Lögberg - 29.08.1946, Blaðsíða 4

Lögberg - 29.08.1946, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 29. ÁGÚST, 1946 --------Hogberg------------------------ Gefi8 út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 í'.argent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG J95 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Averue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Harmleikur Skýin grúfa grimm og dökk yfir framtíðinni. Vonir mannanna, um ör- yggi, eining og frið, eru að verða að táli. Mannslífin öll, sem fórnað var í stríðinu síöasta, til tryggingar eining og friði, virðast gleymd. Þakklætistil- finningin í sambandi við þær fórnir er dofnuð, kólnuð og dáin. En sérdrægnin síngirnin og sjálfsþóttinn sezt í sitt gamla sæti. Þannig verður manni á að hugsa þeg- ar maður lætur hugann dvelja við það sem er að gjörast á friðarþinginu í París og í sambandi við friðarþingið ofe friðar- málin. Þingið sjálft hefir nn setið á rökstól- unum í þrjár víkur og ekki einu einasta atriði í sambandi við friðarsáttmálana fimm hefir verið ráðið til lykta. Verk- efnin, tíminn og tækifærin hafa druknað í endalausu þrasi og skilmingum, um að stöður og áhrif. Friðárþingið, í stað þess að sameina einstaklinga og þjóðir, um frið og feg- urri daga, er að verða. eða er orðið, af- spyrnu átak, um yfirráð og völd, á milli tveggja mannfélagsstefna. Hinar vest- rænu og hinnar austrænu, — á milli lýð- ræðisstefnunnar vestrænu og kommún- istisku stefnunnar rússnesku. Á meðan að þannig stendur, er naumast mikilla afkasta að vænta af þinginu, né heldur frétta. Ehi það er ýmislegt að koma fyrir utan þingsins, sem vert er að geta, og sem málum þingsins ör ekki óviðkomandi og reynd- ar engum öðrum. Mitt í þessu þófi í París sendir Soviet-stjórnin á Rússlandi kröfu til Tyrkja og vestrænu þjóðanna um þátt- töku í framtíðar vörn og stjórn Hellu- sundanna. ♦ Hún krefst þess fvrst að Montreux sáttmálinn frá 1935, sem gaf Tyrkjum aftur full umráð yfir sundunum, sé end- urskoðaður. Annað, að þeim sé veitt jafnrétti við Tyrki að víggirða og ráða yfir sundun- um. Þessi alvarlega krafa er borin fram af Rússum einmitt þegar alt er í öng- þveiti á friðarþinginu. Hvort mundi slíkt til friðar gjört? Elkki er það minstum vafa bundið, að Soviet-leiðtogarnir vissu, áður en þessi krafa var borin fram, að henni mundi verða neitað, bæði af Tyrkjum og vestrænu lýðveldunum, eins og raun hefir á orðið, því þau hafa öll þrjú, Bandaríkin, Bretar og Frakkar neitað, að veita Rússum slík réttindi og hafa bent á, að veita þeim jafnan rétt til umráða og víggirðinga og Tyrkjum, meini ekkert annað en fá Rússum yfir- ráðin í hendur, sökum herstyrks þeirra. Hversvegna er þá þetta gjört? Til þess að etja afli við vestrænu þjóðirn^r og sjá hvað langt að Soviet- isku leiðtogunum sé fært að halda, án þess að stofna til vopnaðs ófriðar. Friðarþingið, sem átti að vera heim- kinni friðarins, er orðið að orustuvelli tveggja ólíkra og ósamræmarílegra lífs- stefna. Að þetta sá meira en látalæti eða stefnufylgi af vorri hálfu, skal á annað tilfelli bent, eða heldur tvö tilfelli, sem skeðu bæði í þessum mánuði; þau skeðu utan Rússlands, en í landi, sem Rúss- landi er háð Júgóslavíu. Tvær flugvélar, sem flugu yfir part af Júgóslavíu, báðar f rá Bandaríkjunum, voru skotnar niður af herflugvélum Júgóslavíumanna. Önnur flugvélin var skotin niður 9. ágúst, og komust allir, sem í þeirri flug- vél voru lífs af, þó einn þeirra væri al- varlega særður. En þeir voru allir hand- teknir og varpað í fangelsi. Hin vélin var skotin niður á sama hátt 19. þ. m. Það var einnig bandarísk flutninga- flugvél. Tveir af fimm mönnum, sem í þessari flugvél voru, sáust henda sér út úr flugvélinni með fallhlífar og er talið líklegt að þeir hafi komist