Lögberg - 15.05.1947, Blaðsíða 5

Lögberg - 15.05.1947, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. MAÍ, 1947 5 Inn-Fljótshlíðin er illa farin EN BÆNDUR ERU VONGÓÐIR EFTIR AÐ ÞEIR FÓRU AFTUR AÐ SJÁ Á GRASIÐ Eftir IVAR GUÐMUNDSSON Þegar grasið og gróðurinn hverfur á túnurn og engjum íslenska sveitabóndans þá hefur hann tapað öllu og það þarf mikið þrek til að gefast ekki upp, missa kjarkinn og leggja árar í bát, þegar slíkt ólán dynur yfir blómlega sveit. En það var einmitt þetta, sem Innhlíðinar í Fljótshlíð máttu reyna fyrra laugardag er Hekla gaus og sendi kolsvartan byl af ösku og vikri yfir hlíðina fögru, sem frægust hefir orðið allra hlíða í íslenzkri sagnaritun af orðum Gunnars á Hlíðarenda. AHLGAH/iL rVENNA Ritstjóri: bjart svefnherbergi Spurning: — Svefnherbergið í norðaustur horni hússins er lítið, en hefir tvo glugga af venjulegri stærð; loftið er hvítt, veggirnir Ijósbláir og viðarverkið er dökt. Eg bý út á landi og verð að mála sjálf. Hvemig á eg að mála her- úergið svo það verði bjartara og stærra að sjá. Það mætti mála herbergisbúnaðinn, því hann er ekki úr sérstaklega góðum við. Svar: — Norður herbergi ætti að vera prýtt með hlýjum litum, bezt er því að breyta um aðallit í herberginu og mála það með hlýrri lit, eins og ljósbleikum, eða með rauðleitum eða gulleit- um litblæ, og blanda hvíta loft- litinn með ofurlitlu af sama lit °g er á veggjunum — aðeins nóg til að gera litinn hlýlegan. Ef viðarverkið er málað í sama lit °g veggimir, sýnist herbergið stærra, viðarverkið er málað með gljáandi máli en veggirnir með vatnsmáli eða fóðraðir með Veggjapappír. Ef viðurinn í herbergisgögnun- um er lélegur, er ágætt að mála þau, og ef þau eru máluð í sama lit og veggirnlr og viðarverkið, sýnist herbergið stærra. Skærari liti má nota í glugga- tjöldin, rúmábreiðuna og gólf- ábreiðuna, en í litlu herbergi sem þessu, ætti að varast að hafa tjöldin og ábreiðumar með stór- um munstrum. Smárósótt efni með hvítum grunnlit eða sama grunnlit og er á veggjunum væri fallegt í gluggatjöldin. Vegna þess hve herbergið er lítið ætti gluggatjöldin og rúmábreiðan að vera lík á lit og skreytt á sama hátt. Hvít gluggatjöld skreytt með litröndum í siama lit og aðal- 'liturinn í rúmábreiðunni færi vel. Ljúffengur eftirmatur Frumase er afar ljúffengur eftirmatur, sem oft er framreidd- Ur á íslandi. Efni: 4 egg 1 bolli sykur 1% bolli ávaxtasafi og ávextir 1 cítróna (lemon) 2 matskeiðar gelatine 1 bolli rjómi Vanilla. Matreiðsluaðferð: Hrærið sykrinum í eggjarauð- Umar og þeytið; bætið í ávaxta- Safanum og cítrónusafanum; ieysið upp gelatine í ofurlitlu yatni og hrærið út í; látið standa a köldum stað þar til það fer að þéttast. Þeytið eggjahvíturnar °g hrærið út í. Þeytið V2 bolla af rjóma og hrærið út í; skerið á- vextina í smástykki og bæfið í. Látið þennan hræring standa á J^öldum stað þangað til að hann þéttist. Afgangurinn af rjóman- Um er þeyttuir og bætt í hann efurlitlu af sykri og vanilla; 'ann er látinn ofan á eftirmatinn þegar hann er framreiddur. Spurningar og svör Spurning: — Hvernig á að Varna því, að járnspottar og -larnpönnur ryðgi? Svar: — Löðraðu ílátið með ? *Ve °hu; þvoðu svo ílátið vand- eSa eftir 24 klukkustundir, og berðu á það fitu; bakaðu það í unarofninum við vægan hita í b argar klukkustundir; járnið regur í sig nokkuð af fitunni og varnar því að það ryðgi. Purning:—Hvernig er hægt að gat á rúskinns (suede) Jakka? INGIBJÖRG JÓNSSON Svar’:—Legðu bót úr sama efni og sama lit undir gatið og festu hana með togleðurs (rubber) lími. Spurning:—HVe oft vaxa börn, yngri en þriggja ára, upp úr skóm