Lögberg - 26.09.1946, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. SEPTEMBER, 1946
7
Fréttabréf frá íslandi
Reykjavík, 2. sept. 1946.
Sumarið á íslandi er nú á enda.
Næturnar eru orðnar dimmar.
Það er farið að kólna og haust-
rigningarnar eru framundan.
Eftirmæli sumarsins 1946 verða
misjöfn. Sumarið hefir verið
ágætt, segir bóndinn. Veðráttan
hefir verið góð og nýting heyja
með bezta móti. En sjómaðurinn
mun ekki hugsa jafn blýlega til
sumarsins. Síldin hefir brugðist
annað árið í röð, og ‘þar með af-
sannað kenninguna, sem flestir
trúðu á, að góð síldarár kæmu
altaf á milli síldarleysisáranna.
Síldarframleiðslan er ekki nema
1/3 af því magni, sem áætlað var
að yrði framleitt. Um síðustu
mánaðamót var búið að fram-
leiða um 17,000 tonn af síldar-
lýsi og svipað magn af síldar-
mjö'li, og á sama tíma var búið
að salta um 140,000 tunnur. Um
40 skip eru hætt síldveiðum.
Megnið af síldarlýsinu verður
flutt út til Bretlands og Soviet-
ríkjanna, en Bretar og Hollend-
ingar fá mest af síldarmjölinu.
Búið var að selja 10,000 tonn af
síldarmjóli til Bandaríkjanna, en
vegna síldarbrestins verður varla
hægt að afskipa meiru en 1500 -
2000 tonnum. Saltsíldin hefur
verið seld til Sovietrikjanna og
Svípjóðar og dálítið magn til
Bandaríkjanna.
Síldarleysið er ekki eina áfall-
ið, sem íslenzka útgerðin hefur
orðið fyrir í sumar. Islfiskmark-
aðurinn í Bretlandi, sem var
undirstaða undir veí megun og
hagsæld síðustu ára, hefur farið
mjög versnandi. Fyrir nokkrum
vi'kum ákvað brezka stjórnin að
setja á verðlagsákvæði, sem eru
sama og algjört bann við löndun
á hausuðum fiski í Bretlandi. Þar
eð íslenzku togararnir hafa á
stríðsárunum eingöngu landað
hausuðum fiski, en brezku togar-
nir selja sinn fisk með haus, virð-
ast þessi nýju ákvæði beinast
fyrst og fremst gegn íslenzkum
hagsmunum. í viðbót við verð-
lækkunina á brezka markaðin-
um, hafa Bretar ákveðið að inn-
leiða á ný 10% verðtoll á fisk frá
löndum utan samveldisins. Þess-
ar ráðsafanir hafa það í för með
sér, að ís'lenzkir útgerðarmenn
hafa hætt viS í bili að senda tog-
ara sína með ísfisk til Bretlnds.
Flestir togararnir fiska Iþví í salt,
en markaðurinn fyrir saltfisk er
nú talinn góður. Búist er við að
togararnir fari að sigla til Bret-
lands á ný síðar í haust, þegar
minna berst að af fiski og verðið
þar af leiðandi væntanlega
hækkar.
Dagana 25. ágúst — 9. septem-
ber standa yfir í Reykjavík sam-
ningar milli Dana og íslendinga
í sambandi við uppsögn sam-
bandslaganna Af hálfu Dana
ta'ka þátt 17 manns, þar af 4
færeyingar, sem 'leggja áherzlu
á að fá að halda fiskveiðiréttind-
um sínum við ísland. 1 íslenzka
hluta samninganefndarinnar eru:
Jakob Möller, Gunnar Thorodd-
sen, Eysteinn Jónsson, Stefán
Jóhann Stefánsson og Kristinn
Andrésson. Sérfræðingar nefnd-
arinnar eru prófessor Ólafur Lár-
usson og Háns Andersen, sem
hefir undanfarin ár dvalið í
Bandaríkjunum og Kanada við
nám í þjóðarrétti.
Karlakór Reykjavíkur undir
stjórn Sigurðar Þórðarsonar er
væntanlegur til Banidaríkjanna
um mánaðarmótin september-
október. Kórinn mun halda um
60 hljómleika í Bandaríkjunum
og Winnipeg. Einsöngvarar kórs-
ins verða Stefán íslandi og Guð-
rnundur Jónsson. Fyrstu hljóm-
leikarnir verða 7. október í New-
ton, N. J., 8. okt., í Lyric The-
atre, Baltimore, og 9. okt. í Con-
stitution Hall, Washington. Síð-
ustu hljómleikar verða í New
York 14. og 15. des., en engin
ástæða er fyrir Islendinga að
bíða eftir þeim, því góðar sam-
göngur eru við Newton, Balti-
more og Washington.
