Lögberg - 22.05.1947, Síða 1
PHONE 21 374
P A Complele
' 'leaning
I istilulion
ÖO. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 22. MAI, 1947
PHONE 21 374
iVeA
ba" - A Complete
Cleaning
Instilulion
LÝKUR EMBÆTTISPRÓFI; Hungursneyð
Krefst lækkaðra tolia
VINNUR CULLMEDALÍU
Aðalsteinn F. Krisljánsson
Við nýafstaðin háskólapróf í
Manitoba útskrifaðist með fyrstu
ágætiseinkunn í lögum, Aðal-
steinn F. Kristjánsson 23 ára að
aldri, sonur þeirra Friðriks Krist-
jánssonar fésýslumanns og frúar
hans Hólmfríðar Kristjánsson,
sem búsett eru að 205 Ethelbert
Street hér í borginni; er Friðrik
®ttaður af Akureyri, en frú hans
f*dd í Dalasýslu.
Þessi ungi og gjörvulegi lög-
fræðingur á að baki sér glæsi-
legan námsferil; öll þau fjögur
arin, sem hann var við laganám,
’hlaut hann jafnhæzta einkunn
allra þeirra, er sóttu lagadeild
Manitoba-háskólans, og vann í
alt fern námsverðlaun.
♦ ♦ 4-
Um tvent að veija
Mr. Winston Churchill fyrrum
forsætisráðherra sagði í ræðu,
sem hann nýverið flutti í Albert
Hall í London, að eins og nú hag-
aði til, væri um tvent að
velja, annað hvort samúðarríka
°g einlæga samvinnu Evrópu-
þjóðanna allra með skjóta við-
reisn þeirra fyrir augum, eða þá
slíkt hrun, er tvísýnt vsqri um
að nokkur þeirra nokkuru sinni
hiði bætur; hann lagði á það
mikla áherzlu, að óhjákvæmilegt
v®ri, að rússnesku ráðstjórnar-
ríkin tæki sinn fulla og virka
þatt í slíkri viðreisnarstarfsemi,
en veittist jafnframt þunglega
að þeim /vegna ástæðulausrar
tortryggni þeirra í garð vestur-
V,eldanna; hann tjáðist einnig
þeirrar skoðunar, að það yrði öll-
Urn aðiljum fyrir beztu, að end-
Orskipulögðu ríkjasambandi
^ýzkalands, yrði heimilaður að-
gangur að hinni nýju samvinnu-
starfsemi Evrópu eins fljótt og
því yrði skynsamlega við komið,
hvort sem nokkurum hluta
írönsku þjóðarinnar eða Rússum,
hynni að fallá það betur eða ver.
Tryggve Lie væntanlegur
Hú hefir opinberlega verið frá
því skýrt, að Tryggve Lie, aðal-
ritari sameinuðu þjóðanna, sé
vaentanlegur hingað til borgar-
innar í öndverðum ,júní-mánuði
naestkomandi til þess að flytja
rmðu í Winnipegdeild United
ations Society. Tryggve Lie er
ahrifamikill Norðmaður, afkom-
andi skáldsins og rithöfundarins
Jonasar Lie.
Svo sverfur vistaskorturinn að
á Þýzkalandi, að óttast er um
mannfelli nema því aðéins, að
utanaðkomandi aðstoð verði veitt
þjóðinni tafarlaust; hafa óeirðir
brotist út víðsvegar um landið
vegna hungursneyðarinnar; hefir
brezka stjórnin farið þess á leit
við amerísk stjórnarvöld, að þau
hlutist til um það, að senda tii
Þýzkalands eins fljótt og því
verði við kcmið, allmiklar birgð-
ir af hveiti og ýmisswm öðrum
korntegundum til þess að bæta
úr brýnustu þörfinni; er Herbert
Hoover sagður að vera því með-
mæltur, að Bandaríkin skerist í
leikinn og leggi þýzku þjóðinni
eitt hvert lið; en hann er þessum
hnútum manna kunnugastur,
vegna ferðalaga sinna um Þýzka-
land og önnur lönd Norðurálf-
unnar, sem verst eru stödd varð-
andi vistabirgðir. Utanríkisráð-
herrann brezki, Mr. Bevin, hefir
einnig látið uppi álit sitt um
það, að nema því aðeins, að raun-
hæfar ráðstafanir verði gerðar,
geti svo farið, að óeirðir vegna
hungurs í Þýzkalandi færist svo
í aukana, að torveldlega verði
fram úr ráðið.
