Lögberg - 30.01.1947, Blaðsíða 6

Lögberg - 30.01.1947, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JANÚAR, 1947 írsk konungsdóttir — norskur dýrlingur Eftir SIGRID UNDSET Helgisögnin segir, að Sunneva hafi verið dóttir írsks smákonungs um miðja tíundu öld. Hún óx upp, varð einkar fríð og að sama skapi gáfum gædd, og brátt varð henni ljóst, að hún vildi eng- um öðrum helga líf sitt en Jesú Kristi. Eins og svo algengt var um börn írskra höfðingja, var Sunneva alin upp í klaustri, sem stóð í landareign, er ætt- fólk hennar hafði gefið. Síðar meir skyldi hún verða abbadís klaustursins. Áður en af slíku gæti orðið, lézt faðir hennar, og það varð hlutskipti hinnar ungu kóngsdóttur, að stjórna ríki hans með aðstoð vina sinna og skyldmenna. Þá rendi heiðinn víkingahöfðingi uokkur hýru auga til þessa ríkis, sem lagleg og ógift stúlka réði yfir og átti að verja. Það hafði áður komið fyrir á írlandi, að höfðingjarnir sæju sér hag í því, að kvæna fi’amandi víkinga inn í ættir sínar til þess að láta þá verja land- areignina fyrir árásum annarra víkinga. Þessi ókunni höfðingi fór í bónorðsför til Sunnevu, en hún sagði nei. Þá réðist hann á land hennar, mest til þess að hræða hana og fá hana til að samþykkja bónorðið. En Sunneva var bundin loforði við guð, og gat ekki gifzt. Hún kallaði menn til fundar við sig og sagði við þá eftir- farandi: “Eg hefi kallað ykkur hingað, beztu vini niína, til þess að ráðgast við ykkur um stjórn á ríki þessu, sem eg hefi haft á hendi, ásamt ykkur, nú um skeið. Nú hafa vondir menn hrellt mig með því að ráðast á ríkið af slíkri heift, sem allir þeir gera, er sækjast eftir fallvaltri gleði þessa lífs. Þess vegna vil eg ekki leng- ur þola raunir og áhyggjur eins og am- bátt, vegna lítilfjörlegrar jarðneskrar upphefðar, sem ekki er neins verð í sam- anburði við eilífa sælu. Eg vil sem ætt- stór kona, frelsa mig undan þessu, og fela mig á vald Herrans Jesú Krists, og allir, sem vilja, mega fylgja mér og gjöra slíkt hið sama. Allir, sem heldur vilja, mega líka verða eftir í fósturlandi sínu, enda þótt eg hverfi sjálf á brott héðan.” Með þessu hafði hún leyst fólkið undan öllum skyldum þess við hana sem drottningu. En Sunneva var svo elskuð í landinu, að fjölmargt fólk, bæði menn og konur, vildu yfirgefa jarðir sínar og fylgja henni. Sunneva útvegaði síðan skip. Og þeir, sem vildu fylgja henni, gengu um borð, vopnlausir og án skrautbúninga. Síðan var haldið til hafs, eins og St. Maccuil hafði gert eftir boði St. Patreks, í bátum, sem hvorki höfðu segl, rár né árar. Sunneva vildi sýna fram á, að hún treysti meira forsjón guðs heldur en ráðum og hjálp mannanna; hún lagði líf sitt og sinna í hönd guðs. Það var hans, að senda þau, hvert sem honum þóknaðist. Skipin sigldu út á reginhaf; straum- urinn bar þau norður með Skotlandi. Hina sökkhlöðnu báta rak meðfram víkingabælum við Pentlandsfjörð og með fram Orkneyjum. Ef til vill hafa skipshafnirnar einnig orðið varar við víkingaskip sigla í fjarska, og beðið til guðs um, að bátarnir sæjust ekki. Fyr en varði voru Katans-höfðarnir horfnir bak við sjónhringinn, og þá sást ekkert annað en hafið og sjófuglarnir, — ský- in og þokubakkarnir, sem litu út eins og lönd í fjarskanum, en