Lögberg - 30.01.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 30.01.1947, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 AÍ>^ oVteA UuiO^°r„ ^ s<t A Compleíe ' lleaning I islilution PHONE 21 374 w»°í Ot^ S^SSSSo* ■fOB- s A Complete Cleaníng Instilution 60. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 30. JANÚAR, 1947 NÚMER b VERÐSKULDUÐ VIÐURKENNING Vegna ágæts starfs heima á Is- landi á stríðsárunum, sem ekki sízt var fólgið í iþví að kynna Is- iand og hugsunarhátt Islendinga hinum amerísku hermönnum, hefir Valdimar K. Björnson ný- lega verið sæmdur stórriddara- krossi hinnar íslenzku fólkaorðu. Formleg afhending orðunnar fór fram í New York í byrjun des- ember, er Valdimar og kona hans voru þar á ferð. Tihor Thors sendilherra afhenti þá Valdimar orðuna. og er mynd sú er birt er hér fyrir ofan tekin við það taökifæri. Á myndinni eru, auk Valdimars, Iþau kona hans Guð- rún Jónsdóttir, Thor Thors sendi- herra, Bjarni Benediktsson, Leiðtogi bráðabirgðastjórnar- innar á Indlandi, Pandit Nehru, har fram í indverska þinginu 'þann 22. þ. m., tillögu til þings- aiyktunar, er út á það gekk, að Indland lýsti yfir fulikomnu sjálfstæði sínu, og gerðist full- veðja dýðveldi; yfirlýsingin var samþykt í einu hljóði með því að allur þingheimur reis á fætur; við þetta tækifæri flutti Nehru nálega kiukkutíma ræðu, þar sem hann lýsti yfir því, að Indland gæti ekki undir neinum kring- nrnstæðum beðið lengur eftir frelsi; biðin væri orðin langt of löng; hann kvað þjóð sína vilja eiga vinsamleg samskifti við all- ar þjóðir, og þá ekki síður við hrezku þjóðina, þótt stjórnmála- sambandið við hana yrði rofið. Brezkir valdamenn í London, einkum þeir, er að Indlandsmál- um standa, telja áminsta sjálf- stæðisyfinlýsingíu indverska þingsins ólöglega • markleysu. •f -t + BANDARÍKI NORÐURÁLFUNNAR Mr. Winston Churchili fyrrum forsætisráðherra Breta, ritar nú °g ræðir ósíköpin öll um það, að grundvöllur verði sem allra fyrst Ingður að stofnun Bandaríkja Norðurálfunnar; harla skiptar S'koðanir hafa þegar komið fram um málið; forystumenn verka- Ujsnnaflokksins brezka, eru sagð- lr að vera andvígir hugmynd- ^nni og telja hana einungis póli- físka beitu af hálfu íhaldsmanna fil afnota Iheima fyrir. Aðalblöð rússnesku ráðstjórn- arrikjanna telja hugmynd Mr. ChurchilLs með öllu óframkvæm- anlega, og efast jafnvel um ein- I*gnina, sem að baki hennar hggi. borgarstjóri í Reykjavík, Finn- ur Jónsson, dóms og félagsráð- herra, og Ólafur Jóhannesson, lögfræðingur, en þeir fjórir voru sendimenn Islands á allsherjar- þingi hinna sameinuðu þjóða. Valdimar Björnson og kona hans verða gestir Þjóðræknisfé- lags Islendinga í Vesturheimi og deildarinnar Frón á næsta þingi þjóðræknisfélagsins sem halda á 24.