Valdimar Bjömson frá Min-
neapolis varð fertugur hinn 29.
ágúst s. 1. Hann hefir í tæp 4
ár starfað á veguui ameríska
hersins og sendiráðsins á Is-
landi, þótt staða hans sé Com-
mander í flotanum. Valdimar
hefir aflað sér alveg sérstakra
vinsælda, eins og kom glöggt í
ljós á afmælisdaginn þegar um
300 manns heimsóttu hann í
Camp Knox í Reykjavík. Valdi-
mar býst við að fara úr herþjón-
ustunni í október og fara til
Bandaríkjanna.
Á Evrópu meistaramótinu sem
haldið var í Gsló í frjálsum í-
þróttum í ágústlok, varð Gunnar
Huseby evrópumeistari í kúlu-
varpi. Kastaði hann kúlunni
miklu lengra en Rússinn og Sví-
inn sem voru honum næstir.
Finnbjörn Þorvaldsson sprettu-
hlaupari stóð sig einnig mjög vel
á mótinu, en fékk samt engin
verðlaun.
Ameríski sendiherrann í
Reykjavík, Louis G. Dreyfus, hef-
ir verið útnefndur sendiherra í
Stokkhólmi. Ekki er búið að til-
kynna hver verður eftirmaður
hans í Reykjavík.
Reykjavík heldur áfram að
þenjast út. Um 600 hús eru nú
í smíðum, en samt eru húsnæðis-
vandræðin gífurleg. Mest er
byggt undir Öskuhlíð fyrir norð-
an Hafnarfjarðarveginn og á
Melunum.
Gullbrúðkaup
(Frh. af bls. 2)
abörn, og nú þótt að fólk af ensk-
um, þýzkum, frönskum skozkum,
spönskum og kanadiskum ættum
beri Guðmundssons nafnið, þá
gjörir það aðeins hópinn marg-
breytilegri og ríkari. Hér eru í
kveld 7 synir, konur þeirra og
börn, 2 dætur ásamt mönnum
sínum og börnum; líka veit eg
að allir hér í kveld muna unga
manninn sem að prýddi hópinn,
en er nú horfinn sjónum vorum.
Við sem að höfum þekt þessi
merku hjón, í meðlæti og mót-
læti, dáumst að jafnaðargeði
þeirra og sálanþreki, enda veit
eg fyrir víst, að Passíusálmar
Hallgríms undir koddanum hjá
Mrs. Guðmundsson, Biblíuljóð
Valdimars á borðinu hjá henni
og raðir af kvæða- og sögubók-
um, að þetta veganesti muni oft
hafa verið leiðarljósið, eða vörð-
urnar á Hellisheiðinni amerísku,
og hin fögru trúarljóð sem að
hún yrkir sjálf nú á efri árum
sínum. — Gullbrúðguminn er
einn af Iþessum góðu og gömlu
íslenzku mönnum, sem að aldrei
fellur verk úr hendi, jafn hagur
á allt; og eru þau nú orðin mörg
minnismerkin sem að hann er
búinn að leysa af hendi..
Fyrir nokkru síðan fórum við
með merkis hjónunum frá Is-
landi í heimsókn til Tujunga.
Á heimleiðinni sögðu þau við
mig: “Ameríka virðist ekki hafa
eyðilagt Islendinginn í þeim Ingi-
björgu og Bjarna.” Þetta var
falleg setning og sönn.
Ekki get eg lokið máli mínu
án þess að minnast á tugi af
drengjum, sem að þessi góðu
hjón ólu upp að einhverju leyti
á 10 ára tímabili, óknitta börn í
varðhaldi, sem að þau gengu í
foreldra stað, og gerðu að nýt-
um mönnum.
