Lögberg - 08.05.1947, Síða 6

Lögberg - 08.05.1947, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. MAÍ, 1947 (Ensk saga) HVER VAR ERFINGINN? G. E. EYFORD, þýddi \ t___________________. “Þessi ósk föðurbróður míns er á- hrærandi unga stúlku —” Nichols spýtti í ákafa út úr sér. “Hann sagði þér hvað?” George veitti honum nánar gætur. “Minn kæri föðurbróðir sagði mér, að eg skyldi finna hér hjá Mr. Nathan Nichols unga stúlku, sem hann hefði mikinn áhuga fyrir.” “Nú,” sagði Nichols, “sagði hann þér nieira um hana?” George, bara hristi neitandi höfuðið. “Hann hefir þá ætlast til að eg segði alt um glæp hans,” sagði Nichols, “þú ert bróðursonur hans, — þú ert bróður- sonur fants og svikara!” George lyfti upp báðum höndum, eins og til að biðja sér vægðar, en eldur brann úr augum hans. Það gat skeð að þessi maður vissi ekkert um launungar- mál Arthurs Lamonte og Henriette Hastfield, og að gamall prestur hefði gift þau leynilega, hugsaði George. “Fantur og svikarií” endurtók Nichols og sló með kreftum hnefa bylm- ingshögg í borðið. “Þú segir að hann hafi sagt þér um glæpaverk sín, skammir og svik. Eg skal segja þér frá því. Eg og föðurbróð- ir þinn vorum skólafélagar og vinir. Eg var sonur skólameistara í Grenville. Föðurbróðir þinn fór burt til framhalds náms í öðrum skóla; eg var kyr heima, því eg var trúlofaður. Eg elskaði Henri- ette Hatfield, hún var dóttir skógar- varðarins á hinu stóra herrasetri Wood Casle, og við ætluðum að gifta okkur. Tveimur mánuðum áður en við átt- um að giftast, kom föðurbróðir þinn — vinur minn— heim til að vera heima í skólafríinu. Við vorum vinir sem áður, og eg, vesalings bjáninn, fór með hann með mér heim í hús skógvarðarins, til að kynna hann kærustunni minni. Sex vikum síðar struku þau burt, hvort með öðru.” Hann stamaði sem snöggvast til að þurka burtu stóra svitadropa af enni sér. George horfði stöðugt á hann. “Þau höfðu flúið,” hélt Nichols áfram í kiökkum málróm, “og daginn sem mér var sagt frá því, var æfi minni sama sem lokið. Eg fór frá Grenville og fór hing- að. Einu ári seinna kom hún til baka til mín — kom til baka til að deyja. Hún dó og eftirskildi mér Hann talaði nú í svo lágum róm að vart heyrðist. George hlustaði á hann með mestu eftirtekt. “Hún eftirskyldi mér barnið sitt. Eg — eg elskaði hana og sór, að eg skyldi vernda þetta barn, og það hefi eg gert. Þetta er mín saga. Hvað hefir þú að segja?” “Það er hræðilegt; það er óttalegt,” sagði George. “Eg hefi haldið loforð mitt,” hélt Nichols áfram. “Barnið hennar er nú fullþroska, án þess að vita nokkuð um afbrot móður sinnar. Hér inni í þessum stóra skógi, langt í burtu frá heiminum, hefi eg haft hana og vakað yfir henni og vemdað hana. vegna móður hennar. Þetta er sannleikurinn í þessu máli, án undandráttar. Hvað hefir þú að segja?” Hræsnarinn, fanturinn George La- monte var nú hinn ánægðasti, því hann skildi strax, að fósturforeldrarnir vissu ekki um, að barnið var fætt í löglegu hjónabandi. En hann varð auðvitað, að láta ekki bera á fögnuði sínum yfir því. Hann hristi bara höfuðið, og lézt taka mjög nærri sér að heyra þetta. “Þú héfir á hinn heiðarlegasta hátt uppfylt þá skyldu, sem þú tókst á þig af frjálsum vilja,” sagði hann. “En nú þarft þú ekki lengur að vera bundinn þessari skyldu.” Mr. Nichols leit hastarlega til hans. “Hver segir það?” spurði hann. “Eg segi það,” svaraði George valds- mannslega. “Þú hefir gert þína skyldu og meir en það. — Eg verð nú að gera mína. Á banasænginni fól hann mér á hendur umsjón dóttur sinnar.” Nichol stóð á fætur, náfölur og æst- ur og sagði: “Þér?” “Já, mér,” sagði George herralega. Nichols horfði á hann með ygldar brýr. “Hvar er sönnun fyrir því? Hvað gef- ur þér vald til þess?” sagði hann rólega. George brosti. “Það að eg kom hingað án þess að hafa valdsmanns skipun,” svaraði hann, “gerir engan mismun; það er nóg að eg kom hingað, og að föðurbróðir minn hefir trúað mér fyrir leyndarmáli sínu. Enginn nema eg, T?