Lögberg - 12.06.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.06.1947, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGLNN 12. JÚNl, 1947 --------HoBtotrg----------------------- OefiO út hvern ílmtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED % 695 iiargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrlft ritstjórans: EDITOR LÖGBERG 195 Sargrent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "L/ögberg'" is printed and pubiished by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnlpeg, Manitoba, Canada. Authorized as.S-.tond Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE S1 804 Minningabrot úr Íslandsförinni 1 946 Ejtir EINAR P. JÓNSSON Margar dramatískar minningar eru bundnar við öræfi íslands og íslenzka fjallvegu, og er Kjölvegur þar engin und antekning; rifjast þar upp meðal ann- ars hin dapurlegu örlög Reynistaða- bræðra, er urðu úti á þeim stöðum fyr- ir nálega hundrað og sjötíu árum; þeir voru að koma sunnan af landi, en þar höfðu þeir keypt fjárstofn mikinn og voru með hann á norðurleið, er liðið var á haust; þeir bræður lentu í blind- byl og varð eigi heimkomu auðið. — í Kjalhrauni sunnanverðu, , er Beina- brekka, en þar gat lengi að líta hvít og skinin bein hrossa og fénaðar, er létu lífið með eigendum sínum; nú eru beina- kestirnir grónir grænum sverði; minn- ingar sem þessar sækja fast að huga þess vegfaranda, er deili veit á þeim atburðum, sem til grundvallar liggja. — Frá Hvítárvatni blasir við fjallaklasi ' mikill og sérkennilegur, er gengur und- ir nafninu Kerlingarfjöll; liggja þau við suðvesturhluta Hofsjökuls; nú tíðkast það mjög, að æfintýramenn og ferða- langar sæki í sig veðrið og gangi á f jöll- in, og geri aðsúg að Loðmundi stein- gerfingi og fylgikonum hans; svo er víð- sýnt af Kerlingarfjöllum þegar heið- skýrt er, að sjást mun til sjávar sunn- anlands, og eins að norðan. Nyrst í fjöllunum steypist fram Ás- garðsá, sem upptök sín á í Hveradölum; fellur hún í djúpum gljúfrum, sem sums staðar eru alt annað en árennileg; þau búa samt sem áður yfir einhverju því seiðmagni, sem ekki er auðvelt að slíta sig frá. Póst- og símamálastjóri hafði látið okkur vestangestum skiljast daginn fyrir, að áður en yfir lyki, myndi okkur veitast þess nokkur kostur, að fá ein- hverja nasasjón af Kerlingarfjöllum, og hann lét þetta heldur ekki enda við orð- in tóm; innan stundar vorum við kom- in að prýðilegu sæluhúsi við rætur fjall- anna; þar skildum við eftir luxusbíl- ana og stigum upp í langferðabíl, sem koma átti okkur eitthvað upp í fjöllin; bílstjórinn lét sér ekki alt fyrir brjósti brenna; hann lagði á snarbratta brekku með gínandi gljúfur á aðra hlið, og komst sleitulaust upp á örðugasta hjall- ann, það er að segja á bílvísu, en hærra treystist hann eigi að fara; en með því að ferðinni var heitið upp á annan hjalla nokkuð langt fyrir ofan, var ekki um annað að gera en að staulast upp þang- að á hestum postulanna, en þarna var í rauninni ekki við lambið að leika sér, að minsta kosti ekki fyrir þá, sem óvan- ir eru við að klífa fjöll; ég held að ég hafi rekiö lestina, og lafmóður var ég þegar upp kom; nú tók póst- og síma- málastjóri til óspiltra málanna, og mælti svo fyrir, að þarna skyldi