Lögberg - 30.01.1947, Blaðsíða 3

Lögberg - 30.01.1947, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JANÚAR, 1947 POLK SKIPSTJÓRI *■ Eftir PALMA Ef til vill hefði eg aldrei kom- ist í kunnings^kap við Polk skip- stjóra, ef að hann hefði ekki ver- ið svo nákvæmlega 'lí'kur mynd, sem eg hafði séð af Grant her- foringja, sem seinna varð forseti Bandaríkjanna. Polk skipstjóri skar skegg sitt, að sniði forsetans °g að öðru leyti var svipur hans °g vaxtarlag nákvæmlega í samræmi við hugmyndir mínar UIn gamla Grant. Eg varð einnig var við það, að eftir honum var fljótlega tekið, af gestum gest- gjafahússins fyrir það 'hve ein- kennilegur hann var. Polk skipstjóri dvaldi stundum vikum saman á gestgjafahúsinu, en svo voru oft margir dagar sem hann sást iþar ekki. Þegar hann var þar, var það eftirtekta- vert hve reglubundinn hann var. Hann borðaði morgunverð sinn altaf nákvæmlega á sama tíma a morgnana, svo sat hann við blaðalestur um tveggja klukku- tima skeið í forsail veitingahúss- ios, en þar á eftir hvarf hann út a götuna. Menn sáu hann svo nokkrum klukkutímum seinna, yfir vel völdum miðdagsverði. Yfir höfuð, það sem menn höfðu seð hann gera einu sinni, end- urtók hann á sama tíma daginn eftir. Annars gengu menn út frá því sem vísu, að hann væri ekki i borginni. Polk var ekki félagslyndur maður. Hann hafði lag á að kom- ast hjá því, að taka þátt í umræð- 'Urri manna, og ef að menn á- yorpuðu hann fyrir einhverjar ^stæður, voru svör hans í þá átt, að hann annaðhvort þekti ekki umtalsefnið nægilega vel, eða þá blátt áfram, að hann vildi ekki iáta álit sitt í ljós. Þrátt fyrir það, var það augljóst, fyrir þá, sem tóku eftir honum, að hann fylgdist með í flestu því, sem sagt var, og sem fram fór í hans návist. bað var ekki eingöngu útlit kans, heldur einnig hinn dular- fulli blær, sem yfir honum virt- 'st hvíla, sem dró huga minn að honum, og vakti löngun hjá mér að kynnast honum frekar. Eg hafði komist að iþví frá gesta- skrá gestgjafahússins, að hann ^ar akipstjóri og að hann flutti vörur, sérstaklega “hrátt” járn., frá einum stað á annan við Vötnin miklu”. Stöku sinnum hafði eg ávarpað hann við gefin taekifæri, og hann hafði svarað sPurningum mínum kurteislega, en þrátt fyrir það, varð aldrei úr oeinum samræðum oikkar á milli. Pg hafði því hér um bil gefið UPP vonir minar um það, að hunningsskapur við Polk , skip- stjóra væri mögulegur, eða það, að bægt væri að fullnægja for- vitni minni um eðlisfar hans og uPpnuna. Eg sætti mig við það, að slíkar tilraunir væru í raun °g veru heimskulegar, og að for- ^úni mín viðvíkjandi skipstjór- anum væri mjög óréttlát. Mað- unnn hafði mikið skegg og var einkennilegur. Það var alt og sumt. En þá atvikaðist það svo eitt ’völd, að eg sat í legubekk í for- Sal gestgjafahússins, að Polk skipstjóri kom inn. Hann leit í íingum sig og sá fljótlega að* óJ sæti voru upptekin. Hann gekk því að borðinu þar sem Vmdlar voru seldir, keypti sér vindil, kveikti í honum og svo lör hann að ilesa blöðin, sem ann haifði ihaft undir hendi sinni. Eg sá þó, að hann rendi augunum til hinna ýmsu sæta í salnum, við og við. Það var enginn efi um það, að hann var í*ð bíða eftir sæti. Þar sem legu- bekkurinn, sem eg sat í var rernur stuttur en þó nægilega angur fyrir tvo menn, benti eg ynum á það, að koma og taka Ser sæfi 'hjá mér. Þessu tilboði f°k hann þafcksamlega. Þegar ann settist niður, varð eg