Lögberg - 15.05.1947, Blaðsíða 2

Lögberg - 15.05.1947, Blaðsíða 2
 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. MAI, 1947 X1 1 . . ‘ 1------ 111 1 ----* V STEINÞÓR SIGURÐSSON: A Vatnajökli MEÐ VÉLSLEÐA OG JEPPA Það er ekki greiðfært suður Ódáðahraun, þótt hægt sé að fara það á bíl. Að minsta kosti var áframhaldið ekki mikið á leið- angrinum sem hélt suður hraun- ið 4. ágúst í sumar. — Árni Stef- ánsson, aðalbifvélavirki og vél- sleðavirki fararinnar ók í farar- broddi í jeppa með vagn í eftir- dragi. Á vagninum var vélsleð- inn bundinn, og inni í jeppan- um töluverður hluti af farangri leiðangursins. Þá kom Einar Sæmundsson í fyrverandi stríðs- vagni, þ. e. jeppa án yfirbygg- ingar, allmikið af farangri og viðgerðarverkstæði leiðangurs- ins, en allar bensínbirgðir í eftir- Nú byrjuðu þær alla að tala í einu, en mamma, sem var helsta konan, stöðvaði það með því að rétta upp hönd. Hún sagði svo: “Við skulum hlusta á hvað Mnea- maka systir okkar leggur til mál- anna.” Mneamaka hafði orðið systir mömrnu og allra hinna kvennan- na, vegna þess að hún var skyld móður Mgbeke. Svo langt ná fjölskylduböndin í Nigeriu. “Það er satt.” sagði Mneamaka, “að það er ósæmilegt að gefa gestum manns síns hýrt auga. En munið eftir því að Mgbeke er ung, og að hún er ágæt húsmóðir þótt hún sé ung. Auk þess skuluð þið minnast þess, að hún hefir aukið mjög á virðingu fjölskyld- unnar vegna þess hvað hún á marga ættingja. Okeke faðir hen- nar á sjö bræður og fimm syst- ur og Modukue móðir hennar á sex bræður og sex systur.” Þessi röksemdarfærsla virtist hafa mikil áhrif og Mgbeke slapp með lítilsháttar sekt og áminn- ingu. Og þá forðuðum við okkur, bræðumir. Vestrænum þjóðum m u n u þykja það hlægilega litlar sakar- giftir að kalla konu fyTÍr dóm fyrir það eitt að gefa hýrt auga. En eg hefi hlustað á aðrar mál- stefnur og aldrei hejrrt þyngri sakargiftir bornar á konu en það að henni sé ósýnt um heimilis- störf, að hún sé of málskrafs- mikil og kærulaus. Því að það er hugsandi að þær séu manni alvarlega af sér gagnvart manni sínum og fjölskyldu. Það er ó- hugsandi að að þær sku manni sínum ótrúar. Slíkt gæti þeim aldrei komið til hugar. Það má líka teljast óhugsandi að ung stúlka hrasi. Og það er enn fjöl- skyldulífinu að þakka. Því að það er eigi aðeins að lauslát stúlka hafi fyrirgert allri von um að eignast mann, heldur mundu allar systur henngr verða teknar úr hópi þeirra sem taldar eru gott kovnfang. Þess vegna gætir hver ung stúlka heiðurs síns. Enu sinni varð uppi fótur og fit, venju fremur, heima hjá okk- ur, og innan skamms höfðu allir fengið að vita hvernig á því stóð. Idiong, eldri bróðir minn, vildi fá sér konu. Hann var þá 17 ára. Hann hafði blátt áfram farið til mömmu og sagt við hana: “Eg ætla að taka mér konu, ef þú vilt velja hana handa mér.” 1 hálfan mánuð höfðu svo farið fram ráðagerðir á bak við tjöldin, án þess að við krakkamir vissum af. Allar konurnar, mágkonur, frænkur og frænku frænkur, höfðu setið á rástefnum til að ræða um hvert konuefnið mundi best. Ungu stúlkurnar höfðu ver- ið bornar saman rækilega og alt metið: fjölskyldu líf þeirra (og stærð fjölskyldu auðvitað líka) heilsufar ættanna og fortíð þeirra. Að lokum var ákveðið að tala við Chukwuemaka og konu dragi, en alls voru það um 450 lítrar af bensíni, sem lagt var upp með frá Álftagerði. Þegar þurt var veður voru eftirsóknar- verðustu sætin í jeppanum hjá Einari, því þaðan var hægt að njóta útsýnisins í allar áttir. Loks kom Egill Kristbjörnsson á fordinum. 