Lögberg - 05.06.1947, Síða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. JÚNÍ 1947
Þeir saumuðu mig saman aftur
R. W. SHEPARD
Ef þú heldur að þú hafir
gengið undir slóran og
hæitulegan uppskurð, bara
lesiu þetia.
Uppskurðurinn kostaði mig ná-
lega alt mitt lausafé, en það var
vel þess virði, því nú er eg kom-
inn í þann flokk manna, sem
stundum eru kallaðir “baneitrun
hins borgaralega félags.” Eg get
slitið samtali og losað mig við ó-
boðna gesti hvenær,- sem mér
sýnist. Alt, sem til þess þarf er
ein dauðsaklaus spurning. Eg
bara spyr: “Hefi eg sagt þér frá
því þegar eg var skorinn upp?”
Ef málkunninginn hefir ekki ver-
ið skorinn upp sjálfur, man hann
alt í einu eftir því, að hann er
tímabundinn, þarf að vera á ein-
hverjum vissum stað eftir fimm
mínútur og kveður í skyndi.
Sumir þeirra, sem sjálfir hafa
haft hnifinn í sér áður, halda
víst að þeir geti sagt betur frá
þeim hlutum en eg. En þá tekst
mér nú upp. Enda gefast þeir
von bráðar upp og komast oftast
að þeirri niðurstöðu, að þeir hafi
aldrei verið skornir upp, bara
bólusettir.
Þegar spítalaráðsmaðurinn, eða
kanske það hafi verið einn af
undirmönnum hans, var búinn að
skrásetja ættártölu mína, og
spyrja mig margra og nærgöng-
ulla spurning um fjárhag minn,
var mér fylgt inn í stóran sal,
berann og nakinn hvað húsgögn
snerti, og að vörmu spori var eg
líka orðinn ber og nakinn. Þeir
færðu mig úr fötunum og földu
þau. Stöðugur straumur af
spítalafólki var á ferðinni fram
og aftur í gegnum þennan sal —
mest kvenfólk, en eg húkti úti
í horni og reyndi að fela mig bak
við eintak af “Readers Digest,”
og mér flaug í hug hvort Salo-
mon konungur mundi hafa haft
fleiri konur í kvennabúri sínu en
þeir höfðu hér á spítalanum.
Loksins var mér færður nátt-
kjóll eða skyrta, sem reyndist svo
stutt, að eg varð að toga með
báðum höndum til þess hún næði
niður fyrir lendarnar. í því bili
kom þar að maður, með hjólastól,
setti mig í hann og hélt síðan á
stað á hörðu brokki, enda reif
hann hornið af einni hurðinni
með fætinum á mér, sem eg var.
svo heimskur að leggja á fóta-
skemilinn.
Annars kom hann mér heilu
og höldnu í mína “stofu” og i
rúmið. Sjúklingarnir, sem fyrir
voru, spurðu mig ótal spurninga.
Hvernig heilsan væri, um sjúk-
dómseinkennin. Hver væri
læknir minn og hvort hann væri
nokkurs virði, og síðast en ekki
sízt, hvort eg mundi nokkum-
tíma vakna til þessa lífs eftir
uppskurðinn.
Þegar þessar umræður stóðu
sem hæst, kom inn hjúkrunar-
kona með áhald, sem líktist helst
oliubyssum þeim, sem við höf-
um til að bera smurningsolíu á
meiri háttar vélar. En þessi var
með nál í öðrum endanum, en
þumalfingur í hinum. Hún kall-
aði þetta áhald “Hypo”. Eg gat
slegið af mér fyrsta lagið, en í
næsta skifti varð hún fljótari en
eg og stakk nálinni á kaf í hand-
legginn á mér.
