Lögberg - 15.05.1947, Blaðsíða 3

Lögberg - 15.05.1947, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. MAÍ, 1947 1 Minning merkrar konu Allir dagar eiga kvöld og engin öfl fá því hamlað, að stundaglas- ið renni út; fyr eða síðar dregur að leiðarlokum fyrir allar þær lífverur, er dagsljós líta á þess- ari jörð; öll leiðarlok mannlegr- ar ævi eru blandin nokkurum sársauka, þótt með mismunandi hætti sé; skilnaðurinn hefir ávalt trega í för með sér, þótt hann svipmerkist jafnframt af hljóð- látri þökk, er aldurhnigið sam- ferðafólk, sem lifað hafði fögru og nytsömu lífi safnast til feðra sinna og sameinast alfegurð ó- dáinslanda; það þarf ekki framar að spyrja: Vökumaður, hvað líð- ur nóttunni, eða hvað ætli nú sé langt til dags? Því hafa vaxið vængir til flugs, og það hefir runnið saman við daginn mikla. Eg er einn þeirra mörgu, sem kveðja með þakklátum trega frú Sveinbjörgu Laxdal; eg var ung- ur heiðarsveinn, er eg fyrst kyntist henni á Vopnafirði ásamt Grími verzlunarstjóra, manni hennar; í litlu þorpi var kaup- maðurinn eða verzlunarstjórinn í höfðingjatölu; það var því, að rninsta kosti í vitund margra, hreint ekki svo lítið djúp staðfest milli hans og umkomulítilla ung- linga innan úr öræfabygðum; kaupmanns- eða verzlunarstjóra frúin, skipaði einnig sérstæða virðingarstöðu í bæjarfélaginu, ekki sízt væri hún slíkum kost- um búin sem frú Sveinbjörg var; mér fanst hún vera fremsta kona bæjarins, “First lady of the land'’ í Vopnafjarðarkaupstað; eg kom oft á heimili þeirra Gríms og Sveinbjargar á þeim árum, og naut þar jafnan hinnar mestu alúðar. t Fru Sveinbjörg var kona fríð sýnum og prúð í fasi; henni var í engu fisjað saman, eins og ævi- starf hennar í tvennum heims- álfum ber svo glögg merki um. Það liggur í augum uppi, hve róttæk aðstöðubreyting það var fyrir frú Sveinbjörgu, að flytja úr tiltölulega hægu kaupstaðar- lífi á íslandi og gerast landnáms- kona í nýbygðinni við Leslie í Saskatchewan; en það var með hana eins og flest fólk, sem eitt- hvað verulegt er spunnið í, að hún þroskaðist og styrktist við andstæðurnar í stað þess, að af- magnast eða veiklast. Frú Sveinbjörg Laxdal var fædd á Seyðisfirði þann 17. dag desembermánaðar árið 1863; voru foreldrar hennar þau hjónin Torfi Jónsson og María Bjarna- dóttir og hjá þeim ólst hún upp; hún giftist á Akureyri 1888, Grími verzlunarmanni Laxdal, og stofnuðu þau þá til heimilis á Húsavik og dvöldu þar fram til ársins 1897, er þau fluttust til Vopnafjarðar. þar sem Grímur tókst á hendur verzlunarstjóra- stöðu; dvöldu þau þar alllengi við vaxandi vinsældir unz þar kom, að þau hurfu til Akureyrar þótt eigi festi þau þar rætur, en hygði í þess stað á vesturför, kom Frú Sveinbjörg Laxdal Grímur vestur um haf 1907 og nam land í Lesliebygð í Saskat- chewan, eins og áður var vikið að, en fjölskyldan kom til móts við hann tveimur árum síðar; marg voru handtök landnáms- konunnar frá Seyðisfirði í hinu nýja umhverfi vestur á sléttum Saskatchewan-fylkis; þau voru ekki talin eftir, því þar var hinn fórnfúsi móðurkærleiki að verki, sem umvafði alt og alla; heimilis hollustan var frú