Lögberg - 13.03.1947, Blaðsíða 5

Lögberg - 13.03.1947, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGÍNN 20. MARZ, 1947 5 AHUGAAiAL UVENNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON SKÁLDKONAN SJÖTUG ^ann 13. júlí 1946 átti skáld- konan þjóðkunna, Kristín Sig- fúsdóttir sjötugs afmæli; eg hefi stuttlega áður frá því skýrt á kvennasíðu Lögbergs, er eg á- samt Frk. Halldóru Bjarnadótt- Ur heimsotti hana á ferð minni Islands í fyrra. Hún er óvenju- 'ega fögur og ungleg kona og úr augum hennar speglast ástúð og hjartsýni. Frú Kristín hefir upp- kfað sjálf sögu margra íslenzkra sveitakvenna, sem áttu við raitiman reip að draga í efna- ^agslegum skilningi, en hún er engu að síður gæfukona, sem eignaðist afbragðs eiginmann og hörn, sem hlutu mikinn frama. I skjóli hins ástríka og vingjarn- ^ega umhverfis, vanst henni tími dl að semja skáldsögur og leik- rit> sem sakir hreinleika í lífs- skoðun og óvenjulega fagurs mál- ^ars> hafa haft merkileg áhrif á islen'zkt þjóðlíf. Frú Kristín, þó nú eigi hún heimili í annari stærstu borg Is- iands, er enn sveitakona; hún finnur til þess að við annir hins úversdagslega lífs finnur bónd- mn og bóndakonan hina mestu sælu og sitt mesta öryggi. Hún eignaðist og átti sína mestu ham- lngju í íslenzkri sveit og með það fyrir augum að beina hugsjónum ^Skunnar að verðmætum sveita- iífsins hefir hún skrifað sínar keztu sögur. ^g fann til þess. er eg hitti þessa prúðu, sjötugu skáldkonu, Ve ís'land stendur í mikilli þakk- arskuld við þær konur, sem gert hafa garðinn frægan í sveita- menningu þjóðar sinnar,. Prú Kristín las fyrir okkur eftirfarandi sögukorn, sem birt- lst i Nýju Kvennablaði. Sumarið 1882, þegar eg var 6 'Ura> 'kom nýr prestur í Saurbæ. ann hét Guðjón Hálfdánarson °g var bróðir Helga lectors Hálf- úánarsonar, dóttursonur séra nns lærða á Möðrufelli. Þetta sumar gengu mislingar Vlpa um land og lögðust þungt á. a höfðu mislingar ekki gengið Urn nær 40 ára bil og á mörgum eimilum voru al'ldr undir þeim. a tnku margir bændur í Eyja- inði sig saman um það að láta engan fara út af heimili sínu um sumarið, sem ætti á hættu að srnitast af veikinni. Vörðust Pannig mörg heimili, sem tóku rað þetta í tíma. Eldri menn Voru í kaupstaðarferðum, og rnessuferðir og mannfundir féllu niður um nokkurt skeið, meðan veikin gekk um garð. Um gangnaleytið var brúð- auPsveizla mikil haldin í sveit- nmi- Mun það hafa verið fyrsta samkoman á því hausti. Þótti mönnum gott að mætast þar á £> eðistund, °g munu margir þar afa séð nýja prestinn í fyrsta Slnn> og geðjaðist víst flestum vel að honum. Hann var glaður °g léttur í máli, þótt aldraður Vaeri. Byrjuðu nú einnig reglu- Undnar messur, en þegar fram a austið kom, fréttist að prest- Urinn væri byrjaður að húsvitja °g gengi skörulega eftir kunnáttu manna og athugaði bókaeign eimilanna. Hugðu margir gaml- r °g guðhræddir menn gott til að j?num ætlaði að kippa í kyn til ons lærða, afa síns, um sál- mzluna, en öðru máli var að Jgna um þá, sem lítið höfðu undað lestur, og voru því farnir > .. 1 því litla, sem þeir sö U 1 bernsku. Margar gur voru þá rifjaðar upp frá i]^lm 'fögum, þegar prestarnir u atla á heimilinu, nema hús- bændurna, lesa og spurðu unga og gamla út úr barnalærdómn- um. Það voru raunalegar sögur um vanrækt börn, sem ekki kunnu að lesa, svo heitið gæti, en breyttu sannleika ritningar- innar í guðlast og vitleysu, og urðu þess vegna að hlýða á um- vandanir og áminningár. Sumir hentu gaman að þessum sögum, en hver mundi vilja standa í sporum þessara barna? Það var ekki hægt að gera börnum og unglingum meira hverft við, en að segja snöggt og ákveðið: “Nú fer presturinn að koma í hús- vitjun.” Og svo kom dagurinn, snemma vetrar, þegar fregnin barst inn í baðstofuna heima, að presturinn væri að koma með fylgdarmanni sínum. Það varð uppi fótur og fit. Menn