Lögberg - 03.10.1946, Blaðsíða 3

Lögberg - 03.10.1946, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. OKTÓBER, 1946 Börnin leika sér á Islenzku í Mikley Sviptal við Einar Pál Jónsson ritstjóra MIG FURÐAR á því, hve íslenzikir í anda margir Vestur-Islend- ingar eru, jafnvel iþó að þeir hafi aldrei litið Island augum, sagði eg við Einar Pál Jónsson ritstjóra, er eg 'hitti bann að máli snöggvast á laugardagsmorguninn. Getur þú í stuttu máli gefið mér skýringu á því fyrirbrygði? Mín er ánægjan, sagði Einar. Eg er annars kominn að þeirri niðurstöðu, eftir vikudvöl hér heima, að það muni þurfa sterka heilsu, til að þola hina íslenzku gestrisni. Að minsta kosti í þeim mæli sem hún kemur fram við okkur félagana að vestan. Hinir vestur-íslenzku gestir ríkisstjórnarinnar og þjóðræknis- félagsins fóru í svipför í Vík í Mýrdal á fimtudag og föstudag. Komu hingað á föstudags'kvöld. Landbúnaðar ráðuneytið bauð þeim í þessa ferð og voru þau hjónin Árni G. Eylands og konu hans með í förinni. Var farið til Sámstaða og Múlakots í Fljótshlíð en síðan austur í Vík í Mýrdal. I bakaleið- inni var komið við í Gunnars- holti til þess að skoða sandgræðs- luna og í hellana að Ægissíðu. Heimsótti ferðafólkið Ingólf Jónsson alþingismann á Hellu og fjekk þar hinar bestu viðtökur. Eftir hádegi á laugardag lögðu þeir af stað í Norðurlands ferð- ina. Svo við Einar höfðum styttri tíma til þess að rabba saman en jeg hefði óskað. Jeg gat þó komist að raun um, að Einar Páll hefir harla lítið breyst þau 33 ár síðan við sáumst seinast. Allan tímann síðan söfnuðirnir voru stofnaðir, og fram á þenna dag hefir verið roessað í öllum kirkjum þjóðflokks okkar á ís- lenzku a. m. k. að helmingi og líklegast meira en það. I sumum kirkjunum, í hinum íslenzku bygðum fara flest allar guðsþjón- ustur fram á í'slenzku. I kirkj- unum í Winnipeg eru altaf morg- unmessur á ensku en kvöldmess- ur á íslenzku. Á hverjum degi. Segðu mér nókkuð. Talar þú íslenzku á hverjum degi þegar þú ert við vinnu þína? Það var ekki laust við, mér fyndist á “collega” mínum, að honum þætti eg spyrja einfeldn- islega. Það er altaf nokkuð gestkvæmt á skrifstofu minni, segir Einar, þangað koma landar í ýmsurn erindum til þess að leita upp- lýsinga um eitt og annað. Alt eldra fólkið talar íslenzku, og margir af þeim sem fæddir eru vestra. Ef svo væri ekki, þá vær- um við búnir að vera. í Mikley. Nú 'fórum við að tala um ís- lenzku bygðirnar. Spurði eg Einar Pál að því t. d., hvort enn væri Mikley íslenzk, hún áður var. En Mikley er sem kunnugt er í Winnipegvatni 100 mílur fyrir norðan Winnipeg. Hún er um 20 mílur á lengd og TVz míla á breidd, þar sem hún er breiðust. Þar búa 370 manns og er alt það fólk íslenzkt enn, nema hvað þar eru nokkur hjón, sem eru annarar ættar að hálfu. Þar eru allir bæir með íslenzk- um nöfnum. Þegar börnin koma út á leikvöllinn í hinum enska skóla þá leika þau sér enn í dag á íslenzku. Guttormur Guttormsson. Hvernig getur maður eins og Guttormur Guttormsson verið eins íslenskur í tali, látbragði og allri hugsun, 'eins og hann kæmi beint austan úr Fljótsdal í fyrsta sinn, sem hann stígur á íslenska jörð hjerna á hafnarbafckanum í í Reykjavík, spyr jeg Einar Pál. Það er af því, segir hann, að vinur minn Guttormur hefir alla tíð, frá því hann komst til vits og ára, borið tungu, sögu og sorgir þjóðarinnar í hjarta sínu Þegar hann frjetti að okkur ritstjórunum hefði verið boðið hingað heim, þá skrifaði hann mér og óskaði mér til hamingju, sagði að í sínum augum væri heimboð til Islands langtum meiri virðing en Nobelsverðlaun. En úr því við á annað borð erum farnir að tala