—26. febrúar n.k. Valdimar mun flytja ræðu á Frónsmótinu. Valdimar Björnson hefir nú vferið endurskipaðuir íslenzkur vara-ræðismaður í Minneapolis. —Frétt frá ræðismannsskrif- stofu íslands. Mr. Randolþh Ohurchill, sonur Winston C’hurchills fyrrum for- sætisráðherra Breta, og um eitt skeið þingmaður íhaldsfloikksins í brezka þinginu, flutti ræðu á fimtudagskvöldið var hér í borg- inni að tilstuðlan stúdentasam- bands Manitoba háskólans; ilét hann þess getið, að tvenns konar gerólík viðhorf stæði enn sem komið værúí rauninni í vegi fyrir aljþjóðafriði; vestrænt viðhorí annars vegar, grundvallað á ein- staklingsfrelsi, og viðhorf rúss- neska kommúnismans hins veg- ar, er teldi múghyggjuna hið æðsta boðorð; Iþó kvað Mr. Chur chill engan veginn voniaust, að takast mætti að hliðra þann- ig til, að fyrirbyggja mætti skað- samlegan árdkstur þessara and- vígu sjónarmiða. -f -f 4- FER TIL ENGLANDS Brezk stjórnarvöld hafa boðið frú Eleanor Roosevelt, ekkju Franklins D. Roosevelt Banda- ríkjaforseta, að koma til London og afhjúpa minnisvarða yfir mann hennar, sem brezka þjóðin hefir með frjálsum samskotum látið reisa við sendiherrabústað- inn amerísfca að Grosvenor Square. Frú Eleanor hefir þegið boðið, og er ráð gert fyrir, að afhjúpun- in fari fram þann 12. apríl. f -f f HÆKKUN FARMGJALDA MÓTMÆLT Þriggja daga fundur stóð yfir hér í borginni 4 vikunni, sem leið, þar sem mættir voru erindrekar hinna ýmissu Ibúnaðarmálasam- taka í Sléttufylkjunum þremur, og bar þar margt á góma; fund- urinn mótmælti því stranglega, að járnibrautarfélögunum yrði heimiluð hækkun farmgjalda frá því, sem nú er, og taldi alla hækkun í þá átt. mund-u veikja til muna efnáhagslega afstöðu bænda í Vesturlandinu. HAGKVÆMAR FLUGSAMGÖNGUR Félag eitt í Ba'ndaríkjunum, sem Viking Travel Servicé nefn- ist, með skrifstofur að 165 Broad- way, New York 6, N.Y., hefir nú tekist á hendur að ráðstafa flug- ferðum mi’.li Bandaríkjanna, Is- lands og hinna Norðurlandanna; félag þetta er nákunnugt högum og háttum áminstra þjóða, og hefir viðurkent umboð fyrir American Airlines og American Overseas Airlines; aðeins full- komnustu faiþegaflugvélar, með allra nýjasta útbúnaði og þæg- indum, verða notaðar til slíkra flugferða, og verður þeim stjórn- að af þaulreyndum sérfræðing- um í fluglist. Félag Iþetta getur nú ráðstaf- að ferðum frá hvaða stað, sem er í Bandaríkjunum og Canada, til hvaða staðar sem er í Norður- álfunni. The American Overseas Air- lines félagið hefir haldið uppi flugferðum milli Bandaríkjanna og Norðurálfunnar um England, en nú hefjast þangað reglu- bundnar flugferðir um Island. Framkvæmdarstjóri þessa nýja fyrirtækis, er Gunnar R. Pauls- son í New Yonk, og sendi hann ræðismannsskrifstofu Islands i Winnipeg ofangreindar upplýs- ingar. f f f ÆGILEG FLUGSLYS I síðustu viku, var skýrt frá ihvorki meira né minna en sextán ægilegum flugslysum; sum þeirra gerðust í Kína, önnur hér og þar í Bandaríkjunum, en það siðasta og umfangsmesta yfir flugvell- inum í Kaupmannahöfn; í þvi slysi létu lífið tuttugu og tvær manneskjur, þar á meðal ame- ríska söng- og kvikmyndastjarn- an Grace Moore; þessi víðkunna söngkona hafði verið á söngför um Norðurálfuna undanfarna mlánuði, hafði nýlokið söngsam- komum í Kaupmannahöfn, og var