Lögberg - 30.01.1947, Blaðsíða 2
0
L.OGBERG, FIMTUDAGINN 30. JANUAR, 1947
Þannig leit hann á það
(AS HE SAW IT)
Eftir ELLIOTT ROOSEVELT
Lauslega þýtt af Jónbirni Gíslasyni.
Bókin heitir “As He Saw It” og er niðurstöður og ályktanir af
bók eítir Elliott son Roosevelts forseta.
Eftirfarandi greinakaflar eru niðurlags kapítuii í nýkominni
ferðalagi hans u-m Evrópu, þar með talið Rússland. og bregður
nokkuð öðru Ijósi yfir ýmsa pólitíska viðburði í seinni tíð, en
olaðalesendur eiga að venjast nú í dag — (J. G ).
(Framh. frá síðasta blaði)
Þespi áðurtalin tilfeili, sem
vissulega eru mikilsverð og ill-
spáandi út af fyrir sig eru þó
smámunir einir í samanburði við
þann sannleika, sem cj-lum er
ljós, að öll framsókn er algjör-
lega sett til síðu, en afturhalds
öflin tekin- við ta-umhaldinu.
Vitni þess er samkomulagsroi
'hinna þriggja aðal þjóðfulltrúa,
en samheLdni þeirra var hinn
mikli hornsteinn er friðarbygg-
ing framtíðarinnar skyldi reist á.
Frank'in Roosevelt meitlaði
Iþennan hornstein og bjó honum
sæti á sínum fyrirhugaða stað,
en ýmsir menn hafa siðan höggv-
ið úr honurn flísar hér og hvar, í
þeirri von að saga hans yrði öll
áður en hún byrjaði.
Óvinir friðarmálanna og al-
þjóðabandalagsins halda þvi fast
fram, að meginregla fyrir hinu
margumtalaða neitunarvaldi
(veto power) sé röng. Þeir eru
mennirnir, sem annaðhvort fyrir
fávisku eða ágirndar sakir neita
að viðurkenna að samvinna og
samheldni hinna þriggja aðal-
leiðtoga sé höfuðatriði fyrir var-
anlegum og tryggum friði.
Þeir héldu því fram að ekkert
rí-ki með nokkurri sjálfsvirðingu,
gæti átt samvinnu við Rússland,
vegna stífni -þeirra og valda-
græðgi, án þess að tilslökun væri
gagnkvæm, en það var of ljótt
hugtak.
Slíkar röksemdir eru stað-
lausar. Veröldin hefir verið
vitni að sameiningu og samvinnu
hinna “þriggja stóru” marga ör-
lagarílka mánuði og veitt fult
samþýkki sitt til.
Eftir fund utanríkisráðherr'
anna þriggja í Moskva, varð óp
mikið í Bandaríkjunum og getið
til að Byrnes mundi hafa gengið
of 'langt í tilslökunum við Rússa.
Hark þetta var undir handleiðslu
Vandenbergs í efri málstofunni,
en Hearst - Roy, Howard Mc-
Cormick í blöðunum. Samsöng-
ur þessi heimtaði harðari kröf-
ur gegn Rússlandi. Ur því fór öll
samvinna versnandi hröðum
skrefum.
Hverjar voru yfirsjónir Byrnes
í Moskva? Hann ræddi um
möguleika fyrir því að afhenda
atomsprengju leyndarmálið und-
ir alþjóða yfirráð. Hann var svo
skygn að honum var ljóst, að
gæti nokkur einn einstakur hlut-
ur verið dásamlega vel fallinn til
að vekja tortryggni gegn hinni
ríku og voldugu Ameríku, meðal
bandamanna vorra í styrjöldinni
og væntanlegum samverkamönn-
um í friðiþá var það leynd hins
voðalegasta hernaðartækis er
þekkst hefir. Hversvegna var
það falið og gegn hverjum var
það fyrirhugað?
Byrnes hafði sjáanlega lært
cína lexí-u. Tveimur mánuðum
síðar hafði einhver innri rödd
látið til sín heyra og hann var
reiðubúinn að birta öllum lýð
sína heimatilbúnu tegund af
“get tough with Russia” pólitík.
