Lögberg - 29.08.1946, Blaðsíða 6

Lögberg - 29.08.1946, Blaðsíða 6
 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. ÁGÚST, 1946 1 Margrét Werner Hinn löglegi erfingi að herragarðin- um var Ralph. Hann erfði mikið af peningum, lávarðstitilinn, landeignirn- ar, í einu orði sagt, allt sem verðmæt- ast var. Ralph hefði glaður viljað skifta á því öllu fyrir eina línu, eitt orð í erfðarskránni, sem hefði sagt, eða gefið til kynna að yfirsjón hans væri honum fyrirgefin. Hann hafði aldrei hætt að elska föður sinn. Það var ákveðið að lafði Cuming skyldi halda áfram að vera á Elmwood, þangað til að Ralph kæmi, en stjórn og meðferð eignanna skyldu vera undir hendi og stjórn Mr. Burt, lögmanns fjölskyldunnar. Lafði Cuming varð nú að fara til Mar- grétar og barnanna; nú varð að verða stór breyting þar, er svona var komið. Kona Ralphs og börnin, urðu nú að hef j- ast til sinnar tignarstöðu í mannfélag- inu, og hún gladdi sig yfir að hugsa um hversu si^nsamlega hún hefði hagað til með Margréti og uppeldi stúlknanna, því Margrét mundi nú vera fær um að fylla stöðu sína með sæmd. Hún sá í huga sínum fögnuð Ralphs yfir að sjá sínar fríðu og vel mentuðu dætur. Þrátt fyrir sína miklu sorg, hafði hún þó góða von um framtíðina. Hún skrifaði Margréti og sagði henni frá láti lávarðarins; og sagðist mundi brátt koma til hennar. Þe.ssi litla fjöl- skylda skyldi nú, að það var úti um þeirra rólega og kyrláta líf. Það fyrsta sem varð að gera, var að útvega sorgarbúninga. Margrét tók öllu rólega, en var kvíðin og óánægð. Systurnar spurðu hundrað spurninga um föður sinn, sem þær iönguðu svo mikið til að sjá. Þær vissu að hann fór burt af Englandi af óeiningu við föður sinn '— Það hafði lafði Cuming sagt þeim — en þær vissu ekkert um að þessi óeining stafaði af því, að hann hafði gifst móður þeirra. Eitt kvöld í byrjun september, kom lafði Cuming út á Werners búgarðinn. Hún bað fyrst um að tala við Margréti einsamla. Á þessum mörgu árum sem voru liðin, hafði Margréti lærst. að láta sér þykja vænt um móðir Ralphs, því hún var ávalt svo vingjarnieg við hana, og mild og aðlaðandi í umgengni. Mar- grét tók móti henni inni í herbergi sínu, á hinn virðulegasta hátt. “Eg vildi fyrst tala við þig,” sagði lafðin, “svo við getum gert okkar áætl- anir fyrir framtíðina, áður en börnin vita neitt um það. Eftir fáa mánuði verður Ralph kominn heim, og hvaða afstöðu hyggst þú þá að taka?” “Eg hef ekkert hugsað um það,” svar- aði Margrét. “Heimkoma sonar þíns kemur mér ekki hið minsta við.” “En,” sagði lafðin, “viltu þá ekki, vegna barnanna slaka til, á yfirborð- inu að minsta kosti, og sýna sáttfýsi?” “Mr. Cuming hefur aldrei farið þess á leit, og hann gerir það víst aldrei, lafði Cuming; það er eins fjarri honum, og mér.” Eftir þetta gat lafði Cuming varla sagt neitt, loksins sagði hún; “Margrét, eg hef aldrei spurt þig um ástæðuna fyrir því að þið skilduð, og eg kæri mig ekkert um að vita það. Sonur minn skrifaði mér að þið gætuð ekki framar lifað saman. Eg elskaði manninn minn og var honum ástúðleg og auðsveipin kona. Eg umbar geðsmunagalia hans, og dáðist að göfgi hans og dygðum, svo eg get ekki skilið, hvað eg ætti að gera, ef eg væri í þínum sporum. Eg segi við þig, það sem eg segi við Ralph, og það er hátíðlegt orð — það sem guð hefur sameinað, skulu mennirnir ekki að- skilja.’ Nú skal eg segja þér mína mein- ingu, og hún er sú, að það er ekkert sem getur réttlætt slíkan skilnað sem ykkar — ekkert nema hin svívirðileg- asta móðgun, og hin hjartalausasta grimd. Veldu það bezta, Margrét, slak- aðu til við manninn þinn. Trúðu mér, réttindi konunnar eru ekkert annað en heilaspuni og skilningsleysi; það að elska á mildan og kærleiksríkan hátt, að vinna ást og traust mannsins síns, er hið fegursta hrós og meðmæli. sem nokkur kona getur eignast. Jafnvel þó Ralph kuhni að hafa rangt fyrir sér, þá samt sem áður reyndu að sigrast á stjórnmensku þinni og reiði. og stígðu fyrsta sporið í áttina til að koma á móti honum.” “Eg get það ekki,” sagði Margrét al- varlega. “Ralph var æfinlega göfuglyndur og drengilegur,” hélt móðir hans áfram að segja. “Ó, Margrét, hefurðu gleymt að drengurinn minn, lagða alla sína fram- tíð í sölurnar fyrir þig?” “Nei,” svaraði hún biturt; “hann hef- ur ekki gleymt því heldur, lafði Cum- ing.” Minningin um þann órétt sem hún hélt að sér hefði verið gerður, var henni svo ógleymanlegur. Hún sá í huga sín- um hina aðláanlega fríðu og tignarlegu Miss Newton, og þá fágætu ró, sem hún sýndi ávalt, hvað sem fyrir kom. Það hlaut að stafa af sérstöku uppeldi. Hún sá andlit mannsins síns náblelkt af geðshræríngu og fyrirlitningu. Nei, aldrei aftur! Þessu yrði. aldrei gleymt. “Þú verður að taka stöðu þína í mannfélaginu,” hélt lafði Cuming áfram að segja;.““þú ert nú ekki framar sú sem þú hefur verið hingað til — Mrs. Cuming; þú ert nú lafði Cuming af Elm- wood, kona Cumings lávarðar, og móð- ir barnanna hans. Það eru svo margar skyldur sen nú hvíla á þjér, sem eg get varla talið upp, og þú mátt ekki skor- ast undan þeim.” “Eg hafna því öllu,” sagði Margrét rólega. “Eg vil ekki bera titil sonar þíns, eg vil ekki njóta auðæfa hans, né hans háu stöðu, og þeirra skyldna sem því fylgir. Eg neita að gera nokkuð sem miðar til sameiningar okkar.” “Og hvers vegna?” spurði lafði Cum- ing alvarlega. Margrét roðnaði í andliti og reiðin blossaði upp í hjarta hennar. “Vegna þess, að sonur þinn sagði orð við mig, sem eg get aldrei og vil aldrei gleyma,” sagði hún. “Eg gerði nokkuð sem eg hefði ekki átt að gera, eg var viti mínu fjær; eg var brjáluð af afbrýði, eg var hreint og beint blind — eg hagaði mér eins og flón — eg gerði það, sem eg veit nú, að er óheiðarlegt og lítils- virðandi. Eg vissi ekki betur, og hann hefði getað fyrirgefið mér, því hann gat vel skilið að eg gerði það af fávizku. En í nærveru hennar, sem eg hélt að væri keppinautur minn um ást hans, sagði hann, að hann yðraðist þess meðan hann lifði, að hafa gifst mér.” “Það .var skerandi orð,” sagði iafði Cuming. “Já, mjög skerandi; það helsærði hjartað í brjósti mér — það drap mig, eins ung og eg þá var, og síðan hef eg ekki lifað.” “Geturðu aldrei fyrirgefið það, og gleymt því, Margrét?” spurði lafðin. “Aldrei,” svaraði hún; “þessi orð hafa brent sig svo inn í hjarta mitt og heila, að þau eru ógleymanleg.” “Eg get ekki sagt meira, Margrét; vonandi