hurfu innan skamms. Að lokum var þó gróðurlítil fjallaströnd fyrir stafni. Sunneva sigldi skipunum sínum þrem fyrst að ströndinni einhvers staðár í Firðafylki, segir í “Acta Sanctorum in Selio,” en fólkið tók á móti þeim með örvaskotum og grjótkasti. Þetta var ekki sérlega undarleg framkoma. Á þessum tímum hafði fólk, sem bjó við ströndina, sjaldan nokkurs góðs að vænta af ókunnugum sjófarendum, — og þessi hrakningsskip hafa sennilega líkst björgunarfleytum skipbrots vík- inga, með hungraða og villta menn innanborðs. Reiði helgra sagna út af þessum möttökum, sem fólkið veitti hinum heilögu sjófarendum, er því nokkuð óréttmæt. — En Sunneva varð að láta skip sín á ný reka fyrir straum- unum. Þau hrepptu storm og gátu ekki lengur fylgst að. Elitt skipanna mun hafa rekið að Kinn, lítilli eyju, sem ligg- ur úti fyrir Sognfirði. Það stendur svo sem hvergi skráð, að þessir írar, sem komu á Kinn, hafi dáið píslarvættis- dauða. Þeir geta alveg eins hafa lifað þar, svo einangraðir á eyjunni, að þeir hafi dáið smám saman út án þess að af því færi nokkrar sögur. Skip Sunnevu og hitt skipið bárust lengra til norðurs, unz þau komu á breiðan flóa. Til norðurs blasir við lang- ur og grár fjallgarður. Utarlega á fló- anum eru nokkrar eyjar; alls staðar meðfram ströndunum, jafnt við megin- landið sem umhverfis eyjarnar, er stöð- ugt brimrót, — hversu gott sem veðrið kann að vera. Skip Iranna bar að hálendri eyju. Ilelgisagan nefnir ekki, hvar trarnir gengu á land. En á norðurströnd Selju er staður, sem nú heitir Hællmarvika, — í gömlum skjölum Heilagramanna- vík. Það er lítil vík sem sjórinn gengur inn í aðeins við flóð. Ekki er ólíklegt, að einmitt þarna hafi Sunneva valið sér landgöngustað. Helgissagnir um St. Brandanus og hinar æfintýralegu sjóferðir hans, — sem skráðar eru á norsku, einhvern tíma á þrettándu öld, — segja frá eyj- um einhvers staðar úti í hafi, þar sem St. Brandan og fylgdarlið hans hitti hunda, er stigið var á land, sem vísuðu þeim leið til móttökuhallar einnar, þar sem biðu tilreidd borð með matföngum. Síðan kom St. Brandan til eyja, þar sem trén virtust hvít, sökum þess, að á greinum þeirra sat mergð hvítra fugla, sem allir voru himneskir sendiboðar. Ekki var Selja jafn aðlaðandi eyja sem þessar, en á þessum tíma var hún ekki eins gróðurrýr og hún er nú. Þar hefir áður verið fagur skógur, nóg af fersku vatni, fiskur í sjónum umhverfis og mergð fugla við ströndina. Hinir írsku einbúar, sem snemma á miðöldum tóku sér ból á ýmsum eyjum, hvarvetna um Atlantshaf, alt norður til Færeyja og íslands, höfðu víða við krappari kjör að búa en þau í Selju. Á vesturströnd Selju, þar sem brattir hamrar liggja svo að segja fram að sjónum, — er örlítil grasrönd er milli þeirra og fjörunnar, — voru stórir hellar. Sunneva og fylgd- arlið hennar settist að í þessum hellurn. Og þar dvaldi þetta fólk um langan ald- ur, segir sagan, og þjónaði guði í auð- mýkt og með hvers konar meinlæta- lifnaði. Á þessum tíma voru engir íbúar fyrir á Selju, en bæirnir á Statt oð meðfram Moldefirði notuðu eyjarnar á flóanum sem beitilönd fyrir hesta og fé. Þegar fólkið varð vart við það, að ókunnugir höfðu tekið sér bólfestu á Selju, hélt það, að þar væru ránsmenn á ferð, sem