Sveinbjörgu jafnan alt í öllu; henni var sýnt um það, að vera góð eiginkona og ástúðleg móðir. Frú Sveinbjörg var um flest mikil gæfuikona; hún naut um langa ævi samvistar ágæts eigin- manns, börn þeirra mönnuðust vel, og í því var fólginn mikil- vægur lífssigur. Hér verða börn þeirra frú Sveinbjargar og Gríms tilgreind í aldursröð: Rannveig Lund, Raufarhöfn, Marja Björnsson, Ashern, Mani- toba, Þórður Eggert, Kuroki, Sask., Jóna Thorlacius, Kuroki- Sask., Ólafur, Mt. Vernon, Wash- irngton, Maja Eggertson, Winni- peg, Jón Kristján skólastjóri á Gimli og Kristín Tait, Miami, Florida; eitt sveinbarn mistu þessi mætu hjón; eina systur lætur frú Sveinbjörg eftir sig, Guðrúnu, sem nú dvelur á elli- heimilinu Betel á Gimli. Frú Svéinbjörg lézt á Betel þann 23. apríl síðastliðinn og var jarðsungin 27. s. m. Á elliheim- ilinu mæltu fram minningarorð þeir séra Skúli Sigurgeirsson og séra Eyjólfur J. Melan, en í kirkju sambandssafnaðar á Gimli, flutti séra Eyjólfur hin hinstu kveðjumál; jarðsett var í Gimli grafreit, þar sem fjöldi mikill íslenzkra Birkibeina úr landnemasveit, nýtur værðar, að afloknu löngu og ströngu dags- verki. Um minningu frú Svein- bjargar Laxdal mun jafnan bjart verða; hún var góð kona, sem gengið hafði langa ævi á guðs- vegum og verið samferðasveit sinni til fyrirmyndar að skyldu- rækni og ástúð. E. P. J. Um manninn Tilraunir hafa sýnt, að maður- inn er máttlausastur þegar hann vaknar á morgnana. Við morgun- matinn styrkist hann og heldur áfram að styrkjast þangað til kl. 2. Þá er hann fyrst “í fullu fjöri.” Síðan dregur af honum eftir því sem á daginn líður. En þér vegið 70 kíló þá eru í yður þessi efni: fita, sem nægja mundi til þess að famleiða eina stöng af Sólskissápu; kolefni, sem nægja mundi í 9000 blýanta; fos- íór, sem nægja mundi í kveiki- efni á 2200 eldspýtur; magnesium 1 eina inntöku af salti; járn, sem dygði í eina meðalstóra saumnál; kalk, sem nægði til að mála hæn- sakofa; brennisteinn, sem nægði til að drepa flær í einum hundi; °S að lokum eitt gallon af vatni. Ef þér viljuð vita hvað þér get- ið feraðst langt á einni mínútu, Þá eru hér nokkrar tölur: Á flugi 13,610 metra, í^bifreið 10,810 m., með því að detta 19,200 m., á gufuskipi 1,060 m., á reiðhjóli 948 m., á skautum 743 m., á hlaupum 482 m., á róðrarbáti 287 m., á göngu 274 m. og á sundi 103 metra. í heilbrigðum manni eru 25 billjónir rauðra blóðkorna. Ef þeim væri raðað hlið við hlið, mundu þeir þekja 3000 fermetra svæði. Reglulegur hjartsláttur er 72 slög á mínútu. Ef þér lifið heil- brigður í 70 ár þá hefir hjartað dælt 28 milljónum lítra af blóði í gegn um æðar yðar. Á einni mínútu andið þér að yður 410 ferþumlungum af lofti. Á sama tíma getið þér talað 150 orð greinilega, en ekki skrifað nema 30—40 orð. (Lesbók) GUÐRON GlSLASON Kveðja frá frænda, ort af Gutiormi J. Guttormssyni. Þú varst mér góð sem systir, sem systir varst mér kær, og síðan þú varst lítið barn, mér anda og hjarta nær; við fylgdumst að í hugsun, þótt færi hvort sinn veg, þótt fjarlægð skildi vegi, áttum samleið, þú og eg. I frændaliði átti eg þig sem vænsta vininn að, við