Lögberg - 03.04.1947, Blaðsíða 6

Lögberg - 03.04.1947, Blaðsíða 6
6 (Ensk saga) HVER VAR ERFINGINN? G. E. EYFORD, þýddi i Dora Lamonte! Dora Lamonte!” sagði hann í æstum róm, og formælti henni. Svo stóð hann á fætur og hélt skjal- inu að ljósinu. Hann hélt skjalinu með báðum höndum til þess að vera viss um að það skyldi nú brenna. Það kviknaði seint í því, því pappírinn var afar þykk- ur, en þó fór loksins að rjúka úr brún- um þess. Hann var nú glaður og hugs- aði til þess, að það skyldi ekki standa í vegi milli sín og Wood Castle — milli sín og tveggja miljóna sterlingspunda, — það skyldi nú verða að öskuhrúgu þar á boröinu. Hann gat ekki haldið því stöð- ugt að ljósinu fyrir óstyrk, svo hann varð að styðja aðra hendina með hinni. Svo lét hann alt í einu hendurnar falla, og þrýsti hinum sviðnaða pappír að brjósti sér, því alt í einu gegnum þessa dauðaþögn og kyrð, sem þar var, heyrði hann að barið var á gluggann. Skjálf- andi og náfölur horfði hann á glugga- tjaldið; hann stundi af ofboðslegri angist, en reyndi þó að vera rólegur, og þurkaði kaldan svitann af enni sér. “ímyndun, bara ímyndun,” tautaði hann fyrir munni sér. En hann hafði ekki fyr hugsað það, en barið var í ann- að sinn; það hlaut að vera einhver úti. Hann beit sínar blóðlausu varir til þess að verjast að hljóða ekki upp, stakk skjalinu í vasann, tók lampann og dró gluggatjöldin til hliðar og horfði út um gluggann. Ljósgeislinn féll á andlit ungrar stúlku, sem var við gluggann. 7. Kafli Stúlkan, sem stóð úti fyrir gluggan- um var á að gizka 22 ára gömul. Hún var meira myndarleg en fríð í andliti, jafnvel þó maður hefði getað hugsað sér að undir betri kringumstæðum væri hún fríð. Nú var hún föl og þreytuleg; henn- ar dökku augnabrýr voru kipraðar sam- an, og angistarblik í augum hennar, og hennar mikla svarta hár, sem var sem umgjörð um hennar ávala ofurlítið gul- leita andlit, var alt flaxandi. Það mundi erfitt að segja, hvort George Lamonte fremur hræddist eða gleddist við að sjá hana. Það var auðséð, að honum brá við, því hann hafði nærri mist lampann úr hendi sér, og varð að bíða heila mín- útu þar til hann hafði jafnað sig svo, að hann gat opnað hina stóru glerhurð. “Gladys!” sagði hann, “er það mögu- legt að það sért þú? Nei, það er ómögu- legt!” Stúlkan fór inn í herbergið, glöð, að því er virtist yfir því, að hafa fundið hann; hún var þreytt og í dálítilli hugar- æsingu, og hallaði sér að handlegg hans. Það var auðséð, að hún var ekki einungis þreytt, heldur og líka óttaslegin. “Kæra Gladys,” sagði hann, án þess að setja lampann frá sér, “hvernig gastu komið hingað? Hversvegna —” Hún leit á hann og strauk hina hrafnsvörtu lokka frá andlitinu. “Ó, George, er það virkilega þú sjálf- ur? Eg var hrædd um að eg hefði farið vilt, og að eg væri komin alla þessa löngu leið —” '“Þú meinar þó ekki að þú sért komin alla leið frá London! — einsömul!” Hún gaf merki um að svo væri. “Jú, eg er komin frá London. Þú mátt ekki vera vondur við mig, George. Eg — eg gat ekki beðið lengur. Mér fanst tíminn svo langur' Því yfirgafstu mig án þess að segja eitt orð við mig um það? Eg vissi ekki hvort þú værir lif- andi eða dauður. Þrjár langar vikur — hugsaðu, þrjár vikur! Hvernig gastu gert þetta?” George beit sig í varirnar, og er hann setti lampann frá sér, leit hann ótta- slegnum augum í kringum sig. í hugaræsingunni sem hún var í, hafði hún talað hátt. LÓGBERG, FIMTUDAGINN 3. APRÍL, 1947 Þey, þey! Þú mátt ekki tala svona liátt,” sagði hann, “sá þig nokkur þegar þú komst?” “Nei, enginn,” sagði hún. “Eg hefi beðið úti í skógarrunnanum — eina tvo tíma, held