Lögberg - 29.08.1946, Blaðsíða 3

Lögberg - 29.08.1946, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. ÁGÚST, 1946 Helíum Helíum er loftefni, sem finst í iðrum jarðar. Það er bragðlaust, litarlaust, lyktarlaust, getur ekki brunnið, getur ekki valdið sprengingum og er algjörlega óskaðlegt. Það er unnið úr jarð- gasi, sem streymir upp úr olíu- brunnunum í Bandaríkjunum, en er hvergi að fá annars staðar, svo að menn viti. Og það varð eitt af þýðingarmestu hráefnum Bandaríkjanna í stríðinu. Þýzkir vísindamenn höfðu ©kkert helium til uimráða. En Þeir höfðu fyrir löngu séð hve Þýðingarmikið það var. Árið 1937 fórst hið mikla þýzka loft- far “Hindenburg” og brann hjá Lakehurst í New Jersey. 1 loft- belg þess var venjulegt gas og Því fór sem fór. Þá báðu Þjóð- verjar Bandaríkin um helium til þess að hafa það ’í belgi loft- fara, svo sneitt væri hjá bruna- hættunni. Ickes fulltrúa grun- aði að Þjóðverjar ætluðu sér á þennan hátt að komast yfir heliumbirgðir til hernaðarþarfa, °g neitaði því um útflutnings- leyfi. Það var árið 1918 sem stjórn Bandaríkjanna tók í sínar hend- ur alla framleiðslu helium og var það fyrst eingöngu notað í flugbelgi. Þessir flugbelgir reyndust hafa geysimikla þýð- ingu nú í stríðinu í baráttunni við kafbátana og fyrir veðurat- huganir í háloftufti. Fyrsti maður, sem vann helium úr jarðgasi var dr. H. P. Cady efnafræðisprófessor við haskól- ann í Kansas. Hann náði 1.87% af helium úr jarðgasinu. C. W. Sei-bel lærisveinn hans var sá fyrsti, sem samdi doktorsritgerð um helium og flutti hann í apríl 1917. Um það leyti var ekki til nema svo sem eitt teningsfet af helium í Bandaríkjunum. Þetta eina teningsfet kostaði þá 2500 dollara. Hermála- og flotamálaráðu- neytin veittu þá nokkrum mönn- um styrk til þess að halda áfram rannsóknum á helium. Var þá hafin leit að heliumnámum um oll Bandaríkin. Óteljandi sýnis- horn af jarðgasi, sem tekin voru hingað og þangað, voru rann- sökuð af kostgæfni og stóð Seibel fyrir þeim rannsóknum. Við Þessar rannsóknir kom í Ijós að naest var af helium hjá Fort Worth í Texas. Voru nú settar UPP vfnslustöðvar til þess að vinna helium úr jarðgasi og fjölgaði þeim óðum. Og þegar stríðinu lauk í fyrra voru til í Bandaríkjunuim 'heliumbyrgðir, sem námu 147 þús. teningsfetum. Cg nú hafði verðið á því heldur en ekki lækkað frá því sem það var 1917. Nú kostaði tenings- fetið ekki nema 50 cent og fram- leiðslukostnaður er nú kominn niður í eitt cent á teningsfet. Árið 1937 var framleiðslan orð- in meiri 'heldur en stjórnin þurfti að nota og var þá gefið leyfi til þess að selja helium innanlands, °g er nú farið að nota það á mjög margvíslegan hátt. En þó má segja að notkun þess sé enn á byrjunarstigi, því að helium má nota með góðum árangri á ótal sviðum og í hinum ólíklegustu augnamiðum. Það hefir t. d. reynzt ágætlega við kafanir. Þá er því blandað saman við súrefni það, er kafar- inn andar að sér. Áður var ekki hægt að kafa dýpra en 300 fet, og gat þó kafarinn ekki hafst við á svo miklu dýpi nema fá- einar mínútur. Nú geta kafarar farið niður á 300 feta dýpi og unnið þar í sex klukkustundir samfleytt, án þess að verða meint af, og komast jafnvel niður í 600 feta tfýpi og geta unnið þar stutta stund. Þegar kafarinn andar að sér venjulegu lífslofti á miklu dýpi, þar sem vatns- þrýstingurinn er mikill, verður honum þegar ómátt og hann verður ruglaður í höfðinu. En Þegar hann andar að sér helium ásamt lífsloftinu, þá ber ekkert á þessu. Mest hætta stafar köf- urum af blóðstíflun, en þegar helium er notað er sú hætta eng- in, því að það hreinsar blóðið með ótrúlegum hraða. Þá er og farið að nota