Lögberg - 30.01.1947, Blaðsíða 7

Lögberg - 30.01.1947, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JANÚAR, 1947 7 Northwest Territories - DJÖFLA HEIMILI? Það er glæsilegur staður, sem öldungana dreymdi um . . . Sum- ir Sögðu að dalurinn væri iþakinn gulli, og aðrir íhéldu fram að hit- inn þar væri álíka mikill og í helvíti og að hann stafaði frá sjóðheit'um hverum, sem bull- uðu þar sjóðandi, vetur, sumar, vor og haust og væri nafnið sem 'dalnum hefði verið gefið hið ægi- Lgasta. Að minsta ikosti hefðu tólf menn farið þangað og eng- inn vissi hvað af þeim hefði orð- ið, því engir þeirra hefðu komið til baka. Indíánar segja að dal- urinn sé heimili djöflanna. Þessa egnandi rnynd dro Tweedsmuir lávarður (John ^uohan) rithöfundur og fyrver- andi landstjóri í Canada af “Höf- uðlausra dalnum,” sem Nahami- áin rennur eftir. En á bak við þossa mynd Budhans eru fjöru- tJu ár, sem geyma hinar furðuleg- ^tu kynjasögur um dal þennan, sem er 200 mílur á lengd og hlýfur kalksteinsfjöllin 300 míl- fyrir austan Whitehorse i Yukon-héraðinu. Þótt undarlegt megi virðast, hofir sára lítið verið gert til að hanna dal þennan, eða ganga úr shugga u,m sannleiksgildi munn- juælasagna þeirra, sem um hann afa myndast. Menn hefir aðeins dreymt um þann undra dal og suðinn mikla, sem þar á að vera falinn. En nú er í róði að rjúfa ovissuna. Hópur manna viðvan- gullleitarmanna, eða öllu heldur hópar, eru að undirbúa sig með að fara norður og kanna ualinn frá enda til enda. Nahami er Indíána-nafn og jneinar “í mikilli fjarlægð”, og udíánar halda sig í sem mestri tjarlægð frá dal þessum sökum otta við risavaxin bjarndýr og hma illu anda, sem eru sí-iskr- andi ofan í þrengslum dalsins. Af mönnum þeim, sem til dals Pessa hafa farið, hafa 13 týnst °S í sambandi við þá, hafa flest- ar munnmælasögurnar orðið til. bessar sögur hófust fyrst í sambandi við tvo bræður, Sem hetu McLeods, er fónu til dals- ins fyrir 40 árum, og fundust þar S1ðar, höfuðlausir, eftir því sem sagt er og var dalurinn þá nefnd- nr “Höfuðlausra dalurinn” og hefir það nafn síðan haldist við. í^riðji maðurinn, Martin Jörg- ensen, sem til dalsins fór árið 1910, til að leita að gulli, fanst einnig dauður. Bein af einum manni til fund- Ust í dalnum; voru það bein af nianni, sem Fisher hét, sem á fyrri árum var gullleitarmaður 1 Klondyke. Þrír dýraveiðamenn, sem til öalsins fóru skömmu seinna, hurfu allir. Árið 1945 fann maður að nafni ^°odsman, W. J. Tulley, sem til óalsins kom, lík af gullleitar- manni frá Ontario, sem Ernest Stewart hét,; lá líkið í svefn- Poka og var höfuðið náilega að- skilið frá bolnum. Menn þeir, sem aftur hafa komið frá dal þessum, segja veð- Urblíðu mikla og undursamlegan Jarðargróður. Áin í dalntun frýs aldrei, þó alt sé klakabundið i Ijöllunum í kring, með 50 stiga frosti. Hópar af rádýrum breiða sig Urn dal þennan, segja þeir. Hvað satt er af þessum sögum °S hvað eru dagdraumar, skal hér ekki dæmt, það má þó ta'ka fram, að sögumar eru ekki allar ósannar. Árið 1936 fór Allan E. Cameron prófessor við háskól- ann í Edmonton til þessa dals. Honum iber saman við sumar þossar sögur um “Höfuðlausra öalinn ” Hann gjörir grein fyrir hinu milda loftslagi hans á þessa leið: “Chinook-vindarnir halda loftinu þýðu og röku. Gróður- lnn í dalnum, sem er mikill, óregur dýrin til sín og heit hvera- gufan vermir loftið. Gull hefir fundist í dalnum.” Tveir menn fóru til dalsins síðastliðið sumar; voru þeir fé- lagar og gullleitarmenn; heitir annar Frank Henderson, en hinn John Patterson. Þeir fóru ekki saman en mæltu sér mót í daln- um. Þegar Henderson kom tii dalsins, fann