Lögberg - 15.05.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.05.1947, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 \\wvo^ot3 1 \>u ftvU'' DrV 'iSí derer° ^o*1 °*L,ra A Complele •'lleaning I' islitulion •eo. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 15. MAÍ, 1947 NÚMER 20 Vongóður um frið Truman forseti ‘lét sér nýlega þau orð um munn fara í samtali við blaðamenn. að þó treglega sýnist ganga til um friðarsamn- inga eins og sakir stæðu, sem í raun og veru engan þyrfti- að undra, kæmi þó að því jafnvel fyr en margan manninn óraði fyrir, að komið myndi á varanlegum, eða minsta kosti langvarandi friði í heiminum; með fjölda af þjóðum heims flakandi í sárum og án brýnustu lífsnauðsynja, hefðu flestir um annað að hugsa en nýtt stríð; hann kvást sann- færur um það, að sterkasta aflið í veröldinni til þess að útiloka styrjaldir, væri lýðstjórnar fyrir- komulagið, þó vafalaust mætti eitt og annað að því finna, og margt þyrfti lagfæringar við á þeim vettvangi, engu síður en á öðrum sviðum mannlegra at- hafna. ■f ♦ ♦ Atómorka ti! friðarþarfa General A. G. L. McNaughton, formaður atómorku rannsóknar- nefndarinnar í Canada, lýsti yfir því í ræðu, sem hann flutti ný- verið í félagi verkfræðinga í Toronto, að nú í ár yrði þremur háskólum í Canada veittur $150,- 000 styrkur til rannsókna atóm- orkunnar í þágu læknavísind- anna og efnafræðinnar; þeir þrír háskólar, sem fyrir vali urðu þessu viðvíkjandi, eru McGill háskólinn í Montreal, háskólinn í British Columbia og Saskat- chewan háskólinn. ♦ ♦ f Tjón vegna eldsvoða Klukkan hálftíu fyrir hádegi þann 7. þ. m., kom upp eldur í byggingu Canadian Fish Pro- ducers Limited, 311 Chambers Street hér í borginni, og er tjónið metið að því er dagblaðinu The Winnipeg Tribune segist frá, á $15,000. Jafnskjótt og eldsins varð vart, var slökkilið, fyrir at- beina forstjórans, Mr. J. H. Page, kvatt á vettvang. ♦ ♦ ♦ Fer að engu óðslega Verkamannastjórnin, sem situr að völdum í Noregi um þessar mundir, fer sér áð engu óðslega, og hefir nú tekið þá stefnu, að láta þjóðnýting atvinnuvega og fyrirtækja, liggja í láginni fyrst um sinn; sýnist stjómin þeirrar skoðunar, að eins og enn hagi til í iandinu, sé þjóðinni á flestu öðru fremur þörf, en róttækum breytingum á iðnaðar og hags- munakerfinu. ♦ ♦ ♦ Kolaskortur Argentína horfist í augu við næsta tilfinnanlegan kolaskort, og hefir Perron forseti lagt við því strangar skorður, að kolum verði eigi eytt að óþörfu; telur forseti, að muni taka að minsta kosti fimm ár, að koma kola- birgðum þjóðarinnar á viðun- andi grundvöll; samkvæmt fyrir- mælum hans mega Argentínu- búar ekki eyða meiri kolum næsta vetur en þeir gera í sum- ar, stjórnarskrifstofur verða opnar 'áðeins sex klukkustundir á dag, og eins og nú hagar til, l^ggja eigendur fjölbýlishúsa aðeins til heitt vatn og hita í sex Mukkustundir á sólarhring. VINNUR SÉR MIKINN FRAMA Hans Raymond Beck, B.Sc. Þessi ungi og efnilegi maður, sem myndin er af, hefir nýlokið fullnaðarprófi í rafmagnsverk- fræði við Manitobaháskólann með ágætiseinkunn, og verið þar að auki sæmdur gullmedalíu há- skólans; hann er 21 árs að aldri, sonur þeira J. Th. Beck fram- kvæmdarstjóra og frúar hans Arnbjargar Svanhvítar Beck. ♦ ♦ ♦ Glæsilegt framtak Það er ekki langt um 'liðið, síðan íslendingar stofnuðu félag til innanlandsflugferða, en nú eru á landinu þrjú flugfélög, sem til samans eiga mikinn og ágæt- an flugvélakost. Elzta félagið er Flugfélag ís- lands, þar næst komu Loftleiðir og nú síðast