Lögberg - 22.05.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.05.1947, Blaðsíða 4
4 5' LÖGBEKG, FIMTU DAGLNN 22. MAÍ, 1947 --------Hogberg--------------------- G«íiO út hvern fimtudag aí THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 {'.argent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáakrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG Í95 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Preas, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as.Second Class Mail, Post Offíce Dept., Ottawa. PHONE »1804 Mikilvægt fagnaðarefni Vorprófin við Manitobaháskólann eru nú rétt nýverið um garð gengin, og hefir námsfólk af íslenzkum stofni kom- ið þar óneitanlega mjög við sögu; eitt- hvað um þrjátíu stúdentar af íslenzkri ætt, luku með ágætum vitnisburði fulln- aðarprófi í hinum ýmissu sérfræðigrein- um, og voru þrír þeirra sæmdir gull- medalíu háskólans vegna skarpra gáfna og frábærrar ástundunar við nám, auk þess sem öðrum féll annars konar við- urkenning í skaut; að þessu sinni nam tala þeirra stúdenta, sem útskrifuðust, af æðstu mentastofnun þessa fylkis, sex hundruð fimíu og sjö;.af öllum þessum mikla fjölda hlutu sextán gullmedalíu háskólans, og þrír þeirra töldust til hins fámenna, íslenzka þjóðarbrots; þetta er eigi aðeins óumræðilegt fagnaðar- efni þeim stúdentum sjálfum, er á- minstrar sæmdar urðu aðnjótandi og sifjaliði þeirra, heldur og íslenzka mann- félaginu vestan hafs, er vex að virðingu við sigra æskulýðs síns. — Stundum hefir það, þótt furðulegt sé, klingt í eyra, að nútíðaræskan stæði eigi fyrirrennurum sínum á sporði; að sigurvinningum hennar á erfiðri náms- braut færi fækkandi jafnt og þétt, að hún væri hvikul í rás og vissi eigi fótum sínum forráð; sleggjudóma slíkrar teg- undar, hefir æskulýður vor afsannað sjálfur með djarfmannlegum átökum sínum; þessum æskulýð er það að fullu ljóst, að það er hann, sem á að erfa landið og vaka yfir velferð þess í fram- tíðinni eftir því sem ný viðhorf og ný viðfangsefni skapast frá ári til árs; og þessi æskulýður er líka um flest betur við því búinn, að takast á hendur þá á- byrgð, er framtíðin leggur honum á herðar, en viðgekst oft um fyrri kyn- slóðir, er mjög fóru á mis við mentun og holla aðbúð í uppvexti, þótt þær engu að síður á mörgum sviðum sýndu oft aðdáanlegt þrek. Sú æska, sem nú er að ryðja sér braut í þessu landi, er sterk og frjáls- hugsandi æska, sem vel er undir köllun sína búin og líkleg til hollra nytjaverka. Vantraust á æskunni er vantraust gagnvart lífinu sjálfu. “Eif æskan vill rétta þér örvandi hönd þá ertu á framtíðarvegi.” Allar þjóðir og allir einstaklingar, sem í einlægni fylgjast með áhugamál- um æskunnar og*gera sér far um að skilja hana, eru á hollri þróunarbraut, og þeim öllum réttir æskan örvandi hönd. íslendingar, engu síður en aðrir þjóðflokkar, sem fylki þetta byggja, standa í djúpri þakkarskuld við Mani- toba-háskólann, þenna frjóva vermireit fjölþættrar æðri menntunar, er sett hefir svip sinn á fylkisbúa og búið undir lífið og baráttu þess, fjölda af ágætustu sonum þeirra og dætrum. Getum vér, menn og konur af ís- lenzkum stofni, sem hér erum að skapa sögu, á nokkurn fegurri hátt endurgold- ið Manitoba-háskólanum þakkarskuld vora, og jafnframt unnið þjóðernismál- um vorum hið mesta gagn, en með stofnun kennarastóls í íslenzku og ís- lenzkum fræðum