Klukkan 6 næsta morgun
vaknaði eg við það að ein hjúkr-
unarkonan var að troða upp í mig
hitamæli, og áður en eg var svo
vel vaknaður, að eg gæti varið
mig, var eg rifinn upp úr rúm-
inu, farið með mig inn í bað-
klefa og drifinn ofan í baðker
með sjóðandi vatni. Þegar eg var
mátulega soðinn, og meir fyrir
hnífinn, var farið með mig í
rúmið aftur, og mér gafst nú
tækifæri til að hugsa mál mitt.
Nálega samstundis komst eg að
þeirri hiðurstöðu, að eg væri orð-
inn albata, að eg þyrfti ekki að
vera skorinn upp, og að bezt væri
að eg færi heim þegar 1 stað. En
jafnskjótt og eg hafði tekið þ'essa
ákvörðun, var dyrunum hrundið
upp, og inn ruddist hópur af hvít-
klæddum stigamönnum. Þeir
voru ailir vopnaðir. Sumir höfðu
“hypos”, aðrir pillur og einn var
jafnvel með skegghníf; sömu-
leiðis færðu þeir mér nýja skyrtu,
sem reyndar var ekki nema kragi
með tveimur ermum festum við
hann.
Mér datt í hug að verja mig
fyrir þessum náungum, en sá með
skegghnífinn var ekki árenni-
legur og hnífurinn var einn af
þessum gamaldags hnífum með
löngu blaði, svo eg hélt það yrði
máske hentugra fyrir mig að
hafa mig hægan. Svo nú'var eg
settur í sjúkravagn, og farið með
mig í uppskurðarstofuna. Þar
virtist vera einhver ágreiningur
um það, hvaða tegund af svefn-
lyfi ætti að nota á mig — anaes-
thetic” kölluðu þeir það. Svip-
dimmur maður með stóra nál í
hendinni sýndist hafa sitt mál
fram, og von bráðar komst eg að
raun mn að hann var snillingur
að fara með þetta vopn sitt. Að
vísu hafði eg hinn mesta áhuga
fyrir því, sem næst átti að fara
fram, en féll þó brátt í dvala eða
mók.
Eg vaknaði aftur við hníf-
glamur og óm af mannamáli.
Skrín eða spjald hafði verið reist
upp á bringunni á mér, svo eg sá
ekki hvað var að gerast þar fyrir
neðan, en eg heyrði einhvern
endurtaka hvað eftir annað:
“Meiri garnir, meiri garnir!” Svo
eg bjóst við að það væri læknir-
inn að rekja úr mér garnirnar.
En svo fóru leikar, að eg stóðst
ekki mátið en hrópaði: “Taktu
ekki úr mér allar garnirnar.” í
sam# bili var maður með svamp í
hendinni kominn fast upp að
andlitinu á mér. Hann var með
hvíta svuntu, svo eg bað hann að
færa mér bjórflösku, en hann
sló svampinum framan í mig, og
eg var sofnaður áður en bjór-
flaskan kom.
Næst þegar eg vaknaði, var eg
kominn í rúm mitt aftur. Hinir
sjúklingarnir létu sem þeir hefðu
heimt mig úr helju, allir nema
magaveikur náungi, sem var að
tauta fyrir munni sér, að ekki
væri alt með feldu. Enda kom
það upp úr dúrnum, að hann
hafði veðjað álitlegri fjárupphæð
— þremur á móti einum — um
það, að eg mundi ekki vakna
aftur eftir uppskurðinn. Hann
kvaðst ætla að skrifa læknafélag-
inu, og heimta að rannsökuð yrðu
öll atvik í sambandi við þennan
uppskurð.