eg. Eg sá gesti fara frá hús- inu — gamlan herra og ungan mann — og eg sá skuggann þinn á bak við glugga tjöldin,” og hún benti á gluggann, sem var svo langt niður og gat opnast til hliðar, svo hann var sama sem hurð. “Eg hefi beðið og beðið, en þorði ekki að gera vart við mig, því eg vissi ekki hvort þú værir einsamall hér inni.” George leit á gluggann og svo fram- an í hana; það var sem haun óttaðist eitthvað. “Sástu — sástu skuggann minn?” spurði hann órólegur. “Sástu — eg meina, sástu hvað eg gerði; sástu það?” - ( “Nei, eg gat ekki séð það; en eg heyrði hvað var talað hér inni. Ó, George, eg er svo þreytt!” Hann færði stól til hennar og bað hana setjast og svo gaf hann henni brennivínsblöndu að drekka. Hún drakk, og svo tók hann glasið frá henni. “Segðu mér nú alt um hvern- ig þú komst hingað og hvaðan, en segðu mér það eins lágt og þú getur,” sagði hann. “Þú þarft ekki að spyrja mig hvers- vegna að eg kom, George,” sagði hún og laut að honum og lagði hendi sína á handlegg' hans, hún starði sínum brúnu augum í augu hans, sem eins og reyndu að forðast augu hennar. “Því yfirgafstu mig svo lengi, án þess að segja mér eitt einasta orð um þaö?” “Eg skal segja þér það strax,” svar- aði hann. “Segðu mér hvernig þú komst — einsömul.” Hún brosti ofurlítið. “Einsömul, já; því ekki? Eg var ekki hrædd. Eg kom með járnbrautarlest- inni.” “En — en —,” sagði hann og brá lit, “hvernig fórstu að vita hvar eg var?” Hún brosti ofurlitlu sigurhróssbrosi. “Þú getur aldrei getið upp á því! Þú verðskuldar ekki að eg segi þér það. En eg skal samt sem áður segja þér það. Eg fylgdi eftir Simpson þjóni þínum, sem eg sá aka ofan að járnbrautarstöð í London.” “Fylgdir eftir Simpson!” endurtók hann með niðurbældu brosi. “Eg sá hann; nú vilt þú líklega spyrja um, því eg spurði hann ekki hvar þú værir,” sagði hún brosandi og hristi höfuðið. “Því eg vissi að hann mundi ekki segja mér það, George, eg treysti ekki þeim manni, og honum líkar ekki við mig heldur. Því hefir þú svo mikið traust á honum?” George bandaði frá sér með hend- inni, eins og hann vildi ekki heyra slíka spurningu. “Þú fylgdir eftir Simpson, og svo hvað meira?” “Að jámbrautarstöðinni,” svaraði hún og stundi við. “Eg stóð á bak við hann þegar hann keypti farmiðann sinn, og eg keypti mér farmiða til sama staðar. Eg var ekki langt frá honum, en liann sá mig ekki. Eg fór inn í lestina á síðasta augnabliki, og frá stöðinni fylgdi eg eftir honum hingað,” hún brosti aftur sigurbrosi. George brosti líka, en hans þunnu varir kipruðust, alt annað en ánægju- lega saman. “Kæra Gladys ” umlaði hann, eins og til að gera hana rólegri, “hvað óþol- inmóð, hve hugsunarlaus þú varst!” “Var eg?” sagði hún. “Kannske svo hafi verið, en eg eyddi engum tíma í að hugsa.” “En nú — nú, hvað hugsarðu þér að gera?” Svo rendi hún augunum um stof- una. “Hve stórt þetta hús er,” sagði hún, “tilheyrir það þér, George?” “Hvað?” sagði hann, og hrökk við. “Eg — eg — veit ekki — það var föður- bróður míns. Eg var búinn að hugsa mér að skrifa þér í kvöld og láta þig vita hvar eg væri, og segja þér orsökina til þess, að eg hefi ekki skrifað þér fyr.” “Já, því skrifaðirðu ekki?” spurði hún. “Vegna þess að mér var það ómögu- legt. Eg gat ekki farið út úr húsinu og þorði ekki að trúa þjónunum fyrir því. Fööurbróðir minn hefir verið fjarska veikur; hann liggur nú hér uppi sem lík.” “Uppi hérna, George?” “Já, svo þú sérð ” sagði hann í klökk- um róm, “að eg hefi góða afsökun lyrir því, að hafa ekki skrifað.” “Fyrirgefðu mér, kæri George, vertu ekki reiður við mig,” hvíslaði hún í mild- um róm, “segðu að þú sért glaður