við þessa ágætu mentastofnun? Önnur viðeigandi leið verður ekki auðfundin, og því þá ekki að fara hana? Enn eru hér vor á meðal margir menn og margar konur, er unna ís- lenzkri tungu og vilja mikið á sig leggja henni til viðhalds; þetta fólk sættir sig ekki við upplitaða þjóðrækni, er bregða megi fyrir sig á hátíðum og tyllidögum; fólkið, sem leggur á sig mikið erfiði við íslenzkukenslu í Laugardagsskólunum, er hvorki að blekkja sig né aðra, eins og sumir láta í veðri vaka, er aldrei hafa neitt á sig lagt málstað hinnar sígildu tungu vorrar til stuðnings; þessu fólki er það ljóst, að í kunnáttu íslenzkrar tungu felst mikilvægur menningargróði, og það hefir heldur aldrei heyrt þess getið, að slík kunnátta yrði námsfólki voru til trafala, nema síður væri. Erfið viðfangsefni styrkja baráttu- hug norrænna manna og knýja þá til framtaks; oss Vestmönnum getur eng- an veginn staðið á sama um, hvert verð- ur hlutskifti vort í framtíðinni varðandi menningarerfðir vorar, tungu og bók- mentir í þessu landi; hvort vér brynj- umst tU nokkmra stórræða á þeim vett- vangi, eða sættum oss við það, að lognast út af í værðarvoðum sinnuleysisins við lítinn og minkandi orðstír. Það styrkir í engu framsóknarhug æskulýðs vors, að vér, í þjóðræknisleg- um efnum leggjum árar í bát. og teflum í tvísýnu um lendingarstað. Við sama heygarðshornið Blaðkríli nokkurt, sem “Public Opinion” nefnist, og gefið er út í Ottawa fyrir atbeina íhaldsflokksins, er auð- sjáanlega við sama heygðarshornið varðandi viðhorf stjórnmálanna í þessu landi, og leggur nú mikið kapp á, að reyna að færa háttvirtum kjósendum heim sanninn um það, að Liberal-stjórn- in, C.C.F.-sinnar og Kommúnistar séu í rauninni sami grautur í sömu skáli. Liberalar séu grímuklæddir sósíalistar í bandalagi við rauðliða C.C.F. og Kommúnistaflokkana, þótt þeir láti annað veifið í veðri vaka að á milli þeirra sé staðfest mikið djúp; og með það fyr- ir augum, að koma vitinu fyrir cana- disku þjóðina og frelsa hana frá villu síns vegar, prentar áminst blaðkríli upp ræðu eftir Winston Churchill, þar sem hann veitist þunglega að verkamanna- stjórninni brezku og bregður henni um skammsýni með hliðsjón af skipulagn- ingu iðnaðar- og atvinnumálanna; ekki er þó beinlínis reynt að koma fram á- byrgð á hendur stjórninni vegna flóða og annara náttúruhamfara, þótt kent sé henni að vísu um flest, er úr skorðum hafi gengið á Bretlandi síðustu mánuð- ina. Eftir að áminst blaðkríli þeirra Brackens og fylgifiska hans, hefir f jarg- viðrast mjög yfir ástandinu á Bretlandi og útmálað átakanlega syndir og um- komuleysi Attlee-stjórnarinnar, gerir það Canada að umtalsefni með svofeld- um orðum: “Vitaskuld finna Canadamenn til sársauka vegna þeirra hörmunga, sem dunið hafa yfir brezku þjóðina, og kenna þeir aðallega um hinum óvenjulega harða vetri, er þjóðin varð að búa við; en Mr. Ghurchill gerir það deginum ljósara, að mikið af skortinum, sem brezka þjóðin varð að þola, stafaði frá meingallaðri skipulagningu sósíalista- stjórnarinnar; af slíku ættum vér Canadamenn að get þó nokkuð lært; vér höfum fengið oss fullsadda af ofur- mensku ráðstöfunum Liberal-stjórnar- innar; kórvillur hennar hafa bakað þjóð- inni að minsta kosti eitt árið enn, sem oss verður að ástæðulausu íþyngt með sköttum; og nú verður þjóðin að sætta sig við það, að helmingurinn af hveiti- uppskerunni