hlaðin beina- kerling í tilefni af heimkomh okkar Vestmanna; það var svo sem engin hætta á því, að hann stæði einn uppi með verkið, því allir vildu rétta honum hjálparhönd; ef leita þurfti læknisráða, var Ófeigur til taks, en væri andlegra leiðbeininga þörf við sköpuna, var Pétur kandidat als staðar nálægur; eitt- hvað held ég að póst- og símamálastjóri hafi ráðgast við konurnar um höfuðbún- að kellu, en hvort heldur svo var eða eigi, varð eigi um það vilst, að hún var komin með nýtízku hatt, er sæma myndi hefðarfrú í New York; en hvað sem því leið, voru víst flestir viðstaddir á eitt sáttir um það, að talsvert sópaði að kellu, og að umstangið befði marg- borgað sig; og svo var tekin kvikmynd af allri prósessíunni, þar sem hún lið- aðist áfram umhverfis þessa splunkur- nýju dóttur Kerlingarfjallanna; minna mátti nú ekki gagn gera! Nú brá ekki til hins betra, því frú Karólína Hlíðdal vakti alt í einu máls á því, að enn vantaði nokkuð á að meist- araverkið væri fullkomnað; beinakerl- ingarvísan væri óort, og það dæmdist á mig að leysa þann vanda; satt að segja leist mér ekki á blikuna, en þo var ekki um annað að gera en duga eða drepast, og í einhverju dauðans ofboði, kastaði ég þessari nýju ,,höfuðlausn“ fram: „Sem hálfvaxnir pattar þið horfið á svig og hræðist við kellu að glíma; ef þið komið aftur og eigist við mig, þá á ég minn vitjunartíma.“ Það væri synd að segja, að ég fengi engin bragarlaun, því frú Karólína hrópaði fullum hálsi: bravo, bravo, og einhverjir aðrir tóku í sama streng; það er ótrúlegt hvað manni líðst á ferða- lögum sem þessu. Undanhaldið niður brekkurnar reynd ist sumum ferðalöngunum nokkuð hægara, en sóknin á brattann, þó per- sónulega félli mér það ver. Áður en nokkurn varði, voru þeir póst- og símamálastjóri og Ófeigur læknir komnir í kapphlaup og sentust ofan brekkurnar í erg og gríð; þetta gerðist í Kerlingarf jöllum, og þeir fluttu líka óspart kerlingar unz niður á jafn- sléttu kom. Ófeigi vegnaði vitund betur í kapphlaupinu og var lagstur á sæng í sæluhúsinu með tunguna lafandi út úr sér, er póst- og símamálastjóra bar að, sem blés ekki úr nös. í sæluhúsinu var notið hvers konar hressingar, en að því loknu var lagt hið bráðasta af stað, og eigi áð fyrr en við Gullfoss; var þá all-mjög liðið á dag; þar dvöldum við stundarkorn og hlust- uðum á hinn jafna þunga nið; enn minti þessi frægi foss mig á ljóð Hafsteins, Niðaróður: „Með sama blátæra falli fellur þú, foss minn, enn þá með sterkum hljómi af trai\stum stalli á hálar hellur og hugar lokkar með þínum rómi. Þér ólgar hringiðan hvít við fætur þú hreytir skvettunum upp um klettinn, sem græna hárlokka hanga lætur um harða skör rétt við litla blettinn. Þú þeytir úðanum út um gilið og anda hreinan um hvamminn breiðir, og úðabaðið og ölduspilið þér einatt margan að skauti leiðir.