var v i« það, að sterfcan whisky þef iagði friá honum, sem var séi- kennilegur þrátt fyrir bræluna lrá vindlinum hans. Það, að maðurinn hresti sig á nokkrum diopum af whisky, var að minu áliti afveg óaðfinnanlegt, þrátt íyrir bannlögin, sem á þeim t'írna höfðu lagt alt undir vængi sína í Bandaríkjunum. En þar sem eg hafði lifað svo aðgerðar- j.ausu lífi um langan tíma, varð þetta atriði orsök til þess, að hugur minn hvarflaði til baka, til liðinna tíma, sérstaklega þo til José-klúbbsins í Louisvilie, þar sem eg hafði svo oft notið glaðværðar og vinsemdar meðai vina minna, við sikál. Atriði, sem komið 'höfðu fyrir á þeim tíma, liðu í óreglulegu samandi í gegn- um ihuga minn, svo eg stein- gleymdi því að Polk sikipstjóri sat við hlið mína og virtist vera að lesa í dagblöðunum. Þetta hugarflug mitt var brotið við það, að sterkan reykjarþef lagði fyrir nasir mínar, .og eg varð skyndilega var við það, að jafcka- iafið mitt var að renna. Eg stökk á fætur og mér tókst ifljótlega að slökkva eldinn. Mr. Polk hafði fallið í svefn og vindlingurinn 'hans hafði svo fallið niður á jalkkalafið mitt og það hafði orð- ið orsök eldsins. Polk hafði svo vaknað við það hve fljótlega eg 'hafði staðið upp, og á s.vip hans sá eg að hann Skildi strax hvað fcomið hafði fyrir. Hann stóð líka upp og fór að afsaka sig fyrir iþetta slys og bauðst til að borga slkaðann að fullu. Svipur hans lýsti bæði samúð og alvöru á svo einkennilegan hátt, að eg gat ekki stilt mig um að hlæja. Eg sagði ihonum, að skaðinn væri lítils virði, og að slys af þessu tagi gætu auðveldlega átt sér stað. “En láttu mig borga fyrir föt- in”, sagði hann og tók upp vel fylt seðla'hulstur. “Þess gerist engin þörf,” sagði eg; “fötin voru ekki ný og eg ihefi verið að hugsa um að hætta við að nota þau.” Hann horfði á mig undrandi og þegar hann sá að eg var enn- þá að hlæja, brosti ’hann. “En þú getur gert mér greiða,” sagði eg. “Með mestu ánægju,” sagði hann hiklaust. “Segðu mér að- eins hvexnig eg gæti orðið þér að liði.” “Eg þökki í raun og veru fáa í þessari borg, “hélt eg áfram hikandi, “eg er því talsvert lífcur úlfi, sem hefir flúið inn í nýjan sfcóg, þar sem öll tréin eru hon- um öþekkileg. Mér leiðist því stundum. Þú virðist hafa ráð á því að ihrista af þér drungann við og við, þar sem þú getur keypt þér í staupið — eg á við — hófsamlega — og á þann hátt litið í kringum þig — á leikinn bak við tjöldin.” Hann starði á mig alvarlega. “Sagðir þú flúið?” “Já, eg er altaf að flýja sjálf- an mig, en þegar eg er viss um að eg haffi falið mig fyrir sjálf- um mér, þá mæti eg altaf sjálf- um mér augliti til auglitis á miðri götunni.” Mr. Polk þagði um stund, en svo skellihló 'hann. “Ef að eg skil þig rétt,” sagði hann svo, “þá ertu að mælast til þess, að eg 'leiði þig afvega svo að þú getir falið sjálfan þig fyrir sjálfum þér og keypt þér í staupið í fé- lagsskap með öðrum? Það gætir þú án efa gert án minnar hjálp- ar; en eg verð Ihér fclufckan fjög- ur á morgun. Þá getur þú kom- ið með mér. Það mundi verða mér mifcil gleði ef eg gæti hrist af þér drungann.” Daginn eftir fór eg með honum á “Örnina” sem var félagsskap- ur, sem var bygður á nokkurs- konar lífsábirgðar-grundvelli fyrir meðlimi þessarar reglu. Meðlimirnir voru mestmegnis smærri viðskiftamenn og vinnu- fólk. Þarna var stærðar veit- 3 ingasalur og bjór og áfengi var þar selt leynilega. 