í Canada verði seldur Bret- um fyrir hálfvirði við það, sem viðgengst á heimsmarkaðinum.” Svo mörg voru þau orð. Hann er annars ekkert ófélegur þessi hugarfarslegi krabbagangur, er auðkenna sýnist Bracken og legáta hans um þessar mundir; einn daginn úthúða þeir Liberal-stjórninni fyrir skilnings- leysi á aðkallandi þörfum brezku þjóð- arinnar og skeytingarleysi í þá átt, að hlaupa ekki undir bagga, en annan dag- inn fær hún helliádrepu fyrir langt of víðtækar ívilnanir í garð Breta; fyr má nú vera samræmið. Fáum, sem í fullri alvöru gera heims- málin að íhugunarefni og reyna að gera sér ljósa grein fyrir vista- og efnahags- skortinum bæði á BretHndi og svo víða annarsstaðar, mun koma í hugarlund, að áfellast Canadastjórn fyrir það, þó hún hliðri til svo sem frekast má verða varðandi verðlag afurða sinna, þannig, að sem flestar þurfandi þjóðir geti keypt þær Þl þess að framfleyta lífinu, því slíkt er eihungis sjálfsagt mannúðar- mál; en með hliðsjón af hveitisamningn- um, sem Canada gerði við Bretland, hefir landbúnaðarráðherrann, Mr. Gardiner, hvað ofan í annað tekið það svo skýrt fram, að ekki verður um vilst, að þar sé einungis um lágmarksverð að ræða, er tryggi canadiskum bændum líf- vænlegan arð iðju sinnar í næstu fimm Lutherans in Canada Svo heitir bók, nú víðkunn, rituð af presti Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, séra Valdi- mar J. Eylands. Fyrir góðvild höfundar eign- aðist eg þessa bók fyrir meir en ári síðan. Bókinni er skift í þessa kafla: Formáli eftir Dr. Franklin Clarke Fry, höfuðsmann Sameinuðu lútersku kirkjunnar í Ameríku; Formáli eftir bókarhöfundinn, séra Valdimar J. Eylands; Mynd af Lútersku kirkjunni í Lunen- berg, Nova Scotia, er á lengsta lúterska stairfssögu í Canada eða síðan 1772. Svo kemur skrá yfir aðalinnihald bókarinnar,- bæði lesmál og myndir. Þar næst kem- ur bókin sjálf, tólf kapítular á- samt myndum af mönnum og kirkjum. Þá önnur mikil kirkju- leg skrá. í sínum mjög svo fallega for- mála bendir Dr. Fry á, að mann- I kynið verði sameinað í trúnni aðeins. Það virðist vera heil- brigður grundvöllur og af heilu upphafi tekinn. Þegar höfimdur bókarinnar tekur til máls, finnur hann, að hér er um erfitt starf að ræða, að afgreiða það mikla verk, er bókin innifelur. En vilji hans til starfsins og þekking hans á mál- inu, verða honum hvöt til fram- kvæmdar. Embættismaður við stærsta, íslenzka söfnuðinn vestan hafs, sér hann það, að einn annar hann aldrei verkinu. Honum verður vel til með hjálp, og hann skil- greinir í formálanum með sam- vizkusemi og þakklæti þá hjálp. Fyrsti kapítulinn lýsir trúar- legum grundvelli þeim, sem Mar- teinn Lúter lagði undir kirkjuna og rótfastri trú bókarhöfundar á þann grundvöll. Það má óhætt segja um þenna kafla, að hann er stórfal'legur. Hann er ekki einungis lýsing af þeim grund- velli, sem lagður er fyrir þenna mann, sem aðra, að lifa og starfa á, hann lýsir hinum innra manni, Þess er bókina ritar frá trúar- legu og þroskuðu sjónarmiði. Hinn annar kaflinn er einnig saga, trúmál og safnaðarskipun, víðtækur og djúpur, brot úr sögu einstaklinga og heilda, bregður fyrir, sem bliki og er sanngjarn- lega frá sagt. Þriðji kaflinn, bein og áfram- haldandi kirkjumálasagan, með ýmsu þar í, sem lærdómsríkt er, árin, og auðveldlega geti þækkað eftir því, sem kaup- geta hlutaðeigandi þjóða eykst. Alt hjal afturhaldsmanna um pólitískt leynibrall milli Liberala, C.C.F.