á leið til Svíþjóðar; þá fórst og í flugslysi þessu Gustaf Adolí Svíaprins, sonur sænska krón- prinsins og næstur honurn að ríkiserfðum; hinn látni prins, sem var rétt fertugur að aldri, var að koma heim úr veiðdför frá Hollandi; hann naut mikilla vinsælda og er harmaður af heilli þjóð. f -f f LOFSAML.EG OG MAKLEG UMMÆLI Blaðið Winnipeg Free Press lét þess nýlega getið, að hæfasti maðurinn til þess að fylla það sæti í hæztarótti Canada, er au-tt varð við fráfall Hon A. B. Hud- sons, væri Hon. H. A. Bergman, dómari í áfrýjunarrétti Manitoba fylkis; fór blaðið að makleikum lofsamlegum orðum um skapgerð og hæfileika Mr. Bergmans; enda mun það mála sannast, að Mr. Bergman sé einn hinna lærðusitu og skarpvitrustu lögfræðinga, sem nú eru uppi í Canada. f f f SAMBANDSÞINGIÐ 1 dag, fimtudag, var sambands- þinginu í Ottawa stefnt til funda; er þess getið til í Ottawa fregnum, að stjómarfrumvörpin verði að þessu sinni óvenjulega mörg og mikilvæg; ýmis þeirra munu lúta að afnámi af margs- konar hömlum og takmörkunum á vettvangi viðskiftalífsins, sem frá stríðinu stöfuðu; hörnlur á innflutningi Kínverja verða af- numdar, auk þess sem þess er vænst, að ellistyrksmálið verði tökið til alvarlegrar íhugimar, og var þess sízt vanþörf. RYÐUR SÉR GLÆSILEGA BRAUT I. C. Ingimundson Maður sá, er hér um ræðir, I. C. Ingimundson, er fæddur í Sel- kirk og hlaut þar sína fyrstu mentun; hugur hans beindist snemma til æðra náms, og réð hann það af að leggja fyrir sig mentaveginn. Mr. Ingimundson útskrifaðist í rafunmagnsverk- fræði af Manitoba-háskólanum árið 1937 við hinn ágætasta orð- stír; enda fóru saman hjá honum frábært viijaþrek og farsælar gáfur; að loknu námi, gekk hann brátt í þjónustu rafiðnaðarins, og hefir nú nýlega verið skipaður varaforseti og aðalframkvæmd- arstjóri við Welland Electric Corporation í Welland, Ont. Mr. Ingimundson er sonur Sigurðar heitins Ingimundssonar fná Vest- mannaeyjum og eftirlifandi konu hans Jónínu. sem býr með dótt- ur sinni í Winnipeg. Mr. Ingimundson er kvæntur Veru Anderson, dóttur þeirra Mr. og Mrs. Th. Anderson, sem lengi ibjuggu í Selkirk, en nú eru búsett í Winnipeg. Þau Mr. og Mrs. Ingimundson komu nýlega í heimsókn hingað til borgar ásamt þremur börnum sínum. f f f MANNRÁN Skæruliðar Gyðinga í Jerú- salem, rændu þar nýverið tveim- ur brezkum þegnum, dómara og banlkastjóra, og hötfðu þá í vörzlu í nokkra daga; var tiltæki þetta að sögn, gert með það fyrir aug- um, að koma í veg fyrir, að Gyð- ingur einn, sem sakaður var um, að ihafa verið valdur að sprengj- um og ýmissum öðrum ófagnaði, yrði hengdur; nú hefir þessum tveimur mönnum verið sikilað aftur, en máli Gyðingsins, sem átti að hengja, verið vísað til hæztaréttar. f f f SAMVINNA ÓHUGSANLEG Mr. Rupert Raimsay leiðtogi Jhaldsflokksins í Saskatchewan, gaf nýlega út yfirlýsingu þess efnis, að samvinna við Liberala iþar í fylkinu, væri með öllu úti- ilokuð, vegna þrákelkni nokkurra forráðamanna Liberalflokksins, er þættist sjálfum sér nógir og teldu sér