“ Við neyttum kvöldverðar við Geysi, og voru þar haldnar nokkrar stuttar þakkarræður til póst- og símamála- stjóra og frúar fyrir höfðingskap þeirra og ástúð; ég bað bílstjóra minn að hafa hraðan við vegna þess að ég þyrfti að heilsa upp á presthjónin á Torfastöðum, þau séra Eirík Stefáns- son frá Auðkúlu, og frú Sigurlaugu j3r- lendsdóttur, sem einnig er ættuð úr Húnaþingi; þau Ófeigur og frú komu með okkur að Torfastöðum; djúp vin- átta milli mín og þessara ágætu prest- hjöna, hefir staðið um langan aldur, og langvarandi fjarvistir breytt þar engp um; ég gleymi því aldrei hve innilega þau fögnuðu okkur hjónum, og hvað við fundum okkur alveg heima þessa stuttu stund, sem við dvöldum á heimili þeirra; mikið þótti mér vænt um að hitta þarna gamlan vin, Jóhannes, bróðir frú Sigurlaugar, sem líka fagnaði mér eins og bróður. Frú Sigurlaug á Torfastöðum er ein sú allra gáfaðasta og listrænasta kona, sem ég hefi kynst á lífsleiðinni; næm- leiki hennar á bókmentir, er slíkur, að af ber, og drenglund hennar við hann í réttu hutfalli. Séra Eiríkur er hinn mesti nytsemdar maður, vinfastur og hollráður; ég kvaddi vini mína á Torfa- stöðum með klökkva í hug, og ég hygg, að áhrif kveðjustundarinnar hafi verið nokkurn veginn gagnkvæm. Niður við þjóðveginn hittum við sam- ferðafólk okkar, og úr því var ekki beð- ið boðanna; mest allan tímann til Reykjavíkur var talsverð rigning, en þó eigi svo, að slíkt hamlaði að nokkru för okkar; víðast hvar var ekið hratt, og hvergi staðnæmst svo heitið gæti, fyrr en komið var til höfuðborgarinnar; við Hótel Borg dreifðist ferðamannaflokk- urinn, að undangengnum þakklátum kveðjum; við gengum rakleitt til hvílu, að vísu töluvert þreytt, en með það á vitund, að hvað væri dálítil þreytukend borið saman við allan þann unað, sem við hefðum notið á ferðalaginu með vinum okkar til Hveravalla, Geysis og Gullfoss, og annara undrastaða á ís- landi, landinu okkar, landinu helga! Framhald ÆVAR KVARAN: Blóm í vorþeynum Frásögn af hljómleikum 7 ára íslenskrar stúlku í London manna við að aðstoða einleik hennar. Og það sem fékk ís- lenzku hjörtun til að slá örar var, að þetta litla, fallega blóm í garði listarinnar, var íslenzki. LONDON Það rigndi dáiítið svo að illa sást út um gluggann í strætis- vagninum, en eg lét mig það litlu skifta, því að eg var að hugsa um það sem í vændum var, og eftir- væntingin sleppti ekki á mér tökunum. — Þegar vagninn b e y g ð i frá Bakerstræti inn á Marvleboneveg og ók framhjá hinu heimsfræga vaxmyndasafni Madame Tussaud’s. vissi eg af gamalli reynslu, að næst mundi hann staðnæmast fyrir framan Royal Acádemy of Music, gömlu virðulegu bygginguna, sem ég faafði stundum í fyrra þeyst inn í á morgnana, þegar ég var að verða of seinn í söngtíma. Aðaldymar voru lokaðar, þar eð klukkan var 7.30 að kvöldi, og það var hálf dapurlegur svip- ur yfir þessari gömlu byggingu, sem allan daginn faljómar af glaðlegu fótataki og tónum ungu listamannanna, sem valið hafa hina göfugu list Bachs og Beet- hovens að lífsstarfi. Áföst við aðalbygginguna að vestanverðu er önnur bygging minni, þar stóðu opnar dyr og yfir þeim letrað gullnu letri: Dukes Hall; þangað var ferð- inni heitið til að hlýða á hljóm- leika. Dukés Hall er hljómleikasal- ur Akademísins. Þar halda nem- endur þess hljómleika sína, enda hafa margir af frægustu tónlist- armönnum Breta stigið þar sín fyrstu spor út á hála braut list- arinnar. * Þegar ég gekk inn var grann- vaxinn, gráhærður maður með gleraugu að ávarpa áheyrend- ur. Eg flýtti mér að kaupa efnis- skrá og komst að raun um að sá hlaut að vera hinn þekkti hljómsveitárstjóri Ernest Read, sem