Lögberg - 15.05.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.05.1947, Blaðsíða 4
4 --------Hosberg---------------------- OefiS öt hvern fimtudíLg af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 S’argent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrlft ritstjórans: EDITOR LÖGBERG Í95 Sargrent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lög'berg'” is printed and published by The Columbia Preea, Limited, 695 Saxgent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as-Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE il 804 Minningabrot úr íslandsförinni 1 946 Eftir EINAR P. JÓNSSON Eftir að úr Austurlandsförinni kom, áttum við tveggja daga dvöl í Reykja- vík, og þótti okkur hreint ekki svo lítið út í það varið, því nú gafst okkur kostur á að litast nokkuð um í höfuðborginni og heilsa upp á marga vini: fyrri morg- uninn var eg árla á fótum, og sagði konu minni, sem átti von á vinum á hótelið, að eg ætlaði að skreppa upp á Amt- mannsstíg og bjóða gömlum vini mín- um, séra Friðriki Friðrikssyni æsku- lýðsleiðtoga, góðan daginn; er upp að húsi Kristilegs félags ungra manna kom, varð eg þess skjótt áskynja hve breytt var orðið þar umhorfs, því nú var búið að byggja við gamla húsið. og gera það að öllu leyti vistlegra; eg drap á dyr, og til dyranna kom að vörmu spori kona, sem eg ekki þekti og spurði eg hana um íbúð séra Friðriks, og vísaði hún mér þangað; hurðin var í hálfa gátt; eg gerði mig heimakominn, óð inn, eins og eg var vanur að gera í gamla daga, og hitti þar séra Friðrik lítið breyttan eftir öll þessi ár; hann fagnaði mér með þeirri hjartahlýju, sem hann jafnan er svo auðugur að, lagði hendi á öxl mér og sagði brosandi: “Þá hefi eg nú loks- ins endurheimt týnda soninn; betra er seint en aldrei. Segðu mér nú hrein- skilnislega eins og er, hvernig líður Hansa mínum; með Hansa átti hann við uppeldisson sinn, Hans Sveinsson mál- arameistara í Winnipeg; eg sagði að hann hefði beðið mig fyrir kveðju, og lifði að því er eg bezt vissi eins og blóm í eggi. “Gott, ágætt, en því skreppur strákurinn ekki heim; þetta er ekki orðið nema stekkjarganga eins og við kölluðum það í uppvexti mínum; eg kom fljúgandi norðan af Steingrímsfirði í nótt og er alveg eins og nýsleginn tú- skildingur; eg heyrði það yfir útvarpið, að þið hefðuð flogið heim alla leið að vestan, og víst er um það, að ekki berð þú utan á þér nein veruleg þreytumerki; eg vil ekki leggja undir mig lönd nema þá helzt í andlegum efnum, og þá eink- um með hliðsjón af æskunni, æsku þjóð- ar minnar; hún er ætíð jafn elskuleg; en að leggja undir sig loftið, er annað mál, og þegar eg gat ekki sjálfur látið mér vaxa vængi, gerði tækni þjóðar minnar það fyrir mig, að búa til vængi handa mér, áttræðum galgopanum! Þú ert gestur og eg hefi alt af orðið. En hvað er um þig, hvernig er líðan þinni háttað; því ætti eg að spyrja um þetta, eins og það liggi ekki utan á þér?” “Þú varst í Danmörku öll styrjaldar- árin, eða var ekki svo?” spurði eg séra Friðrik. “Hvernig fór um þig?” “Vel, það fer altaf og alls staðar vel um mig; en það var verst með kaffið; að síðustu vandi eg mig á að drekka