Lögberg - 13.03.1947, Blaðsíða 2

Lögberg - 13.03.1947, Blaðsíða 2
L.ÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. MARZ, 1947 Vekjandi bók og göfgandi Eftir Prófessor Richard Beck Einræðis-frjálslyndi Hugsjónir og hetjulíf. Eftir Pétur Sigurðsson. Reykja- vík, Bókaverzlun ísafold- arprensmiðju. 1946. — 264 bls. Þessi nýja bók Péturs Sigurðs- sonar erindreka, Hugsjónir og hetjulíf, er hvorttveggja í senn vekjandi og göfgandi, eins og sjálft heiti hennar bendir til. En í formálanum gerir höfundur þá grein fyrir henni, að hún sé erindasafn, “sem ekki hefir verið skrifað af neinni bókagerðar- ástríðu höfundarins, heldur er það til orðið á þeim stundum, sem löngunin til þess að tjá sig hefir orðið yfirsterkari þeirri hlé- drægni, sem þarf til þess að þegja yfir því, sem hugstæðast er.” Jafnframt getur hann þess, að erindin hafi verið samin, annað- hvort til flutnings í útvarp og við önnur tækifæri, eða þá ein- ungis til hugarhægðar höfimdin- um sjálfum. Hafa og eigi færri en tíu erindanna, og mörg hin allra merkustu, verið flutt í ís- lenzka ríkisútvarpið. Þessi erindi bera því vitni, sem raunar var löngu áður vitað af öllum, er til þekktu, að Pétur Sig- urðsson er prýðilega ritfær mað- ur og vel máli farinn að sama skapi. Það er bæði mælska og andagift í erindum eins og “Hug- sjónir og hetjulíf”, “Island”, og “Sólarsýn”, að nokkur dæmi séu nefnd. Hitt varðar þó miklu meiru, að þar lýsir sér í ríkum mæli sú bjartsýna hugsjónaást og hinn ríki umbótahugur, samfara djúpstæðri og fangvíðri guðstrú, sem svipmerkir þessi erindi um annað fram og höfund þeirra, og hjartahitinn er ætíð auðfundinn að baki orðanna. Þeim ummæl- um til staðfestingar skal hér grip- ið niður í inngangserindi bókar- innar, sem hún er samnefnd, og fyr var talið: ‘íDavíð Livingstone sá í anda upp renna'bjarma morgunroðans yfir hinni dimmu Afríku, og hann gerðist líka hinn mikli ljós- beri þeirrar heimsálfu. Florence Nightingale átti mikla hugsjón og varð hin bjarta stjarna hjúkrunarmálanna, brautryðjandi mikillar siðbótar, hetjan í hinu fríða 'liði hjúikrun- arkvenna allra alda, — konan með lampann. Edison sá oft hugsjónir, er héldu honum vakandi og matar- lausum sólarhiring eftir sólar- hring. Hann reis einna hæst meðal hetja uppfinninga- og tæknitöfranna. Hann gaf heim- inum mikið ljós. Það eru ekki víkingar og her- konungar, sem skapa mannkyns- sögu og menningu, heldur hug- sjónamenn, spámenn, skáld, lista- menn og spekingar. Mesta hetjan á meðal manna átti glæsilegustu hugsjónina. Kristur sá í anda týndan heim, hei'lt mannkyn ummyndast frá dýrð til dýrðar. Hetjudáð hans var í samræmi við hugsjón hans. Mesta afrekið er ekki að reiða til höggs gegn steyttum hnefa og ráðast vopnum búinn gegn óvini. Sá sem stjórnar geði sínu, er betri en sá, er vinnur borgir, segir spakmælið. Það þarf meiri þroska, meiri karl- mensku og hetjuhug til þess að standa hljóður og rólegur and- spænis lognum sakargiftum, háði og spotti, misþyrmingum og fúl- mannlegri framkomu, og hafa þó góðan málstað og getu að verja hann, en að reiða til höggs gegn andstæðingnum.