vorum ekki systkin — en skyldairi en það, því saman er við höfðum okkar sannfæringar leitt og séð frá báðum hliðum — okkur greindi ekki á um neitt. Og myndin þín í sálu mína greypt hún gleymist ei, hún geymist þar í friði hvort sem lifi eg eða dey. Og hún er það, sem dauðinn ekki megnar af að má, hann megnar ekki að taka það 1 burt sem sálin á. Og jafnvel þó um firamhaldslíf menn slái úr og í og enginn viti gerla hvað er sannleikur í því. er endurfunda að vænta fyrir handan dauðans hyl. Ei hefir nokkur takmörk sál, sem altaf- verður til. Business and Professional Cards — — J,u Thule Ship Agency Inc. 11 Broadway, New York, N.Y. uraboðsmenn fyrxr h.f. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS (The Icelandic Steamship Co. Ltd.) FLUGFÉLAG ISLANDS (The Icelandic Airways Ltd.) Vöru- og farþegaflutningur frá New York og Halifax til íslands. RUDY’S PHARMACY COR. SHERBROOK & ELLICE We Deliver Anyu'here Phone 34 403 Your Prescriptions called for and delivered. A complete line of baby needs. H. J. STEFANSSON TAfc, Accident and Health Jnsurance Representing: THE GREAT-WEST L.1FE ASSURA’NCE COMPANY Winnipeg:, Man. Phone 96)144 Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STRKET (Betnt suBur af Bannlng) Talsimi 30 877 VlBtalstimi 3—6 eftir hádegl ♦ ♦♦♦♦♦♦♦ Söngför Einars Einar Kri'stjánsson söngvari mun halda nokkura konserta hér síðari hluta mánaðarins, en um mánaðamótin mun hann syngja aðalhlutverkið í óratóríinu Judas Makkabæus eftir Handel. óratóríó þetta hefir ekki verið flutt hér áður, en það verður flutt á vegum Tónlistarfélags- ins. Einar hefir hinsvegar sung- ið nokkrum sinnum í því er- lendis. Á konsertum sínum mun Einar syngja lög eftir Schubert og Brahms, auk arja og íslenzkra laga. En viðfangsefnin verða öll önnur en þegar hann söng hér eftir heimkomuna í haust. Þá er sennilegt, að Einar syngi Vetrar- ferðina eftir Schubert, sem hann hefir sungið hér einu sinni áður. Þegar Einar fór utan s.l. vetur hélt hann fyrst til Lundúna, þar sem hann söng fjögur lög á plöt- ur fyrir “His Master’s Voice” og eru þær væntanlegar hingað á næstunni. Síðan fór hann til BRÉF TIL VÍGLUNDAR VIGFÚSSONAR FRÁ ÚTHLÍÐ Kæri vinur minn! Þú hefir verið í huga mínum þennan morgun, svo eg tek mér hvíld frá starfi mínu úti við, og vil nú minnast þín í fáum penna- línum. Fyrst er nú frá því að segja að mér líður vel, á sál og líkama, sem eg lofa Guð fyrir, hátt og í hljóði. Þú veist það, vinur minn. Eg er nú sestur að hér í boirginni New Westminster, B.C. Kom hér þann síðasta marz, og settist loksins að í húsi er dóttir mín, Mabel og Páll minn keyptu í sameiningu. gamalt hús með traustum veggjum og sterkri undirstöðu. Vinsamlegt aðsetur fyrir gamla, sem ekki líta fyrst og fremst á prjálið. Eg hefi nóg að iðja alla daga. Hefi lokið við að stinga upp og sá í garðinn minn, — sem er ekki stór eftir ykkar mælikvarða, en getur gef- ið af sér furðu mikið hér. Hefi sett niður strawberries og raspberries og strawberries farin að blómgast; margt smávegis komið upp, og kartöflur líka. Já, þetta er nú blessað og gott. Og svo á sunnudögum, geng eg í sænsku