Eg reyndi nú að fá mér svo-
lítinn dúr, en rétt þegar eg var
að festa svefninn, þar þar kom-
in þrekvaxin hjúkrunarkona,
sem sagði að eg yrði að snúa mér
á hliðina. Eg hafði ákafan verk
í síðunni, svo eg sagði henni að
hypja sig. En hún greip mig upp
eins og hvítvoðung, og þegar eg
raknaði við úr yfirliðinu, lá eg á
hliðinni. Þeir segja að það sé
hætt við að þú fáir lungnabólgu,
ef þú liggur of mikið á bakinu,
svo reglumar heimta að alt af sé
verið að snúa þér eins og skopp-
arakringlu. Það gerir minst þó
þú deyir af hristingnum, eða þér
blæði út við alla þessa snúninga,
en hitt væri alveg óviðeigandi, ef
þú fengir rétta og slétta lungna-
bólgu í sjálfu sjúkrahúsinu.
En þrátt fyrir alt og alt fékk
eg þó bráðan bata. Fæðið var
fremur gott — að minsta kosti ef
þér þykja góðar rauðrófur. Bryt-
inn virtist hafa óþrjótandi byrgð-
ir af þeirri fæðutegund, við feng-
um þær alt af í einhverri mynd,
að minsta kosti einu sinni á dag.
Þegar ég var búinn að vera
mánuð á spítalanum fékk ég nýja
hjúkrunarkonu. Það var allra lag
llegasta og skemtilegasta stúlka
og eftir nokkrar tilraunir tókst
mér að fá hjá henni talsíma-
V insœldir
Þessi skemtun var öllum öðr-
um lík, fanst Ned. Clark Have-
ner dró að sér athygli als sam-
kvæmisins. Hann var langur,
svarthærður og skrambi löguleg-
ur í útliti. Þama sat hann við
píanóið og lék smálög, sem hann
hafði búið til sjálfur. Hann söng
undir, og hafði laglega rödd, og
alt unga fólkið sló hring um
hann, og bað hann um að syngja
og spila meira.
Ned sat úti í homi og horfði
hugsandi á fólkið. Honum fanst
hann vera skelfing einmana
þarna. Það skyldi altaf vera
svona. Clark var altaf ljónið í
samkvæmunum. Aldrei var hald
ið svo samkvæmi eða gleðskapur
að hann væri ekki boðinn þang-
að. Og ekki bara boðinn, — það
var altaf gert ráð fyrir að hann
yrði hrókur als fagnaðar. Og
honum mistókst aldrei.
Ned stóð upp og færði sig að
píanóinu. Stúlka með rautt hár
og blá augu leit hlæjandi til
hans. Það var Sandra Young,
hún sem altaf var í huga Neds,
bæði í vöku og draumi.
— Það er fallegt tunglsljós úti,
hvíslaði hann að henni. — Við
skulum fara dálítið út áður en
við förum héðan alveg.
Hópurinn kringum píanóið
var farinn að syngja undir for-
ustu Clarks. Sandra hristi höf-
uðið og hnyklaði brúnirnar. Ned
sneri sér frá og fór svo burt. —
Hann beið nokkrar mínútur, svo
tók hann hattinn sinn og tókst
að laumast út án þess að nokkur
tæki eftir.
Meðan hann var að aka heim
til sín þessa ljúfu sumarnótt, og
tunglið stráði geislum yfir vog-
inn, hugsaði hann með gremju
um ranglæti heirrisins. Hvers
vegna hafði hann ekki fengið
sömu hæfileikana og Clark í
vöggugjöf? Hvers vegna var það
ekkert, sem hann gal, gert til
þess að láta æskulýðinn í Mason-
ville dást að sér?
Mamma Neds var á fótum, eins
og hún var vön, þegar hann fór
út og beið eftir honum.
— Þú kemur snemma heim,
sagði hún. — Hefir nokkuð komið
fyrir þig? Er það Clark Havener,
rétt einu sinni.
— Það er ekkert út af Clark
að setja. Hann er sniðugur, sagði
hann. — Það er engin furða þó
að Sandra sé hrifin af honum.
Frú Sedgevick hristi höfuðið.
— Clark er ekki sniðugur, sagði
hún. Hann er bara eðlilegum gáf-
um gæddur, en það verður aldrei
maður úr honum. Hann hefir
ekki framkvæmd í sér til neins.