átti að stjórnar hljómsveit- inni, London Junior Orchester, á þessum hljbmleikum. Næst fyrir neðan nafn hljómsveitar- stjórans stóð skrifað með stór- uiú stöfum annað nafn, sem or- sakaði að hjartað sló dplítið ör- ara í brjósti mér, (slenzkt nafn; þar stóð: Solo Pianoforte — Thorunn Tryggvason. Vinur minn Jóhann Tryggva- son hafði boðið mér að koma og hlýða á hina yndislegu. litlu dóttur sína — og vinkonu mína — Þórunni, spila sinn fyrsta piano conserto með stórri hljómsveit. Eg hafði sjálíur stundað nám við Royal Academy of Music og vissi því, hve strangar kröfur eru gerðar til þeirra nemenda, sem leika ein- leik á nemenda hljómleikum Akademísins, ekki síst boðs hljómleikum — Invitation Con- serts — eins og þessum, þar sem blaðamenn og ýmsir mikilsvirt- ir menn í músíkheimi Lundúna eru viðstaddir. Það var mér því eigi lítið gleðiefni að frétta, að þessari litlu vinkonu minni, að- eins 7 ára, skyldi hlotnast sá | heiður, að spila piano consert eftir Mozart, með stórri hljóm- sveit, undir stjóm föður, síns. Eg sá á efnisskránni, að Þór- unn litla átti ekki að leika fyrr en eftir hléið. er hljómleikarnir voru hálfnaðir, og það er best að viðurkenna það strax, að fyrri hluti þeirra fór gersamlega fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Loks kom hléið, og að því loknu tók Mr. Read, hljómsveit- arstjórinn aftur til máls. Hann skýrði frá því, að einleik í næsta lið, Mozart konsertinn, annaðist óvenjulega ungur listamaður frá íslandi, aðeins sjö ára gamall telpuhnokki, sem kæmi nú í fyrsta skipti fram opinberlega sem einleikari á piano með hljómsveit og mundi faðir hennar, sem stundaði nám í hljómsveitarstjórn við Akadem- íið, stjórna hljómsveitinni í þessu verki. Mr. Read kvaðst ekki treysta sér að bera fram naínið Thorunn Tryggvason, en sagði að faðir hennar myndi tilkynna nöfn þeirra feðgina með réttum framburði! Er Mr. Read hafði lokið máli sínu, gekk Jóhann Tryggvason inn í salinn. Hann leiddi við hlið sér litla. ljóshærða mey með borða í hárinu. Þegar feðginin gengu milli hljóðfæraleikaranna hvarf litli kollurinn stundum í þetta hljóðfærahaf; hún var svo lítil. Fyrst í stað virtist fólkið í salnum vera algerlega utan gátta. Það ríkti alger þögn. Alt í einu vaknaði einhver úr leiðsl- unni og hið ótrúlega rann upp fyrir honum: Þetta litla, elsku- lega barn, — sem meðal hljóð- færaleikaranna sýndist fr&nur fimm en sjö ára — var einleikar- inn! Fólkið byrjaði að klappa og lófatakið dundi eins og brim- hljóð um allan salinn. Faðir og dóttir hneigðu sig fyrir áheyr- endum og er Jóhann hafði kvnt þessi undarlegu íslenzku nöfn fyrir þeim, tók hann sér stöðu á palli hljómsveitarstjórans, en Þórunn settist við þenna óskap- lega stóra konsertflygil. Hún var svo lítil, grönn og veikbygð, þar sem hún sat í fallega, bleika silkikjólnum sínum fyrir fram- an stóra, svarta flygils-ófreskj- una, sem brosti sínu breiða brosi til hennar með svörtum og hvít- um tönnum nótnaborðsins. Hún varð að teygja sig til að ná með fótunum niður að „petölunum“ og sat því á stólbrúninni. Það var eitthvað óraunveru- legt við þessa sjón, líkt og draum ur. Hvernig var hægt að ímynda sér að þetta litla veikbygða barn, — sem virtist álíka raun- verulegt og ljóshærðu