Lögberg - 03.10.1946, Síða 1

Lögberg - 03.10.1946, Síða 1
PHONE 21 374 Complele Cleaning Insiiiution PHONE 21 374 VteA U«övv«;,.íossoe IJ<lt •fVJt'- A Complele Cleaning Inslilulion 59. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 3. OKTÓBER, 1946 NÚMER 39 EFNILEG BRÚÐHJÓN 20. septemiber s. 1. voru gefin ier dóttir sæmdar hjónanna Stef- saman í hjónaband, þau Mar- áns Gunnarssonar og önnu garet Enid Black og Richard Gunnarson, konu hans. Voru Daniel Dailey, í St. Andrews jþau hjón með fyrstu frumbyggj- United ohurch í River Heights, um íslenzkum í þessum bæ, víð- af Rev. Dr. Mclnnis. Brúðurin þekt og vel virt. Þau eru bæði er dóttir Dr. og Mrs. Robert dáin fyrir mörgum árum. Bllack í Winnipeg, dóttur dóttir Brúðguminn e%af vel þektum Ólafs heit. Stephensen læknis enskum ættstofni. Lögberg ósk- og frú Margrétar konu hans, sem ar til.lukku. FRÉTTIR KÁNADA Á þriðjudaginn 24. sept. s.l. hófst þing verkamanna-samtak- anna, Trades and Labor Cong- ressí í bænum Windsor í Ontario, og kendi þegar all milkillar beiskju á þinginu, sem reyndar var ekki að undra sig á, eins og ástendur með mál verkamanna í landinu. Forsetinn, A. R. Mosh- er varð fyrir þungum ákúrum fyrir það að hann hefði ekki látið til sín heyra í sambandi við stáliðju verkfallið í Ham- ilton. Forsetinn svaraði ákær- anda sínum, Tom McLean frá Toronto, ákveðið og einarðlega og kvaðst eklki þurfá að biðja forláts, eða afsökunar á neinu í sambandi við verkfalls aðstöðu sína, og að það hefði ekki verið sönnun þess, að hann hefði ver- ið aðgjörðalaus, þó hann hefði ekki staðið blaðrandi útá götum og gatnamótum. Tveir ráðherrar stjórnarmnar í Kanada töluðu í byrjun þings- ins, og báðir létu í ljósi þá skoð- un, að verkföllin og verkamanna óeyrðir hefðu staðið endurreisn iðnaðar og athafna í Kanada að stríðinu loknu, í vegi. Verka- málaráðherrann tók skýrt íram, að það sem Kanadamönnum riði meira á nú en nokkru öðru, væri að halda yöruverðinu niður. Endurreisnarnefnd verka- mannaþingsins, eða nefnd sú sem um það mál fjallaði á þinginu, var ekki ráðherrunum sammála. Formaður þeirrar nefndar, J. W. Bruce frá Toronto, sagði er hann lagði álit néfndar sinnar fyrir þingið: “Á stríðstímunum hefðu ráðherrar stjórnarinnar aldrei leyft sér að viðurkenna kyrr- stöðu eða afturför í framleiðslu- málunum. Þeir hefðu sagt af sér.” “Þeir ásaka verkafólkið,” sagði Bernard Shane frá Montreal, “sökum þess að stjórnin hefir ekki þrek til að gjöra skyldu sína. Ef að hún hefði lagt sig fram við endurreisnarmálin — endurbygginga í landinu, eins og hún gerði við stríðs verkefn- in, þá hefðum við nóg af skyrt- um, skóm og öllu öðru sem við þurfum.” Hér fylgja nokkur atriði úr nefndarálitinu: 1. Stjórnin óttast kostnaðinn við endurreisnarstarfið og lætur sig þarfir okkar (verkafólksins) engu varða. 2. Engar gagngerðar fram- kvæmdir hafa vertið teknar til. þess að fyrirbyggja ótta fólks, og atvinnuleysi. 3. Grudval'larreglur Atlantic Charter eru auðsjáanlega að engu metnar. 4. Með því að láta hið alvar- lega iðnaðarástand, sem valdið hefir verkföllunum sem nú standa yfir a'fskiftalaust, hefir stjórnin sýnt bert kæruleysi um endalok þessara átaka. 