Lögberg - 13.03.1947, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.03.1947, Blaðsíða 6
6 LÓGBERG, FIMTUDAGINN 20. MARZ, 1947 (Ensk saga) HVER VAR ERFINGINN? G. E. EYFORD, þýddi Svo fór þessi nafnkencli læknir, eftir að hafa fengið ríkulega borgun fyrir ó- mak sitt; og er því var lokið gekk George ofan í lestrarsalinn og lokaði hurðinni á eftir sér. Er hann var orðinn einn þar, var sem hann hefði kastað af sér grímu og skilið hana eftir fyrir utan dyrnar. Iíans vanalega rólega útlit varð nú ilskulegt og undirferlislegt. Hann gekk í ákafa um gólf í herberginu; á útliti hans var auðséð, að hann var í æstu skapi og gnísti tönnum. “Ef hægt hefði verið að tefja fyrir þessum bjána svo sem annan hálf- tíma,” hugsaði hann, “þá hefði hann komið of seint. Mun hann segja gamla manninum, að hann hafi ekki fengið nein boð? Fjandinn sæki hann! Ó, hvað eg hata hann! Eg var heimskingi að senda honum nokkur boð— hvað mun , hann segja honum? Það er gott að hinn gamli bófi Leyster er hér ekki! Hann , getur ekki gert neitt — nei, hann getur ekki, svo eg er óhultur!” George Lamonte þurfti ekki að vera svona æstur; Fred Hamilton gerði ekk- ert til að koma í veg fyrir áform hans; hinn gamli, deyjandi maður vildi ekki heldur lofa neinu til hagsmuna fyrir Fred. Fred stóð við rúm gamla mannsins og beið þess, að eitt af þessum aðsvif- um, sem hann fékk mundi líða frá. Hryggur í huga horfði hann á þennan deyjandi útlifaða mann, sem svo oft 'hafði verið honum hjálpsamur og góður; en hann rtiintist þess líka, hve oft þeim hafði borið á milli. Fred hafði auðvitað verið talsvert brellinn, en gráðugur í peninga var hann aldrei; hann gleymdi George, og þeim krókabrögðum, sem hann hafði haft í , frammi gegn honum. Hann hugsaði bara um að þetta væri í síðasta sinn sem, hann sæi sinn gamla föðurbróður; hann| hafði þó, að því er vænta mátti af slík-'_ um manni, gert ýmislegt gott, og hann hafði oft hjálpað honum. Að síðustu opnaði hinn deyjandi maður augun, “Loksins,” sagði hann, og með sín- um sterka viljakrafti gat hann látið heyrast það sem hann sagði, þó honum væri það erfitt. Fred hneigði sig og sagði: “Mér þykir sárt að eg kom svona seint, en eg vissi ekki—” svo stanzaði hann. Gamli mað- urinn leit biturlega á hann. “George sendi þér þá ekki boð?” sagði hann. “Já, það er honum líkt.” “Jú, hann sendi.” sagði Fred; “en—” Veiki maðurinn gaf merki með hend- inni um að hann skildi. “Laglegur leikur. Kænn náungi, þessi George. Þú varst altaf skýjaglóp- ur.” Fred hristi höfuðið. “Já, eg kannast við það með eftirsjá, að eg hefi verið það.” “En George er fantur og glópur þar að auki,” sagði gamli maðurinn. “Fred, eg vil — vil, að þú komir og verðir við útförina mína.” Fred gat ekki áttað sig á hvað hann meinti. “Til að sjá framan í hann, þegar erfðaskráin mín verður opnuð,” sagði gamli maðurinn með ó- geðslegu brosi. Fred roðnaði og þó ljótt sé að segja, gat varla varist að brosa. “Þú verður að vera við, Fred; láttu hann ekki halda þér burtu frá því.” Fred hneigði sig. “Ekki vegna þess að þú verðir fyrir miklum vonbrigðum, Fred,” sagði gamli maðurinn. “Hugsaðu ekki um mig,” svaraði Fred. “Eg hefi hugsaö um þig, Fred, og áp nafnað þér eins mikið og egfþorði. Þú ert ærlegur drengur , Fred. En því gafstu skuldaviðurkenningu, sem ætti að borgast þegar eg væri dauður?” “Eg veit það ekki,” svaraði Fred ró- lega. “Láttu það ekki angra þig núna, föðurbróðir minn.” “Það var George, sem sagði mér það,” sagði gamli maðurinn, og gretti sig sem gaf til kynna þá fyrirlitningu, sem hann hafði á sögumanninum. “Hann hefir sagt mér frá öllum þínum vitleysis tiltækjum. Hann er víst mjög hjartagóður maður — hann George.” Fred kinkaði kolli. “Við vorum aldrei vinir; en talaðu ekki um það núna.” “Eg verð” umlaði gamli