um Vestur- íslendinga, þá er rétt eg gefi þér svolítið yfirlit. Landnemarnir. Landnám Islendinga í Canada hófst eins og þú veist, er fyrsti hópurinn, er þangað kom, settist að á Gimli árið 1875. Það var æfintýraþráin, sem rak suma þeirra vestur, en vonleysið um að geta bjargað sér hér heima ýtti á eftir hinum. Allir komu þeir með ísland. í hjarta sínu. Það fyrsta sem þeir kendu börnum sínum, var ræktarsemin við ættjörðina. Flestir þeirra töl- uðu ekki annað en íslenzku. Höfðu efcki lært annað mál áður en þeir fóru að heiman. Og þeg- ar þeir voru 'komnir í lífsbarátt- una fyrir vestan höfðu þeir um annað að hugsa, en það setjast á skólabekk. Þeir komu með tvær hendur tómar og þurftu að brjót- ast áfram. Strax fóru þeir að hugsa um sín þjóðþrifa- og framfaramál. Þeir stofnuðu blaðið Framfara í Nýja íslandi. Aðalritstjóri hans var Jóhann Briem. Og þeir stofn- uðu kirikjusöfnuðina í þeim tvenna tilgangi: Að glæða trú- arlífið, og íslenkunni til verndar. Landnemakynslóðin er nú að mestu leyti horfin. Hve lengi telur þú að landnám íslendinga vestra hafi staðið yfir? Frá 1875 til 1905. Á því tírna- bili komu altaf fleiri eða færri héðan vestur. Hvað líður íslenzkunni í kirkj- unum? Fjórar kynslóðir. I dag er í stuttu máli þannig umhorfs meðal Vestur-Islend- inga. Elzta kynslóðin er eins og eg sagði áðan að mestu leyti horfin. Einstöku “Birkibeinar eftir. Það er önnur kynslóðin, sem nú ber hita og þunga dagsins þjóðrækhismálunum og mann fjelagsmálum ofckar. Þriðja kynslóðin, barnabörn landnemanna talar skilur og les allmikið íslensku en er enskan að jafnaði tamari. Hún finnur til ætternis síns og ber djúpa rækt- arsemi til Islands og íslenskrar menningar. Fjórða kynslóðin er í dag bamahópur, sem að mifclu leyti er óráðin gáta. Er leitast við að uppfræða þessi börn í íslenskri tungu, í hinum svonefndu laugar 'dagsskólum okkar. Þar starfa æfðir kennarar einkum kenslu- konur. I laugardagsskóla okkar í Winnipeg, sem Ásmundur P. Jóhannsson hefir mest barist fyrir að haldið sje uppi, er einn íslenskukennarinn íslenskur móðurætt, en sfcoskur í föðurætt Talar hann og skrifar íslensku með afbrigðum vel. Ný vakning. Mjer þykir rjett að geta þess, að við Vestur-íslendingar feng um mikla uppörfun í síðustu styrjöld, með þeim auglýsingum. ef svo4 mætti að orði komast sem landið f jekk meðal enskum- ælandi þjóða, er Island komst hyað eftir annað á fremstu síðu stórblaðanna. AmeríSk og Cana- dísk blöð og tímarit fluttu sæg af ritgreðum um Island og íslenska menningu. Þetta virðulega og hlýlega umtal kveikti í mörgum piltum og stúlkum af íslenzkum stofni. Þetta unga fólk fór að hugsa sem svo: Því sfcyldi eg ekfci leggja nokkuð á mig, til þess að kynn- ast menningu ættþjóðar minnar úr því erlendir menn skrif a svona fagurlega um Island. Ótal mörgum sinnum varð eg var við þetta. Eg hafði séð margt af þessu unga fólki áður; vissi, að það var af íslenzkum stofni en vissi engin deili á því. Það hafði kannske komið endrum og eins á íslenZkar skemtanir, hljómleifca eða því um líkt. Nú gaf það sig fram, fór að leita kynna af því sem íslenzkt er. slóst í hópinn með okkur 'hinum. RÖDD FRÁ GAMLA FÓLKINU Eg get fullvissað þig um það, Valtýr minn, segir Einar Páll, að í Vesturheimi er harðsnúinn hóp- ur karla og kvenna, sem stað- ráðinn er í því að berjast í lengstu lög fyrir varðveislu ís- lenzkrar tungu og annara þeirra menningarerfða, sem þeim skilst, að leiði til blessunar fyrir þá, sem eiga að lifa í hinu vestræna umhverfi. Eg sagði við blaðamennina, sem eg hitti er eg kom fyrir viku síðan áð eg væri e. t. v. ekki alveg óhlutdrægur í íslenzkum þjóðræknismálum