Næstu mánuðina fékk Ned á-
stæðu til að efast um þessa stað-
hæfingu móður sinnar. Það var
altalað í bænum að Clark hefði
verið tekinn inn í leikhússkól-
ann og að hann ætti að fara til
númerið hennar. En áður en
það mál komst lengra áleiðis,
var mér tilkynt að ég væri al-
bata og nú gæti ég farið heim
— en auðvitað yrði ég fyrst að
borga reikninginn. Ekki vildu
þeir samt sleppa mér án þess
að gefa mér eina meiri inn-
sprautun. Það ætti að vera til
að styrkja taugar mínar fyrir
heimförina. En eftir á grunaði
mig að það hefði verið til að
styrkja taugarnar áður en þeir
sýndu mér reikninginn.
Fyrst eftir að ég kom heim»
hélt ég allir mundu hafa gaman
af að heyra um uppskurðinn og
spítalaveruna, en von bráðar
komst ég að því að kunningjar
mínir vildu ekkert um það
heyra. Nú* minnist ég ekki á
þetta efni framar, nema þá
þegar ég geri það í vissum til-
gangi, eins og ég gat um í upp-
hafi. Eg minnist aldrei á upp-
skurðinn við bestu vini mína, og
sumir þeirra vita ekki einu
sinni að ég hafi veríð skorinn
upp.
Hollyvodd. Vinsældir hans fóru
sívaxandi, og aðdáun Söndru á
honum meiri og meiri. Ned hugs-
aði til hennar með beiskju. Hann
reyndi árangurslaust að gera sig
að hetju í augum hennar, hann
útmálaði fyrir henni hvernig
framtíð sín mundi verða og hví-
líkt mikilmenni hann mundi
verða með tíð og tíma. En Sandrá
hló bara að honum og augu henn-
ar vissu ekkert annað mark en
Clark.
Á næstu fjórum árum gleymdi
Ned að heita mátti öllu því, sem
viðkom Masonville, og var allur
í náminu. Það eina. sem tengdi
hann við bæinn var tilhugsunin
um Söndru. Hann hitti hana
stundum þegar hann kom í bæ-
inn, hún var vingjamleg við
hann, eins og hún væri að tala
við sér minni mann. En nú þóttist
Ned vera orðinn maður fyrir sinn
hatt líka. Enn gekk sú saga, að
Clark mundi verða frægur leik-
ari, en lengra var nú ekki komið
enn. Hann var ekki annað en
samkvæmishetjan í litla bænum,
aðal „númerið“ í öllum sam-
kvæmunum, og var enn innan-
búðarmaður í járnvöruverzlun
Taylors.
Ned var altaf skemt þegar
hann sá hofmóðssvipinn á Clark.
Nokkru síðar tók Ned próf sitt
og varð efstur í sinni deild. Hann
fékk undir eins góða stöðu hjá
verkfræðingastofu inni í landi. —
Hann vann af kappi og hækkaði
í tigninni. Eftir þrjú ár vap hann
orðinn hálaunamaður og kominn
í álit. Skoðanir hans á ýmsurn
viðfangsefnum voru ræddar í
sérfræðiritum um tæknileg efni.
Þetta sumar ákvað Ned að
fara heim. Með starfi sínu hafði
hann náð því marki, sem hann
hafði sett sér. Hann var orðinn
frægur maður. Hann gat ekki
stillt sig um að hlæja, þegar hann
mintist samkvæmisljónsins
Clarks.. Svo hugsaði hann til
Söndru og þá sló hjartað hraðar.
Sandra mundi áreiðanlega hafa
lesið um frama hans, og eflaust
taldi hún hann mikinn mann.
