Lögberg - 29.08.1946, Blaðsíða 1

Lögberg - 29.08.1946, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 • i „A A \ÁÖ^teA ... XJa'tin f'O'P- A Complete Cleaning Instilulion 59. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 29. ÁGÚST, 1946 PHONE 21 374 \vcA L‘a -fOB- ^ A Complete Cleaning Institution NÚMER 35 FRÉTTIR LÝÐRÆÐINU MISÞYRMT Til þess að geta útilokað 800,- 000 negra frá því að greiða at- kvæði við “primary” kosning- arn í Suður-Carólína 13. ágúst s.l., tóku leiðtogar demokrata- flokksins upp á því, að uppleysa flokk sinn í Suður-Carolína, en mynda í hans stað klúbb, sem þeir gátu ráðið hverjir gengju í og hverjir ékki, og útilokuðu alla negra í ríkinu frá inngöngu í klúbbinn. Það sem næst lá fyrir að gjöra, var að fá ríkisþingið til að fella úr gildi öll lög í Carólína-ríkinu, sem um kosningar hljóðuðu, og voru þau um 141 talsins, og leiða í lög, að stjórnmálaflokkarnir væru ekki stjórnmálaflokkar lengur, heldur klúbbar, sem var gjört með þeim forsendum að klúbbarnir væru undanskildir, ekki aðeins sambandsríkjalögun- um, heldur Hka hæstaréttardóm- um, og að síðustu var samþykt að allir, sem í klúbbinn eða klúbb- ana gengju, yrðu að vera lesandi, kunna að skrifa og geta útskýrt stjórnarskrá fylkisins, og var þetta gjört til þess að vera alveg viss um að 90% af fólki því, sem úti var verið að loka, gæti ekki með neinu móti komist í tölu kjósendanna. Leiðtogar negranna eru ekki ráðnir enn í 'hvað til bragðs skuli taka. Helzt er talað um málsókn, en mál hefir þó ekki verið hafið. 4- 4 4 FRÁ FRIÐARÞINGINU Ef eg hefði nokkuð að segja, þá mundi eg segja þeim öllum að fara til helvítis. G. I. sem var á ferð í París. Hvað verður úr þessu? Ef halda á áfram þessu sama heimskulega japli, þá verður aldrei neitt úr framkvæmdum. Við erum dauð- þreyttir á að hlusta á sífelt garg, garg, garg, daginn út og daginn inn. William J. Jordan umboðs- maður frá Nýja Sjálandi á þing- inu og fyrrum forseti ráðstjórnar League of Nations. “Allir eru að reyna að maka sinn eiginn krók. Þar er ágirnd- in í sinni verstu mynd.” — Carl Hambro, umboðsmaður Noregs á friðarþinginu. “Við erum tengd bandi bróður- kærleikans — Kanada og Evrópu menn — sem er órjúfanlegt. En sú kend er ekki nógu víðtæk nú á dögum,” sagði forsætisráðherra Kanada, W. L. Mackenzie King, og rendi augunum yfir hvítu krossaraðirnar á gröfum Kanada manna, 900 að tölu, sem féllu við Dieppe 1942. Sneri svo alvöru- þrungnu augnaráði til hinna tignu frönsku manna, sem við- staddir voru og hált áfram: “Veitið orðum mínurn eftirtekt, því eg veit að eg túlka vonir allra manna í víðri veröld, og eg vil að orð mín berist til friðar- þingsins í París. Eg segi við umboðsmenn þjóð- anna þar, að æðsta skylda þeirra, nei eina skylda þeirra sé, að semja heiðarlegan frið, án þess að stofna framtíðarmálum þjóð- anna í hættu með fánýtu þrasi.” Ný verksmiðja Nýja leirkera og gler verk- smiðju er verið að setja á stofn í suðvestur Noregi, nálægt Stav- angri, sem heita á “Stavanger Fajansefabrikk”; á verksmiðjan að kosta kr. 1,300,000, og ætla Norðmenn að framleiða þar all- ar fullkomnustu tegundir af