ætluðu sér að lifa á fénu, sem var í eynni. Skilaboðum var því komið til Hákonar jarls þess efnis, að víkingar væru komnir til Selju, og þeir hefðu gert stórskaða á sauðfé, sem þar væri, — því um leið og bændurnir urðu hræddir um fé sitt, gengu þeir út frá því sem vísu, að rán víkinganna myndi hafa ill áhrif á gjörvallan búskapinn í bygð- innl Jarlinn kom á vettvang, vopnum búinn, eins og hann væri að leggja til orustu gegn erlendum víkingum, og sigldi þegar til Selju til 'þess að hafa hendur í hári víkinganna. Síðan stendur í sögunni eftirfarandi: “En þegar hinir góðu guðs vinir á eynni sáu þá koma, þóttust þeir vita, að nú myndi á þá ráðist. Þeir gengu inn í hella sína, og báðu almáttugan guð um að hann vildi gefa sálum þeirra eilífa sælu, hvernig sem dauða þeirra annars bæri að höndum, og einnig báðu þeir guð um, að þeir hlytu greftrun, svo að heið- ingjarnir færu ei höndum um lík þeirra.” —Hvernig varð svo dauðdagi þeirra? Það voru menn og konur og smá- börn í hópnum. Þetta fólk, sem hafði gefið sig Atlantshafinu á vald, var ekki hrætt við það, sem vitað var að myndi eiga sér stað áður en dauðinn sjálfur kæmi, ef það félli í hendur heiðingjun- um. Hver er viss um að þola það, að sjá illa farið með konu sína, systur eða dóttur? Er nokkur móðir viss um að geta verndað og viðhaldið trú sinni á guð, ef hún sér vonda menn misþyrma barninu sínu? Gat jómfrú Sunneva treyst drotni til að láta alt snúast ein- mitt á betra veg? En hvernig sem því annars var varið, — fólkið bað guð um að veita sér kristileg andlát, “hvernig svo sem það bæri að höndum”, og að líkamir þeirra féllu ekki í hendur stríðs- manna Hákonar jarls, hvorki lífs né liðnir. í sömu svipan féll grjótskriða fyrir hellismunnann og enginn komst út eða inn. Menn Hákonar jarls gengu á land, en þeir fundu enga sál á eynni. Nú leið skammur tími. Þá er það, að tveir stórbændur úr Firðafylki sigldu til Þrándheims og ætluðu á fund Hlaða- jarls. Þeir sigldu norður með strönd- inni. Og nótt eina, er þeir héldu kyrru fyrir skammt utan við Selju, sáu þeir undarlegan bjarma yfir eynni. Svo virt- ist sem hann kæmi frá himnum, og lýsti á sjóinn. Sognverjarnir tóku bát og réru í land, — og þar sem ljósið hafði fallið á ströndina, lá hauskúpa. Hún var snjóhvít og glansandi og það lagði undarlega lykt af henni Þeir voru heið- ingjar og skildu hvorki upp né niður í þessum undrum. En þeir tóku haus- kúpuna upp og vöfðu hana inn í hreint klæði.------Þeir ætluðu að hafa hana meðferðis til Hákonar jarls, því að þeir höfðu lieyrt frásagnir af vizku hans, — hann gæti óefað sagt þeim, hvernig í öllu þessu lægi. — En þegar þeir komu norður fyrir Statt, fregnuðu þeir, að jarlinn hefði verið drepinn, og nú væri það hinn nafnkunni Ólafur Tryggva- son, sem væri yfirmaður alls Noregs. Báðir bændurnir hétu Þórður, — Þórður Egileivsson og Þórður Jörunds- son, — og sagan hefir gert þá að óvenju greindum og varfærnum náungum, sem ekki voru með deilur út af smámunum, heldur tóku hlutina eins og þeir komu fyrir. Nú vildi svo til, að þeir höfðu tekið sér ferð á hendur, — og því gátu þeir alveg eins heimsótt Ólaf konung úr því að jarlinn var úr sögunni. Þeir héldu því áfram ferðinni til Hlaða og hittu þar Ólaf konung. Hann