Lögberg - 03.04.1947, Blaðsíða 2

Lögberg - 03.04.1947, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. APRIL, 1947 Minningarorð um merka konu Frú Þórunn Melsted, 1872--1947 Mynd þeirri af frú Þórunni Melsted, sem hér birtist, vildi eg mega láta fylgja nokkur minningarorð, ,því hér er áreiðanlega merkrar og góðrar konu að minnast, sem var .samtíð sinni og sam- ferðafó’ki til fyrirmyndar á margan hátt og leysti af hendi stórt og ágætt dagsverk í sínu umhverfi. Skal þá fyrst vikið nokkrum orðum að ætt hennar og uppruna. Frú Þórunn var fædd í Reykjavík á íslandi 18. október 1872. Faðir hennar var Ólafur söðlasmiður, sonur Ólafs Jónssonar óðals- bónda á Sveinsstöðum i Húnaþingi, en foreldrar Ólafs, sem var danebrogsmaður og um skeið þingmaður Húnvetninga, voru þau Jón prófastur Pétursson, prestur að Höskuldsstöðum og Þingeyrar- klaustri og Elísabet dóttir séra Björns Jónssonar í Bólstaðarhlíð. Bólstaðarhlíðar systranna, dætra séra Björns, sem voru átta, eigin- manna þeirra og afkomenda er nákvæmlega getið í Niðjatali Þor- vailds prests Böðvarssonar í Holti undir Eyjafjöllum og Björns Jónssonar, prests í Bólstaðarhlíð, er Th. Krabbe gaf út 1913. Segir höfundurinn í formála niðjatalsins meðal annars: “Ritið nær bæði yfir Þorvalds-ættina og Bólstaðarhlíðar-ættina enda koma ættir þessar að mestu leyti saman, þannig að mestöll Þorvaldsættin er komin af Biirini í Bólstaðarhlíð.” Móðir Þórunnar var Kristín María Jónína Jónsdóttir, Kristjáns- sonar prests á Breiðabólstað í Vesturhópi. Meðal bræðra séra Jóns voru þeir Kristján amtmaður, séra Benedikt í Múila í Reykja- dal og Björn á Illugastöðum og Höfðabrekku í Mýrdal. Þórunn var uppalin í Görðum á Alptanesi hjá hinum merka prestahöfðingja, Þórami Böðvarssyni og Þórunni Jónsdóttur konu hans; var Þórunn í náinni frœndsemi við þau hjón bæði. Séra Þórarinn var. mikill atikvæðamaður og þjóð'kimnur á sinni tíð, lengi nlþingismaður og um skeið þingforseti. En mest mun hann þektur fyrir sitt merka fræðirit: “Lestrarbók handa alþýðu á íslandi”, alment nefnt “ALþýðubókin”, stóri bók og margþætt og mjög þarf- leg á sinni tíð; bókin er prentuð í Kaupmannahöfn og kom út 1874. Mintist Þórunn sáluga jþessafteskuheimilis síns með mikilli ástúð og virðingu, en alveg sérstaklega mun henni hafa þótt vænt um tvær fósitursystur sínar, önnu Þórarinsdóttur og Þórunni Stefánsdóttúr, sem hún jafnan mintist með ástúð og blíðu, sem henni var svo eiginleg. Það sem hér að framan er sagt, sannar að frú Þórunn Melsted var af merku og góðu fólki komin og fékk ágætt uppeldi á þjóð- kunnu merkisheimili, enda bar hún þess ljósan vott alla æfi. Til Canada fluttist Þórunn 1893 og settist að hjá foreldrum sínum, sem iþá voru í Winnipeg og var hér næstum aila æfi síðan. í júnímánuði ’898 giftist hún Sigurði W. Melsted. sem síðar um iangt skeið, var forstjóri fyrir stórri og umfangsmikilli húsgagna- verzlun í Winndpeg. Foreldrair Sigurðar voru þau Vigfús Guð- mundsson prófastur á MeLstað og kona hans Oddný ólafsdóttir- danebrogsmanns á Sveinsstöðum. Heimili þeirra Melsteds hjóna var jafnap í Winnipeg, að undanteknu tæpu ári, sem þau voru í Milton, North Dakota. Að vísu dvöldust þau tvö ári og þrjá mán- u ði í Ottawa meðan Sigurður starfaði þar á einni bráðabirgðar- skrifstofum stjómarinnar á stríðsárunum síðari. Sumarið 1903 bygðu þessi hjón sér heimili að 673 Bannatyne Ave. og var það jafnan heimili þeirra síðan og er enn heimili ekkjumannsins og barna hans tveggja, sem -heima eru hjá honum. Þótti heimili þeirra þegar fyrirmyndar heimili