Lögberg - 03.10.1946, Blaðsíða 4
\
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. OKTÓBER, 1946
--------iogberg----------------------
&efið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 i'.argent Ave., Winnipeg, Maniitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG
595 Sarg-ent Ave., Winnipeg, Man.
Rltstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Lcigberg” is printed and, published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent
Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail,
Post Office Dept., Ottawa.
PHONE 21 804
Ongþveiti
Eg hefi verið að hugsa um, hvaða
nafn að realista snillingarnir svo sem
þeir Ibsen, Brandes eða Þorsteinn Er-
lingsson mundu gefa athæfi mannanna
og heimsmálaástandinu eins og það er
nú á vorum dögum. Ekki er eg í neinum
vafa um, að þeir mundu vilja lýsa því
rétt, og gefa því nafn, sem varpaði ljósi
sannleikans á það, en hvort þeim tæk-
ist það, hvort það sé á nokkurs manns
valdi að gjöra það og gjöra það rétt, er
víst mikið vafamál Helzt væri þó lík-
lega Jón Vídalín líklegur til þess, ef
hann væri á lífi.
Menn segja, og það þeir, sem með
valdi þykjast tala, að svona sé það eftir
öll stríð. Vitaskuld er það engin úr-
lausn, engin ráðning á því alvarlega
spursmáli hvorki í nútíð, í liðinni tíð, né
heldur í komandi tíð. Hví skyldu menn
þurfa að missa vitið eftir hvert einasta
stríð, sem háð er, ef að menn hafa það
óskert áður, og haga sér eins og brjál-
aðir menn? Að vísu er ekki skemtilegt
að líta á heimsmyndina—aðfarir mann-
anna eins og hún og þær blasa við sjón-
um manna nú, hvort heldur að litið er
fjær, eða nær. Tugir miljóna þrá frið
og finna hann ekki. Fólk gengur hungr-
að um torg og þjóðvegi og fær ekkert til
matar; fáklætt og finnur ei skjólföt.
Fólki er haldið í gæslufangelsum og
neitað um frelsi og föðurland. Bústaðir
mannanna hafa Verið eyðilagðir og fjöl-
skyldurnar hraktar út á auðnir og út í
allsleysi. Börn, hjón, ættfóik leitar
hvers annars í vonleysi og yfir fólkið í
heild leggst hrollur hins liðna og kvíði
þess ókomna. Og mennirnir, sem úr
þessu eiga að bæta og geta bætt, sitja
við samningsborðin í sölum hallanna og
metast á um landavinningar, lausa
aura og mannaforráð, en geta með engu
móti fundið veg til að búa í sátt og friði,
við náungann.
Eg skal ganga inn á að í þessari að-
stöðu, og þessu fram ferði er ekki gott
að-sjá mikið af heil brigðu mann viti. Ef
svo væri þá líti þessi mynd öðru vísi út.
Nei, hér er ekki að ræða um neinn skort
á mannviti heldur um það, sem er óend-
anlega miklu ömurlegra en mannvits-
skortur, því við honum geta menn yfir
leitt ekki gjört. Hér er um að ræða af-
vega leitt mann vit. — Mann vit sem
veit sjálft að það hefir fótum troðið og
vilst frá rétt látustu og fegurtsu hug-
sjónunum sem mannlífið á, en hefir
hvorki drengskap né þor til að snúa til
baka. Hafið þið lesendur góðir nokkurn
tíma hugsað alvarlega um það, hvers er
að vænta í framtíðinni, ef byggja skal á
slíkum grundvelli?
Að stríðin eða stríðið sé orsök þess-
arar afvegaleiðslu mannvitsins, þess-
arar óhamingju mannanna, er ekki rétt
athugað, þau hafa máske og að sjálf-
sögðu magnað hana dregið hana
fram í dagsbirtuna og flett af henni
hræsniskápunni svo hún stendur nú
nakin fyrir sjónum allra, og áhrif henn-
ar leggjast yfir líf mannanna eins og
ísaþoka. En mannvitsspillingin sjálf á
sína þroskaleið og er nú orðin samgróin
og samdauna andstygðar og óhæfu-
verkum mannanna.
I sambandi við þessar hugsanir
minnist eg þessara orða Aristoteles:
“í eðli sínu þrá allir menn þekkingu.”
