Lögberg


Lögberg - 19.02.1947, Qupperneq 4

Lögberg - 19.02.1947, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. FEBRÚAR, 1947 -----------Hogtoerg--------------------- Q«fl6 flt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 í'.argent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG Í95 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Rltstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The ‘'Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Seeond Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Minningabrot úr Íslandsförinni 1946 Pftir EINAR P. JÓNSSON r Morguninn eftir, er við risum úr rekkju í Reykholti. var hellirigning lík- ást því sem við Vestmenn eigum að yenjast í Winnipeg þegar bezt lætur, og um það leyti sem morgunverður var framreiddur, var kominn til staðarins Kristleifur á Stóra-Kroppi, hálfníræður öldungur, glaður og gunnreifur og án hinna minstu sjáanlegu ellimarka; fund- um okkar hafði aldrei áður borið sam- an, þó nokkur deili vissum við hvor á öðrum; mér fanst eg standa í djúpri þakkarskuld við Kristleif vegna bréf- anna mörgu og skemtilegu. er birst hafa eftir hann í jólablaði Lögbergs síðast- liðinn aldarfjórðung. Kristleifur er fræðaþulur mikill, ættfróður vel og hef- ir samið f jölda ritgerða; meðal umfangs- mestu ritsmíða hans má telja Héraðs- sögu Borgfirðinga, mikið verk og gagn- merkt um margt; hann gefur sig enn við heyönnum og ann hugástum ís- lenzku sveitalífi; honum varð tíðrætt um Borgarfjarðarhérað, og fanst mér það ekkert tiltökumál eins og fegurð þess er fjölbreytt og sviphrein; en nú kom séra Einar og bauð okkur að skoða staðinn, því tvísýnt væri að við biðum betri byrjar, eða hvenær rigningunni létti af; fyrst skoðuðum við kirkjuna, sem er laglegt og Hngjarnlegt hús, en því næst hinn mikla héraðsskóla, sem nú hefir verið starfræktur í 14 ár við mikinn orðstír og góðan; er byggingin svipmikil og stílhrein, og ber fagurt vitni listrænni hugkvæmni Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins, er gerði teikningar allar að byggingunni og sagði fyrir um verk; skóli þessi er ágætlega sóttur og nýtur úrvals kenn- araliðs; við staðnæmdumst við Snorra- laug, og skaut þá brátt upp í huganum mynd hins mikla snillings, Snorra Sturlusonar, sem laugin er kend við; þess manns, sem orpið hefir fegurstum bjarma á nafn íslenzka kynstofnsins vítt um jarðir. — Hvamm-Sturla átti margt barna, en af þeim urðu nafnkunnastir bræður þrír, Þórður, Sighvatur og Snorri; var Snorri þeirra langyngstur; allir voru þeir vit- menn og líklegir til mannaforráða. Snorri ólst upp með Jóni Loftssyni í Odda; að Jóni látnum, tók við búi í Odda Sæmundur sonur hans, og bað hann til handa Snorra Herdísar frá Borg á Mýr- um, og fékk með hen'ni meiri auðlegð en dæmi voru áður til á íslandi; bjuggu þau á Borg unz Sriorri náði undir sig Reykholti, en þar bjó hann jafnan síðan, að undanskildum þeim vetrum, er hann dvaldi með höfðingjum erlendis. Snorri var valdamaður mikill, og var hvað ofan í annað kosinn lögsögu- maður, en slíkt embætti var jafnan talið ein allra mesta virðingarstaða í landinu; hann var einnig orðinn frægur fyrir rit- störf sín, og hafði þá samið Edduna, sem við hann er kend og kölluð Snorra- Edda, sem gefur glögt yfirlit yfir goð- sagnir íslendinga og Norðmanna; en á árunum milli fimtugs og fertugs, ritaði Snorri Heimskringlu, eða Sögu Noregs- konunga, sem er heimsfrægt meistara- verk, og