Lögberg - 03.10.1946, Blaðsíða 6
u
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. OKTÓBER, 1946
I
Margrét Werner
Ef hann færi til “Elms,” búgarðs
Werners, fyndi hann hana ekki þar, og
varla neinstaðar annarstaðar heldur,
og að hann mundi ekki leggja kapp á að
leita hana uppi, til að fá hana til að efna
sitt heimskulega loforð. í versta til-
felli, ef hann fyndi út að hún væri dóttir
Cumings lávarðar, þá mundi staða henn-
ar í mannfélaginu hræða hann frá því
að leita eftir henni. Þe^sar hugsanir
komu sjaldan í hug hennar, en er þær
gjörðu vart við sig, kom hún þeim sem
fljótast útúr huga sér, en samt sem
áður gat hún ekki annað en minst þess
sem þægilegrar tilbreytni og nýungar,
i hinu tilbreytingarlausa lífi á afskektu
smábónda býli.
Jariinn var ekki viss um, hvort hann
í hringiöu glaumlífsins í London, gæti
fengið þetta spursmál afgjört, sem nam-
ingja hans, eða óhamigja snerist um,
eða láta það bíða þangað til Ralph lá-
varður færi heim til Elmwood, og fylgja
honum þangað. Hann valdi hið síðara.
Sumarhitarnir voru að byrja; kornið
áökrunum var að verða full þroskað, og
það var farið að aka heyjum inn í hlöð-
urnar, og ávaxta trén svignuðu undir
þunga ávaxtanna, og 15. júlí, daginn
sem Beatrice hafði hálfvegis kviðið fyr-
ir — var liðinn. Hún var óróleg og kvíð-
in, er dagurinn rann upp, og hrökk við
og bliknaði, er dyra klukkunni var
hringt, eða hún heyrði þungt fótatak.
Hún hló að sjálfri sér, er dagurinn var
liðinn. Hvernig átti hann annars að
finna hana? Hvað áttu þau sameigin-
legt, hún, dóttir Cumings lávarðar, hann
Alfred Hankins/skipstjóri á voruflutn-
ingaskipi? Elkkert annað en barnalegt,
og heimskulegt loforð — umbeðið í fljót-
færni, og veitt í hugsunarleysi.
Þremur dögum áður en Cuming lá-
varður fór heim frá London, fór hann
eftir gefnu loforði, til að mæta nokkrum
vinum sínum á vissu matsöluhúsi. Með-
an hann var þar, kom ungur herramað-
ur þar inn, sem veitti honum svo nána
eftirtekt; þessi ungi maður var frekar
hár vexti og samsvarandi þrekinn, prúð-
mannlegur og hinn göfugmanniegasti
á að sjá; á andliti hans voru skjót svip-
brigði sjáanleg, sem bæði sýndu ein-
beitni og viljaþrek, og svo aftur mildi,
sem broshýrt konuandlit. Lávarðurinn
veitti honum nána eftirtekt; honum
fanst að það vera eitthvað sem hann
þekti í þessu andliti, og hinum fagra og
mjúka limaburði þessa manns.
“Hver er þessi maður?” spurði hann
einn af vinum sínum. “Eg hef annað-
hvort séð þennan mann áður, eða mig
hefur dreymt hann.”
“Er það mögulegt að þú þekkir hann
ekki?” sagði vinur hans; “það er Lewis
Dare, frændi þinn, ef mér skjátlast
ekki.”
Gleði og sársauki háðu stríð í hjarta
lávarðarins. Hann mundi eftir Lewis,
frá því fyrir löngu síðan, áður en hann
hraktist burt fyrir fljótfærnis giftingu
sína, sem varð honum svo örlagarík.
Lewis hafði verið um tíma hjá foreldr-
um hans á Elmwood; hann mundi eftir
honum sem fögrum og góðum dreng,
mikillátum og kappgjörnum, ljónhuguð-
um og gjafmildum. Hann var einlægur
í lund og hataði öll launbrögð og leynd-
armál; hans stærsti galli var, að hann
var fljótfær og óhneigður til kaldrar og
rólegrar yfirvegunar.
