Lögberg - 30.01.1947, Blaðsíða 5

Lögberg - 30.01.1947, Blaðsíða 5
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 30. JANÚAR, 1947 ij /UilGAM/iL rVCNNA Ritstjóri: Barnadauði í Canada. Þörf á aukinni aðhlynningu Einn sorglegasti iþátturinn í sögu íslenzku landnemanna í þessu landi er hinn ægilegi barna dauði, er átti sér stað á fyrstu landnámsárunum. Hér fara á eftir nok'krar lýsingar teknar aí handahófi úr Sögu íslendinga í V esturheimi. “Undir vorið (1876) fór fólk að veikjast af skyrbjúg og öðrum kvillum. Einn maður misti sjö börn af níu. — Af um hundrað naanns, sem eftir voru í nýlend- unni fyrsta apríl, — því flestir er gátu, fóru upp til bygða, þá er þeir sáu ihverju fram fór, — dó nálægt því þriðji (hver af þeim, sem eftir voru, flest börn og veikbygt fódk. “Mikil veikindi og mörg niannslát urðu meðal vesturfara þntta sumar og haust (1876), en sérstaklega voru það börnin, sem banann biðu.” Þannig var ástatt jafnvel áður en bóluveikin gerði vart við sig 1 nýlendunni veturinn 1877. Lýsingarnar af þeim erfið- leikum, sean fólkið átti við að stríða, við það að afla sér fæðis °g húsnæðis eru átakanlegar, en þó er það léttvægt borið saman við þær sorgir, er foreldrar urðu nð þola. “Erfiðleikar þessara ára voru miklir,” sagði gömuil landnáms- kona, “en 'hörmulegast var að horfa upp á sorg mæðranna, er sau á eftir bömum sínum ofan í gröfina, og geta ekkent hjálpað þeim.” Börnin þoldu ekki hið illa við- urværi, í ihinni ströngu land- uámsbaráttu féllu þau fyrst í val- inn. Þau voru fyrsta afgjald landnemanna til sinnar nýju fósturjarðar. Þannig mun og vera saga landnema af öðrum þjóðern- um í Canada. Nú eru landnámsárin fyrir löngu liðin hjá og þær þrautir °g þeir erfiðleikar, er þeim voru samfara; nú mun ríkja meiri vel- megun í Canada en í flestum öðrum löndum. Nú ætti ekki uokkur móðir að þurfa að missa börn sín vegna skorts og ills að- búnaðar. Nú ættu allar mæður í Canada að geta notið þeirrar aðhlynningar, er geri þeim mögu- legt að fæða ihraust börn, og þeirra leið'beininga og aðstoðar er tryggi heilbrigði barna þeirra. En hvernig er þá ástandið í Canada í þessum málum í dag? Lað mun koma mörgum á óvart sú staðreynd að þrátt fyrir al- rnenna velmegun í landinu, er tala ungbama, sem deyja árilega a fyrsta ári, miklu hærri í Can- ada en í mörgum öðrum löndum. Að vísu hefir talan lækkað stór- lega frá því á landnámsárunum, sem eðlilegt er, og á síðustu 25 árum hefir talan lækkað frá 102 börnum af þúsundi ofan í 55 at þúsundi. En þessi tala er afar ha aamamborið við skýrslur um barnadauða í öðrum löndum. Samkvæmt skýrslu, er gefin var út af Healith Study Bureau, 1 maí, 1946 er taila ungbarna, er dóu 1944 á fyrsta ári þessi: Sví- þjóð 29; New Zealand 29; Sviss 38; Holland 40; Bandaríkin 40; England og Wales 49 — og Can- ada 55 af þúsundi. , Þessar tölur ættu að vekja fólk «1 alvarlegrar umhugsunar um þetta mál. Þær gefa til kynna að fiaörg börn deyja árlega vegna vanþekkingar, vanrækslu eða vöntunar á aðblynningu. í yfirliti, The Toll o/ Disease, er gefið var út af The Royal Bank of Canada í nóvember 1946, er komist þannig að orði: “Þegar barnið fæðist, er það INGIBJÖRG JÓNSSON þegar orðið 9 mánaða gamalt, og ef það er vanrækt á því tímabili, hetir það miklu minni möguleika til að halda lífi, en ef móðirin hefði fengið nauðsynlega læknis- umönnun og skynsamlega hjálp a heimilinu á undan fæðingu barns ins. Ef Ihugsað væri um börnin og hlynt að þeim frá upphafi, þá myndi tala dauðsfalla þeirra