hann ekki félaga sinn, þrátt fyrir ítarilega leit. Henderson kom aftur með heilu og höldnu til mannabygða og hafði með sér 30 únzur af gulli, sem hann sagðist hafa týnt í lækjarfarveg og sagðist hafa séð gullrák, sem lá út frá læknum og upp bergið öðru megin við hann. Tveir menn eru að undirbúa ferð til dalsins á næsta surnri, W. E. Bateman fyrrum sjóliði í Bandarílkja-sjóflotanum, nú í Toronto. Segist hann ætla að fara að leita að Patterson og gulli. Hinn er Tom Carolan í Van- couver, hermaður frá síðasta stríði og rheistari í myndatöku. Hann er að hugsa um að taka myndir af dalnum og hreyfimynd af öllu, sem í honum hreyfist, og hann nær til. Það verður máske ekki langt að bíða þess, að maður fái skil- merkilegri fréttir um undradal- inn, sem ber nafn höfuðlausu mannanna, sem í honum fund- ust.—Time. J. J. B. GAMAN 0G ALVARA Mogens og Ginn sitja saman á kránni eitt kvöld sem oftar. Við hliðina á þeim liggur hundur. — Hvernig stendur á því að þú kallar hundin þinn “Ellefu” og hversvegna hefiður hann alltaf með þér þegar þú ert úti á kvöld- in? spyr Mogens. — Það kernur til af þvi, að mér er ómögulegt að ljúga að konunni minni. Þegar ég kem dálítið seint heim, þá fer ég alltaf inn á undan hundinum. Og þá get ég með góð- ri samvisku sagt konunni minni að ég hafi komið heim “fyrir Ellefu.” 4 + -f Adolf kemur inn , Herrabúðina. — Þér auglýsið að Iþér hafið 1400 sumarfraJkka til sölu? — Já. við 'höfum það. — Ágætt. Eg ætla að fá þann, sem fer mér best. Getum við byrjað að máta? > -f -f Inga litla óskar sér að eignast systur. — Hversvegna viltu ekki eins vel eignast bróður? spyr móðir hennar. — Mér stendur eiginlega á sama um það. Eg vil það, sem ég get fengið fljótast. Verslun ein auglýsti eftir send- li og fljótlega kom einn umsækj- andinn. —Héfirðu nokkur meðmæli? spyr kaupmaðurinn. — Já, sagði strákurinn og dró upp blað. Kaupmaðurinnn las: “Þessi drengur, Hans Agúst Pétursson er afbragðs duglegur og svo áreiðanlegur að leitun er á því betra. 1 skólanum var hann altaf efstur í befck og vitnisburð- ur hans ágætur. 1 stuttu máli: eg er einmitt drengurinn, sem þér hafið þörf fyrir!” -f ♦ ♦ Læknirinn: Góðan daginn, Hörður minn, hvernig er heilsan? Hörður: Eg er orðinn nokkurn veginn hress, það á eg yður að þaikka. Læknirinn: Segið þér ekki þetta Hörður minn, það er ekki eg heldur guð, sem hefir gefið yður iheilsuna aftur. Hörður: Jæja! Það er gott. Mér kemur líka betur að eiga við hann um borgunina. Þingvallabygð, 1946 Nú er árið 1946 liðið hjá og fallið í aldanna skaut. Það er á þessum tímamótum, sem maður horfir til baka yfir liðna tíð og hugsar um hvað gjörst hefir og sömuleiðis hvað margt meira hefði mátt gjöra. Mig langar til með þessurn línum að fara yfir og skýra frá sumu því, sem gjörst hefir hér í þessari bygð á þessu liðna ári. Máske að ein- hverjum þyki gaman að heyra eitthvað úr þessu bygðarlagi. Tíðarfarið var af ýmsu tægi. Það voraði frekar seint og var mikii bleyta svo illa gekk með sáningu um tíma. En svo byrjaði að spretta. Um miðjan júlí sáust raðirnar í hafra- og bygg- ökr- um. Svo upp frá því varð vöxt- urinn afar mikill og uppskera fremur góð. Það var frekar taf- samt með þreskingu, vegna rign- inga og snjókomu. Þessi bleyta og ótíð byrjaði 22. september. Eg held að eg fari rétt með að þá var ekki búið að þreskja nema eins og þriðja part. Þá var ekki komandi við að reyna að þreskja fyrir nokkuð langan tíma. Það var snjór altaf af og til, svo tví- sýnt var með hvort yrði 'klárað að þreskja eða ekki. Margir bændur urðu leiðir á að bíða því seint var orðið og fóru að rífa bindin upp úr snjó og kornið