maðurinn. “Nú eða aldrei, og — lofaðu mér að taka í hendina á þér, Fred.” “Eg hefi haldið í hehdina þína síðan eg kom inn í herbergið, föðurbróðir minn,” sagði Fred “Og eg vissi það ekki. Vertu sæll, drengur minn. Fyrir alla muni gráttu ekki!” Tár voru í augum Freds, og á málrómi hans heyrðist að hann hafði viknað. “Vertu sæll; láttu þér nú ekki bregða of mikið í brún. Réttlæti, Fred, réttlæti. Hvar er George? — láttu hann koma til mín. Eg —” og hið gamla kuldalega bros kom aftur á andlit hans — “eg vil sjá hann, eg hefi gaman af að sjá hann!” Svo lét hann augun aftur; Fred beið ofurlitla stund, svo þrýsti hann kaldri hendi gamla mannsins og fór út úr herberginu. Þegar hann var kominn hálfa leið ofan stigann, hallaði hann sér á hand- riðið og hvíldi höfuðið við það í eina eða tvær mínútur, til að stilla tilfinningar sínar. Svo gekk hann inn í lestrarsal- inn, þar sem George sat og las. Fred benti honum að fara upp. “Vill föður- bróðir fá að sjá mig?” spurði hann. “Eg skal fara upp til hans. Viltu leyfa mér, kæri Fred, að mæla með að þú lesir þessa guðsorðabók, hún inniheldur —,” það er ekki fínt til frásagna hvað Fred gerði — hann henti bókinni út í horn í herberginu. George setti á sig guð- ræknislegan hrygðar og vandlætingar svip og fór. 6. Kafli. Gamall málsháttur segir; “Það eru tilfelli sem gera menn að bófum,” og nú skulum við veita því eftirtekt hvernig tilfelli hjálpaði til að gera George La- monte að bófa. Hann gekk upp stigann og inn í her- bergið, þar sem föðurbróðir hans lá; en hann rak óvart fótinn í stól við rúmið, ■ sem gerði ofurlítinn hávaða. Gamli maðurinn heyrði það, opnaði augun og sagði svo lágt að það heyrðist varla: “Ert það þú, Leyster?” George var rétt að svara: “Nei — það er George”; en þá kom honum alt í einu nokkuð í hug, og hann fór á bak við rúmtjaldið. Hvað sem það var, sem honum kom í hug, þá gerði það hann taugaóstyrkan; hendurnar skulfu og varirnar titruðu, þar rtl sjúklingurinn endurtók spurninguna. “Ert það þú, Leyster?” George þurkaði sér um varirnar og svaraði í lágu mfog dimmum róm, ólíkum sínum eigin, en sem líktist málróm gamla Leysters lögmanns, sem hafði verið lengi ráðunautur og lögmaður sjúklingsins. “Já, herra, það er Leyster.” Hugsun og heyrn hins deyjandi manns var nú orðin mjög dauf. Hann skildi þó svarið sem honum var gefið, og reyndi með veikum burðum að snúa andlitinu að rúmtjaldinu. “Hvar ertu?” spurði hann svo lágt, að varla heyrðist. “Eg get ekki séð þig; það er búið með sjónina mína. Það tók þig langan tíma að komast hingað Leyster; þú hélzt, þú — vissir alt áhrærandi mig og mín mál- efni, en það er misskilningur. Það er þér óvænt, eins og öllum öðrum. Hef- urðu séð Fred Hamilton?” George þurfti ekki að svara; gamli maðurinn hafði nóg með sínar eigin hugsanir og beið ekki eftir svari; hann átti og erfitt með að draga andann, svo hann gæti talað. “Hann er niðri, vesalings drengur- inn,” svaraði hann sér sjálfur, “það er leiðinlegt að hann er svoddan skýja- glópur. Það var altaf einn slíkur í La- monte f jölskyldunni. En hinn — George, — sem altaf hefir hangið hér í kringum mig, hann er bæði bjáni og fantur. George varð, ef hægt hefði verið, hvitari í andliti en hann var vanalega, og varir hans titruðu. Það er ekki ómögulegt að honum hafi komið í hug gamalt orðtak, sem segir: “Sá, sem stendur á hleri, heyrir aldrei neitt gott sagt um sjálfan sig.” Sjúklingurinn átti erfitt með að geta dregið andann um stund. svo létti hon- um ofurlítið og sagði: “Hann er sá eini í fjölskyldunni, sem er ekkert annað en bjáni og úrþvætti, og hinn viðbjóðslegasti hræsnari; en svo skal hann líka fá eftir því, sem hann hefir til unnið. Eg vildi glaður gefa 5000 dollara til þess að geta hrest svo, að eg gæti heyrt erfðaskrána mína lesna upp og