ú og konan þín þekkir sögu þessarar stúlku, og hvernig hún er til komin. Það var ósk föðurbróður míns, að því yrði framvegis haldið leyndu — leyndarmál- ið yrði grafið með honum. Því ætti þessi unga stúlka nokkurntíma að heyra eða vita um það, þar sem það bara væri henni til sorgar og vanvirðu?” Hann stanzaði og athugaði hvaða á- hrif orð sín mundu hafa, hann sat með hálf-lokuðum augum og reyndi að reikna út hugsanir gamla mannsins. Nichols gekk fram og aftur um gólf- ið, niðurlútur, með hendurnar fyrir aftan bakið. “Hvar hefði hún getað verið, þar sem hún hefði verið betur leynd en hér? Leyndarmál hennar og tilvera betur dulin en hér fyrir heiminum?” “Það er satt,” sagði George og brosti sínu rólega brosi — “En framtíðin, minn góði maður — framtíðin —” Nichols horfði bitrum augum á hann. “Eg er ennþá nógu ungur til að geta verndað hana, Mr. George Lamonte.” Það lá djúpt hatur í málróm hans, er hann nefndi nafn hans — þar sem sá hataði og djöfullegi Arthur Lamonte var föðurbróðir hans. Hver annar ep George hefði fundið til þess, að hann var móðg- aður með hvernig nafn hans væri nefnt; George vissi vel, að hann varð að beita hógværð og lempni, og bandaði því ofur- iítið með hendinni, eins og til að þagga niður skapæsinguna í Nichols. “Minn kæri Nichols,” sagði hann, í- smeygilega, “þú getur lifað lengi — og þú lítur út fyrir að gera það — þar til þú verður hundrað ára. Þú hefir leyst af hendi mjög heiðarlega það hlutverk, sem þú tókst að þér, en þú mátt ekki gleyma því, að þetta hlutverk, þessi skylda er nú fallin öðrum á herðar, sem er náskyldur hinni ungu stúlku, þeim, sem ennþá getur ekki uppfylt þá skyldu eins vel og þú, en viH gera það eins vel og honum er mögulegt. Mr. Nichols, eg er frændi ungu stúlkunnar,” Mr. Nichols verð rauður í andliti. “Þú talar um blóðskyldleika, talaðu heldur um skyldleika í vömmum og skömmum. Setjum nú svo, að — eg segi setjum svo — að eg neiti að sleppa stúlkunni í þínar hendur?” “Því trúi eg ekki, að þú gerir það,” sagði George í mildum róm. “Þú gleym- ir því, að við höfum ekki um mikið að velja í þessu máli.” Nichols horfði biturt og spyrjandi á hann. “Stúlkan er nú fullveðja, og —” “Haltu áfram,” sagði Mr. Nichols. “Og setjum, svo að þú viljir ekki sleppa henni undir mína umsjón, þá verð eg neyddur til að segja alla sögu hennar, og —” Hann þagnaði alt í einu, því Nichols hafði sýnt á sér hreyfingar snið fyrir framan hann, svo að George skalf af hræðslu og færði sig f jær honum. “Kæri, vertu rólegur, — vertu rólegur—,” sagði George með skjálfandi róm, “þú verð- ur að hugsa um, að það er ekki vegna minna eigin óska, að eg kom hingað; heldur til að uppfylla óskir míns dána föðurbróður, og vil uppfylla þá skyldu, sem hann deyjandi lagði mér á herðar. Eg vil ekki ásaka þig fyrir, að þú vilt ekki sleppa henni; það er þér til heið- urs — stórheiðurs, Mr. Nichols. En skylda — skylda; við verðum allir að gera skyldur okkar.” “Hefir nokkurntíma nokkur af þeirri fjölskyldu sem þú tilheyrir gert skyldur sínar?” spurði Nichols alvarlega. George hristi auðmjúklega höfuðið. “Eg, að mínu leyti, Mr. Nichols, eg hefi altaf reynt að gera skyldu mína, þrátt fyrir freistingar og ófullkomleg- leika. Og eg verð einnig að gera það nú. Því ættir þú að vera að setja þig á móti vilja og óskum föðurbróður míns? Gleymdu því ekki, að hún, sem einu sinni var barn, er nú fullþroska stúlka. Held- urðu að það verði mögulegt að halda henni hér inni í skóginum alla hennar æfi?” Nichols gekk út að glugganum. Hér hafði George í fyrsta sinn snert við- kvæmasta streng. Það var satt; hana var þegar farið að langa til að koma út í heiminn; gat hann haldið henni lengur leyndri og