lífs af. Hinir þrír voru í vélinni, er hún féll alelda til jarðar. Þettji mundi heldur ekki vera af neinum skynbærum manni talinn frið- arboði. Enda reyndist það svo. því óðar en þetta illræði var framið, sendi stjórn Bandaríkjanna Júgóslövum, eða leið- toga þeirra Tító marskálki, lokakröfu (ultimatum) um að láta lausa flugmenn og farþega, sem voru í fyrri flugvélinni, sem þeir skutu niður og veita sendi- herrum Bandaríkjanna heihiild og full- an rétt, til að rannsaka hið síðara til- felli, og gaf Júgóslövum 48 klukkutíma til gð segja annaðhvort já eða nei. Ef að . Júgóslavíumenn neituðu kröfunni, kváðust Bandaríkin ekki aðeins leggja þetta atriði, heldur og öll friðarmálin fram fyrir öryggisráð þjóðbandalagsins. Svarið kom frá Júgóslavíumönnum og það var “já”; og Bandaríkjafangarnir í Júgóslavíu voru látnir lausir Þessi hryggilegi harmleikur hefir gengið svo langt, að Bandaríkjastjórn- in, í nafni hinna vestrænu lýðveldis- þjóða hefir nú sagt hingað og ekki lengra. En hvað skyldi svo taka við? Söltuð síld eða rauð * ísland er andstæðanna land. Úr heimskautalanda jarðvegi þess spýtast heitir vatnsstraumar. EJinu sinni var það einbúi Atlantshafsins. Nú liggja krossgötur veraldarinnar um það. Nátt- úruauður þess er takmarkaður, en tvær voldugustu þjóðir heimsins keppa um það. í gær voru það Bandaríkin, sem báðu um að fá að hafa varanlegan flugvöll þar, og það sló ótta á Soviet-stjórnina rússnesku. í dag erum það við, sem erum áhyggjufullir út af því tiltæki Rússa að semja um kaup á meiripart- inum af sjóafla íslendinga, sem til sölu er. Bandaríkjamenn yfir höfuð að tala eru ekki fiskátu menn, samt er fiskiverð yfirleitt okkur ekki óviðkomandi, frá hagfræðilegu sjónarmiði. EJn þegar við fréttum að Rússar ætluðu að borga ís- lendingum 30—50% hærra verð fyrir fisk þeirra en aðrar þjóðir, þá vakti það grunsemd vora. Þegar við sjáum valda- fýsn þá, sem nú leikur lausum hala í heiminum, höfum við ástæðu til að halda, að pólitíska bragðið að síldinni í Kremlin þyki ekki verra en saltbragðið. Meira en 80% af útfluttum vörum íslendinga eru sjávarafurðir, sem aftur ráða innkaupsþrótti þjóðarinnar. Og það er ósvikin kenning Marx og marxist- anna, að hver sá sem nær valdi á fiski- markaði íslendinga, nái og valdi á stjórnmálum þeirra. En þessi hugmynd um að kaupa vin- sældir, er gömul aðferð, sem leikin hefir verið, og karl Marx á ekki einn frum- kvæði að henni. Nazistárnir reyndu hana í skandinavisku löndunum og í Suður-Ameríku. Við og Bretar höfum reynt það. Nú eru Rússar að biðla til Dana og íslendinga, með því að bjóða þeim hærra verð fyrir vörur þær, sem þeir hafa til sölu og útflutnings. Viður, kol og Bandaríkjadollarar eru í boði sem borgun frá Rússa hálfu. ' Er Soviet-stjórnin á Rússlandi að reyna að kaupa íslendinga fyrir síldar- sleikju? Það er ekki óhugsanlegt, en ekki er það líklegt. Það hefir aldrei verið markaður fyrir íslenzkar vörur á Rússlandi, en lifnað- arhættir Rússa eru nú fyrst í uppgangi. Pólland og Finnland eru nú valdsetin af Rússum, en íslenzka síldin hefir lengi verið uppáhaldsréttur þeirra. Að undanförnu hefir aðal fiskimark- aður skandinavisku landanna verið á Englandi og Englendingar því ráðið fiskverðinu, og sökum hagsýni sinnar, hafa þeir haldið verðinu niðri og notið ódýrrar fiskiframleðslu Norðurlanda- búa með skipulagning markaðarins og sterlingspundsins. Þessi hagfræðilega innrás Rússa til Norðurlanda er öll á kostnað Breta, og þeir eru vissir með að ná þar góðri fót- festu á meðan að Bretar halda verð- lagsstefnu þeirri, sem þeir nú fylgja. -f-f-f -f -f -f -f-f-f í SAMSÆTI FYRIR AFTURKOMNA HERMENN, Geysir, 18. ágúst 1946. Nú er bezt að flytja lof í Ijóðum, leiká allt á hina dýpstu strengi, einnig vert að þakka Guði góðum, sem gaf oss aftur vora kæru