Lögberg - 15.05.1947, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.05.1947, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. MAÍ, 1947 (Ensk saga) HVER VAR ERFINGINN? G. E. EYFORD, þýddi “Viltu koma til að heimsækja mig, faðir minn?” spurði Dora “Já, eg skal gera það, hvert sem þú ferð,” og hann horfði yfir höfuð hennar á George; “þú mátt vera viss um að eg skal vaka yfir þér og verndá þig, ef nokkuð vont kemur fyrir þig—” “Vont?” sagði hún grátandi og horfði framan í hann. “Mr Nichols, þú mátt ekki hræða dóttur þína,” sagði George milt og í- smeygilega; “hún heldur þá að heim- urinn sé fullur af ijónum og úlfum, sem sækjast eftir að gleypa hana. Eg held Miss Nichols, að þú verðir alveg óhult í húsi móður minnar og undir hennar vernd.” “Já,” sagði Mrs. Lamonte, og færði sig nær Doru; “eg hefi aldrei átt dóttur. Ef þú kemur til mín, skal eg verða móð- ir þín og þú dóttir mín.” Dora horfði sem snöggvast á hana, og Mr. Nichols losaði með hægð hendi hennar og handlegg af sér, og lagði hendi hennar í hendi Mrs. Lamonte. Svo fékk hún hana til að setjast á bekkinn hjá sér, og Nichols gaf George merki um að koma inn í húsið með sér; þeir fóru báðir inn og létu þær vera einar sér úti. Þær sátu um stund steinþegjandi. Dora horfði gegnum tárin inn í skóginn. Loksins var þá komin hin þráða breyt- ing, sem hún hafði svo lengi haft í huga, þessi breyting var komin svo óvörum og sviplega, svo það gerði hana alveg rugl- aða. Eitt augnablik liugsaði hún með fögnuði um þann heim, sem nú opnaðist fyrir henni; en svo kom hugsunin um, að hún ætti að yfirgefa heimili sitt og foreldra; þá grét hún sárt, og varð kvíðafull. Mrs. Lamonte sat og hélt í hendi hennar, hún var í ennþá meiri tauga- æsingu en Dora, og af og til leit hún til Doru. Loksins sneri Dora sér að henni. “Þú heldur víst að eg sé vanþakk- lát,” sagði hún við Mrs. Lamonte, á slnn vanalega óþvingaða hátt. “Nei, langt frá því, mín kæra stúlka,” svaraði hún. “Eg held að tilfinningar þínar séu mjög eðlilegar, þú hefir víst aldrei fyr farið að heiman.” “Nei, aldrei,” svaraði Dora, “aldrei út fyrir Sylvester-skóg.” Mrs. Lamonte horfði á hana. “Vesalings barnið mitt,” sagði hún innilega, “nei, eg held ekki að þú sért vanþakklát; mér þykir það svo mikils um vert, að þú tekur svo nærri þér að yfirgefa heimili þitt og foreldra En þú ætlar að koma til mín, er ekki svo? Það verða mér svo mikil vonbrigði, sérstak- lega nú, síðan e*g hefi séð þig.” “Nú síðan þú hefir séð mig,” endur- tók Dora. “Já, því eg er svo viss um að mér muni koma til að þykja vænt um þig, og eg vona, að þér lærist að þykja vænt um mig líka.” “Þú heldur það?” sagði Dora hugs- andi; hún horfði á hið náföla þjáning- arlega andlit, og mildu bláu augu. “Já, eg skal láta mér þykja vænt um þig,” sagði hún. Mrs. Lamonte dró hana nær sér, en þó eins og hún væri hrædd að gera það. “Viltu kyssa mig, mitt kæra barn,” sagði hún, og Dora laut að henni og kysti hana. “Og nú, þegar þú heldur — þegar þú ert viss um, að þér geðjast að mér — kemur þú,” sagði hún blíðlega. Dora hugsaði sig um, um stund, svo svaraði hún: “Já, faðlr minn vill að eg fari með þér. Því vill hann að eg fari út í heim- inn, sem hann bæði hatar og óttast svo mikið? Það er ekki lengra síðan en í gær, að hann varaði mig við því að óska þess, og sagði mér að eg yrði aldrei ham- ingjusöm, ef eg yfirgæfi þetta skógar- heimili mitt. Því hefir hann skift .svo fljótt um skoðun?” Það leit um stund út fyrir, að Mrs. Lamonte gæti engu svarað þessari spurningu, en svo sagði hún: “Eg — eg held, að það hafi verið George, sem hafi fengið hann til að breyta skoðun sinni; eg heyrði þá tala saman.” “George — hann er sonur þinn,” sagði Dora. Mrs. Lamonte kinkaði kolli, og hún leit óttaslegin framan í Doru. “Já, hann er sonur minn; hann er f jarska duglegur og hygginn — Svo sér- staklega duglegur! Hann hefir verið mér góður sonur, sem eg hefi aldrei haft neina erfiðleika af.’ Þegar hún sagði þetta, var auðvelt að veita því eftirtekt, að hún sagði það ekki eins og hún væri svo glöð eða upp með sér yfir því, heldur eins og það á einhvern hátt friðaði samvizku hennar. Dora horfði hugsandi á hana; hún var vorvitin og fanst þetta hugleikið. Maður má hafa það í huga. að þetta var fyrsta ókunnuga konan, sem hún hafði mætt. “Eru allir synir svoleiðis?” spurði hún. “Nei, langt frá því,” svaraði Mrs. Lamonte. “Er hann ekki heilbrigður?” spurði Dora, eftir litla þögn. “Ekki heilbrigður?” endurtók móð- irin. “Já, hann er svo náfölur í andliti,” sagði Dora. “Já, George er fölleitur,” sagði móð- irin; “það er af því hann les og hugsar svo mikið; auk þess varð hann fyrir þeirri sorg að föðurbróðir hans dó fyrir fáeinum dögum.” “Er það ástæðan fyrir því að hann er í svörtum fötum — og þú líka? Mér þykir mikið fyrir því,” sagði Dora. “Þakka þér fyrir, kæra stúlka,” sagði Mrs. Lamonte, “það var svo fallegt af þér að segja það; eg skil strax að þú hefir svo gott hjartalag. Já, föðurbróðir hans, Mr. Arthur Lamonte — Squire Lamonte, er ný-dáinn.” En því hafði það svo mikil áhrif á hana. Dora hrökk skyndilega við, eins og þetta vekti á- huga hennar. “Þektir þú hann? Auðvit- að ekki, úr því þú hefir aldrei komið út fyrir þennan skóg — hvað mér sýndist, mér fanst þetta undarlegt! — En þú hefir kanske einhverntíma heyrt talað um hann.” “Já,” sagði Dora hægt, “eg hefi heyrt hann nefndan.” í því opnaðist hurðin og þeir George og Nichol komu út. George var með sitt vanalega bros, sem var í algerðri mót- setningu við hið alvarlega og bitra augnaráð Nichols. Nichols hneigði sig fyrir Mrs. La- monte, lagði hendina á herðar Doru og sagði: “Farðu inn til móður þinnar.” Dora stóð upp, horfði í andlit þeirra beggja, og fór svo inn í húsið. George opnaði hurðina fyrir henni og kom svo aftur til þeirra. “Móðir mín, við Mr. Nichols höfum komið okkur saman um alt; hann held- ur, að úr því Mrs. Nichols geti haft hana tilbúna, að þá sé bezt að hún fari núna með þér.” Móðir hans kinkaði kolli, og leit ótta- slegin á Mr. Nichols alvarlega andlit. “Við höfum fengið Mrs. Nichols á okkar mál, og hún sér um að hafa til þann litla farangur, sem er nauðsynleg- ur fyrir Miss Nichols til ferðarinnar,” sagði George ánægjulega Nichols staðfesti þessa frásögu hans með því að kinka kolli, og sagði svo: “Viltu koma inn, Mrs. Lamonte, og fá þér hressingu?” En hún afþakkaði það. “Eg vil heldur sitja hér og bíða,” sagði hún. “Mr. Nichols, eg vona, að þú trúir mér fyrir dóttur þinni, þú mátt vera viss um að hún fær gott heimili, eins fram- arlega og mér er unt að veita henni það.” Nichols horfði sem snöggvast á hana eins og hann heyrði ekki hvað hún sagði, svo sagði hann stutt: “Eg býst við því, Mrs. Lamonte.” “Já,” sagði George, og setti á sig sakleysislegan alvörusvip. “Eg er búin að sannfæra Mrs. Nichols um, að þessi breyting sé henni fyrir beztu, og að hún skuli njóta hinnar beztu umsorgunar. Mér virðist að þú og hún séu þegar orðnar góðir vinir; er það ekki, móðir mín?” “Mér líst vel á hana, eg held hún sé elskuleg stúlka, sem sé ekki hægt ann- að en láta sér þykja vænt um,” sagði Mrs. Lamonte. George brosti íbyggilega til Mr. Nichols, en hann hélt sínum ósveigjan- lega alvöru- og hörkusvip á andlitinu óbreyttum. Án þess að segja neitt, gekk hann inn í húsið og kom svo út með glas af eplavíni og nokkrar heimabakaðar kökur, sem hann setti á bekkinn hjá Mrs. Lamonte. Svo fór hann að ganga fram og aftur í skugga trjánna. Mrs. Lamonte drakk nokkra sopa af eplavíninu, en