Lögberg - 03.10.1946, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
3. OKTÓBER, 1946
Dagbók Galeazzo Ciano greifa
utanríkisráðherra Mussolini
(Framhald)
þá er eg viss um að ná mínu setta
takmarki. Eg er að hugsa um
hvort við ættum ekki að losa
okkur alveg við Savoy ættina
8. júní 1939. Percy Lorraine
kom með svar frá Lundúnum
uppá fyrirspurn Mussolini
Chamberlain álítur að samning-
urinn frá 16. apríl sé í fullu gildi
og lætur þá von sína í ljósi að
áhrif samningsins megi enn auk
ast og eflast. Eg veit ekki hvort
þetta svar1 muni falla Mussolini
í geð. Orðin tóm fullnægja hon-
um ekki; hann krefst fram'
kvæmda og það tafarlaust. Eins
og stendur, er aðstaðan neikvæð
Bretar hafa gjört samning við
Tyrki, ábyrgst sjálfstæði Grikkja
og Rúmaníu. Gjört samning við
Rússa. Allt er þetta viðleitni
Breta til þess að króa okkur inni
10. júní. Flota sýning, mjög
ánægjuleg. Það virðist að Italíu
konungi þyki mikið til Roman
sporsins koma, hann hafði jafn
vel minst sögulegra viðburða er
sanna fagurfræðilega þýðingu
þess. Mussolini komst svo að
orði um það: “Mig langaði til
að segja við hann: Minn kæri al-
varlegi heimskingi, það var við
þig sem eg átti í mestu stríði
þegar eg var að innleiða það
spor.” *
13. júní 1939. Mussolini gerði
boð eftir mér, til þess að tala við
mig um heimsókn Francos. Hann
var órólegur út af Óhjákvæmi'
legum afskiftum Italíu -konungs
af henni, sökum þess að Franco
er stjómarformaður. Hann sagði
“1 þetta skifti vil eg engin af-
skifti líða, eins og þegar Hitler
heimsótti ökkur. Ef konungur-
inn hefir ekki vit á að draga sig
í hlé, þá geri eg það. Það er
kominn tími til að vekja eftir
tekt þjóðarinnar á þessari heims-
kulegu afstöðu, svo að hún að
síðustu geti valið á milli mín og
konungsins.”
14. júní 1939. Kveldverður hjá
Franska sendiherranum einskis-
nýtur, sviplaus, annarsflokks
kveldverður, framreiddur að
vanalegum sendiherra sið. Við-
nefndum stjómál valla á nafn,
Samt gjöra blöðin á Frakklandi
öll ósköpin úr þessu atriði en sem
eg endurtek að var þýðingarlaust
— algjörlega ómerkilegt í alla
staði og skilur samkom-ulagið á
milli okkar og Frakka eftir ei-ns
og það áður var, ef ekki verra.
7. júlí, 1939. Percy loraine gerði
heil mikið verður út af boðum
sem hann sagðist hafa frá Cham-
berlain og kom því til leiðar að
hann var fluttur til Palazzo Ven
ezia, þegar þangað -kom reyndust
skilaboðin frekar ómerkileg —
þau voru nokkurs konar áklögun
á Þjóðverja út af kröfu þeirra
til Danzig og sýndu framá hættu
þá sem alheims friði gæti verið
búin ef henni yrði fylgt fram.
Mussolini gagnrýndi skilaboðin
og eg verð að segja að hamn
gjörði það meistaralega vel, og
lauk máli sínu með því að tví-
taka: “Segðu Chamberlain að
ef Englendingar séu reiðubúnir
að berjast með Pólverjum, þá
veiti ítalía bandamönnum sínum,
Þjóðverjum, allt sitt fylgi.”
6. ágúst 1939. Eg átti samtal
við Mussolini. Konungurinn hef-
ir gefið til kynna að hann ætli
að láta mér í té kraga annunzi-
ata orðunnar. Mussolini fór fyrst
undan í flæmingi og hafði orð á
að orðan gæti valdið uppgjöf
frá hendi Ítala, sem þeir gætu
naumast staðið sig við að veita,
en hann gekk inná, að það væri
bezt að láta mig fá vilja minum
framgengt í þessu efni — og að
það væri máské fyrir beztu.
Við töluðum um horfumar.