1 honum lá alt það dót, sem við vildum hafa sem hand- bærast á leiðinni. Þetta var og er mesti ágætis bíll. Ekki einn af þessum nýju bílum, sem reka niður kúluna strax og miosta ó- jafna er á veginum, heldur bíll, sem er fær í flestan sjó. Þar sem jepparnir fóru á fyrsta lággíri hans og biðja dóttur þeirra, sem hét Oyilinni. Nú var farið í heimsókn til þeirra og fór öll fjölskyldan og eg auðvitað með. Við fórum með gjafir, pálmavín, og var sest að drykkju undir eins og við vorum komin inn í hús Chukwuemaka. Talað var um alt milli himins og jarðar, nema erindið — um veðrið, upp>skenma og stjómmál. Idióng sagði ekki eitt einasta orð. En stúlkan gekk um beina og var altaf á ferðinni milli eldhús og setuskála. Að lokum helt faðir minn stutta ræðu: “Vinir mínir”, sagði hann, “þið munuð fara nærri um það hvert reindi við eigum. Elsti sonur minn óskar að fá Oyilinni fyrir konu. Við mundum telja okkur það mikinn heiður ef þið samþyktuð þann ráðahag.” Húsfreyja reis á fætur til að segja Oyilinni tíðindin, en hún hafði gætt þess að vera frammi í eldhúsi þegar bónorðið var borið ,upp. Oyilinni varð niðurlút en sagði ekkert. Það þýddi “já.” Að vísu hefði ekki skift neinu máli þótt hún hefið sagt nei. Því að hér var ekki um að ræða giftingu ungrar stúlku og pilts, heldur tengdir milli ætta. Eftir þetta fórum við öll heim. Næst var að ákveða mund konun- nar. En það var engum vand- kvæðum bundið því að faðir minn var höfðingi eða kóngur, ef þið viljið kalla hann svo, og stórríkur. En hefði hann verið fátækur maður, þó hefði sonur hans ekki fengið konuna fyr en mundurinn var að fullu greiddur foreldrum hennar. Að þessu sinni samsvaraði mundurinn 200 dollurum. Upp- hæðin er mismunandi, 100-300 dollarar, eftir því hvar er í Niger- iu. Fer það mjög eftir venjum á hverjum stað, en alls ekki eftir efnahag þeirra, sem hlut eiga að máli. Meðan á festum stóð hittust þau hjónaleysin mjög sjaldan, voru aldrei tvö saman, áttu engar launstefnur með sér, kystust ekki né sýndu hvort öðru nein ástara- lot. 1 okkar tungumáli er ekkert nafn á ást, við tölum aðeins um “að lítast á.” Meira að segja, það eru mjög fá orð í málinu ef þau eru þá nokkur, sem eiga við ásta- líf karls og konu, né heldur ástar- orð. -f Nú kom að giftingardeginum, og þá var mikið um að vera. Heima í húsi bróður míns söfnuð- ust saman allir vinir hans og ættingjar og þar var etið og drukkið, sungið og dansað. Eins var á heimili brúðurinnar, þar voru allar vinkonur hennar og ættingjar. Klukkan níu um kvöldið hófst svo aðal athöfnin. Oyilinni, vinstúlkur hennar og fjölskylda helt á stað í stórri fylkingu heim til okkar. Oyilinni upp sandbrekkurnar og sigu svo hægt, að vart var hægt að sjá þá hreyfast upp á hraunstallana, sem svo tóku við, þar fór ford- inn á fullri ferð og tók loftkast þegar hann lenti á hraunstallin- um, en engar alvarlegar bilanir urðu. Ef eitthvað smávægilegt