♦ ♦ ♦
Vandað val
Verkamannasamtökin, Cana-
dian Congress of Labor, eru
þeirrar skoðunar, að leggja verði
alla hugsanlega rækt við val þess
fólks, er flytjist hingað til fram-
tíðardvalar; stjórnarvöldin beri
jafnframt að sjálfsögðu ábyrgð á
því, að innflutningur verði eigi
heimilaður, er leitt geti til at-
vinnusviptis þess fólks, er nú
st^rfar af fullu fjöri í landinu.
Hún kom, hún
Miss Margarel Sigmar
Þann 1. 2., og 3. maí var haldið
hér “The First Dominion Folk
Festival.” Fór það fram í stærsta
samkomusal borgarinnar “The
Forum.” Tóku þátt í því hátíða-
haldi 12 þjóðflokkar. Sungu þar
þjóðsöngva sína, sýndu þjóðbún-
inga sína og dansa o. fl. Voru
íslendingar þar með á dagskrá.
Fyrir íslendinga kom þar fram
Fjármálaráðherra sambands-
stjórnarinnar, Douglas Abbott,
flutti fyrir skömmu ræðu á fundi
hinna saméinuðu lífsábyrgðar-
félaga í Quebec, þar sem hann
lagði ríka áherzlu á það, hve
bráðnauðsynlegt það væri fyrir
viðreisn viðskiftalífsins, að
Bandaríkjastjórn beitti sér fyrir
um lækkun tollmúra sinna; slíkt
yrði eigi aðeins Canada í hag,
heldur og jafnframt öllum þjóð-
um heims, því velmegun þeirra
grundvallaðist á frjálsum og ó-
háðum viðskiptum.
♦ ♦ ♦
Sjö manna öryggisráð
Hon. James O. McLenaghen,
dómsmálaráðherra Manitoba-
fylkis, hefir skipað sjö manna
nefnd með það fyrir augum, að
rannsaka slys og slysahættu á
bílvegum fyikisins, og semja til-
lögur um það fyrir næsta þing,
íhvernig öryggisráðstöfunum
þessu viðvíkjandi skuli hagað;
þetta er þörf ráðstöfun, sem mæl-
ast mun hvarvetna. vel fyrir.
Formaður áminstrar nefndar
verður R. M. Fisher, K.C., að-
stoðarr áðherra s veitarst j órna-
málefna.
■♦• ♦ ■♦
RANNSÓKNAR krafist
Sir Waldron Smithers, einn af
þingmönnum íhaldsflokksins í
brezka þinginu, hefir krafist þess
í þingræðu, að stjórnin skipi
konunglega rannsóknarnefnd til
þess að rannsaka njósnarstarf-
semi rússneskra kommúnista á
Bretlandi, er hann telur vera al-
varlega víðtæka og háskalega
brezku þjóðinni.
sá, hún sigraði
söngmærin Margaret Sigmar, í
íslenzka faldbúningnum og söng
tvo íslenzka söngva, “Dirauma-
landið” og “Svanasöng á heiði.”
Vakti Miss Sigmar sérstaka at-
hygli, á þessari fjölmennu sam-
komu, bæði fyrir faldbúninginn,
en þó sérstaklega fyrir söng
hennar. öll dagblöðin í Van-
couver mintust á hana sérstak-
lega og dáðust að söng hennar.
Nefnd, sem stóð fyirir og stjórn-
aði þessari samkomu, hefir kom-
ið saman um það, að framkoma
Miss Sigmar, búningur hennar,
en sérstaklega söngur hennar,
hafi verið það bezta, sem fór fram
á þessari fjölmennu skemtisam-
komu. Svo fékk hún mikið lof
og hrós úr ýmsum áttum. I til-
efni af þessari viðurkenningu,
sem hún ávann sér, hefir henni
verið boðið í fjölmenna veizlu,
sem verður haldin á hótel Van-
couver, þar sem hún á að verða
kynt mörgum af meiri háttar
fólki í borginni. Líka var hún
beðin að koma þar fram í ís-
lenzka búningnum og syngja
nokkra íslenzka söngva.
Miss Sigmar er 18 ára, og hefir
verið hér í Vancouver aðeins
nokkra mánuði. Þetta er fyrsta
þátttaka hennar í opinberum,
fjölmennum samkomum hér, svo
mér finst að best sé skýrt frá
framkomu hennar með þessum
fáu orðum:
“Hún kom, hún sá, hún sigr-
aði.”
Kæra þökk, Miss Sigmar, fyrir
ágæta framkomu. Heiðurinn,
sem þú hefir áunnið þér, nær
einnig til allra Islendinga.