Hann meinti óefað með því, að eins og
líkaminn krefst fæðunnar, svo krefjist
andinn þekkingarinnar. En á dögum
Aristoteles stóð ekki á sama hver sú
þekking var. Sú eina þekking, sem þeim
manni þótti mannsandanum samboðin
var sú þekking, sem gerði manninn að
meiri og betri manni, hugsanir hans
hreinni, orð hans sannari, vilja hans
veglyndari, mannúð hans meiri. rétt-
lætistilfinningu hans næmari, og trú-
festi hans staðfastari; það var það sem
Aristoteles meinti með þekkingu. Ekki
er gott að ímynda sér að Aristoteles
mundi hafa haft meiri andúð á neinu, en
afvegaleiddu mannviti.
En spursmálið er ekki hvað Aristo-
teles hefði hugsað um hið andlega á-
stand okkar nú, heldur hvað við sjálf
hugsum um það, og hvað lengi að við
ætlum að halda uppteknum hætti. þrátt
fyrir betri vitund.
Eg á ekki von á að við íslendingar
getum haft mikil áhrif á alþjóðamálin,
eða alheimsstefnu málanna, en við get-
um gjört annað, — við gætum litið í
okkar eigin barm — til okkar eigin mála
og verið einlægir í þeim og trúir fegurð-
arhugsjónum þeim, er þau geyma, — ef
við vildum. Við getum hreinsað og
helgað okkar eigin hús, öðrum til fyrir-
myndar, og sjálfum okkur til betrunar
og meiri manndóms — ef við værum
menn til að gjöra það sem rétt er og
viturlegt, — ef við vildum vinna saman
í anda Aristotelesar.
—J • J • B.
Nýstárlegt safnrit
Eftir PRÓF. RICHARD BECK
Blaðamannabókin, Ritstjóri:
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson.
Reykjavík, Bókfellsútgáfan,
1946. 320 bls.
Þetta er að öllu nýstárlegt rit, ein-
stætt í íslenzkum bókmentum, en 24
íslenzkir blaðamenn hafa lagt saman
um að semja það, og nefnist það því
réttilega Blaðamannabókin.
Ritstjórnina hefir annast Vilhjálmur
S. Vilhjálmsson, um langt skeið blaða-
maður við “Alþýðublaðið” og nú rit-
stjóri “Útvarpstíðinda”, og rekur hann
í gagnorðum og glöggum inngangi sögu
íslenzkra blaða og blaðamensku í meg-
indráttum. Er ánægjulegt að fylgjast
með þeim þróunarferli, enda segir þar
frá merkum og mikilvægum þætti í
stjórnmála- og menningarsögu þjóðar-
innar, svo mjög hafa blöðin verið áhrifa-
rík í sjálfstæðisbaráttu hennar og allri
framsókn.
Ritstjórinn lagði það í sjálfsvald
blaðmannanna um hvað þeir skrifuðu,
með þeim árangri, að efni bókarinnar
er mjög fjölbreytt. Söm eru blæbrigðin
í stíl greinanna, því að hver blaðamað-
ur hefir verið látinn ráða öllum svip
greinar sinnar, og var það vel ráðið.
Eins og eglilegt er, fjalla greinar
þessar löngum um atburði, sem orkað
hafa sérstaklega á hug höfundanna og
orðið þeim minnisstæðir. Þeirrar ættar
er fyrsta greinin í bókinni, “Einn komst
af”, eftir Árna Óla fyrv. ritstjóra “Les-
bókar Morgunblaðsins”, sem lýsir á lif-
andi en átakanlegan hátt hinu hörmu-
lega sjóslysi, þegar franska hafrann-
sóknarskipið “Pourqoui pas?” fórst að
næturlagi haustið 1936 úti fyrir Mýrum,
og drukknaði þar, með fríðu föruneyti,
hinn heimsfrægi vísindamaður, dr.
Charcot, einn af óskasonum frönsku
þjóðarinnar.
Enn víðtækara sögulegt gildi átti
atburður sá, sem Axel Thorsteinsson,
ritstjóri “Rökkurs”, lýsir í hinni skil-
merkilegu frásögn sinni, “Fyrsta hnatt-
flugið”, en það var flugferð þeirra ame-
rísku flugmannanna Nelson og Smith
og ítalska flugmannsins Locatelli sum-
arið 1924, er var bæði atburðarík og
mörgum örðugleikum háð. En nú, þeg-
ar ísland er orðið miðstöð langflugs á
milli heimsálfanna, er maklegt að minn-
ast þessara brautryðjenda í flugsam-
göngum, er gistu það á söguríkri ferð
sinni og bentu með þeim hætti fram á
við til þess, er koma skyldi.
Eigi er sá atburður ómerkilegri, sem
Jón Kjartansson ritstjórf “Morgun-
blaðsins”, lýsir á kjarnorðan hátt í grein
sinni um þingfundinn í sameinuðu Al-
þingi 16. júní 1944, þá er samþykkt var
til fullnustu niðurfelling dansk-íslenzka
sambandslaga-samningsins frá 1918 og
síðasta sporið stigið til undirbúnings
endurreisnar hins íslenzka lýðveldis.