hafa margir erlendir fræðimenn kallað Snorra mesta mann íslands að fornu og nýju. Gissur Þorvaldsson, tengdasonur Snorra, föðurlandssvikari, konungs- sleikja og sifjaníðingur, dregur saman lið mikið, ríður til Reykholts, og lætur vega tengdaföður sinn nótt eina í septembermánuði 1241. Hafði þeim Hákoni og Gissuri komið saman um það, að nauðsyn bæri til, að Snorra yrði rutt úr vegi; liðugar sjö aldir hafa safnast í faðm sögunnar síðan að Snorri leið; hann stendur enn óbrotgjarn í Braga- túni sem brennandi viti íslenzkrar spakhyggju og snilli, og áður en langt um líður verður afhjúpað í Reykholti Snorralíkneski það, er Norðmenn á- kváðu að gefa íslendingum; en varan- legasti og virðulegasti minnisvarðinn yfir Snorra, verður þó jafnan sá bauta- steinn er hann sjálfur reisti sér með ódauðlegum snildarverkum sínum í vit- undarlífi íslenzku þjóðarinnar; en varð- andi endurminninguna um Gissur Þor- valdsson, rifjast ósjálfrátt upp vísa Steingríms: “Lubbamenni liggur þar, lítiði á hvað jörðin bar: upp hún skaut, um skálkinn fróð, skollafingri og lokasjóð.” Að loknum dagverði, kvöddum við með þakklátum huga hin gestrisnu og ágætu prestshjón í Reykholti og lögð- um af stað norður á bóginn í sudda- rigningu; eg sagði bílstjóra mínum frá því, að mig langaði til að koma við sem snöggvast á Hreðavatni og heilsa upp á Vigfús Guðmundsson, þjóðkunnan mann, sem starfrækir þar hressingar- skála; hann dvaldi um hríð vestan hafs, og mundi eg glögt eftir honum frá þeim tíma; hann vildi gera okkur alla skapaða hluti til geðs, og þótti ilt, að við gátum ekki þegið hjá honum beina; en bílarnir biðu ekki boðanna; nú var för heitið yfir Holtavörðuheiði, og því jafnframt lýst yfir, að eigi yrði staðar numið svo heitið gæti, fyr en komið yrði að Reykjaskóla í Hrútafirði; okkur þótti gaman að ferð- ast yfir heiðina, þótt útsýnis nyti ekki sem bezt vegna rigningarinnar, sem þó var farin að smá-minka; fram með tjörnunum á heiðinni gat að líta “hjarð- ir á beit með lagði síðum”, flest bústnar ær með vænum dilkum; á heiðinni gerð- ist sá atburður, að einkabíll, sem var svo að segja rétt á eftir*okkur fór úr lagi; í honum voru ung hjón með lítið barn; för þeirra var heitið til Blöndu- óss; varð það nú að ráði, að við tækj- um við konunni og barninu og kæmum þeim til hins ákveðna áfangastaðar, en maðurinn biði þess, að hann fengi gert við bílinn, er einhvern ferðalang bæri að, er slíku fengi til vegar komið; þetta gekk víst alt eins og í sögu, því til Blönduóss var hann kominn um kvöldið um líkt leyti og við. Er norður af Holtavörðuheiði kom, fór útsýnið að hýrna og er bílarnir stað- næmdust við Reykjaskóla var komið glaðasólskin, er speglaðist undursam- lega í draumlygnum Hrútafirðinum; í skólahúsinu, sem teljast má sönn hér- aðsprýði, og sett hefir styrkan menn- ingarsvip á umhverfið, fögnuðu okkur með veizlu séra Jón Guðnason á Prests- bakka og hans tígulega frú; séra Jón er bróðir séra Einars í Reykholti, áhuga- maður mikill um kirkju- og þjóðfélags- mál; kona séra Jóns er ættuð frá Brunn- á í Helgafellssveit; eg þekti þessi mætu hjón í fyrri daga og fagnaði því að eiga þess kost, að taka í hendur þeirra á ný eftir langa útivist; séra Jón bauð okkur velkomin í bygðarlagið með fagurri og hjartahlýrri ræðu, er við þökkum á okk- ar fámælta hátt. Eg hafði einhverju sinni endur fyrir löngu gist á Stað í Hrútafirði og reið ungum gæðing, sem eg hafði keypt í Reykjavík af Hans