helium til þess að fylla hjólhringa undir flugvélum. Þar sem helium er sjö sinnum léttara heldur en loft, hefir þetta mikla þýðingu þar sem um stórar flugvélar er að ræða. Hinar stærstú Lock- heed flugvélar léttast t. d. um 100 puwd þegar helium er haft í hjólhringana í stað lofts. En þó getur verið að helium fái mesta þýðingu fyrir læknavís- indin. Nú þegar eiga öll helstu sjúkrahús í Bandaríkjunum birgð ir af heliu/m. Dr. Alwan L. Bar- aoh prófessor við Columbia há- skólann hefir sagt svo frá að helium hafi bjargað lífi margra, sem þjáðust af “asthma.” Með því að dæla blöndu af súreíni og helium í lungu sjúklinganna, léttir þeim undir eias. Helium hefir iþann eiginleika, að það get- ur smogið í gegn þar sem loft kemst ekki. Þegar helium kem- ur í lungun opnar það lokuð hólf svo að lífsloftið nær að komast þar inn og fylla þau. Það hefir líka verið notað með góðum árangri við andþrengsli, sem stafa af öðrum orsökum, t. d. þegar nýfædd börn ætla ekki að geta náð andanum. Margir menn hafa dáið af svæfingu vegna þess að lungun þola ekki svæfingarmeðalið, eða það að það sezt fyrir í krókum og kimum lungnanna og veldur slæmum eftirköstum. Með því að láta sjúkling anda að sér he- lium jafnframt, er þetta fyrir- bygt. Vegna þess hvað helium er létt, fer það um öll lungun og “skolar” þau, ef svo mætti að orði komast. Þá hefir og helium reynzt á- gætt þegar sjóða þarf saman létta málma. — Magnesium er léttur og steríkur málmur og mjög hent- ugur í flugvélar, en það er ekki hægt að sjóða það saman á venj- ulegan hátt. Það þolir ekki log- ann á samsuðutækinu. Nú hafa menn tekið upp á því að hafa ofurlitla heliumdælu rétt við logapípuna. Á þennan hátt myndar heliumstraumurinn eld- trausta blíf milli logans og málm- sins, en hitinn er nógur til þess að bræða málminn saman svo að engin misfella verður á. Þá hefir helium mikla þýðingu að öðru leyti fyrir málmsmíði. — Mörg af hinum fínustu á- höldum, sem verða að vera svo nákvæm að ekki má skakka ör- litlu broti úr hársbreidd, eru smíðuð ur heitum málmi og síð- an hert. Vildi þá oft bera við að þau breyttu sér eitthvað við herzluna, og skemdust af súr- efni loftsins á meðan þau voru að kólna. Nú er helium notað við herzluna og þá ber ekkert á þessu. Eins og áður er getið er fram- leiðsla á helium eingöngu í höndum stjórnarinnar í Banda- ríkjunum. Á hún stór náma- svæði í New Mexico, Utah og Texas. Gagnauðugustu nám- urnar eru í Rattlesnake Field í New Mexico. Þar fást 7% af helium úr jarðgasinu, en annars staðar faést ekki meira en tæp 2 %. I stríðinu voru bygðar fimm vinslustöðvar en nú er fram- leiðslan orðin svo mikil, að ekki er nema ein þeirra starfrækt. Lesbók Morguribl. Þú getur ekki kent neitt— Stúlkan: “Herbert, þú hefðir ekki átt að kyssa mig hér á al- manna færi; mér er sama þó farið væri að skyggja.” “Hvað ertu að segja, mann- eSkja?” spurði Herbert. “Eg kysti þig aldeilis ekki. Eg vildi bara að eg vissi hver það var sem kysti þig. Eg svei mér skyldi kenna honum lexíu.” Stúlkan, andvarpandi: “Þú getur ekki kent neitt.” FRÉTTIR NOREGUR út eins og timbur, sem náttúran hefir framleitt, heldur hefir líka að geyma öll einkenni þess. Öll óhreinindi lyngsins eru hreinsuð Business and Professional Cards Landbúnaðarráðherra Noregs hefir lýst yfir því, að heyfengur þar í landi í sumar, sé nærri bú- inn að ná því sem að hann var fyrir stríðið. í Suður Noregi hefir heyskapurinn gengið ágæt- lega, nálega alt hey komið undir þak 15. ágúst. En í vesturhluta Noregs hefir heyskapurinn ekki gengið eins greitt sökum voh viðra. Helmingur heyja er enn chirtur í Þrændalögum. Það er áætlað, að heyfengur