leir- kerum, leirtaui og gleri. Þessi nýja leirkera verksmiðja á að framleiða 1100 tonn af bestu og fallegustu tegundum leirkera og leirtaus. Áður þurftu Norðmenn að flytja inn 1650 tonn af þeirri vöru árlega. -f -f -f F. D. R. MEMORIAL FUND Franklin D. Roosevelt Mem- orial Fund sem Norðmenn í Noregi og í Bandaríkjunum mynduðu seint á árinu liðna og Norðmenn víðsvegar hafa styrkt svo drengilega, hefir nú ákveðið að senda eða réttara sagt stjórn- arnefnd þess sjóðs hefir ákveðið að senda fimm norska stúdenta til framhaldsnáms í Bandaríkj- unum í hagfræði, félagsfræði, og fleirum fræðigreinum. Er hugmyndin að skiftast á með mentafólki á milli þessara tveggja landa, sem eykur kynn- ing og eflir samhug á meðal þess- ara mjög svo skyldu þjóða. -f -f f BANDARÍKIN Undirbúnings kosningarnar í Bandaríkjunum eru nú bráðum um garð gengnar. Þegar þetta er ritað aru aðeins sex ríki, sem ekki hafa haldið undirbúnings kosn- ingarnar fyrir aðal þing og senat kosningarnar í nóvember n.k. Þau eru New York, Nevada, Louisiana, Colorado og Connecti- eut. í sambandi við þessar út- nefningar, eða framboð, hefir ekkert sérstáklega eftirtektavert borið við, þó krókur hafi komið á móti bragði víða. Eitt það eftir- tektaverðasta, sem vér höfum veitt athygli, er að Robert M. LaFollette Jr., seinasti af hinni nafnkunnu LaFollette fjölskyldu í opinberri stöðu, tapaði útnefn- ingu í Wisconsin á móti Joseph McCarthy ný afturkomnum her- manni, sem getið hafði sér mik- inn orðstír fyrir hugrekki og karlmensku. Að sjálfsögðu fer nú kosninga- bardaginn að harðna í Banda- ríkjunum, enda hafa leiðtogar flokkanna nú þegar kveðið upp úr með slagorð og stefnur, sem um verður barist. Formaður demokrataflokksins í þjóðmálum, Robert Emmet Hannegan, hefir stílað þessa áskorun til allra Demokrata í Bandaríkjunum: “Látið afturhaldið ekki rjúfa fylking vora.” En þjóðforseti Republikana stefnunnar, B. Carroll Reece hamrar á hinu óguðlega demo- kratiska sambandi (verkamanna- félaga samibandi) sem að svipi undarlega til Internationale fé- lagsins. SUÐUR-AFRÍKA 50,000 negrar, sem unnu í Rand gullnámunum gjörðu verkfall 13. þ. m.# og kröfðust launabóta. Þeim voru borguð 50 cent á dag, fæði og húsnæði, en þeir kröfðust $2.00 í dagkaup. Námaeigend- urnir neituðu og tóku að ráða nýja menn í þjónustu sína. Sló þá í hart á milli lögreglunnar, sem hélt vernd yfir hinum ný- ráðnu námamönnum, og verk- fallsmanna. Sex menn voru skot- nir og aðrir sex voru troðnir til dauðs. Sextán verkamannafélög og koimmúnistaflokkurinn í Afríku hétu verkfallsmönnum stuðningi og fulltingi og leit út fyrir að verkfallið mundi verða mjög al- varlegt. Nærri eins slæmt og verkfallið, sem þar var háð 1922, þegar 204 verkfallsmenn voru kærðir um landráð. En þetta verkfall stóð ekki nema í fjóra daga. Námaeigendurnir sömdu heimulega við hvern og einn af ,verkfallsmönnunum og þeir tóku aftur til vinnu. x “Kommúnista áróður til að leiða innlendingana og þjóðina á veg glötunarinnar”, sagði for- sætisráðh. Afríku, Jan Christian Smuts. 4- -f -f Níu þjóðir sækja um inngöngu í þjóðbandalagið 1— Afghanistan hefir fengið loforð fyrir inntöku. 