Obkur kemur saman um að ó-
hjákvæmilegt sé fyrir okkur að
finna einhvern veg út úr vand-
ræðunum. Gullforði okkar er
nærri þrotinn, sama er að segja
um járn og máilmforðann, og
undirhúning allan, að því er
hernað snertir. Ef -hríðin skellur
á, þá tökum við þátt í henni, þó
ekki sé til annars en að vernda
heiður þjóðarvorrar. En við
varðum að foröast stríð. Eg
stakk uppá því við Mussolini, að
eg ætti tal við von Ribbentrop
og reyna að tala við hann um
hugmynd Mussolini um alheims-
friðarfund. Mussolini var því
samþykkur.
7. ágúst 1939. Mussolini hefir
skrifað konunginum ágætis bréf
þar sem hann tilkynnir að hann
sé samþykkur því að mér sé af-
hent Annunziata kraga orðan,
og segir meðal annars , því bréfi:
“Það er skylda mín að filkynna
yðar hátign, að við eigum það
Ciano greifa að þakka, að Al-
banía hefir gengið okkur á hönd,
svo að segja mótstöðulaust, og
það eitt, er virði kragans.
9. ágúst 1939. Eg fer annað
kveld til fundar við Ribbentrop,
til Sarzborgar. Mussolini er
annt um að eg sannfæri Þjóð-
verja ómótmælanlega um, að það
væri heimska að hefja stríð.
Sendiherra Japan tilkynnir
mér, að ákveðið hafi verið í
Tokyó, að ganga í bandalag við
Þjóðverja og ítali. Eftir imdan-
gengna óvissu, er eg að hugsa
u-m hversu ábyggileg frétt sú er,
og líka það, ef hún er sönn, hvort
hún muni ekki svo magna yfir-
læti Þjóðverja, að uppúr sjóði
hjá þeim að því er Danzig spurs-
málið snertir.
11. ágúst 1939. Aform þeirra
að leggja út í ófrið er óhaggan-
legt. Von Ribbentrop hafnar
öllum leiðum sem fullnægt geta
kröfum þjóðverja án ófriðar. Eg
er sannfærður um að ,þó Þjóð-
verjum stæði til boða á friðsam-
legan hátt meira. en þeir gjöra
kröfu til, þá mundu þeir samt
hefja ófrið, því þeir eru haldnir
æði eyðileggingariipar.
Samtal okkar varð biturt með
köflum. Eg veigraði mér ekki
við að segja meiningu mína
hreint og opinskátt, en það hafði
engin áhrif á hann. Mér er nú
farið að skiljast hve lít’lmótlegir
við erum í augum þjóðverja.
Andrúmsloftið er kalt. Við van-
treystum hvorir öðrum.
12. ágúst 1939. Hitler er mjög
ósveigjanlegur í fyrirætlunum
sínum. Eg varð þess undireins
var, að viðtal við hann var þýð-
ingarlaust. Hann var ákveðinn
í að hefja stríð, og útí stríð held-
ur hann. Andmæli okkar geta
ekki stoppað -hann frá því. Hann
stagast aftur, og aftur á, að ófrið
urinn skuli ekki ná út yfir tak-
mörk Póllands, en sú yfixlýsing
hans, að hið mikla stríð, verði
að vera háð á meðan að hann og
Mussolini séu enn á bezta aldri,
kemur mér til að halda, að hann
íyggi flátt og að honum sé ekki
að treysta. Hann hælir Musso-
lini í hverju orði, en tekur naum-
ast til greina það. sem eg segi
lonum um hin skaðlegu áhrif
sem stríð mundi hafa á Itölsku
jjóðina. Þjóðverjar láta sig engu
varða um afdrif, eða hlutskifti
:tala.
Eg sagði Mussolini fréttirnar
í Parazzo Venezia, þegar eg kom
til baka, til Róm, með beiskju í
huga og algjöra óbeit á Þjóð-
verjum, á leiðtoga þeirra og á
öllum athöfnum þeirra. Þeir
hafa svikið okkur, logið að okk-
ur og nú ætla þeir að draga ok-k-
ur inn í æfintýri, sem við höf-
um ekkert viljað við eiga og
sem getur leitt bæði stjóm vora
og þjóð útí allar tegundir af
erfiðleikum og ógæfu. Eg veit
að blóðið brennur í æðum Itala
jegar þeir frétta um athafnir
Djóðverja á Póllandi.