fleygðu frá sér rokkum og kömbum, og settu þá út í horn. Eg lötraði fram í eldhús skjálf- andi af kvíða og settist á einn hlóðarsteininn. Móðursystir mín var að taka upp eldinn til þess a baka pönnukökur og hita kaffi. Reykurinn þyrlaðist upp og mig sveið í augun af ryki og reyk. “Þér er bezt að fara inn, Stína mín,” sagi móðursystir mín. “Þú þarft að lesa fyrir prestinn.” “Eg fer ekkert,” sagði eg þrá- kelknislega. Það streymdi altaf meira og meira úr augunum, en eg þurkaði mér með höndunum, sem fálm- uðu þess á milli í kaldri öskunni á hlóðarsteininum. Ekkert fótatak heyrðist í göngunum. Bráðum yrði kaffið borið inn, og svo mundi presturinn fara og ekki líta inn í eldhúsið. Þá væri þessu öllu lokið. Þá veit eg ekki fyr en mamma stendur við hliðina á mér og strýkur á mér vangann. ‘Ósköp er að sjá hvað þú ert kolkrímótt, Stína mín, eg má til að þvo þér. Þú verður að koma inn. Presturinn vill vita hvort þú kant að lesa.” “Nei, eg fer ekkert,” sagði eg, og fór að háskæla. “Því voruð þið að segja honum frá mér.” “Hann vissi um þig. Hann veit um alla í sóknum sínum,” sagði mamma, meðan hún var að þvo mér í framan með hreinum klút. “Hann sagðist hafa frétt, að þú læsir svo vel.” Mér létti beldur í skapi við þessi hrósyrði og þegar mamma sagði mér, að Gunna systir mín, sem var tveimur árum yngri en eg, væri búin að stafa fyrir prest- inn, réðst eg í það að ganga gegn- um þessa sömu eldraun, en fann þó sárt til þess, að útlit mitt mundi bera óglæsilegar menjar eldhússsetunnar. Presturinn sat á stólnum við borðið hans afa, en á borðinu lá nokkuð af bókum, sem eg kann- aðist við úr bókahillu afa míns. Nú var eg hrædd og hikandi vegna þess, að eg hélt að prest- in mundi gruna, að hefði verið ófús að lesa fyíir hann og nú fengi eg áminningu fyrir óhlýðn- ina. En það var nú öðru nær. Hann klappaði hlýlega á kollinn á mér og þakkaði mér fyrir, að koma nú til þess að lofa sér að heyra hvað eg væri farin að lesa vel. Ekki fanst mér það trúlegt, að þessum hálærða heiðursmanni gæti verið svo nauðsynlegt að heyra alla krakka lesa. Þegar eg las hátt fyrir fólkið, var eg oftast ávítuð fyrir það, hvað eg læsi fljótt, og eg stundi því nú upp, að eg læsi ekki vel. “Við fáum nú að heyra,” sagði presturinn brosandi og rétti mér gamlar Vigfúsar-hugvekjur, sem láu á borginu. “Getur þú lesið þetta letur?” Fáein orð frá “Fróni” Frónsnefndina langar til að auka fræðslu- og skemtistarfsemi deildarinnar, sem í seinni tíð, vegna stríðsins og annara orsaka, hefir verið minni en æskilegt væri. Með þetta í huga hefir verið ákveðið að hafda tvo eða þrjá opna fundi á þessum vetri. Fyrsti fundurinn verður í Good- templarahúsinu, mánudagskveld- ið, 31. marz, annan fund er ráð- gert að halda á sama stað seinni partinn í apríl, en þann þriðja einhvern tíma í maí-mánuði. Að- gangur verður ekki seldur, en samskot verða tekin upp í húsa- leigu o. s. frv. Það er álit nefndarinnar, að enn séu margir Islendingar í þessari borg, sem hafi meiri á- nægju af íslenzku skemtunum en enskum. Það stendur Fróni næst að reyna að bæta úr þessari þörf með því að gefa fólki kost á góð- um og ódýrum skemtunum, ef að það kærir 'sig um að sækja þær. Annað áhugamál vakir fyrir nefndinni og það er að fá meðlimi Fróns til að taka meiri þátt í starfi deildarinnar en verið hefir undanfarið. Það er því ráðgert, að gefa öllum, sem þess óska, tækifæri á fundum til að 'láta í ljós skoðanir sínar á öllum þeim málefnum, sem að einhverju leyti varða Frón eða þjóðræknis- mál yfirleitt. Frón er félag allra íslendinga, sem láta sig íslenzk mál nokkru skifta. Stjórnar- nefndin fer aðeins með umboð félagsmanna í heild. Þá er að víkja aftur að fund- unum, sem verið er að undirbúa. Sá fyrsti verður helgaður minn- ingu skáldsins Jóhanns Magnús- ar Bjarnasonar. Nefndin hefir verið svo heppin að fá G. J. Ole- son frá Argyle til