Lögberg - 31.10.1946, Page 1

Lögberg - 31.10.1946, Page 1
PHONE 21 374 ,«vtotA p"ÆT" Xja.un Y'Ot'- P A Complele Cleaning Inslilulion PHONE 21 374 U\#^’ Sot Cleaning Inslilulion itA^ Aov AíeA „(?rs 59. ARGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 31. OKTÓBER, 1946 NÚMER 43 Karlakór Reykjavíkur í Winnipeg Þessi einstæði viðburður í sögu Vestur-ís- lendinga, heimsókn Karlakórs Reykjavíkur, stend- ur fyrir dyrum. Samkvæmt áætlun kemur söng- flokkurinn til Winnipeg, á sunnudagskvöldið 17. nóvember, og situr veizlu hjá borgarstjóra og bæj- arráði Winnipegborgar á hádegi næsta dag. Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins hefir nú gert ráðstafanir fyrir komu þessara góðu gesta til Winnipeg, og viðtökum þeirra hér, að því leyti sem til hennar kasta kemur. Hefir nefndin leitast við að haga öllum undirbúningi þannig að sem hag- kvæmast og ánægjulegast verði fyrir söngmennina sjálfa, en þó um leið þannig að fólki voru yfirleitt gefist færi á að sjá gestina og kynnast þeim per- sónulega, eftir því sem tími er til. Hefir því verið ákveðið, að á MÁNUDAGINN 18. nóvember, milli kl. 3 og 5 skuli fara fram kaffidrykkja í samkomusal Fyrstu lútersku kirkju á Victor St. Þar fær fólk tækifæri til að koma og taka í hönd söngmannanna og spyrja þá spjörunum úr. Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar stendur fyrir veitingum, sem kosta 50c ÞRIÐJUDAGINN, 19. nóvember er ákveðið að hafasamsæti og kvöldverð með karlakórnum strax að lokinni söngsamkomu þeirra í Winnipeg Audi- torium. Vegna þrengsla á hótelum borgarinnar er ákveðið að hafa kvöldverð þennan í samkvæmis- höll þeirri er nefnist “The Flame”, og er rétt fyrir norðan Winnipeg vinstra megin við þjóðveginn er keyrt er áleiðis norður frá borginni. Sjást Ijós- turnar byggingarinnar greinilega frá þjóðveginum svo ekki er um að villast. Eru salarkynni á þessum stað hin ákjósanlegustu, og allur aðbúnaður hinn bezti. Aðgangur að þessu samsæti kostar $2.25, en auk þess verður fólk að sjá sér fyrir flutningi á staðinn. Væntanlega verða fólksflutningavagnar við hendina fyrir þá, sem þurfa þeirra með að lok- inni söngsamkomunni. Verður það nánar auglýst síðar. Aðgöngumiðar verða til sölu hjá: Davíð Björnsson, 702 Sargent Ave. Guðmann Levy, “The Electrician” 685 Sargent Ave. G. L. Johannsson, 910 Palmerston Ave. KOMMÚNISTAR VINNA KOSNINGAR Síðastliðinn sunnudag fóru fram almennar þingkosningar i Búlgaríu, og lauk þeim á þann veg, að hinn svonefndi föður- lands flokkur, sem er einvörð- ungu samansettur af Kommún- istum, sem trúa á Rússa, fékk ákveðinn þing-meirihluta; róstu- samt varð hér og þar um landið meðan á kosningunum stóð. ♦ ♦ ♦ GÍFURLEG MANNDRÁP Svo má segja, að daglegir götu- bardagar standi yfir í Calcutta og fleiri borgum á Ind'landi, milli Hindúa og Moslems fylkinganna; mörg hundruð manna hafa látið lífið og fjöldi mikill særst; lög- reglan fékk ekki rönd við reist, og nú hefir herinn verið kvaddur á vettvans til þess að reyna að skakka leikinn. -f f f HÁMARKSVERÐ AFNUMIÐ Bandaríkjastjórn hefir afnum- ið hámarksverð langflestra lífs- nauðsynja, að undanskildu sykri, sírópi og hrísgrjónum; hámarks- verð húsaleigu verður óbreytt fyrst um sinn. Gera mun mega ráð fyrir allhæikkuðu vöruverði syðra eftir þessa nýju ráðstöf- un. Stórtjón í Höfðahverfi af völdum skriðufalla Fólk flýði af sumum bæjum í Höfðalhverfi urðu