5. Verðlagsskrárvernd stjórn- arinnar er hald lítil. Nefnd þessi telur húsaekluna alvarlegasta nú sem stendur. XJm hana hefur nefndar álitið þetta að segja: 1. Að stjórnin skaffi efni til að fullgjöra þau hús sem nú eru í smdðum. 2. Að stjórnin byggi tafarlaust hús sem hægt sé að leigja ódýrt. 3. Að foetur sé frá þeim hús- um gengið, en húsum sem hrófað hefir verið upp á stríðstímunum. 4. Peningar til slíkra húsa- gjörða séu samlkvæmt bygginga- lögunum, teknir úr prívat bönk- um landsins og fengnir þjóð- bankanum til umráða oð útbýt- ingar. 5. Lán á slík hús séu veitt til lengri tíma en vanaleg húsálán, svo mánaðaraíborganirnar geti verið lægri. 6. Fastákveðin stefna sé tek- in með að eyðileggja óþokka- bæli i borgum og bæjum, og til að prýða borgir og bæi yfirleitt. 7. Að bjóða út lán til húsa- gerða “National Victory Hous- ing Loan,” með lágum vöxtum ef þörf gjörist. ♦ -t- + BANDARÍKIN Atom sprengjan forsenda dómsins Á fundi sem formenn iðnaðar- félaga í Bandarikjunum héldu í New York nýlega,. fórust Mr. Ohester I. Barnard, forseta Bell Telephones félagsins í New Jersey, sem er og einn af fimm mönnum — fimm manna nefnd til að ráðleggja stjórn Bandaríkj- anna hvernig tryggja skuli fram- tíðar not og meðferð atom sprengjunnar , orð: “Eg er ekki bölsýnismaður, en síðan að frétt- irnar komu um sprengjuna í Hiros'hima, þá hefi eg verið van- trúaður á að foægt yrði að ráða við notkun, ekki aðeins atom sprengjunnar, foeldur líka önnur stór-eyðileggingar öfl. Nerna þvd að eins, að við öll gjörum okkur grein fyrir hörmungum þeim sem yfir vofa, og líka því, að erviðleikarnir til varnar gegn þeim eru næstum óyfirstígan- legir, þá er eg efins um að fólk varði fáarilegt til að gangast und- ir fórnir þær sem slík vörn út- heimtir. Ef sú ógæfa skyldi koma fyrir, að ekki yrði hægt að komast að allsherjar samning- um, í sambandi við atomsprengj- una, sem allir hlutaðeigendur gætu sætt sig við, yrði það fyrst fyrir að geta sér til hvað lang- ur tími mundi ldða þar til að aðrar þjóðir gætu leyst leyndar- mál sprengjunnar. Þess yrði ekki langt að bíða unz við mund- um fá grun og svo fulla vissu um að aðrar þjóðir hefðu fund- ið lykilinn að þessu eyðilegging- ar afli. En þegar að því kemur, oá getum við verið viss um, að i>ó að engin vörn hafi frmdist við því, þá verður að minsta kosti unt að draga úr hættunni. Hættan mezta eru hinar stóru oorgir, ekki aðeins að því er atom sprengjuna snertir, heldur allar sprengjur. Ef við eigum að geta dregið úr þeirri hættu, verður bæði að dreifa fólkinu sem í borgunum býr, útum land- ið og eins iðnaðar stofnunonum. ,Ef slíkt væri gjört, og reynt að koma því fljótt í verk, segjum á 10-20 árum, þá yrði kostnaðurinn við það svo mikill, að lifnaðarmet vort yrði að falla og 'lækka, og ef til vill yrði það með öllu ó- kljúfandi verk, nema með vald- boði, sem kvorki yrði meira né minna en stjórnar einræði, áður en því verki yrði lokið, og jafn- vel eftir þá eldraun, vofði ótt- inn yfir höfðum vorum ár út og ár inn, sem væri máské óbæri- legri en skattálögurnar, sem at- om foerraaðurinn krefðist. Eyðileggingin sem stríð kom- andi ára skilur eftir bæði í lönd- um sigurvegaranna, og þeirra sigruðu, gerir sigur spursmálið lítilsvert. Þó hætta sé mikil á, að ekkert vararilegt alþjóða fyrirkomulag sé finnanlegt í þessu sambandi, þá sýnist mér það óumflýjanlegt, að ef ekkert samkomulag skyldi nást, að þá sq úti um lýðræðis- fyrirkomulag vort Bandaríkja- manna.” 