þess að flytja ræðu um skáldið. Þessi ræðu- maður er öllum Vestur-Islend- ingum kunnur fyrir skrif sín um bókmentir og lalmenn mál. Hann þekti Jóhann vel og hefir ætíð haft miklar mætur á skáldskap hans. Þar að auki hefir Ragnar Stefánsson lofast til að lesa upp eitt eða tvö kvæði eftir skáldið. Það þarf ekki að fjölyrða um hæfileika Ragnars á þessu sviði. Engin samkoma getur talist boðleg án þess að söngur og hljóðfærasláttur sé til skemtun- ar. Nefndinni hefir tekist að fá Mrs. Esther Ingjaldson til að skemta með söng og Allan Beck ,til að skemta með fiðluspili. Eg kannaðist vel við þessa bók og hafði oft litið í hana, því að hún yar að jafnaði lesin á langa- föstunni. Blöðin voru gulnuð af elli og setningaskipun mjög gam- aldags, en þó gékk lesturinn sæmilega. Hrósyrði prestsins gáfu mér kjark. Síðan las eg kafla úr Nýjatestamentinu mínu, sem mér var gefið í tannfé. Það var lestrarbók mín á fyrstu árum mínum, og þess vegna var eg því vel kunnug. Síðast las eg eitt- hvað af bænum og svaraði nokkr- um spurningum úr Nýjatesta- mentinu. Þá var þessu lokið. Eg var létt í skapi þetta kvöld og fyrstu dagana á eftir, eins og maður, sem bjargast hefir úr lífs- háska eða unnið stórsigur. En 'þó skyggði það á, að fólkið sagði mér að meira yrði krafist af mér á næsta ári, og þá yrði eg að gæta þess að þéra prestinn. Aðrir voru þá ekki þéraðir í sveitinni en presturinn og kona hans. Um þetta hugsaði eg mörgum sinn- um og fanst það ábyrgðarmikið og vandasamt. Það var víst skömmu síðar, þegar eg hafði lokið bænalestri hjó móður minni, að spurning, sem eg hafði lengi velkt í huga mér, brauzt fram. “Mamma, hvernig stendur á því að menn þéra prestinn, en þúa Guð?” En við þeirri spurningu hefi eg aldrei fengið fullnægjandi svar. —Nýtt kvennablað. Að skemtiskránni lokinni er vonast til að áheyrendur, sem annað hvort þbktu skáldið vel eða skáldskap hans, noti þetta tækifæri til þess að fræða menn um hitt og þetta honum viðvíkj- andi, sem ef til vill er ekki á almennings vitorði. Stuttar og laggóðar umræður geta aukið mikið á skemtun manna við svona tækifæri. Næsta mánuð hefir nefndin hugsað sér að fá valda kappræðu- menn til að taka- til umræðu eitt- hvað það málefni, sem okkur Winnipeg Islendinga snertir sér- staklega, en frekari upplýsingar um'þetta verða að bíða betri tíma. Að endingu viljum við hvetja sem flesta 'landa til að sækja þennan fyrsta Frónsfund á árinu, hvort sem þeir tilheyra deildinni eða ekki, Stjórnarnejnd “Fróns.” Heimsókn til vina Á laugardagskveldið 15. þ. m. heimsóttu nokkrir vinir og kunn- ingjar þau hjónin prófessor og Mrs. T. J. Oleson, að heimili þeirra, 484 Montague Ave. hér í borg. Þó hér væri hvorki um silfur né gullbrúðkaup að ræða, mun mörgum vinum þeirra hjóna hafa fundist það í fylsta máta tímabært að bjóða þau aftur vel- komin til Winnipeg, eftir margra ára burtveru á annarlegum stöð- um, svo sem í Toronto og Van- couver, en það voru þau Gissur Elíasson, Soffía Christianson og Jónas Jónasson, sem tóku sig fram með þetta og við hin, sem áttum kost á að taka þátt í þess- ari heimisókn, erum þeim inni- lega þafcklát fyrir. Gissur stjórnaði samsætinu ðg gerði grein fyrir þessari óvæntu heimsókn. Hann mintist þess að Tryggvi og Elva hefðu á skóla- árum þeirra eignast fjölmarga vini í þessari borg og að það væri öllum þelssum vinum mesta gleðiefni að hafa nú aftur heimt þau úr hélju. Þar næst talaði Jón Ólafsson nokkur orð og mintist einkum á það hvað námshæfi- leifcar Tryggva hefðu snemma komið í ljós þegar hann var að alast upp í Gleriboro. Þá mælti Jónas Jónasson fáein orð fyrir hönd þeirra, sem ekki gátu verið viðstaddir ýmsra orsaka vegaa. Séra Rúnólfur Marteinsson tal- aði næst. Hann flutti sköruglega og fallega ræðu, enda þekti hann vel til þeirra hjónanna þar sem þau fcendu bæði við Jóns Bjarna- sonar skóla í eina tíð, en