Lögberg - 13.03.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 13.03.1947, Blaðsíða 4
L.OGBEKG, FlMTUDAGINN 20. MARZ, 1947 —----------Hogberg---------------------- G«?fíð öt hvern flijitudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 í '.argent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG (95 Sargent Ave.. Winnipeg, Man Rtstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is 'printed and published by The Columbia Press, Limited. 695 Sargent Aver-ue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Minningabrot úr íslandsföVinni 1946 EJtir EINAR P. JÓNSSON Næsta morgunn var förinni heitið austur um sveitir, og má nærri geta hvort við hlökkuðum ekki til annars eins æfintýris; bæjarstjórn Akureyrar hafði ákveðið, að auðsýna okkur þá miklu sæmd, að veita okkur þess kost, að líta með eigin augum Suður-Þingeyjarsýsl- una í allri sinni dýrð, og þar bar líka margt fyrir augu, sem gott var og gam- an að veitá athygli; umsjón með förinni höfðu þeir Steinn Steinsen borgarstjóri og Þorsteinn M. Jónsson formaður bæj- arstjórnar, báðir góðkunningjar mínir frá fyrri dögum; auk þeirra og okkar að vestan, tók þátt í austurförinni eftir- greint fólk: Ólafur Thorarinssen hæjar- fulltrúi og frú, Ragnhildur Ásgeirsdótt- ir, Pétur kandídat Sigurgeirsson, Árni Bjarnarson bókaútgefandi, Halldóra Bjarnadóttir ritstjóri, Friðgeir H. Berg skáld, Ingimar Eydaí, fyrrum ritstjóri vikublaðsins Dags á Akureyri, séra Frið- rik Rafnar vígslubiskup, og Björgvin Giíðmundsson tónskáld og frú; þetta var glaðsinna hópur, og leið því ekki á löngu unz byrjað var að taka lagið; það var heldur enginn hörgull á forsöngvur- um með þá séra Friðrik og Björgvin inn- anborðs, ef svo má að orði komast um ferðalag í almenningsbíl; dumbungsveð- ur var á um morguninn, er lagt var af stað, og suddarigning yfir Vaðlaheiðina; en er niður kom af heiðinni í Fnjóskadal- inn tók að stytta upp og birta til, þótt út- sýnis nyti eigi eins og vera bar; mér virist Fnjóskadalurinn búsældarlegur, og víða mikið um nýrækt; yfir Fnjóská var farið á brú skamt frá pressetrinu Hálsi og þaðan haldið í Vaglaskóg, er vera mun annar mestur skógur á land- inu, eða ganga næst Hallormsstaða- skógi að fegurð og mikilleik. Eín hvað angan trjánna var sterk og heillandi! íslenzk, alíslenzk skógar- og blómgróð- urs-angan. Skógurinn allur er inngirtur og snyrtilega hirtur. I skóginum er ný- legur hressingarskáli, sem gerður var, að því er mér var sagt, úr tveimur her- mannaskálum; þetta var rúmgóð og ágæt vistarvera, og þar neyttum við dýrindis morgunverðar; að lokinni mál- tíð lituðumst við nokkuð um í skóginum og drukkum ilm hans í löngum teygum; nú var brátt haldið út eftir Ljósavatns- skarði, sem er hin fegursta bygð; eg bar brátt kensl á tvo bæi, þótt langt væri nú umliðið frá því, er eg síðast kom í þessa vingjarnlegu. sveit, en bæirnir voru Sigríðarstaðir og Ljósavatn; hinn síðarnefndi bær var mér jafnan hug- stæður, því þar var borin og barnfædd Arnfríður Sigurðardóttir, seinni kona Stefáns frænda míns í Möðrudal, mikil rausnar og umsýslukona; eg gleymi því aldrei hvað hún var mér góð, er eg kom fyrst í Möðrudal sem dálítill dreng- hnokki, og jafnan síðan; úr Ljósavatns- skarði var stefnt til Bárðardals, þar sem hið mikla Skjálfandafljót lyppast víða í stríðum strengjum, en Goðafoss hefir knúð dunhörpu sína frá ómunatíð; við skoðuðum ekki fossinn að þessu sinni, en komum þangað seinna um dag- inn; næst var farið yfir svonefnda Fljótsheiði, sem í