------- Ríki þeirra hetja, sem slíka sigra vinna, er ekki “af þessum heimi”. Þeir lifa í hinum bjarta og volduga heimi hugsjóna sinna. Þess vegna syngja þeir fjötraðir í fangelsum, ganga hugrakkir á bálið, hræðast ekki grimd villi- dýra, ekki kross né kvalir. — Stefán sá himnana opna, er menn voru að grýta hann, og ásjóna hans ljómaði “sem engils ásjona.” Með manninum býr slík orka, sem enginn þekkir. En óteljandi atburðir, fyr og síðar, hafa sýnt og sannað, að þær orkulindir eru ómælanlegar og ótæmandi. Oft- ast nota menn aðeins örlítið brot slíkra krafta, en stundum leysa viss atvik meira og minna orku- magn úr læðingi En hvar eru takmörkin? Þau þekkir enginn. Sannasta ful'lyrðingin er þessi: “Alt getur sá sem trúna hefir”. Sú trú, sem hér er átt við, er ekki átrúnaður. Nei, það er trúin sjálf — bjartsýnin, vissan, örugg- leikinn, hugsjónin og trúin á möguleikánn.” Hinu fagra og efnismikla er- indi sínu “Sólarsýn” lýkur höf- undur með þessum orðum: “Mennirnir þurfa að horfa mikið til himins og verða a%iars heims hugar og andlega sinnaðir menn; þeir þurfa að horfa til sólar og verða ljóssins börn, horfa til frið- arhöfðingjans og læra af hoij- um að semja frið á jörðu — horfa til Guðs og verða guðsbörn.” Síðan fjal'Ia mörg erindi um hugsjónamenn og hetjur á ýms- um sviðum, er sýndu ómótmæl- anlega með lífi sínu og starfi ó- rjúfanlegt samband hugsjóna og hetjulífs, hugsjónaástar og fram- sóknar. Hér segir frá Keir Hardie, hinum ótrauða og mikil- hæfa foringja enska verkamanna flokksins, .hinum athafnamikla mannvini Sir Wilfred Grenfell', kirkjuleiðtoganum áhrifamikla John Wesley og hinum svip- mikla andans manni og rithöf- undi Thomas Carlyle. Öll eru erindi þessi glögg og skilmerki- lega samin, og vissulega er það hollur lestur að kynnast slíkum aðalsmönnum andans og fylgja þeim í spor í baráttu þeirra fyrir umbóta-hugsjónum þeirra, klífa með þeim marga Illubrekku á leiðinni upp á tind andans þroska og sigurvinninga í þágu menn- ingarinnar. Réttilega leggur höf- unru áherzlu á það. hversu mik- ilvægt það sé að menn “tengist fast stórum sálum”, og vitnar hann í erindi sínu um Carlyle til markvissra orða í kvæði dr. S. J. Jóhannessonar “Vinaval”: “Þér ungu vinir, vonir þessa lands, í vinakjöri takið skyn til ráða, en forðist svipi stormi og straumi háða, en stórum sálum tengist fast. — Til dáða þær knýja fram með svipu sann- leikans.” 0 Þá hefir höfundur auðsjáan- lega, og að verðugu, sérstakar mætur á hinum víðfræga kenni- manni, og áhrifamanni í amerísk- um kirkjumálum, dr. Harry Emerson Fosdick, því að um hann og kenningar hans fjalla tvö erindi, “Harry Emerson Fos- dick og hætta kirkjunnar” og “Samkeppni tækni og trúar”. En erindi þessi eru að miklu leyti út- drættir og þýðingar úr tveim merkisræðum þessa áhrifamikla Drédikara, og bera talandi vott víðsýni hans og djúpskygni, enda fer höfundur þeim orðum um hann, að hann sé einn þeirra skyggnu manna, sem sjái ýmis- egt á undan öðrum og gnæfi hærra en fjöldinn. Undir það mimu flestir þeir fúslega taka, sem hlýtt hafa á dr. Fosdick í út- varpi eða úr prédikunarstól, eða esið hafa prédikanir hans. Þakk- arvert er það þess vegna, að cynna Islendingum víðsýnan og tímabæran boðskap hans. En jafnframt því, sem Pétur Sigurðsson heldur hátt á lofti logandi blysi hugsjónaástar og ojargfastrar framtíðartrúar í Tillög í stofnunarsjóð hins fyrirhugaða íslenzka elli- heimilis í Vancouver, B.C. ’ Magnea Sigurdson, Vancouver, B.C., $5.00; Mr. og Mrs. Gunn- laugur Holm, Steveston, B.C., $100.00; Mr. og