séð framaní andlit hans, hvernig það liti þá út. Hann er svo viss um sig, sá háli áll!” George beit sig í fingurna, af reiði og sársauka. Var gamli maðurinn orð- inn brjálaður, eða hafði hann haft George í mörg ár fyrir hlerara, upp- ljóstrara og slúðurbera, fyrir ekki neitt? Svitadropar runnu ofan eftir andliti hans, og hnén skulfu, svo hann varð að styðja sig við rúmið. “Já, allir verða fyrir vonbrigðum! Þeir skilja það ekki. Þeir halda, að þeir viti alt; ó-nei. Eg hefi sagt þeim tals- vert, en ekki alt. Hvað þeir verða skuggalegir í andliti. Leyster, þú ert gamall maður; láttu ekki æfina þína enda eins og mína. Það er aðeins einn maður, sem syrgir mig, og hann er skýjaglópur. Vesalings Fred! Eg man—.” Svo nefndi hann mörg nöfn manna, sem voru félagar hans á yngri árum hans. Flestir þeirra voru dánir fyrir löngu síðan, sem hann hafði gleymt, þar til nú á dauðastundinni, er hann bjóst við að mæta þeim bráðlega. ’“Æ, hinir fyrri dagar! hinir fyrri dagar! En — en — hvað ætlaði eg að segja? Eg — eg — Leyster, fljótt! I hamingjunnar bænum! Eg — lykilinn, lykilinn —” George kom fram úr fylgsni sínu; hann var svo æstur eftir að heyra það sem gamli maðurinn sagði, og svo að vita hvað þar væri geymt, að hann jafn- vel gerði tilraun til að láta sjúklinginn þekkja sig. “Lyklana?” spurði hann í svo hásum róm, að það líktist málróm gamla lög- mannsins. “Hvaða lykla?” “Þreifaðu — undir — undir koddann minn.” George stakk sinni skjálfandi hendi undir koddann og fann sér til stórrar gleði, að lykillinn var þar. “Járnskápurinn, peningakassinn,” sagði hann í veikum róm. “í neðstu skúffunni. Komdu fljótt með hann!” George rendi sér eins og slanga yfir gólfið, að járnskáp, sem stóð í einu horn- inu, og opnaði hann; með skjálfandi hendi dró hann út neðstu skúffuna. Hann hristist svo mikið, er hann heyrði eitthvert hljóð frá hliðarherbergi, að hann gat varla varist að hljóða upp. En það var bara hjúkrunar konan, sem haf- ði fengið leyfi til að vitja sjúklingsins. George beit saman tönnunum og gerði allt sem hann gat til að sýnast rólegur og tók svö skjöl útúr skapnum. Annað var býsna stórt permagent, hitt var vanalegt, stórt, pappírsskjal. Skjölin voru vandlega brotin saman, en á baksíðunni stóð skrifað: “Erfða- skrá Arthur Lamonte, jan. 18. — ” George sneri áðru skjalinu móti birt- unni og las: “Erfðaskrá 18 júlí - 18—.” Þetta var skrtfað með rithönd gamla mannsins. George hrökk við. Tvær erfðaskrár! “Önnur — perga- ments, erfaskráin var líklega ógild, því sú, sem föðurbróðir hans hafði skrifað á, að væri sín erfðaskrá, var skrifuð á vanalegan pappír. og yngri, eftir dag- setningunni að dæma.” “Nú heyrðist sagt, með brostinni rödd frá söng sjúklingsins, fanstu það?” George gekk að rúminu, en skýldi sér á bak við rúmtjöldin, og hélt á báð- um skjölunum. “Já, já.” sagði hann. “Hið fyrra er— hverjum til hagsmuna?” Gamlimaðurinn átti nú orðið ervitt með að draga andan; og George stóð þar núfölur og sjálfandi. Hann var svo hræddur um, að ein- hver kynni að koma inn í hefbergið. Hvað átti hann að gera? Hann þorði ekki að leysa bandið, sem var bundið utan um skjölin og sjá inni haldið, og hann þorði ekki að fela þau, því á hverju augnabliki gat Mr Leyster lögmaður komið inn. Hann stóð alveg ráðalaus, með skjölin í höndum sér Gamli maðurinn vaknaði dálítið við aftur. “Onnur erfðaskráin er skrifuð á per- gament,” sagði hann — “en önnur á pappír; þú veist um innihaldið — ég vil að það sé eyðilagt. — eða, bíddu við, að það sé geymt, getur aukið vonbrigði hins falska hpnds En hitt — æ, — er það of seint,' Leyster — það er hræði- leg saga á því skjali. Það gat enginn nema eg skrifað það. En — en eg hefi of seint farið að temja mér að gera það sem rétt er! — Því segir þú það sé of seint. Því gerirðu