rauninni er eins kon- ar háslétta, og þaðan komið niður að Breiðumýri í Reykjadal. og nú sást yfir að ESnarsstöðum; er hér í hvorttveggja tilfelli um ágætar bújarðir að ræða með fallegum nýbyggingum og mikilli ný- rækt; mér fanst Reykjadalurinn búa yfir ólýsanlegum dultöfrum; á Breiðu- mýri réði um langt skeið ríkjum langafi Ingibjargar konu minnar í föðurætt, Jakob Pétursson, sjaldgæfur búsýslu- maður, er þingeyskur fræðimaður, Helgi Jónsson, segir um í tímaritinu Stígandi, sem gefið er út á Akureyri, að hafa muni verið einn vitrasti maður sinnar samtíð- ar á»íslandi, þótt lítt væri gefinn fyrir klerkdóm og kirkjusið. Nú var ekið sem leið liggur austur í Mývatnssveit, og næsti áfangastaðurinn var Reykjahlíð, en þar skyldi dagverðar neytt; er sveitin auðug að margbreyti- legri fegurð, og felur í faðmi sínum ann- að stærsta stöðuvatn á íslandi, Mývatn; í því eru margir hólmgr, mikill silungur og mikið varp; eg minnist þess naumast að hafa litið augum annarsstaðar á ís- landi jafn dimmblá f jöll og Reykjahlíðar- fjöllin eru; sé vindur af austri, leggur úr Námaskarði megna brennisteinssterkju alla leið niður að Reykjahlíð; við komum snöggvast að Skútustöðum og heilsuð- um upp á prestshjónin; presturinn Magnús Már, kornungur maður, smár vexti, er sonur vinar míns Jónasar Lárussonar hótelstjóra á Akureyri, en móðir hans er af sænskum ættum; í Mývatnssveit elur aldur sinn eitt hi$ atkvæðamesta alþýðuskáld íslenzku þjóðarínnar, Sigurður Jónsson á Arnar- vatni, sem orti hið ódauðlega kvæði “Blessuð sértu sveitin mín,” sem eigi aðeins er sæluljóð Mývetninga, hefclur og hátíðardrápa gervallra, íslenzkra sveita! Reykjahlíð hefir frá fornri tíð verið höfuðból; bærinn, sem eg mundi eftir, stendur þar enn; að vestanverðu við hann er risið upp greiðasölu- og gisti- hús úr steinsteypu, og þar snæddum við dagverð; við skoðuðum kirkjuna og hið margbreytilega hraun umhverfis hana, þar sem ein kynjamyndin tekur við af annari; en mest af öllu heillaði mig Mý- vatn sjálft í stafalogninu; eg hugsaði um Slútnes, þenna víðfræga skrúðgarð frá náttúrunnar hendi, sem Einar Bene- diktsson málaði svo undursamlega í ljóði sínu: “Hljóðnar í runnum og reykir dvína. Rjóður og heiður er svipur dags — á síðustu eikt til sólarlags. — Suðrænan andar um Mývatns strandir. Nú hvílir svo vær þessi víða bygð um vatnamiðin sín, fáguð og skyggð. Og skútabrúnirnar hýrna og hlýna við himinsins bros — sem fer að dvína. Eln Slútnes, það ljómar sem ljós yfir sveit; öll landsins blóm, sem eg fegurst veit, um þenna lága, laufgróna reit sem lifandi gimsteinar skína. — Því miður áttum við þess ekki kost, að líta augum jíenna töfragimstein Mý- vatnssveitarinnar. — Frá Reykjahlíð var haldið að Laxár- fossum, þar sem er hin mikla rafvirkj- un, er lýsir Akureyrarbæ og veitir hin- um mörgu iðnfyrirtækjum hans full- nægjandi orku; var þar fagurt um að litast, en virkjunin önnur sú mesta slíkr- artegundar á öllu landinu: er hún eitt af mörgum kraftaverkum Akureyringa, ekki fjölmennari en þeir í rauninni eru; nú lá leið til Lauga í Reykjadal, þar sem er hinn glæslegi héraðsskóli Reykdæl- inga, ásamt prýðilegum húsmæðra- skóla; setja báðar þessar stofnanir styrkan menningarsvip á héraðið; skólastjóri við Laugaskóla er séra Her- mann Hjartarson, fyrrum prestur á Skútustöðum; hann var gamall kunningi minn, og hafði eg af því mikla ánægju, að hitta hann á ný; í skólanum var drukkið kaffi, en á borðum var margt annað góðgæti; sviptign Reykjadalsins líður mér aldrei