Fyrir einkennilega hendingu
kom Winston Ghurchill vestur
um haf viku síðar og hélt hina
alkunnu ræðu í Fulton Missouri,
með hverri hann hóf grimmilega
árás gegn Rússlandi. Það var
einmjtt hann, sem sífelt barðist
gegn því á annað ár, að hefja
aðalsókn gegn nazistum yfir
Dofrasund. í þess stað beitti
hann áhrifum í þá átt að sókn
yrði hafin á Balkanskaganum,
með það fyrir augum að vernda
áhugamál Breta þar og annars-
staðar í austurhluta Evrópu fyrir
Rússum, jafnvel þó sú ráða-
breytni tef'Ldi skjótum sigri
bandamanna í tvær Ihættur. Nú
er hann önnum kafinn að rann-
saka hve mi-kil líkindi séu til, að
vopnuð styrjöld geti hafist gegn
hans fyrverandi bandamanni —
Rússlandi.
Honum mun hafa verið kunn-
ugt um, að samtímis því er hann
eggjaði til vopnaðs bandalags
milli Bretlands og Bandaríkj-
anna, voru yfirherforingjar
beggja á reglubundnum fundum
í Washington, auðvitað löngu
eftir stríðslok, og eru enn.
Sundrung, í stað hinnar sár
þráðu samvinnu, var jafnvei
komin í ljós áður en stríðinu
lauk. Þremur mánuðum fyrir
uppgjöf nazista, sömdu utanríkis
ráðhexrar stórveldanna þriggja
uppkast að uppgjafarsikilyrðum
fyrir óvinina. Eftir nokkrar um
ræður hlaut það samhljóða sam-
-pykt. Eftirrit var sent Zukow
hershöfðingja frá Moskva, en
hvorki London eða Washington
sendu Eisenhower hersihöfðingja
eftirrit. Þar af leiddi að Beedle
Srnith, aðalráðanautur hans
samdi sérstak uppgjafaskilyrði
af því þeim var ökunnugt um að
aðrar ráðstafanir 'hefðu verið
gjörðar.
Eru no'kkur ólíkindi þó Rúss
ar yrðu óánægðir með slíka ráða-
breytni? Síðar styggðust þeir
við er setulið Breta og Bandarí-kj-
anna var ekki dregið til baka úr
yfirunnum héruðum, samkvæmt
loforðum að Yalta. A þeim tí-ma
sem þetta er ritað, er þeim að
von-um sárt í skapi vegna þess
að Bretar og vér höfum enga til
raun gjört til þess að hefja end-
urbóta ráðstafanir, sem einnig
var samþykt að Yalta.
Al-lir þessir hlutir -hafa óefað
haft sín vissu áhrif í Kremlin.
Frá uppgjöf Japana hefir
Stalin og ráðgjafar hans, óefað
ákveðið að vera við öllu búnir ef
tvídrægni bandamanna ágjörð-
ist.
Hin svokölluðu “járntjöld”
(iron curtain) vaxa ekki sjálf
krafa, það eru ætíð vissar ástæð-
ur fyrir tilveru þeirra. Ef
Churchi'Il gat talað um járntjöld,
gat Stalin bent á brýna nauðsyn
þeirra, eins og á stóð.
Heilbrigð rökfærsla virðist því
mið-ur útilokuð í umræðum um
alheimstólitík eins og nú stendur.
í viðleitni minni að grafa upp
hinar^sönnu ástæður fyrir þeirri
sundrung sem nú ríkir, getur
-mér ekki dulist að Bandaríkin
og Bretland urðu fyrst til að
reiða brynjaðan -hnefa og nema
úr gildi gjörðar samvinnu ráð-
stafanir.
Því skyldi einnig veitt athygli,
að í þeirri ringulreið er fylgdi
ófriðarlokum, unnum vér ekki
lengur það áríðandi h'Lutverk að
vera milligöngumenn milli Breta
og Rússa, en þeir eru hinir einu
aðilar hverra hagsmunir geta
rekist á.
