Lögberg - 29.08.1946, Blaðsíða 8

Lögberg - 29.08.1946, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. ÁGÚST, 1946 Or borg og bygð Á föstudagskveldið 2. ágúst s.l. heimsóttu um þrjátíu og fimm vinir og kunningjar Mr. og Mrs. Chas. Joseph að 512 Cathe- dral Ave. hér í borg. Tilefni þeirrar heimsóknar var fyrst og fremst að árna Josephs hjónun- um, sem eru á förum vestur að hafi, fararheilla og svo að færa Mrs. Joseþh sérstaka þökk og virðingarvott fyrir hið óeigin- gjarna og ágæta starf hennar í þágu lúterskra félagsmála meðal vor yfir höfuð, en ekki síst fyrir velvilja hennar í garð kvenfé- lags Fyrsta lúterska safnaðarins. Þeim Joseph hjónum var færð minningargjöf að skilnaði; svo skemti fólk sér við sapital og góðgerðir fram eftir kveldinu. -f Mr. G. J. Jonasson, Mountain, N.D. og tveir synir hans komu í bil til bæjarins í vikunni sem leið; sögðu þeir vellíðan fólks í sinni bygð. Uppskeru sögðu þeir góða eftir ástæðum og útliti eftir þurkana s.l. vor. Þeir feðgar héldu heimleiðis aftur eftir mjög stutta viðstöðu. -f Mr. Sigurður Baldvinsson frá Gimli var á ferðinni í borginni fyrir síðustu helgi. Pálmi M. Sigurðsson frá Boston, Mass., kom til borgarinn- ar í vikunni sem leið. Pálmi er gamall Winnipegbúi og á því marga góða kunningja hér, sem þykir gaman að sjá framan í hann. Hann sagði vellíðan landa þar syðra og atvinnu nóga. Einnig sagði hann að 15 eða 16 íslenzkir kafteinar væru á tog- urum Boston fiskiflotans við afla nógan og orðstír ágætan. Pálmi fór aftur suður til Boston í byrj- un vikunnar. ♦ Bjargið íslenzku bókunuml Alkunnugt er, að íslendingar fluttu mikið af bókum með sér vestur um haf, og keyptu einnig mikið af bókum eftir að þeir komu hingað, en af því að unga kynslóðin les mest enskar bók- mentir, ef hún annars les nokk- uð, þá seljið þið mér íslenzku bækurnar með sanngjörnu verði. Þó bækurnar séu lausar úr bandi, þá kas|ið þeim ekki í eldinn, eg gjöri við þær og varðveiti þær vel, og þegar eg er búinn að lesa þær, gef eg þær einhverjum, sem elskar íslenzkan fróðleik, og “blindur er bóklaus maður.” Gimli 20. ágúst, 1946. Númer 60, 4. Stræti. Sigurður Baldvinsson. ♦ Mrs. Dora Grimson frá Seattle, hefir dvalið um tíma hér í borg- inni í kynnisför. Hún fór að heiman 16. júlí og til Alberta og dvaldi í tveggja vikna tíma hjá bróður sínum Sigurði Grímssyni í Red Deer. Hún hélt aftur heim- leiðis á mánudagskveldið var. ♦ Þann 24. ágúst voru gefin saman í hjónaband í kirkju Sel- kirk safnaðar af sóknarpresti: Wilfred Eldon Goodman, Selkirk, og Viola Jean Sheard, Toronto, Ont. Við giftinguna aðstoðuðu Mr. Alexander Ross McKenzie, Selkirk, og Mrs. Ross McKenzie, Selkirk. Meðan á skrásetningu stóð, söng Mrs. Barney Stephan- son. Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. Pálmi Goodman, 732 Evaline Ave., Selkirk, en brúð- urin er dóttir Mr. og Mrs. T. A. Sheard, Singhampton, Ontario. Eftir giftinguna var setin veg- leg veizla að heimili Mrs. H. Sturlaugson. Ungu hjónin setj- ast að í Selkirk. ♦ The Jón Sigurdson Chapter, I.O.D.E., will hold its first meet- ing of the season on Thursday evening, september 5th, at 8 o’clock in Board Room 2, of the Free Press Building. It is im- portant that all members be present. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Valdimar J. Eylands, prestur. Heimili: 776 Victor Street, Sími: 29 017. Harold J. Lupton, organisti og söngstjóri. 308 Niagara Street. Sunnudaginn 3. september kl. 7 e. h., guðsþjónusta á íslenzku. Lúterska kirkjan i Selkirk— Sunnudaginn 1. september: Ensk messa kl. 7 síðd. Sunnudagaskóli byrjar þann 8. sept. kl. 11 árdegis. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. ♦ Gimli prestakall— Sunnudaginn 1. sept.— Islenzk messa að Gimli kl. 7 eftir hádegi. Allir boðnir velkomnir. Skúli Sigurgeirson. ♦ Messað að Vogar sunnudaginn 1. september kl. 2 e. h. H. E. J. Wanted September, superior type girl or Woman for general housework. Evenings and two half days a week free. Apply by writing to Miss Eva Clare, 207 Academy Road, Winnipeg. -f Mr. og Mrs. Bergur Jónsson og sonur þeirra frá Reykjavík, P.O., voru á ferð í bænum í vikunni. Þau komu aðallega til að leita syni sínum lækninga. Þau sögðu tíðindalaust úr sinni bygð. Gras- spretta sögðu þau að hefði verið sæmileg en nýting góð. -f Mánudaginn 12. ágúst s.l. and- aðist að Yorkton Hospital í York- ton, Sask., Pétur Jóhann Ander- son frá McNutt, Sask., eftir stutta legu, 52 ára gamall, sonur Ólafs og Guðrúnar Anderson, bæði lát- in. Þau Ólafur og Guðrún voru fyrstu frumbyggjar í Lögbergs- bygðinni. Pétur sál. var .1 15 ár póstafgreiðslumaður í McNutt. Hann lætur eftir sig ekkju Svein- björgu og 6 börn, einnig tvo bræður Andrés og Thorleif og tvær systur, Guðrúnu og Sig- ríði. Jarðsungið var í Lögbergs grafreit af Rev. Schroder og Rev. S. S. Christopherson. / -f Stúkan Skuld heldur sinn fyrsta fund eftir sumarfríið 3. september, á venjulegum stað og tíma. Fjölmennið! -f Mr. Thor Gíslason frá Carman, kom til borgarinnar í vikunni; sagði þresking langt komna í sínu héraði, og kornforði væri í fullu meðallagi bæði að vöxtum og gæðum. -f Died at Porterville, California, Aug. 16th, 1946, Waldimar S. Thorwaldson only son of Mrs. Swain Thorwaldson of Exeter Calif., formerly of Mointain, N.D. W. S. T. was bom at Pembina, N.D., July 21, 1899. Came to Calif. in 1922. Worked in the same bank at Porterville for twenty-four yeafs. He was mar- ried to an American girl, and they had three children. As you would say in Icelandic “Þar er góður drengur látinn. -f Mr. Joe Anderson frá Chicago, var á ferð í borginni í vikunni til að heilsa upp á skyldmenni, vini og kunningja. Sagði hann alt stórtíðinda laust þar syðra. Hann böst við að dvelja hér norður frá til loka september mánaðar. Stúlka af íslenzkum ættum er í uppsigling í Hollywood Nóma Sigrún Fulton, sjö ára að aldri, tekur þátt í einni af meiriháttar myndunum, sem nú er í smíðum á Hollywood hjá Selznick myndafélaginu og á að kosta $5,000,000 og heitií “Duel in the Sun.” Taka margir af bezt þektu leikurum í Hollywood þátt í leiknum. Móður amma þessarar ungu og efnilegu stúlku var íslenzk, Sigurlaug Jónsdóttir Sigurðsson- ar, skagfirzk að ætt. Foreldrar Nónu Sigrúnar eru Mr. og Mrs. Victor Fulton og eiga heima að 1004 Cory Ave., Holly- wood. Þau fengu bæði mentun sína hér á Winnipeg á Jóns Bjarnasonar skóla, og mun margt námsfólik þess skóla kannast við Hazel Burton og Victor Fulton. Wartime Prices and Trade Board Information Branch September MEAT— Coupons “Q” 1 and “Q” 2 now valid; Coupon “Q” 3 valid Sep- tember 5; Coupon “Q” 4 valid September 12; Coupon “M” 51 valid September 19; Coupon “M” 52 valid September 26—Coupons “M” 40 to “M” 50 in Book No. 5 expired August 31. BUTTER— Coupons “R’ 18 and “R” 19 now valid; Coupon “R” 20 valid Sep- tember 5; Coupon “R” 21 valid September 12; Coupon “B” 26 valid September 26 — Coupon value: Butter V2 pound — Cou- pons “R” 10 to “R” 17 in Book No. 5 expired August 31. SUGAR— Coupons “S” 1 to “S” 25 now valid; Coupons “S” 26, S27, S28, S29 and S30 valid September 19. NOTE: New ration book No. 6 will be