úr minni. — Á heimleið til Akureyrar, var numið staðar þar sem “Goðafoss í gljúfrasal glymur fram í Bárðardal.” Það sópar eigi alllítið að Goðafossi, svipur hans er kaldur, en mikilúðugur; mér fanst vel mega heimfæra upp á þenna gljúfrajötunn það, sem Kristján Fjallaskáld sagði um Dettifoss: “Undir þér bergið sterka stynur sem strá í nætur kuldablæ.” Elr til Akureyrar kom um kvöldið, kom það í ljós, að förin austur um sveit- ir, hafði staðið yfir í tólf klukkustundir; hún varð okkur öllum til gagns og gleði; er hér var komið sögu, hófst veizla mikil á Hótel KEIA, er bæjarstjórnin efndi til; veizlustjórn hafði með höndum hinn víkingslegi og samanrekni borgarstjóri þeirra Akureyringa, Steinn Steinsen, en aðalræðuna flutti Þorsteinn M. Jónsson formaður bæjarstjórnar; var ræða hans á sínum tíma birt í vestur-íslenzku blöð- unum; borðhald þessu líkt, hafði eg aldrei áður á æfinni komist í kynni við; allir réttir, eitthvað um tuttugu að tölu, voru alíslenzkir, þar á meðal skyrhá- Iskyggilegt útlit Það varð ekki hjá því komLst af þjóðinni yfirunnu, að skrifa undir friðarsamningana. Sendi- herra ítalíu, Marchese Meli-Lupi di Sorogana, klæddist í beztu kjólfötin, sem hann átti, sem voru honum þó orðin helst til þröng, og buxurnar röndóttu farnar að snjást að neðan. Þegar hann kom út úr sendir áðshúsinu ítalska, strauk 'hann silkihattinn með hendinni, sneri ofurlítið upp á yfirvararskeggið, leit til veðurs og mælti: “Eg er að leggja á st*ð til Parísar,” sagði hann við Corp. Paul Sifnons, sem stóð vörð við húsgarðslhiðið. “Eg held að það ætli að rigna,” hélt Sorogana á- fram, svo þagði hann ofurlitla stund, en sagði svo: “Það er erfitt verk, sem eg verð að framkvæma í dag.” Corp. Paul Simons hneigði höfuðið til samþykkis. Sorogana steig upp í dökku Packard-bifreiðina, og ók til quai cfOrsay og inn um hliðið á stálgrindunum ti'l húss utanríkis- ráðs Frakka. Þegar að hann kom inn í salinn forna og þekka d’Horloge, þar sem gluggarnir fimm snúa út að Seine-ánni, þar sem endalokin voru bundin á Krím-stríðinu árið 1856, og þar sem Clemenceau samþykti frið- arsamningana frá 1919 og þar sem Kellogg-samningurinn um stríðs- bannið var undirritaður. Sendiherrar sigurvegaranna voru allir komnir þar í salinn. Sendiherra Rússa skrifaði fyrst- ur undir, svo sigurvegararnir hver af öðrum, en Sorogana beið á meðan. Svo stóð hann upp föl- ur, en einbeittur og gekk að skrifborðinu — sama skrifborð- inu og konungarnir Louis XV. og Louis XVI. skrifuðu undir ríkis- skjöl sinnar tíðar og Robespierre kjálkabrotinn og dæmdur til dauða, hvíldi sig á í fáar mínút- ur áður en öxin skildi á milli bols og höfuðs á honum, og skrif- aði undir samninginn fyrir hönd þjóðar sinnar og gekk rakleitt út. áftir að hann var farinn, skrif- uðu sendiherrar Rúmeníu, Búlg- aríu, Ungverjalands og Finnlends undir samninginn, einn eftir ann- an. • Þegar Sorogana kom út að hlið- inu fyrir utan sendiráðsbygging- una, var Corp. Paul Simon mál- reifari en hann áður var og Inælti glaðlega: “Sólin skín, Monsieur.” Sorogana hneigði höfuðið trl samþykkis. Hann var aftur á leiðinni til Róm, þar sem hrygðin og gremjan barðist um í brjósti þjóðbræðra hans út af samning- unum, sem hann var nýbúinn að undirrita og dagblöðin ítölsku með svörtum borða á framsíð- unni sögðu: “Þjóð vor drýpur höfðu með hrygð í hjarta.” í öllum þessum fimm sigruðu löndum voru hópar manna, sem höfðu heitið, daginn, sem frið- arsamningurinn var undirskrif- aður, að berjast á móti honum á