Lögberg - 03.10.1946, Blaðsíða 7

Lögberg - 03.10.1946, Blaðsíða 7
» LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. OKTÓBER, 1946 Þegar Guðmundur læknir birtist mér Sumir hér vestra munu kann- ast við Guðmund T. Hallgríms- son héraðslækni á Siglufirði, sem dó í Reykjavík fyrir nokkr- um árum. Hann var fróður og fjölgáfaður maður, og skemti- legur og gestrisinn heim að sækja, en hann naut sín ekki fyllilega vegna hjartabilunar, sem hann 'þjáðist af. Hann var giftur einni af dætrum Thór Jensen’s, hins mikla athafna manns, sem öllum er kimnugt. Þau Guðmundur læknir og Cam- illa kona hans voru mestu mynd- ar hjón; þau áttu sex myndarleg börn, þegar eg fór frá Siglufirði, 1925, en ekki er mér kunnugt hvar þau eru búsett á landinu. —Eg sný mér nú að aðalefninu eftir þennan stutta inngang. — Við Guðmundur læknir vorum goðir kunningjar. Við röbbuð- um stundum saman yfir glasi á hinum löngu og leiðinlegu vetr- ar kvöldum á Siglufirði; hann frasddi mig um margt, sem var bæði skemtilegt og menntandi; hann sagði sögur manna bezt, og oft tók hann niður bók úr bóka- safni sínu og las mér einhvern skemtilegan kafla. Hann var á tímabili ritstjóri blaðsins “Fram” sem við nokkrir Siglufirðingar gáfum út; hann símaði mér þá stundum á kvöldin, og bað mig að skrifa niður það, sem hann ætlaði að setja í blaðið. Hann helti þá góðri blöndu úr lyfja- búðinni í glös handa okkur, and- anum til örfunar; svo gekk hann um gólf, og mælti fram það sem eg átti að skrifa niður. — Hann var prýðilega vel ritfær, og vel að sér í íslenzkum fræðum og bókmentum. — Svo fór eg frá Siglufirði, sem fyr segir, og síð- an hef eg ekki séð minn gamla góðkunningja nema í draumum mínum. Eg veitti því eftirtekt fyrir nokkrum árum, að kornvara í kauphöllinni hækkaði adtaf í verði nokkru eftir að eg sá Guð- mund lækni í draumi, og nú síð- ustu misseri og mánuði hefir mig oft dreymt hann, og altaf hefir rúgverðið á kauphöllinni gosið UPP nokkru síðar, en einkenni- legt þótti mér það, að aldrei tal- aði hann við mig, eg sá hann að- eins einhverstaðar tilsýndar, oft- ast á göngu — þangað til nú í sumar, aðfaranótt hins fjórðia júlímánaðar; þá dreymir mig að hann gengur rakleitt að rúmi mínu, og talar við mig, aldrei þessu vant. Hann segir: “Eg er kominn til að láta þig vita að nú fer eg að deyja — eg dey eftir tvo daga; eg þarf að borga þér skuld mína áður en eg dey.” Eftir þetta gekk hann frá mér og lagði sig niður, og ,leið útaf. Eg vaknaði við drauminn, og var hann ljóslifandi fyrir mér, og eg ákvað að veita því eftirtekt hvort að rúgurinn á kauphöll- mni, myndi nú ekki falla í verði eftir tvo daga. Eg fór snemma á fætur um morguninn til vinnu minnar í niðursuðuverksmiðj- unni, sem eg þá vann í, og um kvöldið eftir vinnutíma var eg svo heppinn að hitta góðkunn- ingja minn, próf. Tryggva J. Ole- son, eg sagði honum drauminn tafarlaust, og lét þess getið að eg réði hann fyrir því, að rúgur- mn myndi falla í verði að lík- indum eftir tvo daga. “Við skul- um athuga þetta í dagblöðunum næstu daga, hvað kauphallar- rúgnum líður,” segi eg við próf Oleson. Hann féllst á það, því hann hafði altaf gaman af að heyra drauma