Á fögrum sumardegi var 6
ára drengur á gangi með afa sín-
um úti í blíðveðrinu. Gamli mað-
urinn segir við snáðann, “í dag
er sól í sálu minni. Barnið, sem
að brast kjark að spyrja afa sinn
útí þetta frekar, hljóp til mömmu
sinnar, þar sem hún var önnum
kafin í húsverkunum, og spyr:
“Mamma, hvað er sál?” Móðirin
svaraði d rólegum og sannfær-
andi róm, “Vinur minn, Guð gaf
okkur öllum líkama og sál. Sálin
er hið mikilverðasta, því að hún
fer aftur til Guðs sem að gaf
hana, en líkaminn hverfur aftur
til jarðarinnar.”
Þegar að eg las þessa sögu,
datt mér í hug að um margt hafi
Mrs. Guðmundsson verið spurð
um af 10 gáfuðum börnum, og
að svörin muni hafa verið bæði
rétt og ákveðin, og í móðurlegum
rómi. •
Að endingu öska eg af öllu
hjarta, gullbráðhjónunum, börn-
um þeirra og niðjum, alls hins
bezta, og að æfikveldið megi
verða bjart og fagurt, eins og að
sólarlagið er í sólarlandinu Ty-
unga, þegar að sólin er að hniga
bak við Hrepphóla hnúkana.
Skúli G. Bjarnason.
♦
Til barnanna minna!
Börnin mín! Þið sem að skilj-
ið málið mitt, og þið sem að ekki
skiljið það, hafið komið ykkur
saman um að velja þennan stað
og stund til þess að gleðja ykkar
gömlu foreldra. Eg veit að þið
munið hugsa um liðinn dag, þeg-
ar að við foreldrarnir ykkar
lögðum fyrst á stað út á lífsbraut-
ina — eg veit ennfremur að ykk-
ur kemur til hugar hvernig að
við höfum litið út þá, og hvemig
að umhorfið okkar hafi verið.
Ekki ætla eg mér að reyna að
draga upp lýsingar-mynd af því,
aðra en þá, að við vorum börn
að aldri, og með litla lífsreynzlu.
—Við vorum fátæk og félaus
eins og fuglamir, sem að ekkert
hafa nema sínar eigin fjaðrir —
en veganestið var barnstrúin —
trúin og traustið á handleiðslu
skaparans!
Já, fuglarnir flugu saman, og
fljótt fjölgaði í hreiðrinu — en
stundum var lítið um föt og
fæði, samt- oftast nægilegt. En
veganestið, barnstrúin, þraut
ekki; hún hefur verið ljósið og
leiðarvísirinn í gegnum blítt og
strítt. — Nú er aftur farið að
fækka í hreiðrinu, og farið að
líða á daginn; starfskraftarnir
eru að smá fjara, og nóttin í að-
sigi, en þið sem standið nú í
blóma lífsins og í skóla veraldar-
innar,, mikið til þess að læra og
sum af ykkur búin að læra mik-
ið — þótt enn meira sé ólært,
því svo lengi sem að maðurinn
lifir er hann undir prófi. Lexí-
urnar eru harðar og þungar og
næstum óskiljanlegar, en væri
ekki svo, þá væri lífið ekki þess
virði að lifa það; prófsteinninn
er hjarta-spjöldin og sá sem að
prófar, reiknar rétt fyrir okkur.
Reiðum okkur á það. — Ó, að eg
gæti á þessari fagnaðarstundu
látið eitthvert orð inn í sálar-
djúp ykkar, sem að ekki gleymd-
ist, fremur en inntaks orðið á
fermingarræðu minni, og á
hjónvígslu okkar foreldranna
ykkar, sem að var hið sama; en
orðin sem að til þess voru valin
voru þessi: “Hvað svo sem að
þið gjörið, þá gjörið það í nafni
guðs, þakkandi honum fyrir alla
hluti.” Ekki vil eg þó halda því
fram að hafa lifað eftir þessari
fögru kenningu, en það hefur
geymzt í hjartarótinni síðan að
eg var fjórtán ára gömul.
Jæja, börnin mín, þið eruð að
heiðra giftingardaginn okkar í
dag, og okkur sjálf; ykkur kom
saman um þessa fallegu hugsun,
að gefa okkur föt sem að við er-
um nú klædd í. — Við finnum
til þess með djúpu þakklæti til
ykkar og sömuleiðis til barnanna
sem eru fjærverandi, og einnig
til bamanna sem að hafa slegist
í samleið með ykkur, og sem að
í dag eru að leggja sitt fram,
okkur til ánægju, vil eg segja,
Guð blessi ykkur og stýri hverju
ykkar spori. Og áður en eg lýk
þessum fáu orðum, vil eg minn-
ast þess, að okkar mesti heiður
eru gjörðir og athafnir vkkar
Frá Vancouver
TILKYNNING.
