Lögberg - 15.05.1947, Blaðsíða 8

Lögberg - 15.05.1947, Blaðsíða 8
8 LÓGBERG, FIMTUDAGINN 15. MAÍ, 1947 « Or borg og bygð Islenzkir sjúklingar, sem liggja á sjúkrahúsum hér í borginni, eða aðstandendur þeirra, eru vinsamlega beðnir að síma Mrs. George Jóhannesson, 89 208, ef æskt er eftir heimsókn eða ís- lenzku blöðunum. Birt að tilstuðlan Djákna- nefndar Fyrsta lút. safn. •f' Fermingarguðsþjónusta í Sam- bandskirkjunni á Lundar, 1. júní n. k„ kl. 2 e. h. H. E. J. ♦ Einar Guðmundur Jónsson andaðist á elliheimilinu “Betel” 6. þ. m. Einar var fæddur að Arnarbæli í Árnessýslu 19. maí 1852. Foreldrar hans voru séra Guðmundur Jónsson og Guðrún Pétursdóttir. Einar hafði lært gullsmíði í Kaupmannahöfn, en sökum heilsubilunar vann hann aldrei við þessa iðn. Hann var mest af hérlendri æfi sinni hjá systur sinni, Mrs. Vestdal. í íúngvallanýlendunni. Einar sál. varð vistmaður á Betel 6. júní 1929. Eina systur, Sigríði Bjarnason, mun hinn látni eiga á lífi, í Vestmannaeyjum. Einar sál. var jarðsunginn frá Betel 8. þ. m„ af presti heimilis- ins. Vor-Bazaar Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar verður hald- inn í samkomusal kirkjunnar þann 21. þ. m., seinni part dags- ins og að kvöldinu; verður þar seldur heimatilbúinn matur. FRÁ VANCOUVER, B.C. (Frh. af bls. 4) Mr. og Mrs Sigfús S. Berg- mann frá Winnipeg hafa verið hér nokkurn tíma til að sjá sig um. Hafa þau nú ákvarðað að taka sér bólfestu hór á Strönd- inni, og keypt hús og lóð á Point Roberts. Mr. Bergmann er kunnur flestum Islendingum fyrir bók sína “Austurlönd”, sem hann skrifaði og gaf út um ferð til landsins helga 1929. Var hann á þriggja mánaða ferðalagi í Gyðingalandi, Palestínu og víð- ar, í Asíu og Afríku. Er hann einn af þeim fáu íslendingum, sem hafa ferðast á þeim slóðum. Mr. Elías Elíasson frá Árborg, Man., hefir verið hér um tíma í heimsókn til dóttur sinnar og tengdasonar, Mr. og Mrs. Óskar Sigurdson. Mr. Elíasson dáir tíðarfarið hér á Ströndinni, og mundi hann kunna vel við sig hér, ef það ætti fyrir honum að liggja að setjast hér að. Hann er einn af þeim öldungum, sem 'kringumstæðurnar leyfa að vera þar sem honum sjálfum líkar bezt. Þann 13. apríl komu saman um 25 manns að heimili Mrs. E. Jackson, í tilefni af því að það var afmælisdagur Mr. Ófeigs Sigurdsonar. Hafði Mrs. Jack- son, sem er fóstursystir Ófeigs, boðið þeim heim til að drekka afmæliskaffið með honum, og njóta rausnarlegra veitinga. Til skemtunar var fyrst rabbað sam- an, og svo var sungið bæði ís- lenzkir og enskir söngvar og að- stoðaði Mrs. Lillian Sumarliða- son við hljóðfærið. Mr. Sigurd- son vairð 85 ára þennan dag. Hann er frískur og fjörugur og er að leggja á stað til Bandaríkj- anna sér til skemtunar, og svo þaðan fer hann til Red Deer, Alberta, og verður þar um tíma í sumar. Hann og Þórarinn Guð- mundsson hafa haft það fyrir reglu síðan þeir hættu þar bú- skap, að vera þar um sumar- mánuðina. Svo koma þeir til baka á haustin, þegar þeim fer að verða kalt á fótunum. Eins og öllum hér er kunnugt, er Mr. Sigurdson ríkur af göfugmensku og risnu. Hann gaf $500.00 í Öldungaheimilis sjóðinn, svo gaf hann $100.00 í byggingarsjóð lúterska safnaðarins. Ófeigur Sigurdson lætur aldrei standa á MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Valdimar J. Eylands, prestur. Heimili: 776 Victor Street, Sími: 29 017. Harold J. Lupton, organisti og söngstjóri. 308 Niágara Street. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: á ensku kl. 11 f. h„ á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12.15 e. h. Söngæfingar: Yngri flokkur- inn—á fimtudögum. Eldri flokk- urinn — á föstudögum. ♦ Árborg-Riverlon presiakall— 18. maí—Víðir, messa og árs- fundur kl. 2 e. h.; Árborg, íslenzk messa og ársfundur kl. 7.30 e.h. 25. maí — Hnausa, messa og safnaðarfundur kl. 2 e. h.; River- ton, ensk messa og safnaðarfund- ur kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason. ♦ Gimli presiakall— Sunnudaginn 18. maí—Messa að Mikley kl. 2 e. h. Ársfundur safnaðarins verður haldinn að guðsþjónustunni afstaðinni. Allir boðnir velkomnir. Skúli Sigurgeirson. Lúterska kirkjan í Selkirk— aunnudaginn 18. maí: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 á hád. Ensk trnessa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. Þann 26. maí (annan í hvíta- sunnu) verður messað í Guð- brandssöfnuði. í grend við Mor- den, Man. Messugjörð hefst kl. 3 síðd. Central Standard Time). Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. sér, þegar kemur til að styrkja þarfleg fyrirtæki. Dr. og Mrs. J. P. Pálsson frá Calgary, hafa verið á ferð hér og í Victoria sér til skemtunar, og til að endurnýja kuningsskap við marga kunningja og ná- granna, sem hann á hér á Strönd- inni. Mr. Þórhallur Finnbogason frá Langruth, Man., er nýlega kom- inn hingað og búinn að taka sér bólfestu í New Westminster. Mr. og Mrs. Jónas Anderson frá Cypress River, Man., hafa verið hér um tíma. Þeim leizt vel á sig hér, eins og öllum, sem hingað koma. Bjarni Sveinsson frá Keewatin, Ont., hefir verið í heimsókn til sonar síns, sem hér er búsettur, Si/gmar Sveinsson. Er Mr. Sveins- son nú horfinn til baka aftur, eftir þriggja vikna dvöl hjá syni sínum. Mrs. S. Sveinsson frá Yorkton, Sask., hefir verið hér um tíma, til að heimsækja son sinn Óla Sveinsson, og systur sína, Mrs. J. L. Essex, og margt fleira venzlafólk, sem hún á hér. Hún mætti móður sinni, Mrs. Stein- unni Loftson hér; var hún að koma til baka frá Californíu, þar sem hún hefir verið um nokkra mánuði hjá dætrum sínum tveim- ur sem hún á þar. Fór Mrs. Sveinson með henni til Camp- bell River, B.C., þar sem hún verður um tíma hjá dóttur sinni Sigríði Gunnarson, sem þar er búsett. Mrs. Sveinsson lagði af stað heimleiðis þann 9. þessa mánaðar. Miss Gerða Christopherson er nú komin aftur heim til sín, frá sjúkrahúsinu, og virðist vera he'ldur á batavegi. Lieut. Carl E. Anderson var hér í heimsókn til foreldra sinna, Mr. og Mrs. Guðmundur Andei- son. Hann var.i Canada hernum í tvö og hálft ár. Nokkuð af þeim tíma var hann á stríðsvellinum fyrir handan hafið. Síðan hann varð laus úr herþjónustunni hef- ir hann verið í fylkislögreglunni í Norður Alberta. Miss Björg Aðalsteinsdóttir, útlærð hjúkrunarkona' frá ís- landi, er að taka framhaldsnám við almenna sjúkrahúsið hér í borginni. Hún heldur til hjá föð- urbróður sínum, Mr. J. Krist- mansson, að ’258 Cambridge St. Þann 7. maí hafði íslenzka lút. kvenfélagið skemtisamkomu á hinu veglega heimili Mr. og Mrs. Jón Sigurdson. Kom þar saman margmenni, svo þar var hús- fyllir, þó húsið sé stórt og rúm- gott. Til skemtunar söng íslenzki söngflokkurinn nokkur lög. Sólós sungu Miss Margaret Sigmar, Mrs. Thora Thorsteinson Smith og Mr. Smith. Við hljóðfærið aðstoðuðu Mr Steve Sölvason og Mrs. Lillian Sumarliðason. Var þessu öllu gefinn góður rómur. Seinast framreiddu konurnar ■kaffi og rausnarlegar veitingar eins og hvern lysti. Talsverðan tíma tóku gestirnir til að skoða þetta nýja heimiii Mr. og Mrs. Sigurðson. Það er alt bygt eftir nýjustu tízku, og er víst það kostuglegasta heimili sem íslendngar eiga í Vancouver. Mr. Sigurðson er víst sá um- svifamesti íslenzkur athafna- maður hér. Hann er eigandi að stóru smíðaverkstæði, Sigurd- son Mill Works, og starfrækir hann það upp á eigin reikning. Fyrir nokrku var mér sagt, að hann hefði 125 manns, sem vinna á verkstæðinu. Eg verð fáorður um elliheimilis málið í þetta sinn. Eg hefi samt orð forseta nefndarinnar fyrir því, að það gangi alt vel, þó hægt fari, en það eru góðar og gildar ástæður fyrir því. Það verður efalaust ekki langt, þar til nefnd- in skýrir frá framkvæmdúm sín- um þar að lútandi. Vona eg það The Swcm Manufacturing Company Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swsuo Eigandi 281 James St. Phone 22 fril HIÐ NÝJA 'SHORT' Coiffure er ekki lenprur dríiumur . . heldur tízku virkileiki! í hinu r£tta vali k Permanent, lifíffur leyndardómur feg-urðar þesa. Við bendum því sðrstakleg^a á okkar % N Ý J A “HONEYCOMB” PERMANENT í þessu sðrstaka verði er innifalið “recon- ditioning shampoo” og tízku hárgreiðsla. $300 Ungfrú Willa Anderson, forstöðukona þessa skrautlega hárfegrunarsals býður alla íslenzka vini og viðskiftakonur vel- komna á þessar nýju og þægilegu hár- fegru narstöð var. mm TRU-ART Wave Shop ENDERTON BUILDING, Portage and Hargrave Opposite Eatons, over Mitchell Copp PHONE 97 129 Sunrise Lutheran Camp Sumarið 1947 Ársþing Bandalags Lúterskra Kvenna — 22.