að hreinlæti, smekkvísi og allri híbýlaprýði. Það var snemma annálað fyrir gestrisni, glaðværð, prúðmensku, ailúð og góðvild.. Hér var frú Melsted í rí-ki sínu, fyrirmyndar húsmóðir, en ek-ki sem einvaldsherra og vildi -fráleitt vera það. Maður hennar var henni áreiðanlega samtaka í því sem öðru, að gera heimilf þeirra eins ánægjulegt og að-iaðandi sem bezt mátti vera. Þar munu böm iþeirra hjóna einnig hafa átt góðan hlut að máli. Létu þau hjón sér afar ant um uppeldi -bama sinna og nut-u líka þeirrar miklu ánægju að sjá þau öll komast til menningar og þroska og verða góðir og nýtir borgarar í sínu föðurlandi. Foreldrarnir nutu líka ástúðar þeirrar og virðingar í ríkum mæli. Frú Melsted var ágæt eiginkona og móðir og húsmóðir og hún var líka ágæt vinkona, sem ávalt mátti treysta og aldrei brást. Um langt skeið, og alt til enda sinna lífdaga, tilheyrði hún Fyrsta lút- ersika söfnuði og kvenfélagi safnaðarins. Reyndist hún þar sem annarsstaðar, prýðilega vel og lét sinn hlut aldrei eftir liggja, þegar um gagn og sóma kvenfélasins, eða safnaðarins í heild, var að ræða. Börn þeirra Melsted-hjóna eru sem hér segir: Olavia Kristín—Mrs. Swain Indriðason, Oxbow, Sask. Guðrún Oddný, heima. Sigurður Þórarinn, heima. Gordon (Garðar), Des Moines, Iowa. Vigfús Hermann, Wynyard, Sask. Lárus Alexander, 1060 Sherburn St., Winnipeg. Anna Dorothea—Mrs. Clement Desormeaux, Regina, Sask. Bamabömin em sjö. Ennfremur eru tvö systkini frú Mel- sted, Benedi-kt Ólafson, Lloydminster, Alta. og syftir á Islandi, Sigríður, kona Sigurjóns Jónssonar læknis í Reykjavík. Jarðarför frú Melsted fór fram frá Fystu lútersku kirkju 1 ma-rz, og var hún jarðsetí í Bookside grafreitnum, þar sem. svo fjölda margir Vestur-íslendingar hvíla. Sóknapresturinn, séra VaLdimar J. Eylands, jarðsön-g og flutti prýðisfallega ræð-u. Eldri söngflokkur safnaðarins söng sálmana, bæði enska og íslenzka, og Mrs. Peanl Johnson söng einsöng; safnaðar-organistinn lék á hljóð- færið. Útfanarathöfnin var mjög hátíðleg og prýðileg á allan hátt; mikið og fagurt blóms-krúð og mi-kill mannfjöldi í kinkj-unni og í grafreitnum, þrátt fyrir mikinn snjó og vetrarveður. Þess sánst glögg menki, að mannfjöldinn sem í kirkjunni var, kom þangað með söknuð í -hj-arta og -með einllægum og þakklátum vinarhug. Þeir, sem báru þessa iátnu menkiskonu til grafar voru fjórir irændur af Sveinsstaðaættinni, þeir Halldór Ólafson og Kjartan Óiafison, Halldór M. Swan og Ásgeir Guðjohnsen, og þeir Finnur Johnson og Jón J. Bíldfell, sem báðir eru gamlir og einlægir vinir Melsted-hjónanna og voru^nágrannar þeirra -um langt skeið. —F. J. “Okkur hefði vegnað eins vel heima” Afmœlissamtal við sjötugan Vestur-íslending FYRIR nokkrum dögum drakk eg morgunkaffi með Hjálmari Gíslasyni, sjötugum Vestur-Is- lending ættuðum austan af Flóts- dalshéraði. Hann á hei-ma upp í Hellusundi 6 meðan -hann dvelur hér í eins árs heimsókn til gamla landsins. Það er hús Osvald Knudsens og systur ‘Hjálmars, frú Elínar Knudsen. Fáðu þér í nefið, góði, sagði Austfirðin-gurínn frá Winnipeg um leið og hann bauð mét sæti í baðstofunni, þar sem við sáttum og röbbuðum. Þetta var einhver rammíslenskas ta baðstofa, sem eg hefi séð og það þó hún sé í rniðri Reykjavík. Þar vantaði bara rúm meðfram veggjunum og rokka á gólfið til þess að allt væri fullkomnað. Uppvaxtarárin. Þú ert Austfirðingur að ætt, Hjáknar, Já, foreldrar mínir, Gísli Jóns- son og Ingunn Stefánsdóttir, bjuggu í H-úsey í Hróarstun-gu þegar eg fæddist. Við urðum 16. systkinin, af þeim eru nú 8 á