Norð- manna í ár verði 90% af órækt- uðu, en 94% af ræktuðu heyi, við það sem hann hefir ’verið í meðal árferði. Korn-uppskeran er álitin jaÓ verða muni 99% af því, sem hún vanalega hefir verið, og er lítill eða enginn munur á hinum ýmsu korntegundum að því leyti. Kartöflu uppskera mun vera 98% af því vanalega. En upp- skera annara garðávaxta er álitið að muni ná um 80% af meðal- uppskeru. Útlit með aldina upp- skeru var fram úr skarandi gott, en votviðratíðin hefir nokkuð dregið úr þeim horfum, svo sú uppskera verður vart meiri en í meðallagi. Skamti á mjólk var hætt í Noregi síðari partinn af júlí og var það ósegjanleg blessun, en því miður á hún ekki að vara lengi, því mjólkurframleiðsla í Noregi hefir farið þverrandi, því besti beitartíminn er liðinn og bitJhagar illa sprottnir sökum regnskorts, einkum í austurhluta landsins. ♦ ♦ ♦ TANNU TUVA Svo heitir landflæmi á stærð við Nevada-ríkið í Bandaríkjun- um og liggur á milli Síberíu og Mongólíu hinnar ytri. Tala íbúa þess, er 65,000 og stunda þeir landbúnað og málmgröft. Fólk þetta, sem sjálfu sér hefir verið ráðandi í 25 ár, mintist þess 25 ára afmælis nýlega með því, að 50,000 Tuvanians sendu Stalin ávarp, sem þeir allir skrifuðu undir, þar $em þeir votta honum þakkir fyrir föðurlega vernd, og það veglyndi að frelsa þá frá ó- færum auðvaldsbrautarinnar og var sú yfirlýsing fyrsta hug- myndin, sem umheimurinn hafði um það að fólk þetta hefði geng- ið Soviet-stjórninni í Moskva á vald. Þeir tilkyntu Stalin og að þeir hefðu löggilt málið rúss- neska í sínu landi, stofnað sam- eigna og samvinnu bújarðir, sam- eigna skóverkstæði, sameigna gull, kola og salt gröft. Og skjal þetta klykkir út með að segja: “Og nú höfum við okkar eigin vitsmunamenn.” ♦ ♦ ♦ TILBÚIÐ TIMBUR ÚR LYNGI Timlbur framleiðsla á Bretlandi hefir alltaf verið af skornum skamti, og hafa þeir orðið að flytja inn mestan hluta timburs þess er þeir þurfa á að halda. Heildsölu samvinnufélagið skozka, hefir að undanförnu ver- ið að gjöra tilraunir með að búa til tirnbur úr lyng-tegund, og hefi rtekist að framleiða tegund efniviðs, sem ekki aðeins lítur með sandblásturs vél og tref jarn- ar svo lagðar í þar til gjörða tré- kvoðu, sem svo er pressuð í vél, í harða, flata tré-kubba. Sagt er að þessi tegund viðar verði mjög vel faliin í gólf í húsum, og í margslags innanhússmuni. ♦ ♦ ♦ NÝ BIFREIÐ tf Komin er á markaðinn í Lund- únum, bifreið með alveg sér- stakri gerð og er sérstaklega ætluð vönuðum hermönnum eða krippluðu fólki. í bifreið þessari er aðeins eitt sæti og má setja hana á það, og stoppa hvort sem vill með höndum eða fótum, eða þá með höndum og fótum sam- eiginlega. Hún getur farið 35 mílur á klukkutímanum og 65 mílur á hverju gallóni af gasolíu. Hún er 2 ft. 6 þuml. á breidd og kostar £198 — $792.00. MIKLAR VERKLEGAR FRAMKVÆMDIR Á DÝRAFIRÐI Tíðindamaður blaðsins hitti í gær Jóhannes Davíðsson frá Hjarðardal að máli, og spurði hann frétta vestan af Dýrafirði. Frásögn Jóhannesar fer hér á eftir: — Sláttur er nýbyrjaður á Vestfjörðum. Spretta er mjög misjöfn, góð á þeim blettum sem tilbúinn áburður var borinn á nógu snemma. En meginið af áburði Vestfirðinga komst ekki vestur fyrr en um seinan, vegna flutningaörðugleika milli Reykj- avíkur og Vestfjarða. Hafa bændur orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni af þeim orsökúm. Sauðburðurinn gekk mjög vel í vor. Maímánuður var hlýr og góður, grasspretta þá fljót. Júní mánuður var aftur á móti kald- ur og þurrviðrasamur og háði það grassprettu mjög. 1 Dýrafirði er mikið um verk- legar framkvæmdir í sumar. Á Þingeyri eru rsmíðum þrjú íbúð- anhús, af þeim er eitt