Lögberg - 13.03.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.03.1947, Blaðsíða 1
hraðskeyti til LÖGBERGS Gander, Newfoundland. 18. marz, 1947. Um borð í flug-flaggskipinu Reykjavík í fyrstu áætlunarferð U1 íslands, eru General H. G. Harris framkvæmdarstjóri Am- erican Overseas Airlines, Hugh S- Cummings, fulltrúi utanríkis- fáðneytis Bandaríkjanna og frú. Thor Thors sendihérra íslands °S frú Ágústa. Aðalræðismaður Helgi p. Briem, Grettir Jóhann- son og Árni Helgason ræðis- ^enn. Gunnar Paulsson um- boðsmaður; erindreka’r frá póst- oiála og flugmálastjórn Banda- rikjanna, og fjöldi blaðamanna. Aðrir íslendingar Magnús Joch- umsson og Georg Ostlund. Sam- tals þrjátíu og fjórir fanþegar. Áður en lagt var af stað, var Hamreiddur miðdegisverður á flugvellinum í Washington, og köfð hátíðleg athöfn stjórnað af General Harris. Thor Thors og Cummings héldu ræður, en frú Ágústa ákírði flugvélina Flagship Heykjavík. Komum til Gander klukkan hálf-ellefu í gærkvöld, eftir rúmra fimm klukkutíma flug frá New York. Búumst við að lenda í Keflavík klukkan hálf- tíu í fyrramálið. Aðbúnaður með ugaetum og ferð hin ánægjuleg- asta. Johannson - Helgason. ♦ ♦ ♦ ÍSLENZK FLUGVÉL FERST Fjórir menn týna lífi Samkvæmt skeyti frá Frétta- stofu íslands á Reykjavík til Win- nipeg Free Press, dagsettu þann 15. þ. m.. fórst þá um daginn und- an norðvestur ströndum íslands, íslenzk flugvél, með 'þeim hætti, að hún steyptist í sjóinn; flug- vélin sennilega eign Flugfélags ts-ands, eftir skeytinu að dæma, öafði átta manns innanborðs, og fórust fjórir þeirra. ♦ ♦ ♦ Mælir með fjárveitingu á miðvikudaginn í vikunni sem leið, flutti Truman Banda- ríkjaforseti harðorða ræðu í sameinuðu þingi, þar sem hann 1 raun og veru krafðist þess, að þingið veitti Grikkjum og Tyrkj- um fjárhagslega aðstoð með það ein'kum og sér í lagi fyrir augum, að gera þessum þjóðum kleift, að verjast áróðri og yfirgangi russneskra kommúnista; með hliðsjón af Grikklandi, fórust Mr. Truman orð á þessa leið: ‘Ef til þess kæmi, að Grikkland fapaði sjálfstæði sínu, myndi það hafa óútreiknanleg áhrif til hins verra á þær aðrar Evrópuþjóðir, sem eru önnum kafnar, þrátt fyrir al'ls konar andvíg öfl, að halda við felsi sínu, og vinna að því nótt sem nýtan dag, að kippa því í lag, er ógnir síðasta stríðs f*rðu úr skorðum. Mr. Truman h®tti því við, að frjálst og full- Veðja Tyrkland, væri engu síður uauðsynlegt frelsisunnandi þjóð- Urn, en Grikkland; þá mælti for- seti og með því, að borgaralegir hernaðarlegir sérfræðingar a Handaríkjunum yrði sendir H1 áminstra landa vegna óhjá- semilegra öryggisráðstafana. C. P. Paulson Þorbjörg Paulson Þau hjónin, Mr. og Mrs. C. P. Paulson, á Gimli, áttu 60 ára hjónabands afmæli, demants brúðkaup, síðastliðinn sunnudag, 16. marz. Fullu nafni heita þau Christian Pétursson Pau’son og Þorbjörg Kernested. Bæði eru þau fædd á íslandi og bæði lifðu þau nokkuð af æsku sinni í Nýja íslandi á landnámstíðinni. Þau hafa dvalið á öðrum. stöðum, meðal annars í Winnipeg, en lengst hafa þau haft heimili í Nýja íslandi Lúterska safnaðankvenfélagið “Framsókn”, sem Mrs. Paulson stofnaði fyrir mörgum árum, efndi til hátíðar þennan sunnu- dag til heiðurs þeim hjónunum á þessum afar merka degi þeirra. Stóð félagið að öllu leyti straum af þessu móti. Dagurinn var yndis'legur. Sólin baðaði útsýnið í dýrðlegu flóði geisla sinna. Mr. og Mrs. Kelly Sveinson, frá Winnipeg, óku í nýjum bíl