'Nafn mitt var tekið á nafnaskrána sem væntanlegur framtíðar meðlim- ur reglunnar, en þarna gat eg nú notið fyrirífram allra hlunn- inda meðlimanna. Það flaug í gegnum huga minn, hve ein- kennilega ósk mín um að fá tækifæri til þess að kynnast Polk sikipstjóra, hafði fcomist í fram- gang. Við sátum nú þarna og sötruðum whisky og soda. Samræður ofckar voru að fyrstu daufar, en eg varð var við það, að skipstjórinn veitti öllu því, sem eg sagði og gerði ná- kvæma eftirtekt. “Auðvitað er það mér ekki viðikomandi, en mig langar þó til þess að vita hvaða atvinnu- grein þú fylgir,” sagði hann um leið og hann gaut augunum að mér undan hinum þungu brún- um sínum. “Eg er blutabréfasölumaður,” svaraði eg blátt áfram. “Eg sel hlutabréf þegar veðrið er gott, en kaupi þau þegar dagarnir eru sólsikinslausir og himininn grár.” Þetta virtist vekja athygli hans. “Kauþhallarfélagi,” taut- aði hann. “Einkennileg aðferð, — auðvitað er það skiljanlegt, að það sé betra að selja í góðu veðri, en kaupa. Annars hefi eg þekt fólk, sem lítur aðeins til stjarnanna viðvíkjandi kaupum og sölum kauphalilarinnar. Það eru svo margir, sem trúa því, að áhrif tungls og stjarna, hafi áhrif á þessa hluti.” Nú var umtalsefni okkar kom- ið inn á nýja braut. Eg hafði þekt marga, sem jafnvel höfðu gert stjörnuspekina að trúar- brögðum sínum og sem reiknuðu út afstöðu hinna mörgu himin- hnatta, í sambandi við öll áform og áætlanir daglegra viðiburða. Eg hafði jafnvel í laumi trú á slíku, þó að þekking mín á þess- um efnum væri mjög takmörk- uð. Fyrir þessar ástæður sneri eg umtalsefninu í aðra átt. “Eg er eins og fuglarnir á trjánum,” sagði eg, “eg er ekki bundinn við stað né stund; þess vegna hefi eg oft hugsað mér, að sljómenska og farmanns-iháttur mundi eiga vel við mig. Gætir þú notað mig sem háseta á skipi þínu?” Polk ieit upp. Það var enginn efi um það, að hann tók spurn- ingu mína a'lvarlega. Hann leit á hendur mínar, hvítar og mjúk- ar, eins og til þess að dæma um það, með sjálfum sér, hvort þær væru í raun og veru nothæfar við strit og slit vöruflutninga- Skips. En fljótlega virtist hann komast að niðurstöðu: “Olsen er sjúkur,” sagði hann. “Eg gæti notað þig sem vöku- mann eða nokkurs fconar stýri- mann í stað hans; skip mitt er nú nálega ferrnt og við leggjum af stað bráðlega til Chicago. Ef þér er það alvörumál að gerast farmaður, eða sjómaður um stundarsakir, þá getur þú tekið stöðu gamla Olsens.” “Eg tek þessu tilboði,” sagði eg hlæjandi, og svo 'lyftum við glösunum og tæmdum þau. Daginn eftir, fyrir hádegi, kom Polk skipstjóri inn í forsal veit- ingahússins. Hann litaðist um og er hann sá mig, kom 'hann beint til mín. “Olsen er dauður,” sagði hann. “Gamli Olsen er dauður!” Rödd hans var fremur óstyrk og hik- andi og 'útlit hans var þreytu- legt eins og hann hefði ekki notið svefns. Hann hafði auð- sýnilega líka neytt áfengis. Eg stóð upp og lét samhygðar- tilfinningar mínar í iljós. Það var alt sem mér fanst eg geta gert. En skipstjórinn var efcki ánægður með það. Hann stóð þarna fyrir framan mig og starði niður fyrir fætur sér. Það varð löng þögn. Svo gekk hann að mér þreif í öxlina á mér svo mér fanst að hann vera að kreista holdið frá beinunum. “Komdu með mér,” sagði hann; “fcomdu og fylgdu mér.” “Á þessari stundu?” spurði eg undrandi. Eg vissi í raun og veru að skip hans var hér um bii farbúið e n eg hafði búist við því, að hann mundi gefa mér fárra klukkutíma