vísan sigur í næstu ifylkiskosningium. f ♦ f FÆR HEIMASTJÓRN Utanrikisráðherra Breta, Mr. Ernest Bevin, hefir gert þá yfir- lýsingu í brezka þinginu, að ráðuneytið hafi orðið á eitt sátt um það, að veita Burmabúum heimastjórn eins fljótt og því verði komið við. KAUPA HVEITI FRÁ ARGENTÍNU Frá London bárust þær fréttir síðastliðínn föstudag, að birgða- málaráðuneytið brezka hefði ný- lega samið við stjórn Argentínu um kaup á 18,000,000 mæla hveit- is þaðan úr landi, er flutt skyldi til Bretlands fyrri helming yfir- standandi árs; andvirði hveitisins greiða Bretar í peningum. ♦ ♦ ♦ SKAÐABÓT AKRÖFUR Gríska stjórnin hefir sen.t að- stoðar- utanrákisráðherrafundin- um, sem um þessar mundir stendur yfir í London erindis- bréf, þar sem þess er krafist, að fundurinn beiti sér fyrir um það, að Grikkir fái greiddar sem fyrst skaða'bótakröfur sínar á hendur Þjóðverjum; peninga- upplhæð sú, sem stjórnarvöld Grikkja fer fram á, hefir enn eigi að tful'lu verið ákveðin, en þess er krafist, að þjóðin fái ár- lega 500,000 smálestir kola frá Þýzkalandi. FÆRA SIG UPP Á SKAFTIÐ Það var fyrir no!kkru vitað, að Pólland og Júgóslavía myndu krefjast allmikilla fríðanda af Austurríkismönnum og Þjóð- verjum í stríðsskaðabætur, þótt eigi hafi kröfur 1 þá'átt verið formlega bornar fram, fyr en al- veg nýverið. Pólverjar vilja fá álitlega spildu af Þýzkalandi, á- samt geisimiblu skaðabótafé, en Júgóslavar krefjast 1,000 fer- mílna af landareign Austurríkis, auk greiðslu í peningum og vör- um, er bæti upp það 11 biljón dollara tjón, sem áætlað er að þjóð þeirra hafi beðið af völdum stríðsins. Staðihæft er, að Rússar séu þess fýsandi. að áminstar þjóðir fái kröfum sínum framgengt, en hitt jafnframt tálið víst, að Bret- um og Frökkum þyki þær ganga óþarflega. langt. Utanríkisráð- l’nerra Austurríikismanna, Dr. Karl Gruber, telur skaðaibóta- kröfurnar á hendur þjóð sinni slíka óhæfu, að hún nái ekki nokkurri átt ♦ ffffff-f Á HAUSTMIÐUM Sæki eg ennþá undir kvöld opinn stefja-mar, bát þó slái bylgjan köld og brjóti yfir far. Ræ frá strönd þó Rán sé köld og renni blint í sjó; sætt er ennþá undir kvöld ef aflavon er nóg. Ef um beitu ei er greitt; á öngulbera lóð máske krækist eitt og eitt eftirlegu-kóð. Vindköld eru vasta-svið og vetursetan þar; út á Hymis afla-mið eg ekki sæki mar. Mílnatugi ness úr nánd er naumast ræður sjór, en þar er flatra fiska “gránd” og flyðru dráttur stór. Surnir árum ýfa dröfn út á Vasta-sæ unz að vatnar yfir höfn og yfir heima-bæ. Þeir eru djúpmiðs aflaklær og eiga færi löng og gripsælir þó gjálpi sær; með gogginn undir röng. Og sökkhlaðnir þeir sigla í höfn, — um sveitir aflinn fer, — og ódauðlega ást og nöfn hjá alþjóð geta sér. Inn á grunni eitthvað dregst upp úr strauma-röst. Hún er flestum fangatregst firðsetan á Vöst. Ef gæftaleysi glepur för og gellur storma raust, eg legg að strönd í lygna vör og leiði knör í naust. JÓN JÓNATANSSON. SJÁLFSTÆÐIS- TVENNS KONAR YFIRLÝSING VIÐHORF

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.