sínum til Gimli, þenn- an dag, til að taka þátt í þessu samsæti, og voru svo góð að bjóða konunni minni og mér að verða samferða. Með þeim voru einnig þau hjónin Mr. og Mrs. Gordon Paulson, sonur og tengdadóttir demants brúðhjón- anna. Ágætur akvegur, í góðu ásigkomulagi jók skemtun ferða- lagsins. Á Gimli höfðum við á- nægjulegar ‘stundir á heimili sóknarprestsiras, séra Skúla og konu hans Sigríðar. Samsætið var haldið á hinu fagra heimili þeirra Paulsons hjónanna, og hófst um kl. 3 e.h. með stuttri guðsþjónustu, er sóknarpresturinn stýrði. Brúð- kaupssáimur var sunginn. Þá las séra Skúli tvo stutta Biblíu- kafla og séra Rúnólfur Marteins- son flutti bæn. Séra Skúli flutti þá demantsbrúðhjónunum vel viðeigandi ávarp. Séra Rúnólfur bætti þá við nokkrum orðum, þakkaði þeim fyrir frábæran stuðning er þau höfðu veitt hon- um og kristindómsstarfi hans, er hann var prestur í Nýja ís- landi fyrstu 10 árin af öldinni. Hann mintist ennfremur á þakk- lætið, sem fylti sáJir þeirra fyrir ómetanlega dýrmæta blessun Drotins sextíu árin öll. Næst las séra Skúli heillaóska- skeyti, og gat hann þess, að þau væru frá fólki í öllum stéttum, á ýmsum stöðum. Kveðjurnar voru frá Mr og Mrs. Kristján Tómasson, að Hekla, Man.; Mr. og Mrs. J. B. Skaptason, Winni- peg; Mr. og Mrs. Edward John- son, í Árborg; Gordon, dóttur- syni þeirra og Evelyn Ingaldson, og frá Tryggva, öðrum dóttur- syni, og -Normu Ingaldson. Svo kom ágætt bréf, með virðu- iegum orðum um Íslendinga, frá fylkisstjóranum R. F. McWil- liams og frú hans. Síðast var lesið samfagnaðarskeyti með árn- aðaróskum frá konungi vorum, George VI. og drotningu hans Elizabeth. Má vera að fleiri samfagnaðar- skeyti hafi verið lesin. Viðstaddir voru fullkomlega 60 manns. Þar var dóttir þeirra, Mrs. Violet Ingaldson, ekkja Ingimars þingmanns Ingaldson- ar, ásamt börnum sínum, Chris- tian, Valdínu og Andreu ásamt mönnum þeirra, og áður voru þau nefnd, Gordon, sonur þeirra, og Magnea Paulson, tengdadóttir. Mikið blómaskraut var í stof- unum. Þar voru fagrar rósir frá kvenfélaginu í Mikóey í viðbót við unaðslegar rósir, sem Fram- sókn lagði til, og svo blóm frá fleiri gefendum. Ekki var fæðuskortur á Gimli. Veizlukostur var mikill og góð- ur. Á aðalborðinu var stór og fagurlega skreytt brúðarkaka. Fyrir miðju borði sátu brúðhjón- in, en við enda þess sátu konurn- ar sem skenktu kaffið: Mrs. Sigurgeirsson og Mrs. Scribner. Dr. Scribner tók myndir af brúðhjónunum og börnum þeirra. Samsætið var að öllu leyti hið prýðilegasta, alt fór vel, og menn höfðu mikla skemtun af því að ræða við margra ára vini. Paulsons heimilið hefir ávalt verið í fremstu röð heimila á Gimli og þar ríkt gestrisni og glaðværð. Þau hjónin hafa bæði unnið mannfélaginu til heilla og kirkj- unni til eflingar. Áratug eftir áratug hefir Mrs. Paulson unnið með miklum dugnaði { sunnu- dagasköla, kvenfélagi og söfnuði mörg ár var hún organisti safn- aðarins. Oft hefir hún setið á kirkjuþingi. Um athafnalíf Mr. Paulson’s verður síðar birt sérstök rit- gjörð. Rúnólfur Marteinsson. ______________ • Lætur af sýslan vegna áróðurs kommúnista J. A. Sullivan, forseti sjó- mannasambandsins í Canada, hefir látið af þeirri sýslan, að því er honum sagðist frá í yfirlýs- ingu til blaðanna, að við áróður kommúnista innan samtaka þeirra, er hann veitti forustu, væri eigi lengur unandi, því alt slí'kt væri gert á kostnað verka- manna sjálfra, og spilti vinnufrið