frest til undirbún- ings. Hann virtist ekki heyra hvað eg sagði. Hann losaði aðeins tak- ið á öxl minni og þegar hann byrjaði á því að tala, varð eg var við það, að nú var rödd hans þýð og biðjandi. “Komdu með mér,” hélt hann áfram. “Olsen var eini vinur minn sem eg hefi átt, sem eg gat altaf reitt mig á. Nú er hann dauður. Komdu með mér. Eg verð að tala við þig — verð að tala við einhvern.” “Auðvitað,” sagði eg undr- andi. “Með mestu gleði skal eg fylgja þér, ef að eg get á þann hátt orðið þér að Jiði.” Eg bjóst svo til ferðar. Hann réði ferðinni og mér til mikillar undrunar fór hann ekki til “Arnarinnar” .eins og eg hafði búist við að hann mundi fara. Hann'fór beint til vöru- sikipsins, og eftir hálfan klukku- tíma vorum við báðir í hans eigin farrými á skipinu hans. Þessi káeta var ekki stór, en þar var öllu vel til hagað. Við eitt þilið í þessu herbergi voru tveir bálkar og sá eg fljótlega að neðri ibálkurinn var notaður af skipstjóranum sjálfum, því á- breiðurnar þar láu óreglulega á rekkjunni. Á efri báiknum var alt í reglu og röð. “Þarna getur þú sofið á meðan þú ert með mér,” sagði Mr. Polk um leið og hann benti mér á efri bálkinn. Svo opnaði hann skáp í einu horni fcáetunnar og tók út whisky-flösku og glös og benti mér til sætis við borð, sem var áfast við þilið, sem var beint gagnstætt bálkunum. Svo fylti hann glösin og tæmdi glasið, sem var hans megin á borðinu, án þess að setjast niður. Hann fyiti svo glas sitt aftur og tæmdi það á sama hátt og settist svo niður. Hann virtist nú fyrst tafca eftir því, að eg hafði ekki drukk- ið með honum og fylti hann því glas sitt á ný, og lyfti því upp. “Skál,” sagði hann, “í þetta skifti ætlast eg til að þú drðkkir með mér.” Eg drakk með honum. Alt framferði hans var að öllu mjög frábrugðið því, sem eg hafði áður þekt til við hann, svo eg vissi ekki við hverju eg átti að búast. Hann hallaði sér fram yfir borðið og starði þegjandi á mig um stund. Svo strauk hann hárið frá enninu og sagði í lág- um róm: “í kvöld get eg efcki verið einn — í ikvöld verður þú að vera með mér. Á morgun eftir hádegi leggjum við af stað til Chicago.” Eg gat ekki skilið við hvað hann átti og sagði því ekkert. Hann hélt áfram: I nótt verðum við einu lifandi verumar á þessu skipi. Skips- höfnin hefir landleyfi og kemur efcki um borð fyr en eftir sólar- uppkomu á morgun. I nótt get eg ekki hugsað til þess að vera einn. Eg er hræddur.” Mér gat elkki leynst það, að hér var eitt- hvað í aðsigi sem kitlaði forvitni mína, og sem á hinn bóginn sló fyrirboða um eitthvað hræðilegt í huga minn. Við þögðum um stund. Svo fylti hann glösin og leit beint í augu mér og sagði í hálfum hljóðum: “Eg er hræddur. — Trúir þú því, að dauðir menn geti birtst þér og talað við þig eins og að þeir væru í raun og veru í lif- enda tláfi?” Hann lyfti glasi sínu og drafck en eg lét glas mitt standa óhreyft á borðinu. “Eg hefi séð margt um dagana sem eg hefi efcki skilið. Eg hefi stundum reynt að telja sjálfum mér trú um það, að svipir dauðra manna séu aðeins ofsjónir i stjórnlausu hugmyndaafli, en eg hefi þó á engan hátt getað full- vissað sjálfan mig um þetta efni.” Þetta sagði eg blátt áfram, því eg ihafði enga löngun til þess, að tafca ákveðinn málstað, eða láta í ljós sérstaka skoðun. (Framh.) Business and Professional Cards CHRISTMAS SPECIALM All photos taken on approval with no obligation — 4 Poses To Choose From — SPECIAL PRICES Phone or Write for Appoinlmeni IJN I VECUL 292 KENNEDY ST. (Just North of Portage) — Phone 95 653 WEDDING AND BABY PHOTOS — OUR SPECIALTY H. J. STEFANSSON Dr. S. J. Jóhannesson Life, Accident and Health 215 RUBY STREET ' Jnsurance (Beint suöur af Bannlngr) Representingr THE GREAT-W'EST LIFE ASSURANCE COMPANY Talsimi 30 877 Winnipeg, Man. Viötalsttmi 3—6 eftir hAdegi Phone 96)144 DR. A. V. JOHNSON DR. E. JOHNSON Dentist 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. 