te, lútsterkt te, og eg drekk ekki annað síðan; mér þykir te eins gott nú og mér þótti kaffið hér fyr meir; þú verður að skoða með mér nýju salina í húsinu mínu, og spila fyrir mig eitt eða tvö sálmalög, þú ættir að geta það enn, þó nokkuð sé nú langt um.liðið síðan þú varst organisti hjá mér í félaginu okkar.” Séra Friðrik er um margt einn af hollustu áhrifamönnum íslenzku þjóð- arinnar, þeirra, er nú standa ofar moldu; hann vakir yfir íslenzkri æsku með föð- urlegri umhyggju og hefir gert það í marga tugi ára við miklum og blessun- arríkum árangri; hann nýtur enn beztu heilsu og fylgir fram hugðarmálum sín- um með brennandi áhuga; hann er sterkur, en kreddulaus trúmaður, sem má ekki heyra það nefnt á nafn, að jörðinni sé líkt við táradal; hún sé og LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. MAÍ, 1947 eigi að vera, bústaður frjálsborins fólks, sem trúi á sígildi og eilífðarfegurð lífs- ins. Eg hafði dvalið um klukkustund hjá séra Friðriki, þessum gamla og kæra vini mínum, og það var í rauninni þó nokkuð lengur, en ferðaáætlunin eða dagskráin leyfði; hann bað ástúðlega að heilsa konu minni, og þegar- við kvö&dumst, bað hann mig þess síðastra orða, að skila kveðju til Hansa. Eg hraðaði mér niður á Hótel Borg til fundar við konuna, því við höfðum einsett okkur, að lifa saman æfintýri á gönguför fyrir hádegið þenna undur- fagra og sólríka dag; við gengum fyr^t vestur í Aðalstræti í þeim tilgangi fyrst, að heimsækja Svein Sigurðsson rit- stjóra Eimreiðarinnar á skrifstofu hans í bókastöðinni, sem kend er við tíma- ritið, og var okkur samstundis vísað inn til hans; við Sveinn vorum kunningjar frá fornu fari og tók hann okkur hjón- um með hinni mestu alúð; hann er ætt- aður af Seyðisfirði, útskrifaður í guð- fræði af háskóla íslands, en aldrei þegið prestvígslu; en hann er áhrifamikill kennimaður og menningarlegur leiðtogi engu að síður; bera gagnhugsaðar og mergjaðar ritgerðir hans í Eimreiðinni þess ljós merki, svo sem greinakaflar hans “Við þjóðveginn”, er í sér fela samanþjappað yfirlit yfir helztu við- burði og megin strauma og stefnur ís- lenzks þjóðlífs frá mánuði til mánaðar, frá ári til árs; það gengur enginn þess dulinn, er ritgerðir Sveins Sigurðssonar les, að á bak við þær standi djarfhugs- andi sannþjóðrækinn ílsendingur, sem veit hvað hann vill, og fer heldur ekki í launkofa með skoðanir sínar. þótt mjög stingi þar í stúf um hófstilta frásögn við æsinga moldviðrið, sem svo víða í öðrum tímaritum og blöðum þjakar þjóðinni og glepur henni sýn. Sveinn Sigurðsson er gott ljóðskáld og skygn á bókmentir; mun það nokk- urn veginn almælt, að hann sé einn hinn allra ábyggilegasti ritdómari íslenzku þjóðarinnar um þessar mundir. Sveinn spurði mig margt um menn og málefni meðal íslendinga vestan hafs, og eg spurði hann margra gagnspurninga líka; við töluðum saman um Austurland, sýsluna okkar beggja, sem við unnum báðir — og hann hafði oft svo fagurlega lýst í hugljúfum ferðasöguköflum sín- um; óðar en varði var konan búin að kveðja Svein ritstjóra og fokin út í veður og vind; hún var farin til Manchester, og nokkrum mínútum seinna kvaddi eg minn