var að þuirfti eigandinn bara að bregða sér úr bílnum og hlaupa upp í fremsta bílinn til þess að ná í viðgerðarmanninn. En sem betur fór kom þetta sjaldan fyrir. Það var ekki fyrr en á heimleiðinni, að annað framhjól- ið fann upp á því að fara undan bílnum og taka krók á leið sína beint ofan í síkið í Skagafirði, svo eignandinn varð að vaða upp í mitti til þess að ná í það. Verra var það með bílinn hans Einars. Bensíndælan vildi ekki vinna rétt, og allt kom fyrir ekki. Loks var hún afskrifuð og stór dunkur bundinn ofan á bílinn og var í sínum bestu skartklæðum með alt skraut sitt hálsfestar og armhringa. Við hlið hennar gengu bestu vinstúlkur hennar og á eftir komu svo hinar vin- stúlkurnar og fjölskyldan. Frændur hennar báru allar eigur hennar og brúðargjafir — miklu meira en 200 dollara virði. Einn var með nýja saumavél. Tveir roguðust með stóra kistu á milli sín. Aðrir voru með kassa, fataböggla, búsáhöld, potta og pönnur og mat. Og hér, eins og í Ameríku, stóð fjöldi fólks við veginn til að horfa á, og konurnar hrópuðu: “Er hún ekki fögur?” eða “Hvílíkar dýr- indis gjafir!” Þegar fylkingin var komin inn í húsagarð okkar, var öllum farangrinum raðað fyrir utan hús bróður míns, svo að allir úr báð- um fjölskyldunum gæti skoðað hann og dást að honum. Svo var slegið upp veislu og dansað. En dansiim er ekki eins og í Ameríku. Piltrnir og stúlkur- nar snerta ekki hvert annað, þaðan af síður að piltamir leggi handleggina um mitti stúlknan- na. Og engum datt í hug að draga sig út úr til að tala saman í h 1 j ó ð i . Hófinu lauk undir morgun. Svo biðu nú allar konumar í fjölskyldunni með óþreyju eftir því að Oyilinni uppfylti skyldu sina við ættina, að ala barn. Og þær vom orðnar sorgmæddar Þegar árið leið svo, að engar líkur voru til að fjölgaði hjá henni. Að lokum kom Oyilinni til móður minnar og sagði: “Eg er hrædd um að sonur þinn, maður- inn minn, sé orðinn óþolinmóður. Hann er farinn að vera úti á kvöldin drekka með félögum sín- um. Mér þykir fyrir því að eg hefi ekki getað alið honum erfingja. Og eg held að hann þurfi að fá sér aðra konu.” Svo benti hún á stúlku, sem hún taldi æskilegt konuefni handa honum, og brátt var haldin ný brúð- kaupsveisla. Það getur verið að eg hafi öf- undað bróðir minn ofurlítið þegar hann gifti sig svona hvað eftir annað, en það var þá af því að alt snerist um hann þær stund- irnar, en ekki af því að hann var einkaerfingi. Því að slíkir menn hafa meiri skyldur en rétttindi í Nigeriu. Eg gæti farið heim til Nigeriu jþegar á morgun, sest upp hjá fjölskyldunni og lifað þar kónga- lífa til æviloka, án þess að gera eitt einasta handarvik. Bróðir minn mundi ala önn fyrir mér. Hann gerir það hvorki í gustuka- skyni né af bróðurást, heldur mundi hann telja það sjálfsögð og eðlileg forréttinli sín og telja það heiður fyrir sig. (Lesbók) benzínið látið renna sjálfkrafa 1 Karbúratorinn um gúmmíslöngu. Þetta gekk að vísu ágætlega, nema hvað karbúratorinn vildi stíflast. Var ekki haldið tölu á því, hve oft hann var tekinn frá bílnum og hreinsaðu-r. Við hinir, þ. e. Einar Pálsson og ég vorum svona hér og þar, stundum á undan og stundum á eftir, eða þá í eða á einhverjum bílnum, og venjulega mátti sjá rauðu