læknisbú- staður. Þar er einnig verið að ljúka við byggingu hafskipa- bryggju. Unnið er að framleng- ingu brimbrjótsins í Alviðruvör. í Mýrahreppi eru tvö íbúðarhús í smíðum. Auk þessa er mikil vegavinna á Hrafnseyrarheiðar- vegi og víðar í firðinum. Tilfinnanlegur skortur á mann- afla, og dregur það úr öllum framkvæmdum. Einkum er til- finnanlegur skortur á smiðum, svo örðugt reynist fyrir þá sök að koma þessum framikvæmdum áfram, soiai þegar eru hafnar. Hraðfrystihús Dýrfirðinga varð að hætta að taka á móti fiski í maímánuði, vegna Skorts á verk- afólki og varð því að neita mörg- um bátum um að taka af þeim fisk. Tveir bátar frá þingeyri, Sæ- hrímnir og Sikíðblaðnir, eru farn- ir á síld, en fiskibátum, smærri og stærri, er ekki róið vegna þess, að hraðfrystihúsið getur ekki veitt afla þeirra móttöku af áðurnefndum orsökum. Tíminn, 10. júlí. ORÐSENDING TIL IIAUPENDA LOGBERGS OG HEIMSKRINGLU A ISLANDI: MunitS a8 senda mér fi.skriftarg'jöld a8 blöSunum fyrir jdnílok. AthugiS, a8 blöSin kosta nö kr. 25.00 árangur- inn. Æskilegast er a8 gjaldI8 sé sent I pöstávtsun. BJÖRN GUÐMUND88ON, Reynimel 52, Reykjavtk. DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talstmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOingur i augna, eyma, nef og kverka sfúkdómum. 704 McARTHUR BUILDING Cor. Portage & Main Stofutfmi: 2.00 til 5.00 e. h. nema á laugardögum. DR. ROBERT BLACK BérfrœBingur i augna, eyma, nef og hdlssjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrlfstofustmi 93 851 Heimasimi 42 154 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. íslenxkur lyfsali Fólk getur pantaS me8ul og anna8 me8 pósU. Fljót afgreiOsla. A. S. B A R D A L 84S SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarCa og- legsteina. Skrifstofu talsimi 27 324 Heimilis talsími 26 444 Phone 31 400 Electrical Appllances and Radio Service Furniture and Repairs Morrison Electric 674 SARGENT AVE. ppiNCcn MESSENQER SERVICE Vi8 flytjum kistur og töskur, hflsgögn úr smærri !bú8um, og húsmuni af öllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Stmi 25 888 C. A. Johnson, Mgr. TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING Winnlpeg, Canada Phone 49 469 Raxllo Service Speciallsts ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prof). The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Wholesale Distributors of FRE8H AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stf. Verzla t helldsölu me8 nýjan og froslnn flsk. 303 OWENA STREET Skrlfst.sfml 25 355 Heima 56 462 Argue Brothers Ltd. Real Estate, Flnancial, Insurance LOMBARD BLDG., WINNIPEG J. Davidson, Representative Phone 97 291 DR. A. BLONDAL Physician and Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Stml 93 996 Heimili: 108 CHATAWAY Stmi 61 023 Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET (Beint su8ur af Banning) Talstmi 30 877 V18talsttmi 3—5 efUr hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL AKTS BLDG. Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG DR. J. A. HILLSMAN Surgeon 308 MEDICAL ARTS BLDG Phone 97 329 Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 555 For Quick Reliable Service J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgB. bifreiBaábyrgS, o. s. frv. PHONE 97 638 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Stml 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDBON Your patronage wlll be appreclated C A N A D I A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Frjah and Frozen FlSh. 311 CHAMBERS 8TREE5T Offlce Ph. 26 328 Ree. Ph. T3 917

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.