lifi. Þorsteinn var elstur okkar og sá eini, sem gekk menntaveginn. Það var erfitt um skólagön-gu í þá daga. Og foreldrar okkar voru alltaf heldur fátæk. Faðir minn min var prýilega sjá-lfmenntaður, las ens-ku, þýsku og dálítið í frönsku auk dönsku. Hann átti þó nokkuð a-f bókum. Eg fluttist á fyrsta ári til séra Hjáimars Þorsteinssonar á Flóa- gafli. Hann var mi-kiil vinur okk- ar. Hjá honum var eg til sjö ára aidurs en fluttist þá til Magnús- ar Stefánssonar móðurbróður míns á Elskfirði og var hjá hon- um til átján ára aldurs. Næstu 9 árin var eg svo hingað og þang- að á fjörðun-um, stundaði a-lls- konar vinnu á sjó og landi. En það voru erfið ár. Efnahagur al- mennings var afar þröngur. Til Vesturheims. , Svo fluttirðu vestur? Já, eg var 'þá 27 ára Það var árið 1903. Þá var miki-1 hreyfing á fólki. Mönnum fanst útíitið slæmt hér heima. Mikillar van- trúar gætti á framtiðina. Arferði hafði verið slæmt. Vorið 1902 lágu ísar lengi við Austurland. Margir töluðu um Ameríku sem hið fyrirheitna land. Því er ekki að neita að menn voru þá svart- sýnir á möguleika Islendinga til iþess að rótta úr kútnum. En filest- ir eða allir þeirra, sem hugðu á vesturför ætluðu sér þó ekki að setjast að fyrir fulit og allt þar vestra. Hugsun þeirra var að dvelja þar aðeins s-kama stund og afla sér fjár en koma síðan -heim aftur til íslands. Eg var í hópi þeirra sem þannig hugsuðu. Eg ætlaði mér að koma aftur eft- ir nokkur ár Eg fór raunar mikið vegna þess að eg var trúlofað-ur stúiku, sem var að flytja vestur með foreldrum sánum, eg vildi ekki láta það verða til skilnaðar okkar. Hún hé-t Sigríður Bjöms- dóttir. Annars held eg að við, sem u-m þessar mundir fluttum til Vesturheims hefðum haft það eins -gott þó við hefðum verið 'kyrr. En það sáum við ekki fyrir Þessvegna -fórum við í von um góða, nýja og betri tíma. Ferðin vestur. I júlí 1903 lagði 100 manna hópur af stað frá Seyðisfirði til Canada. Eg var í þessum hóp Það var Ceres, sem við fórum með. Nætn a-llt þetta fólk var af Austurlandi. Það var á öllum aldri, 'konur og karlar, börn og gamaimenni. Nokkru áður hafði annar hundrað manna hópur kvatt Austurland og haldið i vesturátt. Eg hafði þá ekki séð annað af Islandi en sveitirnar milli Vopna- fjarðar og Homafjarðar. Stærri var ekki minn sjóndeildarhring- ur þá. Island sökk í sæ, eg sá það ek-ki aftur fynn en eftir rúm 43 ár. Hvemig gekk ferðin svo? Mjög sæmilega. Fyrst var farið til Leeth en þaðan með járn- brautarlest til Liverpool. Þan var haldið kyrm fyrir í 5 daga. Svo hófst lokaþáttur ferðarinnar. Okkuri leið yfirleitt sæmilega um borð. Landarnir héildu saman. Annars var þarnar allskonar fólk, sem eins stóð á fyrir og okkur, Rússar, U-kraniumenn, Galizíumenn, Rúmenar yfirleitt Austur-'Evrópubúar, allir á leið til Nýja heimsins. Meðal Islend- inganna voru ýmsir þekktir menn svo sem Jón alþingismaður frá Sleðbrjót og Runólfur Hall- dórsson frá Sandbrekku. Páil Bjamason var túlkur okkar. Fæstir okkar kunnu ens-ku eða nokkuð tungumál annað en ís- lens-ku. Ferðin frá Livexpool til Mont- real í Canada tók 12 daga. En við vorum þó ekki komin á leið arenda. Lokamarkið var -Win- ni-peg. Þahgað var 3ja daga ferð með jáinibraut. Þaðan drei-fðist svo hópurinn í ýmsar áttir. Sum- ir fóm til Bandaríkjanna, aðrir ti-1 byggðanna við Winnipegvatn. íslendingabyggðir. Þar voru Islendingabyggðir að myndast, heilar sveitir, sem eingöngu voru byggðar Islend- ingum. Og s-umar þeirra em al- -íslenskan enn þann dag í dag. Islensku ilandnemarnir -þarnar á ströndum Winnipegvatns hugs- uðu