Mussolini var mér samdóma í
:ýrstu. Síðan komst hann að
jeirri niðurstöðu að hann heið-
urs síns vegna yrði að leggja til
orustu með Þjóðverjum. Það
síðasta sem hann tók fram, var að
hann -ætlaði að krefjast þess sem
sér bæri af herfangi í Cróatíu og
Dalmatíu.
%
21. ágúst 1939. Ahyggjurnar
útaf þýzka-Rússneska sarnn-
ingnum fóru dvínandi, fyrir
heildar horfum þeim sem fram-
undan voru, sem frá mínu sjón-
armiði voru ekki róttækar. Á-
kvæði Frakka og Englendinga
sem útvarpað var um allan heim,
um að þeir skerist í leikinn, ef
um ófrið verði að ræða. Mótmæl-
in frá Japan. Fréttir frá Tokyo,
gefa til kynna óánægju þeirra
sjálfra, aukna og eflda af þekk-
ingarleysi því sem Japanítum
hefir verið haldið í.
24. ágúst 1939. — Fór á fund
konungsins, — heimsótti hann
til að þakka honum fyrir An-
nunziata kraga. Hann var á4
kafur í að fá fréttir af útlitinu
eins o það var þá. Eg sagði hon-
um frá hvað við hafði borið á
fundinum sem eg átti með von
Ribbentrop og Hitler. Eg þurfti
ekki að deila á Þjóðverja í sam-
tali mínu við hann, því hann var
mér sammála, og andúð hans í
garð þeirra engu minni en mín.
Harm áleit að við værum aldeilis
ekki undir stríð búnir.
Her Itala er í aumkvunarverðu
ástandi. Herforingjarnir ítölsku
eru óhæfir í stöðu sinni, og her-
útbúnaður allur gamall og úr-
eltur. Almenningsálitið á Italíu
er Þjóðverjum óvinveitt. Bænd-
urnir ganga í herinn fyrir “bölv-
aða Þjóðverjana,” og við verðum,
segir hann (konungurinn) að
bíða átekta og sjá hvað setur.
25. ágúst 1939.—Klukkan 2 e. h.
var mér sagt að boð væru komin
til Mussolini, frá Hilter. Eg fór
til Palazzo Venezia ásamt von
Mackensen. Boðin, sem voru
klaufalega samin gáfu í skyn, að
stríðssókn yrði hafin mjög bráð-
lega og að Italir verði að vera
þolinmóðir. Eg reyndi að nota
þessa setningu: “Verða að vera
þolinmóðir” til þess að fá Musso-
lini til að svara, að við værum
ekki undir það búnir að leggja
út í stríð, nema því aðeins að
Þjóðverjar vilji leggja okkur til
alt hráefni og allan herútbúnað,
sem við þurfum. Þetta er þó
ekki það svar, sem eg hefði vilj-
að gefa, en það var betra en
ekkert.
26. ágúst 1939. Fyrirspurnum
frá Berlín rigndi yfir okkur um,
hvað það eiginlega sé, sem okkur
vanhagi um. Við komum sam-
an í Palazzo Venezia klulkkan tíu,
ásamt yfirforingjum þriggja aðal
herdeildanna. Við skrifuðum á
lista það, sem ökkur vanhagaði
um og það var sannarlega nóg
til að það gengi fram af hvaða
manni sem var. Eftir að for-
ingjarnir þrír fóru, bjuggum við
Mussolini út ávarp til Hitlers og
enduðum það með því að segja,
að það væri ó hugsanlegt fyrir
ítalíu að hefja stríð, nema því
aðeins að meðfylgjandi kröfum
yrði fullnægt. Hitler svaraði
bráðlega og tók fram, að þeir
gætu sent okkur járn, kol og
byggingavið. Hann gaf í skyn
að hann skildi ástæður okkar og
mæltist til vináttu. Hann hefir
áformað, að eyðilegja Póland og
yfir vinna Frakka og Englend-
inga án nokkurrar aðkomandi
hjápar.