I stað þess að jafna deilumál,
eins og faðir minn lagði ætíð
kapp á, gjörðum vér málstað
annars aðilans að vorum. Verra
en það, vér stóðum ekki við hlið
Breta, heldur að baki þeim.
Minnumst t d. á harmsöguna
í Grikklandi, þar sem enskir her-
menn — þrátt fyrir öflug mót-
mæli heimaþjóðarinnar — skutu
niður gríska vinstrimenn með
cöldu blóði. Vér stóðum þar að
baki Breta og tilkyntum að láta-
ætis kosningarnar þar, væru í
allan máta lýðræðislegar og alt
í himna lagi.
Fréttahrafl frá Gimli
til Lögbergs
Eg sakna þess eins og fleiri,
hvað fáir skrifa fréttir úr bygð-
unum, þar sem flestir og bestir
Islendingar búa, þess vegna vil
eg nú senda Lögbergí ofurl-ítið
á-grip af fréttu-m héðan.
Fyrst er að geta um tíðarfar-
ið. Vorið næstliðna byrjaði méð
apríl-mánuði, og var mjög milt
tii sólstöðva, að -undanteknu 4
daga hreti um eldaskildaga. En
þó sumarið væri fremur þurt
hér, varð þó uppskera góð á flest-
um landsafurðum. Hvítfiskveið-
in á Winnipegvatni var mjög rýr
næstliðið sumar, en af því að
verðið var með skársta móti
fengu flestir 'kaup úr því, en
sorg.egt er að sjá hvað fiski-
menn eru flegnir í viðskiftum,
til dæmis er hvítfiskurinn úr
Miohigan-vatni sóttur til fiski-
manna þar frá Ohicago, og borg-
aður 65 cent pundið; en hér við
Winnipegvatn fengu fiskimenn
með illu 18 cent pundið, slægð-
an, tálknskorinn og þveginn, og
mikil yfirvigt tekin af honum.
Haustfiskveiði hefir nú síðast-
liðin ár, reynst Islendingum
happadrjúg, og svo var næstliðið
ár, og verð al-igott, en í vetur er
afar rýr veiði og verðið að lækka
stórkostlega, einmitt þegar allar
nauðsynjavörur eru að hækka i
verði, og fiskur í geipiverði i
stórborgunum sunnan -landamær-
anna. Ekki má gleyma því, að
bezti hvítfiskurinn í Ameríku
lifir í Winnipegvatni.
Byltingar hafa orðið mi-klar í
viðskiftalífi bæjarins. Hannes
Kristjánsson seldi félaga sínum
Þórði Þórðarsyni og Jóni syni
hans sinn helming í verzluninni
“Lakeside Trading”. en seinna á
árin-u seldu þeir feðgar aftur
verzlunina Agúst og Þorkeli
Þorkelssons, því Þórður ikendi
heilsubilunar og varð að hægja
á sér; hann var lengi búinn að
reka þá verzlun með dugnaði og
forsjá. Synir Guðjóns Árnasonar
bónda hér i grend og Petrínu
konu hans, dóttur Baldvins
Andersonar, sem við flestir eldri
menn þektum að góðu, hafa sett
upp hér myndarlega deilda-
verzlu-n í bænum, sem er í alla
staði aðlaðandi og þægileg.
Heilsufar hefir yfirleitt verið
mjög gott hér og í grend, nokkur
gamalmenni sofnað í hárri elli
og önnur tekið rúm þeijrra á
Betel, sem nú getur ekki full-
nægt þörfum íslendinga að hálfu
eyti, en margur spyr: Hvernig
var hagur hinna öldruðu áður en
ellistyrkuo: var veittur og Betel
var bygt?
Slys hafa engin orðið árið sem
eið, sem betur fer, og flestir i
miklum framfarahug. Ekkert
lefir verið gjört hér við Höfn-
ina né bryggu árið sem leið, en
talsvert talað um það fyrir kosn-
ingar í hitt eð fyrra. Og eg er
hræddur um að ekki verði mikið
gert í því efni fyr en eftir 2 ár!