2— Bretar, Bandaríkjamenn og Grikkir eru mótfallnir að Al- baníu sé veitt innganga. 3— Pólverjar og Rússar eru mótfallnir því að Trans-Jordan sé veitt innganga. 4— Kínar standa á móti inn- töku Mongólíu hinnar ytri. 5— Frakkar segjast enn eiga í erjum við Síam og þess vegna komi ekki til mála að þeim verði veitt innganga að svo stöddu. 6— 7—Á móti því að Pólverjum og Irum sé veitt inntaka mæla Rússar, og Pólverjar að því er íra snertir. 8— SVfþjóð fékk meðmæli allra til inntöku, nema Pólverja og Rússa. 9— ísland — Inntökubeiðni Is- lendinga var litin hýru auga af öllum nema Pólverjum og Rúss- um, sem fóru fram á að inntöku- beiðninni væri frestað til frekari íhugunar. Nú hafa allar þessar umsóknir um inngöngu í þjóðbandalagið verið sendar til öryggisráðsins til frekari athugunar. 4-4-4- KANADA Vitið þið, að þó menn hugsi og tali um Kanada sem hveiti- ræktarland, þá er þar framleitt 25% meira af höfrum en hveiti. Að áður en þingfrumvörp geta orðið að lögum, verður að sam- þykkja þau þrisvar, í efri og neðri deild þingsins og svo verða þau að öðlast undirskrift land- stjórans. Að árið 1943 voru 1,052, þorp, 494 bæjir og 111 borgir í Kánada. Að það eru yfir hundrað út- varpsstöðvar í Kanada. Að sykurhreinsunar verkstæði í Kanada hreinsar árlega 168,- 000,000 pund af sykri, sem bú- inn er til úr sykurrófum, og gjörir, 15 pund á mann í Kanada. Að árið 1943 greiddu Kanada- menn $1,426,126,299 í skatt af tekjum sínum. Innflutningur fólks Nefndin, sem fólksinnflutninga málið til Kanada hefir haft með höndum undanfarandi hefir nú skilað því veiki af sér og tillögur nefndar þeirrar eru: 1— Stjórnin í Kanada tilkynni tafarlaust innflutninga fyrir- komulag, sem ákveði um inn- flutning á völdum innflytjend- um til Kanada — fólki, sem til iðnaðar og landbúnaðar kunni. 2— Tala slíkra innflytjenda bindist við þá tölu fólks, sem hagkvæmlega er hægt að taka á móti, og einnig skal taka flutningstæki og möguleika með í reikninginn, i sambandi við þann innflutning. 3— Með það í huga, að skipa rúm og flutningstæki séu fyrir hendi þá— a—auglýsi Kanada stjórn inn- flutningareglur sínar í löndum þeim, sem valin hafa verið, með skýring á ferðatöfum, sem eru óhjákvæmileg. b—að innflutninga umboðs- og eftirlitsmenn séu tafarlaust sendir til Evrópu, til þess að opna þar skrifstofur, til viðtals við væntanlega innflytjendur og kynnast þeim sem æskjan- legastir væru. c—að rannsakað sé tafarlaust frá hvaða Evrópulöndum að innflytjendur séu helst vænt- anlegir hvernig að ástandið sé á meðal þess fólks, og hverjir erfiðleikar þess helst séu. d—Að rannsókn sé hafin í Kanada til að ganga úr skugga um tækifæri þau, er slíkum innflytjendum bíði í Kanada, að því er iðnað og landbúnað snertir, og einnig að athuga hvaða erfiðleikum slíkir inn- flytjendur ættu hér helzt að mæta. e—Að ráðherrann, sem inn- flutningaínálunum veitir for- sjá, taki innflutningamálið til athugunar og Skipulagnmgar, og sjái um að sú skipulagning verði tafarlaust leidd í gildi. 