Bærinn var alveg eins og áður,
og fólkið líka. Áður en hann
komst heim að húsinu sínu hitti
hann Wayne Fields Þeir tókust
innilega í hendur. Wayne sagði
honum, að það ætti að vera
skemtun um kvöldið, Ned mætti
til með að koma þangað og rifja
upp gamlan kunningsskap. Hann
lofaði að koma og hlakkaði til að
sjá alla kunningjana aftur.
Þarna var sama fólkið, kannske
ofurlítið eldra, en það sama. —
Clark Havener sat við píanóið og
naut vinsældanna. Þarna var
Sandra og kom ihlaupandi til
hans og bauð hann velkominn.
— Kæri Ned, sagði hún, — en
hvað þú varst vænn að koma. —
Hvernig vissirðu þetta? Sagði
hún mamma þín þér það? Clark
er rétt búinn með lagið, svo að
þá getur þú óskað honum til
hamingju. Eg hafði óskað þess að
þú gætir komið hingað í brúð-
kaupið okkar.
Fálkinn.
RITSTJÓRAR ÍSLENZKU
DAGBLAÐANNA í HEIM-
SÓKN TIL SVÍÞJÓÐAR
Munu dveljast þar í hálfan mán-
uð í boði sænsku ríkisstjórnar-
innar.
Ritstjórar allra dagblaðanna í
Reykjavík og fréttastjóri frétta-
stofu ríkisútvarpsins. þeir Stef-
án Pétursson. ritstjóri Alþýðu-
blaðsins, Valtýr Stefánsson, rit-
stjóri Morgunblaðsins, Kristján
Guðlaugsson, ritstjóri Vísis,
Kristinn Andrésson, ritstjóri
Þjóðviljans og Jón Magnússon,
fréttastjóri, flugu um miðnætti
s. 1. nótt áleiðis til Svíþjóðar, en
þangað er þeim boðið af sænsku
ríkisstjórninni til hálfsmánaðar
dvalar og ferðalaga.
Ritstjórarnir áttu að koma
við á Kastrupflugvellinum í
Kaupmannahöfn, en þaðan fóru
þeir til Málmeyjar, og munu
fulltrúar sænsku ríkisstjórnar-
innar hafa tekið á móti þeim
þar,
Ritstjórarnir munu næstu
daga ferðast um þessar borgir:
Málmey, Lund, Helsingjaborg,
Gautaborg; þaðan yfir Mið-
Svíþjóð til Karlstad, Stokkhólms
og Uppsala.
Steingrímur Arason og frú
hans, fyrstu heiðursfélagar
Sumargjafar.
Steingrímur Arason og kona
hans, Sína Arason, voru kjörin
heiðursfélagar Barnavinafélags-
ins Sumargjafar á aðalfundi
félagsins síðastliðinn föstudag, og
eru þau fyrstu heiðursfélagar
Sumargjafar.
Steingrímur Arason var einn
af stofnendum Sumargjafar og
var formaður félagsins í 16 ár.
Hefur hann með stuðningi konu
sinnar unnið ómetanlegt braut-
ryðjandastarf í þágu félagsins og
uppeldismála í landinu.
Alþyðubl. 22. Apríl.
Borgið Lögberg
PLAY SAFE!
Store Your Fur and
Cloth Coats in Perth's
SCIENTIFIC
STORAGE VAULTS
• SAFE from MOTHS
• SAFE from FIRE
• SAFE from THEFT
• SAFE from HEAT
For Bonded Driver
Phone 37261
Perth’s
888 SARGENT AVE.
V O R I D
Vorvinnan útheimtir vinnukraft og peninga sem ekki
gefa af sér arð fyr en uppskeran er fengin. Meðan þannig
stendur á, er Royal bankinn fús á að lána peninga fyrir
vinnu, útsæði, áburð, búnaðarverkfaeri og annað, sem þarf
til umbóta á jörðum og húseignum. Það er bankastjóran-
um í umhverfi yðar ávalt mikið fagnaðarefni,
að eiga við yður tal
THE ROYAL BANK OF CANADA
i