Alt er með kyrð og spekt á flug-
vellinum við Gimli, en heyrst
hefir að aftur eigi að fara að
æfa þar filugmenn í stórum stíl
með vorinu.
Með beztu óskum til lesenda
lögbergs.
S. Baldvinsson.
Vér studdum einnig málstað
Breta í hvatningu þeirra við
Tyrki, að standa fast gegn um-
eitunum Rússa um sameiginleg
yfirráð Hellusundanna. Aðeins
tvær þjóðir hafa landfræðislega
u-mráð sundanna: Grikkland og
Tyrkland.
Með því að styðja Breta að
reim m-á-lum er voru sérstaklega
andstæð Rússum, gagnvart þess-
-um þýðingarmiklu siglingaleið-
um, brutum vér enn einu sinni
hina gullnu meginreglu fyrir
vinsamlegri samvinn-u hinna
þriggja stóru.”
(Framh.)
CLUB NEWS
At a meeting of the Icelandic
Cana/dian Club, Jan. 26th, in the
Free Press Bldg., the second in
a series og six lectures was de-
iivered by Prof. T. E. Oleson on
ilne subject: “Icelandic Pioneers
of the Argyle District”. Interest
in the su-bject and in the speaker
was proved by the forty indivi-
duals who turned out in spite oí
the sub-zero weat'her and in spite
of the Celebrity Concert at the
Auditorium." , When the lecture
was over we were fully con-
vinced that the evening had been
well spent, so thoroughly had
been covered the geography and
history, the social, religious and
community life of the Icelandic
people in this prosperous settle-
rnent. Having been.brought up
in this district the speaker there-
fore displayed wide knowledge
of the pioneering problems oí
those early settlers, natural pride
in their accomplishment and
keen insight into their character
and their ability to maintain
tiheir identity yet at the same
time making themselves an in
tegral part of this community
of -mixed nationalities.
Lectures such as this one,
which impart information about
our immedia.te predecessors and
our contemporaries, many of
whom are well-known to us
personally or by hearsay, are
bound to be vitally interesting,
and t'hey make up modern, locaf
history invaluable to us, espe-
cia-lly to Jhe English-speaking
portion of our race.
Four other such lectures are
to be given as follows:
Feb. 17—Historical Sketöhes of
Icelanders in Winnipeg, by J. J.
Bildfell; Mar. 17 — Shoal Lake
Sketches (Interlake District) by
Capt. W. Kristjanson; April 21—
Einar Kvaran in Winnipeg by
Prof. Skuli Johnson; May 19 —
Icel. Pioneers in New Iceland by
G. J. Guttormsson.
Mrs. H. Danielson, director of
the Evening School, reported
that language olasses were being
held a-t the Daniel Maclntyre
Collegiate every second Tuesday,
the next date being Feb. 4th, at
8.30 p.m. She also reported that
copies of “Iceland’s Thousand
Years” had been sold to the
amount of $1550 to date, $150.00
having been received from
Christmas gift sales of the book.
Miss Steina Johnson reported
that the membership committee
were contacting members re
dues and attendance with grati-
fyin-g results. Two individuals
joined the club at this meeting:
Miss Stefania Eyford and Mrs.
Lauga Johannesson. Anyone
wishing to join may contact Miss
S. Eydal, 745 Alverstone St., ph.
29 794. New members will re-,
ceive the Icelandic Canadian
Magazine included in the annual
fee of $1.50.
Capt. W. Kristjansson an-
nounced that plans were under
way for the annual February
Concert which will be advertised
later.
This was not the annual meet-
ing as the constitution was
changed to set the date of that
meeing in June henceforth. The
next meeting will be in the Free
Press Board Room, No. 2, Feb.
lth, at 8 p.m. The lecture, above
mentioned, will commence at
9 p.m.
Þjóðleg og falleg
barnabók
Eftir PRÓF. RICHARD BECK
Vísnabókin. Vísurnar valdi
Sí-mon Jóh. Ágústsson.