Mrs. J. T. Gísla- son, Morden, Man., $10.00; Mrs. S. Lindell, Victoria, B.C., $2.00; Mr. og Mrs. Gísli Jónsson, Os- land, B.C., $25.00; íslenzka kven- félagið “Vonin”, Markervil'le, Al- berta, given in memory of our Icelandic pioneer women in the Markerville district, $50.00; Mr. and Mrs. Kristján Einarson, Os- land, B.C., gefið í minningu um Hallvarð Ólafson, dáinn 1914, og Þórhildi Ólafson, dáin 1931, $20.00; Mr. and Mrs. Albert Bon- nett, Vancouver, B.C., $10.00; Vinveittur í Dawson Creek, B.C., $3.00; Mr. and Mrs. P. Bjarnason, Vancouver, B.C., $10Ó.()0; Islend- ingafélagið “Ströndin” í Van- couver, B.C., $291.35; Miss Mar- garet Peterson. Vancouver, B.C., $10.00; Mrs. Guðrún Grímson, Vancouver, B.C., gefið í minn- ingu um minn eiginmann Svein Grímson, dáinn 8. júlí 1940, og son Albert Grímson, sem fél'l 1 orustu, 26. nóv., 1943, $100.00; Mr. and Mrs. John B. Johnson, Churchbridge, Sask., gefið í minningu um Einar og Ingibjörgu Lútsdóttur Bjarnason, sem lengi lifðu í Vollar, Sask., nú bæði dá- in og þar jarðsett, $50.00; Magnús Skaftfell, Vancouver, B.C., $25,00; B. Hanson, Vancouver, B.C., $2.00; G. Sveinbjörnson, Van- couver, B.C., $5.00; Helgi C. Hall- son, New Westminster, B.C., $25.00; S. Guðmundson, Vancou- ver, B.C., $10.00; Dr. and Mrs. P. B. Guttormson, Vancouver, B.C., $50.00. Með þakklæti fyrír hönd nefn^arinnar, P. B. Guttormsson, féh. 1457 West 26th Ave. Vancouver, B.C. þessum athyglisverðu erindum sínum, deilir hann djarflega á það, sem honum þykir miður fara í lífi og menningu þjóðar sinnar og mannkynsins í hei'ld sinni; hann flettir vægðarlaust ofan af þjóðlífsveilunum og eggjar menn lögeggjan til umbóta. Þetta kemur eftirminnilega fram í er- indum sem “Sællífismenn og sig- urvegarar”, “Sagan um manninn og heim hans,” “Framtíðarmað- urinn og heimur hans” og “Ekki lambahjörð, en úlfastóð.” Hvort sem menn eru höfund- inum sammála í málaflutningi hans eða eigi í öllum greinum, verður ekki annað með sanni sagt, en að þar sé að verki ein- lægur, áhugasamur og djarfyrtur hugsjóna- og umbótamaður, sem ber velferð þjóðar sinnar og mannkynsins alls fyrir brjósti, og flytur þau hugðarmál sín eigi ósjaldan af spámannlegum krafti. Séra Sigurbjörn Einarsson dósent hafði því fyllilega rétt að mæla, er hann komst svo að orði um bók þessa nýlega í ritdómi í Al- þýðublaðinu: “Það er hugmikil'l mannvinur, sem pennanum stýr- ir, iknúinn af þrá til þess að bæta, fegra, farsæla mannlífið.” Isafoldarprentsmiðja hefir vandað til frágangs á ritinu, bæði um pappír og prentun, og það er prýtt mörgum mjög góðum myndum, en þess sakna eg, að efnisyfirlit fylgir eigi. Hvað sem þeim smámunum líð- ur, þá er það fullvíst, að bókin á erindi til allra þeirra, sem láta sig þjóðfélags- og menningarmál nokkuru skifta, og einhvern hinna, taki þeir hana í hönd sér til lesturs, má ætla að hún veki til umhugsunar um þau mál og verði þeim áttaviti í þeim efn- um. Eftir SIDNEY HOOK prófessor í heimspeki við New York háskólann.