félagið Vængir. Nú bafa Loftleiðir 'eignast “Skymaster”-flugvél af allra fullkomnustu og nýjustu gerð og ber slíkt fagurt vitni áhuga og glæsilegu framtaki þeirra, er að málum standa. Nú hefir svo skipast til, sam- kvæmt símskeyti frá forstjóra Loftleiða, til Grettis ræðis- manns, að flugvél þessi, sem keypt var í New York, fer sína fyrstu ferð um Grand Forks og Winnipeg til íslands fyrstu vik- una í júnímánuði næstkomandi, og má slíkt óneitanlega til merkisviðburða telja í flugmála- sögu Islands. Lögberg flytur hlutaðeigandi flugfélagi innilegar hamingju- óskir í tilefni af þessum merka áfanga í starfssögu þess. ♦ ♦ ♦ Lunahækkun Fylkisritarinn í Manitoba, Hon. Charles E. Greenlay, hefir ný- verið kunngert, að laun opin- berra starfsmanna fylkisins verði hækkuð til muna frá 1. apríl s.l. að telja. Útgjöld vegna launa- hækkunarinnar nema 333,000 á ári, en góðs af henni njóta 2,300 starfsmenn hins opinbera; þetta var sjálfsögð kjarabót, sem ekki þoldi lengri bið. ♦ ♦ ♦ Banatilræði í Þingsal Sá atburður gerðist í ríkisþing- inu í Oklahoma þann 8. þ. m., að neðri málstofuþingmaður, Jimie Scott, 35 ára að aldri, veitti öldungadeildar þingmanni Tom Anglin, banatilræði með skamm- byssuskoti. Mr. Scott, heimkom- inn hermaður, hafði slitið sam- vistum við konu sína, en hún fengið Mr. Anglin, sem er lög- maður, til þess að annast um málstað sinn, en út af því hafði risið ágreiningur milli þessara háttvirtu samþingsmanna. Mr. Anglin er á sjúkrahúsi og þykir ekki hættulega særður, en Mr. Scott gengur laus gegn 5 þúsund dala veði. Skemtilegur fundur Frónsfundurinn, sem haldinn var síðastliðinn mánudag, var einn af þeim skemtilegustu fundum, er félagið hefir haldið í seinni tíð. Bæði var þáð reglu- ieg unun að hlusta á Karlakór* inn og píanóleik Thoru Ásgeirs- on, og svo var mikil nýjung að eiga kost á að hlusta á kappræðu. Báðir ræðugarparnir höfðu und- irbúið sig vel. Kappræðuefnið var: “Starf Þjóðræknisfélagsins er að mestu leyti unnið í þágu Austur-lslendinga.” Heimir Þor- grímsson varði jákvæðu hliðina; tókst honum furðu vel að verja þessa fjarstæðu. Tveggja mein- legra sögulegra villna varð vart hjá honum: að Þjóðræknisfélag- ið hafi vanrækt að stuðla að ís- 'lenzku námi ungdómsins, og að aðal tilgangur með stofnun fé- lagsins hafi verið sá, að verja réttindi Islendinga, sem borgara þessa lands. Annars var ræðan skemtileg og krydduð með fyndni. Prófessor Tryggvi J. Oleson gerði hinni neikvæðu hlið góð skil. Það virðist orðin hefð hjá mörgum, að hallmæla Þjóð- ræknisfélaginu — að lofa einn með því að lasta annan. í þetta sinn fékk félagið að njóta sann- mælis og það var hressandi. Ræðan öll bar vott um víðfeðma þekkingu á ís'lenzkum fræðum. Ánægjulegt væri að mega eiga von á að hlusta á kapræður á fundum Fróns næsta ár; það er hin bezta skemtun. I. J. ♦ ♦ ♦ HÆKKUN ELLISTYRKS Fylkisstjórnin í Manitoba hefir hækkað ellistyrk um $5.00 á mán- uði, og fá nú styrkþegar $30.00 um mánuðinn að meðtöldum þeim mánuði, sem nú er að líða. Frumvarp sambandsstjórnar urn breytingu á ellistyrks 'lög- gjöfinni, verður að sögn, lagt frá í þingi á næstunni, og skýrist málið þá betur frá öllum hlið- um; hækkun þessi er þó nokkur réttarbót, er eigi þoldi lengri bið. HEIÐURSDOKTOR í LÖGUM Photo bv Karsh Hon. Siuarl S. Garson Við uppsögn Manitobaháskól- ans á föstudaginn kemur, verður Hon. Stuart S. Garson, forsætis- ráðherra Manitobafylkis kjörinn heiðursdoktor í lögum; er hann slíkrar sæmdar löngu maklegur. ♦ ♦ ♦ SAMNINGAR TAKAST Frá Ottawa