allan mögulegan hátt, sem þeir gætu, og eyðileggja dagsverkið, sem unnið var í París. Þýtt og samið J. J. B. karl; það lá í augum uppi, að vissara væri að kunna sér magamál undir kring- umstæðum þessarar teg- undar; við gestirnir að vest- an, höfðum það á vitund, að við fengjum seint fullþakk- að bæjarstjórn Akureyrar hinar höfðinglgeu viðtökur og alla þá ástúð, er hún hafði látið okkur í té; en þetta alt geymist og fegr- ast í endurminningunni. Við vorum öll orðin þreytt og svefnþurfi, er þessari ríkmannlegu veizlu sleit, og því gott að taka á sig náð- ir, og það því fremur, sem vitað var, að ekki yrði til setunnar boðið daginn eftir. —Framh. Merkiskona látin Eftir prófessor Richard Beck Hinn 10. febrúar í ár lézt að heimili sínu í Watlington, Ox- ford, í Englandi, Dame Jessie Kinmount, kona Sir William A. Craigie, hins ágæta íslandsvinar, sem löngu er víðkunnur orðinn fýrir margþætt starf sitt í þágu (.norrænna fræða, og þá sérstak- lega varðandi íslenzikar bók- mentir. Verða þeim, er þetta ritar, nú ríkar í huga ljúfar minningar um góð kynni við þau hjón, Sir Wi'l- liam og frú hans, í ferðinni til íslands Alþingishátíðarsumarið 1930, og þá eigi síður ógleyman- leg stund á heimili þeirra í Chi- cago, þar sem eg kyntist af eigin reynd annálaðri gestrisni þeirra. Lady Craigie, er var sem mað- ur hennar fæd-d í Dundee á Skot- landi, giftist honum í júní 1897, eða fyrir nálega 50 árum síðan. Var hún gáfukona mikil og rit- höfundur og manni sínum frá- bærlega samhent í hinum mikil- vægu og víðfeðmu ritstörfum og kenslustarfi hans. Hún var og mikill Islandsvinur, sem hann og kom tvisvar ti'l íslands með hon- um, fyrsta sinni sumarið 1910, og öðru sinni Alþingis hátíðarsum- arið, sem fyrr getur. Hún var vel að sér í dönsku og samdi á- samt manni sínum danska kenslu bók (Easy Readings in Danish, 1923), ep áður höfðu þau sam- eiginlega snúið á enska tungu æfintýrum Andersens (Fairy Tales and Other Stories hy H. C. Andersen, 1914). Lady Craigie var aðkvæðamik- il menkiskona, sem verður minn- isstæð öllum þeim, er kyntust henni. Er henni vel lýst og rétt í þessum orðum Snæbjamar bók- sala Jónssonar í grein hans um mann hennar (“W. A. Craigie,” Eimreiðin, 1927): “Hún er hin mesta ágætis kona í alla staði, fríð sýnum og tíguleg í fram- göngu, vinföst og veglynd, skör- ungur mikill og einörð.” Þannig kom hún mér og fyrir sjónir, og slík er sú mynd, er eg geymi í þakklátum huga af þeirri höfð- ingskonu. Veit eg einnig, að þeir verða margir íslendingarnir í landi hér, sem taka undir með mér, er eg með þessum minningarorðum, þó fátækleg séu, votta hinum aldurhnigna og virðulega ís- lan-dsvini, Sir William A. Craigie, innilega hluttekningu í þeim mikla harmi, sem honum hefir nú kveðinn verið. Vil eg svo gera að mínum orð- um þessar ljóðlínur Snæbjamar Jónssonar úr minningarkvæði hans um Lady Craigie (Tíminn, 15. febr. 1947): “Hrein sem 'lands míns heiðis- bjarmi helzt þín minning, göfga sprund.” KAROLINA SNYDAL 1856 — 1947 Mrs. Karolina Snydal, one of the early pioneers of Manitoba passed away in Baldur Friday, Feb. 21st. She was born at Jökul- dal, N. Múlasýsla in the eastern regions of Iceland in 1856. She married in her native land Eyj- olfur Snydal when young, and came with him to Canada in 1876 and they settled in New Iceland on the western shore of Lake Winnipeg, where they faced many ordeals of harships which was the lot of the earli*est pioneers. In 1882 they located in the Grund district where they farmed