drengi. Það var lán að fá þá flesta aftur — fylgt þeim hefur drottins náð og kraftur. Þó ekki gangi allt að ósk og vonum, er einkisvirði támanlegur gróði hjá því, að verða’ að sjá af beztu sonum í sigurvon að fórna lífi og blóði. Því er gott þeim glöðum hér að mæta; við gjarnan vildum kjörin liðnu bæta. Við þökkum þeirra jjáð og drengskap sýndan, og djarfmannlegan þátt í sigurvinning, Einnig skal um halinn horska, týnda, í hjörtum okkar geyma dýra minning; hann átti móður eins og flestir hinir, það allir skilja rnínir kæru vinir. % Freyja hefur fagnað þeim að vonum, og fagurlega búið allt í haginn; það er altaf sómi að góðum sonum, sannarlega kom það hér á daginn. Viljugir þó væru þeir í sukkið, verður þeirra minni í kaffi drukkið. -f -f -f -f Erviðleikar þeir í sam- bandi við gjaldmiðil Breta, sem skapast við að kaupa skandinaviskar vörur, sem borgað er fyrir með dollur- um, svo þær þjóðir geta keypt Bandaríkja vörur, komu berlega í ljós í sam- bandi við ísland. Á stríðsárunum keyptum við um 65 miljón dollara virði af fiskiafurðum á ís- landi handa Englendingum og borguðum með lánsfé til Englands. íslendingar ke*yptu Bandaríkja vörur fyrir dollarana hér í landi, og það sama gjöra þeir við dollarana sem þeir fá í Rússlandi. Þessar aðstæð- ur eru hin skýrasta skila- grein á því hve óumræði- lega níikils virði að lánveit- ingfn síðasta til Breta, er fyrir verksmiðjur og akur- yrkju vora, ekki síður en Breta sjálfa. Hættan, sem samfara er hagfræðilegri þróun Rússa í skandinavisku löndunum er, að með henni fylgir póli- tískur áróður. Það eru fimtu deildar kommunistar á lýðræðis landinu íslandi nú í dag og þessi verslunar samningur Rússa er af á- .settu ráði gjörður til þess, að han verði þjóðinni kunn- ur, þegar alþingis koningar- uar fara fram í næsta mán- uði og það er gengið út frá því að hann muni ekki skaða kommunistana 10 sem nú eiga sæti á þingi þjóðarinnar né heldur tækifæri þeirra til þess að auka tölu sína í kosningun- um, og ekki heldur er mein- ingin að draga úr áhrifa- valdi þeirra tveggja manna úr þeira flokki sem nú mynda stjórn íslands með öðrum fjórum. Klaufaleg meðhöndl- un utanríkisdeildar okkar, og framhleypnisleg árás Wallace ritara og Senator Peper í sambandi við flug- vallar málið á íslandi gaf kommúnistum þar byr í seglin. Afleiðingin af því er að sól Rússa er að rísa á íslandi, en okkar er að ganga til viðar. EJn að Rússum takist að kaupa sjálfstæði hinna þrautseigu íslendinga fyrir skamt af síld er vægast sagt, vafasamt. Þegar Rússar fara að sýna íslendingum hinar raunverulegu hliðar sínar, þá fá þeir máske sömu út- reiðina og við fengum. Eh ef Rússar fá vilja sínum framgengt, þá er ekki hægt að segja að við séum al- saklausir frá að fáni rauðu sveitanna var dreginn að hún á íslandi. —Minneapolis Sunday Tribune, 9. júní 1946. Nýr slökkvibíll tekinn í notkun Slökkvilið hefur fest kaup á fullkomnum slökkvibíl, sem not- aður hefir verið á flugvellinum við Keflavík. Dælivélar þessa bíls hafa fimm sinnum meiri þrýstikraft en dælivélar flestra hinna bíla slökkviliðsins, eða 1000 pund á hvern ferþumlung. Þessi mikli þrýstingur orsakar það, að vatnið breytist í þéttan úða, þegar það kemur úr slöng- unum og fær við þetta aukinn slökkvim'áitt, auk þess sem þetta minnkar mjög vatnsevðsluna. Enda þótt ýmsar viðgerðir þurfi að gera á þessum bíl, hefur hann þegar verið tekinn í notkun, mest vegna þess hve vatnsskort- ur er mikill í bænum. Slökkviliðið hefur pantað ann- an samskonar bíl frá Bandaríkj- unum og ýmis fullkomin slökkvi- tæki. Þjóðviljinn 1. ágúst.. FRÁ SUNRISE LUTHERAN CAMP 22. ágúst, að kvöldi dags. Nú er hljótt yfir staðnum. Sumarstarfinu lokið. Engir að leika sér á vellinum — samtal — söngur — hlátur og ærslin heyr- ast ekki lengur. Unglinga hóp- arnir hafa