tók vel á móti þeim, en lagði samt fast að þeim þegar í upp- hafi, að taka hina nýju trú, sem hann var að koma á í Noregi, — bað þessa tvo Þórða að láta skírast, og hét þeim vinskap sínum að launum, ef þeir gerð- ust kristnir. Þórðarnir játuðu þegar í stað. — Síðan fóru þeir að ræða hvað helzt hefði skeð í landinm og Sogn- verjarnir nefndu þá hina sérkennilegu sýn, er þeir höfðu orðið varir við hjá Selju. — Svo réttu þeir fram hauskúpu þá, sem þeir höfðu fundið þar í flæðar- málinu. Strax er konungurinn og Sigurður biskup litu hauskúpuna, þóttust þeir vita, að þar myndi vera um helgan dóm einhvers dýrlings að ræða. Af mikilli orðgnótt talaði konungur síðan við hina nýju vini sína um þá sælu, sem guð láti trúum og snauðum þjónum sínum í té, í laun fyrir smávægilega armæðu í þessu jarðlífi. Og eftir að Þórðarnir höfðu báðir hlotið skírn og tilvísun í kristn- um fræðum, eftir því sem tími vannst til, sendi Ólafur konungur þá aftur suð- ur á bóginn og leysti þá út með ríku- legum gjöfum og vinsældum. Höfuð- kúpunni hélt hann eftir í sínum vörsl- um. Skömmu síðar hélt konungurinn hið fræga fjögurrafylkja-þing á Dragseiði; þegar hann hafði með skörungsskap sínum komið því til leiðar, að allur þing- heimur hafði látið skírast, tók hann að spyrja bændur frá Stattlandi um hinn dularfulla viðburð hjá Selju.--Meðal annars kvaðst bóndi einn hafa verið í leit að hesti nótt eina um haustið. Hest- inn fann hann undir bröttu hömrunum á Selju. Nótt þessa sá hann bjartan ljósbjarma, sem virtist koma utan úr himingeimnum og lýsa upp gegnum skýin. Síðan fór konungurinn yfir til eyjar- innar. Fylgdarlið hans hefir að miklu leyti verið skipað nýskírðum trúskift- ingum, — mönnum, sem höfðu nauð- ugir tekið trú, sumir þó af vilja til þess að kynnast betur hinni nýju lífsskoðun, sem hún flutti. Óefað hefir verið mikil eftirvænting í þeim, sem þennan dag fóru út í eyna. Á vesturströndinni sáu þeir, að nýlega hafði fallið skriða í hömrunum. Konungurinn og fylgdarlið hans gekk þangað sem skriðan hafði fallið og rótuðu í urðinni í leit að einhverju. Hvar- vetna fundust mannabein, — og lagði sérkennilega, næstum því góða lykt af þeim. Að lokum komu þeir til staðar eins, þar sem heljarstór hellir hafði fall- ið saman að miklu leyti. Þeir gengu inn í munnann, — og inst inni fundu þeir lík hinnar heilögu Sunnevu, gjörsam- lega óskemmt; þar lá hún sem hún svæfi. Okkur mun öllum kunnugt, að æfin- týri hafa lifað á vörum manna í Noregi um langan aldur. Við þekkjum hinar alkunnu sögur um vondu stjúpmæðurn- ar, — og um kóngsdæturnar, sem hafa verið bergnumdar og setið í hellum og fjöllum, bíðandi eftir því, að hetjan kæmi að frelsa þær. Helgisagan hefir gert Ólaf Tryggvason að æfintýraprins- inum í þessum leik, — þar sem hann fer inn í hellinn til hinnar sofandi jómfrúar. En hún er ekki hans. — Það er herra og konungur Ólafs, sem sjálfur hefir verið hér. frelsað brúði sína og krýnt hana með kórónu hins eilífa lífs. Sagt er, að eftir þetta hafi Ólafur Tryggvason látið reisa kirkju á berg- inu, fyrir framan Sunnevu-hellinn. Til þess að kirkjan gæti fengið nóg rými á þessum stað varð að hlaða upp í hjall- ann. Síðan var kirkjan reist. Hún var frekar lítil, en fögur og vel gengið frá