4- Ákveðin stefna gagnvart Rúss- um og náin samvinna við Breta, heldur áfram að vera hin ráð- andi stefna í utanríkismálum Bandaríkj amanna. Foirseti Bandaríkjanna hefir orðið þess var, hversu vinsæl stefna Byrnes utanríkismálaráð- herra er, með því að gjöra gæl- ur, við Henry A. Walla.ce og ut- anríkismála tal hans. Forseti Bandaríkjanna er ráð- inn í að vera hér eftir vandari að lestri sínum á ræðum ráð- herra sinna, en hann var með lesturinn á ræðu Henry Wallace. Republikana leiðtogamir eru að búa sig undir að gjöra sér sem mestann mat, pólitískan mat, úr ræðu Mr. Wallace. Rek- ið þið þessa ræðu og lestrar fúskara, segja þeir. Trúmann forseti hefir ráðið við sig að ferðast ekki um til ræðuhalda í kosningunum í haust. Hann hafði gengið inná að flytja ræðu á sýningu búfjár 1 Kansas City í næsta mánuði, en hefir nú foætt við það. Hann heldur tvær, eða þrjár ræður yfir útvarpið frá Hvíta húsinu, um heima- og og alþjóðamál. Báðir aðal stjórnmálaflokkarn- ir í Bandaríkjunum hafa nú nokkurn veginn áttað sig á hvernig að kosningarnar fari í haust, og þykjast foáðir vissir í sinni sök, ef eitthvað óforsjáan- legt komi ekki fyrir, svo sem verkfall. Ef að verkfallsfarand- ur leggst yfir landið, segja Dem- ókrata spekingamir, þá getur komið fyrir að Republikanar vinni meirihluita þingsætanna; og Republikanar segja “Það er satt.” Ef ekkert slíkt kemur fyr- ir, segja Demókratamir, þá er- um við nokkurn veginn vissir um að ná meirihluta þingsæta í neðri málstofunni, því við stönd- um betur að vígi með atkvæða- styrk í ýmsum stórborgunum. Repufolikanar vilja ekki kann- ast við það, en ganga inná að atkvæðamunurinn á milli flokk- anna muni ekki verða mikill. Dómur í Nuernberg- málunum fallinn Tólf Nazistadeiðtogar dæmdir til lífláts. Þeir eru: Herman Goering, Joadhim von Ribben- trop, Alfred Rosenberg, Julius Streicher, Fritz Saucle, Arthur Seyss-Inquart, Ernst Kalten- brunner, Wilhelm FriCk, Wil- helm Keitel, Hans Frank, Alfred Jodl, Martin Bormann. Til lífstíðar fangelsisvistar voru dæmdir: Walter Funk, Erich Reader, Rudolf Hess. Til 20 ára fangelsisvistar voru dæmdir: Baldur von - Stíhirach, AQibert Speer. Til 15 ára fangelsisvistar var dæmdur Constantin von Neurath. Til 10 ára fangelsisvistar var dæmdur Karl Doenitz. Fríkendir voru: Franz von Papen, Hans Fritzsche, Hjalmar Schacht. ARGENTÍNA Argentínumenn hafa setið á rökstólunum tíu síðastliðnar vik- ur til þess að reyna að komast að verZlunarsamningi við Breta. Aðal ásteitingarsteinnínn hefir verið 130,000,000 pund sterling, er Bretar skulda Argentínu- mönnum fyrir vörur, sem þeir hafa keypt af þeim, en ekki get- að borgað. En Argentínumenn neituðu að semja fyrri heldur en að fyrir þeirri upphæð væri séð. Þófið út af þessu stóð í tíu vikur og hvorki Sir Wilfred Eady, formaður brezku samn- ingsnefndarinnar né heldur Miguel Miranda fulltrúi Argen- tínu létu nokurn bilbug á sér finna. Brezku nefndarmennirnir voru albúnir til heimferðar, en á seinustu mínútunni náðist sam- komulag. Hér eru nokkur atriði samn- ingsins: Sterlings skuidin — Argentínu- menn mega nota nökkuð af þeim peningum, sem Bretar skulda þeim til þess að kaupa til baka verðbréf, sem Argentínumenn hafa selt Bretum og þeir halda, og einnig til þess, að borga með eignir, sem Bretar eiga í Argen- tínu. Á afgangnum af skuldinni lofast Bretar til að borga 1h.fo unz henni er lokið. Kjöt — Bretar lofast til að kaupa meiri partinn af öllu kjöti sem Argentínumenn hafa ttl út- flutnings og verðið er 7 %% hærra en Argentínu kjötverðið er nú. (Eftir að samningurinn var undirskrifaður tilkynti um- boðsmaður Argentínu að Agren- tínumenn hefðu ákveðið að senda Bretum tyo skipsfarma af kjöti í jólagjöf.). Járnbrautir — Nefnd manna, sem stjórnin í Argentínu ræður yfir skipuð til að starfrækja járribrautir Breta í Argentínu. Argentínumenn leggja sér- staklega mikið upp úr þessu á- kvæði samningsins um járn- brautirnar og sýnist vera hag- stætt Argentínumönnum frá þjóðræknislegu sjónarmiði. Svo leit Peron að minsta kosti á það; hann sagði: “Ekki þumlungur af mold né foeldur andartak af lofti í Argentínu skal vera eign út- lendinga.” BRIAN IRELAND Formaður söfnunamefndar “Comunity Chest.” Markmið þetta ár er að safna $485,000. Dr. P. T. Thorlaksson heiðraður 16. bktóber n. k. eru hundrað ár liðin síðan að svefnmeðalið “ether” var fyrst notað til að svæfa við uppskurði. Sá við burður í sögu læknisfræðinnar, er talinn, og það sjálfsagt að verðugu, einn sá merkasti sem sú saga geymir. Etfoer var fyrst notað sem svefnmeðal við uppskurði á al- menna sjúkrahúsinu í Boston í Massachusetts ríkinu í Banda- ríkjunum, 16. október 1846, og heldur nú sú stofnun 100 ára minningar athöfn, eða afmœli, >ess merka viðburðar, og hefir Dr. P. H. T. Thorláksson verið >oðið til þátttöku í því hátíðar- raldi, sem einum af þektustu og hæfustu læknum Kanada. Er slíkt heiður sem fáum hlotnast, en vinir, kunningjar og sam- landar Dr. Thorlálkssonar fagna yfir honum, fyrst og fremst vegna læknisins sjálfs, sem eins og allir Islendingar vita er af- burða og ágætis maður og fer sí vaxandi, og svo vegna íslend- inga yfirleitt, sem óbeinlínis njóta góðs af vegsemd allra þeirra sem uppúr meðalmensk- unni rísa í hópi þeirra. Boðsbréfið sem Dr. Thorláks- son fékk, var frá Henry K. Sher- ril bislkupi í Massachusetts, sem er forseti hospitals nefndarinn- ar, og Dr. Nathaniel W. Faxon, forstjóra stofmmarinnar. GÓÐ TILLAGA Nefnd manna er um þessar mundir að ihalda fundi til og frá hér í Winnipeg ti) þess að kynna fólki hugmyndina um að prýða og laga framtíðar útlit og skipu lagning Winnipeg borgar, líka til þess að hlusta á hugmyndir manna í þeim efnum, ef nokkrar eru. Á fundi sem sú nefnd hélt á General Wolfe skólanum á fimt- udags kveldið var, kom landi vor A. S. Bardal fram með fall- ega hugmynd. Hugmynd sú er, að gjöra Notre Dame Avenue að Memorial Ave.,um þá menn og konur sem féllu, eða fötluðust í tveimur síðustu stríðunum; að raðir af trjám verði plantaðar eftir endilöngu Notre Dame, frá Portage og vestur að Brookside, og grasflötur gerður á milli og um ikring tén, sem vel sé rækt- aður, en að á trén sé festur, eða greiptur skjöldur með nöfnum þeirra föllnu á. Þetta er stór hugmynd hjá Bardal, og falleg.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.