varð rennblautt. En svo gafst ágætis tíð og allir kláruðu að þreskja, þó seint væri. Þetta var um miðjan nóvember, sem lokið var við. Það má segja, að bónd- inn er ekki alveg áhyggjulaus. Jæja, þá er nóg búið að setja út á blessað tíðarfarið. Kirkjustarfið hefir gengið með líkum hætti. Fyrsta messa var haldin á páskadaginn. Veður var gott og fólk sótti nokkuð vel. Mig langar til að geta þess hvað sumt fólk heldur mikla trygð við kirkjuna sína Eg á við stúlku, sem alin er upp í bygð okkar. Þessi stúlka er dóttir þeirra Hermanns og Helgu Sigurðsson sem bjuggu hér langan tíma, fluttu svo tii Winnipeg, en eru nú búsett vestur við haf. Stúlkan heitir Evelyn og er gift manni, J. Beggs að nafni. Fyrir svo sem 4 eða 5 árum eignuðust þau son. Þá var maður hennar í hemum en hún t Winnipeg. Evelyn var mjög ant um að iláta skíra bamið í okkar kirkju og hagaði ferð sinni svo hún lét skíra barnið hér. Nú á þessu ári eignuðust þau annan son. Óskin var hin sama að barnið skyldi skírt hér. Svo í sumar voru hjónin á ferð vestur að hafi og í leiðinni létu þau skíra barnið hér í kirkjunni. Þetta má segja að sé að halda trygð við sína gömlu kirkju. Á liðnu sumri, 14. júlí, fór fram myndarleg giftingarathöfn í kirkjunni, þegar þau Thelma Bjarnason (dóttir Mr. og Mrs. Magnús Bjarnason) og Leonard Riglin frá Saltcoats voru gefin saman í hjónaband. Kirkjan var troðfull og kom sér 'líka vel að kirkjan er stór, því úti var bulil- andi rigning. Að giftingarathöín lokinni var öllum boðið út í sam- komuhúsið, sem var prýðilega skreytt og sitja rausnarveizlu, sem þar fór fram. Þessi hjón búa nú við Saltcoats bæ. Þrír aðrir íslenzkir drengir giftu sig á liðnu ári úr þessu bygðarlagi. Þann 13. júní voru gefin saman í hjónaband í United kirkjunni í Churchbridge af Rev. Day, þau Jóhann Sveinbjörnson og Elsie Snyder. Um kvöldið var haldinn dans í samkomuhúsi bæjarins. Var fjöldi fólks þar saman kom- inn. Þau Mr. og Mrs. Sveinbjörn- son eru búsett við Churchbridge. Þann 12. ágúst voru gefin sam- an í hjónaband af Rev. E. Koch í þýzku lútersku kirkjunni i Churchbridge Eyjólfur Gunnars- son og Florence Brenner. Þessi hjón búa í Tisdale. Þann 21. desember vou gefin saman í Walter Martin Memorial Church, Regina, þau David West- man og Betty Massey. Mr. og Mrs. David Westman eru nú bú- sett á landi við hlið foreldra Davíðs. Við hjónin höfðum þá ánægju af að vera við allar þessar gift- ingar og munum seint gleyma. Að kvöldi 7. júlí við góða að- sókn var Ihaldin söngsamkoma (Song Service) í kirkjunni. Það- var sniðið að sumu leyti eftir útvarps prógramminu, sem út- varpað er á fimtudagskvöldum, sem kallað er “Eventide”. Hug- myndin með þessu fyrirtæki var að fá fólk úr öðrum kirkj.um komið saman á einn stað til að syngja sameiginlega sálma, ís- lenzka og enska. Þetta er í fyrsta sinn, sem þetta hefir verið reynt. Það er óhætt fyrir mig að segja, að þetta tókst vel og var ánægju- legt í alla staði.. Yngri og eldri tóku þátt Lprógramminu og það er fyrir góða samvinnu þeirra, að slíkt fyrirtæki er mögulegt. Eg læt prógrammið hér fylgja eins nærri og eg man. Magnús Bjarnason veitti for- stöðu, bauð fólki til sætis og með nokkrum velvöldum orð- um skýrði frá tilgangi þessarar samkomu. Prógrammið var þannig: 1. Abide With Me (Allir). 2. Bæn á íslenzku (Séra S. S. Ohristopherson). 3. Stand Up, Stand Up for Jesus (Allir). 4. Blessed Assurance (Yngri söngflokkur). 5. A Reading (Thelma Bjarna- son). 6. Solo. The Stranger of Gali- lee (Leo Johnson). 7. What a Friend We Have in Jesus. (Allir) 8. Reading. Thelma and Erica Bjarnason. 9. Have Thine Own Way, Lord. (Yngri flokkur). 