vestan hafs vegna þess, að eg hefi svo óbil- andi trú á ódauðleik íslenzkrar tungu og íslenzkrar mienningar, hvar sem er í heiminum og við hvaða öfl sem er að etja. Landið mitt. I bernsku dáði eg fegurð lands- ins míns, og fagurt var það þegar eg kvaddi það fyrir 33 árum. Síðan hefi eg í raun og veru 1 altaf hugsað heim þó vel hafi vestræna fóstran farið með mig og veitt mér margt, sem eg að vísu tel, að eg hafi að einhverju leyti unnið fyrir. Þó ísland væri fagurt í bemsku augum mmum og fagurt, er eg kvaddi það, bjó mér það altaf rífct í huga, að fcvnnast öðru Is- landi, fegurra landi og þroskaðri þjóð. ísland, eins og það var, er eg kvaddi, var ekki að öllu leyti landið mitt. Það land þroskans og glæsilegrar ménningar, er eg kom hingað nú var landið, sem eg þráði. Landið kyrrstöðunnar hefði eg ekki kært mig um að kynnast. Island framtíðarinnar, framíaranna og morgundagsins, eins og það blasir við í þessu ó- gleymanlega ferðalagi er landið mitt. Með myndina af því, og enniþá fegurra framtíðarlandi verð eg ásáttur með, að loka augum mínum þegar þar að kemur. Við konan mín og eg, og sam- ferðafólk okkar alt, finnum vel til þess, í hve djúpri þakkarskuld við erum gagnvart ríkisstjórn- inni og Þjóðræknisfélaginu, fyr- ir þær ógleymanlegu ánægju- stundir, sem okfcur hafa þegar fallið í skaut á ferðalaginu og sem fylgja munu okkur í endur- minningunni héðan frá, hvar sem við förum. Síðan kvadi eg Einar Pál og óskaði honum og samferðafólfci hans góðrar ferðar til Norður- landsins. V. St. —(Mbl. 22. ágúst). Eg hefi oft hugsað, þegar eg hefi verið að lesa um athafnir svo sem yngra fólks og usla þann og óhug sem þær vekja um land allt. Og hefi oft spurt sjálfa mig að 'hvernig stæði á allri þeirri óá- nægju, öllu því ergelsi, öllum þeim óhug sem læsti sig um láf og sál þess fólks. Það er alltaf óánægt og samt hefir það alls- nægtir. Það neitar að vinna þeg- ar því býður svo við að horfa, og heimtar allt sem því dettur í hug, bæði af guði og mönnum. Hversu ólíkur er ekki hugsun- arháttur' þess, hugsunarhætti þeim sem réð, þegar að við vor- um að alast upp, eða vorum uppá okkar bezta. Við unnum þá ekki eingöngu sökum þess að við sjálf þyrftum þess með, heldur líka sökum þess að við skyldum að mannfélagið þurfti þess með.— Við skyldum að menn geta ekki og eiga heldur ekki að lifa sjálf- um sér. Nú hýrumst við í okkar eigin horni og við verðum að vera ánægð með kjör þau sem >essi aðstaða skapar okkur. Líf- ið geysast óðfluga áfram og at- hafna fólkið hefir hvorki tíma né mannlund til þess að veita okkur eftirtekt. En þó erum við sí-vinnandi, með bogið bak og aæklaðar hendur, að ynna af hendi störf þau er við skuldum framfærsluskyldu sjálfra okkar og hinni sameiginlegu mannfél- agssfcyldu vorri. Hvernig væri nú fylir okkur að hætta að vinna líka, eins og unga fólkið, og í stað þess að •vinna, fara að heimta — heimta þokkalegri vinnu, því að sfcít- verkin sem unga fólkið vill ekki líta við, eru okkar hlutskifti. Heimta hærra kaup, þó að við getum ekki unnið fyrir því, heimta hvíld og borgun fyrir að taka hana; heimta eftirlaun frá því opinbera, og að þau séu borguð fólki á 65 ára aldurs- skeiði þess, svo að eitthvað verði eftir af Mftórunni, lífslönguninni og lífsnautna hæfileikunum, þeg ar þrældóms okinu er létt af okkur, en við ekki látin bíða fram á sjötugs aldurinn og elli- hrumleika áður en eftirlaunin eru ofckur veitt. Hví ættum við gamla fólkið, sem fædd erum hér í Kanada, og borið höfum hita og þunga dagsins um langan aldur, að vera athvarfslausar hornarekur á öll- um sviðum mannlífsins? Eg vona að einhver mér færari ein stæðingur