Eftir að Mackensen fór samdi
Mussolini svar til Hitlers. Hann
lét í -ljósi hryggð sína út af því,
að hann hefði ekki getað veitt
friðarmálunum fylgi og lét í
ljósi þá skoðun sína að enn
mætti koma í veg fyrir og leysa
ihættuna á stjórnfræðilegann
hátt. Mussolini er í samleika utan
við sig sem stendur. Hermálaleg
kend hans, og sómatilfinning
hans, benda honum út í stríð.
En vit hans má sín meira í svip-
inn. Harm- hefir verið illa blektur
af hermála ráðanautum sínum,
með því að vekja falskar vonir,
sem nú hafa snúist upp í hin til
finnanlegustu vonbrigði.
29. ágúst 1939. Hilter hefir til-
Frá Kvöldvökufélaginu “Nemo” á Gimli.
Einstaklingshyggja
Eftir Richard I. Needham
VÉR SPYRJUM undrandi: Hvernig fer sagan 1 framtíðinni með
Adólf Hitler? Vér spáum þvi að hann einhvertíma verði talinn
milkilmenni, svo sem Napoleon, Alexander mikli, Friðrik mikli,
og aðrir ja-fn blóðþyrstir og valdabrjálaðir þrælmenni. Adólf
mikli — Veitið athygli! Hvernig fór fyir litla manninum frá Cor-
sicu? Á hans dög-um, hefir hon-
um áreiðanlega verið bölvað af
mörgum þúsundum af ekkjum
og munaðarleysingjum. En —
eftir því sem árin liðu, atburð-
irnir fjarlægðust og fórnardýrin
dóu, fór að smá dragast saman
nokkurskonar mildur dýrðar-
ljómi um nafn hans. Menn fóru
að rita sögu hans, ferðamenn
fetuðu fþeirra spor, og vinnu-
konurnar spurðu sjálfar sig hvað
Jósephina hefði gert sem þær
ekki gátu? Og hefði einhverjum
manni verið jafnað við Napoleon
hefði honum þótt vænt um, og
vel getur svo farið að liðnum
hundrað áru-m, að maður sem
hefði atvinnu af að búa til -hettur
á flöskutappa, belgdist allur út
af cframbi, ef einhver nefndi
hann Hitler iðnaðarins.
Ingi prófastur vakti eitt sinn
eftirtekt á því, að venjulega beri
menn lotningu fyrir þeim sem
mest ofsækja velgerðamenn
þeirra, og virðist það hafa við
eitthvað að styðjast. Sá maður
sem bjargar mannslífi, eða milj-
ónum mannslífa, gleymist fljót-
lega. Sá maður sem kemst inn í
bók sögunnar, og hver skóla-
krakki þekkir, er einmitt sá sem
eyðilagt hefir mest af mannkyn-
inu. Vegna hvers? Að líkind-
um af því að almenningur, leynt
eður ljóst, dáir eður ber lotn-
ingu fyrir múgmorðingjanum,
þessum ofureflis harðstjórum.
“Þessir menn,” segja þeir, “skapa
söguna,” eins og það væri eitt-
hvað til að miklast af; en sá mað-
ur sem lifir kyrlátu lífi með
fjölskyldu sinni, borgar skatta
og elur upp háttprúð börn, hann
byggir ekki upp söguna; hann
er gleymdur í lifanda lífi, og
deyr afskiftalaust; enginn reysir
honum minnisvarða, enginn læt-
ur þjóðvegi eður lystigarða heita
eftir honum. Það var ekkert
blóð á höndum hans, og þvi gat
hann ekki sýnt verk sín. Það
sem hann afrekaði var að borga
drykkjureikninga landshöfðingj-
ans, byrgja hermennina að hin-
um margháttuðu nauðsynjum
þeirra, borga ökutækji stjóm-
málamanna, og — það sem sætir
mestri furðu, hann húrrar fyrir
landstjóranufn þegar hann fer
framhjá, grætur við gröf her-
foringjans, og roðnar af mikil-
læti þegar þingmaðurinn —
tveimur dögum fyrir kosningarn-
ar — sæmir hann með 5 centa
vindli.
■f
Mennimir á ræðupöllunum
fræða oss á, að kúgunin stafi af
fjárhagnum. “Breytið þið fyrir-
komulaginu,” segja þeir, “þá
hverfur kúgunin.” Vér efumst
um að þetta reynist svo. Athug-
un vor hefir leitt oss á þá skoð-
un, að kúgun þrífst í öllum lönd-
um undir ölium stjórnarreglum,
og að hún sé nokkur hluti, og
hann mikill, mannlegs eðlis.