yfir því að eg er komin.” Hann brosti svo %kein í hans livítu tennur, en hristi höfuðið. “Mér þykir auðvitað vænt um að sjá þig, en mér þykir ekki vænt um að þú skyldir koma hingað, mín kæra Gladys. Hvað get eg gert við þig? Eg er ekki einsamall í hús- inu, þú skilur það; það eru margir þjón- ar hér, og þegar minst varir getur ein- hver þeirra komið hér inn. Hugsaðu þér bara í hve slæmar kringumstæður þetta óhugsaða fyrirtæki þitt hefir kom- ið mér — okkur báðum!” Hún lét augabrýrnar síga, og varir hennar skulfu. “Eg hugsaði ekkert út í það — eg vissi það ekki. Því gast þú ekki verið bú- inn að segja mér að þú værir hjá föður- bróður þínum? George, því hefir þú leyndarmál að dylja fyrir mér?” “Leyndramlá?” Endurtók hann með áberandi óþolinmæði; “eg áleit að það væri ekki nauðsynlegt að segja þér það. Eg vissi ekki að eg þyrfti að fara svo fijótt; en eg féltk boð um að eg yrði að fara strax. Nú þegar eg fer að hugsa um það, en nú man eg, að eg sagði Simpson að fara til þín og segja þér, að eg hefði orðið að fara strax til föður- bróður rníns.” Og hann gleymdi því.” sagði hún með fyrirlitningu, “eg hata þennan Simp- son!” og reiði og sársauki skein úr aug- um hennar, þau báru þess ljósan vott, að í þeim væri bæði áræði og geðríki; slík stúlka mundi ekki hika við að ferð- ast frá London til Wood Castle ein- sömul. “Vesalings Simpson,” nöldraði George Lamonte; “en kærðu þig ekki um það. Við verðum nú fyrst að hugsa um, hvað eigi að gera við þig. Þú, þú getur ekki verið hér.” “Get ekki? Nei, eg býst við því. Eg get farið strax til baka,” sagði hún í bitrum róm. George gekk fram og aftur í her- berginu; hann beit sig í varirnar og stalst til að líta á íiana. Svo gekk hann til hennar með úrið í hendinni og sagði: “Kæra Gladys, mér þykir leitt að þú neyðist til að fara strax til baka, eftir hálftíma fer lestin til London.” Stúlkan hallaði sér aftur á bak í stól- inn, með höndurnar í kjöltu sér. “Mér þykir fjarskalega fyrir því,” sagði hann og tók um haridlegg hennar, “en hvað get eg gert? Þú getur ekki verið hér; það'er alveg ómögulegt. Það er eitt lítið gistihús hér í nágrenninu, og ef þú færir þangað, yrði fólkið for- vitiö, svo það er ekki hægt. Vesalings Gladys mín, því komstu?” Hún leit á hann hvössum ranannsak- andi augum. “Já,” sagði hún stillilega, “það var heimskulegt af mér að koma. Þér þykir ekki væntum að sjá mig, George.” Hann vildi kyssa hana, en hún hrinti honum frá sér og stóð upp. “Eg ætla að fara,” sagði hún. “Það var heimskulegt af mér að koma hingað. Segðu mér hvaða leið eg á að fara,” og hún var þegar ferðbúin. “Líttu ekki svona sorgarlega út,” sagði hann. “Hvað hefði eg getað gert? Ef bara það hefði verið einhver staður— en það er engin. Eg vil fylgja þér á járn- brautar stöðina; við verðum að gánga því eg þori ekki að biðja um vagn. Vesa- lings Gladys mín, ef þú hefðir séð þessa erviðleika fyhr fram.” “Talaðu ekki meira um það,” tók hún frami fyrir honum. Eg er alveg sann færð um einfeldningskap minn, og eg er tilbúin að fara héðan. “Sestu niður meðan eg leita að hatt- inum mínum. Við verðum að komast héðan, svo enginn sjái okkur. Öfundsjúk augu vaka yfir hverri hreifingu minni í kvöld. Eg get ekki sagt þér neitt núna, en eg get það bráðlega. Sestu niður sem snöggvast eg kem strax aftur. Ef ein- hver kemur hér að dyrunum skaltu fela þig, farið útum gluggadymar og falið þig í skógarrunnanum.” Hann lauk upp hurðinni, gekk svo út og lokaði á eftir sér. I Unga stúlkan sat eins og áður, með höndurnar í kjöltu sér, og leit hrygg \ hug til hurðarinnar, þar sem liann hafði farið út. Ört lundarlag er