Munu allir þeir, er áttu því láni að fagna
að vera viðstaddir þann söguríka at-
burð, verða greinarhöfundi sammála um
það, að sú stund verði þeim ógleyman-
leg, enda var þingfundur þessi, eins og
segir í greinarlok, “forleikur helgrar at-
hafnar, sem fram fór að Lögbergi á
Þingvöllum næsta dag, 17. júní, er lýð-
veldi var stofnað á íslandi.”
Þá eru eftirfarandi greinar, lýsing-
ar á ferðum utan lands og innan, bæði
skemtilegar og fróðlegar, og bera gott
vitni skarpri athugunargáfu og frásagn-
arhæfileikum höfundanna: “Barátta við
dyraverði”, frásögn um för á Ólympíu-
leikana í Berlín 1936, eftir
Þorstein Jósepsson, rit-
stjöra “íþróttablaðsins” og
“Útvarpstíðinda”; “Upplýs-
ingaráðuneyti Breta,” eftir
B j a r n a Guðmundsson
blaðafulltrúa Utanríkisráð-
uneytisins; “Utanfararþátt
ur. Minningar úr Englands-
ferð.” 1941, eftir Ólaf við
Faxafen (Ólaf Friðriksson)
fyrrv. ritstjóra ‘“Dagsbrún-
ar” og “Alþýðublaðsins”;
“Sumarnóttin fyrsta á
Fljótsdalsheiði” (hrakning-
asaga), eftir Jón Bjarna-
son, fréttaritstjóra “Þjóð-
viljans”; “Heimsókn í Hvíta
húsið,” eftir ívar Guðmunds
son, fréttaritstjóra “Morg-
unblaðsins”; “B a n n f ö r
1908,” eftir Ingimar Eydal,
ritstjóra “Dags”; “Hvert á
að senda líkið?”—um flug-
ferð í eldgosleit, eftir Her-
stein Pálsson, ritstjóra
“Vísis”; “Þegar eg kom aft-
ur til Berlin,” eftir Einar
Olgeirsson, fyrrv. ritstjóra
“Þjóðviljans”; “Eyjar í á-
lögum,” um ferð til Gala-
pagos-eyja, eftir Thorolf
Smith; og “Á Piccadilly,”
eftir Sigurð Benediktsson.
Grein Jóns Benedikts-
sonar, “Nýskipun í Höfða-
kaupstað,” er einnjg ferða-
lýsing að öðrum þræði, en
bregður jafnframt upp að-
laðandi mynd af breyting-
unum og framförunum í ís-
lenzku þjóðlífi, eins og þær
lýsa sér í Höfðakaupstað
(Skagaströnd). “Svalt er
á seltu,” eftir Jón Helga-
son, fyrrv. ritstjóra “Dval-
ar,” er vel sagður þáttur úr
hetjulegri baráttusögu ís-
lenzkrar alþýðu, “sigursögu
manna, sem strengdu klóna
þegar kaldast blés.” Út-
varpserindi Hannesar á
horninu (Vilhjálms S. Vil-
hjálmssonar), “Segðu tæt-
ingsliðinu að stoppa dans-
inn!” er í allt öðrum-tón,
skörp þjóðlífsmynd frá fyrri
hluta ástandsársins 1943,
og er auðséð að höfundi
hefir verið órótt innan
brjósts á þeim viðsjála
tíma, eins og segir í inn-
gangsorðum að erindinu.
Viðtöl eru orðin mikill
þáttur í blaðamennsku og
fréttadálkum blaðanna, og
get eg borið um það af eigin
reynd, að mörgum íslenzku
blaðamönnunum lætur sú
list ágætlega að semja góð
viðtöl. Tvær slíkar grein-
ar eru í þessari bók, “Við-
tal með vísitölu,” hnyttin
frásögn, eftir Karl ísfeld,
ritstjóra “Vinnunnar,” sem
einnig á smellið kvæði
(“Skipafréttir”) í bókinni,
og “Prentari talar um prent
list og blaðamenn,” viðtal
við Jón Einar Jónsson prent
ara, eftir Vilhjálm S. Vil-
hjálmsson, einkar fróðleg
grein og hlýleg. Hún er
jafnframt mannlýsing að
eigi litlu leyti, eins og góð
viðtöl eru oft, og skal þá
vikið að þeim greinum í
bókinni, sem beint og ó-
beint eru mannlýsingar,
hvort heldur er um þá, sem
horfnir eru af sjónarsviöinu
eða um lifandi samtíðar-
menn.