distri'buted during the week of September 9 to 16. NÝJASTA NÝTT Nú á að fara að hætta við þarf- asta þjóninn. Þeir falla svona í valinn hver á fætur öðrum þess- ir þörfustu þjónar mannanna. Fyrir skömmu var það hesturinn sem á valinn féll. Nú á það að verða rakhnífurinn, sem svo lengi hefir verið förunautur mann- anna og aukið á yndi og ánægju þeirra, sem á að falla i valinn. Það er búið að finna upp áburð, sem borinn er í skeggið, og það þvæst svo af eins og ryk í morg- unlauginn, og skilur eftir mjúkt áferðarfrítt og al-hárlaust and- litið. Þessi nýju þægindi eru ekki enn komin í hendur almenn- ings, — það er verið tað prófa varanleg áhrif þess á lasburða karla á sjúkrahúsum. Það er minni skaði með þá, þó það fari eitthvað öðruvísi en vonast er eftir. Færeyski sjálfstæðis leið- toginn, Joannes Patursson Látinn Joannes Patursson, hinn ágæti sjálfstæðisleiðtogi Færeyinga, er látinn. Hann andaðist að heimili sínu, kirkjubæ, aðfaranótt föstu- dags s.l. Nafn Joannesar Patturssonar var kunnugt um öll Norðurlönd og hvar sem menn höfðu vit- neskju um sjálfstæðisbaráttu þjóðar hans. Á Islandi var 'hann með af- burðum vinsæll, enda tengdur íslendingum sterkum böndum átti íslenzka konu og sendi sum af börnum sínum til Islands til náms. Joannes Patursson fékk ekki lifað það lengi að hann sæi draum sinn um sjálfstæði færeysku þjóðarinnar rætast, — en mikið hefur áunnizt, ekki sízt fyrir ó- þreytandi starf hans. Þjóðviljinn mun síðar geta þessa merka stjórnmálamanns nánar. Þjóðviljinn, 4. ágúst Veður versnandi fyrir Norðurlandi Frá fréttaritara vorum á Siglufirði, fimtudagskvöld Til Ríkisberksmiðjanna hjer hafa komið s.l. sólarhring 10 skip, með samtals fjögur þúsund mál, allt austan frá Rauðunúpum. Til Rauðku haf komið sjö skip með átta þúsund mál. Söltun síðasta sólarhring var 1967 tunnur. Mörg skip fengu síld í gær- kvöldi austurfrá og hafa flest skip, sem leggja upp hjá ríkis- verksmiðjunum farið til Raufar- hafnar og Krossaness. Norð- aust- an bræla er á miðunum í dag, rigningarsúld og ekki veiðilegt. Morgunblaðið — 26 Júlí íslenzkir bankamenn á ráðstefnu í Helsingfors DAGANA 3. til 5 ágúst n.k. verður haldin í Helsingfors ráð- stefna bankamanna frá Norður- löndum. íslenskir bankamenn senda tvo fulltrúa á ráðstefnu þessa og eru þeir Einvarður Hall- varðsson frá Landsbanka íslands og Adolf Björnsson frá títvegs- bankanum, nýlega farnir héðan. Mun ráðstefnan ræða sameig- inleg áhugamál bankamanna á N orður löndum. Verzlunarmenntun! Hin mikla nývirkni, sem viðreisnarstarf- ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks, krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól- arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfróðum mönn- um og konum fer mjög vaxandi. Það getur orðið ungu fólki til verulegra hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss, munn- lega eða bréflega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. Snúið yður til Floru Benson. THE COLUMBIA PRESS LTD. COR. SARGENT AND TORONTO ST., WINNIPEG Stúdentaskifti milli írlands og íslands Hingað er kominn írskur fræði- maður, James Conally magister, í þeim tilgangi að greiða fyrir stúdentaskiftum milli háskóla Is- lands og háskóla í írlandi. — Sagði Mr. Conally Morgunblað- inu á gær, að fyrsti árski stúdent- inn væri væntanlegur hingað til lands í septembermánuði næst- komandi og vitað væri um fjóra íslenska stúdenta. sem hefðu hug á því að stunda nám í írlandi. Ráðgert er að skiftst verði á tveimur stúdentum árlega. Irsku stúdentarnir ætla að leggja stund á íslenska tungu og kynna sjer samband íra og Is- lendinga fyr á öldum og ársk á- hrif á sögurnar. —(Morgunbl. 