sínum? Svar: — Fætur barns innan þriggja ára vaxa um hálfa skó- stærð (size) á hverjum tveimur til þremur mánuðum. Fætur barna, eldri en þriggja ára, vaxa um hálfa skóstærð á hverjum f jórum mánuðum. Á þessum ár- um er áríðandi að máta vandlega skóna á börnin, til þess að varna fótakvillum seinna. Spurning:—Er rétt að vefja hrátt kjöt í pappír þegar það er geymt í kæliskápnum? Svar:—Nei, pappírinn dregur í sig kjötsafann; pappírsuimbúð- iimar eru teknar af kjötinu áður en það er látið í kæliskápinn. Vertu kát og ánægð! Hvar sem við störfum og hvaða hlutverki, gem við gegnum í jþjóðfélaginu, þurfum við á mörgum dygðum að halda. — Ein þeirra er sú, að kunna að stilla skap sitt og temja sér lipurð í umgengni. I fáum stöðum mun þetta jafn mikilvægt og í stöðu eiginkon- unnar. Eiginkonan þarf að kunna að matreiða, halda hús, sem kallað er, kunna nokkur skil á barna- uppeldi og meðferð ungbarna, kunna að stoppa og bæta, vera nýtin á mat og föt, kunna að taka á móti gestum og ótal margt fleira. — En þess er sjaldan getið, að hún þurfi fremur öðru að kunna þá fögru list, að vera skap- góð, kát og laus við nöldur og nagg. Einhver kann að segja> að þessir hlutir verði ekki lærð- ir, því að menn séu fæddir með þeim ósköpum að vera fýlulynd- ir og nöldursamir, og geti ekki losnað við það. — Það er satt, að fólk hefir mjög mismunandi lund, alt frá fæðingu, en það er hægt að gera ótrúlega margt og mikið til að temja sér hið gagn- stæða og engin kona ætti að þurfa að vera nölduirskjóða, af því að það er áunninn eiginleiki, — eða ættum við ekki heldur að segja, óvani? Nöldrunarsöm eiginkona er ógæfukona. Hún gerir bæði sér og manni sínum lífið leiðinlegt. — Sjálfri sér ger- ir hún meira tjón en hana grun- ar. Fegrunarsérfræðingum kemur saman um, 'að fátt fari jafn illa með konuna eins og óánægja og þegar af henni leiðir nöldur og nag. Fátt er jafn eyðileggjandi fyr- ir fegurð hennar og yndisþokka. Á manni sínum nær hún aldrei tökum, með því að nöldra yfir smáu og stóru, né heldur tekst henni 'að breyta skapgerð hans og persónuleika. Þótt eiginmaðurinn sé strangur og stirðlyndur, er nöldur þitt gagnslítið, skammir og grátköst ennþá gagnsminna. Sá gamli er vís með að þrífa hatt sinn, henda hurðinni að stöfum og 'leita sér síðan félags- skapar á öðrum slóðum. Ef þú vilt halda heilsu þinni í góðu 'lagi og andlegri vellíðan, ættirðu að halda föstum tökum um “skaps-taumana” og varast nöldur og þras.— Það þýðir ekki sama og það, að þú eigir að vera bónda þínuim sammiaála í einu og öllu, megir enga skoðun hafa á málunum og aldrei leggja orð í belg. / Hjón þurfa að ræða hlutina “Fögur er Hlíðin”, sagði Gunn- ar og sömu orð hafa verið endur- tekin kyuslóð eftir 'kynslóð, en þeir sem fara um hina fyrr svo blómlegu Flótshlíð segja nú fög- ur var Hlíðin.” Alauð á Iveimur klukkustundum. Á tveimur klukkustundum eyðilagði vikur- og öskubylur- inn það, sem kynslóðnirnar frá Islandsbyggð hafa verið að bygg- ja upp. Túnin voru þakin 10 sentimentra vikur og öskulagi. Svo langt, sem augað eygði frá Hlíðarenda og innúr var ekkert að sjg nema sandeyðimörk. Bæ- irnir stóðu eins og hólmar í sandauðninni og aleyðunni. Ryk- ið fylti vit manna og inni var alt þakið öskusandi, sem smaug í gegn, hvar, sem smuga var. Hin- ir tæru bergvatnslækir, sem fyr skoppuðu niður hhðarnar til yndis og augnagamans fyrir veg- farendur og nytja fyrir búandlið velta nú fram kolmóruðir og fer- legir. Þeir bera með sér vikur- sandinn og öskuna og sumir fyltu brátt farvegi sína og flæddu yfir engjar og tún. Sumstaðar var hætta á, að þeir flæddu inn í bæinn og bændur og búalið