—24. júní. Sunnudagaskólakennaramót — 27.—29. júní. Unglingar yfir fermingaraldur (Leadership Course) 2.—11. júlí. Drengir—7—14 ára — 12.—23. júlí. Prestamót — 24.—28. júlí Mæður (með börn 2-6 ára) — 29. júlí — 5. ágúst. Stúlkur, 7-14 ára — 6.—15. ágúst Óákveðið — 16.—26. ágúst. % Umsóknir sendist til: Mrs. A. H. Gray, 1125 Valour Rd„ Winnipeg Mrs. H. S. Erlendson, Árborg, Man. Mrs. S. J. Sigurgeirson, Gimli, Man. Mrs. S. Ólafson, Selkink, Man. Bréf, með öllum upplýsingum verða send út bráðlega. FLUGFERÐ til ISLANDS frá WINNIPEG og GRAND FORKS “Skymaster” flugvél, eign Loftleiðir, h.f„ Reykjavík, ísland, fer beina leið frá Winnipeg til íslands fyrstu vikuna af júní-mánuði næstkomandi, ef canadisk stjórnarvöld veita leyfi til þess Niðursett far, kostar $200.00 á mann frá Winnipeg til Reykjavíkur. Aðeins pláss fyrir 25 farþega. Frekari upplýsingar veitir, í umboði flugfélagsins Greiiir Leo Jobannson, 910 Palmerston Ave„ Winnipeg. Símar 71 177 eða 28 637 (eftir kl. 6) verði góðar fréttir. Næst þegar eg skrifa, get eg máske ritað um þetta málefni ítarlegar. S. Guðmundson. Aðstoða bændur við að bjarga búpeningi sínum og hjálpa á alla lund, sem hægt er. —Mbl. 9. apríl. INN-FLJÓTSHLÍÐIN ER ILLA FARIN (Frh. af bls. 5) “Já,” sagði frú Lilja. “Ætli Gunnar hefði snúið aftur, ef þá hefði verið nýafstaðið Heklugos, er hann tók sína frægu ákvörð- un.” Innhlíðingar í Fljótshlíð hafa orðið fyrir þungurn búsifjum, svo og bændur á nokkrum bæjum efst á Rangárvöllum. Þetta ólán ■hefði eins getað skolhð á öðrum sveitum, ef vindur nefði staðið öðruvísi þann morgunn er Hekla spúði sinni eyðileggingu, þess verða landsmenn nú að minnast og leggjast allir á eitt, að hjálpa til að græða og hlúa að hinni frjósömu og fallegu sveit á ný. STORE FUR and CLOTH COATS NOW! Avoid risking valuable furs to Moths, Fire and Theft— store t h e m in Quinton’s modern storage vaults. Call them today! CALL 42 361 CLEANERS • DYERS • FURRIERS ÞINGBOÐ Ákveðið er að ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi verði, ef Guð lofár, sett í kirkju Víkursafnaðar að Mountain, N.D., með guðsþjónustu, altarisgöngu og þingsetningarathöfn, föstudaginn 13. júní kl. 7.30 e. h. Gjört er ráð fyrir að þingið endi á hádegi þriðjudaginn 17. júní. Nákvæmari auglýsing um þingið mun söfnuðum og viðkomandi einstaklingum og félögum berast frá skrif- ara kirkjufélagsns, séra E. H. Fáfnis. H. SIGMAR, forseti k ir j u f élagsins TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 eindiálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu eíkki mikilil tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED -f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-ff KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLAND* Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfinstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvont blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaLdið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, enu vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐM UNDSSON HOLTSGATA 9, REYKJAVÍK The Following Doctors Wish to Announce They Are Now Associated with the KOBRINSKY CLINIC 216 KENNEDY STREET SOLOMON KOBRINSKY, M.D. Maternity and Diseases of Women LOUIS KOBRINSKY, M.D., F.R.C.S.. (Edin.) General Surgery SIDNEY KOBRINSKY, M.D. Internal Medicine M. TUBBER KOBRINSKY, M.D. Physician and Surgeon SAM KOBRINSKY, M.D. Physician and Surgeon SAMUEL RUSEN, M.D. Physician and Surgeon Telephonc 96 391 — If \o Answer, Cull Doctor9s Directory -- 72152

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.