Á þeirri tíð var Lewis Dare fátækur,
nú var hann erfingi að Elmwood, titlin-
um og öllu sem því fylgdi. Ralph lávarð-
ur hugsaði með sársauka til þess að
hann átti engan son, til að erfa óðalið
og titilinn. Þessi laglegi drengur, sem
nú var fullvaxinn, fallegur maður, ætti
einhverntíma að setjast í sæti hans.
Lávarðurinn stóð upp, og gekk til
hans og lagði hendina á herðar honum.
“Lewis,” sagði hann, “það eru mörg
ár síðan við höfum sézt. Manstu ekki
eftir mér, Lewis?”
Hann leit rólega framan í Ralph lá-
varð, og svaraði stillilega: “Nei, eg get
ekki munað til þess, að eg hafi nokkurn-
tíma séð þig.”
“Þá hlýt eg að hafa breyzt mikið,”
sagði lávarðurinn; “þegar eg sá þig
síðast, Lewis, varstu ekki nema tólf
ára gamall, og eg gaf þér dálitla vasa-
peninga þann dag, er þú fórst í skól-
ann; George Winthrop var með þér.”
“Þú er þá Ralph Cuming lávarður,”
Sagði Mr. Dare. “Eg kom hingað til
London, einungis til að finna þig.” Það
brá roða fyrir í andliti hans, og hann
rétti fram hendina.
“Eg hef þráð að sjá þig,” sagði lá-
varðurinn; “en hef verið lengi utan-
lands. Við verðum að kynnast betur,
því þú ert, samkvæmt lögunum, erfingi
minn.”
“Þinn, hvað?” spurði Mr. Dare, undr-
andi.
“Erfingi minn,” svaraði lávarðurinn.
“Eg á engan son; eignir mínar eru ætt-
areignir, og þú ert sá sem skyldastur
ert mér.”
“Eg hélt að þú ættir heila tylft erf-
ingja,” sagði Mr. Dare. “Eg man að eg
hefi heyrt að þú hafir gifst á svo róm-
mantiskan hátt. Nú um stund heyri eg
ekki meir um annað talað, en hina fríðu
Miss Cuming.”
“Eg á engan son,” sagði lávarðurinn
angurvær. “Eg skrifaði þér í vikunni
sem leið og beiddi þig að koma til mín.
Áttu nokkurt fast heimili?”
“I^ei,” svaraði ungi maðurinn glað-
lega. “Móðir mín býr í Cowes, og eg hef
verið hjá henni.”
“En hvar áttu heima núna?” spurði
lávarðurinn.
“Hjá kaptein Purdy; eg hef lofast til
að vera nokkra daga hjá honum,” svar-
aði Dare, sem virtist að komast í vöfl-
ur.
“Eg vil ekki biðja þig um, að brjóta
það loforð,” sagði lávarðurinn; “en viltu
hafa kvöldverð með okkur í kvöld, og
koma svo til okkar á Elmwood, þegar
þú ferð frá Mr. Purdy?”
“Já, með mestu ánægju,” sagði Mr.
Dare. Svo fóru þeir báðir saman útúr
matsöluhúsinu.
“Eg verð að kynna þig lafði Cuming
og dætrum mínum,” sagði lávarðurinn,
er þeir gengu út saman.
“Eg er búinn að vera svo léngi í burtu
brá ættingjum og vinum. að það virðist
næstum eins og undarlegt að eg eigi
nokkra ættingja og vini.”
“Eg gat aldrei skilið hvemig að þú
gazt verið svona lengi í Afriku, þar sem
þér gat liðið svo miklu betur heima,”
sagði Mr. Dare.
“Veistu ekki neitt um orsakirnar til
þess? Hefurðu ekki hyrt af hverju eg
fór að heiman og var utanlands?” spurði
Ralph.
“Nei,” svaraði Mr. Dare; “faðir þinn
bauð mér aldrei til Elmwood, eftir að
þú varst farinn þaðan.”
Ralph lávarður sagði honum í fáum
orðum, að hann hefði gift sig á móti
vilja föður síns og óskum, og hann hefði
aldrei fyrirgefið sér það.
“Og þú gafst allt upp,” sagði Mr.
Dare, “— heimili vini og ættingja, fyrir
ást á konu? Hún hefur þá sannarlega
verið þess verð að vera elskuð.”
Lávarðurinn fölnaði í andliti við þessi
orð, eins og höggprms biti. Var Margrét
verð slíkrar ástar? Hafði hún verið
verð þess sem hann lagði í sölurnar
fyrir hana?