mína og veita því eftirtekt hvort að þeir rættust. Næstu tvo daga sá eg í Vancou- ver blöðunum að ekkert sögu- legt gerðist hvað rúgverðið snerti, aðeins dálítið hringl upp og niður, en á þriðja degi féll rugurinn í verði eins og skot á fyrstu sekúndunni, 5 cent, eða eins mikið og leyfilegt var, að hann mætti falla á einum degi. Þarna kom þá draumurin fram! Verðfallið hélt áfram óslitið í rúmar tvær vikur, 5 centa hrap á hverjum degi, en eftir það, fór verðlagið hækkandi í nokkra daga, en féll svo aftur. — Eg sagði áðan að eg hefði verið svo heppinn að hitta prófessor Ole- son til þess að segja honum drauminn; mér þykir nú vænt um það, af því að eg veit að hann getur borið vitni um það með mér, að þetta er rétt með farið. Eg verð að líta svo á, að minn forni góðkunningi, Guðmundur læknir, hafi ætlast til að eg færði mér þessar draumsýnir í nyt, mér til efnalegra hagsmuna; mér þykja athyglisverð, orðin síðustu sem hann sagði í draumn- um: “Eg þarf að borga þér skuld mína áður en eg dey.” Hann nefndi einhverja smá upphæð, sem eg er ekki alveg viss um hvað var mikil, en eftir að hafa hugleitt drauminn rækilega, ryf j- aðist lítið atriði upp fyrir mér. Það var nokkru áður en eg fór frá gamla landinu, að við gerð- um upp viðskifti okkar. Hann samþykti alt, sem eg hafði fært honum til skuldar, og eg sam- þykti það, sem hann hafði fært mér til skuldar, að undanskil- inni einni upphæð, sem reyndar var ekki stór; það var peninga- upphæð, sem eg kannaðist ekki við, að hafa fengið að láni, en samiþykti þó að greiða hana, ef hugsast gæti að þessu atviki hefði verið stolið úr minni mínu, og við skildum sáttir og jöfnuð- um viðskiftin á bróðemi. — Það mun sumum líklega finnast barnaskapur, að gera sér það í hugarlund, að Guðmundur lækn- ir hafi ef til vill í öðru lífi kom- izt að raun um að hann hafi af vangá fært mér þessa smá upp- hæð til skuldar, og viljað svo bæta fyrir það með því að birt- ast mér þráfaldlega í þeim til- gangi að eg hefði af því f j árhags- legan hagnað. Þetta er auðvit- að tilgáta mín, en engin sönnun. Og eg get ekki annað en dáðst að þeirri nákvæmni, þegar hann muni deyja eftir tvo daga, og svo skellur á (eins og mig grun- aði) verðfallið á kauphallar- rúgnum einmitt eftir þessa tvo daga. Verð á rúgnum var þá orðið geysihátt, júlímánaðar rúg- ur á $3.15 mælirinn, sem mun vera hámark í sögunni, en svo einkennilega vill til, að mig fer strax eftir fyrsta verðfallsdag- inn að dreyma tákn, sem eg kannaðist vel við, og eg réð fyr- ir því þegar eg vaknaði, að rúg- verðið myndi einhvemtíma fara ennþá hærra.—Það var stór hundur, sem mig dreymdi; hann var að reyna að hoppa upp í loftið, en eg þrýsti honum jafn- harðan niður; eg fann að hann var sterkur og þóttist vita að hann myndi hafa sig upp með tímanum. Mig* hefir nokkru sinni áður dreymt á sama hátt. Ef að hundurinn kom til mín í byrjun verðfalls, þá brást það ekki að verðið hækkaði mikið eftir nokkurn tíma. — Svo var það nokkrum dögum eftir þetta draumtákn, að eg þóttist vera á göngu upp ofurhátt fjall, altaf fór eg hærra og hærra; eg sá fjallstindinn, en eg átti eftir all langa leið upp að honum, þegar eg