henni, eins og sézt á rústunum. Hellir- inn var einnig gerður að kapellu. Mann- virki þetta var eitthvert það mesta, sem þekkst hafði í Noregi á þessum tíma. Bein Selju-búa voru lögð í skrín, og sérstök kista var búin til utan um lík heilagrar Sunnevu. Fyrst stóð hún í kirkjunni uppi á fjallinu. Þegar Noregi var fyrst skift niður í biskupsdæmi, var biskupssetri Gulaþingslaga valinn stað- ur á Selju, á sléttlendi nærri sjónum. Þar var biskupskirkjan einnig reist. Árið 117 var biskupsstóllinn síðan fluttur til Bergen, og skrín Sunnevu flutt þangað. Nú eru skógarleifarnar á Selju löngu að engu orðnar, og þar eru ekki önnur hús en smábýli á norðurströndinni. Frá bátanaustum liggur eins konar stíg- ur vestur með ströndinni, yfir mýrar og fen. Hann liggur fram hjá Heilagra- mannavík og að klausturrústunum. Turn Albankirkjunnar stendur enn í fullri hæð. Ljós múrhúðunin, sem ber við dökkan bergvegginn, er leiðarmerki sjófarendum og sézt langt utan frá sjónum. I hinu raka sjávarlofti vex grasið og heyið vel. En sléttan hjá klausturrúst- unum er orðin að mýri aftur, eins og hún var áður en munkarnir komu til eyj- unnar og gerðu hana að ræktarlandi. Og fólkið á meginlandinu læfur fé sitt ganga í eynni, rétt eins og dögum Sunn- evu. Mest er þar um sauðfé. Það bítur grasið þar sem áður var kirkjugólf og súlnagöng klaustursins. Fram hjá klausturrústunum liggur vegurinn upp brattann upp að upp- hleðslunni, sem enginn veit hversu gömul er nú. Vegur þessi verður stöð- ugt lakari með ári hverju. Vegurinn liggur í mörgum stöllum, en meðfram honum rennur lækur, sem á upptök sín uppi í hellinum. Þetta vatn gæti trú- lega verið gætt yfirnáttúrlegum mætti. Enda mun það enþá eiga sér stað, að fólk sæki það handa sjúkum. Yfir öllu gnæfa rústir Sunnevu- kirkjunnar, en að baki henni tekur við hellismunninn, — elzta kirkjuþak í Noregi, og það eina, sem ennþá stend- ur af þeim, sem St. Ólafur hefir kropið undir. Hann tók land á Selju þegar hann kom heim til þess að vinna Noreg og halda áfram kristniboði Ólafs Tryggvasonar. Frá hellismunnanum er ágætt út- sýni til hafsins og strandarinnar fyrir neðan, þar sem hvítt brimlöðrið þvær skerin án afláts. Sumardaga þá, er eg dvaldi þarna, fyrir nokkrum árum síðan, var mjög gott veður. — Sólin braust fram úr þykkum, ljósum skýjum og geislarnir merluðu á haffletinum. En alt í einu kom regnskúr, og vatnið lak niður yfir hellismunnanum eins og kögur úr glitr- andi dropum; og gegnum þetta skein sólin inn í hellinn, svo að mosinn á gamla altarisstaðnum varð fagurgrænn, og gamla, þykka lagið af lambaspörð- unum, sem var á hellisgólfinu, virtist sem mjúkt flos. Gegnum regnhljóðið og brimgnýinn, sem barst frá strönd- inni, heyrðist seytlið í uppsprettunni, sem kend er við Sunnevu, og það voru margbreytilegir, lágir tónar. Nokkrar sauðkindur, sem ekki þorðu inn í hell- inn, af því að þær sáu ókunnuga þar á ferð, héldu kyrru fyrir í kirkjurústunum skamt frá. Lítið lamb hoppaði upp á steinpallinn, þar sem skrín heilagrar Sunnevu hafði eitt sinn staðið. Þar lagð- ist það niður, hvítt og fagurt á að sjá, — rétt eins og það hefði vitneskju um, hversu táknrænt það var á þessum stað. —Alþýðubl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.