kirkjuna hér á strætis- horninu, og er tekið þar sem vini. Fólkið heilsar mér, og gamla fólkið spjallar sitt móðurmál við mig, sem glæðir minnið mitt á það, er eg kunni býsna vel í fyrri daga. Ekki er þó prédikun eða söngur á því tungumáli, heldur ensku, því þó prestur heiti Ole- son og sé sænskur í báðar ættir, kann hann ekki móðurmál sitt. Finst þar mikið á vanta fyrir honum; en hann er mjög þægi- legur, og hefir heimsótt mig. Finst mér sem þeir sænsku hafi fundið svartan sauð, úr íslenzku haglendi. Ber hér öðruvísi við en þá er eg gekk í kirkju með þér í Winnipeg í tvo vetur. Þú manst. Þar var eg algerlega svartur sauður til flestra, nema þín og prestsins og Arinbjamar ♦ ♦♦♦♦♦♦ Kristjánssonar Norðurlanda, Danmerkur og Svíþjóðar og söng m. a. við jóla- konsert Politikens í Höfn. Að- stoðuðu þar margir þektir lista- menn frá ýmsum löndum Evrópu. í Stokkhólmi söng Einar í óperunni og var tekið forkunnar vel, svo að honum standa þar opnar allar dyr, er hann fer utan á ný. Meðan hann var þar fékk hann tilboð um að koma til Vín- arborgar og syngja þar, en ekki er ráðið, hvort hann fer þangað. Loks söng Einar í Álaborg og voru dómarnir um söng hans þar svo góðir, að blöðin slógu því föstu, sem satt er, að hann sé söngvari á heimsmælikvarða. Líkti eitt blaðið honum við Gigli. Má segja í fáum orðum, að þessi för Einars til Norðurlanda hafi verið sigurför og er hann — lítt þektur er hann kom þangað — viðurkendur þar söngvaxi í fremstu röð.—Vísir 12. apríl. Bardal. Þó mér gerði þetta lítið til, fann eg enga hlýju eða vin- áttumerki um það, að eg væri velkominn í þeirra hóp. Kristnir menn ættu að skoða alla vel- komna í kirkju sína, þó lítilmót- legir séu, eða skjátlast mér hér? Hér hefi eg sagt heldur mikið, og verið of berorður, en eg segi það þó í góðri meiningu, og vildi að það gæti orðið breyting á því. Þá er nú að minnast á veðrið. Um það tala fáir hér, heldur um dollarinn, þessi máttugi kraftur jarðarbúa er flestra manna aðal áhugamál og umtalsefni. En eg sem safna ekki auði þessa heims, en nýt góðveðursins og gæsku Guðs, er glaður yfir smá-centun- um og heilsubata mínum og góð- viðrinu. Þú manst, að mér leið stund- um ónotalega af brjóstveiki í Winnipeg, og eins gerði mér er eg átti heima í Kamloops, B.C., en svo brá við er eg kom hér um jólin í vetur, að það hvarf með öllu, og hefi eg ekki fundið til þess síðan. Eg sit nú hér við suðvestur gluggann í herbergi mínu, og sé yfir “Lulu Island” og Fraserár-mynnið og part af borg- inni, því eg er uppi í hárri brekku sem hafin er yfir þoku og reyk- háfa frá sögunarmyllunum við ána eða ármynnið. Hefi eg lítið að lesa, nema þá er íslenzku blöðin koma, en nú hefi eg ekki fengið Lögberg í tvær vikur; vona að ritstjórinn hafi ekki fatl- ast frá starfi sínu. Hefi notið mikillar ánægju af ferðasögu hans um ísland og fleiru, er hann hefir ritað í blaðið. Óska honum og blaðinu allra heilla og langra lifdaga. Vil nú ekki hafa þetta lengra, því svona löguð skrif eiga ef til vill ekki við opinber blöð. Heill sé þér vinur! og ham- ingjuóskir í framtíðinni, og gleðilegt sumar. Þinn altaf sami vinurinn, Krisíján