vera smávægileg.” En að hverju komumst við að raun um? Á fjórum árum, 1938 til 1941 dóu 57,436 börn innan eins árs að aldri í Canada, og 3,806 canadiskar mæður dóu at barnsförum. Þetta er meiri mannskaði en Canada varð fyrir í her sínum á öllum f jórum árum fyrra heimsstríðsins. Á tímatoili seinna heimsstríðs- ins var tala ungbarna dauðsfalla innan eins árs þrisvar. sinnum hærri en tala canadiskra manna er létu líf sitt í stríðinu. Minnis- varðar í borgum og smábæjum gefa til kynn a að við veitum fuilla eftirtekt hinum miklu stríðsfórnum, en það virðist sem furðulega lítil athygli sé veitt því hverju við töpum heima hjá okkur í landinu vegna barna- dauða og sængurkvenna, sem vei hefði mátt fyrirtoyggja. “Dánartala sængurkvenna er hlutfallslega há í Canada, en á þeim stöðum þar sem völ er á nægilegri hjúkrun og hjúkrunar- útbúnaði og hann færður fulil- komlega í nyt, þá deyja hlutfalls- lega helmingi færri sœngurkon- ur, en yfir alt landið yfirleitt. Hið ágæta og 'áhrifamikla hjúkr- unarstarf The Victoria Order of Nurses hefir orðið sérstaklega til blessunar í samtoandi við hjúkr- un sængurkvenna. Þar sem þessi hj úkrunar-regla hefir verið að verki hafa dauðsföll sængur- kvenna orðið helmingi lægri en annarsstaðar.” Þessar skýrslur nægja tiil að sýna að þrátt fyrir milklar fram- farir á flestum sviðum í cana- disku þjóðlífi, er í mörgu mjög ábótavant hvað snertir hjúkrun og aðhlynningu sængurkvenna og ungbarna. Allir ábyrgir þegnar þjóðfélagsins ættu að láta sig þetta mál skifta og reyna að koma í veg fyrir að mæður og ungbörn deyi, sem hægt er að bjarga, ef rétt er farið að. Það er óþolandi að Canada skuli vera eftirtoátur annara þjóða í þess- um efnum. -f Reglu-heimili Eftir Kristínu í Watertown “Geturðu ilánað mér ofurlítið af kanel?” sagði Mrs. Adams við Mrs. Maron. “Eg ætla að búa til fáeinar kleinur og er að flýta mér, hefi ekki haft tíma til að gjöra nokkurn hlut í húsinu, ekki farin að þvo upp dis'ka eða búa upp rúm; alt er í ólagi hjá mér í morgun. Eg hljóp yfir til Mrs. Westfeld — þú veist hve gott er að komast þaðan, þegar hún byrjar að tala.” “Það er iítið betra hjá mér,” sagði Mrs. Maron, “en eg var rétt núna að lesa góða sögu í blaði, sem konur ættu að íhuga. Sestu nú niður meðan eg les þér greinina. Kona segir þessa sögu: “Eg hefi verið að kynna mér heimilislhætti verkafólksins i New York, og fundið mörg heim- ili eins og mitt, áður en eg lærði að stjóma eftir reglum. Eg verð að segja sögu mína eins og hún gekk. Eg var uppalin hjá frænku minni, og frændi minn, maður hennar, var óreglumaður. Svo frænka mín var nauðbeygð að MINNINGARORÐ Fred Stevenson (1885 — 1946) Hann dó í Fort San, Sask., Canada, aðfaranótt fimtudags- ins 21. marz 1946. Fáum dögum áður hafði kona hans og sumt af börnum þeirra, heimsótt hann og þó hann hefði verið búinn að vera á heilsuhæli (Sanatorium) síðan í októtoer 1944, iþá samt 'höfðu þeir, sem bezt þektu hann von um að með hans vel þekta tojartsýni, ótoilandi trú og viljakrafti, þá gæti skeð að honurn auðnaðist einu sinni enn, eins og oft áður, að skilja við rúmið, fara heim og vinna við hlið konu sinnar og barna dá- lítinn tíma enn. Fred Stevenson var fæddur í Enniskoti á íslandi 11. nóv. 1885. Foreldrar hans voru Jóhann Stefánsson og kona hans Ingi- björg Friðriksdóttir. Hann fluttist með þeim til Ameríku árið 1888. Þau eignuð- ust land í bygð þeirri, sem oft er nefnd “Sandhólabygð” og er norðvestarlega í Pembina County í North Dakota. Hér ólst Fred upp og