for many years. Her hus- band died in 1898. About the year 1905 she moved to Baldur, and ever after made her home there. She was a woman of v Trojan physical vitality. She withstoöd all the hardships of the pioneer life, and carried on her shoulders over 70 years in Canada. She raised a family of nine who all have passed to the great beyond before her, but she drank her cup and carried her tribulations with fortitude. The funeral was held on Feb. 24th, from the Lutheran Church in Baldur. Rev. J. H. Stewart of- ficiated burial was made in the Baldur Cemetery. The pall- bearers were Stan Sinclair, B. S. Johnson, Kári S. Johnson, S. S. Johnson, Tryggvi Johnson and J. C. Skardal. GUÐFNNA RÓSA GÍSLASON Fædd 13. nóvember, 1883 Dáin 25. janúar, 1947. Guðfinna Rósa var fædd í Ey- ford bygðinni í Norður-Dakota 13. nóvember 1883. Foreldrar hennar voru hjónin Ásmundur Ásmundsson og kona hans Ósk. Teitsdóttir. Æsku sinni og upp- vaxtarárum eyddi hún í foreldra- húsum. Árið 1903 giftist hún Birni Jónassyni ungum manni þar úr bygðinni. Þau námu land í Cavalier sveit, þar sem mætast Pembina og Cavalier sveitir stutt sunnan við þjóðveginn 29. I tólf ár var þar unnið með fórnfýsi og hetjudug að sjá sér og sínum far- borða. En 1915 misti hún mann sinn. Með sjö -börnum heldur ekkjan samt áfram lífsbaráttunni fyrir sér og sínum. 1920 ,missi'r hún tvö af börnum sínum, Guð- rúnu í marz en Björn í júlí. All- bitur er nú bikar rauna hennar, en með kjarki og festu heldur hún samt. áfram búskap og heim- ili þar á jörðinni, með fimm dætrum sínum. Þá giftist hún árið 1922 Sveini T. Gíslasyni, smið og hæfileikamanni frá Garðar, og flutti inn til Garðar þorpsins. Dvöldu þau þar altaf eftir það að undanteknum tverm árum, sem þau dvöldu í Milton, þar sem dæturnar gátu notið mið- skólmentunar betur en á Garðar. Barátta ekkjunnar hafði verið ofjarl jafnvel braustustu hetju, og fyrir mörgum árum hafði hún fundið til hjartabilunar. En ekki fyr en um 1939 ber á henni svo að hún verði rúmföst um tíma. Samt nær hún aftur allgóðri heilsu, en svo fyrir tveim árum síðan mðu veikindi hennar svo sterk að ekki mátti hún sér sjálfs- björg veita og var í rúminu eftir það. Hennar ágætu dætur og ástríkur eiginmaður gerðu alt, sem í þeirra valdi stóð til þess að henni mætti sem bezt líða. Og síðasta áfanganum lauk laugar- daginn 25. janúar 1947, á heimili hennar að Garðar, -umkringd af ástvinum sínum þeim, er næstir voru. Líf hennar hafði verið oft þrautaraun, sem hún hafði borið með sti'llingu, og beðið nú síðast með ró lausnarinnar frá lífsferð- inni, sem hafin hafði verið meir en 63 árum áður. Hana syrgja nú ástríkur, ald- inn eiginmaður og dóttir þeirra Halldóra Sigríður (Mrs. V. Hannesson) Mountain, N. Dak., og fimm dætur af fyrra hjóna- bandi: 1 Meybjörg (Mrs. Elmer Domsftad), Spokane, Washin-g- ton. 2. Anna (Mrs. Alvin Hol- man), Spokane, Wash.; 3. As- mundina Ósk. (Mrs. S. Gire), Edinburg, N. Dak.; 4. Guðbjörg, hjúkrunarkona í Los Angeles, Calif. 5. Rósa. (Mrs. Harry Lee), Walhalla, N. Dakota. Systkini hennar á lífi eru þessi: Þuríður (Mrs. E. Thordarson), Milton; Magnús að Milton, N. Dak.; Teit- ur, að Milton, N. Dak. og Jón, Seattle, Wash Jarðarför Guðfinnu Jtósu fór fram frá Garðar kirkju miðviku- daginn 29. janúar að viðstöddum ástvinum og aðstandendum auk fjölda vina, sem lært höfðu að meta og virða hana á langri lífs- samferð. Séra E. H. Fáfnis flutti kveðjumálin. E. H. Fáfnis. ■

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.