vaknaði. Ætli þetta sé ekki fyr ir verðhæikkun á rúgnum, sagði eg við sjálfan mig þegar eg tók opin augun? Litlu síðar dreymdi mig að eg þóttist vera staddur í kauphöllinni í Vancouver; sé eg þá að einhver skrifar $3.50 á vegginn, og segi eg þá við sjálf- an mig: Rúgurinn er þá kominn upp í $3.50. Eftir nokkra daga dreymdi mig að eg var að tala við einhvern kunningja einmitt um þennan draum. Eg lagði fram þessa spurningu: “Trúirðu því, sem mig dreymdi um dag- inn, að rúgurinn eigi eftir að fara upp í $3.50 ?” “Já, það er áreiðanlegt,” segir röddin, “og þér er óhætt að setja þetta í blöðin, því að þetta á eftir að rætast.” — Eg geri ráð fyrir að menn muni vera vantrúaðir á það, að þessi draumur muni inæt- ast, en eg hefi trú á því að þetta geti komið fyrir, þó ólíklegt muni virðast, og geri ráð fyrir að einhver muni leggja þá spurn- ingu fyrir mig. hvað muni valda því að rúg verðið fari svona hátt. Svar mitt er á þá leið að eg veit ekkert um það, en tel ekki ólík- legt að stríðshætta, eða jafnvel stríð, muni eiga sinn þátt í því að setja rúg verðið upp í geipi- verð, því rúgurinn er sú eina tegund af kornvöru, sem ekki er bundin neinu verðlagi á kaup- höllinni — menn geta braskað með rúginn eftir vild, keypt eða selt, — en eg tek það fram, að eg birti ekki þessa drauma í þeim tilgangi að hvetja neinn til þess að braska í rúgnum á kauphöll- inni. Eg lít svo á, að þeir séu allra manna sælastir — þegar öllu er á botninn hvolft — sem aldrei koma nálægt nokkru fjár- hættu spili af nokkru tagi, því að auður fljótt fenginn, fljótt verður enginn.” — En hafðu það nú samt eins og þú vilt, lesari góður. . . . Eg mintist áðan á stríð — það er ekki hugðnæmt efni að skrifa um, en eg vil láta þess getið, að mig hefir þráfald- lega dreymt um stríð, síðan í október mánuði 1945. Eg er hræddur um að það skelli yfir þegar minst varir, en eg ætla ekki að sinni að skýra nánar frá draumum mínum í þá átt, en ætla mér að gera það í annari grein. — Staddur í trjákvoðumillu - verbúðum í Port Alberni, Vancouver Island, B. C., 1. september 1946. Stefán B. Kristjánsson. Úr erfðaskrá Auðmaður nokur enskur, sem nú er dáinn, lét eftir sig erfða- skrá er hafði meðal annars þessi ákvæði: Elizabetu — er sökum einfeldni minnar í æsku, varð konan mín — gef eg 5 — fimm — pund sterl- ing á ári, og auk þess afrit af þeirri fyrri erfðaskrá minni, — sem eg nú hefi breytt löglega — þar sem eg hafði gjört hana erf- ingja að 130,000 pd. sterlings. Loks hefir hún heimild til að halda af eftirlátnum munum mínum: ljósmynd af mér í um- gjörð, sem þakklætis vott frá mér, fyrir óþreytandi elju við að troða mannorð mitt ofan í saur- inn. Margrétu O’Neil, frænku minni — sem drekkur sig fulla á sunnudögum í stað þess að ganga í kirkju — gef eg 5 — fimm — shillings , þó svo að hún taki ekki þátt í útförinni, held- ur sitji heima og fái sér í staup- inu, til minningar um mig. Charles Cunnard vini mínum gef eg snák — með því eg á enga nöðru til að ánafna honum. — Snákur sá skal minna hann á hvernig eg fóstraði haim við brjóst mitt sem nöðru, svo hann geti minst mín í kaupmannafé- laginu sem þess ágjarnasta manns á guðsgrænni