S. Guðmundsson.
Miss Kristine Anderson
Þessi unga stúlka. sem lauk |
fullnaðarprófi í hússtjórnarfræði
við nýafstaðin vorpróf Mani-
toba-háskólans, var sæmd gull-
medalíu þeirrar mentastofnunar.
Miss Anderson er ættuð frá
Baldur, Man.
íslenzkt námsfólk
ber af
Síðastliðna viku útskrifuðust
657 námsmenn úr Manitoba há-
skólanum, þar á meðal voru um
30 íslendingar. Þessir hlutu
hæstu einkunnir í sinni náms-
deild og gullmedalíur háskólans
fyrir frábæra námshæfileika.
Hans Raymond Beck, í raf-
magnsfræði.
Frederick Karl Kristjánsson í
búfræði.
Kristine Cecelia Anderson í
hússt j órnarf ræði.
Aðalsteinn F. Kristjánsson
hlaut verðlaun, The Honourable
Alexander Morris Exhibition in
Law, fyrir að ná, að öllum náms-
árunum samanlögðum, hæsta
stigi í lögfræði.
Thora Solveig Ásgeirson,
Associatie in Music, Manitoba —
hlaut Wednesday Morning
Musicale námsverðlaunin.
♦
Þessir útskrifuðust:
Doctor of Medicine:
Sveinbjörn Stefán Björnsson
Sveinn Halldór Octavius
Eggertson.
Bachelor of Laws:
Aðalsteinn F. Kristjánsson.
Diploma in Educalion:
Audrey Aðalbjörg Amundson,
B.A.
Jónas Hallgrímur Vídalín
Rafnkelsson, B.A.
Diploma in Social Work:
Audrey Fridfinnson, B.A.
Lorna Olson, B.A.
Bachelor of Arts (Gen. Course):
Wilfred Halldor Baldwin
Guðmundur Eric Björnsson
Patricia Ann Blöndal
Pauline Marion Einarson
Jean Thorunn Law
Jónas Hallgrímur Vídalin
Rafnkelsson.
Bachelor of Science
(General Course):
John Herbert Arnason
Stanley Horaee Baldwin
Lorne Pálmason
Paul Harold Aðalsteinn Niel
Westdal.
Bachelor of Science
in Home Economics:
Kristine Cecelia Anderson
Carol Joy Pálmasor^
Carol Joyce Sigurdson.
Bachelor of Science
in Agricullure:
Frederick Kairl Kristjánsson
Gilbert Raymond Amundson.
Electrical Engineering:
Hans Raymcnd Beck
SÆMDUR CULLMEDALÍU
Fredtrick Karl Kristjánsson
Þessi gáfaði maður, útskrifað-
ist í vor sem Bachelor of Science
in Agriculture frá Manitbba-há-
kólanum og var sæmdur gull-
medalíu fyrir ástundun og frá-
bæra námshæfileika; hann e.r
sonur þeirra Mr. og Mrs. Jakob
F. Kristjánsson hér í borg.
Kenneth Henry Einarson
Leifur Thorsteinn Oddson
Diploma in Dairying:
Erlindur Anderson.
Ræða um frumbyggjana í
Norður Nýja íslandi
Á síðastliðnu mánudagskveldi
var haldinn síðasti fyrirlestur-
inn, þeirra er haldnir hafa verið
undir umsjón Icelandic Canadian
School; hafa um þrjátíu erindi
verið flutt á síðastliðnum þrem-
ur árum, um sögu íslands og
bókmenúr, og sögu Vestur-ís-
lendinga. Fyrstu þrettán erindin
voru gefin út í bók — Iceland's
Thowand Years, en sum hinna
hafa birst í tímaritinu Icelandic
Canadian. Erindin hafa verið
flutt á ensku til þess að ungt fólk,
er ekki kann íslenzku, gæti notið
þeirra, en því miður hefir fátt
þeirra fært sér þetta ágæta tæki-
færi í nyt, til að kynnast sögu
og bókmentum feðxa sinna; er
þetta slæmt, vegna þess að þeir,
er hafa haft umsjón með þessari
fræðslustarfsemi, og þeir, er
samið hafa og flutt erindin, hafa
lagt á sig mikla vinnu; að ekki
sá minst á, hvers unga fólkið fer
á mis, með því að sinna þessu
ekki. Þótt erindin birtist á
prenti, nýtur fólk þeirra ekki
eins vel eins og að hlusta á fyrir-
lesarana. Þeir skjóta líka oft inn
athugasemdum, er skýra efnið,
en koma ekki á prenti.
Dimploma in Music:
Thora Solveig Ásgeirson.