aflaði sér þess dærdóms sem alþýðuskól- inn hafði fram að bjóða Einnig lærði hann íslenzku og fékk til- sögn í kristnum fræðium. Á þessum stöðvum hlotnaðist þeirn sem þetta skrifar tækifæri að kynnast þessum góða dreng, foreldrum hans og systkinum; að- eins ein og hálf míla milli húsa. Frá barnæsku sýndi hann mik- inn dugnað ásamt brennandi löngun til að læra nýjustu og beztu aðferðir til að gjöra bænda vinnu léttari og um leið arð- samari. Jarðvegurinn á “Hólunum” var ekki upp á það bezta, en löng- uilin hjá Fred sterk að komast í pláss, þar sem væri að minsta kosti betri jarðvegur og önnur skilyrði til framfara. Árið 1906 flutti hann til Gull Lake, Sask., Canada, og nam land skamt suðaustur af toænum. Hér toyrjaði hann fljótt að brjóta upp landið og byggja sitt framtíðar heimili, sem með tím- anum varð snoturt og þægilegt. 12. janúar 1911 giftist Fred Margréti Bjömsson, ágætri stúlku, sem hann hafði þekt í mörg ár hér í Dakota. I maímánuði sama ár byrjaði tæringarveikin (tuberoulosis) að gjöra vart við sig og lama heilsu hans og krafta, svo hann dreif sig til Woodmen Sanatorium, vinna hjá fólki fyrir daglaunum. Hún fór snemma á morgnana og kom heim á áliðnum degi. Við elstu stúlkurnar áttum að gera húsverkin, þegar við höfðum tíma frá skólanum, en ekki lagði hún fyrir hvenær eða hvermg þau væru gjörð. Eg held að blessuð frænka hafi mest hugsað um að við bömin hefðum eitt- hvað að Iborða. Við vorurn rnörg og verk voru alstaðar. Við skúruðum góifin og höfðum gaman af að baka eitthvað gott til að láta á borð- ið þegar frænka feom heim. Hún var æfinlega glöð og góð og kvartaði aldrei um nofckurn hluit. Eg veit að hún var kristin í hjarta; hún kendi okkur vers og bænir, sem hún lét ofekur lesa á kveldin, svo las hún sjálf sálma bitolíunnar, það var hennar upp- áhalds bók. Eftir að eg varð fullorðin, kendi eg ilandsskóla nöfckur ár. Um þetta leyti bréyttist ihagur frænfeu minnar; imaður hennar umventist, svo að segja alt í einu og varð reglumaður, vinnugefinn og las guðsorð. Mér kom til hug- ar að toænir frænfeu minnar hefðu vafeið hann til iðrunar. Þetta gladdi mig mifeið og gaf mér traust á iþví góða, sem oft hefir komið mér að góðu haldi. Svo giftist eg og tðk að stjórna húsi. Og það sama kom fram er eg hafði vanist, nefnilega, regluleysið við iheimilisverkin. (Framh.) Colorado Springs, U.S.A. og kom efcki 'heim fyr en 1 desember sama ár. Alt það sumar sá konan hans um búskapinn. Frá þeim tíma má segja, að þessi hræðilegi sjúk- dóm héldi ógnandi hendi yfir heilsu og kröftum þessa duglega og góða manns, en með því að fylgja stranglega vissum heil- brigðis- og varúðarreglum og beita þeiim undursamlega vilja- krafti, sem einkendi hann, þá lánaðist honum að taka sitt pláss, ekki aðeins í hans eigin bygð, heldur einnig í nærliggjandi bygðum sem fyrirmyndar, leiðandi borgari. Ein sú fegursta æfiminning, sem eg hefi nokkurntíma lesið á hérlendu máli, um lítt skóla- r.ærðan alþýðumann, aðeins bónda, birtist serd ritstjórnar- grein í tolaðinu “Gull Lafee Ad- vertiser” vikuna eftir að Fred andaðist. Þessi æfiminning vaikti hjá mér stertka löngun til að skrifa fáein orð í íslenzlku blöðin um hið mikla og mannúðlega starf þessa góða íslendings, og mun það gleðja vini og skyldmenni að vita að hans mannkostir voru metnir að verðleikum af ná- grönnum hans þó af öðrum þjóð- flokki væru. Hér fara á eftir í lauslegri þýð- ingu fláein atriði úr Gull Lake blaðinu: “Það var sem svart sorgar- ský breiddist yfir Gull