jörð. John Abbot, sá trúi þjónn minn fái, að mér látnum, 6 — sex — pence, er hann kaupi fyrir snæri, svo hann — fari svo að hann ætti að hengjast fyrir alla varmensku sína, en böðullinn gleymdi snörunni — þyrfti ekki að snópa lengi eftir að komast inn í annað líf. Eftir þessi ákvæði koma nöfn á mörgum góðgerðastofnunum, er nutu góðs af þeim mikla auð. Erl. Guðmundsson þýddi. Fj árm álaráðherrann í Kanada tilky nnir AÐ NÝTT FRIÐARTÍMA SPARNAÐAR LAN VERÐI BOÐIÐ ÚT Fólkið í Kanada er sparsamt. Fjárgreiðslu saga þess á stríðstímunum mun lengi standa. Á sex ára tímabili hefir það spar- að miljónir og lagt þær í sigurlán og sparnaðarskírteini sem engum datt í hug áður, að það gæti. Þúsundum manna lærðist sú list að spara reglulega, hvort heldur um var að ræða smáar mánaðar- legar upphæðir, eða stórar. Afleiðingarn- ar eru þær, að það hefir safnað álitlegri innstæðu og með henni auknu framtíðar- öryggi og það sem því fylgir. Sökum þess, að mér hafa borist beiðnir frá öllum héruðum landsins, um að slíkum sparnaðar möguleikum sé haldið áfram, þó friður sé fenginn, þá hefir þetta kana- diska sparnaðarlán verið ákveðið. Sparnaðar skírteina og sparnaðar frí- merkjasölunni verður lokið 30. september, og síðustu borguninni á sigurláninu verð- ur lokið á næstunni. Svo sparnaðarlánið nýja gefur Kanadamönnum hið bezta tækifæri til að halda hinu reglubundna sparnaðar fyrirkomulagi sínu uppihalds- laust áfram. Almenningur ætti að gjöra sér grein fyrir að í sambandi við þetta lán þá verða færri sölu-umboðsmenn heldur en voru í sam- bandi við sigurlánin. Þó að nýja kana- diska sparnaðarlánið verði til sölu hjá bönkunum, löglega kjörnum verðbréfa- sölufélögum, fjárhalds og lánfélgum, þá geta þau ekki náð til hvers einstaklings í Kanada. En það meinar að Kanadamenn sjálfir verða að vera sér úti um kaup á þessum sparnaðarskírteinum. Ef Kanada menn vilja hagnýta sér þetta tækifæri, þá ættu þeir að gjöra það án tafar. Þetta sparnaðar skírteini er þannig út- búið, að það er sú tryggasta og bezta inn- stæða, sem fólk getur lagt peninga sína í. Eg mæli með því til allra, sem óyggjandi, arðsömu og þægilegu einstaklings verð- bréfakaupi. Eg tilkynni hér með skilmála þessa nýja sparnaðar skírteinis, sem verður til sölu 15. október 1946. / M1NISTER OF FINANCE / Sérstök ákvæði í sambandi við Kanadisku sparnaðarskírteinin Vextir 2%% sam- kvæmt árlegum ar8- miðum. KaupverS 100%. Af vöxtum verður dregið ef sklr- teinin eru keypt eftir 15. nðvember. Upp- hæðir skírteinanna eru $50, $100, $500 og $1000. Bréfin eru dagsett 1. nóv- ember 1946, og falla I gjald- daga eftir tíu &r. pau eru óinnkallanles af stjðrnínni, en eigandi þeirra getur fengið þau borguð að fullu ásamt áföllnum vöxtum á hvaða banka sem er I Kan- ada. Pað er ekki hægt að skifta á þeim, og ekki held- ur verður skift um eigend- ur með yfirskrift til annara. Engum einum manni er selt meira en $2000 virði. Skrásett sem höfuðstöll og tryggt gegn glötun og stend- ur til boða fyrir pen- inga öt I hönd undir hinu mánaðar sparn. aðar fyrirkomulagi, eða persónulegum samning-um við bank- ana. *

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.