stórmiklar skemdir af völdum skriðufalla. Á nýbýlinu Ártúni tók af þriðj- ung áf öllu nýræktarlandi jarð- arinnar. Tvær skriður féllu í Miðgerði, sín hvorum megin við bæinn. í Litla-Gerði eyðilagðist mikill hluti af túninu og er jörð- in með öllu óbyggileg. I Fagrabæ féll skriða á túnið og eyðilagði kartöflugarð og talsvert af nýrækt. — Skriður hafa fallið víða milli bæja og er vegasamiband sveitarinnar rofið. Fólk flýði úr sex bæjum síðast- liðið simnudagskvöld. Presturinn í Laufási telur veðrið með norðanátt og stór- rigningu það versta, sem komið hefir hér um slóðir. —Mbl. 26. sept. ’46. -f -f -f ÁLITLEGUR REKSTARHAGNAÐUR Korhhlöðufélögin í þessu fylki, Manitoba Pool Elevators, hafa nýlega haldið ársfund sinn hér í borginni; stendur hagur þeirra í slíkum blóma, að rekstarhagn- aður yfir síðastliðið ár nemur freklega miljón dollara, sem jafnað verður niður milli hlut- hafa; er hér um mikilvægar sam- vinnustofnanir að ræða, sem haft hafa djúp áhrif á hagsmuna- mál fylkisins. SENDIÐ BÖRNIN TIL OKKAR Við vitum að marsir foreldrar æskja þess að börn þeirra læri íslenzku; ekki einungis vegna þess að það er menntun og menn- ing í því fyrir hvern einstakling að kunna fleiri en eitt tungu- mál, heldur vegna þess að þeim þykir vænt um íslenzkuna, og finst að þeir skuldi hinum ís- lenzku forfeðrum sínum það, að afkomendur þeirra hér í álfu læri málið. En við skiljum líka að það er erfiðleikum bundið, að kenna öörnunum. Við vildum því gjarnan me&a aðstoða foreldrana við íslenzku kenslu barna þeirra, Lauoardagsskólinn er byrjaður. Við getum tekið á móti fleiri nemendum er komnh eru. Við söknum margra nemenda, sem sótt hafa skólann undanfarna vetur, og myndum fagna því að sjá þá aftur í skólanum. Ef til vill munu einh- foreldrar segja: “Börnin mín sóttu skólann í einn eða tvo vetur og þeim fór lítið fram í ís- lenzkunni.” Við biðjum þá for- eldra að hafa í hu&a að íslenzkan er flestum börnum hér d borginni sem erlent tungumál, vesna þess að þau heyra hana hvorki í skólunum né í leikjum sínum. Það er því ekki hægt að búast við miklum árangri af kenslunni ef börnin sækja Skólann óstöð- ugt, eða aðeins í einn eða tvo vetur, ekki sízt ef þau lesa aldrei neitt á íslenzku heima. Kenslu- stundirnar eru, því miður, svo sárfáar — aðeins 20 til 25 á vetri. Flest þau börn, er sækja laug- ardagsskólann stöðugt í 4 til 5 vetur, verða sæmilega læs og skilja daglegt íslenzkt mál, geta dálítið talað tunsu feðra sinna; auk þess læra þau mikið af ís- lenzkum söngvum. Þau hafa þannig fensið nokkra andirstöðu þekkingu í íslenzkri tungu, sem þau geta seinna byggt á, ef til dæmis þau ættu kost á að nema málið í háskólanum- Laugardagsskólinn er, í vetur, í Sambandskirkjunni á Banning Street. Byrjar kl. 10 á laugar- daesmorgna. Kennarar eru þess- ir: Miss Vilbors Eyjólfsson; Mrs. Ingibjörg Jónsson; Mr. John Butler. Miss Eyjólfsson annast einnig um söngkensluna, með aðstoð Mrs. S. B. Stefánsson. I. J. DEILIR Á RÚSSA Winston Churohill fyrverandi forsætisráðherra og leiðtcgi stjómarandstæðinga í brezka þinginu, flutti hvassyrta þing- ræðu í fyrri viku, þar sem hann deildi mjög á Rússa fyrir ásælni þeirra og brigðmælgi; kvað þá hafa svikið ýmsa þá samninga sem gerðir hefðu verið á Yalta ráðstefnunni, og nú hefði hann nýlega frétt eftir ábyggilegum heimildum, að Rússar hefðu 200 alvopnaðar herdeildir í þeim hernumdu löndum, er