X grein sinni “Fráfall
Skafta Stefánssonar” lýsir
Þórarinn Þórarinsson, rit-
stjóri “Tímans,” harm-
þrungnum örlögum þess
glæsilega mannsefnis, með
skilningi og samúð, en með
Skaft,a Stefánssyni átti ís-
land á bak að sjá frábær-
lega gáfuðum syni og lík-
legum til forystu, að dómi
samtíðarmanna hans, enda
hefir Jónas Hallgrímsson
reist honum óbrotgjarnan
minnisvarða í “Saknaðar-
ljóði” sínu.
Grein Valtýs Stefánsson-
ar, ritstjóra “Morgunblaðs-
ins,” “Þegar Guðrún á
Hvernig að unt er að ráða
framúr erfiðleikunum.
Nú, þegar ósamlyndi og ósam-
heldni spillir friði og framför 1
landi voru, er ekki ófróðlegt að
rifja upp úrræði manna, er áttu
við sérstaka erviðleika og ókjör
að búa árið 1939 og fyrir þann
tíma.
í þorpi einu, Grand Revére á
Gaspé ströndinni, höfðu fransk-
ir menn ofan af fyrir sér með
því að róa til fiskjar, eins og feð-
ur þeirra höfðu gjört mann fram
af manni.
Aflinn var aðallega þorskur,
og gátu iþeir selt aflann þegar að
hann var kominn í land, en fyrir
verð sem þeir gátu naumast dreg-
ið fram lífið á. Verðið sem þeir
fengu var $1.80 fyrir 238 pund
af þorski, og það hrökk lítið
lengra en fyrir netum og veiðar-
færum, því til þess að geta borg-
að fyrir þau, urðu menn að fá
400 í hlut. En meðal hlutur í
þeirri veiðistöð voru 500 — sem
jþeir Gaspé fiskimennirnir köll-
uðu “drafts.” Svo þessir menn
höfðu því 100 drafts framyfir
kostnað, eða 238 pund á $1.80,
og því varð að skifta á milli
fjögra manna. — Hvað áttu þess-
ir menn að gjöra?
Björgum dó,” er yfirlætis-
laus en hugðnæm bernsku-
minning; við lesturinn verð
ur manni bæði hlýtt til
gömlu konunnar og fyllist
samhyggð með henni.
Jónas Jónsson, ritstjóri
“Samvinnunnar” og “ó-
feigs,” hefir margoft sýnt
það áður, að honum er ó-
venjulega sýnt um það að
lýsa glögglega samferða-
mönnum sínum. “Þrjár
mannlýsingar” hans í þess-
ari bók sverja sig vel í ætt-
ina, en hin fyrsta þeirra,
um Ásmund P. Jóhannsson
sjötugan, hefir verið end-
urprentuð í “Lögbergi.”
Grein Árna Jónssonar frá
Múla, sem verið hefir rit-
stjóri ýmsra blaða, “Okkar
Pétur,” um Pétur Jónsson,
hinn víðkunna og snjalla
íslenzka óperusöngvara, er
hressilega skrifuð og hin
skemmtilegasta, og lýsir
söguhetjunni prýðisvel og
sigurvinningum hans á
söngvasviðinu.
Þá eru hér tvær greinar
bókmenntalegs efnis, báð-
ar eftirtektarverðar að inn-
haldi og vel í stíl færðar,
“Saga um sögur,” eftir Jón
H. Guðmundsson, ritstjóra
“Heimilisblaðsins Vikunn-
ar,” og “íslenzk menning.
Eftir Sigurð Nordal,” rit-
dómur eftir Pál Steingríms
son, fyrrv. ritstjóra “Vís-
is.”
Loks skal getið greinar-
innar “Ættartaugar” eftir
Jónas Þorbergsson, út-
varpsstjóra og fyrrv. rit-
stjóra “Dags” og “Tímáús,”
sem bæði er hin athyglis-
verðasta og snertir oss ís-
lendinga vestan hafs sér-
staklega, því að hún f jallar
um þjóðræknismálin og
varðveizlu íslenzkra menn-
ingarerfða, og er einkar
vinsamleg í vorn garð.
Eins og aðrar bækur Bók-
fellsútgáfunnar er þessi
bók hin vandaðasta að ytri
frágangi, prýdd mörgum
myndum, meðal annars
myndum allra höfundanna
og fylgja stutt æviágrip
þeirra, sem mikill fróðleik-
ur er að. Hún fæst hér
vestra í bókaverzlun Dav-
íðs Bjönssonar í Winnipeg.