10. Address. Séra S. S. C. — Ræðuefni: “Sálmasöngur og sálmaskáld.” Svo var sung- ið “Indælan blíðan”. 11. Solo. Open the Gates of the Temple (Th. Marvin) 12. Á hendur fel þú honum Eldri söngflökkur). 13. Solo. “In the Garden” (Mrs. J. Martin). 14. Herra, sjá bylgjurnar brotna (Eldiri söngflokkur). 15. Reading. (Eric Bjarnason). 16. Af heilagleika meira (Eldri söngf iokkur). 17. Rock of Ages (Allir). 18. God Be With You Till We meet Again (á ensku og ís- lenzku). Við hljóðfærið' voru Mrs. Vala Marvin og Miss Emma Schraeder Þann 30. júní var haldin Is- lendingadagur. Þetta var á sunnudag eftir messu. Við er- um hér orðin svo fáir Islending- ar, að engan xná missa. Þetta hefði orðið tilfellið hefði haldið verið upp á 17. júní, sem bar upp á virfcan dag. Það eru margir, sem eru bundnir vinnu og böm- in á skóla að afráðið var að hafa hann á sunnudag og reyndist það vel, því flestir voru þar sem gátu. Söngur og ræður voru voru hafðar inni í samkomuhús- inu, en úti var boltaleikur, hesta- skeifu-kast og hlaup. Forseti dagsins var Einar Sig- urðsson. Ræður héldu Gísli Markússon er mælti fyrir minni íslands og séra S. S. Christopher- son, er mælti fyrir minni bygða. Tókst þessum mönnum vel og var gjörður góður rómur að. Ennþá eru íslendingár að flytja héðan í burt. Á liðnu óri hættu búskap hér Mr. og Mrs. R. E. Hedman og eru nú flutt vestur að hafi með fjölskyldu sína. Mr. Hedman er af norskum ættum, en konan hans er dóttir þeirra Konráðs og Maríu Eyjólfsson er nú lifa í þorpinu Churchbridge. Svo í haust seldu þau land sitt og landbúnað sinn Mr. og Mrs. Gunnar Gunnarsson og eru nú flutt með son sinn til Grand Forks, B.C. og ekki er útlitið gott með að Einar Sigurðsson í- lengist hér, því 'hann hafði sölu í haust er leið, en er á landi sínu til vors. Ef þessu heldur áfram verður ilt að halda uppi íslenzk- ijm félagsskap. Rétt þegar eg er að enda við þessa fréttagrein, þá kom sú frétt að þau Carl Bjarnason og Bea- trice Thorvaldson voru gefin saman í hjónaband 23. desember í Winnipeg og lifa þau nú í Brandon, Man. Nú er eg búinn að tína saman nóg og ilæt 'hér staðar numið. Með beztu nýársóskum til vina nær og fjær. Th. Marvin. ER ÞAÐ JOHN EDWARD? JEAN EMILY? eða JAMES EBENEZER? Við sendum EATON’S alls- herjar verðskrð. til viðskipta- vina, sem kaupa reglubundið með pósti, eða um aðrar pönt- unarstofur vorar. Eintaka- fjöldi verðskrárinnar er tak- markaður vegna takmörkunar á efni og vér reynum að haga þannig til, að ein verðskrá komi á fjölskyldu. pér lðttið undir með oss með Því að senda oss fult nafn húsráð- enda, fusamt nákvæmri áritan, og með því fáið þér EATON'S verðskrá reglubundið. ^T. EATON C9-™ WINNIPEG CANAOA EATON'S Siv, *e V*'1 vVX \A9« Þetta er eina söfnunin sem fram fer í Canada innan nœstu tólf mánaða til líknarstarfsemi í Kína. . . . Hin eina fæða hans og miljóna í hans sporum í stríðs-sundurtættu Kínaveldi Þessi gamli smábóndi er of máttfarinn til þess að geta unnið. Japanir lögðu býli hans í rústir; mán- uðum saman hefir hann ekki lagt sér annað til munns en gras og rætur. í Kína eru 83 af hundraði íbúanna bændur. Miljón- ir þarfnast skjótrar hjálpar varðandi mat, föt og meðöl. Starf UNRRA er nú að enda, og þess vegna verða sjálfboðarnir að taka við og slífcna. Canada má ekki láta sinn hlut eftir liggja. Viljið ÞÉR koma til liðs? Kína, góður nágranni og viðskiftavinur, mun lang- minnugur slíks. VERIÐ ÖRLÁT! Kína, góður nágranni, leitar til yðar CANADIAN AIC TC CHINA. Make cheque ■payable to CANADIAN AID TO CHINA and mail to Provinciál Headquarters i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.