bárust þær fregnir á mánudaginn, að samningar hefðu nú tekist milli sambands- stjórnarinnar og fylkisstjórnar- innar í Nova Scotia varðandi skattamálin; hefir þá sambands- þetta mikilvæga mál við öli fylk- in, að undanskildum Ontario og Quebec, er enn sýna sinn fyrri mótþróa. ♦ ♦ ♦ PALESTÍNA Eftir nokkurt þóf á fundi sam- einuðu þjóðanna að Lake Suc- cess, hefir sú ákvörðun verið tek- in, að fela ellefu þjóða nefnd, að rannsaka Palestínumálin og leggja fram álit sitt í september mánuði næstkomandi. Canada er ein þessara ellefu þjóða. Rússar vildu, að Pelstína fengi fullveldi innan sex mánaða, en mikill meirihluti sameinuðu þjóðanna var því mótfallinn og var þeirr- ar skoðunar, að lausn málsins tæki lengri undirbúningstíma. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ SÁ SEM ÉG LEITA Eftir AUDREY ALEXÖNDRU BROWN Ef hér á jörð eg hefi leitað þín, en hvergi fundið — Brugðist vonin mín — Ef leitin sú um hús, sem öll voru’ eins að efni og lögun, hvergi varð til neins. Ef sigurlaus eg leitað hef að þér í lífigæddri veru — skyldri mér — þó glögt eg vissi hana hræra sig: með holdi og blóði — eins og sjálfa mig. Já, hvernig ætti eg þig að finna þar í þeirri alvídd rúms og eilífðar, sem alla vega blasir móti mér, þá mannleg dvöl á jörðu þrotin er? Og hvernig ætti eg sál að þekkja þar, í þessu lífi, sem mér ókunn var? Með hvaða táknum, sem hún auðkend er, hvort er það víst þau nægðu að benda mér? En samt á vonarvængjum hef eg flug — og vonin hún er næstum almáttug — Eg út í myrkrið flýg með traust og trú — Eg trúi því að heim mér lýsir þú. Að eins og viti úr ólgusævi rís, í áttir bendir, þar sem höfn er vís, að þannig muni lýsa ljósið þitt og leiða mig í þráða sætið mitt, SIG. JÚL. JÓHANNESSON. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Úr borg og bygð Tilkynning Hið tuttugasta og þriðja árs- þing Bandalags lúterskra kvenna verður haldið í Sunrise Lutheran Camp, Husavick, dagana 22.—24. júní n. k. Þingið hefst með guðs- þjónustu í hinum nýbygða minn- ingarskála sumarbúðanna sunnu- daginn 22. júní, kl. 2.30 (fljóti tíminn). Við þá guðsþjónustu verður minningarskálinn vígður. Kvenfélögin tilheyrandi Banda- laginu eru hér með ámint um að kjósa þá fulltrúa, sem þeim ber að senda. Konur eru einnig beðnar að hafa það í huga að hannyrðasýning fer fram á þing- inu eins og undanfarin ár. Eru 'konur úr hinum ýmsu ‘bygðum beðnar að senda muni á sýning- una með fulltrúum félaganna. Kvenfélög frá Árborg, Geysir og Víðir annast um móttöku þing- gesta og fulltrúa. Framkvæmd- arnefnd Bandalagsins annast um veitingar að lokinni guðsþjón- ustu á sunnudaginn. Prógram þingsins verður aug- lýst síðar. Ingibjörg J. Ólafsson. forseti Bandalagsins. ♦ Heimsókn til Betel Á sumardaginn fyrsta kom í heimsókn til Betel kvenfélag Minervabygðar, og færði vist- mönnum rausnarlegar veitingar; skemtu allir sér hið bezta við glaðværar samræður. Forstöðu- kona og vistmenn þakka hlutað- eigendum innilega þessa kær- komnu heimsókn. ♦ Ungfrú Sigríður Jochumsdótt- ir, sem dvalið hefir árlangt hér í borg hjá bróður sínum og tengda- systur, þeim Mr. og Mrs. Jochum Ásgeirsson, lagði af stað heim- leiðis til Islands á mánudags- kvöldið og mun sigla frá Hali- fax rétt eftir miðjan mnáuðinn. ♦ Isleifur Helgason, einn af frumbyggjum Árnesbygðar, and- aðist snögglega 3. þ. m., í grend við Prince Rupert, B.C. Þrjú börn lifa föður sinn: ísleifur og Guðmundur, eru búsettir í Ár- nesi og Mrs. Innes lifir í Winni- peg. Guðmundur bróðir hins 'látna býr í