5—Að innflutningslögin og inn- flutningareglur séu yfirskoðuð, svo hægt verði, á löglegan hátt að velja og hafna á meðal þeirra, sem um inngöngu til Kanada saékja, og að taka á móti þeim, sem ákjósanlegastir þykja, og líta eftir og aðstoða þá, unz þeir hafa komið fótum fyrir sig í Kanada. 4- Kanada er 3,466,882 fermílur að stærð. Ekki er alt þetta geysi flæmi byggilegt, og ekki nálægt því. I Kanada eru taldar að vera nú sem stendur 735,000 bygðar bújarðir, og er ekrutala búlenda þeirra 175,000,000. Af þeim 175,000,000 ekrum eru 89,000,000 ræktaðar, en 53,000,000 óplægðar eða óræktaðar og þar aðauki 33,000,000 ekra, sem búið er á, en ónotaðar. Það er talið að í Kanada séu 350,000,000 ekra af byggilegu landi, en af því hefir nú þegar verið bygðar 175,000,000, eins og sagt er að ofan. Eru þá eftir aðr- ar 175,000,000 ekrur, sem bíða eftir plógnum og mannshöndinni. Þar að auki voru í Kanada árið 1941, 32,000 bújarðir í eyði, sem höfðu verið yfirgefnar og var ekrutala þeirra 5,000,000. ÞEIR ERU LÍKA MENN Jón Jónsson var blámaður. Hann gekk í her Bandaríkjanna og barðist hlið við hlið með son- um þess volduga ríkis. Nú var hann kominn heim, — kominn heim til Minden-bæjar, um 265 mílur norðvestur frá New Orleans, þar sem hann fékk orð á sig fyrir að vera óprúttinn og kærulaus. Svo var það kvöld eitt að hann fór inn á knæpu og varð ölvaður og gjörðist uppvöslu- samur. Fyrir þrem vikum síð- an, sá hvítur kvenmaður Jón og annan ungan blökkumann við hús sitt, og voru þeir að reyna að komast inn í það. Hún kveikti ljós og mennirnir báðir höfðu sig á burt. Lögreglan frétti um þetta, hafði hendur í hári mann- anna, tók þá fasta og setti þá í tukthúsið. Þeim var haldið þar í tvo daga, en að kveldi annars dagsins, þegar byrjaði að skyggja slepti fSngavörðurinn þeim, því enginn hafði klagað þá. Úti fyr- ir fangahúsinu voru tveir bílar, nóttin og þögnin. Seinna þegar fangavörðurinn var kvaddur til sagna, sagði hann: “Mér heyrðist eg heyra negra hrópa: “Taktu mig ekki.” En 'hann hugsaði ekkert meira um það. Daginn eftir að þetta skeði, kom Albert Harris, sem með Jóni var, og sagðist ekkert muna frá kvöldinu áður, annað en, að einhver hefði sagt: “Þú ert heiðarlegur negri, við gjörum þér ekkert.” Hann hafði verið barinn á höfuðið með skamm- byssuskafti. Eftir miðjan dag á þessum sama degi, voru 4 veiðimenn á ferð skamimt frá bænum, þeir fundu Jón Jónsson; hann lá þar við veginn dauður og hafði ver- ið hýddur, svo að líkami hans var eitt svöðusár frá hvirfli til ilja. Þegar að rannsókn var hafin út af þessu vissi enginn peitt. Þetta var sjöundi negrinn, sem líflátinn var í Suðurríkjunum, án dóms og laga, á þremur vik- um. 4-4-4 ARGENTÍNA Hinn nýi innflutningaráðherra í Argentínu, Dr. Santiago N. Peralta hefir gjört eftirfarandi yfirlýsing í sambandi við inn- flutning fólks til Argentínu: Þúsund “Quislingar” frá Noregi eru vel)komnir til Argentínu. Stjórnmálaskoðanir Evrópu- manna koma okkur ekkert við — Allir Skandinavar eru velkomnir til Argentínu. Argentína hefir verið að semja um innflutning á herfylkingum Wladislau Anderes hershöfðingja — það eru Pólverjar, sem engir vildu móttöku veita. Þeir koma með allan sinn herútbúnað — þar á meðal skriðdreka sína, sem