pósti; hesturinn fékk hnakksæri á ferðinni úr Reykja- vík, og átti eg því ekki annars úrkosta en fara í hestakaup við staðarhaldar- ann. Blesi litli, sem eg skipti á, vann árum seinn fyrstu verðlaun í kappreið- um í Reykjavík, en Gráni, sem eg fékk í staðinn, gafst upp í Fnjóskadalnum og sálaðist úr brjóstveiki árið eftir. Á leiðinni um Hrútafjörðinn fóru þau Grettir ræðismaður og frú Lalah út úr bílnum og gengu upp að bæ, sem nefnd- ur er Oddstaðir; þau sögðust brátt mundu koma til fundar við okkur í Reykjaskólanum; eg vissi að Grettir átti ættmenni á þessum bæ, en mundi ekki í svipinn hvernig skyldleikanum var háttað; en er við hittumst aftur, sagði hann mér að þar byggi móður- systir sín, Ásdís Jónasdóttir og maður hennar Jónas Þorsteinsson. Melar í Hrútafirði eru meðal stór- býla bygðarlagsins; er eg kom í þessa sveit í fyrra skiftið, bjó þar Jósep Jóns- son, bróðir séra Jóns á Stafafelli, Finns, fyrrum blaðamanns í Winnipeg og frú Ingunnar Jónsdóttur frá Kornsá. — Förinni var heitið til Blönduóss um kvöldið; við fórum fyrir ne6an túngarð á Sveinsstöðum, lögðum lykkju á leið okkar niður í Vatnsdalshóla, sem eru afar sérkennilegir og minna á huldu- fólk; þaðan sáum við ofan í landnám Ingimundar Gamla, Vatnsdalinn, sem býr yfir ósegjanlegum töfrum og unaði; nyrsti hóllinn í Vatnsdalshóla þyrping- unni er Þrístapi, en þar voru þau Friðrik og Agnes hálshöggvin. Nú var komið að Melstað, þar sem séra Jóhann Briem ræður ríkjum, ásamt sinni virðulegu frú; ný stein- steypukirkja var langt á veg komin þar á staðnum í stað timburkirkjunnar, sem þá hafði fyrir nokkru fokið út í veður og vind; nýja kirkjan verður ljómandi falleg, og munu einir tveir Vestur-íslendingar hafa minst hennar með gjöfum; viðdvölin varð ekki löng, en hún var eigi að síður yndis- leg; nú var sól tekin að lækka á lofti og vafði hnjúka og hæðir purpura- litum bjarma; yfir héraðinu hvíldi mildur friður; friður, sem íslenzkar sveitir einar búa yfir; og nú vorum við komin á Blönduós, þar sem okkur hafði verið fyrribú- in gisting á ágætu og vin- gjarnlegu gistihúsi. —Framh. 600 MILJÓNA GJAFASJÓÐUR Stærsti gjafasjóður í heimi, fyr og síðar, hefir nú fyrir skemstu For Fast Service on DRY CLEANING DYEING - REPAIRING use Carry and Save Store In Your Locality or Phone 37 261 Perth’s 888 SARGENT AVE. verið staðfestur í New York. Mil- jónaekkjan Rebekka Svope dó nú fyrir skemstu og 'lét eftir sig 600 miljónir króna, og erfði systir hennar áttræði alla þá fúlgu. Nú hefir hún þegar ákveðið, að með þessu fé sikuli stofna gjafasjóð handa amerískum ebkjum og gömlum, ógiftum konum, að sér látinni. Vextirnir af þessu mikla fé skulu skiptast milli hlutað- eiganda einu sinni á ári. -t- Nýlega fundust blóm stráð á torgið í Milano, þar sem lík Mussolinis var 'hengt upp í gálga eftir aftöku hans. Hjá blómun- um voru spjöld, sem á var ritað: Fasisminn er ekki dauður. Svart- stakkarnir snúa aftur. Velkomnir íslendingar á tuttugasta og áttunda þjóðræknisþing ísl. í Winnipeg. Crescent Creamery Co. Limited Crescent mjólkurafurðir eru gerilsneyddar MJÓLKIN, RJÓMINN OG SMJÖRIÐ Crescent Creamery Co. Limited 542 Sherburn St., Winnipeg Sími 37 101 Verið velkomnir íslendingar til starfs, staðfestu og dáða a tuttugasta og áttunda þjóðræknisþing íslendinga í Vesturheimi 1947 Keystone Fisheries Ltd. Scott Block, Winnipeg Sími 95 227 G. F. JÓNASSON, forstjóri.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.