■ • Við erum umkringd af þeim þokukenningum að á Rússlandi ríki lýðræði, sem sé annarar teg- undar, en vort, hinna vestrænu þjóða. Það er með öllu fráleitt að hugsa sér, að með því að afsala sér, eða snúa bakinu við pólitísku lýðræði, að þá geti menn öðlast lýðræði. sem sé annarar tegund- ar. En samt var það tálmynd á meðal margra, sem gengu Marx- ista-'kenningunni á vald — eink- um Lenin. Henry Wallace, sem er gagn hugsandi og hugmyndaríkur elsk- hugi einræðis liberalanna er leik- inn í því, að bera saman lýðræðis- hugsjónir Bandaríkjamanna, við iðnaðar-lýðræðið sovíetiska. Þegar sjálfræðisrétturinn er burtu numinn og lífstryggingin verður að þrældómi, verkefnin að þvingunariðn, einveran að feluleik, heimilin að fyrirskipuð- um fæðingar-stíum, skólarnir að ríkisvarnarmúrum, mannfélags- vitið að ákveðinni trúleysisstöðu, snildin og andleg þróun að móti ti'l að steypa í sameiginlega hugs- anir allra, og mennirnir gerðir að ósjálfstæðum þegnum. Sökum þess, að eg er fyrst lýðræðissinni og þar næst sósíalisti í þeirri meiningu, að fullvissa mín um ágæti lýðræðisinshugsjónarinnar sjálfrar vegur meira í huga mér, en aðferðir til þess að hrinda henni í framkvæmd. Eg álít þess vegna, að við verðum að leggja aðaláherzluna á lýðræðis- hugsjónina sjálfa, frekar en hag- kvæmar framkvæmdir hennar og þær mannfélagsbreytingar og takmarkanir, sem hún gefur til- efni til, sem meinar að sósíalist- isku breytingarnar verða að koma smátt og smátt og í fullu samræmi við lýðræðishugsjón- ina. Samband okkar við aðrar þjóðir. Það, sem mönnum þeim, sem með utanríkismál okkar iara, get- ur ekki skilist, er, að kapitaliska fyrirkomulagið í öðrum löndum veraldarinnar er dautt, eða að minsta kosti að dauða komið, og verður ekki endurreist, og að það er ekki hægt að vinna hylli fólks í öðrum löndum til handa ríkis- valdsstefnu Bandaríkjamanna, sem hugsa meira um hagkvæma verzlunarreikninga en vellíðan fjöldans. Eina tækifærið til þess að efla sameiginlega þjóðamótspymu gegn einræðinu, er að þroska og efla lýðræðisstefnuna á borð við Stalins fjöl-þjóða bolsevismann, sem hefir það að markmiði að útiloka stríð og varna því, að Rússar nái að leggja þrælahelsi á íbúa heimsins alla, sem er stefna þeirra nú. Ef að stjórnmálamenn vest- ‘rænu þjóðanna geta ekki ski'lið, að fyrirkomulag mannfélagsins í heiminum getur ekki til lengdar haldist með því að helmingur þess sé frjáls, en hinn helming- urinn þrælar, þá skilja Rússar það, og þeir hafa hafið ákveðnari áróðursstefnu nú en nokkru sinni áður, síðan að “Comintern” var stofnuð til þess að ná alheims yfirráðum. Og ófullkomleiki og ranglæti okkar eigin lýðræðis gefur þeim byr undir báða vængi. Hér heima. Þrátt fyrir það, þó einræðis- liberalamir séu frekar fámennir, þá hafa þeir svo eitrað andrúms- loftið hér í Ameríku, að erfitt er orðið að aðgreina vini og óvini hins sögulega lýðræðis. . . . Það er spaugilegt, að þó að kommún- istunum hafi tekist að klófesta aðal embættisvaldið innan verka- mannahreyfingarinnar, þá hefir mikill meirihluti verkalýðsins komist hjá því að verða heiilaður af sjónhverfinga áróðri sóvíet- anna. Þann fjölmennisstyrk, sem kommúnistarnir eiga yfir að ráða í Bandaríkjunum, er að finna á meðal hinna svo kölluðu vits- munamanna. Þann áróður er að finna í dá'lkum dagblaðanna, í ræðum þeirra, sem í útvörpin tala, á meðal útgefenda bóka og tímarita og annara sambands- tækja, ásamt mentunarstofnan- anna. Þegar alt þetta menning- arvald legst á éitt, þá getur það fjötrað almenningsálitið, eins og því tókst að gjöra í sambandi við Mihailovich og Chiang-Kai-Shek. Þessir ólæknandi moðheilar, sem í hvert sinn og Stalinisminn er