skotthúfuna hans Sigurðar Þórarinssonar í grennd við eitt- hvert rofabarðið, því þar var hann að rýna í öskulögin. En því miður fór rofabörðunum fækk- andi eftir að komið var upp úr Suðurárbotnum. En sem betur fer eru greið færir kaflar á leiðinni og um kvöldið var komið að jarðri Dyngjujökuls Norðan við jað- arinn eru þarn-a rennisléttar leir- ur og sandar, þar sem vestustu kvíslar Jökulsár á Fjöllum breiða úr sér og sveigjast frá jökulrönd- inni, en jarðarinn sjálfur er girt- ur allháum kambi af jökulruðn- ingi, sem ekki er árennilegur á að sjá. Næsta mo-rgun er alt tekið af jeppunum, keðjur settar á þá, og þeir útbúnir í eldraunina. Aðrir fara að ryðja brautina yfir jökulurðina. — þ>etta veirk geng- ur -greiðlega, því að Jóhannes Áskelsson, Árni og Egi'll hafa verið þarna fyrir hálfum mánuði og farið upp með jeppa. Það þarf ekki að lýsa því, hvemig vegur- inn var. Víðast hvar var þunnt lag af fínni möl, rennblautri, svipaðri steinsteypuhræru ofan á glærum jökulís. Þegar farið var að hreyfa við þessu var eins og alt blotnaði upp, og þar sem maður sökk í með vaðstígvélin vildu þau sitja föst. Jepparnir komust þó upp með aðstoð, og dótið bárum við á eftir. Jökull- inn var sléttur að baki jökul- urðarinn-ar og hallaði honum jafnt uppeftir. Stórar jökulkerl- ingar voru á víð og dreif, en á milli þeirra ís, sundurskorinn af mjóum rennum. Sumsstaðar eru lækir á skorum þessum og á ein- um stað förum við yfir allstóra á. Þeir Árni og Einar Sæm. aka bílunum og Egill gengur á und- an og velur leiðina ásamt þeim Sigurði og Einari Páls, en eg geng á eftir og merki leiðina með 11 fcm. löngum tvinnaþræði, sem Haraldarbúð hafði -gefið leiðangrinum Stundum eru greiðfærir kaflar, þar sem við sitjum á jeppunum, en þess á milli þarf að staðnæm- ast og leita að leið áfram og stundum höggva leið milli ísturn- anna. Nú rennur tvinninn á enda. þar er sett flagg á bambusstöng og síðan gengið eftir áttavita í suður. Þetta flagg fundum við aldrei aftur. Mun það hafa fall- ið í roki, er síðar kom, en tvinn- ann fann Egill nokkru neðar. Þrem til fjórum km sunnar var sett annað flagg og um 18. km. frá jökulröndinni og var komið í snjó. Jepparnir komust nú ekki len-gra, og þar sem dimmviðri var og áliðið dags var tjaldað og gengið til náða. Þarna dvöld- umst við í fimm daga vegna dimmviðris. Hitastigið var alt- af nálægt frostmarki, annað veif- ið snjóaði og stundum rigndi. Við settum vélsleðann saman og tók- um að æfa okkur í því að aka honum. Sem betur fer var en-gin umferðalögregla í grendinni og víðáttan nóg á alla vegu, því illa vildi ganga að hafa hemil á hrað- anum. En alt lærðist þetta með tímanum. Einn daginn fórum við Árni í könnunarleiðangur upp jökulinn. Komumst við þá að raun um, að nokkrum km. sunnan við okkur tók við ófær krapablá. Þann 11. ágúst var all- mikið tekið að líða á þann tíma, sem við gátum verið á jöklin- um. Hafði þá snjóað um 15 cm. síðan við komum á jökulinn, svo að færi h-afði batnað. Ennfrem- ur hafði fryst dálítið um nóttina, og við vonuðum að hægt væri a komast yfir krapa-blána. Þá höfðum við og grun um að vera kynni bjart suður í Grímsvötn- um. Var því búið upp á sleða, sem vélsleðinn átti að draga, en er halda átti