26. júlí). Helgi Þorláksson skipaður skólastjóri I síðasta tölublaði Lögbirting- arbaðsins er skýrt frá því, að mentamálaráðuneytið hafi þann 12. þ. m. skipað Helga Þorláks- son skólastjóra Gagnfræðaskól- ans á Akranesi frá 1. sept. næst- komandi að telja. —(Þjóðviljinn 19. júlí). Tók minna en áætlað hafði verið Brúarfoss lestaði frystan fisk á Húsavík í gær, sem fara á til Svoietríkjanna. Á Austfjörðum tók hann minna magn en ráð hafði verið fyrir gert. Á Fáskrúðsfirði tók hann lítið og á Norðfirði ekkert, vegna þess að frostið í fisikinum náði ekki 15 stigum eins og ráð er fyrir gert í samningi. —(Þjóðviljinn 19. júlí). Rúml. 1000 nýir bílar fluttir inn Það mun óhætt að fullyrða það, að síðan um áramót hafa verið fluttir til landsins rúmlega 1000 nýir bílar. Flestir þeirra eru fluttir inn af umboðsmönn- um brezkra bifreiðaframleið- enda. Þá hafa mjög margir jeppar verið flulttir inn fyrir milligöngu Nýbyggingarráðs. —(Morgunbl. 2. ág.). Varð bráðkvaddur á hestbaki Sáðasl. laugardag vildi það slys til í Mosfellssveit, að maður að nafni Sigurjón Ólafsson, til heimilis að Bergþórsgötu 14 hér í bæ, féll af hestbaki og var þegar örendur. Þykir sennilegt að Sigurjón hafi orðið bráðkvaddur. Var hann í skemtiferð með konu sinni og fóru þau mjög hægt. Var vart hægt að finna aðra ástæðu fyrir því að hann féll af baki, en hann hefði orðið bráðkvaddur. Sigurjón heitinn var maður á bezta aldursskeiði, milli fertugs og fimtugs. —(Þjóðviljinn 24. júlí). The Swan Manufacturing Company Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi 281 James St. Phone 22 641 TILVALIN BOKAKALP 2 Nýjar og notaðar skólaloækur til sölu fyrir alla bekki (frá 1—12) við afar sanngjörnu verði. Einnig eru til sölu flestar nýjar bækur um frjálslynd efni; þær bækur fást einnig til útláns fyrir sanngjama þóknun. THE BETTER OLE 548 ELLICE AVENUE, WINNIPEG INGIBJÖRG SHEFLEY. (MiUi Furby og Langside) eigandi. Matuioba AMERICAN BITTERN — Marsh Hen — Thunder-Pump Stake Driver — Botaurus lentignosus Dislinclions—With its size, general yellowish coloration with fine vermiculation and pattern above, this bird can be mistaken for no other Canadian species. The black line from the sides of the face may be present or absent, regardless of sex, age, or season. Field Marks—As the bird rises from the reeds or grass its long neck, dangling legs, and general yellowish coloration are easily recognized. Its apparent size differentiates it from other species. Rapidity of wing beat is often a clue to difference in size when other basis of comparison are absent. A large bird can never beat its long wings as rapidly as a small one can. Nesling—On the ground, in grass, hayfields, or reedgrown marshes. Nest of grass or reeds. Dislribulion—Across the continent, in the west, north to Great Slave Lake, and southern Alaska, breeding wherever found. We can hardly say that our American Bittern “booms,” but its note is most peculiar and is unique amongst American bird notes. The common names, “Thunder- pump” and “Stake-driver,” are applied in reference to the strange noises it makes. Economic Slaíus—The Bittern is a bog haunter and eats frogs, crawfish, snakes, small fish, crustaceans, insects, and probably even young birds and mice. It eats little or no vegetable matter. Bitterns are quite harmless as a class and may be useful. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD 171

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.