Lögberg - 03.10.1946, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. OKTÓBER, 1946
5
IWENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Húsmóðirin og heilsufar
heimilisfólksins.
Það er án efa töluvert sann-
leikskorn í því, að húsbændurn-
ir ráði miklu um heilsufar heim-
ilisfólksins, því að vitað er, að
heilsunni er hætta búin, ef mat-
arræðinu er ábótavant. Viðnáms-
þróttur manna er alla jafna
minnstur gegn hverskonar sjúk-.
dómum um þetta leyti árs, og þá
ér það mjög mikilsvert, að nær-
andi og styrkjandi fæða fái að
njóta sín, vega að nokkru á móti
kulda og myrkri vetrarins, en
það er einmitt undir forsjá hús-
móðurinnar komið, hvort svo má
verða eða ekki.
Húsmóðirin verður að kunna
skil á því, hvað gott er til neyzlu
og hvað illt; hún verður að
kunna að meðhöndla matinn, svo
að hann amissi ekki næringargildi
sitt við ranga meðferð, ofsuðu,
niðursuðu, e. s. frv. Og hún verð-
ur að kunna að notfæra sér sem
mest fæðutegundir, sem sérfræð-
ingar telja heilsusamlegar, eins
og t. d. heilhveiti, í staðinn fyrir
“hvíta” hveitið, sem ekki þyrfti
að nota eingöngu eins og flestar
gera, hrísgrjón með hýðinu, í
staðinn fyrir “póleruðu” hrís-
grjónin, sem munu næringarlaus
að mestu, og þannig mætti lengi
telja.
Undirstaða hinnar daglegu
fæðu ætti að vera: Mjólk og
mjólkurafurðir, nýmeti, eftir því
sem hægt er, slátur, grænmeti —
þar með talið kartöflur og aðrir
garðávextir, svo sem gulrófur
og gulrætur — rúgbrauð, heil-
hveitibrauð og önnur kjarna-
brauð. Egg væru og æskileg í
hinu daglega fæði, en eru ekki
nauðsynleg. Lýsi ættu allir að
táka inn daglega að minsta kosti
yfir vetrarmánuðina, en eink-
um er það nauðsynlegt fyrir
börn og unglinga, barnshafandi
konur og konur, sem hafa börn
á brjósti. Mörgum reynist lýsið
gott varnarmeðal gegn kvefi.
Fæðan á að vera einföld, ekki
of íburðarmikil eða krydduð,
máltíðir á vissum tíma og mat-
urinn vel tugginn. ó'hóf í mat
og drykk, reykingar og vökur—
þetta þykir sjálfsagður hlutur í
samkvæmislífi vetrarins, en hef-
ir án efa mi&ur bætandi áhrif á
heilsuna. Dr. Hindhede hafði að
minnsta kosti lítið álit á hinum
ósviknu, norrænu veizlukrásum,
kallaði þær “morðtilraun” við
gestina. Húsmæðrum til máls-
bóta mætti þó Segja, að “morð-
tilraun” sú hefir þó varla verið
óvelkomin.
Loks mætti ibenda á, að þeir,
sem eimhverra hluta vegna geta
ekki fengið nægilega næringu í
fæðunni, verða að bæta sér það
upp með nauðsynlegum, dagleg-
um vitamínum, járni, málmsölt-
um, o. s. frv., í lyfum, er læknir
kann að fyrirskipa.
Dagur.