verði til þess að halda þessu máli vakandi og fylgja því fram til réttláts sigurs. Þvottakona. Hugsað fram! Látitu hreinsa öll fötin, sem þú þarft að láta heins í haust — NÚNA . . . Ágætisverk Hagnýttu þér tækifærið til spamaðar með því að vitja fata þinna í tbúðina sem næst þér er. Búðir okkar eru nú opnar frá kl. 8 f. h. til kl. 7 e. h. Perth’s 888 SARGENT AVE. ORÐSENDING TIL. KAUPENDA LÖOBERGS OG HEIMSKRINGLU A ISLANDI: MuniS aS senda mér áskrlftarg-jöld aS blöSunum fyrir júnílok. AthugiS, aS blöSin kosta nú kr. 25.00 árangrur- inn. Æskilegast er aS grjaldlS sé sent I pöstávlsun. BJÖRN OUÐUUNDBBON, Reynimel 52, Reykjavlk. DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talsfml 95 826 HelmiUs 53 898 DR. K. J. AUSTMANN BirfrcetHngur i ausma, evma, naf oo hverka sfúkdómum. 704 McARTHUR BUILDING Cor. Portage & Maln Stofutlmi: 2.00 til 5.00 e. h. nema á laugardögum. DR. ROBERT BLACK Bérfrœóingur i augna, eyma, nef og kdissjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 93 851 Heimasími 42 154 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenzkur lyfsall Fölk getur pantaS meSul og annaS meS pösti. Fljöt afgreiBsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. Skrifstofu talslmi 27 324 Heimilis talsími 26 444 Phone 31 400 Electrical Appliances and Radio Service Furnlture and Repairs Morrison Electric 674 SARGENT AVE. DCINCE// MESSENGER SERVICE ViS flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smœrri IbúSum, og húsmuni af öllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPKG Slmi 25 888 C. A. Johnson, Mgr. TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Ohartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDINO Wlnnipeg, Oanada Phone 49 469 Radlo Service Specialiata ELECTRONIC LABS. B. THORKELBON, Prop. The moat up-to-date Sound Equipment Syatam. 130 OSBORNE ST., WINNIPBG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 8COTT BLOOK SlMI 95 227 Wholesale Distributors of FRB8H AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPBG, MAN. T. Beroovitch, fram.kv.stj. Vermla 1 helldsölu meS nýjan og frosinn flsk. 802 OWENA STREET Skrlfet aími 25 365 Helma 65 4*1 H HAGBO RG FUEL CO. H Dlal 21 331 (C.F.L. No. 11) 21331 Argue Brothers Ltd. Real Eetate, Financial, Insurance LQ^iBARD BLDG., WINNIPBG J. Davidson, Representative Phons 97 291 Dr. S. J. Jóhannesson 216 RUHT STREET (Beint suBur aí Bannlng) Talsimi 30 877 VlStalstimi 3—6 efUr hidegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Offlce 26 — Res. 230 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and TWEED Tannlœknar H. W. 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEO DR. J. A. HILLSMAN Burgeon 308 MEDICAL ARTS BLDG Phone 97 329 Dr. Charles R. Oke Tannlasknir For Appointments Phone 94 968 Office Hours 9—8 404 TORONTO GEN. TRU8TS BUILDING 283 PORTAGB AVB. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 556 For Quick Reliable Service J. J. SWANSON & CO. LIMITSD 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningalán og eidsábyrgS. blfreiSaábyrgS. o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrasObngar 209BANK OF NOVA 8COTIA BG. Portage og Garry St. Slml 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British QuaUty Fish Netting 60 VICTORIA 8T., WINNIPBO Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDBON Tour patronage will be appreclated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Direcúor Wholeeale Dlstrlbutors of WMh and Froaen Flah. 211 CHAMBERS 8TREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. Tl *tf

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.