Cerlificaie in Nursing Educaiion:
Margaret Guðrún Breckman
Laura Guðlaug Einarson.
♦ ■♦• ♦
LÍFSCLAÐUR
PRESTAHÖFÐINGI
Nýverið kom hingað til borgar
séra P. H. Rynning frá Oslo í
heimsókn til systursonar síns,
Dr. P. H. T. Thorlaksonar; hafði
hann ferðast með skipi yfir
Atlantshaf, um Panamaskurð og
þaðan um strendur Kyrrahafs til
Seattle, en þar er búsett systir
hans, frú Errika, ekkja séra N.
Steingríms Thorlakssonar, og þar
dvaldi þessi sérstæði og lífsglaði
norski prestahöfðingi hálfan
þriðja mánuð; en hingað kom
hann flugleiðis frá Seattle og
dáði mjög flugið yfir Klettafjöll-
in; þessi norræni víkingur verð-
ur níræður þann 3. júní næst-
komandi, en því myndu fáir trúa,
er komast í kynni við hann, því
svo ber hann aldurinn vel, vík-
ingslegur á velli og leikur við
hvem sinn fingur; hann sagðist
hafa verið að hugsa um að pré-
dika á næsta afmælisdag sinn, en
horfið frá því ráði; kvaðst heldur
vilja gera það á skírnardag sinn;
fæðingardagurinn minti á vöggu
og gröf, en skírnardagurinn gæfi
fyrirheit um eilíft líf.
Síðastl. mánuragskvöld höfðu
þau Dr. Thorlakson og frú virðu-
legt heimboð á hinu veglega
heimili sínu, 144 Grenfell Blvd.,
í heiðursskyni við séra Rynning,
og skorti þar hvorki gleði né
góðan fagnað; og eigi jók það
lítið á ánægjuna, að þar var einn-
ig viðstödd frú Holck, systir séra
Rynnings, ásamt dóttur sinni,
einnig frá Oslo; voru þær mæðg-
ur á leið vestur til Seattle; frú
Holck er áttræð, en sýnist að út-
liti eigi eldri en sextug kona;
hún er þektur sönglagahöfundur,
og lék á slaghörpu ýmis ágæt
tónverk, er hún sjálf hafði samið.
Sr. Rynning lagði af stað flug-
leiðis til Osló seinna um kvöldið,
og hlakkaði mikið til æfintýris-
ins í loftinu; hann fylgiist með
tímanum eins og kornungur
maður.
Þessi síðasti fyrirlestur var
fluttur á íslenzku, og mun hafa
verið einna bezt sóttur af öllum
fyrirlestrunum, hér var líka
ræðumaður, er þektur er meðal
íslendinga fyrir að geta blandað
saman gamni og alvöru á skemti-
legan hátt. Guttormur J. Gutt-
ormsson skáld brá upp fyrir hug-
skotssjónum blustenda mörgum
blikmyndum af atburðum og
rnerku fólki í “forn” sögu Ný-
íslendinga, sem seint munu líða
þeim er þarna voru, úr minni.
Guttormur er sterktrúaður á
menningargildi íslenzkunnar og
lauk ræðu sinni með eldheitiri
hvatningu um að viðhalda þess-
ari “einu lifandi stofntungu.”
Séra V. J. Eylands, forseti þjóð-
ræknisfélagsins, þakkaði ræðu-
manni fyrir þetta ágæta erindi,
og einnig þeim, er beitt hafa sér
fyrir þessum fyrirlestrahöldum,
sérstaklega frú Hólmfríði Dan-
ielsson.
Frú Hólmfríður stjórnaði sam-
komunni.
I. J.
♦ ♦ ♦
AFMÆLI MERKISMANNS
G. J. Oleson
I dag á sextíu og fimm ára af-
mæli merkur og víðkunnur Vest-
ur-Islendingur, G. J. Oleson,
búnaðarverkfæra kaupmaður í
Glenboro, heilsteyptur maður
og vinfastur sem þá. er bezt ger-
ist; hann er maður með ágætum
ritfær á enska tungu og íslenzka
og gagnfróður um íslenzkar bók-
mentir; hann er fæddur í grend
við Gimli þann 21. maí, 1882.
Mr. Oleson er kvæntur Kristínu
Tómasdóttur frá Hólum í Hjalta-
dal, er fluttist hingað barnung
vestur; er hún hin mesta ágætis-
kona; þau eiga þrjú úrvals börn,
Tryggva, Láru og Thomas.
Lögberg árnar afmælisbarninu
langra og gæfusamra lífdaga.