að voldugri rödd en mín, tali til þín, sem þú tekur meira til greina.” Nú varð löng þögn. Lafði Cuming var hryggari og meir buguð en hún vildi viðurkenna fyrir sjálfri sér. Hún hafði ætlað að fara með konu sonar síns og börnin með sér, í sigurhrós för heim til sín; en nú gat það ekki hepnast. “Eigum við nú að tala unj börnin?” spurði lafðin loksins. “Það verður að' gera vissa ráðstöfun fyrir þeim.” “Já,” sagði Margrét. “Faðir þeirra hefir rétt til að krefjast þeirra, og eg er Adljug að beygja mig fyrir þeim rétti. Eg býst ekki við að honum muni nokkurn- tíma þykja vænt um þær, eða skifta sér af þeim, af því þær eru mín börn. En eg læt þær til hans og þín, lafði Cuming. Hin sælustu og beztu ár æfinnar hafa þær verið hjá mér; þess vegna verð eg að gera mig ánægða með það. Það er aðeins eitt skilyrði sem eg vil setja, sem er: að börnin mín heyri aldrei neitt um- tal um mig.” “Þá þekkirðu mig lítið, Margrét, ef þú heldur að slíkt geti átt sér stað. Viltu þá heldur skilja við börnin þín, en koma og vera hjá þeim?” “Já, miklu fremur,” svaraði Margrét. “Eg veit, að þú gefur þeim leyfi til að koma til mín, lafði Cuming. Eg hef í mörg ár gert mér það ljóst, að það mundi koma að því, og eg er undý" það búin.” “Kæra Margrét,” sagði lafði Cuming, með innilegri hluttekningu, “hefurðu hugsað útí það, hvað það meinar, að skilja við börnin sín — einangrun, leið- indi?” “Eg veit það allt saman,” svaraði Margrét. “Það verður þungt fyrir mig að bera, en ekki eins þungt og kvelj- andi eins og að þurfa að búa undir sama þaki, og faðir þeirra.” Margrét hlustaði rólega og með eft- irtekt, á fyrirætlanir lafði Cuming, með systurnar — þær áttu að koma til Elm- wood, og vera þar, og taka þá stöðu sem þeim tilheyrði, sem aðalsbornum. Mrs. Waughan átti að fara með þeim og vera þar, þar til nýji lávarðurinn, faðir þeirra, kæmi heim. Fyr en hann væri kominn heim, átti ekki að kynna þær í samkvæmislífinu; það hlaut að taka æði tíma til að æfa þær og kenna þeim allar hinar margbrotnu reglur og siði, sem staða þeirra í samkvænuslíf- inu krafðist, og sem þær höfðu enga þekkingu á áður. Svo þegar lávarður- inn kæmi heim, gæti hann gert þær ákvarðanir sem honum líkaði. “Hann verður svo upp með sér af þeim!” sagði lafði Cuming. “Eg hef aldrei séð eins fjöruga og fallega stúlku eins og Beatrice, og enga eins blíða, undislega og milda, eins og Lillian. Ó, Margrét, hvað eg skyldi vera hamingju- söm ef þú vildir vera hjá okkur.” Það sá engin á Margréti að hiin tæki nærri sér, að láta dætur sínar fara í burtu. Fyrst vildu systurnar ekki skilja við móður sína; þeim var kært þetta æsku- heimili sitt; þær gátu ekki skilið hví móðir þeirra vildi ekki koma með þem og vera hjá þeim, en er lafði Cuming sagði þeim að móðir þeirra þyrfti meiri ró og næði, en hún gæti haft á Elm- wood, og óskaði ekki eftir að fara það- an sem hún væri, urðu þær rólegri. “Nú hefur mamma titil,” sagði* Bea- trice; “því vill hún ekki þiggja hann?” “Móðir þín kærir sig ekki um það, og lætur sér standa á sama um það,” sagði lafði Cuming; “við verðum að taka til- lit til þess sem hún vill, og laga okkur eftir því.” Margrét lét engan bilbug á sér sjást, þar til dætur hennar fóru. Þá féll und- arleg og óvænt þögn yfir heimilið, og nú fyrst bilaði kjarkur hennar og stór- læti. Það var eins og dauðinn sjálfur sækti nú að hjarta hennar. 