innilokaðri þar í skóginum? “Svona,” sagði George, “látum okk- ur ekki vera sjálfselska,” hann sá hvaða áhrif síðustu orð hans höfðu haft á Nichols; “látum okkur hugsa um vel- ferð hennar, meir en okkar eigin óskir. Hreinskilnislega verð eg að viðurkenna, að mér væri miklu geðfeldara að hún væri hér áfram, óáberandi eins og verið hefir. “Því sækistu þá eftir að fara burt með hana?” sagði Nichols í hásum róm. “Eg ætla mér að koma henni undir vernd og umsjá móður minnar. Hún býr ein í húsi í London, þar fær hún kærleiksríkt heimili, og aðra móður. Eg get vel skilið að þér mundi ekki vera Ijúft að skilja við þessa ungu stúlku, ef þú vissir ekki með hverjum hún færi, og hvert hún færi, svo eg kom með móður mína með mér.” Nichols leit út um gluggann á þessa rólegu hreyfingarlausu konu, sem sat á bekknum fyrir utan gluggann, og fór svo aftur að ganga um gólf í stofunni. “Er henni kunnugt um þetta?” spurði hann. “Hún veit ekkert um það,” svaraði George. “Móðir mín treystir skilyrðis- laust á mig. Hún hefir lengi þráð að fá stúlku, sem gæti verið henni sem fé- lagsmeý, og eg sagði henni, að eg vissi af stúlku, sem eg gæti útvegað henni.” “Ætlar þú að varðveita leyndarmál- ið?” spurði Nichols. “Já, í fyllsta máta,” svaraði George með hátíðlegri alvöru. Nichols gekk fram að dyrunum og opnaði hurðina. “Bíddu,” sagði hann og fór. 12. Kafli. George stóð upp, gekk út að glugg- anum og horfði á eftir honum þangað til hann var horfinn út í skóginn; svo fór hann út og brosti til móður sinnar, með látbragði eins og hann hefði unnið stóran sigur öllum heimi til blessunar. “Mér þykir slæmt, að eg verð að láta þig bíða, móðir mín,” sagði hann. “Eg hefi átt langa samræðu við föður henn- ar.” Mrs. Lamonte leit upp hrædd og aumkunarleg í andliti, eins og hún var æfinlega í nærveru sonar síns. “Það gerir ekkert til, George; en þú — en, lítur hann ekki út fyrir að vera mentaðri en vanalegur skógarhöggs- maður, og hvers vegna lítur íiann svona alvarlega og hörkulega út, og ert svo óviðfeldinn?” “Að búa svona fráskilinn mannfé- laginu inn í þessum þykka skógi, hefir gert hann kaldan og alvarlegan,” svar- aði George, “og svo liggur náttúrlega illa á honum út af því, að dóttir hans fer frá honum.” “Vesalings maðurinn — vesalings stúlkan, andvarpaði móðir hans. George leit á hana með ánægju- brosi á andlitinu; en hlustaði eftir hvort hann heyrði fótatak Nichols, sem hann auðvitað hélt að kæmi strax til baka. “Þú hefir viðkvæma lund. móðir mín; eg sé það fyrirfram, að það verð- ur aldrei lengi sem unga stúlkan þarf á annara meðaumkun að halda. Þú ert ávalt viljug að opna arma þína og taka hana að hjarta þínu. Er það ekki, móð- irmín?” Mrs. Lamonte leit upp — eins og hún vildi komast að, hvað hann vildi að hún skyldi segja, og hún sagði já, því það var það, sem hún hélt að hann vildi að hún segði. “Já, mér skal þykja vænt um að fá unga stúlku fyrir félaga — káta og fjöruga stúlku—” sagði hún; “eg hefi verið býsna einangruð síðan þú fórst í burtu.” “Og ég verð að vera svo mikið í burtu,” sagði hann.,“En, móðir mín, þú mátt ekki gleyma hvað ég sagði þér áður. Það eru ýmislegar ástæður fyrir því, að það má ekki tala neitt um fortíð hennar.” “Eg skil það, George,” sagði móðir hans. Hann hugsaði sig um sem snöggvast, svo hélt hann áfram. “Og syo er annað, láttu ekki bera á neinni undrun, þegar þú sérð hana, yfir útiti hennar og framkomu þú verður a,ð muna það að hún hefur verið alla æfi sína hér inní þessum þykka skógi, með skógarhöggsmanni og konu hans, sem hinn einasta félagsskap sem hún hefur kynnst.” “Foreldrum sínum,” spurði Mrs. Lamonte. George brá ofurlítið við spurning- una. “Eg”, sagði föður hennar og móðir, gerði ég það ekki?” sagði hann smjaðurslega. “Já, hérumbil — faðir hennar og móðir. Við megum ekki búast við og miklu, og þegar allt kemur til