Mér er ljúft að tilkynna að á
þessu sumri hefur Elliheimilis
nefndinni hér í Vancouver, tek-
ist að komast að samningum við
Betel nefndina og lúterska kirkju
félagið um peningalán, sem er
óvenjulega sanngjarnt og greiðir
svo veg fyrir okkur, sem að þessu
máli hér starfa, að nú sýnist
mögulegt að koma heimilinu á
“laggirnar.”
Eg vil hérmeð votta persónu-
lega og fyrir hönd nefndarinnar,
innilegt þakklæti fyrir drengi-
lega hjálpsemi og vinarþel sem
Betel nefndin hefur frá byrjun
auðsýnt okkur. Og er með þess-
ari hjálp frá Betel, stigið það
spor, sem hefur komið á fullri
samúð og samvinnu allra sem al-
varlega veita þessu máli stuðn-
ing. “En langt er enn til lands.”
Nú er brýn nauðsyn að hver ein-
asti vinur þessa fyrirtækis, sendi
sem allra fyrst þá hjálp sem
honum eða henni er möguleg.
Því nefndin er að hugsa um kaup
á heimili, á næstunni, ef inn-
tektir leyfa. “Hjálpið nú.”
Peningar sendist til féhirðis:
Dr. P. B. Guttormson, 1457 West
26th, Vancouver, B. C. Og verð-
ur hvittað fyrir.
Mér skilst að gjafir til svona
fyrirtækis megi dragast frá Fed-
eral Income Tax. Nefndin horf-
ist í augu við brýna nauðsyn á
elliheimili hér, og starfar af öll-
um mætti; er vonandi að imdir-
tektir almennings gefi okkur
möguleika til framkvæmdar.
Vinsamlegast,
I G. F. Gíslason,
Forseti nefndarinnar.
Nafnkunnur biskup sat í sæti
sínu í leikhúsinu og var að líta
í kringum sig á prúðbúna menn,
og skrautbúið kvennfólk sem var
í fleignum silkikjólum ofan á
bringur. Eftir stundarkorn á-
varpaði sessunautur, sem var
kona, bisiskupinn og spurði:
“Hafið þér nokkurn tíma séð
annað eins?” “Aldrei.” svaraði
biskup alvarlega, “aldrei síðan
að eg var vaninn af brjósti.”
♦
Yfirumsjónarkona yfir kvenna-i
deild við voldugann háskóla, til-
kynti skólameyjunum eftirfylgj-
andi: “Forseti háskólans og eg,
höfum komið okkur saman um að
hætta öllu amors flaugsi í skóla-
garðinum.” Þegar að skólastýr-
an sá stúlkurnar allar fara að
hlæja, þá kom hálfgjört fát á
hana: “Og ennfremur, verður
allt kossaflóðið sem gengið hefir
á rétt undir nefinu á mér að
hæ.tta.”
bamanna. “Það er rótin, sem að
ber blómið, en blómið ekki rót-
ina.” Svo aftur langar mig að
þakka ykkur öllum fyrir okkur,
og biðjum ykku*- að túlka mál
mitt til þeirra af börnunum sem
að ekki skilja málið mitt, og líka
til þeirra sem eru í fjarlægð.
Ingibjörg Guðmundsson.
♦
Til Ingibjargar og Bjarna Guð-
mundssonar, á gullbrúðkaupi
þeirra, 1. sept. 1946.
Eftir langrar ævislóðar
átök hörð og blóðug spor,
dísir haustsins gefa góðar,
glaðar stundir, von og þor.
þið eruð rík af Islands arði,
orka, snild og drenglund hlý
ávalt bjó í ykkar garði,
afrek göfug, fom og ný.
Gæfan bjó í hreiðri hlýju,
heilsteyptir með sæmdarbrag
afkomendur ykkar, tíu,
ykkur faðma hlýtt í dag.
Hugir þeirra, hlaðnir þökkum,
hugsa um marga dýra fórn —
flytja vörum kærleiksklökkum
koss fyrir ástúð, vernd og
stjórn.
Steingrímur Arason.
HULIÐ ANÆGJUEFNI.
Dag einn þegar eg var 11 ára,
kom eg heim til mín grátandi.