gripu rekur til að reyna að bjarga því, sem bjargað varð, ræsa fram farvegi vatnsins og byggja flóðgarða. Vonin vaknar á ný. Það er ömurleg sjón að koma í Fljótshlíðina þessa dagana og sjá þá eyðileggingu, sem þar hef- ur orðið. Henni verður ekki með orðum lýst og hana skilur enginn, nema sem sér með eigin augum. Jafnvel bændurnir í Úth'líðinni, sem að mestu losnuðu við vikur- bylinn trúðu ekki fyr en þeir sáu það, hvernig umhorfs var í Inn- hlíðinni. Það er ekkert undarlegt þótt örvænting hafi í fyrstu gripið bændur á þessum slóðum og að þeir hafa talað um niðurskurð á búfé sínu og að flýja býli sín. En nú dettur þeim ekki lengur neitt slíkt í hug. Vonin hefir vaknað á ný um að Inn-Hlíðin verði einhverntíma byggileg aft- ur því á laugardaginn var gerði hvassveðri og vikurinn og askan fauk af á stöku stað, svo hér og þar má nú grilla í grasbala. gaumgæfilega, hvort með sína skoðun á málinu. — Það getur komið fyrir að þau stæli og deili eða kannske rífist út af ein- hverju, gem þau eru ósammála um. Þetta er mannlegt og skiljan- legt, nema annað hvort hafi engan vilja, eins og sagt var um maddömuna í “Skálholti.” — Þetta á heldur ekkert skilt við nöldur, enda af öðrum rótum runnið. Konur ættu að minnast þess, að nöldurskjóðan eldist illa. Hún verður snemma hrukkótt, hún á bágt með svefn, hún þjáist af lystarleysi og meltingin fer út um þúfur. Hún gerir sjálfri sér og öðrum 'lífið leiðinlegt. “Betra er að búa í eyðimerkurlandi, en með þrasgjarnri og g e ð i 11 r i konu,” er ihaft eftir Salómon. — ]>að skiptir því ekki svo litlu máli fyrir konuna, að temja sér lipra og létta lund og losa sig við nöldrið. P. (Dagur) “Það er öðruvísi um að litast nú eftir að við erum aftur farn- ir að sjá blesað grasið,” sagði bóndi við mig í fyrradag. En fyrir ókunnuga er Inn-Hlíðin enn iþá eyðimörk og það er ljóst, að það mun taka langan tíma að græða upp á ný, það land, sem horfið er undir hina svörtu ösku og vikursand sem hylur ennþá sléttur og bala og fjallið upp að efstu brún. Það sér lítinn mun á hinu ræktaða landi og hinum kolsvörtu Þveráraurum f y r i r framan. Janvel Eyjafjallajökull er aft- ur orðinn hvítur af nýföllnum sjó. Hann var fyrst eftir gosið kolsvartur, eins og landið í kring. Einnig það hefir glætt von Fljóts- hlíðinga og gefið þeim trú á, að enn geti alt orðið líkt og það var. Hræðileg eyðilegging. Þegar við ókum austur Rang- ársanda á mánudaginn var und- ir skafheiðríkum himni og glampandi vorsól var tignarlegt að líta norður tli hálendisins. Hekla var hrein og tær og ósköp sakleysisleg að sjá. Það rauk gufa úr henni á nokkrum stöðum og hvít gu'fuský huldu blá toppinn. Við Breiðabólsstað var alt með feldu og ekkert óvenjulegt að sjá er beygt var inn á Fljótshlið- arveginn. Það var eins og á öðrum góðviðrisdögum að vor- 'lagi. Það var fyrst þegar komið var innundir Hlíðarenda, að það fór að bera á einhverju óvenju- légu. Svartar sandskellur sáust hér og þar á túnum og í stað malarinnar á veginum fór að bera á fingerðum sandi. Og þetta fór versnandi eftir því, sem innar dró. Bifreiðin fór að verða þyng- ri í akstri vegna vikursins á veginum En það var ekki fyr en komið var innundir Hlíðarenda- kot. að ástæða þótti til að nema staðar og litast um'. “Þetta er hræðileg eyðilegg- ing”, voru fyrstu orðin, sem heyrðust sögð upphátt. Það var eins og bærinn að Hlíðarenda- koti væri hálfgrafinn í sandinn. Og innar var haldið, að Múla- koti. Þegar þangað kom var það fyrst, sem 'gáð var að, hvernig hinn frægi trjágarður Guðbjarg- ar Þorleifsdóttur í Múlakoti væri útleikin. Trén stóðu blaðlaus og bein og virtust ekki hafa orðið