austfirzka vin og þakkaði honum hugstæða samverustund. Manchester var ekki langt í burtu; þetta var álna- vörubúð svo að segja steinsnar frá bóka- stöð Eimreiðarinnar, og þar starfaði mikil vinkona okkar hjónanna, Guðrún Jónasson, sem um eitt skeið var í þjón- ustu Eaton’s verzlunarinnar í Winni- peg, og urðu þar með okkur miklir fagn- aðarfundir; nú fór að líða að miðdegis- verðartíma; við hröðuðum ferð til hótelsins, en þar hafði Ólafur B. Björns- son ritstjóri á Akranesi, boðið okkur til máltíðar; það var alt af eins og hann ætti í okkur hjónunum hvert bein; seinna um daginn skrapp eg upp á ríkis- skjalasafnið til þess að heilsa upp á fornvin minn, Benedikt Sveinsson fyrr- um alþingismann og forseta neðri deild- ar; okkur varð báðum orðfall; við kyst- umst á landsvísu, en gengum svo vestur á Arnarhvol og sátum þar dálitla stund; við töluðum um endurreisn lýðveldisins á íslandi og framtíðarvernd sjálfstæðis þjóðarinnar; “nú er þetta land í annað sinn okkar eigin eign,” sagði Benedikt, og í augum hans bjarmaði af landvarnar eldinum, sem eg kannaðist svo vel við frá fyrri dögum. Benedikt kom með mér til íbúðar okkar hjónanna á Hótel Borg og dvaldi hjá okkur í klukkutíma; hann vissi alt um ættir konu minnar, og mint- ist sérstaklega á langafa hennar í föð- urætt, Jakob á Breiðumýri, þenna fjöl- gáfaða og sérstæða mann; fundum okk- ar Benedikts bar ekki saman nema í þetta eina sinn í heimsókn minni tii ís- lands. Hinn daginn, sem við vorum um kyrt, eðá réttara sagt ókyrt í Reykjavík, heimsótti eg ísafoldarprentsmiðju og ríkisprentsmiðjuna Gutenberg; forstjóri hinnar fyrnefndu prentsmiðju, Gunnar Einarsson, bauð okkur hjónunum til ríkulegs dagverðar í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll, þar sem er langfegursti veizlusalurinn á öllu landinu; sýndi hann okkur í hvívetna frábæra vinsemd, og vildi alt fyrir okkur gera. er verða mætti okkur til ánægju; þegar við komum aft- Frá VancouverB.C. 12. maí, 1947 Hér er nú alt á ferð og flugi. Ferðafólk streymir hér inn í þús- undatali árlega á þessum tíma ársins, til að skemta sór við lax- veiðar á sjónum og silungsveiðar í ám og vötnum uppi í f jöllunum. Svo er mikið um dýra- og fugla- veiðar um vissan tíma ársins. Er þessi ferðamannastraumur hing- að stórkostleg tekjugrein fylkis- búum árlega. Nú í ár er mikið meira útlit fyrir fleira ferðafólk en áður, og er mikið gert til þess að taka vel á móti þessum gest- um, bæði af fylkisstjórninni, borgarstjórninni og ýrnsum öðr- um félögum, til að sýna þeim “góðan tíma”, því þeir borga ætíð svika'laust fyrir brúsann. Það er áætlað, að á þessu sumri, muni þetta ferðafólk koma með $40,- 000,000 inn í fyikið, sem það eyði mestmegnis hér, áður en það fer til baka. Það var handagangur í öskj- unni hér síðastliðinn sunnudag um miðnætti, því þá byrjaði lúðufiskiverktíðin. Eitt þúsund bátar lögðu þá af stað héðan út á fiskimiðin, sem eru talin með þeim beztu í heimi, hér út frá ströndum British Columbia. Við þetta vinna frá 5,000 til 6,000 manns. Alt sem þessi floti má veiða af lúðu eru 53 miljón pund yfir vertíðina, þegar það hefir veiðst, þá verða alir að leggja árar í bát