Veit eg, að fleirum muni
fara sem mér og þykja ver-
ulega gaman að lesa þessa
bók. En jafnframt vil eg
nota tækifærið til að þakka
höfundum hennar fyrir síð-
ast, vinsemd þeirra og góð
kynni á íslandsferð minni
fyrir tveim árum síðan.
Ekki var til neins að gjöra
verkfall, því enga vægð var hægt
að fá hjá ægir. Þorskurinn lét
sig ástæður mannanna engu
skifta, og kaupmennirnir sátu
allir vað þann eldinn sem orn-
aði þeim sjálfum bezt, eins og
þeir alltaf gjöra. Að hætta að
sækja á hafið gátu þeir ekki, því
þá voru konur, böm og þeir sjálf-
ir jhungraðir.
Það virtigt eins og að öll sund.
væru lokuð’ fyrir þessum fiski-
mönnum á Gaspé ströndinni.
Þeir voru í tilbót, að sökkva í
skuldir, og lánstraust þeirra að
þrotum komið.
Það virtist að ekkert væri eftir
fyrir þeim annað en að gefa upp
róðurinn. En mönnum sem lengi
hafa þreytt áratog á ægi, er ekki
ljúft að leggja árar í bát, og þess-
um mönnum var það ekki heldur.
Þeir komu saman á fund og voru
sér þess meðvitandi, að lífssókn
þeirra sem einstaklinga, væri að
þrotum komin, en sáu líka að
eina lífs og afkomu von þeirra
lá í eining. Að, í staðinn fyrir
að mæta erfiðleikunum einn og
einn, skyldu þeir nú gjöra það
allir sameiginlega — mynda fél-
að, lítið sjómannaféliag. Þar sem
meðlæti og mótlæti gengi jafnt
yfir alla.
Árið 1930 mynduðu þrjáitíu
sjómenn í Grand Rivieré, sem
allir voru stór-skuldugir, félag—
sambandsfélag. Þeir keyptu alt
sem þeir þurftu á að halda á
innkaupsverði og seldu allt sem
þeir höfðu til að selja sameigin-
lega.
Fyrsta árið sem þetta einingar
félag starfaði, bar það úr býtum
$3,276.00 — $109.00 hver þeirra.
Árið sem leið, 1945, var hagnað-
ur þessara 30 manna $39,984.00.
Þessu gat einingar átakið orkað
hjá sjómönnunum þrjátíu, á
Gaspé ströndinni í Quebec, og
þessu getur það áorkað í hvaða
félagsskap, sem því er af ein-
lægni beitt, og fyrir því heildar-
einingar átaki félaga eða þjóða
fær ekkert staðist.
FRÉTTIR
Eldhnöttur yfir
Þýzkalandi.
Það hefir áður hér í blaðinu
verið minst á flugelda yfir Sví-
ijóð, sem að menn vissu ekki
hvernig að stæði á. Nú hafa
oeir látið sjá sig yfir uniBjónar-
umdæmi Breta í Þýzkalandi. I
vikunni sem leið, sást eldhnöttur
jjóta fneð afar ferð yfir Land-
kreis, sem er um tíu mílur í
norðvestur frá Hamburg. Eld-
nnöttur þessi, sem hafði eins og
hala aftur úr sér, kom úr suð-
vesturátt og þaut í gegnum loft-
ið með ægilegum hraða.
-f 4- -f
RÚSSLAND
Valdhafar RússLands hafa
'breytt um nafn á hersveitum
sinum. Þær heita ekki lengur
rauðu hersveitirnar, heldur Sov-
íetisku hersveitirnar.
Að undanförnu hefir staðið
yfir ákveðinsrannsókn innan Só-
víetisku sambandanna — iðnað-
ar sambandsins, og á meðal blað-
amanna og rithöfunda, sem ekki
hafa þótt hreinir í sovíetisku
trúnni. í síðustu viku var röðin
komin að landbúnaðar samband-
inu og var borið uppá leiðandi
fólk sem að ríkislandbúnaðar
framleiðslunni vinnur, í bréfi,
sem bæði Stalin og Andrie
Zhdanoff ritari miðstjórnar kom-
múnista flokksins, skrifuðu und-
ir, að það hefði gjört sig sekt í
verknaði sem væri stór-hættu-
legur fyrir framtíðarvelferð
landsins: ónytjimgshátt, þjófn-
aði, spillingu á akuryrkju landi,
og afskiftaleysi af kosningum,”
voru á meðal ákæranna sem
þetta skjal flutti, og fyrirskipuð
glæpamálarannsókn gegn því
fólki öllu, og þar með voru líka
embættismenn stjórnarinnar
taldir.