fyrir neinu, en sjá'lfur jarð vegur- in í garðinum var á kafi í þéttum vikursandi. Það var þó von um hann og okkur 'létti. Á hlaðinu í Múlakoti stóð Ólafur Túbals bóndi og ræddi við aðkomumann. Er stigið var út úr bílnum sökk maður ökla- djúpt í lausan vikursandinn. Nokkur hæns voru að reyna að kroppa æti upp úr sandinum. Annars var hljótt og eyðilegt yfir og við bæinn. í "Nú sézt þó gras" “Hér er ljótt um að litast,” sagði eg við Túbals, er við höfð- um heilsast. “Verra var það, blessaður vertu. Nú sér maður þó í gras, en það var þó ekki því láni að fagna fyrstu dagana eftir gosið.” Eg ætlaði lengra inn úr, því fregnir sögðu að asku og vikurfalls gætti meira er innar kæmi. En Ólafur benti mér á, að tilgangslaust værí að reyna að komast það á litlum fólksbíl og bauðst til að aka mér í jeppanum sínum inn að Háamúla, en lengra væri erfitt að komast á bíl sök- um foks og vikurfalls. En fyrst skoðuðum við nágrennið í Múla- koti. Jarðýta hafði verið þar að verki á litlum bletfi og hreinsað nokkuð til. En ef þar grær gras á komandi sumri þarf ekki að öfunda þá, sem eiga að slá það, því vikur er enn í rótinni og hætt við að oft þurfi að brýna, ef vel á að bíta. Lækurinn siefndi á bæinn Að Eyvindar-Múla voru karl- menn allir að vinnu við að hlaða flóðgarð fyrir ofan bæinn. Bæj- arlækurinn valt niður fjallið kolmórauður og í miklum vexti. 1 farveginn haði hann borið svo mikið af vikri og ösku ofan af fjallinu, að hætta var á að hann flæddi yfir túnið og jafnvel inn í bæ. Ekki veit eg hvernig það hefir farið, en allir pokar, sem tiltækilegir voru, höfðu verið teknir í garðinn og var hann því æði skjöldóttur, því þar voru hvítir léreftspokar og brúnir strigapokar. Nágrannarnir frá næstu bæjum höfðu hjálpað til að hlaða garðinn með heima- mönnum. Við dvöldum um stund við Eyvindar-Múla og Háamúla. Þar var alt á kafi í vikri og ösku, aðeins hafði blásið af þeim böl- um er hæst stóðu. Vainsleysið er versi Vatnsleysið veldur Fljótshlíð- ingum mestum erfiðleikum í daglegu lífi, eins og er. Þeir fengu neyzluvatn sitt úr lækj- unurn í Hlíðinni, en nú er vatnið í þeim með öllu óhæft til drykkj- ar, eða matargerðar og allar raf- stöðvar eru ónothæfar sökum framburðar í lækjunum. “Jeppinn sá arna kom að góðu liði núna,” sagði Túbals við mig á heimleiðinni. Eg hefi verið á ferðinni síðan til að sækja vatn út í Hlíð. Það má segja, að hann hafi bjargað okkur fyrsta dag- inn, því þá hamaðist eg eins og mögulegt var við að ná í vatn, og í rokinu á laugardag var fokið svo mikið, að eg sá varla fram á vélarhlífina hér fráman á.” — Vatnsleysið er einnig erfitt vegna skepnanna. Hestum hefir verið komið fyrir hingað og þangað í nærsveitunum, en kýr eru enn heima og féð.” Fljóts- hlíðingar hafa reynt að hleypa fénu út úr húsum síðan að aftur fór að grilla í jörð, þar sem ekki er hægt að halda því inni vatns- lausu. En það er mikil hætta að hleypa fénu út því það étur vik- urinn, sem festist í maga þess og hætta er á að það drepist, eins og nú mun og vera komið á dag- inn. Á leiðinni út að Múlakoti koti mættum við bónda úr sveit- inni. Þeir fóru að tala um féð, hann og Túbals. “Eg var altaf hræddur um að féð sýktist, ef reynt yrði að beita því. Eg hefi séð að ærnar berja sig mikið á magann, og það bendir til að það sé kominn vikur í þær,” sagði bóndi. Það er sagt, að þegar séu ær farnar að drepast. “Ef mínar ær verða veikar, drep eg þær, heldur en að horfa upp á þær kveljast Það get eg ekki séð,” sagði bóndi, áður en hann kvaddi. Það vill enginn drepa né flýja “Hvað ætlið þið að gera í nið- urskurðarmálinu? Ykkur er mik- ið legið á hálsi víða