og halda heim aftur. Hefir stjómin strangt eftirlit með því. Nú keppist hver skips- höfn við að ná sem mestu í sinn hlut, svo nú er ekki mikið um svefn né hvíld að ræða á þeim slóðum, allir keppast við dag og nótt. Það er álitið að það taki aðeins fimm vikur að veiða þessa ákvörðuðu upphæð. Þegar þessi veiðitími er búinn hér, þá fer nokkuð af þessum flota norður ur á hótelið, biðu okkar tveir menn frá Akranesi, þeir Einar Vestmann og Lárus Scheving Ólafsson, er síður en svo komu tóm- hentir, heldur sæmdu okk- ur alls konar minjagjöfum; vinátta þessara manna í okkar garð, fellur okkur hjónunum aldrei úr minni; seinna um daginn sátum við vestangestir unaðslegt afmælisboð hjá Ófeigi lækni Ófeigssyni og frú Ragnhildi Ásgeirsdóttur; þetta var afmælisfagnaður yndislegrar kjördóttur þeirra, Salome; við vorum þarna alveg eins og heima, því svo var gestrisnin alúð- leg og hjartahlý; og mikið fagnaðarefni var það okk- ur, að kynnast tengdafor- eldrum Ófeigs, þeim séra Ásgeiri Ásgeirssyni fyrrum sóknarpresti að Hvammi í Dölum og hans háttprúðu frú; þó var Salome litla stjarnan, sem alt snerist um; sú þakkarskuld, sem við hjónin stöndum í við Ófeig lækni og frú Ragn- hildi frá dvöl okkar á ís- landi, verður aldrei að fullu greidd, en einu vextir henn- ar verða ævilangir hlýhug- ir. Þann 6. september beið okkar mikið æfintýri, eitt sérstæðasta og um margt furðulegasta æfintýrið á öllu ferðalaginu, ferð til Geysis og Gullfoss og alla leið norður til Hveravalla, landnáms Fjalla-Eyvindar og Höllu, undir forustu póst- og símamálastjóra, Guðmundar Hlíðdal og frú Karólínu Hlíðdal, dóttur Þorvaldar frá Þorvaldseyri; við gengum snemma til rekkju um kvöldið eftir því, sem viðgekst í íslandsför- inni, og hlökkuðum ósegj- anlega mikið til næsta morguns. —Framh. til Alaska, og heldur áfram veið- um þar til haustsins. Þetta er arðsöm atvinna þegar vel gefst. Þessi lúðuveiði í ár er talin að verði, með þeim prís sem nú er, um tíu miljónir dolara. Landar hér ættu að stofna félagsskap, til að starfrækja þessa arðsömu atvinnugrein. Sambandsdeild Þjóðræknisfé- lagsins “Ströndin”, hélt sína ár- legu sumarmála skemtisamkomu þann 17. apríl í Foresters Hall. Var þessi samkoma vel sótt. Þar var til staðar margt ferðafólk, sem var hér um það leyti. Þess- ar sumarmálasamkomuir, sem ís- lendingar hafa haldið hér um nokkur undanfarin ár hafa verið fjölsóttar; hefir æfin- lega verið vandað til þeirra sem bezt. Var þessi samkoma eingin imdantekning að því leyti, eins og skemtiskráin ber með sér. Skemtiskráin var þetta: 1. Ávarp forseta—Dr. H. Sigmar 12. Einsöngur — Walter Johnson frá Blaine 3. Frumort kvæði — J. S. frá Kaldbak 4. Einsöngur — Miss Margaret Sigmar 5. Ræða—Dr. P. B. Guttormson 6. Einsöngur — Elías Breiðfjörð frá Blaine 7. Ræða—Séra A. E. Kristjánson, frá Blaine 8. Tvísöngur — Elías Breiðfjörð og Walter Johnson 9. Dans, Fimm manna hljóm- sveit spilaði fyrir dansinum. Mr. Steve Sölvason og Mrs. Lillian Sumarlidason aðstoðuðu söngfólkið við hljóðfærið. Þetta var sérstaklega mynd- arleg samkoma, og menningar- bragur á öllu sem þar fór fram. Söngfólkið var kallað upp aftur og aftur, svo það söng