-sinna og Kommúnista, er vindhögg og annað ekki. Fróðlegt ársfjórðungsrit Dr. Richard Beck, pró- fessor í Norðurlandamálum og bókmentum við ríkishá- skólann í North Dakota, sendi Lögbergi nýverið febrúarheftið af ársfjórð- ungsritinu Scandinavian Studies fyrir árið, sem nú er að líða; hefir það venju samkvæmt margvíslegan fróðleik til brunns að bera, er lýtur að bókvísi nor- rænna manna. Dr. Beck auðgar hefti þetta með tveimur prýðilegum rit- dómum; er hinn fyrri um Islandica, ritsafn prófessor Halldórs Hermannssonar, XXXXI bindi, sem innifelur Þorgils sögu og Hafliða, en hinn síðari fjallar um hina miklu og merkilegu bók Dr. Sigurðar Nordal, íslenzk menning, Fyrsta bindi, Reykjavík, 1942. Áminst ársfjóa-ðtungsrit, nýtur vafalaust drjúgra vinsælda meðal þeirra, er norrænum fræðum unna. sé vel athugað. Þar ber fyrir mann menn með mismunandi lyndiseinkunnum og karakter, verðugir menn starfsins, ein- stöku, sem ekki áttu kraftana, sem til þurfti að bera hita og þunga þess mikla dags, að hefja menningu. Þeir síðarnefndu ör- fáir, þeir fyrnefndu fjölda- margir. Af 'leilimónnum, sem fyrir mann bregða í þessum parti bók- aTÍnnar, verður manni ósjálf- rátt sérlega minnisstæður mað- urinn, sem fór fótgangandi fimrn hundruð mílur á óbættum veg- um, til þess að útvega sér og samferðamönnum sínum kenni- mann. Auk þess sem mannskap- ur mannsins er augljós þá lærir maður tvent þar af: Hve djúpt liggur þörfin í mannssálinni fyrir þessu máli, þó hún hyljist oft undir vanmegni, og ekki sízt undir allsnægtum fyrir munn og maga. Líka hve guðsitrúin, göfugmenskan og þrautseigjan bera mennina vel uppi, er í stór- ræði skal leggja, er til blessunar stefna. I fjórða kaflanum fer maður að átta sig í alvöru. Þar mætir maður fólki af islenzbri þjóð og er þar mintur á ýmsa erfiðleika frumbýlingsára þeirra, sem og síðari ára. Einnig sér maður mörg af þeim sbrefum, er til blessunar og framfara hafa verið stigin af lútersbri, íslenzkri kirbju, hér í landi og myndir af mörgu starfsfólki hennar. Er maður mætir myndinni af herra biskupinum yfir íslandi, Sigurgeiri Sigurðssyni, fljúga fyrir huga manns atriði er oft ganga fram fyrir mann í hvers- dagslífinu og sem einnig er minst á í þessari bók. Það er Ríkis- kirkja og Fríkirkja. Þegar William Booth sér að fátæklingarnir koma ekki nærri þjóðkirkjunni tekur hann sig til að hóa þeim saman á alþýðlegri vísu. Það er haft eftir honum að hann vildi standa á höfðinu á hæsta turninum í Lundúnaborg, gæti það freisað meðbræður hans. En hann skilur að slíkt muni ekki gera það fremur en það hefði frelsað heiminn, að Jesús Kristur hefði fleygt sér ofan af musterisburstinni. Booth, ásarnt eiginkonu sinni, stofnar þá Sáluhjálparherinn, er reynist að fjögra átta vitnisburðl, ein af stærstu skjólum heimsins. Samt er það vel að merkja, að kjami alls þess, sem kent er þar, er úr hinni fast fyrir komnu kirkju. Þegar herra biskupinn yfir ís- landi kom vestur um haf, fögn- uðu ótal mannshjörtu, sem ekki létu til sín heyra á meðan á því atriði stóð, en til voru þeir, er feldu tár í hljóði af fögnuði og trega yfir örlögum tilverunnar. Þeir áttu þó einhvem þátt í þessu enn, þó þeir væru að hverfa til viðar í annari heimsálfu. Kirkj- una — þjóðkirkjuna, tunguna, sársaukatrlfinninguna fyrir því, hvernig færi um þjóð og