506 SOMERSET BUILDINQ Telephone 87 932 Offlce hrs. 2.30—6 p.m. Home Telephone 202 398 Phones: Offlce 26 — Res. 230 Talslml 95 826 HelmlUs 63 893 Office Phone Res Phone DR. K. J. AUSTMANN 94 762 72 409 SérfrætHngur < augna, eyrna, nef og kverka sfúkdómum. Dr. L. A. Sigurdson 704 McARTHUR BUILDINQ 116 MEDICAL ARTS BLDQ. Cor. Portage & Main Stofuttmi: 2.00 tll 6.00 e. h. Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. nema & laugardögum. and by appolntment DR. ROBERT BLACK Drs. H. R. and H. W. BérfrœOinour ( oupna, eyma. TWEED nef oo hdlssfúkdámum. Tannlœknar 416 MEDICAL ARTS BLDQ 406 TORONTO GEN. TRUSTS Graham and ICennedy St. BUILDING Skrifstofuslmi 93 851 Cor. Portage Ave. og Smlth St. i Heimasími 42 164 PHONE 96 952 WINNIPEQ EYOLFSON’S DRUG DR. J. A. HILLSMAN PARK RIVER, N. DAK. Burgeon islenzkur lyfsali Fölk getur pantaö meöul og 308 MEDICAL ARTS BLDG annaC meö pösti. Fljöt afgrelösla. Phone 97 329 A. S. BARDAL Dr. Charles R. Oke 848 SHERBROOK STREET Tannlœkntr Selur llkkistur ogr annast um út- farlr. Allur útbúnaöur sá besti. For Appointments Phone 94 161 Offlce Hours 9—6 Elnnfremur seiur hann allskonar 404 TORONTO GEN. TRUST8 minnisvaröa og legsteina. BUILDINQ Skrifstofu talstml 27 324 283 PORTAQE AVE. Heimllis talstml 26 444 Winnipeg, Man. . Phone 97 291 Eve. 26 002 SARGENT TAXI J. DAVIDSON • Real Estate, Financial and Insurance PHONE 34 556 ARGUE BROS. LIMITED Lombard Bldg., Winnipeg For Quick Reliable Service princcíí J. J. SWANSON & CO. MESSENGcR SERVICE LIMITED VIÖ flytjum klstur og töskur, 308 AVENUE BLDQ WPO. húsgögn úr smssrrt tbúöum. Fasteignasalar. I.eJgja hús. Ot- og húsmunl af öllu tsel. vega peningal&n og eldsAbyrgfl.. 68 ALBERT ST. — WINNIPHQ bifreiÖaá.byrgO, o. s. frv. Stml 26 888 PHONE 97 538 C. A. Johnson, Mgr. TELEPHONE 94 368 Andrews, Andrews, H. J. PALMASON Thorvaldson and and Company Eggertson Chartered Accountants LðofrœOinoar 1101 McARTHUR BUILDINQ 209BANK OF NOVA SCOTIA BQ. Portage og Garry St. Wlnnlpeg, Canada Slml 98 291 Phone 41 4(9 GUNDRY PYMORE Radlo Service Speciailsts Limited ELECTRONIC LABS. BritUh QuaUtv Fish Nettino H. THORKEL.BON, Prov 66 VICTORIA ST., WINNIPEO Th. most up-to-date Sound Phone 98 211 Equlpment System. Manaoer T. R. THORVALDBO* 130 OSBORNE ST., WINNIPBQ Your patronage will be appreclatad Q. V. Jonasson, Pres A Man. Dlr. C A N A D 1 A N FISH Keystone Fisheries PRODUCERS, LTD. Limited J. H. PAQtt, Manaoing Direotar 404 SCOTT BLOCK SlMI 96 227 Wholesale Distributors oí Frtah . and Frosen F1*h. * Wholesale Di&tributors of FRIDSH AND FROZEN FISH 311 CHAMBERS 8TREET Offlce Ph. 26 328 Res Ph. TS 61T Manitoba Fisheries u HAGBORG U n FUELCO. n WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.atj. V*rsl& I heildsölu meö nýj&n og • froslnn flsk. 308 OWENA 8TREET DUl 21 331 NaFll) 21 331 Skrifst.stml 25 355 Heima 56 461

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.