þeirra og afkornu; afsögn Mr. Sullivans og ákærur hans á hend- ur kommúnistum, hefir vakið geisi athygli um 'land alt, og það því fremur, sem enginn veit hvar hann nú er niðurkominn, því í áminstri yfirlýsingu gaf hann Iþað í skyn, að hann óttaðist um að setið yrði um líf sitt. Klögumálin ganga á víxl Á utanríkisráðherra fundinum í Moskvu hefir oltið á ýmsu und- anfarna dagA og klögumálin gengið á víxl eins og ’sagt var í vísunni forðum. Brezki utan- ríkisráðherrann, Mr. Bevin, bar Rússum það á brýn, að þeir hefðu gengið á gerða samninga, og í ýmsum tilfellum virt að vettugi Potsdam-samþyktirnar, og þá einkum lútandi að því, hve margt þýzkra fanga þeir hefðu í vörzlu Prússlandi var Molotov harla fá- orðum; utanríkisráðh. Frakka, Bidault, taldi það vera megin áhugamál sitt að gera Þýzkaland ómyndugt til árásarhernaðar um aldur og æfi, en hinn nýi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, utan Þýzkalands; orð hefir leikið á, að tala slíkra fanga myndi nema nálega Iþremur miljónum; þá vildi Mr. Bevin jafnframt fá nokkura vitneskju um það, hvað væri til r því, að Rússar hefði þegar s'.egið eign sinni á verk- smiðjur og önnur mikilvæg fríð- indi í Austur Prúsislandi; um fyrra atriðið kvað Molotov þann- ig haga til, að upplýsingar varð- andi fangafjöldann í vörzlu þeirra, gætu þá fyrst komið til greina, er Bretar og Bandaríkja- menn lýstu sig fúsa til hins sama; en um eignarnámið í Austur Þessi fjögra kynslóða mynd Sturlaugson-fj öls'kyldunnar var tekin í desember mánuði síðast- liðnum, er fjölskyldan safnaðist saman; á myndinni getur að líta Mrs. Asbjörn Sturlaugson, Victor son hennar, sonardóttur hennar Mrs. Karl A. Sederholm, jr., og sonar-dótturson hennar, Karl A. Sederholm III. Þessar fjórar kynslóðir söfn- uðust saman í áminstum mánuði á heimili þeirra Mr. og Mrs. Victor Sturlaugson í grend við bæinn Langdon í North Dakota. Foringi fjölskyldunnar er Mrs. Ásbjörn Sturlaugson, fædd á ís- landi og ellefu barna móðir; af þeim eru þessi á lífi: Victor og Sig, búsettir í Langdon, Jerry að Snohmish, Wash., Laura Brownson að Whitefish, Mon- tana, Bob að Backoo, N. Dak.; John í Hensel, N. Dak.; Steve í Madison, Wisc., Una Thorfinn- son 'í Rugby, Sigrid Hanson í Olympia, Wash., og William að Sheldon; elzti sonurinn, Jónas, lézt árið 1928. Una Leifur-Ásbjörnsson, var fædd á Stokkseyri í Árnessýslu, 22. apríl 1880, og var því ekki nema 66 ára, er hún varð langa langamma; foreldrar hennar voru Vernharður Jónsson og Guðrún Gísladóttir; hún fluttist til Bandaríkjanna með móður sinni, sem þar lézt ekkja, árið 1883, og dvaldist fyrst hjá bróður sínum, I. V. Leifur, að Glasston, N. Dak.; hún vann fyrir sér í því bygðarlagi, unz hún giftist Ás- birni Sturlaugssyni 31. október, í FREMSTU RÖÐ Boróthy Vemon Þessi stúlka, hefir í þriðja sinn unnið fyrstu verðlaun sem ein- söngvari í hljómlistarsamkepni Kiwanis-félagsins í Toronto; hún er aðeins 9 ára að aldri, og kepti í þeim flokki stúlkna, sem eru innan við 10 ára aldur; móðir hennar er söngkonan góðkunna, Rósa Hermannson-Vernon. krafðist þess, að Rússar gengi inn á að skipuleggja Þýzkaland sem samstæða, hagsmunalega heild, því án þess skapaðist þar ólæknandi öngþveiti. 