt sinn — útgáfu- rétt 27. Febrúar 1905, og hélt fram að kvæðið væri áreiðan- lega sitt. en að orðunum Arizona Home, hefði síðar verið breytt í Home on the Range. Samuel Moanfeldt, sem var leikinn í að greiða fram úr laga- flækjum í sambandi við prent- rétt manna á kvæðum og lög- um, ferðaðist um vestur fylki Bandaríkjanna til þess að reyna að greiða úr þessari lagafrækju um “Home on the Range.” Á þeirri ferð vildi honum það til að hann sá úrklippu úr blaði einu sem gefið er út í Kansas og heitir Smitíh County Pioneer, fhá 19. febrúar 1914 sem kom honurn á rétta leið. Var þar sagt frá að kvæði þetta hefði verið ort 1873 af lækni einucm sem Brewster Higley hét og sem tekið hefði heimilisrétt á landi nálægt Smith Center, og fyrirsögn kvæðisins hefði verið The Western Home. En að maður sem Dan Kelly hét og bjó í hreisi nálægt Higley lækni, hefði samið lagið og hefir hann ef til vill haft annað lag, sem þekt var og vinsælt um þær slóðir, sér til fyrirmyndar. Bóðir höfundarnir voru dánir áður en Moanfeldt kom vestur þangað er þeir áttu heima, en hann hitti gamlan mann 86 ára, sem Clar- ence Harlam hét, og konu hans, sem sungu kvæðið og lagið á hljómplötu til að nota við réttar haldið ef til kæmi. Þau lögðu og 'bæði eið út á að þau hefðu bæði lært kvæðið The Western Home, árið 1874. Þegar Good- wins hjónin sáu það eiðfesta vottorð, hættu þau við málsókn- ina og afsöluðu sér útgáfu og eignarréttinum. Lagið í Goodwins útgáfunni af Home on the Range er að sumu leyti sviplíkt laginu eins og það er nú sungið. Fyrsta vís- an og viðkvæðið er nálega alveg eins, en lagið við fimm sáðustu vísurnar er alveg ólíkt. Nokkrum árum áður en Good- win hjónin gjörðu kröfu til út- gáfuréttar á “Home on the Range,” þá gaf Paull - Pioneer sönglaga félagið í New York út kvæðið og lagið “The Colorado Home,” sem þeir héldu fram að Home on the Range væri stælt eftir, og sem var ort árið 1885. Sannleikurinn í sambandi við Arizona og Colorado útgáfuna af “Hrnne on the Range,” er að mínu álíti sá, að kvæðið, eða partar af þvf og laginu, hafa bor- izt um þessi tvö fylki Bandaríkj- anna með fólki sem flutt hefir GUNNL. JÖHANNSSON: Æsku minningar “Æfinnar minnar upphaf þá eg man hið fyrsta, að eg lá, í kjöltu einnar konu hér sem kránkur ungi fiður-ber; sú mér hjúkraði leynt og ljóst, lagði mig þyrstann sér við brjóst; svo að eg mæra svölun fékk, sem mér aflaði gleði smekk.” Eg var borinn og barnfæddur á Skeggjastöðum í Húnavatns- sýslu. Foreldrar mínir sem þar bjuggu voru Jóhann Ásmunds- son og Guðrún Gunnlaugsdóttir frá Stórósi. Frá Skeggjastöðum fluttu foreldrar mínir að Haugi þar sem þau bjuggu í fimm ár. Fluttu þaðan að þverá í Núps- dal, þar sem þau bjuggu í tvö ár og var eg þá á 9. ári. Margar eru endujrminningar mínar frá þeim árum, en það er einn atburður sem öðrum frem- ur vakir mér í minni, og það er í sam'bandi við lestarferð, eða þó öllu 'heldur skreiðar ferð— eins og slíkar ferðir voru nefnd- ar í þá daga, og var ferðinni heitið til Reýkjavíkur og Sel- tjarnarness. Segir ekki af ferð- um föður míns fyr en hann kem- ur suður; var hann þá dag einn staddur í Reýkjavík þegar að hann fékk verk í aðra hendina. búferlum úr öðru fylkinu í hitt, og menn hafa svo dregið saman og gefið út sem sitt eigið verk. Það er engum vafa bundið að Higley læknir og félagi hans frá Kansas gjörðu einmitt það. Eg hefi ómótmælanlegar sannanir fyrir því, að Home on the Range var sungið og þekt fyrir 1867. Á tíu ára tímabilinu á milli 1907 og 1917, þegar eg gaf mig mest að að safna hjarðmanna söngvum Bandaríkja hjarðmanna bárust mér margar átgáfur af kvæðinu “Home on the Range” úr öllum áttum, og eg valdi með sérStakri nákvæmni úr þessum mismunandi útgáfum kvæðið og lagið eins og það er sungið nú í dag. Árið 1930 gaf David Guion frá Dallas, Texas, “Home on the Range” út sérprentað og fýlgdi þar kvæðinu eins og það var prentað í Hjarðmannasöngbók minni sem gefin var út 20 árum áður, og laginu að mestu leyti — breytti því ofurlítið við síð- asta vers kvæðisins. Þessi út- gáfa kom út á réttum tíma og kvæðið og lagið læstu sig í gegn um líf og sál þjóðarinnar Banda- ríslku, eins og ljós í gegnum myrkur. Um