20. Kafli Það var hrifningarríkt augnablik, er lafði Cuming í fyrsta sinn gekk með þes&um glæsilegu sonar dætrum sín- um milli hinna löngu raða þjónustu- fólks, sem stóð í röðum til að taka á móti þeim. Þær voru báðar undrandi yfir því sem þær sáu. Þær voru svo ungar þegar þær fóru frá Florence, að þær höfðu engar minningar þaðan, hvorki af litla skrauthýsinu við Arno fljótið, sem þær áttu heima í. né nokkru öðru. Síðan þær fóru þaðan höfðu þær alltaf verið á búgarði afa síns, Mr. Wer- ners, og aldrei séð neitt annað. Lafði Cuming veitti því nána eftirtekt. hvaða áhrif það hafði á þær, að sjá Elmwood. Lilian fölnaði og varð óstyrk, og Xár komu í augu hennar. Beatrice, alveg það mótsetta, hún virtist strax sem eiga heima þar. Metnaðarroði kom í andlit hennar; augun ljómuðu of fögn- uði, og hún sýndi meira yfirlæti en hún var vön, í líkams burðum og göngulagi. Það var ekkert hér sem virtist valda henni undrunar né áðdáunar, þrátt fyr- ir alla þá fegurð og skraut sem þar var, sem var alveg nýtt fyrir hana, lét hún sem hún væri vön slíku. Þetta nýja heimili þeirra hafði auð- vitað mikil áhrif á þær. í fleiri daga tók amma þeirra sér stund til að sýna þeim herragarðinn úti og inni, og öll hin mörgu og dýru listaverk er þar voru. Það sem Beatrice þótti mest varið í var málverkasafnið; hún var mest hrifin af að sjá myndirnar af forfeðrum fjöl- skyldunnar, ásamt stuttu æfisögu á- gripi, sem fylgdi hverri mynd. Einn morgun stóð hún fyrir framan mynd- ina af l^fði Cuming, og undraðist hve aðdáanlega myndin var lík henni. Allt í einu snéri hún sér að ömmu sinni, sem stóð hjá henni, og sagði: “Allar lafðirn- ar sem tilheyra Cuming fjölskyldunni eru hér, en hvar er móðir mín? Hún er eins fríð eins og nokkur hinna. Hví er hér engin m^nd af henni?” “Það kemur hér einhverntíma mynd af henni; þegar faðir þinn kemur heim, þá verður öllu slíku komið í lag.” “Við eigum engan bróðir,” sagði Bea- trice. Það sýnist hér að sonur hvers lá- varðar hafi tekið hér við, að föður sín- um dánum — hver tekur við þegar pabbi deyr?” “Nánasti ættingi hans,” svaraði lafð- in í hryggum róm, “Lewis Dare, hann er næsta skyldmenni Ralphs. Hann erf- ir bæði tignarnafnið og herragarðinn.” Hún stundi þungt við. Það var henni þungur harmur að hugsa til þess að hún mundi aldrei sjá sonarson sinn, aldrei fá að hampa og hlúa að, og blessa, erf- ingjann að Elmwood. Lilian var mest hrifin af skrautlegu blómgörðunum, hinum stóra listigarði með hinum stóru og tignarlegu álm- trjám; stöðuvatninu með hvítu liljurn- ar, sem vögguðu sér á því, og táraperl- urnar sem héngu frá greinunum ofan í vatnið. Þetta þótti henni fagurt og dýrðlegt. Þegar þær stóðu á vatnsbakk- anum, horfði Beatrice ofan í hið gagn- sæja dýpi, en hrökk við og horfði frá því. “Mér leiðist vatnið,” sagði hún, “það var ekkert hjá gamla heimilinu okkar, sem var mér eins þreytandi, eins og hafið, sem aldrei hafði frið. Eg held eg sé fædd með sérstökum viðbjóð á vatni.” Skrautlegar íbúðir