við breytum undir eins í traktora. Fólk það, sem inn til Argentínu flytur verður aðallega ítalir, Spánverjar, Skandinavar, Irar og Arabar. Vesaldómurinn, sem grúfir yfir stríðssárri Evrópu, verður þar að vera. Slíkt rekalc á ekkert erindi til Argentínu. Við þurfum á hraustu og starfshæfu fólki að halda, en verðum að sneiða hjá úrættuðu þjóðflokk- unum.” Dr. Peralta er ekki Gyðinga- hatari. Hann sagði: “Eg hefi ný- lega leyft 5,000 Aröbum land- göngu í Argentínu. Arabar og Gyðingar eru bræður. Eg gjöri engan mun þeirra á milli.” BRAZILÍA Það er enginn vegur til, til Dess að komast undan heiftanhug Shinto Rómei félagsmanna, sagði Japani einn við lögregluna í Brazilíu nú um'daginn eftir að hún hafði tekið hann fastan, og ástæðan var þáttaka hans í mál- um Shinto-félagsins, sem er leynifélag Japaníta. Og þetta var meira en geipið eitt, því 200,000 Japanítar, sem búsettir eru í San Paulo hérað- inu í Brazilíu, hafa átt við ógnir og ofsóknir að búa — það er að segja allir þeir, sem töluðu um eða viðurkendu ósigur Japana, síðastliðna sex mánuði. Þessir japönsku imperialistar höfðu drepið 13 af löndum sínum sem viðurkendu ósigur heimaþjóðar sinnar og sært aðra 13. 15. þessa mánaðar átti að gjöra ákveðna tilraun til að ryðja þess- um uimskiftingum úr vegi, en svo nefndu leynifélagarnir þá, sem ósigur Japana viðurkendu; og á fundum félagisns var ákveðið hverja skyldi eyðileggja í það eða það skiftið. 15. ágúst hlupu 18 slíkra manna, sem ekkert nema dauðinn lá fyrir, á mörk- ina, þar sem þeim lenti í kasti við lögregluna. Tilraun lögreglunnar til að stoppa þessa óhæfu, hefir ekki haft önnur áhrif, en að aúka og magna <grimd þessa illræmda leynifélags. 4 4 4 NEW GLARUS WISCONSIN Fyrir hundrað árum síðan komu 27 bændur frá Canton Glarus í Sviss til Wisconsin og mynduðu þar bygð og skírðu hana New Glarus. Bygð þessi óx. Þessir Svisslendingar byrj- uðu með því að rækta korn í land- inu nýja, en það gafst ekki vel, svo þeir ihættu við það að mestu og keyptu sér mjólkurkýr og síð- an hefir bygð þeirra blómgvast ár frá ári, hagur þeirra batnað, og svissneska fólkinu, sem hefir haldið fast við feðra-arf sinn fjölgað. I bygð þeirra var bær bygður — New Glarus — sem telur 1086 íbúa; þar var hundrað ára afmælis bygðar þessa fólks í Wisconsin minst nýlega með viku hátíðahaldi. Eitt af því merka og einkennilega sem þar fór fram var sýning, dramatísk sýning á viðburðuim úr sögu New Glarus bygðarinnar í 101 ár. I sýning þeirri tóku 120 New Glarus búa þátt og fólk kom úr öllum áttum til að sjá, og líka til virðingar- votts við fólk bygðarinnar, sem nú er orðið bandarískar konur og menn, þótt það enn haldi í heiðri og beri virðingu fyrir lífs- háttum, lífsreynslu og menningu feðra sinna. 4 4 4 Eldur kom upp í Canada Fish Producers byggingunni á Cham- bers stræti hér í bænum, 23. þ. m. og gjörði mikinn skaða bæði á byggingunni sjálfri og eins á vörum, sem í henni voru. Ráðs- maður félagsins, Mr. James H. Page áætlaði að skaðinn mundi nema um $18,000.00. Einhver váitrygging var bæði á bygging- unni og vörunum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.