gabb að gömlum manni? Hugsaðu, Leyster, að eg byggi von mína og traust á þér. Það er lög- mæt erfðaskrá, gerð er eg var heilbrigð- ur á sál og líkama. Láttu ekki hræsnar- ann fá nokkurt tækifæri til að fá það ógilt. Eg treysti þér —. Leyster, bíddu við! Það er bezt að þú brennir eldri erfðaskrána — brennir hana — hérna núna,” og í hugaræsingunni sem hann var í lyfti hann höfðinu frá koddanum, en féll strax máttvana ofan á koddann. George stóð og horfði; hann vissi ekki hvað hann átti að gera; hanij var í efa og óvissu. “Réttlæti,” hugsaði George, með fyrirlitningu “Fyrri erfðaskráin — mín erfðaskrá, ánafnar alt til —” “Til hræsnarans, George!” stundi gamli maðurinn. “Eg gerði það er eg hafði lagt trúnað á lygasögur hræsnar- ans, og sá svo strax eftir því. Eftir eldri erfðaskránni átti hann að erfa alt eftir mig — en nú ekki — nú.” Nú var George ekki lengur að hugsa sig um; hann flýtti sér að járnskápnum og lét pergament erfðaskrána ofan í skúffuna og lokaði skápnum, en hina erfðaskrána, sem var skrifuð á pappír stakk hann í vasa sinn. , Hann hafði varla aflokið þessu og komist að rúmi sjúklingsins, er hurð- inni var lokið upp og Leyster lögmaður kom inn. Hann var gamall maður, magur og boginn; hann var ákaflega hrukkóttur í andliti; hann hafði gegnum smjúgandi skörp , grá augu, sem skinu eins og stjórnur undir svörtu skýi, því yfir þeim voru dökkar loðnar brýr. Þegar hann kom inn, gekk George á móti honum; hann sneri bakinu að ljósinu, og andlit- inu í skuggann. Hann rétti lögmannin- um hendina til að heilsa honum. Mr. Leyster tók í hendi hans og hélt henni eitt augnablik og slepti henni svo, með viðbjóðs-hrolli — I>essi fína, þunna, hvíta hendi — var ísköld. Hann sneri sér að rúminu og horfði kvíðafullur á sjúklinginn. “Guð komi til!” sagði hann, “Hann er dáinn!” Hjartað í brjósti George hoppaði af fögnuði; en hann var ekki dáinn. “Nei,” sagði hinn deyjandi maður; “þú kemur nokkuð seint, Mr. Leyster.” “Það er vegna aulaskapar þessa manns,” sagði lögmaðurinn í lágum og bitrum róm. “Hann sendi mér hið léleg- asta vagn-skrifli, sem hægt var að finna!” “Það var það keyrslutæki, sem eg gat fyrst náð í og sent á stað,” umlaði George. “Eg sagði honum að flýta sér á stað með vagninn, eins fljótt og hann gæti.” “Og afleiðingin,” sagði lögmaðurinn óþolinmóðlega, “var sú að við töfðumst hálftímaá leiðinni! Er það drykkjumað- ur sem þú sendir, George?” “Drykkjumaður? Nei, langt frá”; hvíslaði George. “Hann er mjög áreið- anlegur — já, mjög samvizkusamur.” “Það getur verið að hann sé sam- vizkusamur, en hann er lélegur keyrslu- maður — slíkan klaufa hefi eg aldrei séð. Hann ók ofan í skurð, rétt eftir að eg var kominn inn í vagninn.” “Kæri, kæri!” umlaði George angur- vær. “Það er ekki honum að kenna. Hann er fjarska aðgætinn maður, en það er vegna veikinda föðurbróður míns sem hann hefir tapað sér —” “Sussu!” sagði Leyster og benti hon- um með fingrinum að þegja, og laut svo ofan að hinum deyjandi manni og sagði: “Herra, þekkirðu mig? Eg er Leyster lögmaðurinn þinn.” Hinn deyjandi mað- ur hreyfði ofurlítið hendina til að gefa til kynna að hann þekkti hann. “Já. Hefurðu gert það, sem eg bað þig um?” spurði hann. “Þú hefir ekki sagt mér neitt enn- þá,” svaraði Leyster. “Sjúklingurinn kurraði veiklulega. “Járnskápinn! — Lykilinn! — kodd- ann!” Leyster skildi hvað hann meinti og þreifaði undir koddann. George lét sem hann vildi hjálpa honum, stakk hendinni undir koddann og kom með lykilinn. Leyster t«k við lyklinum og gekk að járnskápnum. “Því — aftur?” spurði sjúklingurinn. “Þú hefir gert það. Þú hefir brent fyrstu arfleiðsluskrána, eins og eg bað þig.” “Hvað er það sem hann er að segja?” spurði lögmaðurinn. George hristi höfuðið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.