gat ekki borðað kök- urnar; George sat og horfði á hinn sterklega mann, sem með lotnu höfði og krosslögðum höndum gekk fram og aftur í skugga trjánna. Það leið meir en hálfur klukkutími þannig: þá komu þær Dora og Mrs. La- monte út úr húsinu. Dora var náföl í andliti, fósturmóðir hennar var grát- andi, og er Mrs. Lamonte tók í hendi hennar og fullvissaði hana um, að dóttur hennar skyldi verá látið líða vel, grét Mrs. Nichols enn meira. “Eg þakka þér fyrir það,” sagði Mrs. Nichols, “það er sem eg hefi sagt, að einhverntíma mundi að því koma. Nathan gat ekki búist við að hann gæti ávalt haldið henni hérna innilokaðri eins og fugl í búri, hér áti í skóginum. 1 Það var á móti allri skynsemi; en þetta kom svo fyrirvaralaust,” og aftur streymdu tárin ofan kinnar hennár svo hún varð að hætta að tala. Augu Mrs. Lamonte fyltust af tárum, og hún leit á George, sem nú var íerðbúinn, og Nichols hafði látið aka vagninum heim að húsinu. Með sömu ró og hann var vanur, tók hann Doru í fang sér, hélt henni í faðmi sér sem snöggvast og hvíslaði að henni: “Þú skalt muna það, að hvar helzt sem þú ert, vaki eg yfir þér!” Svo setti hann hana upp í vagninn við hliðina á Mrs. Lamonte. Hann hvíslaði enn fáeinum áminn- ingarorðum að henni. “Þú verður að muna það, móðir mín,” sagði George, “að segja ekki eitt einasta orð um fortíð þessarar stúlku. Líf hennar byrjar frá þessum degi. Svo leit hann á úrið sitt og sagði hátt við ökumanninn: “Þú hefir rétt tíma til að ná járnbrautarlestinni. Og svo, verið þið sæl.” Hann kysti móður sina, og tók í hendina á Doru. “Vertu sæl, Miss Nichols,” sagði hann. “Nú byrjarðu nýtt líf. Enginn, ekki einu sinni faðir þinn, getur óskað þér af meir heilum hug til lukku, en eg geri.” Dora, næstum því blind af gráti, tók í hendina á honum, en hún kippti hend- inni strax að sér með hryllingi, er hún fann að hendin var ísköld. Svo ók vagninn á stað, og Nichols og George voru eftir tveir saman. í heila mínútu stóðu þeir og horfðu á eftir vagninum, þar til hann hvarf inn á milli trjánna. Þá sneri Nichols sér að George. “George Lamonte,” sagði hann hátt í ákveðnum róm, “eitt orð áður en við skiljum. Þú hefir náð því, sem þú sóttist eftir, — látum það svo vera; þín vegna vona eg að það endi alt vel; því snúist það á annan veg, þá skaltu fá mér að mæta, og eg er sá maður, sem held ekki hendinni á baki mér, þegar um það er að ræða, að hegna og hefna. Eg hefi látið hana frá mér, til þess að hún fengi ekki vitneskju um uppruna sinn, og þá skömm, sem stendur í sambandi við fæðingu hennar. Ef þú vilt lif a óhultu lífi, þá gættu hennar vel, því af þér krefst eg, þá gættu hennar vel, því af þér krefst egj að henni lífi vel?” “Minn kæri Nichols,” byrjaði George að segja, en Nichols tók fram í fyrir honum. “Segðu ekki meira. Eg tek ekki hið minsta mark á því sem þú segir, og við þurfum ekki að ræða það meira á milli okkar. Frá þessu augnabliki förum við hvor sína leið. Veldu þína leið, og eg vel mína.” George hristi höfuðið, og lézt vera alveg hissa á því, sem Nichols sagði. “Það er mjög sorglegt,” sagði hann. “En, eins og þú segir, hefi eg náð því, sem eg sóttist eftir, eða, sem eg vil held- ur kalla það, eg hefi uppfylt skyldu mína, og eg get þessvegna þolað tortryggni þína. Vertu sæll, minn kæri Nichols — vertu sæll!” Hann rétti fram hendina. “Eg hefi svarið að snerta ekki hend- ina á neinum ættingjum Arthurs La- monte, á vingjarnlegan hátt,” sagði Nichols biturt. “Þarna er götuslóðin, sem þú skalt fara eftir,” og hann benti á skógar- brautina, sem lá til Glenwood járnbraut- arstöðvanna, — “eg verð hér fyrst um sinn.’ Svo gekk hann inn í húsið. George hristi höfuðið er hann lagði á stað inn á skógarbrautina; svo stanz- aði hann sem snöggvast í þeirri von, að Nichols mundi iðrast hinna hörðu orða, sem hann hafði sagt, og koma á eftir sér og afsaka þau. Nei, hann kom ekki. Þegar hann var kominn inn í hinn myrka skóg, þar sem enginn sá hann, hvarf uppgerðar brosið af andliti hans, og áhyggju og órólegheita svipur koni á andlit hans. “Heppnin er með mér,” sagði hann við sjálfan sig. “Þessi Nichols veit ekki — getur ekki getið til hins sanna í þessu máli. Mér datt ekki í hug að mér yrði svo auðvelt, að ná stúlkunni úr klónuin á honum! Nú er hún undir minni um- sjá, og eg — hefi hana í minni hendi. En — en,” hann fór að hugsa, og augun hvörfluðu óróleg í allar áttir — “já, hvað á egað gera með hana? Fríð—hún er yndisleg og tignarleg! Hversu lengi mun hún geta verið í London án þess að vekja eftirtekt á sér? Einn eða annar verður til að veita henni eftirtekt — ein- hver kærulaus flagari — og verður ást- fanginn í henni. Kannske að hún gifti sig. Nei. Alt í einu leit hann upp, og ó- vanalegur roði kom í hans skjallahvítu kinnar, og einkennilegur glampi í aug- un, og með þrumuleifturs hraða kom honum í hug: “Giftast henni! Því ætti eg ekki að giftast henni?” En þá flaug honum í hug Gladys Holcombs, hann hafði lofast til að giftast henni. En hann kastaði strax þeirri hugsun frá sér. “Því ekki?” hvíslaði hann; “þá hefi eg alt í hendi mér. Já, — eg skal! Eg skal!” Hann varð svo glaður við þessa hugsun, að hann stanzaði, hallaði sér upp að tré, tók hattinn af höfði sér og lét hina frísku golu kæla höfuð sitt. “Fríð og falleg, og hinn rétti erfingi að Wood Castle og allri þeirri dýrð og hlunnindum sem því fylgir,” sagði hann við sjálfan sig. “Því ekki? Með því móti yrði eg alveg óhultur, og þá kæáii þessi óheilla erfðaskrá ekki til greina framar, þó hún fyndist, látum það vera, sem vera vill! Eg skal!” endurtók hann og beit saman tönnunum. Hann setti aftur upp hattinn og brosti raunalega og taut- aði fyrir munni sér: “Vesalings Gladys! Vesalings Gladys!” 13. Kafli. Dora horfði grátandi til skógarhúss- ins, sem hafði verið heimili hennar í svo mörg ár. í þögn kvaddi hún trén og þann ástúðlega heim, sem hún hafði hingað til lifað í, frjáls og sorgfrí. Mrs. Lamonte sat þegjandi hjá henni og hélt í hennar mjúku og hlýju hendi, sem eins og beiddi um vernd og sam- hygð. En æskan og tárin eiga ekki lengi samleið, og áður en þær voru komnar til litla járnbrautarstöðvar bæjarins, ljómuðu augu hennar af áhuga fyrir hinu nýstárlega sem fyrir hana bar, því það var alveg nýtt fyrir hana, að aka gegnum stræti með smábúðum á báðar hendur og öðrum stærri byggingum. “Er — er þetta heimurinn?” spurði hún lágt. Mrs. Lamonte leit brosandi á hana, fyrsta brosið, sem Dora hafði séð á hennar föla andliti; síðar komst hún að því, að Mrs. Lamonte brosti aldrei er sonur hennar var viðstaddur. “Heimurinn, góða mín!” svaraði hún; “ó-já, en þetta er hinn kyrlátasti hluti hans.” “En það er svo margt fólk á götunum og — nú!’ Dora hrópaði hátt er járn- brautarlestin brunaði inn á stöðina. Mrs. Lamonte hrökk við, — hún var taugaveikluð og hafði ekki gert sér grein fyrir því, að Dora var eins ókunnug nú- tíðarmenningunni, eins og Indíáni, sem aldrei hafði farið út fyrir veiðisvæði sitt. “Það er járnbrautarlestin,” sagði hún; “þú mátt ekki vera hrædd.” “Fyrirgefðu mér,” sagði Dora; “eg veit að það er járnbrautarlestin — eg hefi lesið um það. Eg er ekki hrædd,” sagði hún rólega, og með svo viðfeld- inni tign í málrómnum, að Mrs. Lamonte varð alveg hissa. “Eg meinti ekki, góða mín, neina að- finslu við þig, það er svo mjög eðlilegL að þú yrðir undrandi og brigðir við; en þú kemur til að sjá og heyra svo margt annað, sem þér þykir undarlegt, þegar við komum til London.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.