af stað, sýndi sig, að farangurinn var of þungur fyirir færið. Ákveðið var þá, að f-ara suður í Grímsvötn með mat til eins d-ags, tjald og prímus, en alla svefnpokana skildum við eftir og annan farangur. Þannig komumst við með erf- iðismunum upp verstu brekk- urnar og yfir krapablána. Vorum við um þrjár stundir að komast fyrstu 7 kílómetrana. En síðan tók við jafnara land og þar var snjórinn fastur, svo að sleðinn rann mjög auðveldlega. Dró nú sleðinn alla á skíðum, auk farangursins, og gekk ferðin nú stórslysalaust suður að Gríms- vötnum, en þangað komum við klukkan sex um kvöldið. Var þá orðið bjart veður og nokkuð frost. Jú, ferðin gebk stórslysa- laust. Að vísu datt mótorinn einu sinni af vélsleðanum, en það eru bara smámunir, þegar Ámi er með. Ekki þarf heldur að geta þess, að Sigurður -gróf sig niður í snjóinn með tveggja kílómetra millibili til þess að mæla snjódýptina meðan við bygðum vörður til þess að merkj-a leiðina. Alt tekur þetta sinn tíma. Það var rétt með naumindum að við gátum mælt það í Grímsvötnum, sem við ætl- uðum að mæla, áður en sólin hvarf bak við Bárðarbungu sunnanverða. Ætlunin var að verða þarna um nóttina, en ein- hvemveginn varð það úr að við lögðurn af stað heimleiðis um miðnætti. Þótti víst öllum frek- ar kalt a leggjast til svefns í tjaldinu án poka, þótt allir væm vel búnir. Nú fórum við í öll þau föt, sem’ við höfðum meðferðis, dróg- um hetturnar yfir höfuðið og settum trefil eða klút fyrir and- litið nema hvað augun gægðust gegnum smágat. Það var sem sé norðannæðingur, sem við höfðum beint fangið, og dálítill renin-gur. Eg stýrði sleðanum og Einar Pálsson sat í aftu-rsætinu. — Hann hafði meitt sig lítils- háttar í fæti. Hinir héngu í böndum. Ekkert sást vegna myrkurs og renningsins. Við fómm eftir átta- vita. Eftir skamma stund var farið hjá fyrstu vörðunni. Síðan sáum við enga vörðu. Síðar kom í ljós, að við vorum lítið eitt of austarlega. Ferðin gekk mjög vel, því færi var hið bezta. Þegar birti, vom Kverkfjöll ekki langt í burtu framundan. Veður var stilt og bjart og ákváðum við þá að bregða okkur til Kverkfjalla. Við stefndum á -gufusúlur vestast í fjöllunum. Landinu tekur að halia á fótinn og við verðum að faira hægara. Einar sofnar á sleðanum, sem við höfum í eftir- dragi, og mér er ekki grunlaust um að sumir af hinum hafi stund- um fengið sér dúr standandi á skíðunum. Þegar komið er allhátt upp í vesturbunguna á fjöllunum, en hún er 1860 m. há skellur á okk- ur þoka. Við lendum lítið eitt austan í bun-gunni, en þar er snjórinn svo djúpur og hliðar- halli mikill, að erfitt er að kom- ast áfram. Skyggni var einnig slæmt, vegna þokunnar, og við þorðum ekki að halda áfram með sleðann. Var því -tjaldað og lagst til svefns. Eftir tæpa klukkustund vöknuðum við í -glaða sólskini. Þokunni -h-afði létt, er sólin kom á loft. Er stirax haldið af stað, og allur faran-gur skilinn eftir. Það eru aðeins fjórir km. að dalnum með hverunum. Við skildum meira að segja skiðin eftir, nema Árni. Hinir liggja á sleðanum, sem altaf er í eftirdragi. Vélsleðinn þyrlar snjónum' yfir þá, og Sig- urður, sem situr fremstur er horfinn í stóran snjóskafl á sleð- anum, þegar við staðnæmumst. Þetta er einn af þessum