þeir réðu yfir; bar Mr. Churchill Rússum það á brýn, að þeir hefðu gert Pólland að ósjálfbjarga leppríki, og hið sama væri í raun og veru um Júgóslavíu að segja, því þar logaði alt í rússneskum áróðri- Balkanríkin hefðu orðið komm- únismanum að bráð, og margar aðrar þjóðir væru í hættu af sömu ástæðu, ef eigi yrði að gert í tæka tíð- SKIPTAR SKOÐANIR A ársfundi verkamannaflokks- ins brezka, sem haldinn var í bænum Brighton á Englandi þann 25. þ. m., urðu harla skipt- ar skoðanir um ýmis vandamál, þar á meðal um stefnu verka- mannaráðuneytisins varðandi Rússland. Forsætisráðherrann, Mr. Att'lee, deildi þunglega á rússneska kommúnista vegna á- róðurs þeirra vítt um heim, og k v a ð verkamannaflokknum myndi það óþyrmilega í koll koma ef hann héldi áfram dekri Sínu við rússneska kommúnista, því í raun og veru væri þar um fá sameiginleg hugðarmál að ræða; en eftir því sem ábyggi- legar fregnir herma, varð for- sætisráðherrann í ákveðnum minnihluta á fundinum. Fjöldi mikill erindreka skoraði á ráðu- neytið, að slíta þegar viðskipta- og fulltrú^samböndum við Franco-stjórnina á Spáni, en að svo stöddu vildi Mr. Attlee ekki heyra neitt Slikt nefnt á nafn, og kvað það mál þurfa margfalt meiri yfirvegunar við, en gert yrði á einum fundi- ♦ ♦ ♦ KOL HÆKKA I VERÐI Verðlagsnefnin í Ottawa hefir tilkynt, að smálest linkola hækki nú þegar í verði frá 60 centum upp í $1.50 eftir gæðum; telur áminst nefnd þetta hafa verið óhjákvæmilegt vegna þeirrar kauphækkunar, sem námumönn- um hefði nýlega verið veitt. ♦ ♦ ♦ FERÐAMANN ASTRAUMUR Náttúrufríðindaráðherra fylk- isstjórnarinnar í Manitoba, Hon- J- S. McDiarmid, hefir lýst yfir því, að' í ár hafi ferðamanna- straumurinn til Manitoba verið meiri en nokkru sinni fyr, og að tekjur úr þeirri átt muni nema um tíu miljónum dala."- ♦ ♦ ♦ HÁ SLYSATALA Frá því um síðastliðin áramót og fram að 1. september s.l., hafa 289 manns í Manitoba látið 'lífið af völdum slysa, en 3,677 sætt meiri og minni meiðslum; þetta er hærri slysatala en nokkru sinni áður í sögu fylkisins; upp- lýsingar um þetta efni koma frá verkamálaráðuneyti fylkis- stjórnarinnar. ♦ ♦ ♦ I SJÖTIU OG FIMM ÁRA AFMÆLl Á þriðjudaginn í fyrri viku átti spítalinn í St- Boniface, sem er elzti spítali Manitobafylkis, sjötíu og fimm ára afmæli- Spítali þessi hefir unnið fylkis- búum ómetarilegt gagn, og hefir jafnan tekist hið bezta til um starfrækslu hans. ♦ ♦ ♦ FORMAÐUR SENDINEFNDAR Dómsmálaráðherra sambands- stjórnarinnar, Rt. Hon. Louis St. Laurent, er formaður canadisku sendinefndarinnar í þingi sam- einuðu þjóðanna, sem nú situr á rökstólum í New York. For- sætisráðherrann er þar einnig viðstaddur til þess að sjá með eigin augum hverju fram vind- ur. FELLUR EKKI 1 KRAMIÐ Ræða brezka forsætisráðherr- ans á dögunum, er í þá átt gekk, að nauðsyn bæri til, að tekin yrði til a'lvarlegrar íhugunar synjunarákvæði öryggisráðs sam einuðu þjóðanna, eða jafnvel al- veg numin á brott, féll ekki í kramið hjá rússneskum stjórn- arvöldum; þykjast þau sjá í þessu samsæri milli Breta og Bandarikjamanna með það fyr- ir augum, að veikja rússnesk á- hrif á yfirstandandi þingi hinna sameinuðu þjóða. ♦ ♦ ♦ ÞRJÁTIU OG ÁTTÁ MENN TÝNA LIFI Á miðvikudaginn í vikunni sem leið, týndu þrjátíu og átta brezkir sjóliðar lífi af völdum sprengingar á tveimur tundur- spillum undan ströndum Al- baníu, en fjörutíu og fimm sættu ýmiskonar