Teikningar eftir Halldór
Pétursson. Hlaðbúð, Reykja-
vík, 1946.
L. M. Guttormsson,
Secretary.
V innukonuauglýsing.
Vinnustúlka óskast. Afarhátt
kaup. Frí á hverjum degi. Hjálp
við öll hústörfin. Dagstofan til
afnota. Frúin býr í vinnukonu-
herberginu. Sundlaug, reiðhest-
ur, bifreið og sími, ameríkanskar
sígarettur og radíógrammófónn!
— Bara að eg vissi hvort það
er plötuskiftir á grammófónin-
um, sagði atvinnulausa stúlkan,
-þegar hún las auglýsinguna.
Þetta er sérstakiega kærkomin
barnabók, því að hún er bæði
þjóðleg og falleg. Hún er safn
af gamailkunnum og hugþekkum
vísum og þulum, barnagælum
og rímleikjum, ásamt bamavís-
um margra hinna beztu og vin-
sælustu skálda vorra.
Dr. Símon Jóhannes Agústs-
son prófessor hefir valið efnið i
bókina og tekist það vel, enda
er hann maður smekkvís og
glöggskygn á 'lesmál við hæfi
barna, eins og ljóst má sjá af
því, sem hann hefir áður ritað
u-m þau efni.
Hér eru gamlir húsgangar i
mörgum tóntegundum: grýlu-
kvæði, hestavísur, smalavísur,
krummavísur og aðrar fugia-
vísur, árstíðavísur. gátur og
öfugmælavísur. Hefir þó -hvergi
nærri alt verið talið, en nóg til
þess að gefa nokkra hugmynd
um fjölbreytni innihaldsins af
því tagi.
Flestum þeim Islendingum,
sem nú eru miðaldra eða eldri,
munu vísur þessar í fersku minni
frá bernskuárunum, og rifjar
lestur þeirra þessvegna upp hug-
ljúfar endurminningar. Sumar
af umræddu-m -vísum lærði eg þó
á annan veg í æsku, enda munu
ýmsar þeirra til í fleiri en einni
útgáfu, og er það algengt fyrir-
brigði í þjóðlegu-m kveðskap.
Af aLkunnum og vinsœlum
barnavísum eftir einstaka höf-
unda, eru hér t. d. “Sofðu, unga
ásti-n mín”, eftir Jóhann Sigur-
jónsson, “Kristín litla, komdu
hér,” eftir Sveinbjöm Egilsson,
“Sólskríkjan mú} situr þarna á
sama steini”, eftir Pál Ólaísson,
Skugginn”, eftir Sigurð Júl.
Jóhannesson, “Snati og Óli”, eftir
Þorstein Erlingsson, “Heiðlóar-
kvæði” og “Systir mín”, eftir
Jónas Hallgrimsson, “Krummi
svaf í klettagjá”, eftir Jón Thór-
oddsen, “Smaladrengurinn” eftir
Steingrím Thorsteinsson og
“Heilræði”, eftir Hallgrim Pét-
ursson.
En hér er eigi aðeins um að
ræða fjölbreytt og ágætt vísna-
safn handa börnum. Bókin er
jafnframt prýdd fjölda mynda
eftir Halldór Pétursson teikn-
ara, með þeim hætti, að á annari
blaðsíðunni er mynd, en lesmál
á hinni. Eru myndir þessar yfir-
leitt prýðisvel gerðar og ná löng-
um ágætlega efni og anda vísn-
anna. Einkum er mikil-1 snildar-
bragur á dýramyndtmum.
Þarf ekki að fjölyrða um það,
hve gaman börmmum muni
þykja að þessum myndum, -t. d.
af Grýlu, sem er ágætt dæmi
kýmnigáfu teiknarans, af Runka,
sem “fór í réttimar ríðandi á
honum So-kka”, og þá ekki sdður
af ágætismyndinni af Afa, sem
fór á honum Rauð sínum”, að
sækja bæði sykur og brauð”;
bera tvær hinar síðarnefndu
glöggt vitni snild teiknarans í
dýramyndum.