það hefir Mr. Gu- ion þetta að segja: “Demant- arnir glitra aldrei fyr en búið er að skera þá og fáa. Þannig er með kvæði og sönglög sem hafa nálega fallið í gleymsku og dá, að einhver endurvekur þau, gefur þeim nýtt líf — bætir stundum í þau nýjum tónum, nýjum orðum, nýjum línum. Þannig var það í sambandi við útgáfu miína á “Home on the Range.” “Home on the Range” hefir lifað í huga og hjörtum fólksins í ára raðir og á einhvern leyndar- dómsfullan hátt dregið, eða and- að að sér mikilleik, víðáttu, frelsi og keimi af hinu vilta náttúru- lífi vesturlandsins; svo þegar menn syngja lagið og kvæðið nú, þá lyftir sigurmáttur hins víðfeðma vesturlands, anda þeirra upp yfir ihið þrönga og lága, og inn í hið hreina og heil- brigða loft hins víðáttumikla vonar heims. Það er manni nærri hryggðar efni að “Home on the Range” hefir verið fjötr- að með penna og prentsvertu, svo um -breytingar eða þróun er ökki lengur að ræða. En þrátt fyrir það, þá verður kvæðið og lagið göfugt og fagurt til dag- anna enda. J. J. B. Undir vanalegum kringumstæð- um var faðir minn ekki að fár- ast um þó að hann fengi smá- kveisu, eða verki í sig, en hér var öðru máli að gegna. Verkur þessi hvarlaði ekki frá, heldur ágerðist, svo faðir minn tók það ráð að fara inn í lyfjabúð Jón- asens læknis og leita sér lækn- ingar, og var honum þar skaff- aður áburður til að bera á hend- ina. En þá tók ékki betra við. Verkurinn ylnaði við áburð þennan svo hann varð nærri óþolandi. Hélt faðir minn þá fram á Seltjarnarnes til Sigurð- ar bónda og útgerðarmanns, þar sem sjóböð voru reynd til að lina kvalimar. En Sigurður sendir mann tafarlaust á bezta reiðhestinum sem hann átti, suð- ur á Vatnsleysuströnd til Lár- usar ihomopata Pálssonar, sem á sér hafði almennings orð fyrir lækningar. Sendimaður hitti Lárus heima, þegar hann kom suður til 'hans, lýsti kránkleik föður míns fyrir honum sem bezt hann gat. Lárus bjó út á brúsa meðul sem 'hann afhenti komu- manni og lagði ríkt á við hann að flýta sér sem mest hann mætti, því hér væri um líf og dauða að ræða. Sendimannin- um gekk vel heim til sín með meðulin, sem linuðu kvalirnar í hönd föður míns fljótlega. En í átta vilkur varð faðir minn að bíða þar syðra, áður en hann gat lagt upp til heimferðar, og í fimtán ár varð hann að ganga með hendina í fatla, og gat lítt notið handarinnar í alla þá tíð. Ellefu árum eftir að þetta ó- happ föður míns vildi til, kom mér vesturferð til hugar og var eg þá á tvítugasta 'árinu. Eg vissi, að faðir minn þurfti mín við, en það var óhugúr í mér með fram- tíðina heima, og eg vonaðist eft- ir að þó eg færi vestur, að þá mundi eg geta rétt honum hjálp- arhönd, svo eg afréð að fara, ár- ið 1887. Eg varð eklki vonsvikinn þeg- ar til Kanada kom. Mérgrædd- ist hér ofurlítið fé, svo eg gat létt undir með föður mínum. Þegar faðir minn dó, gekkst eg fyrir því, að við systkynin öll afsöluðum okkur arfstilkalli eftir hann, svo að Arndís, sem var seinni kona föður míns, gat setið í óskifu búi. Arndís stjúpa mín var Halldórsdóttir Bjarna- sonar- kirkjusmiðs, frá Litlu Gröf, mesta myndar kona og vel gefin, eins og hún átti ætt til. Þau faðir minn og Arndís eignuðust einn son sem Halldór heitir, hefir hann búið á föður- leifð sinni, Haugi, og gengið bú- sikapurinn ágætlega. Hann er giftur ágætri konu sem er hon- um samhent í hvívetna. Þau Haugs hjón 'hafa alið upp þrjú börn sem nú eru öll fulltíða, og hjá þeim átti Arndís heima eftir að hún hætti að eiga með sig sjlálf, og var hún blind síðustu árin. (Meira). AFLASKÝRSLA SÍLDVEIÐISKIPANNA: Á miðnætti s.l. laugardag var bræðslusíldarafli alls síldveiði- flotans, 660,885 hektólítrar, sam- tals. Á sama tíma í fyrra var bræðslusíldaraflinn, aðeins 321,- 126 hektólítrar. 22,029 tunnur höfðu verið salt- aðar norðanlands, en á sama tíma í fyrra var síldarsöltun ekki hafin á Norðurlandi. Aflahæstu skipin eru þessi: Dagný frá Siglufirði, með 8,982 mál í bræðslu. Gunnvör frá Siglufirði, með 7,398 mál í bræðslu og 252 tunnur í salt. Fagriklettur frá Hafnarfirði, með 6,565 mál í bræðslu og 350 tunn- ur í salt. —(Þjóðviljinn 30. júlí) •

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.