örkumlum. Flota- málaráðuneytið hefir tekið slys þetta til rannsóknar, sem talið er til dularfullra fyrirbrigða í sigl- ingasögu Breta. ♦ ♦ ♦ BORGARSTRIÐIÐ I KINA Hvernig að lokum fram úr rœðst, varðandi borgarastríðttð í Kína, 'sem sogið hefir merg og blóð úr kínversku þjóðinni um allmörg undanfarin ár, virðist þó fremur verað að birta í lofti upp á síðkastið; að minnsta kosti hefir nokkuð linnt á orrustum síðustu vikurnar, og sterkar til- raunir í aðsigi mað það fyrir augum, að reyna að binda enda á borgarastyrjöldina; hefir Chiang Kai-Shek sent forsprökkum Kommúnista erindisbréf þar sem skorað er á þá í nafnni kín- verskrar þjóðrækni að leggja niður vopn og hefja þegar við- ræður um sáttargerð; nú er mælt, að kommúnista foringjarn- ir séu komnir á þá skoðun, a,ð skynsamlegast muni vera, að láta deilur falla . niður. Lýð- veldisforsetinn í Kína kveðst þess reiðubúinn að mynda þjóð- stjórn er Kommúnistar eigi sæti í. Minningarguðsþjónusta Minningarguðsþjónusta verður haldin í Fyrstu Lútersku kirkju, 11. nóvember n.k. undir umsjón Jón Sigurðsson félagsins. Verður hún með sama hætti og verið hefir undanfarin ár. Prestar og söns'flokkar íslenzku safnaðanna taka þátt í athöfninni; einnig verður einsön&ur. Mr. Norman Bergmann flytur erindi og minn- ist þeirra úr hópi vorum sem fórnuðu lífi sínu í tveimur ver- aldar stríðum. Samskot verða tekin til arðs fyrir sjóð þann sem reglan, Daugh'ters of the Empire, er nú að mynda, og nefnist “IO.D.E. Second War Memorial Scholar- ship Fund.” Eins og mörgum er kunnugt stofnaði reglan stóran sjóð eftir fyrra stríðið, sem not- aður var til þess að gefa frábær- um námsmönnum tækifæri til þess að stunda framhaldsnám í Oxford os öðrum æðri menta- stofnunum á Englandi. Þessi sjóður íhefir orðið til marsfaldr- ar blessunar og hafa notið hans margir mikilhæfir menn sem oss eru kunnugir, t. d. Dr. A. W. Trueman, núverandi forseti Man- itofoa háskólans, Dr. Watson Kirkconnell, og Hatthew Halton, og einnig tveir íslendingar, Capt. Wilhelm Kristjánsson, frá Lund- ar, sem starfar nú fyrir menta- máladeild Manitoba, og Arni Joihnson, Winnipeg. Islendins-um ekki síður en öðr- um verður því umhugað um að hinn nýji sjóður vaxi os nái til- ætluðum notum. Jón sigurðssion félagið vonar og óskar að almenningur sækji þessa minningar athöfn, þar sem minnst verður með söknuði og lotningu hinna föllnu. Nánar auglýst síðar. ♦ ♦ ♦ KREFJAST SAMEIGINLEGRA YFIRRÁÐA Rússnesk stjómarvöld krefj- ast þess nú leynt og ljóst, að fá jöfn yfirráð yfir Dardanellasundi við Tyrki; fram að þessu hafa Tyrkir ekki sinnt kröfunni, þótt sýnt þyki að svarið verði nei- kvætt. TIL HELGU SUMARLIÐASON, 23. ágúst 1946. Eg kem til þín að kvöldi dags — og kýs mér lága stólinn þinn. Þú kveikir vinlegt kertaljós, en kyrrðin býður myndum inn. — Þar fyrst er stúlka, fríð og glöð, af fjarri strönd — við nyrsta haf. Hún á þann kjark og kjarna í sál er kalda norðrið ljómar af. Næst kemur móðir, ör og ung, — og umhverfið er stórt og nýtt. En skyldan tendrar skilnings ljós er skapar óðal bjart og hlýtt. Þá koma margar myndir fram — og margar sé eg gegn um ský. En trú á æðra tilgang lífs ljær tign og sigur raunum í. —Þó níræð sért, með silfrað hár, er sama lundin, föst og hraust. Guð blessi hvert þitt æviár með eftirdæmið gott og traust. Jakobína Johnson■

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.