álfameyj- arnar sem mann dreymdi um í bernsku, — gæti ráðið við þetta stóra hljóðfæri? — Gæti fengið það til að hlýða sér við túlkun á hinni yndislegu tónlist Mozarts? Tími til slíkra heilabrota reynd ist sem betur fer ekki mikill því að nú hófst verkið K Pianoforte Conserto No. 17 in G: lst. Move- ment. Allegro, — undir öruggri stjórn Jóhanns Tryggvasonar, sem virtist hvergi smeykur, því að hann vissi manna best hvers litla dóttir hans á pianóstólnum var megnug. Það verður aldrei hægt að gefa nema mjög óljósa hugmynd um þær undarlegu tilfinningar, sem grípa mann við að sjá svo lítið barn leika einleik á flygil með undirleik áttatíu manna hljómsveitar. Árið 1939 var hún ekki fædd! En nú kepptist 80 manna hópur fullorðinna lista- Öryggi litla einleikarans og tækni voru svo furðuleg, að hlustendur virtust halda niðri í sér andanum Eg hefi hlýtt á marga dásamlega hljómleika um ævina, en þó aldrei verið meðal áheyrenda þrungnari af „stemn- ingu“ en að þessu sinni. Er síðasti tónninn dó út ,var svo sem tveggja sekúndna þögn, eins og fólkið væri þrumu lostið, en síðan skall hljóðbylgja lófa- taksins yfir salínn með ógnar- mætti, og vixtist hver um sig klappa eins og hann hafði afl og úthald til. Þórunn litla var kölluð fram hvað eftir annað. Það var engu líkara en áheyrendur tímdu ekki að sjá af henni. Þeir neituðu að vakna frá þessum ótrúlega, ynd- islega draumi. Hljómsveitarstjórinn, faðir hennar, átti að sjálfsögðu sinn þátt af þessu mikla lofi, enda viðurkendu blöðin seinna, að honum hefði tekist að fá hljóm- sveitina til að spila betur en sjálf ur Ernest Read. Þetta var merkilegur dagur í lífi þeirra hjónanna, frú Klöru og Jóhanns Tryggvasonar, og reyndar okkar allra íslending- anna, sem þarna voru staddir. Hljómleikar þessir, sem haldnir voru 28. mars s. 1. vöktu mikla athygli í músíkheimi Lundúna. — Blaðamenn streymdu næstu daga á fund þeirra hjóna til við- tals og til að skoða litla undra- barnið og taka mvndir af því. Til gamans skal ég taka hér eina blaðaumsögn um hljómleikana. Hún birtist í The Daily Tele- graph þann 29. mars. svo hljóð- andi: „Það var fögur sjón í gær- kvöldi að sjá píanóleikara á barnsaldri, Þórunni Tryggva- son, frá íslandi — sjö ára, þótt hún sýndist aðeins fimm ára, — leika kafla úr Konsert eftir Mo- zart í Dukes" Hall í Royal Aca- demy of Music. Það skiftir hér litlu máli að rannsaka nákvæm- lega hvernig hún lék. — Sú sannreynd, að hún skilaði verki sínu með nákvæmni, er nægilega eftirtektarverð, og hæfileikar hennar eru án nokkurs efa miklu þroskaðri en aldur henn- ar gefur til kynna. Hljómsveit- inni var stjórnað af föður henn- ar, sem náði góðum leik hjá hljóðfæraleikurunum, sem þekkja mættu betur viðkvæmni undirleiksins. Tónlistarhæfileik- ar eru auðsjáanlega ættgengir í Try ggvason-ættinni“. Það er óþarfi að geta þess, að Þórunn er eftirlæti kennara síns í Academíinu. enda var hann hreyknari af frammistöðu hennar en orð fá lýst. Alt virðist því benda til (Frh. á bls. 5) carit 'áay 'Mtfoi a>Jjfee,Í/uM FORT GARRY? Rich, roaster-fresh Fort Garry Coffee comes in fine or regular grind — at grocers everywhere! Enjoy Fort Garry Tea, too. HUDSON'S BAY COMPANY PRODUCT %

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.