Palmerston lávarður, einn af at-
kvæðamestu forsætisráðherrum
Englendinga, komst svo að orði:
“1 sál mannsins eru til hvatir
sem mega sín meira en löngun-
in til að losa sig við ranglætið,
og það er áhuginn fyrir því að
beita aðra menn ranglæti. Menn
kunna því verr, sé þeim hamlað
frá að beita aðra rangindum,
ikynt rBetum að hann sé reiðu-
búinu að taka á móti sendiherra
Polverja en hann er enn van-
trúaður á að hægt verði að
komast að samningum, þar sem
herimir, sá þýzki og pólverski
eru komnir í skotmál hvor við-
annan, og lítið atvik getur hleypt
öllu í bál.
—(Framh.)
heldur en jafnvel að verða fyrir
þeim.”
Clemenceau lýsti þessu með
færri orðum: “Eg hefi þjónað
frelsinu alla æfi mína, en skiln-
ingur Frakka á frelsi er að kúga
einhvem á einhvern hátt.” Ol-
iver Cromwell komst að sömu
niðurstöðu: “Allir elska frelsið,
en enginn vill leggja það til.”
Mig furðar á því að nokkur
maður geti sagt af innri sann-
færingu að hann kúgi engann,
konu, böyn, verkafólk eður vini
sína, eður andstæðing sinn í sam-
tali, eður í því atriði geti sagt að
hann sýni enga raun til að neyta
yfirburða sinna, og beri virðingu
fyrir annars frelsi svo sem hann
krafðist fyrir sjálfan sig. Slíkir
menn eru fátáðir í hvaða mann-
félagi sem er. Vér munum verða
varir við, ef vel er leitað, að
drotnunar ástríðan, á einhverju
stigi æfinnar, speglar sig mikið
í því ráðríki, sem kemur fram í
daglegri breytni krala og kvenna.
Vér munum komast að því, að
alþjóðasamningar um loft-
sprengjur, verða að eiga upptök
sín á heimilunum, svo að litlu
Hitleramir, sem felast í haturs-
hug bak við girðinguna nái ekki
að framleiða stóran Hitler er
fari yfir landamærin. Vér verð-
um að sannfærast á því, að hin
örugga undirstaða býr í hugsun-
arhætti hvers karls og konu, og
ekki fyr en þeir eru lausir, í
fyrstalagi við alla löngun til
yfirdrotnunar, og í öðru lagi,
samlþykki ekki kúgun, verður ó-
slitinn straumur af Hitlerum sem
hver verður öðmm grimmari og
blóðþyrstari en fyrr.
Þýtt af Erlendi GuÖmundssyni.
♦
EINSTAKLINGS-
HYGGJA
Eftir Richard I. Needham
II.
“Sá stórkostlegasti alþjóða-
fundur á vorum dögum verður
sá er gera ská?út um örlög heirns-
ins, er gildir að minnsta kosti
fyrir vora kynslóð. . .” ritar Mr.
Bmce Hutchison í The Calgary
Albertan, þar sem hann minnir
á að nú sé að færast nær alþjóða
þinginu í San Francisco og er þó
nægilega gamall til að vita betur.
Ó, já. Þeir munu skrifa undir
samninga í San Francisco. Milj-
ónir orða munu töluð verða og
miljónir orða skrifuð, og skatt-
gjalda-peningarnir flæða sem
vatn, og vínin engu síður. Þeir
munu skrifa á drifhvítan pappír,
og draga þar upp marga vitleys-
una, sem víst hefði verið betur
komin undir ásta bréf; margur
loftbelgurinn springa og leggjast
saman, og margur svo heimskur
að hrópa: “Sjáið hversu samn-
ingarnir eru. Þeir endast marga
mannsaldra.” Röndóttum brók-
um mun bregða fyrir við og við,
bréfatöskur með rennilæsingum
opnaðar og einni glokað. margt
frægt andlit matað, kjálkar
skafnir, búkar baðaðir, og svo
allt þetta amstur — en til hvers?