ótrúlega björtu og stiltu dögum, sem ein- stöku sinnum eru hér á háfjöll- um. Hveradalurinn blasir við okk- ur. Gufumekkina leggur beint í loft upp. Umhverfis eru háir hamrar og hengjur. Alt er þakið nýfallinni mjöll. Árni brunar á skíðum niður í dalinn, á annað hund-rað metra háa brekku, en við hinir bindum okkur í f jalla- línu og igöngum varlega niður brekkuna. Þarna dveljum við fram undir hádegi. Er þá haldið til baka, sezt á sleðann og ekið austur á austustu o-g hæztu hnúk- ana tvo. Við ökurn alveg upp á annan þeirra, en staðnæmdumst um 20 metra fyriir neðan hinn, í 1900 metra hæð. Hnúkurinn er 1921 metri að hæð. Útsýnið er stórkostlegt í allar áttir, og Brú- arjökull liggur við fætur okkar. Þá er hal-dið heim í tjaldið og síðasta nestið borðað. Aþvíbúnu er 1-agst til sVefns í -nokkrar mín- útur og alt hen-gt til þerris, sem deigt er orðið. Sían er haldið h-ekn í -tjaldstað- inn á Dyngjujökli. Brekkumar eru lan-gar vestuir af Kverkfjöll- um og hallar unda-n fæti, en færi tekið að verða þungt vegna sólar- innar. Bensínið er komið að þrotum, svo að við bjuggumst við því þá og þe-gar að sleðinn stað- næmdist. Alt gekk þó a óskum. Við komum -heim skömmu fyrir sólarlag, og höfðum þá verið þrjár -klukkustundir á leiðinni. Bárðarbunga var heið og björt í vestri. “Hver vill skreppa með mér þangað upp,” segir Árni. Enginn vill fara. Allir fara að sofa. Næsta morgun á að halda af stað heimleiðis. En næsta margun er Bárðar- tunga heið og freistin-gin er of mikil. Aftur er haldið af stað. Færið er hið ákjósanlegasta. Ferðin -gengur vel, en oft verð- um við að vera á lággírunum, því að brekkumar eru margar á leið- inni. Tjaldstaðurinn er í 1200 metra hæð, en Bárðarbungan er um 2000 metrar. Eftir fjórar klukkustundir erum við uppi. Vegalengdin sem við höfum farið var um 40 km. J»arna er eitt víð- asta útsýni á öllu landinu. Austur á Dimmafjallgarð og Snæfell, norður -að Kerlingu í Eyjafirði og Mælifellshnúk, vestur á Reykja- nesfjallgarð og suður á Öræfa- jökul. Við mælum snjódýpt og hæð. — Hæðin er 1988 metrar. Þá er ljósmyndað og filmað. 1 austri -heyrist til flugvélar. Örlítill depill sézt í fjarska. Hann stækkar, nálgast. Það er Kata. Hún flýgur. beint yfir okkur á jöklinum. Við sjáum fólkið í gluggunum. K-ata snýr við, tek- ur stóran sveig og lækkar flu-gið og flýgur aftur yfir okkur. Aftur er myndað og veifað. Kata hverf- ur í vestri. Við höldum í austur, eftir háhryggnum. 1 suðri er Hamarinn, ekki langt í burtu. Nú er alt undan fæti og áður en varir erum við komnir niður bröttustu brekkurnar. 1 suðri sézt til Grímsvatna og skammt frá okkur er stóra “jarð”-fallið, sem myndaðist við jökulhlaupið í vetur. Við staðnæmumst og mæl- um, myndum og borðum. Þá er haldið beint í tjaldið. Vörðumar okkar eru skammt austan við okkur. Nú eru engir erfiðleikar að sjá þær. Eftir rúm-a klukku- stund erum við heima í tjaldinu og staðnæmumst aldrei á leið- inni. — Var nú h-aldið rakleitt norður í Reykjahlíð um nóttina og allan næsta dag. Þar tjölduðum við hjá Stórugjá og fengum okkur bað í gjánni. —F^lkinn. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar Faðir minn á sextán konur t

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.