♦
HÖFUÐVERKUR
Höfuðverkurinn er svo algeng-
ur sjúkdómur, að haldið er, að
hann sé sjúkdómseinkenni 10 af
hverjum hundrað sjúklingum,
sem leita læknis. Ó Hann getur
stafað af 30 ólíkum orsökum,
segja læknamir. Þess vegna
ætti hver sá, sem þjáist af þrá-
Iátum höfuðverk, að leita læknis,
til þess að fá að vita með vissu,
af hvaða toga verkurinn sé
spunninn. Flestir reyna þó að
lækna hann af eigin rammleik
með alls konar pillum og
skömmtum, en aðgæta ekki, að
höfuðverkurinn getur stafað af
sjúkdómi, sem læknar einir fá
unnið bug á. — Höfuðverkjar-
skammtarnir gera auk þess oft
aðeins illt verra. —
Sjúkdómum þeim, sem orsaka
höfuðverkinn, má skipta í tvennt:
þá, sem eiga upptök sín innan
höfuðkúpunnar, og þá sem eiga
upptök utan hennar. — Sá fyrr-
nefndi liggur djúpt í höfðinu og
kennist í sárum, snöggum hvið-
um, líkt því sem eitthvað sé að
berjast um í höfði manns. Þess-
um flokki tilheyrir höfuðverkur
sem stafar, t. d., ag háum blóð-
þrýstingi, sótthita, heilabólgu,
berklum, syfilis, áfengisnautn
o. fl. Hinum flokknum tilheyrir
höfuðverkur sem stafar af and-
legri áreynzlu, og taugaveiklun.
— Hann getur oft stafað af
snöggri geðshræringu. — Hann
lýsir sér í sárum verkjum undir
húðinni, og oft sortnar mönnum
fyrir augum af orsökum hans.
En algengustu orsakir höfuð-
verkjar eru í fyrsta lagi, of hár
blóðþrýstingur og æðakölkun.
Þessir sjúkdómar eru algengast-
ir í eldra fólki, svo algengir, að
farið er að líta á þá sem sjálf-
sagðan fylgisnaut ellinnar, a.m.k.
þegar þeir komast ekki á mjög
hátt stig.
Æðakölkun er náttúrlega ekki
hægt að lækna, en þó er reynt
að koma í veg fyrir að sjúkdóm-
urinn breiðist út. Sjúklingurinn
verður að hafa sérstakt matar-
ræði, einkum verður hann að
forðast allt kjötát Áfengi og tó-
baks má hann helzt ekki neyta.
Slík nautnalyf geta á stuttum
tíma eyðilagt heila, sem þegar
er orðinn veikur fyrir af æða-
kölkun.
Hvað 'blóðþrýstingnum viðvík-
ur, er hann oft erfiður viðfangs.
— Sjúklingur, sem þjáist af of
háum blóðþrýstingi, læknast
helzt við sængurlegur og algerða
hvíld frá störfum. — Mörg lyf
eru notuð til þess að lækna höf-
uðverk, sem stafar of of háum
bláðþrýstingi og hafa sum gef-
izt ágætlega, eins og t. d. coffein,
chromin o. fl. Ennfremur eru
sjúklingum þessum gefin tauga-
styrkjandi lyf í litlum skömmt-
lun.
Á síðari árum er farið að skera
menn upp við þessum sjúkdóm-
um. Þá eru skornar burt taug-
ar við hrygginn, sem liggja til
nýmahettanna og fleiri innvortis
líffæra. — Við þessa aðgerð
lækkar blóðþr stingurinn mjög,
einkum fyrst í stað. Líðan sjúkl-
ingsins batnar að miklum mun.
Þessi uppskurður er sjaldan gerð-
im, fyrr en sjúklingurinn er kom-
inn yfir fimmtugt.
“Migræne” er önnur algeng
tegund höfuðverkjar. — Hann
er auk þess talinn með þeim
sjúkdómum, sem erfiðastir eru
viðfangs. Talið er, að hann sé
arfgengur og erfist oftast frá
móður til barns. — Hann kemur
oft fram í mönnum þegar á unga
aldri. — Einkennin eru greini-
leg, þrálát höfuðverkjarköst, sem
oft standa yfir heilan sólarhring
í senn. Sjúklingurinn sér svarta
flekki fyrir augunum og sefur
illa á nóttum. — Talið er að
þessi sjúkdómur standi í ein-
hverju samibandi við kynferðik-
líf manna. Hjá konum kemur
hann t. d. oft fyrst í ljós, þegar
tíðir tefjast, hverfur í bili á með-
an þær ganga með börn, og hverf-
ur loks alveg, þegar þær hætta
að hafa tíðir.