alls, er langtum skemtilegra að hafa stúlku, sem ekki hefur orðið fyrir áhrifum sið- menningarinnar í kringum sig, þó hún kunni að vera dálítið ruddaleg og óslípuð—” “Eg skal gera mig ánægða með hana, ef hún er góð stúlka,” sagði móðir hans. “Rétt, dygðin er eins og dýr gim- ' steinn, þó hann sé settur í auðvirðilega umgjörð. Ó,” hann þagnaði alt í einu, og Mrs. Lamonte leit upp undrandi og leit í somu átt sem hann horfði. Nichols kom ekki einsamall til baka. Fram úr hinum myrka skógi kom með honum, þeim til stærstu undrunar há- vaxin og fögur og tignarleg stúlka, sem í sannleika mátti taka fyrir eina af skóg- ardísunum. Hvað þau höfðu gert sér ranga hugmynd um hana; þau höfðu búist við að mæta stúlku sem væri bæði í útliti og háttum eins og hálfgerður villingur, og nú, hvað sáu þau? Mrs. La- monte varð ná föl í andliti, og varð að setjast aftur. George stóð þar eitt, augna blik alveg málaus, staraandi á þessa til komumiklu stúlku, sem nú færðist nær þeim; hann vissi ekki hvað hann ætti að halda um hana, það var svo óvænt; loks- ins náði hann sér, tók ofan hattin og heilsaði henni. Stilling og yndisleiki, var henni meðfætt, og hennar frjálsa líf hafði en meir aukið þessa einginleg leika hennar; Dora kom nú til þeirra. Það var einungis ofur litill roði á hennar fríða andliti, sem gaf til kynna að hún hafði ofurlítin hjartslátt, en hún leit á þau með föstu og óttalausu augnaráði sem hafði haf svo mikil ahrif á Fred Hamilton. í annari hendinni hélt hún á burkna bindi, þessari fögru plöntu, á- samt nokkrum bláklukkum, sem hún hafði tínt upp, á blettium þar sem hann hafði legið og hvílt sig; í hinni hendinni hélt hún á hattinum sínum. Jafnvel hennar óbreytti búningur úr vanalegum baðmullar-vefnaði, jók og á þau áhrif, sem hún hafði á Mrs. La- monte og George, sem nú sáu hana í fyrsta sinn, en höfðu búist við að sjá alt annað. Nichols var harður og kaldur á svip- inn, og er hann kom að húsinu, tók hann í hendi hennar. Hann leit fast í augu George, og sagði: “Mr. Lamonte, eg hefi sagt dóttur minni frá tilboði móður þinnar, að taka hana til sín, og eg hefi sagt henni að bíða með að svara því, þar til hún sæi þig og móður þína.” George hneigði sig og lagði hendina á handlegg móður sinnar. “Miss Nichols,” sagði hann í róm, sem var eins og blendingur af föðurlegri ást og virðingu, “þessi kona er móðir mín. Eins og flestar mæður, er börnin eru farin að heiman, og farin út í heiminn, býr hún einsömul og finnur sárt til ein- verunnar. Hún vill fá unga stúlku, sem vill vera hjá henni. Það er ekki einungis heimili, sem, hún býður þér, en — eg held mér sé óhætt að segja það, kæra móðir mín — einnig móðurlegt hjarta.” “Já, það er áreiðanlegt,” sagði móð- ir hans, og er hún rétti fram hendina, skalf málrómur hennar og tár komu fram í augu hennar. Dora, sem hafði horft á þau á víxl, kom nær þeim og tók í útréttar hendur þeirra, en sneri sér strax að Nichols, tók um handlegg hans og hjúfraði sig að honum og sagði: “Nei, faðir, eg get ekki yfyrgefið þig!” sagði hún í stamandi róm. Nichols laut höfði, til að láta bera sem minst á tilfinningum sínum. * “Sussu!” sagði hann. “Það er þér fyrir beztu. Mundu hvað eg hefi sagt. Þú óskaðir eftir að sjá heiminn—”* “Já, með þér,” sagði hún, svo hátt að allir heyrðu. “Nei, Dora, heimurinn og eg hafa skilið fyrir löngu síðan. Það er ekki um neitt slíkt að tala.” “En á eg þá aldrei að fá að sjá þig aftur?” spurði hún grátandi. “Jú, jú,” svaraði hann, “við skulum sjást af og til,” og hann horfði á George, sem nú blandaði sér inn í samtalið. “Eg vona, Miss Nichols, að við fáum með tíð og tíma talað svo um fyrir föður þínum, að hann hætti þessu einverulífi hér úti í skóginum. Þú verður að vera sá segull, sem dregur hann burt héðan inn í mannfélagið.”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.