hver um sig sungið að skilnaði “God be with you till we meet again.” Vinir frá sumrinu hafa svo kvatt hver ann- an með orðunum “We will meet here next year.” Alls hafa um tvö hundruð manns notið hvíldar og fræðslu hér í sumar, undir umsjón leið- toga er hafa sýnt mikla árvekni og fórnfýsi. Námskeið í kristil^gu leiðtoga starfi var undir umsjón séra Eg- ils Fáfnis og séra Sigurðar Ól- afssonar. Hver þeirra annaðist um fjórar kenzlustundir. Tvær kenslustundir voru undir um- sjón séra B. A. Bjarnasonar. Eina kenslustund annaðist hver þeirra Dr. H. Sigmar, séra V. J. Ey- lands og séra S. Sigurgeirsson. Mr. Carl Freeman sýndi myndir frá Islandi á kvöldskemtun. — Leiðtogar þessa eldri unglinga é leikvelli, við kvöldskemtanir og við sund, voru þær ungfrúrnar Ingibjörg S. Bjarnason, Winni- peg; Jórunn Thordarson, Gimli, og Edna Thorleifsson, Langruth. Á sunnudagaskólakennara móti fruttu erindi iþeir séra H. S. Sig- mar, séra Rúnólfur Manteinsson, séra S. Sigurgeirsson, séra Sig- urður Ólafsson og séra Egill Fafn- is. Leiðtogar yngri stúlkna voru Miss Margrét Ólson, Mrs. Mar- gret Munson (kenzlukonur frá Steinbach og Winnipeg), Miss Betty Paulson, Winnipeg; Miss Sigurborg Oddleifson; Miss Shir- ley Ingjaldson og Miss Hulda Sigvaldson, allar frá Árborg. Leiðtogar yngri drengja voru þeir Baldvin Thorsteinson og Baldur Daníelson frá Winnipeg. Ennfremur aðstoðuðu við leið- togastarf, Emil Gillies, Winnipeg, og Karl J. Ólafson, Selkirk, er voru yfir helgi, hinn fyr- nefndi með yngri drengjum, hinn síðari með eldri drengjum. Hjúkrunarkonur voru þær Mrs. B. M. Paulson, Winnipeg, og Miss Lillian Townsend, Sel- kirk. Mrs. Liniker, Winnipeg, og Mrs. Oliver, Selkirk, önnuðust matreiðslustörf allan tímann. Öllum þeim sem hjálpað hafa er hérmeð þakkað af hjarta; bæði þeim sem hér er getið og hinna sem ekki eru nafngreindir, en Friðrik P. Sigurðsson. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ sem á ýmsan hátt hafa lagt fram krafta sína. — Við horfum fram á leið: Næsta- sumar verður fleira starfsfólk, allur útbúnað- ur betri. Þessa síðustu daga hafa verið lagðar imdirstöður minn- ingarskálans; þegar starf hefst næsta vor mun sú bygging verða fullgerð. — En á ný höfum við, sem hér höfum dvalið í sumar, orðið hrifin af “hvað æskan er ljúf og fögur.” Ingibjörg J. Ólafsson. Arnfinnur Jónsson skipaður skólastjóri við Austurbæjar skólann Arnfinnur Jónsson kennari hefur verið skipaður skólastjóri Austurbæjarskólans í Reyikja- vík. Arnfinur Jónsson er fæddur 7. maí 1896 í Skriðdal. Haustið 1918 fór hann í 4. bekk Mennta- skólans í Reykjavík og tók stúd- entspróf 1920. Fór til Þýzka- lands árið eftir og lagði stund á uppeldisfræði og heimspeki við háskólann í Leipzig 1921—1923. Haustið 1923 gerðist hann skóla- stjóri við barnaskólann á Eski- firði og gegndi þvá starfi í 16 ár, eða þar til hann fluttist til Reykj- avíkur 1939 og gerðist kennari við Austurbæjarskólann. Afstaða skólanefndar Vegna ran^hermis Vísis skal þetta tekið fram, um ’ afstöðu skólanefndar Austurbæjarskól- ans. Öll skólanefndin mælti með tveimur umsækjendanna, Arn- finni og Gísla Jónassyni, en ann- ars skiptist álit hennar þannig: Gísli Ásmundsson mælti mest með Arnfinni Jónssyni; Guðrún Guðlaugsdóttir mælti eindregið með Gísla Jónassyni, en Ásgeir Hjartarson taldi þá báða vel hæfa til starfsins, og skólanum vel borgið, hvor þeirra sem valinn væri. 1 áliti fræðslumálastjóra kom það skýrt fram, að hann taldi Arnfinn Jónsson hafa bezta menntun og að mörgu leyti mest til brunns að bera af umsækj- endunum. Hann mælti þó fremur með Gísla Jónassyni, ekki sízt vegna þess að hann taldi að ekki mætti missa Arnfinn Jónsson frá því vísindastarfi á sviði uppeldis- mála, sem hann vinnur nú.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.