1887, og risu þau bú í Svoldar- bygðinni; farnaðist þeim hið bezta. Ásbjörn maður hennar lézt í júlímánuði árið 1940. Fjór- ar systur Mrs. Sturlaugson og fimrn bræður hafa safnast til feðra sinna. Mrs. Sturlaugson hefir jafnan tekið virkan þátt í málefnum bygðarlaga sinna; er meðlimur Degree of Honor reglunnar á Mountain og lífstíðarfélagi lút- erska safnaðarins í Svoldarbygð; eftir lát hins ágæta manns síns, hefir Mirs. Sturlaugson dvalið hjá börnum sínum til skiftis. Victor Sturlaugson, sem nú er 45 ára að aldri, er fulltrúi ann- arar knyslóðar áminstrar fjöl- skyldu; hann hefir síðan 1925 verið forstjóri við tilraunabú ríkisstjórnarinnar í grernd við Langdon, og leyst þann starfa af hendi með frábærri rögg og samvizkusemi; að lokinni undir- búningsmentun í heimábygð sinni, gekk Victor á landbúnað- arháskólann í Fargo, og útskrif- aðist þaðan með hinum ágætasta vitnsiburði; hann er kvæntur Aldísi Jobnson frá Svold og eiga þau 9 börn. Þriðja kynslóðin er dóttir þeirra Victors og Aldísar, Mrs. Karl A. Sederholm, jr., í Saí Francisco sem er 21 árs að aldi, en sú fjórða, sonur hennar, Karl A. Sederholm III, sem er fæddur 27. ágúst, 1946. Sturlaugson fjölskyldan er vinmörg í Pembinahéraði, og hún nýtur allsstaðar virðingar og trausbs, hvar stm greinar hennar hvíslast út í þjóðfélagið. UMRÆÐUM UM STJÓRN- ARBOÐSKAPINN LOKIÐ Vantraustsyfirlýsing á hendur Kingstjórninni feld Á miðvikudagskvöldið í vik- unni, sem leið, lauk umræðum í sambandsiþinginu um stjórnar- boðskapinn; vantraustsyfirlýsing á hendur stjórninni, er aftur- haldsmenn, með Mr. Bracken í fararbroddi, og C.C.F.-sinnar, undir forustu Mr. Coldwells, stóðu að, var feld með álitlegu af’i atkvæða; stjórninni veittu stuðning allir þingmenn Liberal- flokksins, utanflokkaþingmenn, og Social Credit. þingfylkingin frá Alberta; báru úrslitin þess glögg merki, hve ákveðins trausts stjórnin nýtur af hálfu meiri- hluta þings. > -f -f Fylkisútgjöld hækka Hon. Stuart S. Garson, forsæt- isráðherra Manitobafylkis, og jafnframt fylkis féhirðir, lagði fram í þinginu síðastliðinn fimtu- dag, fjárhagsáætlun fyrir fjár- hagsárið, sem hefst þann 1. maí næstkomandi; áætluð útgjöld nema 29 miljónum dollara, og verða 9 miljónum hærri en í fyrra; fjárveiting sú, er gengur til ráðuneytis opinberra verka, er áætluð hátt á sjöundu miljón dollara, og hækkar sú upphæð nokkuð yfir fjórar miljónir frá því á árinu á undan; útgjöld vegna ellistyrks hækka úr $1,- 075,900 upp í $1,396,650. Þrátt fyrir hina miklu, áætluðu út- gjalidahækkun, er gert ráð fyrir ríflegum tekjuafgangi á fjárhags- árinu. -f -f -f Herskylda á Bretlandi Hermálaráðimeytið brezka hef- ir lýst yfir iþví, að herskylda í landinu viðhaldist að minsta kosti til ’ársloka 1954. Fram að þeim tíma verða allir brezkir karlmenn frá 18 til 26 ára, að sækja reglubundnar heræfingar nokkurn' hluta árs. -f -f -f GEISILEGT SAUÐFJÁR- TJÓN Samkvæmt fregnum frá Lon- don þann 12. þ. m., hefir um 1,000,000 sauðfjár í Englandi far- ist í illviðrum síðari hluta yfir- standandi vetrar, auk þess sem unglambadauði hefir verið þar meiri, en dæmi voru áður til. -f -f -f Sönglagasamkeppni Fyrir nokkru síðan eru kunn úrslit í Sönglagasamkeppni Þjóð- kórsins. Sigurvegarinn ungfrú Björg Björnsdóttir frá Lóni í Keldu- hverfi hlaut í verðlaun 1000 kr. Hún kunni rúmlega 1300 sönglög. Annar í kepninni varð Friðrik Hjartar skólastjóri á Akureyri, með tæplega 1300 sönglög. Dr. Páll ísólfsson, stjórnandi Þjóðkórsins, boðaði til keppni þessarar árið 1943. Þátttakendur voru yfir 30 að tölu. Þeir kunnu frá 300 til rúmlega 1300 sönglög. —Mbl. 11. febr.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.