Hrygðarefni mitt stafaði frá því,
að mér hafði verið fengið í hend-
ur eitt af lítilfjörlegustu verk-
efnunum í sjónleik sem fram
átti að fara í sunnudagaskólan-
um, en leiksystir mín var kvödd
til að taka að sér aðalhlutverkið.
Þegar móðir mín fékk að vita
angurefni mitt, tók hún úr er
hún bar á sér og lagði í lófa minn.
Eg leit á það, og svo á hana:
Hún spurði: “Hvað sérðu?”
Eg svaraði: “Gull kassa, skífu
og vísira.”
Hún tók við úrinu aftur og
opnaði bakið á kassanum og lagði
það svo aftur í lófan á mér, og
endurtók spuninguna. Eg sagði
hénni að eg sæi ósköp smá.hjól
og litla skrúfnagla.
“Þetta úr væri einskis nýtt ef
eitt einasta hjól, eða einn einasta
skrúfnagla van.taði í það, jafnt
þá parta sem þú sérð, og þá sem
ósýnilegir eru.”
Þessi litla lexía hefir verið
r
mér til ósegjanlegrar gleði og
ánægju í öllu mínu lífi. Hún
•hefir komið mér til þess áð skilja
hve þýðingarmikil smáatriðin í
lífinu eru, sem allir verða að
leysa af hendi, án þess að leita
eftir lofi annara.
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar
Mr. Smith var á ferð raeð járn-
brautarlest. Hinumegin við
ganginn í vagninum, þar sem
hann sat, var maður sem var
mikið kvefaður. Smith ávarpaði
hann og sagði: “Þú hefir mikið
kvef.” Maðurinn kinkaði kolli.
“Hefur þú reynt að fá þér nokk-
uð við því?” spurði Smith. Mað-
urinn snýtti sér hraustlega og
hristi höfuðið. Mr. Smith fór
svo að gefa manninum góð ráð.
“Bezta meðalið sem þú getur
fengið við svona slæmu kvefi er
vatn. Þú skalt drekka eins mik-
ið og þú getur af því. Á morgn-
ana skaltu þvo á þér munninn
úr saltvatni og svo skaltu fá þér
heitt toddí á kveldin, og þú skalt
vera viss að þér batnar áður
langt um líður.” Rétt áður en
Smith fór úr lestinni, yrti hann
á málkunningja sinn og sagði:
“Eg held að það sé kominn tími
til þess að við kynnumst hvor
öðrum. Eg heiti Smith.” Þeir
heilsuðust með handabandi. Svo
sagði kvefaði maðurinn, “Eg er
Dr. William Mayo.”
Hugsað fram!
Látitu hreinsa öll fötin, sem
þú þarft að láta heins í
haust — NÚNA . . .
Ágætisverk
Hagnýttu þér tækifærið til
spamaðar með því að vitja
fata þinna í búðina sem
næst þér er.
Búðir okkar eru nú opnar
frá kl. 8 f. h. til kl. 7 e. h.
Perth’s
888 SARGENT AVE.
— Komið látum oss
HÖGGVA VIÐ TIL
PAPPIRS-
GERÐAR!
GOTT KAUP
GOTT FÆÐI
GOH HÚSNÆÐI
Þú’getur valið úr margs-
lags verkum, í skógar-
vinnunni nú. Njóttu
hressingar þeirrar, sem
útivinnan veitir. Góð
húsakynni, ágætis fæði
og hátt kaup. Verkefnin
bíða eftir vönum mönn-
um. Óvanir menn verk-
fráir geta margt lært i
sam'bandi við þessa at-
vinnu. Leitaðu upplýs-
inga nú í dag, um það,
hvernig að þú getir unnið
þér inn mikla peninga í
vetur. Byrjaðu nú strax,
svo þú getir notið skóg-
arhöggs tímabilsins alls.
UPPLÝSINGAR HJÁ
• Ráðningaskrifstofu
stjórnarinnar í hér-
aði þínu, eða sem
næst þér er.
• Fullmegtugum um-
boðsmönnum fyrir
Pulp and Paper
Company.
VIÐ ÞURFUM axarmenn, menn til að keyra hesta,
menn til að byggja íbúðir, bíl- og traktor-stjóra, járn-
smiði, matreiðslumenn og fleiri.
THE PULP AND PAPER INDUSTRY 0F CANADA