Ólafsson, frá Hábæ. New Westminster, B.C. 30. apríl, 1947. DR. A. V. JOHNSON DentUt 506 SOMKRSET BUILDINO Telephone 97 939 Home Telephone 202 398 Tabsími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOingur * augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 215 Medical Arts Bldg. Stofutlmi: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK BérfrcrOingvr l augna, r-gma, nef og hdlssjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BUDG Qraham and Kennedy St. Slcrifstofuslml 93 851 Holmaslmi 42 154 EYOLFSON'S DRUG PARK RIVER, N. DAK Islenxkur tyfsaU Fðlk getur pantaO meOul og annaö me8 pösti. Fljöt afgreiBsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREBT Selur llkklatur og annast um 4t- farlr. Allur ötbúnaBur að. beatl. Ennfremur seiur hann allskonar mlnniavaxBa og legstelna. Skrifatofu talslmi 37 924 Heimilis talslmi 25 444 Phone 97 291 Eve. 26 002 J. DAVIDSON Real Estate, Financial and Insurance ARGUE BROS. LIMITED Lombard Bldg., Winnipeg PKINCEJ/ MESSENGER SERVICE ViB flytjum klatur og tðakur, hösgögn úr amnrrt IbúBum, og húamuni af öllu tael 58 ALBERT 8T. — WINNIPEO Slml 25 888 C. A. Johnaon, Mgr. TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Ohwtered Accountants 1101 McARTHUR BUILDINO Wlnnlpeg, Oanada Phone 49 4(9 Radlo Service Speolalkata ELECTRONIC LABS. H. THORKSLBOH, Prop. The moet up-to-data Sound Equipmont Byatetn. 120 OSBORNB ST„ WINNIPBO O. T. Jonaaeon, Prea. & Man. Dtr. Keystone Fisheriee Limited 404 8COTT BLOOK SlMI 99 22T Wkoletale Distributors of FRB8H AND FROZBN FI8H Manitoba Fisheries WINNIPBQ, MAN. T. Bercovttoh. fram.kv.stj. Varmla í heUdaölu meS nýjan og froeinn fWk. 808 OWBNA 8TRBET Hkrlfat afml 21 U( Heima II 4U DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hra. 2.30—6 p.m. Phones: Offlce 26 — Ree. 280 Offlce Phone Res Phone 94 762 72 40» Dr. L. A. Sigurdson 526 MEDTCAL ARTS BLDG. Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntnient Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlceknar 406 TORONTO QEN. TRUST8 BUILDINQ Cor. Portage Ave. og Smith 8t. PHONK »6 962 WINNIPBO DR. J. A. HILLSMAN Burgeon 302 MEDICAL ARTS BLDQ Plxone 97 32» Dr. Charles R. Oke T annlcskntr For Appolntmenta Phone 14 III Office Houra »—I 404 TORONTO QEN. TRUST8 BUILDINQ 283 PORTAQB AVB. Wlnnlpeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 555 For Qutck Keliabte Bervioe J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDQ WPG. Fasteignaaalar. Leigja húa. Ot- vega penlngaUin og elda&byrgf). bifrelBa&byrgB, o. a. frv. PHONE »7 688 Andrews, Andrewa, Thorvaldson and Eggertson LOgfrceOtmgar 209BANK OF NOVA SCOTIA BO. Portage og Qarry St. Simi 98 211 GUNDRY PYMORE Limited Britísh QuaMty Fish NetMng M VICTORIA ST„ WINNIPBQ Phone 98 111 Uanager T. R. THORVALDMOS Tour patronage wlU be appreoiatad C A N A D I A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOB, Managing Ðirocéor Wboleaale Distributora of TrtUa and Froaen Ftah. 211 CHAMBBRS STREBT Offlce Ph. 26 319 Raa. Ph. Tl 91f Hhagborg U FUEL CO. n e DU121SÍ1 21M1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.