sér að mynda þama sjálf- stæðan landshluta byggðan Is- lendin-gum ein-um. Þeir ætluðu sér frá -upphafi að halda þar við ísiienzkri tungu og þjóðerni. Það átti a ð vera og varð Nýja Island. En landnemarnixi áttu miklum örðugleigum að mæta. Þeir komu að ónumdu landi, fengu svokall- að heimilisréttarland hver fjöl- skylda. Þar var 160 ekrux. Eftir 3 ár fengu þeir það til eignar ef þeir höfðu þá gert á því til- skildar umbætur, by-gt hús, sem engin v-oru -fyrir o.s. frv. Aðal- atvinnuvegimir urðu gríparækt og fiskiveiðar. Islendingar eru Thesta fis'kveiðaþjóðin við Win- nipegvatn. Hvaða fisktegundir veiðast þar aðallega? Það eru hvítfiskur, birtingur-, gedda og fleira. Mikið er fiskað í net upp um ís. Netunum er rennt á stöng undir ísinn og göt brotin á hann með vissu milli- bili. Það er kaldlegt verk að stunda siíkan veiðiskap í altað 40 -gráðu frosti. En á hon-um hafa margir íslendingar -hagnast vel. Hvernig vegnaði þér eftir að vestur kom? Sæmilega. En eg hefi þó alltaf verið fremur fátækur. Eg byrijaði að -vinn-a í hveitimyllu og fékk sjö krónur og fimtíu aura í kaup á dag. Frá 1915 hefi eg unnið við húsamálningu. Mér finnst eg ailtaf hafa komist vel af þótt efnin hafi ekki verið mikil. Eg kvæntist Sigríði Björnsdóttur frá Selsstöðum í Seyðisfirði -nokkru eftir að eg kom vestur og áttum við eitt ibam. En hún dó eftir tvö ár. 9 árum síðar kvænt- ist eg Ingunni Baidvinsdóttur, ættaðri af Langaesi og eigum við 4 dætur, sem allar eru á hfi fyrir ves-tan. Framtíð íslenskunnar. Hvað heldurðu um framtíð ís- lenskunnar vestra? Hún verður við lífi ennþá um nokkurt áribil en eg h-eldað um næstu aldamót muni hún verða langt til gleymd, horfin í ensku- hafið. Eg held að þessi örlög ver- ði ekki umflúin. Islendingamar eru svo fáliðaðir og það sætir raunar furðu, hversu vel þeim hefir tekist að halda málinu við fram til þessa. Unga fólkið er þegar farið að stirðna mikið 1 íslenskimni. 1 Winni-peg eru t. d. tvæxi kirkjur íslenskar. I þeim báðum er messað tvisvar á sunnudögum. En árdegismessan, sem er fyrir -unga fólkið, fer fram á ensku en hin síðari, sem er fyrir gamla fólkið, á íslensku. Og þó íslenskir laugardagsskólar kenni börnunum ísiensku ganga þau í enska skóla og það hefir sín djúptæku áhrif. An-nars er mikið samband rniili íslensku byggðanna. Vinna íslensku blöðin, Heimskrin-gla og Lögerg mikið og gott verk í að viðha-lda þessu sambandi. Ennfremur Þjóðræknisféiagið og kirkjan. kustur á bemskustöðvar. Svo ætlarðu austur á land í vor? Já, eg hla-kka tiO. þess að skoða bernskustöðvarnar, e g h e f i thlakkað til þess í 43 ár þ. e. a. s. allt síðan eg fór þaðan. Eg ætla austur á Flóstdashérað og dvel- ja þar einhvem tíma. Það hefir margt breyst síðan eg fór, sem betur fer. Van-trúin á landinu hefir rénað. Nú eru menn bjart- sýnin hér og hver umbótin rekur aðra. Við Vestur-Is-lendingamir fylgdumst með mi-klum áhuga með 'lýðveldisstofnuninni 1944. Eg þekti engan- Islendin-g, sem ekki fagnaði henni af einlægni. Ferðu svo vestur til Winnipeg aftur? Það er ætlunin. Kona mín og böm -eru öll þar vestra. Þetta eru örlögin. Það varð lengra í dvölinni þar en eg hugði í upp hafi þegar eg stóð á þilfarinu á Ceres og sá ís-land sökkva í sæ- En s-vona er lífið, kemur manni alltaf á óvart. Það er í senn grín þess og alvar. S. Bj- (Mbl. 8. feb.) HANGIÐ SAUÐAKJÖT til PASKANNA Leg Loin lb. lb. 31c Shoulder lb.1 Square shoulder—rack and neck off Fæst í búðinni að Sargent og Home SflFEUJQY Yi'úm MTA '&ftöX's -, C, I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.