Erfitt er að lækna þennan
sjúkdóm, en þó mögulegt. Hann
er oft mjög dutlungafulLur og
lýsir sér á ólíkan hátt. Hjá sum-
um stafar hann aðeins af þreytu
Frá Vancouver
(26. september, 1946)
Þá er sumarið gengið um garð
og haustið komið í staðinn. Má
því búast við minna sólskini aft-
ur um tíma, og meiri votviðrum
en að sumarlaginu. Margir eru
strax farnir að kvarta undan
þessari votviðratíð, og segja að
hér sé ekki lifandi að vetrarlagi
Og þar fram eftir götunum. Það er
óskiljanlegt hvað sumt fólk get-
ur látið hugsanir sínar fara á
ringulreið, og geta ekki gjört
sér grein fyrir því, að regnið
er alt eins mikil náðargjöf eins
og sólskinið. Ef hér væru sól-
skinsdagar alla daga ársins, eins
og sumir óska sér, þá yrði þessi
skrúðgræna vesturströnd innan
skamms ræktarlaus eyðimörk.
Bæði sólskin og regn er nauð-
synlegt fyrir alt líf í ríki náttúr-
unnar. Hvorugt útaf fyrir sig
er einhlítt. Því segir Stefán G.
í einum af kvæðum sínum:
“Eg er bóndi og alt mitt á,
undir sól og regni.”
Vér eigum að vera alveg eins
þakklát fyrir regnið eins og vér
erum fyrir sólskinið. Regnið
fullvissar okkur um grænar
grundir, laufgaða skóga, glitr-
andi blóm með öllum litum
regnbogarts og ríflega uppskeru
næsta sumar. Lærið að fagna
regninu eins og sólskininu, því
okkur er hvorttveggja jafn nauð-
synlegt.
Það hefir verið lítið um sam-
komur hér í sumar; það fer að
lifna aftur félagslífið, því svo
margir sem hafa verið út um
allar áttir að skemta sér, eru nú
að heimtast aftur heim.
Þann 11. ágúst hélt yngri
kvenna félagið “Ljómalind” úti-
skemtun (Garden Party) að
heimili Mr. og Mrs. J. S. Christo-
þherson, var það vel sótt. Til
skemtunar voru sýndar hreifi-
myndir og svo var skrafað sam-
an yfir kaffi og veitingum sem
var alt ókeypis, en samskot voru
tekin og kom inn um $80.00 sem
á að fara í sjóð ellimanna heimil-
isins hér í Vancouver. Forseti
þessa félags er Mrs. Helga And-
erson Hávardson. Gamla fólkið
mun, hvar sem það er, votta
þesAi félagi þakklæti sitt fyrir
þann áhuga og ræktarsemi sem
þær hafa sýnt þeim.
Mikið af ferðafólki hefir verið
á ferðinni hér í sumar til að
skemta sér, og heimsækja gamla
vini og venslafólk. Nýlega voru
á ferð hér, Mr. og Mrs. G. Brown
frá San Francisco, komu þau
alla leið í bíl sínum. Þau voru
búin að ferðast um bæði í Mani-
toba og Saskatchewan og voru
nú á heimleið aftur. Til móts
við þau komu hingað, móðir Mrs.
Brown og systir hennar Kristín
frá Prince Rupert, B. C. og svo
er systir hennar, Mrs. J. L. Es-
sex búsett hér í Vancouver. Mrs.
Brown tók móðir sína með sér,
og verður gamla konan þar í
nokkra mánuði.
Mr. og Mrs. McCloud frá Wyn-
yard, Sask., voru hér á ferð um
sama leyti. Mrs. McLeod og
Mrs. Brown eru systur, svo þetta
fólk hafði ihér nokkurskonar
“Family reunion,” samt var eitt-
hvað af systkinunum sem ekki
gat verið hér til staðar. McCloud
hjónin fóru til Campbell River,
og andlegri áreynzlu. Þá er hvíld
og loftlagsbreyting góð lækning.