land, þó þeir og þær hefðu slitið sig frá því af ýmsum ástæðum. Þeir áttu þátt í versinu ódauðlega, sem herra biskupinn minti á. Vetrtu Guð, faðir, faðir 'minn, í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd eg hafni. Alt á þjóðkirkjan gamla þetta: Skáldið, sem ljóðið orti, kenn- inguna, sem það innife'lur, ljóð- ið sjálít og hinn virðulega höfð- ingja kirkjunnar, sem ber tign- ina á herðum sér og sem heim- sóknina gerði til fjarlægra bræðra, frá mannlegu sjónar- miði talað. Heill sé góðum gesti komuna og áminninguna um ljóðið mikla, sem og alt annað gott, sem herra bisbupinn lét af sér leiða. 1 Á þessu sama blaði fyrir fram- an fjórða kapítulann, mætir maður nokkrum vel þektum starfsmönnum Lútersku kirkj- unnar hér vestra, svo sem víðar, er lengra sækir í kaflann. Á meðal þessara er Dr. Haraldur Sigmar, er þessari bygð þjónaði í átján ár. Skapar það góðan inntektadá'lk fyttir 'kirkjufyrir- komulag. Gáfaður maður hefir sagt, að Lúterska kirkjufélagið sé bezta stofnunin og mesta, sem Islendingar hafi sett upp hér vestra. Þegar stutt er komið fjórða kapítulans, kernur svipfríður hópur nokkurra iandnema á Gimli. Getur þar að líta menjar tveggja heima: Rokk eldri heims og tíma og bjálkakofa nýbyggja nýja heimsins. Síðar í kaflanum, er mynd af minnisvarðanum, er fól'ki þessu var reistur á Gimli. Ágætar myndir af vestur-ís- lenzkum leiðtogum, eru héir, körlum og konum, einnig fáein- ar af vestur-íslenzkri æsku. Það er svo fjarska margt í þessum kapítula, sem íslending- ar sérstaklega myndu hafa gam- an af að lesa og myndir að skoða. I fimta kapítulanum og öllum köflunum, sem eftir eru, heldur sagan áfram vestur eftir iland- inu og alla leið til Vaneouver. Kaflarnir eru styttri en fullir af fróðleik. Bókin er í rauninni feikna þrekvirki jafnvel þó enn mætti finna tíma og rúm, er fylla mætti með enn fleiru af samskonar sögu. Sérstaklega myndi það mö'gulegt jafnhæfum höfundi og hér ræðir um, héðan úr Vatna- bygðum, væru honum heimildir í hendur fengnar. Máske seinni tíminn 'geri það. Einu atriði hefði eg óskað eftir að háttvirtur höfundur hefði 'gefið meiri gaum, af því hann víkur örlítið að því, á einum stað í bókinni. Það er Indíána trúboð- ið hér. Frakkar og Englending ar hafa lagt og leggja mikið á sig enn, við það starf, jafnvel þó ekki séu nú blerkar þeirira steikt- ir á báli né skorið úr þeim hjart- að lifandi, svo sem sagan hermir að fyr á tímum hafi verið gert. Maður þarf ekki að hugsa sig mikið um til þess að sjá og skilja, að ekki er það minst í sölumar lagt, að eyða æfi sinni á meðal villiþjóða. Bókin Lutherans in Canada, er mjög vel skrifuð, skemtileg til af- iestrar og fróðleg um margt. Þess utan er pappír, prentun mynda og máls og allur ytri frá- gangur aiveg sérstaklega bæði smekklegur og sterkur. s Um leið og þakka háttvirtum höfundi fyrir þá sæmd og vel- vild, er hann sýndi mér með Sendingu bókarinnar, þá óska eg honum alls góðs í framtáðinni, þar á meðal þess, að bæði kenni- mensku og rithöfunda hæfileikar hans fái að njóta sín sem allira bezt og lengst. Rannveig K. G. Sigbjörnsson. Borgið Lögberg PLAY SAFE! Store Your Fur and Cloth Coats in Perth’s SCIENTIFIC STORAGE VAULTS • SAFE from MOTHS • SAFE from FIRE • SAFE from THEFT • SAFE from HEAT For Bonded Driver Phone 37 261 Perth’s 888 SARGENT AVE.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.