“Þú ert erfingi minn,” sagði hann al-
varlega, “— mitt nánasta skyldmenni;
áður en þú verður tekinn inn í f jölskyldu
mína, verð eg að segja þér, að eg og
konan mín höfum verið aðskilin í mörg
ár, og verðum aldrei saman #aftur.
Nefndu hana ekki á nafn við mig — það
ýfir upp gömul sár.”
Mr. Dare virti fyrir sér þetta sorg-
mædda andlit; nú gat hann fyrst skilið
hrukkurnar á því.
“Nei, eg skal ekki gera það,” sagði
hann. “Hún hefur hlotið að vera — ”
“Elkki eitt einasta orð um hana,” tók
Ralph lávarður framí. “Láttu engar ill-
ar hugsanir um hana koma þér til hugar.
Hún yfirgaf mig af sínum egin frjálsum
vilja. Móðir mín býr hjá mér; henni
þykir vænt um að sjá þig. Gleymdu
ekki að koma klukkan sjö, á mínutunni.”
“Eg skal ekki gleyma því,” sagði Mr.
Dare, hryggur í hug yfir óláni síns gamla
vinar og ættingja.
“Á leiðinni heim til sín, vaknaði í
fyrsta sinn, eftir mörg ár, mildari til-
finningar í huga hans til Margrétar.
“Hún hefur verið — hvað — hvað í-
myndaði Mr. Dare sér um hana?” Gat
það verið, að fólk hefði sömu hugsun og
Mr. Dare, um hana, af því að þau voru
aðskilin — að allir álitu að það væri
Margrét sem verðskuldaði ómildan dóm,
já, kannske áleit að hún hefði hafst
eitthvað glæpsamlegt að? Hún, sem
aldrei hugsaði um nokkurn mann nema
hann; var almennings álitið og orðróm-
urinn, að eigna henni lesti sem hún var
saklaus af?
Vesalings Margrét. Hún birtist nú í
allri sinni æsku fegurð og fríðleik fyrir
hans innri sjónum, hennar einfalda ásty-,
tilbeiðsla og traust. Ef það hefði verið
eitthvað annað, hvað helzt annað en
það sem aðskildi þau, hefði Ralph fyrir-
gefið henni á sama augnabliki. En er
hann hugsaði til þess er hún stóð á
hleri er hann talaði við Miss Newton,
kólnuðu tilfinningar hans undireins.
“Nei, nei,” sagði hann, “eg get ekki
gleymt því. En það skal enginn sýna
Margréti vanvirðingu né fella ósanna
dóma á hana. En eg get ekki tekið hana
að hjarta mér, né í hús mitt aftur. Á
síðasta augnabliki æfi minnar skal eg
fyrirgefa henni.”
26. Kafli
Lafði Cuming virtist sonur sinn líta
út þennan dag, alvarlegri og áhyggju-
fyllri en vanalega, en hún gat ekki fund-
ið neina sérstaka orsök til þess.
Hún vissi ekki hve mikið að það
kvaldi hann, að þessi'ungi og vel upp-
aldi maður ætti að vera erfingi hans,
hve sárt honum sveið að eiga ekki son,
sem gæti tekið við eftir hann, og hve
glaður að hann hefði verið að eiga eins
efnilegan son, eins og Lewis Dare var.
Hann átti tvö börn, sem einhvern-
tíma yrðu að fara frá EHmwood og fá
sér annað heimili. Þetta stóra, gamla
hús, og allur hinn dýrmæti eigindómur,
allt skyldi falla í hendur ókunnugum,
nema Lewis giftict annari hvorri dætra
hans.
Lafði Cuming fékk grun um hvað það
mundi vera, sem lá honum svo þungt á
hjarta, er hann sagði henni, að hann
hefði fundið Lewis Dare, og að hann
yrði til kvöldverðar með þeim.
“Eg var að gera mér í hugarlund, að
Beatrice mundi geðjast vel að honum,”
sagði lafði Cuming, “en það kemur víst
aldrei til þess. — Jarlinn af Elkhorn er
orðinn á undan. Eg vona að hann verði
ekki skotinn í henni; það yrði bara von-
brigði fyrir hann.”
“Það gæti viljað til að honum litist á
Lilian,” sagði lávarðurinn.