um land fyr- ir að ætla að skera niður,” sagði eg við Ólaf. “Já, eg veit það. En það hefir engum hér dottið í hug að drepa að nauðsynjal'ausu. Fyrst í stað greip óhugur menn og þeir sáu varla neitt annað ráð. En nú er- um við farnir að sjá í gras á nýjan leik og með hjálp guðs og góðra manna munum við kom- ast úr örðugleikunum. Það dettur víst heldur engum í hug, að við flýjum bæinn hér, bændurnir, fyr en þá í fulla hnefana. Það getur komið til mála, að fólkið neyðist til að flytja af instu bæjunum tveim- ur, þar sem aðallega er um fjár- rækt að ræða og ekkert annað við að vera. En það þarf enginn að bera okkur hugleysi á brýn, eða von- leysi. Okkur þykir ábyggilega eins vænt um féð okkar hér, eins og öðrum íslenzkum bændurn og bæina okkar. En eg býst varla við, að þeir, sem mest tala um obkur og álasa okkur hafi gert sér það ljóst hvernig hér lítur út í Fljótshlíðinni.” Eg tek undir þau orð með Ólafi Túbals, eftir að hafa séð eyði- mörkina í Fljótshlíinni, jafnvel nú eftir, að blásið var af nokkr- um harðbölum, og farið er að sjá í blessað grasið, eins og þeir segja bændurnir. "Alt er í heiminum hverfult" Þegar heim kom í Múlakot átti eg stutt tal við Guðbjörgu Þorleifsdóttur, gömlu húsfreyj- una í Múlakoti og sem flestum ferðalöngum, sem lagt hafa leið sína í Múlakot og séð garðinn hennar fagra, hefir vafalaust dottið fyrst í hug er þeir heyrðu um öskufallið. Guðbjörg lá í rúminu. Hún ihafði ekki þolað öskurykið, sem fylti öll vit þeirra, sem komu út í það, enda hafa sumir fengið sár í nef og munn af rykinu, en hún var furðu hress. “Alt er í heiminum hverfult,” varð Guðbjörgu að orði er við fórum að tala um vikurfallið og öskuna. “En eg er heppin, þvi, garðurinn er óskemdur ennþá. Það var heppilegt að þetta kom þó á þessum tíma, því hætta er á, að brumið hefði ekki þolað öskuna ef þetta hefði komið síð- ar að vori. Og svo er eg hrædd- ust um að það komi fok síðar í vor. En vonandi blessast þetta alt. Það er ekki annað að gera en að vona hið bezta. Og svo röbbuðum við fram og aftur. “Mér er sagt, að þeir kalli bændurna hérna morðingja, vegna þess að það hefir verið orðað að þeir neyddust til að skera niður. Eg held a þau um- mæli stafi fyrst og fremst af skilningsleysi. Féð er fyrir þeim alveg eins og menn, félagar þeirra og vinir. Og eg veit, að þeir eiga bágt með að sjá það 'kveljast, ef til þess kemur.” Þannig mælti hin aldraða hús- freyja í Múlakoti. Þótt hún bæri sig vel var ebki hægt að leyna því, að það tók hana sárt að sjá hvernig bomið var. Eins og kominn væri heimsendi Fólbið í Múlaboti sagði mér hvernig því hefði orðið við er kolsvartur ösku- og vikurbylur- inn skall yfir sveitina. Það var um 7 leytið um morguninn skömmu eftir að Hekla byrjaði að gjósa. Kvenfólkið sagðist hafa haldið, að það væri bara kominn heimsendir. Vindur var á norðan, en austan andvara lagði yfir Þveráraura og sló á móti bylnum. Á und'an bylnum kom eins og þytur í lofti. Þessi ósköp stóðu í tvær klukkustundir, og var þá dimmt í lofti í sveitinni, en um hádegi birti fyrst til "Nú er Hlíðin Gunnars illa farin." Út hlíðina var okkur samferða í bílnum frú Lilja Túbals að Litla Kollabæ. Hún sagði okkur frá því, hvernig þeir í Úthlíðinni hefðu alls ekki trúað því hve ljótt var um að litast, þrátt fyrir ítarlegar fréttir sem þó bárust. Það er ekki von að fólk suður í Reykja- vík geri sér það 1 hugarlund 'hvernig hér ér umhorfs úr því að við sveitungaimir gátum það ekki. “Já, mjög er Hlíðin Gunnars nú illa farin,” varð mér að orði er við iiturn heim til Hlíðarenda. (Framh. á bls. 8)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.