ávítaður, þjóta upp til handa og fóta og hrópa, að hann sé sízt verri en afturhaldið hjá Banda- ríkjamönnum. Það, að viðhorf, er bæta má með djarfri lýðræðis- framsókn, sé eins skaðlegt og ó- hæft eins og það viðhorf, sem ekki er hið minsta tækifæri til að hafa slík áhrif, verður að á- iítast, eða þeir, sem þann veg eru sinnaðir, sem óafvitandi liðs- menn Stalinismans. . . . ÞeLr eru ávalt reiðubúnir að taka hönd- um saman við Stalinismann, þeg- ar hann ræðst að lýðræðisgöllum hinna vestrænu þjóða. Þeir þver- neita að ljá sanngjörnum að- finslum við einræðisstjórnarsikip- anir Rússa eyra. Þeir trúa því, að lýðræðisstefnan kapitaliska, eins og hún er bezt, sé ákjósanlegri en einræðið rússneska, þegar það sé sem verst. Eg lít svo á, að hin daglega við- leitni til þess að bæta kjör og mannfélagshei'll, sé þýðingar- meira en snögg algjör stefnu- breyting. Mér sýnist óráðlegt að stofna hægfara breytingum í háska til þess að reyna að koma á einhliða róttækri bylting. . . . Að taka ósigrum með jafnaðargeði, en berjast af lífs og sálar kröft- um fyrir þeim fegurstu tækifær- um, og hugsjónum, sem menn eiga, er að lifa heilbrigðu at- hafnalífi. Að sigrast á erfiðleikum, en láta í staðinn verðmæti síns eig- in manndóms, er heigulsháttur á hæsta stigi — og gjörir aldrei gagn. —J. J. B. Bókin fæst í bókabúð Davíðs Björnssonar. $25,000.°" i peninga verðlaunum * —"fTæÖthlunum l2°BlCC^mHVERs Annað furðulegt tækifæri til þess að vinna STÓR PENINGA VERÐLAUN, h'ljóta mikla viðurkenningu og verða frægur fyrir malt-'bygg rækt. Það er á valdi yðar, að gera Canada að forgönguþjóð, varðandi malt-byggs rækt. Sérhver bóndi í viðurkendum malt-byggs héröðum í Canada, getur kept um þessi PENINGARVERÐLAUN og fræsúthlutanina. Hefjist nú þegar handa um byggrækt í ár. Fáið fræið nú þegar og verið viðbúnir fyrir HINA AÐRA ÁRLEGU Alþjóðar byggsamkepni FYRIR ATBEINA ÖLGERÐAR OG M ALTIÐN AÐ ARIN S 1 CANADA Fyrir bændur í byggræktarhérörðum Canada VESTUR CANADA UMDÆMI Fyrir alla bændur í malt-byggs héröðum í Manitoba, Saskatchewan, Alberta og Peace River byggræktar- sveitunum í British Columbia. PENINGAVERÐLAUN ALLS — $18,750.00 Að viðbættum 120 úthlutunum 10 mæla skrásetts fræs (Undrunarvert nýtt Montcalm bygg) FYRSTU VERÐLAUN - $1000.00 ÖNNUR VERÐLAUN $500.00 3. Verðlaun—$300 —4. Verðlaun—$200 1 ofangreindu felst millifylkja verðlaun VIÐBÓTAR PENINGAVERÐLAUN 12 fylkisverðlaun - 120 umdæmaverðlaun og 120 — 10 mæla fræsúthlutanir Austur Canada umdæmi — $6,250 verðlaun a'lls CANADA ÞARF MEIRA AF BÆTTU BYGGI Með því að stuðla að endurbættri ræktun maltbyggs, vinnur malt- og ölgerðariðnaðurinn eigi aðeins að því að fullnægja þörfum heima fyrir, heldur og að því, að ryðja Canada á ný til rúms á byggmarkaði heimsins. Vegna þess hve malt- bygg er til margra hluta nauðsynlegt, til heimilisnota, iðnað- ar, fæðu, lyfja og margs annars, hefir það mikilvæga þýðingu fyrir iðnaðar- og hagsmunakerfi Canada. ..—1946 KEPPENDUR VEITI ATHYGLI Listi yfir vinnendur í Alþjóðar-byggsamkepninni 1946 verður birtur að lokinni útbýtingu millifylkjaverðlauna, á Manitoba vetrarsýningunni í Brandon, Manitoba þann 31. marz. ALÞJ0ÐAR BYGGSAMKEPNISNEFNDIN Fáið fullar upplýsingar og eyðublöð hjá næsta BÚNAÐARMÁLA UMBOÐSMANNI eða KORNHLÖÐU FORSTJÓRA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.