“Já,” sagði hún, “okkar elskulega
sæta Lilian; hún virðist næstum of hrein
og saklaus fyrir þennan heim.”
“Ef báðar giftast, þá verðum við bara
tvö ein, móðir mín.”
“Já,” svaraði hún; “alveg alein,” og
orðin stungu hann í hjartað. Hún sá
þreytu og þjáningar merki á hans góð-
mannlega andliti. Var lífið orðið von-
laust fyrir son hennar — á hans aldri,
er aðrir menn böðuðu.í hamingju og á-
nægju. Ef elskuleg kona hefði skreytt
heimili hans, glatt hann og styrkt, og
krýnt líf hans með ást? Nú var hann
einsamall með auðæfi sín og tignar
stöðu! Gat það verið mögulegt, að eitt
svo þýðingarlítið atvik, hefði getað vald-
ið svo sorglegum afleiðingum! Hugsa
sér, ef Ralph hefði farið að viturlegum
ráðum föður síns — ef hann hefði hætt
að hugsa um Margréti, og gifst Ethel
Newton, hversu ólíkt hefði líf hans þá
orðið, auðugt af blessun og hamingju,
og laust við áhyggjur og so*gir.
Lafði Cuming gat ekki varizt tárum,
er hún hugsaði um þetta. Hún gekk til
hans og lagði hendina á herðar honum.
“Ralph,” sagði hún, “eg skal gera
mitt bezta til að gera heimilið eins á-
nægjulegt og hægt er. Þinna vegna
vildi eg óska að öðruvísi væri ástatt.”
“Sussu, móðir mín!” sagði hann í
mildum róm, “hér hjálpa engin orð. Eg
verð að uppskera, eins og eg hef sáð til.
Ávöxtur óhlýðni og táldrægni getur aldr-
ei orðið blessunarríkur. Eg held að
slæm breytni hafi sitt eigið sraff í för
með sér. Vorkendu mér ekki — það
gerir mig taugaveiklaðan. Eg get borið
forlög mín.”
Lafði Cuming var glöð er hún sá
Lewis Dare; henni hafði altaf litist vel
á hann, og var nú sérstaklega glöð yfir,
að nú var hann orðinn fullvaxinn, fall-
egur ungur maður. EJr hann sá systurn-
ar, féll hann í undrun yfir fegurð þeirra
og fríðleik. Þær brostu til hans, og réttu
honum sínar mjúku hvítu hendur.
“Eg er alveg ruglaður af þessari miklu
lukku,” sagði hann; “allir'kunningjar
mínir öfunda mig; fólkið hættir að kalla
mig Lewis Dare; það verður talað um
mig sem frænda ungu Cuming systr-
anna. Eg á hvorki bróðir né systir, og
það er auðvelt að hugsa sér, hvaða
lukka það er, að komast inní slíkan f jöl-
skyldu hring.”
“Og vera þar velkominn!” bætti Bea-
trice við.
Mr. Dare hneigði sig djúpt. Fýrst hélt
hann, að sér fyndist meira til um hina
glæsilegu fríðu Beatrice; hennar ein-
arðlega framkoma og hispurslausi tals-
mái hreif hann. Það var svo uppörf-
andi að mæta slíkri stúlku; hugsanir
hennar voru svo frumlegar.
Jarlinum af EHkhorn var og boðið til
þessa kvöldverðar, og þá sá Mr. Dare
það, sem Beatrice jafnvel vildi halda
leyndu fyrir sér sjálfri.
“Eg skal ekki stranda á þessu skeri,”
hugsaði hann. “Þegar Beatrice Cuming
talar við mig, horfir hún í augu mér,
hún brosir, og virðist ekki vera vitund
feimin við mig; en er jarlinn talar við
hana, snýr hún sér ofurlítið til hliðar,
og lítur niður fyrir sig. Að því er eg get
séð, hefur hún meiri áhuga fyrir hon-
um en nokkru öðru.”
Smátt og smátt fór hann að veita
hinu fríða og blíða andliti Lilian meiri
eftirtekt, og hún vann brátt hjarta hans.
Það var mikill munur þeirra systra.