þræll skjótra álykt- ana; hið skýndilega innfall, sem var þess valdandi, að hún var nú hér, og sem að þesssu hafði verið aðalstyrkur hen- nar, bilaði nú. Hún hafði vonast til að sér yrði fag- nað með opnum örmum, þó hún kynni að fá svolitla aðfinslu. Hún hafði lagt mikið á hættu nieð því að koma til hans svo langaleið ein- sömul, og án þess að láta hann vita u® ferðalag sitt en henni fanst að hann snerti það að engu. Slíkar tilfinningar og einlægni er stundum ervitt að skilja. George, nieð öllum sínum klókindum hafði ekki lesið hjarta þessarar stúlku, hverrar forlög voru að elska hann. Eftir eina niínútu kom hann aftur inn í stofuna. Xó kvöldið væri hlýtt, hafði hann þó farið í yfirfrakka og brett upp kragann, sem huldi mest af andliti hans. Hann læsti hurðinni eftir sér, gekk að bórðinu og blandaði brennivin oS vatn saman í glas, svo tók hann útúr skáp disk með sæabrauðs kökum á. “Kondu,” sagði hann,” borðaðu þessar kökur, og láttu sumar í vasa þinn til að borða á leiðinni, og drekktu þessa vínblöndu, kæra Gladys, annars verðurðu svo máttlaus.” En hún þáði hyorugt. “Eg get ekki,” sagði hún. “Eg þarf' nast einkis, eg verð ekki máttlaus. Við skulum nú fara; mér líður.ekki vel í þessu húsi; hún gekk að gler hurðinni og fór út. George tók fáeinar smá kökur og stakk í vasa sinn, fyllti litla flösku með brennivín og vatn, og svo fór hann á eft- ir henni. Þau höfðu gengið þegjandi í gegnum skógarrunnann — af varfærni hjá George, en af breyttu hugarástandi lijú Gladys. Ský dró fyrir tunglið svo það varð dimt, en George þekkti hvert fótmál á leiðinni, svo það tafði þau ekki. Loksins, án þess að þau segðu eitt einasta orð, komu þau að litlu hliði senr hann lauk upp. Svo þegar þau komu útá þjóðveginn, tók hann í hendi hennar og vildi leiða hana, en hún kippti hendinni að sér, svo hann varð að sleppa, og hélt hendinni fast að síðunni á sér. “Gladys kæra Gladys,” hvíslaði hann í sætum róm, “því ertu reið við mig.” “Eg er ekki reið við þig,” sagði hún kalt og ákveðið; “eg er reið við sjálfa mig, eg forsmái mig,” sagði hún.” “Kæra Gladys,” byrjaði hann aftur að segja í sorgarróm — en hún #ó^ fram í fyrir honum. “Það er rétt, sem þú sagðir; það var bjánalegt af mér að koma hingað. Pu hefir ekki sagt það með svo niörgum orðum, en andlit þitt, augu þín og bros, hafa sagt það.” “Hvað hef eg sagt,” spurði hann. “Ekkert,” svaraði hún án umhugS' unar með kaldri sjálfsvissu. “Ef Þu hefðir talað reiði þrungin heiftar orð þó þau hefðir verið bitur og hreint út sögð, að koma mín hefði gert þig reiðau, en að þú hefðir verið glaður að sjá niig> þá hefði eg getað fyrirgefið sjálfri mér; en þú varst ekki glaður yfir að sjá mig- Ef eg hefði verið sem þú—en eg er kona- Segðu ekki meira. Er langt ennþá til járnbrautarstöðvanna ? “Kæra Gladys,” sagði George aftur, , og nú ísmeygilegar en áður, “við verðum að tala meira—eg er fjaska, nátturlega fjarska kvíðinn fyrir því, hvort hægt er að halda þessari skyndiferð þínni leyndri.” Það var satt, að hann var kvíða full' ur, — f jarska kvíðinn fyrir því — vegna sjálfs síns. Stúlkan virtist lesa hugsanir hans, æ, því ver, nú í fyrsta sinni; nú gat hún lesið hug hans, sem opna bók. “Þú þarft ekki að vera hræddur,” sagði hún og það lá lítils virðing í mál' róm hennar; “það veit engin um það> aö eg fór hingað. Eg sagði afa niínum> að eg ætlaði að heimsækja nágranna- Hann er komin í rúmið fyrir löngu síðan- Þjónustu stúlkan fékk leyfi til að vera að heiman tvo daga, svo það er enginn sem veit um það.” George dró andan ofurlítið léttara við heyra þetta. ,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.