Létt fæða, þ. e. grænmeti og
þessháttar, hefir og mjög góð á-
hrif á suma sjúklinga. — Enn-
fremur hafa ýms lyf verið fund-
in til að stilla kvalirnar meðan
á höfuðverkjar köstunum stend-
ur.
Hér hefir aðeins verið rætt
um tvær algengustu tegundirnar
af þeim 30, sem áður voru nefnd-
ar, til þess að sýna mönnum
fram á, að óvarlegt er fyrir þá,
sem þjást af tíðum höfuðverk,
að leita ekki til læknis í tíma.
(þýtt og stytt úr tveim greinum
um sama ejni.).
Tíminn.
B. C., til að heimsækja Mr. og
Mrs. E. Gunnarson. Þau voru
þar í viku, og fóru að reyna
lukku sína við fiskiveiðar, og
náðu fimfán vænum löxum, sem
þau létu sjóða niður, og fluttu
heim með sér. Er þáð gott bús-
lag fyrir veturinn.
Mr. og Mrs. Kjartan Christo-
pherson frá San Francisco komu
í bíl sínum. Var hann að heim-
sækja bróður sinn, J. S. Christo-
pherson sem hér er búsettur, og
fleiri ættingja. Eru þeir synir
Sigurðar Christophersonar og
konu hans Carrie Taylor, sem
allir eldri íslendingar munu
kannast við. Þau bæði koma
mikið við sögu Í^lendinga á
frumbýlis árunum í Nýja íslandi
og svo- í Argyle bygðinni í Man-
itoba, þar sem þau hjón áttu
heima um langt skeið. Mrs. K.
Ohristopherson er systir þeirra
Stoneson bræðra, bygginga
meistara í San Francisco, sem
sýndu þá rausn og dánumensku
að gefa tíu þúsund dollara til
hins fyrirhugaða elliheimilis í
Blaine, og hefur verið veik nú
í seinni tíð, svo ferð þeirra hjóna
var mest megnis til að sjá gömlu
konuna. Mr. Christopherson
rekur fasteignasölu með syni
sínum í San Francisco, undir
nafninu “Ohristopherson & 1 Son,
Licensed Real Estate Brokers,”
og gjöra þeir þar gott “business.”
Mrs. Jónína Johnston fór fyrir
síðustu mánaðamót til Ingle-
wood, California. til að sitja í
gullbrúðkaups veizlu systur
sinnar, Ingibjargar, og manns
henniar, Bjarna Guðmundssonar,
sunnudaginn 1. sept þ. á. Hefur
það verið sérstaklega virðulegt
samsæti, því þessi hjón eru vel
kynt löndum sínum fjær og nær.
Er greinilega skört frá þessu
samsæti í Heimskringlu, af Mr.
Skúla G. Bjamasyni, sem var
einn af veizlu gestunum.
Þann 23. sept. hélt þjóðrækn-
isdeildin “Ströndin” skemtisam-
komu í Foresters Hall, á Kings-
way og Broadway. Verður það
fundarstaður félagsins næsta ár.
Til skemtunar var spilað vist og
Bridge og svo manntafl þeir sem
vildu. Kaffi og veitingar ókeyp-
is, en samskot voru tekin. Allir
virtust skemta sér vel. Næsta
samkoma félagsins verður seint
í Október. “Ströndin” hefur nú
yfir 100 á félagsskrá sinni, og
gott útlit fyrir að félags mönn-
um fjölgi til muna í næstunni.
Mr. og Mrs. Frank Jenkins frá
Benalto, Alberta, hafa verið í
heimsókn hjá Mr. og Mrs. H.
Sumarliðason, eru þær konum-
ar systur, dætur Þórarins Guð-
mundssonar, sem hér á nú heima
í Vancouver. Líka fóru þau Mr.
og Mrs. Jenkins til Coombs á
Vancouver eyjunni, til að heim-
sækja systir Mrs. Jenkins, Mrs.
Lee, sem þar er búsett.