hann var þá skólastjóri. Séra Rúnólfur 'lét þá skoðun í ljós að Tryggvi Oleson myndi vera betur að sér í íslenzkum fræðum en nokkur annar íslendingur, sem hér er fæddur. Dómbærir menn munu varla reyna að hrekja þá stað- hæfingu. Þau Salome Halldórson og Agnar Magnússon, sem einnig kendu við Jóns Bjarnasonar skóla um sama leyti og þau Elva og Tryggvi, buðu þau hjónin vel- komin aftur til borgarinnar og ósfcuðu þess að við mættum sem lengst njóta þeirra í íslenzkum félagsskap. • Þegar ræðuhöld voru afstaðin, afhenti Gissur Elíasson heiðurs- gestunum peningagjöf frá þeim, sem þarna vofu staddir og öðr- um, sem ékki gátu komið, og mæltist til að keyptur yrði ein- hver hlutur í minningu um þessa heimsókn. Að þessu loknu voru sungnir margir gamlir og góðir söngvar, bæði íslenzkir og enskir, en svo komu rausnarlegar veitingar og skemtu menn sér við þær og fjörugar umræður fram yfir mið- nætti. Á meðal þeirra fjörutíu gesta, sem þarna voru saman komnir, var móðir Tryggva, Mrs. G. J. Oleson, en Mr. Oleson gat, því miður ekki verið viðstaddur. Þessi heimsókn var í alla staði hin skemtilegasta og eg þykist vita að hún hafi orðið heiðurs- gestunum til ánægju ekki síður en hún var þeim til sóma, sem að henni stóðu. H. Th. GAMAN 0G ALVARA I einu af suðurríkjum Banda- ríkjanna, Lousiana, er mjög mik- iðgert fyrir gamalt fólk. Gamal- mennahæli eitt hefir t. d. tekið upp á því að kenna gömlu fólki að dansa, og hefir sett á stofn dansskóla. Enginn, sem er yngri en sjötugur, fær inngöngu í skólann. -f “Anti-permanent.” Um allan heim er mjög í tísku að láta lita hár sitt, fá sér “per- manent”, eins og það er kallað. Hrokkinkollar eins og negrar þurfa þó ekki á þessu að halda, en í stað þess hafa þeir komið sér upp “permanent”-stofum, eða réttara “anti-permanent”-stofum, í öðrum tilgangi. Þar láta þeir sléta úr krullum sínum, svo að þeir fái slétt hár. 48 Hour Service DAMP WASH 5C PER LB. MOST Suits Irt Coats \/{ Dresses f L* "CELLOTONE" CASH AND CLEANED CARRY Perth’s 888 SARGENT AVE. Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dak ?. Joe Northfield Backoo, N. Dakota. Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man M. Einarsson Baldur, Man. O. Anderson Bellingham, Wash. Árni Símonarson Blaine, Wash. Árni Símonarson Boston, Mass. Palmi Sigurdson 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak Joe Northfield Cypress River, Man. O. Anderson Churchbridge, Sask S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak \ Páll B. Olafson Gerald, Sask C. Paulson Geysir, Man K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man. 0. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak Páll B. Olafson Hnausa, Man. ... K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man O. N. Kárdal Langruth, Man. John Valdimarson Leslie, Sask. Jón Ólafsson Lundar, Man Dan. Lindal Mountain, N. Dak. Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal Riverton, Man. . K. N. S. Friðfinnson Seattle. Wash J. J. Middal 6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash. Selkirk, Man Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask. J. Kr. Johnson Vancouver, B.C. F. 0. Lyngdal 5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C. Víðir. Man K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal Verzlunarmenntun! Hin mikla nývirkni, sem viðreisnarstarf- ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks, krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól- arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfróðum mönn- um og konum fer mjög vaxandi. Það getur orðið ungu fólki til verulegra hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss, munn- lega eða bréflega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. THE COLUMBIA PRESS LTD. COR. SARGENT AND TORONTO ST., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.