voru valdar handa þeim, í vesturvæng hallarinnar, sem voru í sambandi hvor við aðra. ítalska stúlkan sem kom með þeim frá Flor- ence, vildi ekki fara frá Margréti; hún var búin að vera hjá henni svo lengi og vildi ekki skilja við hana. Lafði Cuming hafði útvegað tvær þjónustustúlkur, og pantað handa sonardætrum sínum búri- inga sem samsvöruðu þeirra háu stöðu. Mrs. Waughan hafði tvö herbergi, sem voru nærri íbúð systranna. Þar eð lafði Cuming hélt að það gæti liðið langur tími þar til lávarðurinn kæmi heim, gerði hún fyrirskipun um, hvern- ig tímanum'skyldi varið. Þær áttu ekki, • enþá, að taka þátt í samkvæmislífinu, en halda áfram námi sínu, tvo tíma á hverjum morgni, keyra út, eða ganga út með ömmu sinni á hverjum degi, eft- ir morgunverð, og svo borða með henni kl. 7 á kvöldin, og vera svo það eftir var kvöldsins í samkvæmissalnum. Þetta var þeim nýtt og ánægjulegt líf. Beatrice var hrifin af þeirri viðhöfn og skrauti sem var allt í kring um hana. Hún skemti ömmu sinni með því að segja henni, á svo fjörugan og lifandi liátt, frá því einmanalega lífi sem þær liöfðu lifað á þessum afskekta búgarði Werners. “Hér finn eg að eg á heima,” sagði hún, “en þar aldrei. Eg vakna nú stundum, og finst eins og eg heyri skrjáfið í laúfinu á gömlu álmtrjánum, og heyri Werner gamla vera að tala um morgunverkin í fjósinu. Vesalings mamnia! Eg get ekki skilið að hún skuli vilja vera þar.” Eftir því sem þær vöndust meira þessu nýja lífi, sáu þær hve mikill mismunur- inn var á heimilum og stöðum, ömmum þeirra. Á aðra hliðina háborin gömul ætt, gift inní tignustu og voldugustu fjölskyldur landsins — skrautlegt hús, næstum því að vera höll, auður, tign og há staða. Á hina hliðina, fátæka og út- slitna kotbónda konu, sem átti heima í lélegu og gömlu húsi, og algjörða vönt- un alls þess er miðar til sannra lífsþæg- inda. Hvernig gat þetta verið? Hvernig stóð á því, að faðir þeirra var Cuming lávarður á Elmwood, en móðir þeirra dóttir fátæks smábónda? Þeim kom nú fyrst til hugar að það mundi vera eitt- hvert leyndarmál í sambandi við gift- ingu og líf foreldra sinna. Þær hættu smátt og smátt að tala um fyrra heim- ili sitt og veru sína þar, þvf þær ímynd- uðu sér, að það væri eitthvað óeðlilegt í sambandi við það. Af og til kom fólk í heimsókn til Elm- wood. Sir Thomas Tottenham og frú hans komu þangað oft, og lafði Newton kom frá Pine Hall. Allir sem komu dáð- ust að hinum fríðu dætrum nýja lávarð- arins. Beatrice, með sína ljómandi fegurð, fagra málróm, og tignarlegu framkomu og limaburð; Sir Thomas sagði að eng- in stúlka í öllu greifadæminu bæri af henni. Það varð mikill fögnuður á EHmwood þegar lafði Cuming sagði að Ethel New- ton, dóttira beztu vinkonu sinnar, lafði Newton, ætlaði að koma og vera nokkra daga á Elmwood. Það var þá að syst- urnar sáu í fyrsta sinn, þessa tignar- legu konu, hverrar forlög stóðu í svo undarlegu sambandi við forlög þeirra. Ethel Newton var nú ekki “drottning,” umhverfisins. Borgia fursti hafði unnið sér til handa þessa fríðu, göfugu ensku stúlku. Hann hafði fylgt henni til Pine Hall, og endurnýjað bónorð sitt til hennar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.