tvö og þrjú lög hvert um sig. Aðal ræðumaður var séra A. E. Krist- jánson frá Blaine; talaði hann víst um klukkutíma, án þess að hafa nokkurn snepil til minnis. Er hann víst okkar snjallasti ræðumaður hér á vesturströnd- inni. Hafi þeir Blaine búar, sem hjálpuðu til að gjöra þessa sam- komu eins skemtilega og hún var fyrir alla viðstadda, kæra þökk fyrir komuna. Mér kom það til hugar, hvað það hefði verið skemtilegt, ef við hefðum haft söngkonuna þeirra Blaine búa, Mrs. Ninna Stevens, til að syngja fyrir okkur “Úr þeli þráð að spinna,” og fleiri íslenzk lög, sem henni lætur svo vel. Máske verð- ur hægt að fá það framkvæmt seinna. Þann 1., 2. og 3. maí hafði fé- lagið “The Folk Society” sitt fyrsta “Dominion-wide Festival” í stærsta samkomusal borgarinn- ar. Tóku þátt í því 22 þjóðflokk- ar og sýndu þjóðbúninga sína, sungu þjóðsöngva sína og dans- aði. Var þar fjölment á hverjum degi. Tóku íslendingar þátt í þessu hátíðahaldi, og kom þar fram fyrir hönd okkar landanna, söngmærin Miss Margaret Sig- mar, í íslenzka faldbúningnum, og söng “Draumalandið,” og “Svanasöng á heiði.” Vakti hún sérstaka eftirtekt fyrir söng sinn og búning. Fréttaritarar dag- blaðanna gátu hennar al'lir sér- staklega. Fréttaritari blaðsins “Vancouver Daily Sun”, hafði þetta að segja um hana meðal annars: “Margaret Sigmar wear- ing snow white, blue and gold to represent the Icelandic land- scape, sang “The Land of Dreams,” and “Swansong of the Heath.” Her singing was sweet.” Kom Miss Sigmar þarna fram svo myndarlega, að það var henni og okkur öl'lum til sóma. Eg heimsótti nýlega þau Mr. og Mrs. Jónas Pálsson á hinu nýja heimili þeirra, sem þau eru nú flutt í. Það er mjög snoturt “cottage” í fallegu umhverfi borgarinnar. Sögðust þau bæði kunna þar vel við sig. Mr. Páls- son var með hressara móti þenn- an dag, og spaugsamur eins og hann á að sér að vera. Mr. Páls- son hefir eins góða aðbúð og umönnun og hægt er að veita honum. Mrs. Pálsson -lítur aðdá- anlega vel eftir því. Eg get um þetta hér, því eg veit það gleður hina mörgu vini Mr. Pálssonar, sem hann á svo víðsvegar, að vita að honum sé látið líða eins vel og hægt er. Mr. og Mrs. O. W. Johnson og sonur þeirra, eru nýkomin heim úr skemtiferð í bíl sínum ti'l Cali- forníu. Voru þau þrjár vikur á því ferðalagi. f för með þeirn voru Mr. J. H Johnson og Mrs. Guðrún Sigurdson. (Frh. á hls. 8) PLAY SAFE! Store Yoxir Fur and Cloth Coats in Perth's SCIENTIFIC STORAGE VAULTS • SAFE from MOTHS • SAFE from FIRE • SAFE from THEFT • SAFE from HEAT For Bonded Driver Phone 37261 Perth’s 888 SARGENT AVE. Verzlunarmenntun! Hin mikla nývirkni, sem viðreisnarstarf- ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks, krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól- arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfróðum mönn- um og konum fer mjög vaxandi. Það getur orðið ungu fólki til verulegra hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss, munn- lega eða bréflega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. THE COLUMBIA PRESS LTD. COR. SARGENT AND TORONTO ST.t WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.