La'ke, Antelope og Webb bygðirnar í Saskatohewan þegar síðastlið- inn fimtudag fregnin barst hingað að Fred Stevenson, einn af ofekar allra beztu frum- byggjendum hefði dáið í Fort San nóttina áður.” 1 “Þótt heilsa hans væri mikið veikluð af tæringarveiki í mörg, mörg ár, þá sarpt vissu allir, sem þektu hann, að hann hafði reynst ágætu-r borgari, trúr vinur og góður nágranni. Einnig hafði Fred leyst svo vel af hendi störf sín í mörgum ábyrgðar og vandasömum em- bættum að margur meira lærð- ur og vel hraustur maður hefði efeki gjört eins vel.” “Hann var skrifari fyrir “Grain Belt School District” fram að síðustu legunni og vildi æfinlega alt á sig leggja að Ihjálpa börnum og ungling- um til að fá-sem bezta ment- un.” “Einnig vann hann með mikl- um áhuga í þarfir Grain Growers Association meðan það var við lýði og margir munu seint gleyma þeirri glað- værð, sem kom fram á þeirra samkomum í stuttum ræðum og smá vísum, sem Fred hafði svo gaman af að toúa til. Einnig studdi hann “Co-op Store” bæði í Gull Lafee og Antelope. Hann tilheyrði bæði I.O.O.F. og Elks Lodges. 1 mörg ár var hann Councillor of the Webb Municipality og allir virtu hann fyrir hans góðu dóm- greind, samvikusemi og vand- virkni. Öllum sem áttu bágt vildi hann hjálpa.” Einn nágranna-drengur hafði þetta að segja: “Mér þótti mikið fyrir að Fred sfeyldi ekki mega vera lengur hjá ofekur.” “Þektir þú hann vel?” var spurt. “Eg Skyldi nú segja það. Eg vona eg gleymi honum aldrei, mannin- um með toreiða, blíða brosið, sem langaði svo mikið til að allir krakkarnir í ifering yrðu vel mentaðir. Hann var undraverð- ur maður og allir sakna hans. Eg skal æfinlega muna eftir honum alveg eins og hann var, glaður og góður við alla. Gott væri að lifa í þessari veröld ef við værum öll eins góð eins og Fred Steven- son var.” Þeim hjónum varð fimm barna auðið, sem öll lifa föður sinn, ásarnt móður sinni. Þau eru: Gertrude (Mrs. Johnston) til heimilis í Webb; Irene og Helen, toáðar iheima; Franklin, giftur, og stendur fyrir toúinu heima, ög Matthías í flugher Canada, nú giftur og til heimilis Um 3000 útlendingarar á íslandi Það mun láta nærri að hér á landi séu nú staddir um 3000 út- lendingar, eða ríkistoorgarar erl. rífeja. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir féfck hjá Útlendingaeftir- litinu voru Ihér um næst síðustu mánaðamót 1081 Danir og 1011 Færeyingar, þar næst voru Norðmenn, 228 að tölu og 129 Bretar. Aðrir úttendingar voru sem hér segir: Svíar 70, Finnar 5, Banda- rífejamenn 49, Þjóðverjar 96, Rússar 22, Hollendingar 29, Frakkar 8, Belgir 5, Kanadamenn 6, Austurríkismenn 3, írar 4, Pól- verjar 4, Svisslendingar 2, ítalir 2, Lithauar 1, Lettar 1, Eistlend- ingar 1, Téfekar 1 og Kínverjar 2. 1 þessu er setulið Bandaríkj- anna ekki talið og ekki heldur opinberir starfsmenn erlendra ríkja, svo sem sendiherrar og ræðismenn eða fjölskyldur þeirra. Hinsvegar er annað starfsfólk sendisveita eða ræðis- mannaskrifstofanna talið. 1 þess- rum tölum er einnig innifalið starfslið kaþólsku kirfejunnar og hjúkrunarkonur kaþólsku sjúkra- húsanna í Reykjavík, Hafnar- firði og Stykkishólmi," en þar er mikið af Þjóðverjum þeim, sem hér dvelja, Hollendingum, Belg- um, Svisslendingum og Pólverj- um. Yfirlit um tölu útilendinga hér á landi er verulegum breyting- um háð frá mlánuði til mánaðar, einfeum hvað Norðurlandabúa snertir, sem toæði koma og fara í stórum hópum í hverjum mán- uði.