Beatrice vann, ef svo mætti segja, ást
karlmanna með áhlaupi. Fegurð henn-
ar og glæsimenska blindaði þá og her-
tók; en Lilian var alt öðruvísi. Fyrst
veittu allir Beatrice meiri eftirtekt, og
sýndu henni meiri aðdáun og lotningu,
en systir hennar. En Lilian vann aðdáun
er menn kyntust henni, og virtu fyrir
sér fegurð hennar og framkomu. Marg-
ir, sem fyrst veittu henni enga eftirtekt,
af því þeir voru svo hrifnir að hennar
glæsilegu systir, enduðu með því. að á-
líta hana fríðari og elskulegri.
Þetta kvöld stóðu systurnar sarnan,
4 og jarlinn og Mr. Dare voru þar hjá
þeim. Beatrice hafði verið að syngja,
og loftið í salnum virtist titra af tónun-
um frá hennar tilfinningaríku söng-
rödd.
“Þá syngur eins og Sirene (hafgúa)”
sagði Mr. Dare; hann hélt að hann mætti
segja slíkt, gamalt lofsyrði við hana;
þau voru líka skyld.
“Nei,” sagði Beatrice, “það getur
skeð að eg syngji vel — það er sem eg
held sjálf. Hjarta mitt er fullt af músik,
sem streymir yfir varir mínar; en Sirene
er eg ekki, Mr. Dare. Eg hef aldreí heyrt
að Sirene væri með dökkt hár og dökk-
ar augnabrýr, eins og eg.”
“Eg vil segja að þú syngir eins unaðs-
lega og seyðkona,” sagði jarlinn, og
hélt sín lofsyrði ættu betur við.
“Það er ekki heldur satt, Elkhorn
jarl,” svaraði hún, en hún hló ekki að
honum eins og Mr. Dare. “EJf eg væri
seyðkona,” sagði hún, “skyldi eg syngja
óskablómin mín til mín, og þetta blóma-
glas til mín. En nú verð eg að fara og
sækja þau sjálf. Hver getur hafa valið
þessi blóm?”
Hún gekk yfir gólfið, að litlu skraut-
legu borði, og tók þar kostulegt blóma-
glas, fullt af blómum.
“Sjáðu,” sagði hún, og snéri sér að
Mr. Dare, “hvítt lyng, hvítar rósir, hvít-
ar liljur, ásamt bleikgráum blómum!
Það er engin mótsetning í slíku. Hugs-
aðu þér hvaða mismun að glóandi epla-
blóm og blóðrauð verbana mundu gera.”
“Þér geðjast ekki að svona kyrlátu
samræmi?” sagði Mr. Dare og brosti,
og hugsaði hve líkt þetta væri hennar
karaktérslega upplagi..
“Nei,” svaraði hún, “eg vil sláandi
andstæður. í mörg ár var líf mitt lit-
laust, og eg þráði að fá eitthvað litsterk-
ara.”
“Nú hefurðu fengið það,” sagði Mr.
Dare, rólega.
“Já,” sagði hún, og leit á hann sínum
glampandi augum, “eg hef nú fengiö
það, og ætla aldrei að tapa því aftur.”
Jarlinn hlustaði grandgæfilega eftir
hverju orði, sem hún sagði, og var í efa
um, hvort það táknaði ást, þetta glans-
andi rauða, sem nú hafði sett svo nýjan
lit á hennar áður litlausa líf. Hann
stundi við þungt, er hann komst að þeirri
niðurstöðu, að svo mundi ekki vera, og
a þessi glæsilega stúlka mundi ekki
kæra sig um hann. Beatrice heyrði
hann stynja og hraðaði sér til hans.
“Hugsar þú eins og eg,” spurði hún
jarlinn. “Kýst þú þér ekki líka annað
en einveru og tilbreytingarleysi?”
“Eg?” spurði jarlinn, “eg kýs mér það
sem þú kýst þér, Miss Cuming.”
“Mann, umfram allt annað,” hvíslaði
Mr.‘ Dare að henni brosandi.
Þegar Mr. Dare gekk heim þetta
kvöld, hugsaði hann lengi og alvarlega
um þessar ungu stúlkur, frændkonur
sínar. Hvaða dul var yfir þessu glæsi-
lega heimili? spurði hann sjðlfan sig.
Hvar var kona lávarðsins? Hún sem
átti að hafa sitt virðingarsæti við borð-
ið — móðir barnanna hans? Hvar var
hún?