Hlaðibúð, sem gefið hefir út
bókina, hefir mjög vandað til
hennar um allan frágang, svo að
leit mun vera á jafn fallegri,
hvað þá fegurri íslenzkri barna-
bók að búningi.
Um hitt er ekki minna vert,
hversu þjóðleg hún er að efni,
eins og þegar hefir verið gefið
í skyn. Þar kynnast börnin vís-
um og kvæðum, sem varðveist
hafa með þjóðinni kynslóð eftir
kynslóð og spegla með ýmsum
hætti atvinnubrögð hennar, siðu
og hugmyndalíf. Fer eigi hjá því,
að slíkur lestur glæði bömunum
í brjósti rækt við uppruna sinn,
ætt og menningarerfðir.
FRÁ VANCOUVER
22. janúar, 1947
Herra ritstjóri: —
Á síðasta almennum fundi, sem
kallaður var af forseta fram-
kvæmdarnefndar hins fyrirhug-
aða elliheimilis hér í Vancouver,
fór fram endurkosning og viðbor
embættismarina. Skýrslur fram-
bornar af féhirði og s'krifara, og
málefnið a-lvarlega rætt. Kom
þar í ljós að töluvert hafði ibæst
við uþp á -s'íðkastið, bæði pen-
ingalega og í áreiðanlegum lof-
orðum, ek-ki aðeins frá héraðs-
búum, Iheldur úr fjærliggjandi
bygðum Islendinga. Var það
sameiginlegur rómur fundai'-
manna, að sigur málsins væri
kqminn á það svið, að engin á-
stæða væri að “hopa á hæl”; en
til þess að heimilið kæmist a
stofn hið allra brúðasta, varð
ákvarðað að hefjast handa með
auka-dáð og fjöri, og jafnvei
persónu-legri heimsókn bygðar-
fólks, eins og unt væri að koma
því við af tilvöldum erindretkum.
sem flestir eru samt bundnir
daglaunavinnu og öðrum störf-
um. Af því ekki verður hægt
að ná tali fólks á öll-um heimilum,
eru allir, sem þessu máli eiru
hlyntir, góðmótlega beðnir að
gefa sig fram við einhvern af
nefndarmönnum hið allra bráð-
asta. Bent s-kal á að öll áreiðan-
leg loforð eru jafngildi og fyrir-
fram peningagjald til þess að ná
takmarkinu með stofnun heim-
ilisins. ,
Eins og áð-ur hefir verið bent
á, hefir nefndin haft augastað á
einu sérstöku og jafnvel öðrum
íbúðarhúsum, sem hún hefir á-,
litið hentug til nauðsynlegra
bráðabirgða. Þó munu skiftar
skoðanir vera hvort ekki væri
heppilegra að koma upp nýrri
byggingu með tilhlýðilegri inn-
réttingu á útvöldum stað með
nógu landrými til viðibætis, eftir
því sem ástæður ráða og leyfa-
En hvað fljótt er hægt að ráða
fram úr þessu atriði og koma
heimilinu á mögulegan starfsfót,
liggur algjörlega í valdi fjár-
munalegra stuðningsmanna í
heild sinni. Engum er annara
um en nefndarmönnum sjálf-um,
sem falið hefir verið á hendur
aðal framkvæmdir ti-1 undirbún-
ings, að heimilið verði stófnað
hið allra bráðasta, í smærri eða
stærri stíl, sem upphæð stofn-
fésins ræður þegar stofnunin er
ákvörðuð.
Vonandi er að sem flestir
skygnist í anda tiil einstæðings ís-
lenzku gamalmennanna, sem með
vonaraugum fyilgja huganum til
þess dvalarstaðs, sem þeir geta
í næði og rólegheitum orðið að-
njótandi, með aðhlynning yngri
meðibræðra sinna og afkomenda,
að loknu heiðarlegu dagssfcríði.
Vinsamlegast og fýrir -hönd
nefndarinnar,
H. J. Halldorson.