Samningar þessir hafa litla þýð-
ingu. Þeir eru gerðir til þess að
verða rofnir. Sumir hafa þó ver-
ið haldnir sæmilega jafnvel á
okkar dögum, en margir, líklega
flestir, tættir í sundur sem ónýt-
ar pappírs druslur. Hvaða þýð-
ingu hafa lög, vilji menn ekki
halda þau? Hvaða þýðingu hafa
samningar, hafi menn ekki
drengskap til að standa við þá?
Ritningin segir: “Eigðu ekki
traust þitt undir höfðingjunum,”
og það mætti bæta við, “treystu
ekki samningunum.” Pólverjar
höfðu gert friðarsamninga við
Rússa 1932. Hvar er sá samning-
ur nú? Þeir gerðu friðarsamn-
inga við Þjóðverja 1934. Hvar er
sá samningur? Pólverjar sömdu
við Englendinga og Frakka, und-
irritað 1939, þar sem þau ríki
lofuðust til að vernda sjálfstæði
Pólverja. Hvar er nú sjálfstæði
þeirra? Farið — líklega í marga
ættliði, eða að eilífu. Pólverjar
höfðu samning og loforð frá
þremur þjóðum: að þær skyldu
vernda þá, en þeir voru ekki
verndaðir, og það voru ekki Pól-
verjar eingöngu. Saga kynslóð-
arinnar er saga samninga sem
gerðir voru — að því er séð verð-
ur til að verða ón. ttir; aðeins
marklaust pappírsrusl. . . Hvaða
samningar eru haldnir einkum?
Það væru helzt samningar sem
aldrei eru skrifaðir; ef hver mað-
ur, hver þjóð, s. ndi annari góð-
vild, þyrfti enga samninga; en
hafi þær ekki góðvild hver til
annarar, eru allar reglur og
samningar þýðingarlausar og
vernda enga þjóð frá bláðugum
ófriði.
“Árið 1928, 27. ág. var í Paris
undirskrifaður alþjóða afvopnun-
ar samningur, sem getur orðið
tímamót á alþjóða friði.” svo sem
stendur ,í Encyclopoedia Brit-
annica (14th edition) um samn-
inginn í París, en sem er þektari
undir nafninu Kelloggs sarnn-
ingur. Undir þann samning skrif-
uðu 15 helztu þjóðir er sömdu
með sér að uppræta öll ófriðar-
efni og útilykja alla þrætigirni
í alheims stjórnmálum; þeir sem
skrifuðu undir þann sáttmála
vobu t. d. Þjóðverjar, Italir og
Japanar, og auk þeirra Bretar og
lýðlendur þeirra, Bandaríkin,
Frakkar, Belgir, Pólverjar og
Chechóslóvakía. Við næstu árs-
lok höfðu 59 af 64 óháðum þjóð-
um heimsins skrifað undir á
punktaða strykið, það var því
engin furða þótt margir væru
sem segðu sama 1928 og Mr.
Hutchison sagði 7945. Sá stór-
kostlegasti alþjóðafundur á vor-
um dögum, verður sá er gera
skal út um örlög beimsins, er
gildir að minsta kosti fyrir vora
samtíð!. En hvað í rauninni gerð-
ist í París? Skjal var skrifað,
staðfest með undirskriftum og
auglýst: Engin stríð framar! Orð
skrifuð með bleki, eður sem ætti
betur við að segja með vatni.
Þannig fer um flesta samninga,
og flest lög. Skrifuð á pappír.
Hvað þýðir það? Aðeins skrift.
það er alt og sumt, en til þess að
hafa nokkra þýðingu verða þau
að vera skrifuð af sannfæringu
og velvildarhug.
Erl. G. þýddi.
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar
The Swan Manufacturing
Company
Manufacturers of
SWAN WEATHER STRIP
Halldor Methusalems Swan
Eigandi
281 James St. Phone 22 641
Ertu hræddur við að borða ?
Áttu v!6 að strlða meltingarleysl,
belging og náblt?
fað er óþarfi fyrir þig að láta
sifkt kvelja þig. Fáðu þér New
Discovery "GOLDEN STOMACH
TÖFLUR.” 360 töflur duga I 90
daga og kosta $5.00; 120 duga I
30 daga, $2.00; 55 I 14 daga og
kosta $1.00; Til reynslu, 10 centa
dðs — fæst I öllum lyfjabúðum.