—Vísir 9. des. í Belleville, Ontario. Einnig lifa hann tveir bræður og fjórar systur. Þetta er þá í fáum og einföld- um dráttum frásögn um æfistarf drengsins íslenzka, sem ólst upp á fremur fátæku bóndatoýli á Sandhólunum í Pembina County, N. Dak., drengsins, sem mentaði sig sjálfur, mannsins, sem aldrei vrldi gefast upp en öllum hjálpa sem toágt áttu. Fred Stevenson vildi ekfei lifa fyrir sjálfan sig einungis. Jarðarförin fór fram frá United Ohurch í Gull Lake, Sask. á sunnudaginn 24. marz, 1946, að viðstöddu miklu fjölmenni skyld* fólks, vina og nágranna. Rev. W. E. Bannerman jarðsöng. Hvar sem litið var í kirkjunni, voru hin fögru blóm, 95 alls, frá nágrönnum og skyldfólki, sem báru vitni um hvernig hið mikla og góða æfistarf þessa mæta manns hafði verið metið af skyldfölki, vinum og nágrönn- ÁTJÁN NÝ MÆNUVEIKI- TILFELLI í síðastl. viku toættust 18 ný mænuveikitilfelli hér 1 bænum við þau, sem áður hafa komið upp í haust, svo að samtals munu þau nú vera um 60. í vikunni er leið komu engin dauðsföll fyrir og fiest tilfellin voru væg, en þó um nokkurar iamanir að ræða. Vísir átti í morgun tai við Magnús Pétursson héraðslækm um gang mænuveikinnar i bæn- um. Skýrði hann blaðinu fra því, að í síðastl. viku hafi bæzt við 18 sjúklingar, sem vitað er um með vissu. Flestir þeirra hafa orðið lítið veikir, en þó hata noikkrir lamast eitthvað. Þessa síðustu vi'ku hefir veikin því náð nokkuð meiri útbreiðslu en i nokkurri viku áður. Héraðslæknirinn vill hinsveg- ar benda á það, að hann tetur tölu sjúklinganna alls ekki háa, nema síður sé, þegar þess er gætt, að Reyikjavík tétur um 50 þús. ítoúa. Þegar mænuveikin gekk hér í fyrra veiktust á einni viku úr henni 26 mánns, og þótti efcki mikið. Mönnum hættir til þess, þegar þeir heyra sjúkra- tölur úr Reykjavík, að láta sér bylt við verða, án þess að bera þær saman við þann miikla mann- Ijölda, sem hér er saman kominn. Nú hafa á rúmum sex vikum veikst hér um 60 manns, eða um 40 á mánuði, en á Akureyri veikt- ist t. d. á einum mánuði í haust 115 manns, en það mundi sam- svara um 1000 manns á mánuði hér í toænum. — Þetta ætti fólk að hafa í huga, áður en því ógna sjúkratölur héðan úr toænum. Eftir því sem að vanda lætur, bendir margt til þess að veikin hafi ef til vill náð hámarki sinu, enda þótt ekki sé gott um það að segja með nokkurri vissu En þótt svo væri, þá er enn full á- stæða fyrir almenning að hafa ríkt í huga bendingar þær og að- varanir, er áður hafa bírzt í blöð- um og útvarpi. Að lokum bað héraðslæknir Vísi að endurtaka niðurlagsorð hans í ofangreindri aðvörun, þar sem hann taldi að annaðhvort hefðu sumir ekki lesið þau, eða þá misskilið hrapalega, en þau eru á þessa Ieið: “Um sóttvarnarráðstafanir hér í bæ, svo sem einangranir eða því um lfkt mun ekki verða að ræða, enda eru þær taldar alger- lega þýðingarlausar. En reypt verður eftir föngum að sjá sjúkl- ingum fyrir sjúkrahúsvist, en aðeins þeim einum, sem talið verður að hafi mjög brýna nauð- syn fyrir hana. — Vísir 11. des. Verzlunarmennlun! Hin mikla nývirkni, sem viðreisnarstarf- ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks, krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól- arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfróðum mönn- um og konum fer mjög vaxandi. Það getur orðið ungu fólki til verulegra hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss, munn- lega eða bréflega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. THE GOLUMBIA PRESS LTD. COR. SARGENT AND TORONTO ST., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.