Eg hef svo oft verið spurður
um það í bréfum til mín, hvað
gengi með elliheimilis málið í
Vancouver, að eg verð að geta
um það. Nefndin í því máli er
að vinna að því af kappi, og alt
sýnist ganga vel og vera á góð-
um vegi. Nefndin mun gera
grein fyrir gjörðum sínum og
framikvæmdum mjög bráðlega,
og fer bezt á því að upplýsingar
þessu máli viðvíkjandi komi
fyrst frá nefndinni sjálfri. Er
óskandi að nefndin láti það ekki
dragast mikið lengur að skýra
frá gangi málsins, því almennt
er þétta okkar mesta á-
huigamáll, og því öllum mikil
forvitni á að vita hvaða fram-
kvæmdir hafa veríð gjörðar. Nú
þegar, er talsvert af peningum
komið inn til féhirðis, og svo lof-
orðum sem verða greidd strax
og þörf gjörist.
S. Guðmundsson.
KÍNA
Hersveitir Nationalistanna í
Kína unnu hvern sigurinn á fæt-
ur öðrurn á kommúnistum í vik-
unni sem leið, svo voru sigrar
nationalistanna ákveðnir, að
fréttirnar herma að þeim hafi
aldrei betur gengið síðan að
borgarastríð við kommúnistana
brauzt út, en einmitt síðustu
viku.
Hersveitir Chiang Kai-Sheks
hafa tekið allar þýðingarmestu
jámbrautirnar í sínar hendur.
Kommúnista leiðtogamir eru
reiðir Bandaríkjamönnum, segja
að þeir með stjórninni í Kína séu
að blása að borgara stríði.
Leiðtogi Kommúnista, Chou
En-lai gekk af fundi nefndar
þeirrar sem vann að samkomu-
lagi á milli Nationalista og Kom-
múnista, og þátttöiku Kommún-
ista 1 sameiginlegri stjórn og
sameiginlegu þjóðþingi, og kvað
slíkar samkomulagstilraunir
heimskulegar.
Skráin sem sýnir
Hver og Hvar
Ef þú skiftir viS EATON þ&
er stimpiil me8 nafni þínu á og
heimilisfangi, geymdur hjá
“Mail Order” deildinni I Win-
nipeg. Sá stimpdll, með þús-
undum annara stimpla, er not-
aður til þess að prenta nafna-
skrána, sem “Mail Order”
deildin notar. Rúm spursmái
kemur til greina, en það sem
erfiðast er, er að halda skránni
við. Pað væri auðvelt, ef fúlk
stæði í stað, en fólk vex upp,
giftir sig, deyr og það eru um
7000, sem flytja sig mánaðar-
lega. Að fylgjast með öllum
þessum breytingum þarf fjölda
þjöna. Pfl getur létt undir með
þessu verki með þvi að til-
kynna okkur þegar þið skiftið
um heimilisfang. Alt þetta er
gjört til þess að viðskiftavinir
EATONS fái söluskrána reglu-
lega.
<-‘T. EATON C°~™
WINNIPEG CANADA
EATON'S
GEFIÐ til lækningar þeim
sjúku og styrktar þeim þróttlausu, svo þeir geti notið
aðstoðar þeirra, sem að hjúkrunarstörfunum kunna,
bæði á nóttu og á degi. Umferðahjúkrunarkonur
leggja líknandi hönd á börnin, sem veik eru og þjást,
og hjálpa þeim á veg heilsu og hugrekkis hvenær og
hvar sem þess er þörf, en það bráðnauðsynlega verk
verður aðeins framkvæmt með því að þið styrkið
FÁTÆKRASAMLAGIÐ drengilega.
Hver sannur borgari mun styðja drengilega þetta
mjög svo þýðingarmikla fyrirtæki. Gefið af dygð.
Gefið höfðinglega. Gjörið svo vel að
hafa gjöf yðar tilbúna þegar umboðs-
maður fyrirtækisins kemur til yðar.
ALLIR HAGNAST
Gefið í einu
tii
28 stofnana
— ALLIR GEFA!
Everybody Benefits - Everybody Gives
COMHUNITT CHEST
♦