Árnesi. Útförin fór fram frá Lútersku kirkjunni í Árnesi, að fjölmenni viðstöddu. Séra Skúli Sigurgeirson jarð- söng; einnig mælti kveðjuorð séra Sigurður Ólasson. ♦ Mr. Sigurður Sigfússon frá Oak View, Man., er staddur í borginni þessa dagana. ♦ The Junior Ladies Aid of the First Lutheran Church will wind up the season wit a Pot Luck Luncheon on Tuesday, May 20th, in the Church Parlors commenc- ing at 1.30 p.m. All members are urged to come. ♦ ■ Mr. og Mrs. Hallgrimur Sig- urdsson frá Gimli eru stödd í borginni þessa dagana. ♦ Mr. Gísli Einarsson frá River- ton delur í borginni um þessar mundir. ♦ Frá Hlíf Talcott; sem dvalið hefir hér um slóðir í tveggja mánaða tíma, lagði af stað suður til New York, en leggur þaðan af stað til íslands í heimsókn til systkina sinna seinni part mán- aðarins; frú Hlíf er dóttir séra Péturs heitins Þorsteinssonar frá Eydölum í Suður-Múlasýslu. ♦ Mrs. George Johannesson er nýlega farin vestur til Edmon- . ton í heimsókn til sonar síns og tengdadóttur. Mr. Hermann Nordal fram- k^æmdarstjóri fyrir North American Lumber Company að Binscarth, Man., kom til borg- arinnar um miðja fyrri viku með konu sína til lækninga. ♦ Mr. Jón Mýrmann frá Síeep Rock lagði af stað á fimtudaginn í skemtiferð vestur til Victoria, B. C.; hann gerði ráð fyrir að verða um hálfsmánaðartíma í ferðalaginu. Hallur Jónsson, Víðir, Man., hefir beðið Lögberg að flytja Jóns Sigurðssonar félaginu hjart- ans þakkir fyrir bréf sér afhent frá forseta þess, Mrs. Floru Ben- son, sem bæði hafði inni að halda fégjöf og mörg hugðnæm hlut- tekningarorð, til hans og sonar hans, Einars, sem á sjúkrahúsi hefir hér um marga mánuði dvalið. Ennfremur þakkar hann Mrs. H. G. Hinrickson og fleiri konum í J. S. fél. fyrir heimsókn- ir á sjúkrahúsið til drengsins. ♦ Guitormur J. Guttormsson flytur erindi Á lokasamkomu Icelandic Canadian Evening School, sem haldin verður í Goodtemplara- húsinu, mánudagskveldið 19. maí, flytuir Guttormur J. Gutt- onmsson, skáld, erindi á íslenzku um “Frumbyggjana í Norður Nýja íslandi.” Óþarft er að aug- lýsa Guttorm sem ræðumann. hann er svo vel kunnur fyrir orð- snilli og afburða skörungsskap í firamsetningu. Yfirleitt er hann álitinn einn hinn allra skemti- legasti ræðumaður, sem við eig- um völ á. Ennfremur verður á skemti- skránni söngur og upplestur. Níu ára gömul stúlka, sem er efni í frábærlega góðan upples- ara, fer með íslenzk ljóð. Hún er dóttir Mr. og Mrs. F. Kristjáns- son og heitir Unnur Ann. Hún hefir verið nemandi á Laugar- dagsskólanum. Ein af okkar færu og hjálpfúsu söngkonum, Mrs. Elma Gíslason, syngur nokkur lög, sem samin hafa verið af Mrs. Louise Otten- son Gudmunds. Mrs. Gudmunds hefir ágæta ^æfileika á tónlistar- sviðinu, og hafa tónsmíðar henn- ar vakið eftirtekt meðal hér- lendra. Mrs. Gíslason syngur þessi lög: Sleep O, Shining Love; Song of Seasons; Caprice; The Spinner’s Song; þessi fjögur ljóð eru eftir Mrs. Lauru Goodman Salverson. Einnig syngur hún: Dagarnir, eftir Tóm. Guðmundsson og Mamma ætlar að . sofa, eftir Davíð Stefánsson. Mrs. Gud- munds vann fyrstu verðlaun fyrir The Spinner’s Song, í tón- listarsamkepni, sem haldin var af California Composers Society árið 1940, og aftur fyrstu verð- laun 1941, fyrir Mamma ætlar að sofna. ♦ Mr. O. Eirickson frá Oak View, var staddur í borginni í byrjun vikunnar. ♦ Mr. Otto Kristjánsson, bygg- ingameistari frá Geraldton, Ont., er stadur í borginni um þessar mundir, ásamt frú sinni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.